Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hvað þarf til þess að maður átti sig á því að dauðinn getur tekið mann hvenær sem er?

Þeir sem fá þær fréttir að þeir eigi mjög takmarkaðan tíma eftir ólifað, þeir sjá lífið í allt öðru ljósi. Allt í einu þá skipta allt aðrir hlutir máli en gerðu áður.  Það skiptir ekki svo miklu máli þótt að bíllinn rispast eða dýri vasinn í andyrinu brotnar.  Hugsunin að fá ekki lengur að vera með þeim sem manni þykir vænt um ásækir mann. Maður er að fara missa allt sem maður á.

Það er kaldhæðnislegt að það er á svona stundum þegar sumir heldur að líf manns er í hættu að þá byjrar þeir að leita til Guðs þótt þeir hafa hunsað Hann allt sitt líf.  Flestir hafa þá sýn á Guði að Hann er þarna til að þjóna okkur; einhvers konar félagi sem reddar manni í vandræðum, gefur manni gjafir og veit manni styrk í raunum þessa lífs.

Rétt sýn á samband við Guð myndi vera að Guð er heilagur og það væru gífurleg forréttindi að eiga samfélag við Guð og þú ert hér til að þjóna Honum En það er ekki nóg að bara vilja samfélag við Guð því eins og Biblían talar um að það reiði Guðs hvílir yfir öllum sem hafa logið, stolið, hatað og öfundað og fleira. Ef þú horfir í spegil boðorðanna tíu þá kannski áttar þú þig á því að Guð vill ekkert samfélag við þig því þínir glæpir hafa búið til aðskilnað milli þín og Guðs.  Þegar dauðinn starir mann í andlitið þá gera margir sér grein fyrir sannleiksgildi þessara orða hérna:

Hebreabréfið 9
27 það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm,

Vonandi þarf Guð ekki að hræða úr þér líftóruna til þess að þú farir að íhuga þessa hluti. Að það kemur að því að deyja og mæta Guði og Hann dæmir þig fyrir allt sem þú hefur gert, jafnvel vondar hugsanir og þá sóun á þeim tíma sem þú hafðir til að gera gott en eyddir honum í sjálfan þig.


mbl.is Héldu að þetta væru endalokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Richard Dawkins rökræðir við John Lennox um "The God Delusion"

Hér rökræðir Richard Dawkins við John Lennox um tilvist Guðs út frá bók Dawkins "The God delusion".  Báðir eru prófessorar við Oxford og John Lennox. Svona er þeim lýst á síðunni sem leyfir okkur að ná í umræðuna:

http://richarddawkins.net/article,1707,n,n
The debate will feature Professor Richard Dawkins, Fellow of the Royal Society and Charles Simonyi Chair for the Public Understanding of Science at Oxford University and
Dr. John Lennox
(MA, MA, Ph.D., D.Phil., D.Sc.), Reader in Mathematics and Fellow in Mathematics and Philosophy of Science, Green College, University of Oxford.

Þeir sem eru glöggir taka eftir því að það er síða Richard Dawkins sem gefur okkur aðgang að þessum rökræður; líklegast heldur Richard Dawkins að hann hafi unnið þessar rökræður. Leyfi hverjum að dæma fyrir sig.  Hérna er síðan þar sem hægt er að ná í rökræðurnar: http://richarddawkins.net/article,1707,n,n


Trúin á hið góða í manninum

A man runs across the road holding a looted gas cylinder from a shop Monday, in Kenya's coastal town of Mombasa, during looting in protest against the announced elections winner.Það virðist sem að fátt geti tekið burt trú sumra á hið góða í manninum. En ég spyr "hve mikla illsku þarf til að brenna fólk lifandi?" Páll talar í sínu bréfi til Tímótesar að ástin á peningum er rót alls konar illsku og tel ég það eiga við hérna. Vont fólk er að sækjast í meiri völd og peninga og að aðrir þurfa að þjást til að það fólk fái það sem það þráir skiptir minna máli.

Í umræðunni undanfarið hefur verið talað um afhverju Guð "drap" einhvern hóp manna en á öðrum stöðum þá spyr sama fólk afhverju Guð stöðvar ekki svona illsku. Þegar Guð síðan stöðvar svona hluti þá saka órökrétt fólk Hann um grimmd.  En afhverju Guð velur að grípa inn í stundum og stundum ekki tilheyrir sannarlega þeirri ofnotuðu setningu að "vegir Guðs eru órannsakanlegir", þó að vísu trúi ég að við munum fá að rannsaka það sem gerðist á þessari jörð á himnum.

Ég trúi því að allir menn vilja sjá sjálfan sig sem hetjuna á hvíta hestinu, sá sem bjargar deginum. Ég trúi því einnig að jafnvel hin verstu illmenni þyki vænt um marga þá sem standa þeim nærri. Vandamálið er bara löngunin í það sem heimurinn hefur að bjóða verður sterkara en löngunin til að gera gott. Samkvæmt ritningunum þá höfum við öll þekkingu á hvað er gott og hvað er slæmt en síðan höfum við frjálsan vilja til að velja á milli.

Annað sorglegt sem kemur upp í huga minn er að sumir kristnir trúa að Guð muni kvelja fólk að eilífu í eldi sem myndi gera Hann verri en Hitler og Stalín til samanlags. Þetta er auðvitað alls ekki í neinu samræmi við Biblíuna og gerir kolsvarta lyndiseinkun Guðs, sjá: Hver er refsing Guðs, eilífar þjáningar í eldi eða eilífur dauði?

Sumir spyrja afhverju leyfir Guð þessu að halda áfram, afhverju stöðvar Hann ekki þessa illsku? Mitt svar er að Guð er alveg að fara að stöðva þetta.  Við höfum nógu mikið af táknum til þess að vita að tíminn er nálægur. Þótt svo er þá persónulega trúi ég að það eru einhverjir áratugir í það en það er bara ágískun.

Afhverju stöðvar Guð þetta ekki núna er líka mjög forvitnileg spurning. Mitt svar er að við erum í baráttu milli góðs og ills og að Guð vill að illskan sýni sig enn frekar svo það verði enginn vafi þegar Guð loks eyðir henni að það var réttmætt og í raun kærleiksríkt. Miðað við athugasemdir margra við grein minni um endalokin þá er greinilegt að margir telja það slæmt að Guð komi og stöðvi þetta svo einhverjir eru ekki sannfærðir um illsku þessa heims, sjá: Merki um að við lifum á síðustu tímum?

Það sem allir ættu að hugsa aðeins um er að ef Guð myndi koma og eyða allri illsku úr heiminum, myndi hann finna illsku í þínu eigin hjarta?  Myndi Guð finna lygi, þjófnað, græðgi, hatur og öfund í manns eigin sálu? Ef svo reyndist vera, væri þá réttlátt að Guði að eyða þér?

Eitthvað til að hugsa um á tímamótum sem þessum...


mbl.is Fólk brennt inni í Kenýa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803341

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband