Mofi vill miljarða

Það er eins og það er komin á kreik ný íþrótt sem snýst um að heimta peninga fyrir það bara að vera til. Fyrir mitt leiti þá skuldar Bjarni Ármannsson Íslandi gífurlegar fjárhæðir en hann er svo siðlaus að ætlar að heimta meira en hann hefur þegar tekið!  Mér blöskrar og allt í einu eru opinberar hýðingar sjálfsögð refsing ásamt því að taka allt sem viðkomandi þykist eiga.

Bjarni vill 130 miljónir en getur ekki komið með rök fyrir henni svo ég sé ekki betur en ég get komið með betri kröfu með betri rökum. Ég vil miljarða og rökin eru nokkuð einföld; mig langar í miljarða. 

Ég mun líklegast samt ekki senda inn kröfu, sérstaklega þar sem ég vildi sjá ótrúlega marga af þeim sem eru að gera þessar kröfur... hýdda!

Ég velti stundum fyrir mér hvað verður eiginlega eftir af þessu landi okkar þegar hrægammarnir eru búnir að fá nægju sína.


mbl.is Bjarni vill 130 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Þú er nú kominn út á hálan ís núna Mofi - og ég líka sennilega fyrir að svara þessu innleggi...

Mama G, 10.12.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Mofi

Ég trúi nú ekki öðru en að flestir í samfélaginu eru ósáttir við þetta fólk sem er búið að vera á ofur launum og vill núna fá fleiri miljónir fyrir Guð má vita hvað.  Samt, ef ég er á hálum ís; þá væri gaman að vita það og hvert ég ætti að fara til að fá fast land undir fótinn :)

Í svona hallæri er ekki gott að búa sér til óvini.

Mofi, 10.12.2009 kl. 14:10

3 Smámynd: Mama G

Jæja, kannski er ég að taka aðeins of djúpt í árinni hérna með ísinn. Ég segi bara fyrir mitt leyti að ég er fegin að búa í samfélagi þar sem klárað er að skoða málin niður í kjölinn áður en farið er að refsa fólki.

Þessi frétt er samt mjög lýsandi fyrir íslenskt samfélag "Bjarni vill 130 milljónir". Svo stendur í fyrstu setningu fréttarinnar að það sé reyndar ekki Bjarni heldur fyrirtækið Sjávarsýn sem gerir þessa kröfu. 130 milljónir eru ekki endilega mikil fjárhæð þegar kemur að fyrirtækjarekstri - og gæti þess vegna alveg verið fullkomlega eðlileg.

En svona eru fréttirnar settar upp, misvísandi og oft og tíðum afvegaleiðandi hreinlega. Svo byrjar fólk (oftast ekki þú samt) að blogga um eitthvað sem það heldur að sé satt og allir trúa nýrri bloggfærslu eins og nýju neti og svo verður til einhver múgæsingur sem á ekki við nein rök að styðjast, sbr. þessi færsla hérna og sér í lagi kommentin við hana: http://jonlindal.blog.is/blog/jonlindal/entry/990764/

Ég verð bara að segja að mér féllust endanlega hendur við að lesa þessa blogfærslu sem ég vísa til.

En jæja, mér dettur ekkert meir í hug að skrifa að sinni. Ætli ég hafi ekki ennþá verið of uppveðruð af hinni færslunni þegar ég las þína færslu og þess vegna farið að kommenta á þig  Sorrý.

Mama G, 10.12.2009 kl. 14:28

4 Smámynd: Mofi

Mama G, ég er kannski að taka of djúpt í árinni en mér bara blöskrar að fólk skuli telja sig eiga rétt á einhverjum peningum til bankanna þegar það er búið að fá gífurlegar fjárhæðir frá þeim í gegnum tíðina eins og Bjarni. Ég er líka hérna dáldið að bregðast við öllum þeim fréttum af því fólki sem er að gera kröfur til bankanna; sérstaklega fáránlega háar launakröfur fara fyrir brjóstið á mér.

En auðvitað vill maður að aðeins þeir sem raunverulega eru sekir sé refsað en hve langan tíma tekur að komast að slíku?  Ég hefði haldið að eitt ár ætti að duga til að komast að svona.

Við þurfum greinilega bæði að pústa dáldið :)

Mofi, 10.12.2009 kl. 14:35

5 Smámynd: Mama G

Já, það er rétt. En vandamálið við þetta allt saman er það að það er verið að gera gömlu bankana upp núna en ekki seinna, þannig að allir sem telja sig eiga eitthvað inni hjá bönkunum verða að gera kröfu á þá núna eða hreinlega sleppa því.

Tímasetningin er auðvitað ekki góð fyrir þá sem liggja undir grun um að vera með eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu. Það hafa nú verið stanslausar rannsóknir og skoðanir í gangi alveg síðan bankarnir voru fyrst teknir yfir, það hlýtur að fara að rofa eitthvað til með það hvort og þá hverjir verða sóttir til saka.

Mama G, 10.12.2009 kl. 14:46

6 Smámynd: Mofi

Kannski er Bjarni bara hið besta skinn, sjá: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/12/10/bjarni_endurgreidir_glitni/

Já, kannski þarf enn meiri tíma og það þarf að gera þetta allt saman upp. Bannað að hlaupa til og berja á fólki sem gæti verið saklaust, gott að þú ert til í að minna okkur á það :)

Mofi, 10.12.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband