Þakkar blog

Flugeldar9Mig langar að nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem hafa rökrætt við mig á árinu. Ég ætlaði að gera þetta fyrir nokkru síðan svo að þetta kæmi ekki út sem bara áramóta blog grein en hvað um það. 

Þegar ég byrjaði að blogga þá áttaði ég mig ekki á því hve mikið mínar skoðanir voru framandi fyrir íslenskt samfélag. Núna þegar maður horfir til baka þá skil ég betur margt sem var sagt við mig því að svo margir héldu hreinlega að skoðanir eins og mínar væru ekki til á Íslandi.  Sem betur fer fyrir mig þá eru flestir búnir að jafna sig á þessu fyrsta sjokki og umræðurnar orðnar miklu málefnalegri en þegar ég var að byrja.

Langar þakka sérstaklega þessum bloggurum hérna: Sveinn, Kristinn Theódórsson og Brynjólfur Þorvarðsson fyrir að vera málefnalegir og almennt skemmtilegir í þessum rökræðum.

Það er búið að vera mjög gaman að rökræða við marga en það gengur ekki upp að fara að telja alla upp. Langar sömuleiðis að nota tækifærið og taka alla sem ég hef bannað af blogginu mínu úr banni.

Takk fyrir árið sem er að líða og gleðilegt nýtt ár!  Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gleðilegt ár Dóri minn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2009 kl. 17:35

2 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

þakka þér líka elsu Mofi minn, þú hefur gefið mér meira en þig grunar og líka frændi minn hann Haukur. Guð blessi ykkur allar góðar vættir.

kær kveðja,Tara

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 31.12.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Árni

Gleðilegt ár og takk fyrir athyglisverðar umræður á liðnu ári.

Þessar þakkir breyta því þó ekki að ég mun ekkert gefa eftir á nýju ári :)

Árni, 31.12.2009 kl. 19:50

4 identicon

Gleðilegt nýtt ár sömuleiðis Halldór minn

Kveðja,

Cicero, Sigmar, Kristmann og örugglega einhverjrir fleiri sem ég er að gleyma :)

Cicero (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 01:17

5 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Já gleðilegt ár sömuleiðis Halldór.

Cicero, var ekki einhver Jón þarna líka?

Sveinn Þórhallsson, 1.1.2010 kl. 03:11

6 Smámynd: Egill Óskarsson

Gleðilegt ár Halldór/Mofi! Hafðu það gott á komandi ári.

Egill Óskarsson, 1.1.2010 kl. 15:15

7 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Takk fyrir það Mofi og sömuleiðis. Hafðu það kósý á nýju ári, gamli og megi Þróunarkenningin afsannast, sem og aldursmælingar og fleira í þeim dúr og þú reynast sannspár.

Kristinn Theódórsson, 1.1.2010 kl. 20:39

8 identicon

jújú... ég heiti víst Jón :)

Cicero (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 23:15

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Guð gefi þér gleðilegt nýtt ár. Þakka samfylgdina á blogginu. Oft nokkuð hvasst og hörku fjör. Því er ekki hægt að  neita.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.1.2010 kl. 02:00

10 Smámynd: Mofi

Kristinn, takk, þetta er fallegasta nýárs kveðja sem ég hef fengið :)

Ég þakka öllum vinarlegar kveðjur.

Mofi, 3.1.2010 kl. 14:27

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Tek heilshugar undir með Kristni. Megi þróunarkenningar ruglið allt afsannast. Vona að kisi greyið sé kominn heim.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2010 kl. 00:42

12 identicon

Sköpunarsagan verður nú ekkert sannari þó að þróun verði afsönnuð ;)

Cicero (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 09:01

13 Smámynd: Mofi

Rósa :)

Cicero,  ég held nú að hún hlyti að verða að líklegri valkosti... ?

Mofi, 4.1.2010 kl. 11:27

14 identicon

kannski eitthvað aðeins líklegri en í dag.... en það væri ekki mikið

Sköpun stangast enn á við margar fleiri fræðigreinar, s.s. jarðfræði, sagnfræði, fornleifafræði o.fl.

Cicero (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 03:37

15 Smámynd: Mofi

Cicero, þá áttu líklegast við sköpunarsöguna eins og hún er í 1. Mósebók. Ég held að þú ert að vanmeta hve mikil áhrif þróunarkenningin hefur haft á jarðfræði og sagnfræði. Hve mikið af ályktun menn hafa gert í þessum fræðigreinum vegna þess að þeir trúa að þróunarkenningin er rétt. Ef að hún hyrfi þá trúi ég að það hefði mikil áhrif á jarðfræði og sagnfræði.

Mofi, 5.1.2010 kl. 09:46

16 identicon

Ég held að þú ofmetir stórlega þessi sömu áhrif ....

Prófaðu bara að lesa fræðigreinar á þessu sviði og þú sérð fljótlega að þróunarkennina Darwins kemur þar hvergi nálægt

Vísindamenn eru ekki fíflin sem þú telur þá vera

Cicero (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband