Biblían hitti naglann á höfuðið

Fyrir sirka 3000 árum síðan skrifaði Salómon þessi orð hérna um hvernig andlegt ástand getur haft áhrif á líkamann:

Orðskviðir 17:22 eftir Salómon konung
Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.

Mjög merkilegt að mínu mati. Þegar kemur að því að vera einn þá sagði Guð þetta:

1. Mósebók 2
Eigi er það gott að maðurinn sé einn. Ég vil gera honum meðhjálp við hans hæfi

Aðeins smá pælingar varðandi þessa frétt.

 


mbl.is Einsemd eykur líkur á krabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi

Þegar kemur að því að vera einn þá sagði Guð þetta:

Hér ertu að skrökva að sjálfum þér og okkur lesendum. Guð hefur ekki sagt neitt af þessu sem hann er sagður hafa sagt í ritum manna. Svona lagað fellur undir að 'heyra raddir', sem er ósköp eðlilegt meðal 4% manna. En aðeins örfáir halda að þetta séu raddir að handan eða raddir guða, drauga eða engla.

En svona burt séð frá þessum osannindum. Hvernig ímyndarðu þér félagsskap guðs þíns?

Er hann aleinn?

Sigurður Rósant, 8.12.2009 kl. 16:35

2 Smámynd: Páll Jónsson

Óðinn er sammála:

Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman:
þá varð eg villur vega.
Auðigur þóttumst
er eg annan fann:
Maður er manns gaman.
 

Páll Jónsson, 8.12.2009 kl. 18:33

3 identicon

Það eru fjölmörg ráð og niðurstöður í Biblíunni, sem standast fyllilega.

Páll, "vitið þér enn eða hvað? " segir í Völuspá.

Hvers vegna ætli það sé?

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Mofi

Rósant, mín trú er að Guð sagði þetta og að þú ert að skrökva að sjálfum þér þegar þú telur þér trú um að þarna eru lygar á ferðinni. Varðandi félagsskap Guðs þá held ég að þeir eru vanalega þrír saman :)

Páll Jónsson, ég er ekki frá því að almennt trúði fólk ekki að Óðinn sjálfur hefði sagt þetta en höfundur þessa orða hitti líka naglann á höfuðið.

Erlingur, góð spurning :)

Mofi, 9.12.2009 kl. 09:36

5 identicon

Sæll Mofi,

 Ég hætti á netinu m.a. vegna anna.  Annars er ég fyrsti maðurinn til að viðurkenna mína vanþekkingu á Darwin/ ekki Darwin fræðum. Hins vegar er ég ósammála með Kristinn Theodórsson, sem að vísu kemur með ágæta spretti, en er fyrirfram búinn að ákveða niðustöðuna. Þetta er óvísindarlegt sjónarmið, skoða málin og síðan draga sína ályktun.

Mér þótti fróðlegt að sjá myndbönd Ron Wyatt, sem var aðventisti í lifanda lífi. Keypti mér raunar fróðlegan disk um hans rannsóknarniðurstöður..

http://www.youtube.com/results?search_query=ron+wyatt+ark+of+the+covenant&search_type=&aq=0&oq=ron+wyatt

Það sem mér þótti merkilegt var að síðan fóru rannsókaraðilar á stjá og rannsökuðu málið. Þeirra niðurstaða var sú hin sama, í þeim atriðum sem þeir rannsökuðu sömu atriði og Ron Wyatt. Þetta kemur fram í myndinni Exodus 2008, sem er skylduáhorfsmynd fyrir bæði trúlausa og trúaða.

Annars stóð í í ritdeilu við stuttandreka, og það getur fólk kynnt sér sjálft. Niðurstaðan er svo sláandi rétt hjá Ron Wyatt. Ummæli (andmennngar) um að hann sé ruglukollur, segja um hæfni Kristins til umræðu um vísindi. Hvað þá að væna 20-30 doktora um að þeir hafi getað þegið mútur fyrir að komast að slíkri niðursöðu!

Þvílíkt kjaftæði!

Varðandi Völuspá: Vitið þér enn eða hvað? Þýðir að mínu mati að höfundur Biblíunnar og Völuspár er sá hinn sami, nefnilega Jesús = Guð sjálfur.  (Hvað þá öll umræðan um hvort Guð sé til osfrv. )

Hvers vegna halda menn t.d. að Newton, sem er einn mesti snillingur fyrr og síðar hafi auðvitað komist að því að Guð væri til.

Ástæðan er auðvitað sú að Heimurinn er fullur af Stærðfræði og Stærðfræðilögmálum! Þeir sem kunna ekkert í Stærðfræði skilja auðvitað ekkert í málinu!! Það þykir mér augljóst með ýmsa trúlausa.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 14:22

6 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Vá, hvað Erlingur er með mig á heilanum, hann talar um þetta allstaðar.

Þessu bulli hans er svarað hér: http://kt.blog.is/blog/kt/entry/977227/

Varðandi múturnar, 

Erlingur, vertu ekki svona ómerkilegur. Ég benti þér aðeins réttilega á, að hægt er að ráða hóp vísindamanna til að koma fram í mynd og tjá sig um eitt og annað, án þess að það sé gefið að þeir samþykki niðurstöðu myndarinnar. Það virtist einmitt bara vera einn aðili af þessum vísindamönnum sem tók undir þessa óskhyggju, og það var ofsatrúaður svíi eg ég man rétt.

Ron Wyatt er einfaldlega hlægilegur loddari eins og kemur fram í eineltisblogginu.

Kristinn Theódórsson, 9.12.2009 kl. 15:40

7 identicon

Nei Kristinn ég er ekki ómerkilegur, það er hins vegar ekki það sama sem ég get sagt um þig. Eins og þínar færslur sýna ljóslega.

Þú margsinnis sagðir að það væri Enginn Vísindamaður, sem styddi þessar "fáránlegu ruglkenningar" þegar ég kom með þetta dæmi þar sem heil ráðstefna komst að sömu niðurstöðu (sennilega nokkur hundruð vísindamanna) þá gafst þú í skyn að þetta væri bara lygi, með því að segja að það væri hægt að múta vísindamönnum.

Þetta var ekki ofsatrúaður Svíi, nei Kristinn hér lýgur þú enn og aftur. Þetta er Vísindamaður sem hefur sjálfur myndað með neðansjávartækni, hervagna Faraó, sem eru neðansjávar.

Þú hélst því fram að þetta væri allt saman bull, en hefur ekki sýnt fram á að eitt eða neitt sé bull hjá Ron Wyatt.

Varðandi tal þitt um að ég sé með þig á heilanum, þá er það rangt. Þú virðist gína yfir öllum umræðum hér.

Allir sem eru þér ósammála eru: heimskingjar, lygarar og ómerkingar.

Það er bara þitt mat. Ég hef nú ekki mikið álit á þinni hæfni til að meta hvorki þetta né annað....., en eins og ég neita ekki það vottar fyrir almennri skynsemi hjá þér á stundum, en það er því miður ekki allt of oft.

Nú þú virðist heldur ekki skilja, eða lagt þið niður við að skilja að tilvitnanir Jóns Ragnars, um "vísindamanninn" sem afhjúpaði Ron Wyatt, bla bla bla, reyndist vera ómenntaður einstaklingur, sem var síðan algjörlega afhjúpaður, sem ruglukollur.

Kondu með EITT ATRIÐI, sem Ron Wyatt var með? Bara eitt, sem var rangt og hefur verið sannað sem slíkt.

Þá er ég ekki að tala um trúleysisofstækismennina sem virðist vera svona eins og að hafa andlegan sjúkdóm.

Þú hefur sjálfur ekki farið varhuga af því, því að þú ert búinn að eyða hér á Mbl.is bloggum í trúmál sem nemur hundruðum.

ALLIR þeir sem eru þér ósammála, eru vitleysingar að þínu mati.

Hvað kom fyrir? Mitt mat er að þú sért pabbastrákur, sem hefur tekið upp sömu vitleysuna eftir föður þínum.

Hins vegar er ég sammála í því að fullt af þessum trúarhreyfingum, sem hvorki skilja boðskapinn, né fara rétt með.

Nú þetta er flókið mál, en ég tel að fjölmargir, sem eru núlifandi, muni fá að skoða og sannreyna sannleiksgildi Biblíunnar.

Ég var nú ekkert að liggja á því að ég veit, um þá niðurstöðu. Það er niðurstöðu fræðimanna.

Eins og kunnugt er, er það svo að meðal- Jóninn, virðist ekki geta skilið nema það, sem er haldið fram í núinu.  Snillingarnir sjá hins vegar lengra, slíkur hæfileiki er þér augljóslega ekki gefinn.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 16:26

8 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Erlingur fer mikinn.

Allt í lagi Erlingur, Row Wyatt hefur aldrei logið nokkrum hlut og hann fann barasta 100+ merkilegar Biblíumenjar sem enginn hinna þúsunda fornleifafræðinganna með það áhugamál hafa getað fundið eftir margra áratuga leit.

Allir menn með gleraugu á nebbanum eru vísindamenn sem standa með þér og þínum í því að Biblían sé uppfull af sagnfræðilegum sannleika.

Píramíðatalnaspeki er sannleikurinn og Ron Wyatt fann blóð Jesú Krists og komst að því að það hefði aðeins 23 litninga - sem sannar meyfæðinguna.

Ron fann örkina hans Nóa, vagnhjól í Rauða hafinu og steintöflur Mósessar. Hvað ætli hann hafi ekki fundið, bíddu við, kaleikinn fann hann og síðasta snýtubréfið hans Gudda! Þetta er bara komið allt saman!

Hallelúja, ég hef tekið trú.

Amen kúmen.

ps. og ég er slefandi pabbastrákur sem ana um í stjórnlausri ofsatrú á vísindin.

Þú vinnur, Erlingur, máttur þinn er mikill.

pps. nei, auðvitað get ég ekki nefnt EITT orð sem Ron hefur sagt sem er rangt, auðvitað ekki.

ppps. auðvitað er einhver DVD diskur með heimildarmynd sem þér finnst skemmtó óhrekjanleg sönnun þess sem þú ert að halda fram. Ég veit, mea gulpa.

Kristinn Theódórsson, 9.12.2009 kl. 16:42

9 Smámynd: Mofi

Erlingur, ég þarf endilega að sjá Exodus 2008, er möguleiki að það er sama mynd og þessi hérna: http://www.exodusconspiracy.com/

Það er óneitanlega svekkjandi þessir sleggjudómar á Ron Wyat þó að ég geti ekki annað en efast um margt sem hann hefur komið með. Eins og dæmið með Ardi þá er maður orðinn vanur að heyra fáránlegar fullyrðingar og allt reynist bull. Óneitanlega freistandi að flokka þá vísindamenn sem hlægilega loddara en maður vill nú ekki afskrá menn þó að þeirra trú hlaupi með þá í gönur.

Ekkert smá svekkjandi að horfa upp á afneitunina þegar þeir reyna að halda því fram að þeir trúa engu... hvernig er hægt að vera svo blindur???

Mofi, 9.12.2009 kl. 16:53

10 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hey, og jú auðvitað er ég að væna menn um að þiggja mútur þegar ég segi að þeir geti hafa verið ráðnir til að tjá sig um eitthvað allt annað smáatriði, sem tengist málinu, en er ekki í sjálfu sér sönnun þess.

Auðvitað er það bara ég að kalla menn mútuþega.

Og auðvitað lýg ég þegar ég kalla ofsatrúaðan Svía, ofsatrúaðan Svía. Því hann er vísindamaður - og ofsatrúaður Svíi, en það fer greinilega ekki saman, hmmmm...

Kristinn Theódórsson, 9.12.2009 kl. 16:57

11 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ekkert smá svekkjandi að horfa upp á afneitunina þegar þeir reyna að halda því fram að þeir trúa engu... hvernig er hægt að vera svo blindur???

Erlingur vill ekki kannast við að Ron hafi logið til um eitt einasta atriði. Hann trúir því að Ron hafi fundið ALLT sem hann segist hafa fundið.

Trúir þú því Mofi?

Kristinn Theódórsson, 9.12.2009 kl. 16:59

12 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Eins og dæmið með Ardi þá er maður orðinn vanur að heyra fáránlegar fullyrðingar og allt reynist bull.

Ha ha, Ardi gekk hugsanlega ekki eins uppréttur og menn töldu. Er þá allt orðið bull?

Kristinn Theódórsson, 9.12.2009 kl. 17:00

13 Smámynd: Mofi

Kristinn, ég á erfitt með að trúa að hann hafi fundið Sáttmáls örkina; vil ekki fullyrða að hann hafi verið að ljúga því ég veit ekki fyrir víst hver sannleikurinn er. Jafnvel þótt að maður er ekki kristinn eða gyðingur þá gæti auðvitað Sáttmáls örkin verið til, er það ekki?

Varðandi Ardi þá er málið að þetta sýnir fram á að það er engin ástæða til að tengja hana við einhverja þróun mannsins. Nema náttúrulega löngunin að þróunarkenningin sé sönn og löngunin í frægð og frama.

Mofi, 9.12.2009 kl. 17:09

14 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi

Þú getur alveg trúað bókstaflega á Biblíuna eins og þú gerir án þess að treysta á loddara eins og Ron Wyatt. Gaurinn er eitthvað klikkaður.

Hann gat nánast aldrei sýnt neitt sem hann fann, því það var alltaf eitthvað samsæri í gangi gegn honum.

Ég ætla að vona að þú þurfir ekki á Wyatt að halda, því hann hefur ekki snefil af trúverðugleika. Come on!

Kristinn Theódórsson, 9.12.2009 kl. 17:35

15 identicon

Sæll Mofi þetta er rétt myndband. Ég hefði áhuga á að fjárfesta í slíkri mynd.

Við lifum á mjög merkum tímum.

Varðandi vísindin, ef endurtekning á rannsóknum sýna fram á sömu niðurstöðu.

Næst tekur Kristinn sig til og ræðst á: svíann, sem er (sjá bloggið hjá stuttumdreka)

"Og auðvitað lýg ég þegar ég kalla ofsatrúaðan Svía, ofsatrúaðan Svía. Því hann er vísindamaður - og ofsatrúaður Svíi, en það fer greinilega ekki saman, hmmmm..."

Þetta er rugl í þér Kristinn. Þessi Svíi einfaldlega komst að því að það sem Ron Wyatt sagði varðandi það þegar Faraó og menn hans eltu Ísraelsmenn þá tók hann sjálfur mynd af vögnunum á hafsbotni.

Ég held að það þurfi eitthvað mikið til að sjá ekki það að hann og vísindamennirnir eru ekkert að blekkja varðandi það atriði.

Nú hinar myndirnar af m.a. örkinni er hægt að skoða sjálfur hér á netinu á youtube.  T.d. með Arc of the Convent (sáttmálsörkina) einnig er áhugavert að Ísraelsk stjórnvöld SAMÞYKKJA ljóslega, olíuílátið, sem talið að hafi verið notað frá dögum Jesú.

Varðandi Pýramidafræðina: já hún er sönn, en Pýramidinn hefur ekki verið fullkomlega skilinn fyrir en núna síðustu tæp 20 árin. Þetta minnismerki, er stærðfræðifurðuverk, sem lýsir á stærðfræðilegan hátt ýmsu um jörðina. Nú það eins og fleira þarf maður að kynna sér málin.

http://www.heraldmag.org/2004/toc_jan04.htm

http://www.biblestudents.com/clickable_chart_of_the_ages_043004.cfm

Ég er ekki að trúa GAGNRÝNISLAUST því, sem Ron Wyatt fann út, hins vegar hef ég ekki fundið neitt ennþá, sem hann hefur sagt og hann hefur farið rangt með.

Varðandi Sáttmálsörkina, ég væri til í að fara til ísraels og skoða hvort þetta sé rétt sem Ron Wyatt hefur sagt um það, einnig með Örkina hans Nóa.

Mikilvægt er að kanna og skoða, og dæma ekki fyrirfram. Það er t.d. algjörlega nauðsynlegt til að komast að rökréttri niðurstöðu.

 Annars er einnig komin niðurstöðu með týndu ættkvíslirnar: við erum Benjamín ættkvíslin sterkust. sbr.

http://www.asis.com/users/stag/symbols.html

Niðurstaðan er ekki: Hvort Guð sé til :  Heldur HVER ER GUÐ?

Niðurstaðan er sú að Jesús er Guð sjálfur þ.e. orðið sem varð hold.

Hvaða ættkvísl fór fyrst yfir að ósk Móse yfir hafið þegar, menn Faraó eltu þá?

Benjamín ættkvíslin, sem fékk t.d. 5 fallt magn matar osfrv.  og nýtur auðvitað sérstakrar blessunar.

Mér sýnist ekki veita af því, eftir að siðspilltir stjórnmálamenn hafa gert í buxurnar.  Vitið þér enn eða hvað?

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 18:48

16 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi -

Varðandi félagsskap Guðs þá held ég að þeir eru vanalega þrír saman.

Þrír karlmenn, áttu við? Jahve, Heilagur Andi og sonurinn Jesús?

En hvað varð um Maríu Magdalenu? Já og Móse og Elía? Nú eða ræningjarnir sem voru krossfestir með Jesú? Áttu þeir ekki vísa vist með þeim feðgum í Paradís?

En ef þetta er eingöngu karla-elíta, er það nógu gott Mofi, svona til eilífðarnóns?

Sigurður Rósant, 9.12.2009 kl. 18:59

17 Smámynd: Mofi

Kristinn
Hann gat nánast aldrei sýnt neitt sem hann fann, því það var alltaf eitthvað samsæri í gangi gegn honum.

Af því sem að hægt er að sýna þá er það mjög forvitnilegt, af þeim fullyrðingum sem hann gat ekki sýnt fram á tek ég með miklum fyrirvara. Hérna er ein mynd sem var gerð að hluta til vegna þess sem Wyatt hafði fundið, sjá: http://video.google.com/videoplay?docid=-4305370740783955461#

Mér finnst þetta mjög merkilegt og væri gaman að heyra hvað þér finnst.

Rósant,  ekki láta þetta með eitthvað kyn rugla þig í ríminu. Einn vinur minn er alveg handviss um að á himnum verða engin kyn og byggir það á orðum Krists þar sem Hann svarar spurningu varðandi konu sem var gift mörgum mönnum, hverjum hún yrði gift á himnum og Kristur segir að við verðum sem englar. Hvað þýðir veit ég svo sem ekki.  Varðandi fjöldann á himnum þá talar Biblían um fjölda sem ekki var hægt að koma tölu á svo engar áhyggjur þar.

Mofi, 10.12.2009 kl. 09:31

18 identicon

http://stutturdreki.blog.is/blog/drekablog/entry/980767/

Til dæmis er á þessu bloggi myndir frá sænsku vísindamönnunum, sem fara lengra en Ron Wyatt, og fara með djúpsjávaköfunartæki. Megin niðurstaðan er sú hin sama og hjá Ron. Fróðlegt verður að sjá Exodus 2008 myndina.

Mofi, þetta er áhugavert myndband sem þú sendir inn. Ég hafði ekki séð það áður, en þetta er einungis enn einn aðilinn, sem er að segja söguna, sem Ron Wyatt fann út upphaflega.  Til dæmis er það kennt í skólum að vitna í heimildir, nokkuð sem þessir aðilar gera ekki.  Samt er hægt að sjá það að þeir fara á sömu staðina og komast að sömu niðustöðum.

Hins vegar eins og ég segi hefði ég áhuga sérstaklega að fara til Ísrael og sjá Sáttmálsörkina. Sem stendur kemst ég ekki til þess.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 15:00

19 Smámynd: Mofi

Erlingur, maður vitnar ekki beint í heimildir þegar maður sjálfur er á staðnum, þeir koma með gögnin sjálf og leggja þau fram. Spurning hvort að þeir hefðu átt að gefa Wyatt heiðurinn af því að hafa verið fyrstur að koma með þetta og það er dáldið svekkjandi að þeir gera það ekki. En að sumu leiti þá hefur Wyatt slæmt orð á sér svo kannski taka fleiri þetta alvarlega vegna þess.

Ég veit ekki til þess að einhver geti farið til Ísraels og fengið að sjá örkina, afhverju heldur þú að það sé hægt?

Mofi, 10.12.2009 kl. 15:25

20 identicon

Samkvæmt fræðum Ron´s Wyatt er örkin á tilteknum stað. Ég veit ekki hvort hægt er að fá að sjá hana, en hann segir hana á sínum stað. Eins og ég segi ég hef ekki ennþá séð neitt, sem Ron Wyatt fer rangt með. Hins vegar þarf maður að skoða málin.

Það er misskilningur að ég trúi öllu sem ég heyri og sé. Ég er mjög gagnrýninn, en neita ekki staðreyndum. Það held ég að sé rétta sjónarmiðið.

Veit ekki hvort að Ron hafi haft slæmt orð á sér. Tek ég mark á því ?

Nei, hversu oft reynast upplýsingar rangar, logið upp á fólk osfrv. Ef ég væri ekki að bíða eftir endurgreiðslu sem ég á inni, þá væri ég fyrir löngu búinn að fara og skoða þetta mál sjálfur.

Etv. getum við og Kristinn farið saman.....!!!

Þið megið rífast, ég nenni því ekki!!!

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 16:46

21 Smámynd: Mofi

Erlingur, það er aðalega að hann hefur sagst hafa fundið hluti sem virkar alveg ótrúlegir. Það veldur vafa hjá kristnum og veldur háði hjá guðleysingjum. Flestir þeirra virðast eiga samt erfitt með að tjá sig án þess að hæða og rakka fólk niður.

Ég, þú og Kristinn til Ísraels að skoða Sáttmáls örkina  :)  hljómar eins og skemmtilegt ævintýri!

Mofi, 10.12.2009 kl. 16:50

22 identicon

Ég hlakka til!

Þetta var mjög einfalt hjá Ron hann fylgdi bara Biblíunni !!

Treysti henni og komst að þessu öllu.

Við gætum gert vísindamynd um ferðina!!!

Kristinn með sjónarmið trúleysingja, sem verður væntanlega rústað í ferðinni.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 17:11

23 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég verð orðin heltrúaður, fæ mér Jahveh-tattoo á öxlina.

Kristinn Theódórsson, 10.12.2009 kl. 17:19

24 identicon

Þetta væri bara gaman

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 19:49

25 Smámynd: Mofi

Mig bara hlakkar til :)

Mofi, 11.12.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband