10.12.2009 | 15:15
Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga
En auðmanni að komast inn í Guðs ríki. Þetta sagði Kristur þegar ríkur maður spurði Hann hvað hann ætti að gera til að öðlast eilíft líf. Hérna má lesa þessa frásögn:
Markúsarguðspjall 10
17Þegar hann var að leggja af stað, kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: "Góði meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?"
18Jesús sagði við hann: "Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.
19Þú kannt boðorðin: ,Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður."`
20Hinn svaraði honum: "Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku."
21Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: "Eins er þér vant. Far þú, sel allt, sem þú átt, og gef fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan, og fylg mér."
22En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur, enda átti hann miklar eignir.
23Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: "Hve torvelt verður þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki."
24Lærisveinunum brá mjög við orð Jesú, en hann sagði aftur við þá: "Börn, hve torvelt er að komast inn í Guðs ríki.
25Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki."
26En þeir urðu steini lostnir og sögðu sín á milli: "Hver getur þá orðið hólpinn?"
27Jesús horfði á þá og sagði: "Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en fyrir Guði. Guð megnar allt."
Minn skilningur á því hvað Jesú var að meina þarna er að þeir sem eru ríkir eiga það á hættu að treysta á auð sinn og elska peningana meira en ríki Guðs. Þarna stóð einhver frammi fyrir því að fórna auði fyrir að fá að verða lærisveinn Krists og hann hafnaði tilboði Krists vegna þess að hans ást á peningum var honum meira virði. Varðandi nálaraugað þá skil ég það einfaldlega þannig að aðeins Guð getur hleypt einhverjum inn í Hans ríki; öllum öðrum er það ómögulegt, jafn ómöglegt og fyrir úlfalda að fara í gegnum nálaraugað.
Það væri gaman að fá að vita hvort að presturinn verði jafn þekktur fyrir að styrkja góð málefni og faðir hans.
Prestur moldríkur í kjölfar DNA-prófs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð að koma ríka manninum til varnar. Það bendir ekkert til þess að hann hafi "hafnað tilboði Krists". Það segir bara að hann hafi farið hryggur í burtu.
Mofi, mig langar samt að spyrja þig að einu, þarna segir Jesús að maðurinn átti að selja allt sem hann átti og gefa fátækum. Af hverju gerir þú (og aðventistar almennt) það ekki?
Mér finnst síðan nálarauga-túlkun þín vera vafasöm, hann tekur sérstaklega fram að hann er að tala um auðmenn, en lærisveinarnir virðast reyndar túlka þetta mjög almennt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.12.2009 kl. 15:55
Hjalti, og að hann hafi farið hryggur í burtu bendir til þess að hann hafi hafnað boði Krists, bæði það og þessi orð Krists. En það getur vel verið að ríki maðurinn hafi skipt um skoðun seinna og það var aldrei skráð.
Varðandi að selja allt þá á ég erfitt með að taka þessi orð Jesú til mín. Ég á einfaldlega lítið sem ekkert. Það voru þó nokkrir sem fengu þá skipun að ef þær ættu auka af einhverju að þá gefa það til þeirra sem eiga ekki. Ég ætti líklegast að taka það meira til mín en ég hef gert hingað til :/
Mofi, 10.12.2009 kl. 16:37
Hvort bendir til þess að hann hafi hafnað boði Krists, að hann hafi verið hryggur eða að hann hafi labbað í burtu? Eða kannski bæði?
Held nú að lang-flestir Íslendingar séu ríkari en flest fólk í heiminum. En allt í lagi, af hverju segja aðventistar ekki almennt (eða þú) að fólk ætti að selja allar eigur sínar og gefa fátækum afraksturinn?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.12.2009 kl. 16:50
Þetta orðatiltæki er kannski gott dæmi um illmögulega staðfæringu. Nálarauga þýðir þarna lágar dyr eða op á múr Jerúsalemborgar, þar sem úlfaldar þurftu að leggjast á hnén og skríða til að komast í gegnum múrinn.
Ekki beint gott að þýða svona 'local' brandara, en samt gott dæmi um spaugsemi Jesú. Hann gerði svona góðlátlegt grín að þeim ríku.
Það má kannski reyna að staðfæra þetta orðatiltæki svo að henti íslenskum aðstæðum og hugsunarhætti, svona: "Auðveldra er fyrir þorsk á þurru landi að ná andanum en fyrir ríkan mann að öðlast Heilagan Anda".
En óeiginleg merking þessa orðatiltækis má auðvitað skilja á mismunandi vegu.
Sigurður Rósant, 10.12.2009 kl. 19:18
Sigurður, þessi skýring, að um sé að ræpa hlið í Jerúsalem er röng. Þetta er frekar útbreidd útskýring og ég kíkti einhvern tímann á þetta þegar einhver prestur talaði um þetta. Þessi skýring kom fram einhvern tímann á miðöldum og það bendir ekkert til þess að það hafi í raun og veru verið hlið með þessu nafni.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.12.2009 kl. 19:45
Þakka þér fyrir Hjalti, en ég trúi alltaf þeim sem lýgur síðast að mér.
Þeim mun spaugsamari er þessi samlíking, ef átt er við auga á einhvers konar nál eins og við þekkjum þær í dag.
Sigurður Rósant, 10.12.2009 kl. 20:50
Mófi, þetta er ekkert annað en hugarmisræmi.
Jesús segir ríkum manni að fara og selja allt sem hann á. Allt. Svo segist þú vera undanþeginn þessari augljósu og skýru skipun frá Jesú vegna þess að þú átt lítið sem ekkert (lestu athugasemdina hans Hjalta um fátækt). Ég neita að hlusta á það Mofi.
Jesús sagði manninum ekki að gefa ef hann ætti "auka af einhverju", hann sagði allt. Ég held því stranglega fram að þetta sé dæmi um cherry picking.
Baldur Blöndal, 11.12.2009 kl. 04:10
Bæði finnst mér. En kannski var hryggur yfir þessu öllu saman en ákvað samt að gefa allt sem hann átti. Maður getur auðvitað tekið rétta ákvörðun þótt hún kann að vera sársaukafull.
Af hverju ætti maður að taka orð sem voru ætluð einum ákveðnum einstaklingi sem vantaði eitthvað upp á til sín? Þegar Kristur er að kenna meginreglur til mannfjölda eða lærisveina sinna þá er full ástæða til að taka það til sín en ekki persónulegar athugasemdir til ákveðna einstaklinga. Maður getur lært af þeim, engin spurning.
Hvað þýðir þetta eiginlega? :) Hvernig eiginlega ákveður þú hvað er lygi og þá hvaða lygi þú velur að trúa?
Aðalega vegna þess að þessari skipun var ekki beint til mín.
Mofi, 11.12.2009 kl. 10:41
Mofi, þetta var dæmisaga. Hún var ekki bara æltuð þessum eina manni, það væri fáránlegt.
Þarftu að hafa bókstaflegan "Ekki gera þetta. Ekki gera þetta. Ekki gera þetta." lista? Ég er á þeirri skoðun að þú myndir ekki vísa þessu á bug svo fljótlega ef þetta væri eitthvað sem þú styður.
Baldur Blöndal, 11.12.2009 kl. 10:48
Þessi Biblía er nú meiri vitleysan. Hvernig dettur mönnum í hug að lesa eitt og eitt vers og reyna að túlka það bókstaflega. Ja, eða bara að lesa eitt og eitt guðspjall og reyna að túlka það. Biblían er skrifuð af mönnum og er full af rangtúlkunum og misskilningi. Það ætti að taka Biblíuna, skera hana niður í 10-20 grundvallareglur kristni og brenna restina.
Ekki minnist ég þess að Jesú hafi haft það sem mikinn boðskap að allir menn ættu að selja allt sitt, gefa fátækum og gerast lærisveinar hans. Hann er að svara spurningu auðmanns sem hefur áhyggjur af sál sinni. Hann byrjar á að segja honum að fylgja boðskap Guðs og þá verði allt í lagi. Auðmaðurinn segist gera það en hefur samt áhyggjur. Jesú segir honum þá að selja allt og gerast lærisveinn. Væntanlega mun Jesú þá geta leiðbeint honum í framhaldinu. Svarið þarf að lesa í samhengi við spurninguna!!!
Að draga út þessa einu setningu Jesú sem einhvern boðskap um að menn eigi að selja allt og gefa fátækum er bara heiladauði og útúrsnúningur.
Maelstrom, 11.12.2009 kl. 11:03
Baldur, nei, þetta var lýsing á atburði sem gerðist.
Mofi, 11.12.2009 kl. 11:24
Þú telur samt að þetta hafi haft merkingu fyrir allar manneskjur í heiminum ef marka má bloggfærluna þína?
Baldur Blöndal, 11.12.2009 kl. 11:28
Baldur, staðhæfingin um að það væri erfitt fyrir ríkann mann að komast inn í Guðs himnaríki virðist vera fullyrðing sem á við á öllum tímum. Ég er aðeins að reyna að skilja þessi orð eins vel og ég get. Reyni að lesa þau í samhengi, reyni að hafa í huga aðra kafla ef það getur hjálpað manni betur að skilja og svo framvegis.
Mofi, 11.12.2009 kl. 12:35
Við komumst greinilega báðir að mismunandi niðurstöðu þegar við lásum þetta.
Af hverju lætur Guð það fara á milli mála hvað hann meinar? Hann vissi að fólk myndi mistúlka það sem hann skrifaði, hann vissi að fólk myndi drepa hvort annað út af óljósri merkingu.. af hverju vill hann ekki að boðskapur sinn sé aðgengilegur?
Baldur Blöndal, 11.12.2009 kl. 12:53
Baldur, góð spurning... eitt sem mér dettur í hug er að galdurinn leynist í því að láta leiðast af anda Guðs og orði Guðs. Fólk aftur á móti getur misnotað allt milli himins og jarðar, þar á meðal Biblíuna. Ef það vill lesa sínar eigin langanir í hana þá virðist Guð ekki hafa komið í veg fyrir það; ef fólk vill það þá fær það að velja þá leið.
Mofi, 11.12.2009 kl. 13:14
Mofi, ég veit ekki af hverju það að hann gangi burt bendi til þess að hann hafi hafnað Jesú segir honum "Far þú!". Svo er hann kannski hryggur af því að hann sá fram á það að selja allt sem hann á.
Það er alveg ótrúlega merkilegt að þú teljir að þessi skipun hafi bara verið fyrir hann. Er þá ekki líka rétt að ætla að allt hitt sem hann sagði hafi bara verið ætlað honum? Jesús var jíú ekki að ávarpa mannfjöldann þar.
Ef þessi skipun var líka bara fyrir hann, af hverju segir Jesús þá strax á eftir (ekki við ríka manninn) að það verði erfitt fyrir "þeim sem auðinn hafa" að komast til himna?
Og hvað gerirðu við vers ein og Lk 12.33 þar sem Jesús segir: "Seljið eigur ykkar og gefið ölmusa." Var kannski ríkur maður í mannfjöldanum og Jesús var bara að ávarpa hann?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.12.2009 kl. 13:23
Já, ég er sammála.
Nei, þarna talar Hann til lærisveinanna og mjög góð athugasemd að þetta er eitthvað sem hver sá sem vill telja sig til lærisveins ætti líklegast að taka til sín.
Mofi, 11.12.2009 kl. 13:33
Minn skilningur á því hvað Jesú var að meina þarna er eitthvað sem passar við núverandi stöðu mína.
heppilegt nokk.
Egill, 11.12.2009 kl. 13:50
En ég verð að taka fram að þetta er (eins og oft) ekki frumlegt hjá mér. Ég er bara að apa eftir lærimeistara mínum (Robert M. Price)
Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.12.2009 kl. 14:04
Egill, mögnuð tilviljun já :)
Hjalti, þótt ég er sköpunarsinni þá get ég ekki neitað því að ég apa margt eftir allt of mörgum :)
Mofi, 11.12.2009 kl. 15:33
Ég held nú að allir apa eitthvað eftir öðrum Mofi en ég byrjaði nú einmitt að pæla í þessu þegar vinur minn sem er líka aðventisti sagði að Biblían væri skrifuð svona svo það væri bara á færi þeirra sem eyddu löngum tíma í að reyna að skilja hana að skilja hana rétt (minnir mig).
Ég man einmitt að mér fannst það smá undarlegt, bæði vegna þess að það eru margir sem hafa eytt allri ævinni í að túlka Biblíuna og komast samt að mismunandi niðurstöðum og líka vegna þess að það hljómar eins og Guð sé að leggja þrautir fyrir okkur.
Já ég hef einmitt heyrt eitthvað líkt þessu t.d. þegar ég spurði mormóna hvernig ég gæti komist að því hvaða trúarbrögð væru rétt. Þeir sögðu mér að biðja Guð um að leiða mér í réttu trúnna... en það er til fólk sem biður til Guðs um þetta sama og fær út að íslam, gyðingdómur eða Kristni sé rétta leiðin. Hvernig gengur það upp?
Það er satt, en svo er spurning hvort maður vilji gera hluti óþarflega flókna til að auka líkur á rangtúlkun? Guð vissi að fólk myndi túlka Biblíuna á ranga vegu, samt skrifaði hann hana svona með þeirri vitneskju að fólk myndi eyða lífinu sínu í „vitleysu“ út af því að hann skrifaði bókina ekki nógu skýrt. Kannski er einhver skýring á því samt..
Baldur Blöndal, 11.12.2009 kl. 16:15
Baldur, grundvallar hugmyndin er eitthvað sem flestir geta fengið út úr henni án mikilla vandræða. En hið skemmtilega að mínu mati við Biblíuna að þú getur verið að stúdera hana í mörg ár og hún getur samt komið á óvart og maður lært eitthvað nýtt. Kannski er Guð hérna að leggja fyrir okkur þrautir en ég er nokkuð viss um að það er ekki frelsunar atriði að leysa þrautina. Aftur á móti hef ég áhyggjur af þeim sem hafa ekki áhuga að leysa þrautina því það er eins og einhver sem vill ekki kynnast Guði betur.
Ég upplifði eitthvað sem hjálpaði mér að skilja þetta betur þó þetta er enn merkileg ráðgáta. Eitt sinn var ég á þeirri skoðun að það væri í góðu lagi að borða pepperóní og fannst pizza án pepperóní vera bara eitthvað allt annað en pizza. Alvöru pizza er með pepperóní, svo mikið var ég með á hreinu. Síðan gagnrýndi einn vinur minn fyrir þetta og ég byrjaði að rannsaka þetta. Lengi vel gat ég notað eitt vers til að réttlæta þetta enda langaði mig vægast sagt að þetta væri ekki málið. En síðan gafst ég einhvern tímann upp, versin á móti þessu voru of skýr og versin með voru of óskýr svo ég ákvað að gefa þetta upp á bátinn.
Punkturinn er að mínar langanir höfðu pottþétt áhrif á það hvernig ég sá þessi vers og ég efast um að ég sé eins dæmi.
Mér finnst aðalega manns eigin langanir og fordómar gera Biblíuna flókna. Ég er t.d. að skrifa grein um hvíldardaginn og mér finnst alltaf jafn magnað hvernig þeir sem eru á móti honum sjá ekki hvað Biblían er skýr. Nokkur vers samt sem ég vildi óska að væru aðeins öðru vísi, samt til að skilja þau þá þarf maður að lesa helling á öðrum stöðum. Kannski er það ein af ástæðunum, að til að fá góðan skilning þá þarf maður að rannsaka. Flestar alvöru bækur eru þannig að maður þarf að leggjast yfir þær til að skilja þær almennilega á meðan það þarf töluvert minna til að fá eitthvað út úr því að lesa Andrésar Andarblað.
Mofi, 11.12.2009 kl. 16:42
Mofi -
Tja, æfingin skapar meistarann. Þetta er svona kúnst sem maður þjálfar með sér á lífsleiðinni.
Lygin er alltaf dulbúin sem 'sannleikur', sbr. sú lygi að ísinn sé að bráðna á Norður- og Suðurskauti.
Síðasti 'sannleikurinn' er sá að það var hlýrra hér um það leyti sem fyrstu landnámsmenn komu til Íslands, sbr. 2. og 3. línurit.
Og að auki erum við jarðarbúar að ganga inn í nýja ísöld sem stendur í 100 þúsund ár eða svo.
Sigurður Rósant, 11.12.2009 kl. 17:38
Sveinn Þórhallsson, 11.12.2009 kl. 17:59
Rósant, þú talar um þessa ísöld sem óvéfenglegan sannleika, hver laug því að þér? :)
Sveinn, well, bara að lesa allt í samhengi.
Mofi, 13.12.2009 kl. 13:48
Er Hjalti ekki að því, eða viltu meina að hann sé ekki að gera það af því að hann er ekki sammála þinni túlkun?
Sveinn Þórhallsson, 13.12.2009 kl. 13:59
Nú, lastu ekki tilvísunina, Mofi?
Auðvitað var það 'J. Storrs Hall, on December 5th, 2009'. eða The Foresight Institute, kíktu á hana.
Enginn hefur komið með nýrri lygi síðan. Eiginlega ekki rétt að tala um ísaldir, heldur miklu fremur hlýindaskeið, þar sem kuldaskeiðin síðustu 400 þúsund ár hafa flest staðið miklu lengur en hlýindaskeiðin.
Ertu annars með einhverja nýrri lygi, Mofi?
Sigurður Rósant, 13.12.2009 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.