Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Telur þú þig hafa rangt fyrir þér?

i_am_legend_will_smith__1_Margir vilja meina að það er hroki að telja sig vita sannleikann um trúarleg atriði en eitthvað grunar mig að þeir sem hugsa þannig hafa ekki hugsað dæmið til enda.  Hver sá sem trúir einhverju varðandi trúarleg atriði trúir að hans skoðun er rétt og þeir sem trúa einhverju sem er í andstöðu við hans skoðun hafa rangt fyrir sér. Þarna er ekki um að ræða hroka heldur eðli skoðana.

Hver síðan heldur að hann hafi rangt fyrir sér?  Ef einhver myndi komast að því að einhver af hans skoðunum væri röng, myndi hann þá ekki skipta um skoðun og halda áfram að halda að hann hefði rétt fyrir sér?  

Að vísu finnst mér stundum eins og margir gera þetta... 

Sumir hafa að vísu vit á því að gera ráð fyrir því að þeir gætu haft rangt fyrir sér og fá þeir prik fyrir það og vonandi er ég einn af þeim.

Hvernig aftur á móti einhver getur aðhyllst trú vísindakirkjunnar er mér hulin ráðgáta. Væri frábært ef það væri einhver á blogginu sem hefði þessar trúar skoðanir að verja þær.

Varðandi Will Smith þá eftir því sem ég best veit þá er hann kristinn, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Will_Smith 

Meira um svona hugleiðingar hérna:  Ræður þú við sannleikann? og Sannleikurinn og umburðarlyndi

 


mbl.is Will Smith telur sig alltaf hafa rétt fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum er eins og maður er ósammála öllum...

Þar sem páfinn segist vera staðgengill Jesús á jörðinni og margir páfar hafa sagst fara með sama vald og hafa vald til að breyta því sem Kristur fyrirskipaði þá get ég ekki verið annað en verið ósammála tilvist einhvers páfa. Þá á ég við að einhver maður sé óbeint gerður að guði hér á jörð.

pope_350On the Authority of the Councils, book 2, chapter 17
"All names which in the Scriptures are applied to Christ, by virtue of which it is established that He is over the church, all the same names are applied to the Pope."
Quoted in the New York Catechism
The Pope takes the place of Jesus Christ on earth...by divine right the Pope has supreme and full power in faith, in morals over each and every pastor and his flock. He is the true vicar, the head of the entire church, the father and teacher of all Christians. He is the infallible ruler, the founder of dogmas, the author of and the judge of councils; the universal ruler of truth, the arbiter of the world, the supreme judge of heaven and earth, the judge of all, being judged by no one, God himself on earth.
Pope Pius V, quoted in Barclay, Chapter XXVII, p. 218, "Cities Petrus Bertanous
The Pope and God are the same, so he has all power in Heaven and earth."

Svo ekki get ég verið sammála páfanum.

Fóstureyðingar

Síðan kemur fólk sem dreifir bæklingum sem styðja fóstureyðingar. Hvernig einhver getur barist fyrir því að börn séu drepin í móðurkviði er mér hulin ráðgáta nema bara illska mannsins.  Hvernig væri að dreifa bæklingum sem sýna hvað er raunverulega gert þegar fóstureyðing er framkvæmd; hvernig fóstrið bregst við til dæmis. 

Réttindi samkynhneigða 

Af einhverjum ástæðum vilja sumir samkynhneigðir gifta sig í kirkjum sem byggja sína trúarskoðun á Biblíunni. Vitandandi mæta vel að Biblían kennir að samkynhneigð er synd. Ég er alveg sammála að það eru sjálfsögð réttindi samkynhneigðra að staðfesta sambúð sína og þess vegna einhverja trúar athöfn en alls ekki að troða sér í kirkju sem vill fylgja Biblíunni.  Sömuleiðis einfaldlega trúfrelsi að kirkjur sem vilja gifta samkynhneigða fái að gera það en hið sama frelsi á að leyfa þeim kirkjum sem vilja það ekki þurfa ekki að gera það.

Smokkarnir 

Ég hef aldrei skilið af hverju Kaþólska kirkjan datt það í hug að banna smokka. Nema kannski til að sjá til þess að kaþólikkar fjölgi sér meira en aðrir... Þetta er ekki Biblíulegt að mínu mati og ekki gáfulegt og er að mínu mati að valda miklum þjáningum víðsvegar um heiminn.

Kannski það eina sem ég er sammála hérna er að heimsækja Ástralíu; af því sem ég hef heyrt þá er þetta alveg frábært land. 

australia_pictures_kangabig

 


mbl.is Engir smokkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fylgja Biblíunni myndi kannski gera starfið meira aðlaðandi?

popeworship7Ef það er eitthvað sem myndi láta mig ekki hafa áhuga á prest starfi þá væri það ef kirkjan myndi heimta að ég mætti ekki giftast. Ef Kaþólska kirkjan myndi taka ráðleggingum Biblíunnar í þessum málum þá myndi það hjálpa mjög mikið.  Hérna er lýsingin á hvernig biskup/prestur á að vera:

Fyrra Tímóteusarbréf 3
1Það orð er satt. Sækist einhver eftir biskupsstarfi þá girnist hann göfugt hlutverk. 2Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur,[1]

Eða: einnar konu eiginmaður.
 bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari, 3ekki drykkfelldur, ekki ofsafenginn, heldur gæfur, ekki deilugjarn, ekki fégjarn. 4Hann á að vera maður sem veitir góða forstöðu heimili sínu og venur börn sín á hlýðni og alla prúðmennsku.
5Hvernig má sá sem ekki hefur vit á að veita heimili sínu forstöðu veita söfnuði Guðs umsjón? 

...
12Djáknar séu einkvæntir og hafi góða stjórn á börnum sínum og heimilum. 13Því að þeir sem hafa staðið sig vel sem djáknar ávinna sér góðan orðstír og mikla djörfung í trúnni á Krist Jesú.

Ég tel það vera slæmt ef prestur er ekki giftur og tel að reynslan hefur sýnt fram á það. 

Hérna er grein sem fjallar enn ýtarlegra um þetta mál: http://www.biblesearch.com/articles/article2.htm 


mbl.is Sálnahirðar slá í gegn í raunveruleikasjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 803343

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband