Kolkrabbinn og kókoshnetan

Mörg dýr nota tól til að koma sér áfram í lífinu. Eitt skemmtilegt dæmi er að kolkrabbar nota kókoshnetur sem nokkurs konar hjólhýsi. Meira fjallað um það hérna: http://www.sciencedaily.com/releases/2009/12/091214121953.htm

Og síðan stutt vídeó sem sýnir þetta en það er þræl fyndið að horfa á þá "hlaupa" með kókoshnetuna.

 

 

Hérna sé ég greinileg ummerki um hönnun. Hugmyndin að tilviljanir og náttúruval bjó þetta til er einfaldlega ekki trúverðug. Frekar erfitt að virða þessa hugmynd/trú þar sem hún er í algjörri andstöðu við gögnin en maður verður að gera sitt besta að virða það fólk hefur svona hugmyndir.

Síðan fyrir forvitna: http://www.livescience.com/animals/091214-10-tool-users.html

 

 

 


mbl.is Simpansar með fágaða borðsiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Get ekki betur séð en að þetta styrki einmitt hugmyndir um tilviljanir og náttúruval. Gáfaður hönnuður hefði einfaldlega haft skel á öllum lindýrum, ekki bara sumum.

Páll Geir Bjarnason, 28.12.2009 kl. 11:35

2 Smámynd: Mofi

Páll, og missa af þessari þræl fyndnu snilld?  Nei, það meikar ekki sens. Rökin að hönnuðurinn hefði hannað öðru vísi eru alltaf gölluð í eðli sínu. Hver myndi horfa á Ferrarí og álykta að hann var ekki hannaður af því að gáfaður hönnuður hefði aldrei haft bílinn svona lágan og viðkvæmann?

Mofi, 28.12.2009 kl. 11:40

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég held, Mofi, að guð þinn sem sást síðast á gægjum í aldingarðinum Eden er Adam og Eva voru allsnakin í ástarleik, hefði aldrei nennt að hanna allt það sem þú hermir upp á hann.

En ef nú einhver ónefndur og óskilgreindur guð hefur nú staðið að baki allri þeirri sköpun sem við sjáum í veröld okkar, þá er heiðarlegast að viðurkenna að við vitum ekkert um þann guð, né hvernig eða hvenær hann hóf þá sköpun.

Líka gæti sá möguleiki verið í stöðunni að hann hafi ekki verið einn að verki. Einnig gæti sá möguleiki verið í stöðunni að hann sé löngu látinn. Um þetta vitum við ekkert, eins og er.

En eitt er augljóst öllum skynsömum lestrarhestum rita Biblíunnar, að sá guð sem þar er lýst hefur aldrei verið til.

Sigurður Rósant, 28.12.2009 kl. 12:46

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ertu að meina að hönnuðurinn skapi sér brandara og sitji hlæjandi að afleiðingunum? Passar illa við það sem boðað er um guð þinn!

Páll Geir Bjarnason, 28.12.2009 kl. 13:08

5 Smámynd: Mofi

Rósant, aldrei nennt?  Hvernig kemst maður að þeirri niðurstöðu hvort einhver nennir einhverju eða ekki?

Ef einhver kemst að þeirri niðurstöðu að til er hönnuður þá tel ég að rökréttast er að miðað við hve mikið hann lagði í hönnunina þá hefði hann áhuga á henni. Svipað og foreldri sem búið er að leggja mikið af tíma og vinnu í barnið sitt að þá hafa foreldrarnir áhuga á lífi þess.  Ef maður er sammála þessu þá er bara að athuga hvaða valmöguleikar eru fyrir hendi.

Fyrir mitt leiti þá er það Biblían sem er lang líklegust. Uppfylltir spádómar, ótrúleg þekking á vísindum og heilsu svo dæmi sé tekið. Hún er  vitnisburður margra manna af þeirra samskiptum við Guð. Ekki að Guð hafi ekki haft samskipti við fleiri; ég held að á einhverju leiti hafi Guð samband við alla menn en þarna voru mjög sérstök dæmi.

Mofi, 28.12.2009 kl. 13:17

6 Smámynd: Mofi

Páll, ég sé ekkert að flottri og fyndinni hönnun.  Það eru ekkert slæmar afleiðingar af því að kolkrabbi geti notað kókoshnetu til að nota til að skýla sér. Ég er ekki að tala um hið slæma í þessu heimi, ekki eins og illska þessa heims sé eitthvað fyndin í augum Guðs.

Mofi, 28.12.2009 kl. 13:19

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Það er nú ósköp auðvelt að sjá það út, Mofi, að guð þinn er meiriháttar latur af guði að vera.

Hann t.d. nennir ekki að tala almennilega við jarðarbúa á annan hátt en þann sem lýst er í ritum Biblíunnar, þ.e. við hálfsofandi, hálf-rænulausa eða menn sem eru viti sínu fjær vegna þorsta eða hungurs.

Hann nennti aldrei að skrifa nein almennileg skilaboð til okkar um hvernig hann vildi að við högðuðum okkur. Hann nennti aldrei að endurskoða þau rit sem rugludallar hans skrifuðu niður, þar sem úir og grúir af rangfærslum um staðhætti, atburði, tíma og fjarlægðir.

Ef þetta er ekki leti, þá má kannski kalla þetta elliglöp í besta falli.

Sigurður Rósant, 28.12.2009 kl. 15:03

8 identicon

Hvort er líklegra að alvitur og almáttugur hönnuðir dúlli sér við að hanna hinar og þessar lífverur niður í minnstu atóm, miljarða lífvera

Eða hanni forrit til að gera það fyrir sig og geri það forrit fært um að leiðrétta sig sjálft eftir því sem aðstæður lífveranna breytast (svona eins og þróun) 

??

Segjum nú sem svo að þú værir með 2 forritara í vinnu sem þú bæðir um að leysa þetta fyrir þig

Annar þeirri myndi vilja fara fyrri leiðina á meðan sá seinni vildi fara þróunarleiðina

Hvorn forritarann myndir þú velja Mofi?

Cicero (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 15:14

9 Smámynd: Mofi

Rósant
Hann t.d. nennir ekki að tala almennilega við jarðarbúa á annan hátt en þann sem lýst er í ritum Biblíunnar, þ.e. við hálfsofandi, hálf-rænulausa eða menn sem eru viti sínu fjær vegna þorsta eða hungurs.
Það gæti nú verið viljandi. Ef maður skoðar þetta út frá deilunni milli góðs og ills þá er þetta rökrétt. Ef að Guð myndi tala beint til allra, hvort sem þeir trúa eða ekki þá væri ekki mikið eftir af þeirra frjálsa vilja.

Rósant
Hann nennti aldrei að skrifa nein almennileg skilaboð til okkar um hvernig hann vildi að við högðuðum okkur.
Eru boðorðin tíu ekki nógu skýr fyrir þig?  Eru ræður Krists ekki nógu skýrar?
Rósant
Hann nennti aldrei að endurskoða þau rit sem rugludallar hans skrifuðu niður, þar sem úir og grúir af rangfærslum um staðhætti, atburði, tíma og fjarlægðir.
Kemur virkilega á óvart að einhverjir halda fram að það eru rangfærslur í Biblíunni?  Ættir að beita aðeins meiri efasemdum gagnvart þannig fullyrðingum. Væri gaman að sjá dæmi um slíkt, kannski efni í blogg grein frá þér?

Mofi, 28.12.2009 kl. 15:24

10 Smámynd: Mofi

Cicero
Eða hanni forrit til að gera það fyrir sig og geri það forrit fært um að leiðrétta sig sjálft eftir því sem aðstæður lífveranna breytast (svona eins og þróun)

Eða að í forriti lífveranna er fjölbreytileiki sem síðan nýtist þegar aðstæður breytast?  Möguleikarnir á fjölbreytileika þegar tvær lífverur eignast afkvæmi eru gífurlegir og þetta er innbyggt inn í hönnunina. Sömuleiðis virðist vera mekanismi sem túlkar að einhverju leiti upplýsingarnar á DNA miðað við aðstæður í umhverfinu.

Cicero
Segjum nú sem svo að þú værir með 2 forritara í vinnu sem þú bæðir um að leysa þetta fyrir þig

Annar þeirri myndi vilja fara fyrri leiðina á meðan sá seinni vildi fara þróunarleiðina

Hvorn forritarann myndir þú velja Mofi?

Ég myndi ekki velja þann sem ætlar að láta tíma, tilviljanir og einhvers konar val búa til forritið. Maður gæti rétt svo búist við því að þannig aðferð gæti búið til kannski eina nothæfa for lykkju á þúsund árum eða svo. Aðferðin sem allir forritarar sem ég veit um nota er að hanna sérhvert atriði, sérstaklega eru það smá atriðin sem þarf að passa upp á. 

Aftur á móti væri mjög flott að búa til forrit sem sýndi þessa eiginlega sem dýrin sýna, þ.e.a.s. aðlögunarhæfni. Hef ekki enn séð neitt slíkt ekki nema kannski að einhverju leiti ýmis A.I. forritun. En hrein svona hrein darwinísk aðferð til að búa til forrit, ég er nokkuð viss um að slíkt er ekki til.

Mofi, 28.12.2009 kl. 15:41

11 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Halldór trúirðu því að lífið verði fullkomið í ríki gvuðs, þ.e. eftir dómsdag?

Og varðandi þetta:

En hrein svona hrein darwinísk aðferð til að búa til forrit, ég er nokkuð viss um að slíkt er ekki til.

Má skoða http://en.wikipedia.org/wiki/Evolutionary_algorithm

Sveinn Þórhallsson, 28.12.2009 kl. 18:18

12 Smámynd: Árni

Fyrir mitt leiti þá er það Biblían sem er lang líklegust. Uppfylltir spádómar, ótrúleg þekking á vísindum og heilsu svo dæmi sé tekið.

Hvaða "ótrúleg þekking" er í Biblíunni, þar er ekkert minnst á lækningu við neinum af sjúkdómum sem hrjá mannkynið í dag, ekki einn einasta af þeim. Það er ekkert talað um stærðfræði þarna, jarðfræði, stjarnfræði eða nokkuð af því sem vísindin hafa uppgötvað á síðustu áratugum og hundruðum.

http://www.youtube.com/watch?v=zOfjkl-3SNE

Árni, 28.12.2009 kl. 20:11

13 Smámynd: Mofi

Sveinn, fullkomið hefur mismunandi þýðingu fyrir fólk. Ég held að það verði mjög svipað og það er í dag nema ekki sjúkdómar, þjáningar og dauði.

Sveinn
Má skoða http://en.wikipedia.org/wiki/Evolutionary_algorithm

Hugmyndin er auðvitað mjög skemmtileg og forvitnileg. En þegar forritari ætlar sér að búa til nýtt forrit þá er þetta ekki aðferð sem hægt er að nota. Þetta er góð aðferð til að láta tilviljanir prófa alls konar möguleika og velja út eitthvað sem er gott en virðist vera mjög takmarkað. Gott dæmi um eitthvað sem þetta getur hjálpað með er nasa loftnetið, sjá: http://www.nasa.gov/centers/ames/news/releases/2004/antenna/video.html

Þú kannast örugglega við þetta. En ég er 100% viss að svona aðferð getur aðeins aðlagað loftnet og gert þau betri en ekki búið til loftnet eða búið til sendi og mótakara.

Mofi, 29.12.2009 kl. 09:46

14 Smámynd: Mofi

Árni
Hvaða "ótrúleg þekking" er í Biblíunni, þar er ekkert minnst á lækningu við neinum af sjúkdómum sem hrjá mannkynið í dag, ekki einn einasta af þeim. Það er ekkert talað um stærðfræði þarna, jarðfræði, stjarnfræði eða nokkuð af því sem vísindin hafa uppgötvað á síðustu áratugum og hundruðum.

Mjög nákvæmar ráðleggingar varðandi heilsu er að finna í Biblíunni, sjá t.d. hérna:  The first book of public hygiene  Stór hluti af þeim sjúkdómum sem við glímum við er vegna óhreinlætis. Annar góður partur af sjúkdómum er vegna slæms mataræðis en í Biblíunni sjáum við sömuleiðis margs konar ráðgjöf varðandi fæði, sjá: http://www.tomorrowsworld.org/cgi-bin/tw/tw-mag.cgi?category=Magazine29&item=1104248743

Svo, nei, ekki svo mikið um lækningu en mikið um forvarnir.

Varðandi vísindi þá er margt í Biblíunni sem snertir á vísindalegri þekkingu en það er ekkert leyndarmál að Biblían er ekki bók um vísindi; eins og Galileó sagði "Biblían segir okkur hvernig við eigum að komast til himna, ekki hvernig himnarnir virka". Samt eitt skemmtilegt dæmi, maðurinn sem hægt er að kalla faðir haffræðinnar uppgvötaði vegi í höfunum út frá versum í Biblíunni.

Árni
http://www.youtube.com/watch?v=zOfjkl-3SNE
Þetta vídeó verðskuldar alveg sér færslu...  langar samt að benda á að þegar Guð í Gamla Testamentinu var að vara fólk við þá var um að ræða í flestum tilfellum svipað dæmi og faðir sem segir syni sínum að ekki stinga puttunum í rafmagns innstunguna.  Guð varaði aðallega Ísrael hvað óvinir þeirra myndu gera við þá ef að þeir fengju tækifæri til. Hann varaði þá við að ef þeir veldu að hafna Honum þá myndi Hann ekki vernda þá og t.d. í kringum 70 e.kr. þá er eins og verndarhendi Guðs hafi farið frá þeim og rómverjar eyðilögðu Jerúsalem og þjóðin missti landið sitt. Þetta var svakalegur atburður þar sem jafnvel foreldrar átu börn sín vegna hungurs sem rómverjarnir orsökuðu. Ég sé þetta ekki þannig að þetta var Guði að kenna heldur að fólk uppskar eins og það sáði; Guð einfaldlega leyfði þeim að finna fyrir afleiðingu þeirra eigin gjörða.

Mofi, 29.12.2009 kl. 10:21

15 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Sveinn, fullkomið hefur mismunandi þýðingu fyrir fólk. Ég held að það verði mjög svipað og það er í dag nema ekki sjúkdómar, þjáningar og dauði.

Þú telur það allavega muni verða betra en lífið er í dag. 

Það er nokkuð ljóst, skv. því sem þú sagðir áður: "Ef að Guð myndi tala beint til allra, hvort þeir trúa eða ekki þá væri ekki mikið eftir af þeirra frjálsa vilja." Muni frjáls vilji ekki og geti ekki verið til í þessu ríki.

Því hlýtur frjáls vilji ekki að skipta svo miklu máli í þessu samhengi, þ.e. hann er ekki nauðsynlegur eða svo mikið sem mikilvægur fyrir fólk til að njóta lífsins.

Afhverju talarðu þá alltaf um hann eins og hann sé einmitt það - nauðsynlegur og mikilvægur? Afhverju segirðu þá að það sé mikilvægara fyrir gvuð að varðveita frjálsan vilja en að koma í veg fyrir þjáningar?

Sveinn Þórhallsson, 29.12.2009 kl. 12:55

16 Smámynd: Mofi

Sveinn, úfff...  góð spurning.

Eins og ég skil þetta þá þurfa allar verur að taka ákvörðun á milli góðs og ills; lífs og dauða. Hérna verð ég dáldið að styðja mig við Ellen White sem Aðvent kirkjan trúir að hafi verið spámaður fyrir okkar tíma. Hún setur þetta þannig upp að þegar Guð hafi skapað þennan heim þá var það til þess að koma í staðinn fyrir þá engla sem féllu. Þeirra tortýming var yfirvofandi en ekki fyrr en að það væri komið í ljós að þessi dómur yfir þeim væri réttlátur. Nýju verurnar, mannkynið yrði að taka sömu frjálsu ákvörðun og þessir englar gerðu.

Ég held að lausnin varðandi hvernig frjáls vilji geti verið til í paradís er vegna þess að þessari spurningu um hver fær að ráða, Guð eða maðurinn sjálfur hefur verið svarað. Sá frjálsi vilji virðist óneitanlega vera innan ákveðins ramma.

Mofi, 29.12.2009 kl. 13:46

17 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ef sett eru skilyrði, t.d. "innan ákveðins ramma" er ekki hægt að tala um frjálsan vilja Halldór.

Afhverju þarf gvuð að varðveita þennan óþarfa?

Sveinn Þórhallsson, 29.12.2009 kl. 14:13

18 Smámynd: Mofi

Sveinn, ég get ekki gifst hvaða konu sem ég vill, get ekki farið í langt og skemmtileg frí eins og ég virkilega langar til en ég að minnsta kosti upplifi að ég hafi frjálsan vilja. Svo ég get ekki betur séð en að við höfum frjálsan vilja í dag þó að hann er innan ákveðins ramma. Tel einmitt að ramminn stækki í paradís; ekki lengur þörf að vinna átta tíma á dag og síðan peningar til að takmarka hvað ég vil gera og hvert ég vil fara.

Þessi óþarfi er í rauninni hver við erum. Ég sé þetta þannig að um leið og frjáls vilji er tekinn frá okkur þá hættum við að vera til sem einstaklingar og verðum lítið meira en þau vélmenni sem við höfum getað búið til.

Mofi, 29.12.2009 kl. 14:19

19 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Mér finnst það nú ekki sambærilegt. Það er eins og að segja að það að ég geti ekki flogið þó ég vilji það þýði að ég hafi ekki frjálsan vilja.

Málið er að ég má vilja geta flogið, en í ríki gvuðs er ekki möguleiki að vilja ýmsa hluti sem okkur þykja sjálfsagðir. Það er ekki einu sinni mögulegt að hugs um þá...

Sveinn Þórhallsson, 30.12.2009 kl. 01:54

20 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Annars ætla ég ekki að verja frjálsan vilja hérna. Hann er að mínu mati tálsýn - allar ákvarðanir sem við tökum eru alltaf svörun við einhverju áreiti. Það er alltaf eitthvað utanaðkomandi sem leiðir af sér að við tökum einhverja ákvörðun.

Ég er bara að gagnrýna það að segja þjáningar vera til á þessari jörð sem algóður gvuð skapaði vegna þess að honum er svo annt um frjálsan vilja, eins og hann sé mikilvægari en þjáningar mannkyns - en segja um leið að þegar allt kemur til alls, í ríki gvuðs, skipti þessi frjálsi vilji ekki svo miklu máli og hann getur ekki verið til þar.

Sveinn Þórhallsson, 30.12.2009 kl. 01:58

21 Smámynd: Mofi

Sveinn, kannski er málið að geta flogið gæti verið valmöguleiki í ríki Guðs en að ljúga, stela og myrða ekki lengur valmöguleiki.  Túir þú ekki að þú hafir frjálsan vilja? 

Ég trúi að þessi frjálsi vilji skiptir mjög miklu máli í ríki Guðs en það þarf að vera búið að taka þá ákvörðun að vilja eitthvað með Guð að gera, vilja Hans ríki og vilja Hans reglur. Það lítur út fyrir að það val hverfi, að því leiti að það val var gert og það standi að eilífu.

Aftur á móti þá er hægt að spyrja sig hvort að þessar þjáningar eru nauðsynlegar til þess að taka svona ákvarðanir... það er eitthvað sem ég þarf að hugsa aðeins meira um.

Mofi, 30.12.2009 kl. 09:53

22 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Sveinn, kannski er málið að geta flogið gæti verið valmöguleiki í ríki Guðs en að ljúga, stela og myrða ekki lengur valmöguleiki.

Má hugsa um að ljúga, stela eða að myrða? Ef ekki, þá er ekki hægt að tala um frjálsan vilja.

Túir þú ekki að þú hafir frjálsan vilja? 

Ég upplifi það svo sannarlega þannig, en ég geri mér jafnframt grein fyrir að vilji minn er algjörlega háður aðstæðum og skynjun minni - náttúrulegum fyrirbærum.

Sveinn Þórhallsson, 6.1.2010 kl. 14:56

23 Smámynd: Mofi

Sveinn
Má hugsa um að ljúga, stela eða að myrða? Ef ekki, þá er ekki hægt að tala um frjálsan vilja.

Ég veit ekki en af hverju er ekki hægt að tala um frjálsan vilja ef manni dettur ekki til hugar að stela, ljúga eða myrða?

Sveinn
Ég upplifi það svo sannarlega þannig, en ég geri mér jafnframt grein fyrir að vilji minn er algjörlega háður aðstæðum og skynjun minni - náttúrulegum fyrirbærum.

Svo þú trúir því að þú hafir sjálfsstæðan vilja en að umhverfið og líkami þinn hafi áhrif á hvað þú vilt?

Mofi, 6.1.2010 kl. 15:23

24 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ég veit ekki en af hverju er ekki hægt að tala um frjálsan vilja ef manni dettur ekki til hugar að stela, ljúga eða myrða?

Ekki að detta ekki í hug, heldur að maður væri ófær um það vegna einhverra töfrakúnsta gvuðsins þíns.

Ef hann meinar manni að hugsa um eitthvað sem maður mátti áður hugsa um, t.d. um einhverja konu, finnst þér þá að hægt sé að tala um frjálsan vilja?

Svo þú trúir því að þú hafir sjálfsstæðan vilja en að umhverfið og líkami þinn hafi áhrif á hvað þú vilt?

