30.12.2009 | 11:02
Samt synd
Fáránleg hræsnin sem þarna er á ferðinni. Eins og það sé einhver munur á því að giftast konu, skilja við hana og fara til næstu eða að bara sofa hjá mörgum konum. Kristur gagnrýndi þennan sið gyðinga þegar Hann sagði þetta:
Matteus 5:31
Þá var og sagt: Sá sem skilur við konu sína skal gefa henni skilnaðarbréf. 5:32En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór.
Sumir hjá Vantrú hafa bent á eitthvað sem þeir sjá sem hræsni hjá kristnum þegar þeir gifta fráskilið fólk sem er synd samkvæmt orðum Krists en síðan neita samkynhneigðum um giftingu. Þetta er alveg gildur punktur hjá þeim. Það vantar að kirkjan taki þessi orð Krists miklu alvarlegra. Til þess að kirkja geti gift fólk sem er fráskilið með góðri samvisku þá ætti viðkomandi að hafa iðrast þess sem gerðist og biðjast fyrirgefningar. Náðin á alltaf að vera til staðar fyrir þá sem iðrast og vilja gera betur.
Sumir kristnir náttúrulega vilja meina að núna lifum við undir náð og þess vegna megum við hegða okkur eins og við viljum en vonandi fara þeir að sjá að sér; fara að lesa ráðleggingar Biblíunnar og fara eftir þeim.
Skilur við 11 eiginkonuna og slær met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803193
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þannig að ef hann passar sig á því að giftast alltaf nýrri hreinni mey að þá er hann ekki að drýgja hór? ...splendid
Mama G, 30.12.2009 kl. 11:27
Mama G, búin að finna "loop hole" :) Alls ekki slæmt. Hefðir kannski átt að fara í lögfræði? Kannski ekki of seint?
Mofi, 30.12.2009 kl. 12:49
Halló Mofi minn, gleðilega hátíð. Ein spurning því þetta er svolítið loðið :) Hvað finnst þér um giftingu samkynhneigðra, ég veit það svo sem en vildi sjá það svart á hvítu, við erum öll mannleg og ráðum ekki tilfinningum okkar, er það ekki rétt hjá mér.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 31.12.2009 kl. 09:23
Tara, hæ og gleðilega hátíð :)
Ég tel Biblíuna vera mjög skýra þegar kemur að kynlífi tveggja karla; kirkja sem leggur blessun sína yfir það er að blessa það sem Biblían bölvar. Hún talar að vísu ekki um konur og ég tel alltaf best að fara ekkert lengra en orðið segir. Ekki beint vinsæl afstaða eins og okkar samfélagi er í dag...
Varðandi tilfinningar þá hef ég í gegnum tíðina nokkrum sinnum haft tilfinningar til stelpna sem ég hef þekkt en ekki fengið að sofa hjá þeim. Óneitanlega sárt en maður lifir það af. Ekkert að því að tveir menn hafa tilfinningar til hvors annars en ef þeir vilja fylgja því sem Biblían segir þá sleppa þeir kynlífi með hvor öðrum.
Mofi, 31.12.2009 kl. 12:34
Mofi,
Hvers vegna svarir þú ekki Mama G? Er það rétt hjá honum?
Og hvað með þetta: "And the man that committeth adultery with another man's wife, even he that committeth adultery with his neighbour's wife, the adulterer and the adulteress shall surely be put to death".Leviticus 20:10
Er það ekki nógu skýrt? Mér finnst það. Og þú hlítur að taka undir þetta ef þú tekur bíblíuna alvarleg.
Ég helt að þú vilt helst snúa tímann tilbaka til ársins 0. Svo gengur allt upp hjá þér.
Jakob Andreas Andersen, 31.12.2009 kl. 13:07
Æi Mofi minn, afhverju sögðu þær nei!! Þær vita ekki hverju þær misstu !! Sorry verður alltaf að vera smá stríðni með :) En það er svolítill karlrembingur í Biblíunni þarna, karlar mega ekki sofa saman, fullkomnar verur, þeim á ekki að koma það til hugar. En líklega mega konurnar vera samkynhneigðar fyrst Guð hefur ekkert um það að segja. Nema að þessi gamli rembingur nái líka til Guðs, konur eru svo saklausar að þær gera ekki svona, það hvarflar ekki að honum að slíkt gæti gerst, Guði sem sagt. En hver veit kannski er hann sáttur við samkynhneigðar konur. Sérðu nú ertu búinn að kveikja í púkanum í mér, það er fínt ;)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 31.12.2009 kl. 13:51
Jakob, náð og miskun var líka í hávegum höfð í GT og til þess að einhver fengi dauðadóm þá urðu tvö vitni að heimta þennan dóm frammi fyrir löglegum dómstólum.
Tara,
Það er margt sem er aðeins beint til karla en manni finnst nokkuð augljóst að það á við konur líka. Málið er bara að vera hreinskilin varðandi hvað Biblían segir og hvað hún segir ekki.
Frábært að búið er að kveikja á púkanum í þér, besta kvöldið á árinu til að leyfa honum að fara út og leika sér :)
Mofi, 31.12.2009 kl. 17:34
Takk elsku hjartað mitt
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 31.12.2009 kl. 18:10
Egill Óskarsson, 1.1.2010 kl. 15:19
Egill, góður punktur; ég sé aðeins bann við kynlífi.
Mofi, 1.1.2010 kl. 15:22
Hvað stendur þá gegn því að kristnar kirkjur og trúfélög leyfi hjónaband samkynhneigðra? Er eitthvað talað um að hjónabandi verði að fylgja kynlíf í biblíunni?
Egill Óskarsson, 1.1.2010 kl. 16:45
Ok, Mofi
Þú ert þá sammála um að dauðarefsing fyrir framhald er í lagi ef tvö vitni heimta þennan dóm frammi fyrir löglegum dómstólum.
Jakob Andreas Andersen, 1.1.2010 kl. 20:21
Egill, ekki svo ég viti til um. Mig minnir að það eru vers sem tala um að annar aðilinn í hjónabandinu ætti ekki að neita hinum aðilanum um kynlíf; það er það eina sem ég man eftir.
Jakob, frekar þannig að þetta er dómurinn sem ég sé Guð gera í Biblíunni og ég sætti mig við hann. Ég get ekki lokað augunum fyrir því að framhjáhald er slæmt þó ég ætti erfitt með að vera sáttur við þannig dauðadóm hjá okkar jarðneskjum dómstólum. Málið er að ef Guð vill búa til heim þar sem illska er ekki lengur til þá er þetta nauðsynlegt. Aftur á móti má heldur aldrei gleyma náðinni og fyrirgefningunni, sá sem er sekur um framhjáhald getur iðrast, snúið baki við þessari hegðun og öðlast eilíft líf.
Mofi, 1.1.2010 kl. 23:12
jahérna!
Óskar Arnórsson, 2.1.2010 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.