Nei. Ég upplifi það þannig, og ég er ekkert meira en líkami minn.

Sveinn Þórhallsson, 6.1.2010 kl. 15:46

25 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ég er alls ekki að mæla fyrir því að fólk hugsi um að myrða hvert annað heldur einungis að benda á ákveðna villu í málflutningi þínum.

Þú hefur áður sagt þjáningar mannsins stafi margar af hans eigin ákvörðunum. Maðurinn hefur nefnilega frelsi til að gera góð verk og að gera slæm verk. Þannig hafa þú og fleiri trúmenn reynt að bægja spurningunni um hvers vegna illska fyrirfinnst í heimi sköpuðum af almáttugri og algóðri veru frá. Þetta sé hinn svokallaði frjálsi vilji sem gvuði er svo annt um að hann leyfir milljónum að þjást fyrir hann.

Svo segirðu að þjáningar munu hætta eftir dómsdag og þetta sama frelsi þess vegna tekið af manninum. Skyndilega er það ekki þjáninganna virði. Og það sem meira er, þetta á að vera í hinu fullkomna ríki gvuðs, sem hlýtur þá að þýða að þetta frelsi er ófullkomið.

Sérðu ekki feilinn?

Sveinn Þórhallsson, 6.1.2010 kl. 15:59

26 Smámynd: Mofi

Sveinn
Ekki að detta ekki í hug, heldur að maður væri ófær um það vegna einhverra töfrakúnsta gvuðsins þíns.
Ég svo sem veit ekki hvernig þetta er en þetta er skemmtileg hugarleikfimi. Það er án efa margt sem við getum ekki hugsað okkur, hvarlað að okkur og þannig er það bara. Ég sé það ekki eitthvað sem tekur frá okkur frjálsan vilja. Ég væri í rauninni bara þakklátur að geta ekki einu sinni dottið í hug að ljúga, stela eða myrða.  Það væri takmörkun á mínu frelsi en það er þegar takmarkað og þessi takmörkun væri af hinu góða.

Sveinn

Svo segirðu að þjáningar munu hætta eftir dómsdag og þetta sama frelsi þess vegna tekið af manninum. Skyndilega er það ekki þjáninganna virði. Og það sem meira er, þetta á að vera í hinu fullkomna ríki gvuðs, sem hlýtur þá að þýða að þetta frelsi er ófullkomið.

Sérðu ekki feilinn?

Málið er að þarna er verið að tala um ákveðið val sem er þá búið að gera. Þetta er svona eins og kosningar, þú hefur val fyrir kosningar en eftir kosningar þá ertu búinn að kjósa.

Mofi, 6.1.2010 kl. 16:33

27 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ég svo sem veit ekki hvernig þetta er en þetta er skemmtileg hugarleikfimi. Það er án efa margt sem við getum ekki hugsað okkur, hvarlað að okkur og þannig er það bara. Ég sé það ekki eitthvað sem tekur frá okkur frjálsan vilja.

Ég skil þetta og er sammála, nema ég myndi segja upplifun okkar á frjálsum vilja. Raunverulega frjáls vilji er, eins og við höfum komist að hér, ekkert nema tálsýn.

Ég væri í rauninni bara þakklátur að geta ekki einu sinni dottið í hug að ljúga, stela eða myrða.  Það væri takmörkun á mínu frelsi en það er þegar takmarkað og þessi takmörkun væri af hinu góða.

Þú værir líklega ekki einu sinni þakklátur, því þú myndir ekkert vita af þeim möguleika og gætir því ekki munað eftir honum eða hugsað um hann...

Málið er að þarna er verið að tala um ákveðið val sem er þá búið að gera. Þetta er svona eins og kosningar, þú hefur val fyrir kosningar en eftir kosningar þá ertu búinn að kjósa.

En eftir kosningar er mér frjálst að skipta um skoðun, hugsa öðruvísi og kjósa aftur að fjórum árum liðnum...

Hér á það ekki við.

Sveinn Þórhallsson, 6.1.2010 kl. 16:45

28 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Annars var ég ekki að tala um valið þarna í lokin, heldur þá villu að reyna að réttlæta þjáningar með frjálsum vilja sem gvuði á víst að vera svo annt um en snúa sér svo við og segja að þjáningar verði ekki til í ríki gvuðs.

Sveinn Þórhallsson, 6.1.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 803181

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband