14.12.2009 | 13:36
Hver er hinn rétti hvíldardagur? Eftir Friðrik Ó. Schram
Ég rakst á forvitnilegt rit eftir Friðrik Ó. Schram, safnaðarprest Íslensku Krists kirkjunnar. Ég hef hitt Friðrik og okkur kom vel saman enda miklu meira sem sameinar okkur en sundrar en því miður erum við ósammála þegar kemur að hvíldardeginum. Í þessu riti reynir Friðrik að færa rök fyrir sunnudags helgihaldi og mig langar að svara þeim rökum.
Friðrik Ó. Schram
Kristnir söfnuðir sem halda sunnudaginn helgan gera það ekki bara af gömlum vana eða "út í bláinn", helgi sunnudagsins í kristnum kirkjum um heim allan hvílir á biblíulegum og kirkjusöglegum rökum.
Þetta er mjög merkileg fullyrðing. Sumir gætu haldið við að lesa þetta að Biblían tali einhvers staðar um að sunnudagurinn er núna heilagur en þeir sem hafa skoðað þetta efni vita vel að það er ekki eitt einasta vers í allri Biblíunni sem segir slíkt. Kirkjusögulegu rökin eru í grundvallar atriðum að hefðir manna vega þyngra en Biblían; hið hræðilega í þessu er að hérna erum við ekki að tala um neitt smávægilegt heldur lögmál Guðs sem Hann skrifaði með eigin fingri.
Friðrik Ó. Schram
Þó svo að Guð hafi hvílst á hinum sjöunda degi að lokinni sköpuninni, verður ekki séð að sabbatinn hafi verið þekktur eða haldinn helgur sem hvíldardagur fyrr en við brottför Ísraels úr ánauðinni í Egyptalandi, sjá 5. Mósebók 5:15
Þetta er ekki það sem Biblían kennir. Hún segir að eftir að Guð skapaði heiminn þá gerði Hann sjöunda daginn heilagann; svo alveg frá upphafi hefur dagurinn verið heilagur. Við lesum síðan um atburð sem gerist áður en að Móse fær boðorðin við Sínaí fjall ( 2. Mósebók 16 ) þar sem maður braut hvíldardaginn og Guð segir "hve lengi ætlið þið að brjóta lög mín og boðorð" sem gefur það sterklega til kynna að þjóðin hafði lengi haft þekkingu á þessu boðorði Guðs.
Friðrik Ó. Schram
Þegar Jesús hafði fullkomnað hjálpræðisverkið, með því að halda lögmálið án þess að brjóta eitt einasta ákvæði þess, og dó saklaus fyrir syndir lýðsins ( allra manna), var lögmálið úr gildi fallið sem slíkt - tímabil lögmálshlýðninnar og gamla sáttmálans þar með liðið en tímabil fagnaðarerindisins og nýja sáttmálans ( trúar og náðar ) runnið upp.
Það er virkilega sorglegt að láta líta þannig út að Kristur dó á krossinum til að gefa okkur leyfi til að brjóta boðorðin tíu. Svona setningar kæmu aldrei út úr munni nokkurs kristins manns nema hann væri að rembast við að réttlæta óhlýðni sína við það boðorð sem hann er á móti. Villan sem hérna er á ferðinni kemur betur í ljós ef að Friðrik væri að ráðast á boðorðið "þú skalt ekki stela". Að tími lögmálshlýðni væri á enda og núna mættum við stela eins og við vildum.
Seinna vitnar Friðrik í Rómverjabréfið 7:6 sem segir "En nú erum vér leystir undan lögmálinu, þar sem vér erum dánir því, sem áður hélt oss bundnum, og þjónum nýjum Anda, en ekki í fyrnsku bókstafs." Það sem Páll er að útskýra hérna er tengingin milli náðar og lögmáls, að lögmálið útskýrir okkar þörf á náð. Páll segir einnig í 6. kafla "Synd skal ekki ríkja yfir ykkur þar eð þið eruð ekki undir lögmálinu heldur undir náðinni.Eða hvað? Eigum við að syndga fyrst við erum ekki undir lögmálinu heldur náðinni? Fjarstæða". Páll segir alveg skýrt að við eigum ekki að syndga eftir að hafa öðlast náð.
Friðrik Ó. Schram
Sumir segja "Já, en Jesús hélt sabbatinn(laugard.) og þess vegna verðum við kristnir menn að gera líka". Hljómar skynsamlega en svarið er nei. Ástæðan er þessi: Jesús fæddist Gyðingur, undir lögmáli (Gal 4:4) og varð því að hlýða lögmálinu til dauðadags.
Hvernig myndu þessi rök hljóma frá manni sem teldi það vera í lagi að myrða? Ef málið væri "Jesú myrti ekki og þess vegna ættum við ekki heldur að myrða", væri þá ástæðan fyrir því að það er í lagi fyrir okkur að myrða er vegna þess að Jesú fæddist Gyðingur, undir lögmáli en núna erum við frjáls undan lögmálinu?
Sá sem er sekur um að brjóta lögmálið hefur syndgað og samkvæmt Páli sjálfum í Rómverjabréfinu, þá eru laun syndarinnar dauði. Þegar einhver tekur á móti Kristi þá er það Kristur sem borgar fyrir þessa glæpi með blóði Sínu og þess vegna er viðkomandi ekki lengur undir lögmáli heldur undir náð. Hebreabréfið útskýrir vel muninn á því að vera undir náð eða undir lögmáli:
Hebreabréfið 10:26
Því að ef vér syndgum af ásettu ráði, eftir að vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar, 27 heldur er það óttaleg bið eftir dómi og grimmilegur eldur, sem eyða mun andstæðingum Guðs. 28 Sá, er að engu hefur lögmál Móse, verður vægðarlaust líflátinn, ef tveir eða þrír vottar bera. 29 Hve miklu þyngri hegning ætlið þér þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda, er fótum treður son Guðs og vanhelgar blóð sáttmálans, er hann var helgaður í, og smánar anda náðarinnar?
Hérna lesum við hversu miklu alvarlegra það er að syndga fyrir þann sem er undir náð en fyrir þann sem er undir lögmáli. Samkvæmt Rómverjabréfinu þá var það lögmálið eða boðorðin tíu sem sögðu Páli hvað synd er og vísar hann til tíunda boðorðsins( Róm 7:7). Síðan samkvæmt Jóhannesarbréfi 3. kafla: "Hver sem synd drýgir fremur og lögmálsbrot. Syndin er lögmálsbrot." svo það ætti að vera á hreinu að boðorðin tíu segja okkur hvað synd er. Það sem Friðrik er því miður að boða í þessu riti er að syndga af ásettu ráði, og til hvers? Til þess að halda í hefðir manna?
Friðrik Ó. Schram
Í Fjallræðunni, sem er útskýring Jesú og túlkun á lögmálinu ( Mt 5-7 ) minnist hann ekki einu orði á sabbatinn, heldur undirstrikar að hugarfar mannanna og afstaða þeirra hvers til annars og Guðs, sé það sem mestu máli skiptir og sé undirrót allra verka þeirra og hegðunar.
Hvíldardags boðorðið er einmitt mjög gott til þess að sjá hver hin raunverulega afstaða hjartans er til Guðs og lögmáls Hans. Þegar Guð segir eitthvað sem þú ert þegar sammála þá er ekki merkilegt að fylgja því en þegar Guð segir þér að gera eitthvað sem hentar þér ekki, þá kemur í ljós hvort þú raunverulega vilt hlýða eða ekki. Í Fjallræðunni talar Jesú ekki heldur um að tilbiðja skurðgoð og ekki heldur um guðlast; eigum við þá að álykta að slíkt er núna í lagi?
Friðrik er að vægast sagt að biðja um mikið ef að í hvert sinn sem einhver vitnar í boðorðin tíu að þá þurfi hann að telja sérstaklega upp hvíldardags boðorðið til þess að það falli ekki úr gildi.
Friðrik Ó. Schram
Um mismuninn á hinum nýja og gamla sáttmála segir höf. Hebreabréfsins "hefði hinn fyrri sáttmáli verið óaðfinnanlegur, þá hefði ekki verið þörf fyrir annan" (8:7)Og: "Þar sem hann(Guð) nú kallar þetta nýja sáttmála, þá hefur hann lýst hinn fyrri úreltan ( 8:13)
Það sem höfundur Hebreabréfsins er að tala um er fórnarkerfið, að blóð dýra gat í raun og veru ekki hreinsað neinn af synd. Sömuleiðis að þjónustu æðsta prestsins var þjónusta syndugs manns en eftir Krist þá var ekki lengur um að ræða blóð dýra og synduga menn heldur blóð Sonar Guðs og Hans syndlausa þjónusta sem æðsta prests.
Hebreabréfið 9:11
En Kristur er kominn sem æðsti prestur hinna komandi gæða. Hann gekk inn í gegnum hina stærri og fullkomnari tjaldbúð, sem ekki er með höndum gjörð, það er að segja er ekki af þessari sköpun. 12 Ekki fór hann með blóð hafra og kálfa, heldur með eigið blóð, inn í hið heilaga í eitt skipti fyrir öll og aflaði eilífrar lausnar. 13 Ef blóð hafra og nauta og askan af kvígu, stráð á menn, er óhreinir hafa gjörst, helgar til ytri hreinleika, 14 hve miklu fremur mun þá blóð Krists hreinsa samvisku vora frá dauðum verkum, til að þjóna Guði lifanda, þar sem Kristur fyrir eilífan anda bar fram sjálfan sig sem lýtalausa fórn fyrir Guði. 15 Þess vegna er hann meðalgangari nýs sáttmála. Hann dó og bætti að fullu fyrir afbrotin undir fyrri sáttmálanum, til þess að hinir kölluðu mættu öðlast hina eilífu arfleifð, sem heitið var.
Taktu eftir því að það er að Kristur er núna æðsti presturinn með sitt eigið blóð til að friðþægja fyrir brot á boðorðunum tíu, að það er hinn nýi sáttmáli; alls ekki að núna megum við brjóta boðorðin. Málið er að krossinn sýnir okkur tvennt, kærleika Guðs til mannanna og alvarleika þess að brjóta boðorðin.
Friðrik Ó. Schram
Í Kólossusbréfinu(2:16-17) segir Páll póstuli: "Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat eða drykk, eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga" Þetta er aðeins skuggi þess sem koma átti, en líkaminn er Krists." Með þessum orðum tekur hann af allan vafa um að hinir heiðnu-kristnu Kólossusbúar þurfa ekki að halda sabatinn ( hinn 7. dag) og önnur ákvæði lögmálsins sem þarna eru nefnd.
Skoðum aðeins þá áherslu sem Guð lagði á boðorðin tíu. Hann mætir þjóðinni sjálfur á Sínaí fjalli og talar boðorðin tíu til þeirra. Móses skrifar sínar fimm bækur en Guð sjálfur skrifaði boðorðin í stein. Guð lætur síðan búa til örk til að geyma boðorðin og þessi örk verður helgasti gripur þjóðarinnar í mörg hundruð ár. Örkin var síðan sett í musteri Guðs, í hið allra helgasta sem aðeins æðsti presturinn mátti fara inn í og þá aðeins einu sinni á ári. Á þessum degi ef æðsti presturinn væri ekki búinn að játa allar sínar syndir og biðjast fyrirgefningar þá dó hann við að fara inn í hið allra helgasta.
Af boðorðunum tíu þá mótaði hvíldardagsboðorðið samfélagið gyðinga meira en flest annað, má líkja því við að í okkar samfélagi er hægri handar umferð. Hvað mikið þarf til að breyta þessum umferðalögum okkar? Líklegast tilkynningar í öllum blöðum landsins í dágóðan tíma þar sem kæmi alveg skýrt fram að æðstu menn þjóðarinnar væru búnir að ákveða þessa stóru breytingu. Orð Páls eru þarna eins og ef að einn þingmaður í ræðu um sjávarútveginn segði að við ættum ekki að láta fólk dæma okkur fyrir að vilja keyra vinstra megin á götunni. Sannleikurinn er einfaldlega sá að ef að Páll talaði á móti boðorðunum tíu þá ættum við að fjarlægja hann úr Biblíunni því að hver sá sem boðar brot á boðorðunum tíu fær þetta að heyra á dómsdegi:
Matteus 7:22
Margir munu segja við mig á þeim degi: ,Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?` 23 Þá mun ég votta þetta: ,Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.`
Orðið sem þarna er þýtt "illgjörðamenn" er gríska orðið anomia sem þýðir lögbrjótar.
En var Páll að segja að hvíldardags boðorðið sé runnið úr gildi? Nei, alls ekki og þeir sem þekkja Gamla Testamentið eða samfélag gyðinga sjá það um leið. Skoðum orð Páls aðeins betur:
Kólussusbréfið 2
13Þið voruð dauð sökum afbrota ykkar og umskurnarleysis. En Guð lífgaði ykkur ásamt honum þegar hann fyrirgaf okkur öll afbrotin. 14Hann afmáði skuldabréfið sem þjakaði okkur með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn. 15Hann fletti vopnum tignirnar og völdin og leiddi þau fram opinberlega til háðungar þegar hann fór sína sigurför í Kristi.
16Enginn skyldi því dæma ykkur fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. 17Slíkt er aðeins skuggi þess sem koma átti. Veruleikinn er Kristur.
Nokkur atriði hérna sem við þurfum að gefa gætur að:
- Þau voru dauð vegna afbrota en eins og komið er skýrt fram, boðorðin tíu segja okkur hver okkar brot eru.
- Páll er hérna að tala um skuldabréf sem þjakaði okkur. Eru boðorðin tíu skuldabréf sem þjaka okkur? Er það íþyngjandi að ekki myrða fólk? Er það íþyngjandi að fá ekki að tilbiðja aðra guði? Er það ok að hvíla sig og eiga stund með Guði? Nei, boðorðin tíu eru ekki skuldabréf sem þjakaði okkur; útskýri á eftir hvað er verið að tala um.
- Þetta sem enginn skyldi dæma okkur í er ákveðinn pakki sem er matur, drykkur, hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga.
- Skuggi þess sem koma átti. Alvöru efni veldur skugga svo þessi pakki sem Páll er að tala um er eitthvað sem var ekki alvöru heldur aðeins skuggi af því sem koma átti. Í Hebreabréfinu er talað um þessa jarðnesku þjónustu prestanna sem skugga af því sem Jesús gerði á krossinum.
Hebreabréfið 8:4
4Væri hann nú á jörðu, mundi hann alls ekki vera prestur, þar sem þeir eru fyrir, sem samkvæmt lögmálinu bera fram gjafirnar.
5En þeir þjóna eftirmynd og skugga hins himneska, eins og Móse fékk bendingu um frá Guði, er hann var að koma upp tjaldbúðinni: "Gæt þess," segir hann, "að þú gjörir allt eftir þeirri fyrirmynd, sem þér var sýnd á fjallinu."
Sem sagt, hátíðir gyðinga eins og friðþægingar dagurinn og páskarnir voru skuggi af því sem koma ætti, þetta benti til Jesú og dauða Hans á krossinum svo það sem Páll er hérna að segja að við ættum ekki að láta dæma okkur fyrir að halda þessar hátíðir eða sleppa þeim því að raunveruleikinn er kominn sem er Kristur sjálfur. Augljóslega er ekki búið að afnema boðorðin tíu og negla þau á krossinn því það er enn rangt að myrða, ljúga og stela. Það sem er búið að negla á krossinn er refsingin við því að brjóta boðorðin.
Friðrik Ó. Schram
Postulas. 15 er mjög merk heimild um átök sem urði í frumkirkjunni um það hvort þeir heiðingjar sem yrðu kristnir skyldu halda lögmálið. Páll og samstarfsmenn hans sögðu nei, og það varð niðurstaðan. Það eru óhrekjanlegar heimildir fyrir því að postularnir lögðu þá kvöð ekki á heiðin-kristna menn að halda lögmál Móse og sabbatinn.
Í Postulasögunni 15 er umræðuefnið umskurn, það var það sem var stór hindrun fyrir menn að verða kristnir eins og skiljanlegt er. Niðurstaða fundarins er að finna í versum 19-21.
Postulasagan 15
19Ég lít því svo á að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim sem snúa sér til Guðs 20heldur rita þeim að þeir haldi sig frá öllu sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði. 21Frá fornu fari hafa menn prédikað Móse í öllum borgum. Hann er lesinn upp í samkundunum hvern hvíldardag.
Heldur einhver virkilega að þetta er það eina sem kristnir þurfa að fara eftir í dag? Að borða steikina sína ekki hráa og halda sig frá skurðgoðum? Að núna má guðlasta og vanvirða föður og móður af því niðurstaða þessa fundar var sú? Auðvitað ekki! Umræðan er um umskurn og niðurstaðan var að þeir sem gerðust kristnir þyrftu ekki að umskerast. Er hægt að kalla það kvöð að hvíla sig og eiga stund með Guði? Kannski fyrir guðleysingja en ef kristinn einstaklingur lítur á hvíldardaginn sem kvöð þá er sá hinn sami ekki endurfæddur.
Friðrik Ó. Schram
Þvert á móti söfnuðu þeir hinum nýkristnu oft saman á sunnudögum til helgihalds og heilagrar kvöldmáltíðar ( Post 20:7 )
Þarna er aðeins verið að segja frá atburði þar sem lærisveinarnir voru saman og kannski var það á fyrsta degi vikunnar; ekkert merkilegt við það því að þeir hittust oft alla daga vikunnar ( Post 2:46 ). Það er aftur á móti mjög forvitnilegt að skoða í Postulasögunni hvað lærisveinar Krists gerðu á hvíldardögum.
- Postulasagan 13:14 - Hérna fara lærisveinarnir til kirkju á hvíldardegi.
- Postulasagan 13:42 - Hérna biðja heiðingjar að fá að heyra meira frá lærisveinunum næsta hvíldardag og næsta hvíldardag kom mikill múgur til að hlýða á lærisveinanna. Hérna hefði verið frábært tækifæri fyrir lærisveinana að segja að núna væri komin nýr hvíldardagur og þeir gætu hitt þá á fyrsta degi vikunnar en þeir ekkert þannig.
- Postulasagan 16:13 - Hérna er hvíldardagur og lærisveinarnir leita að stað sem er heppilegur fyrir bænastund.
- Postulasagan 17:2 - Hérna er sagt frá því að Páll fór í kirkju á hvíldardegi eins og hans vegna var. Þegar eitthvað manns vani þá er það eitthvað sem maður gerir alltaf svo augljóslega var Páll ennþá að halda hvíldardaginn.
- Postulasagan 18:4 - Aftur um að Páll fór alla hvíldardaga og talaði við bæði grikki og gyðinga.
Friðrik Ó. Schram
Hann hvarf úr kirkjunni þegar tengslin við gyðingdómin slitnuðu ( t.d. þegar Páll hætti að sækja samkundur þeirra og enn frekar eftir eyðingu Jesúsalem árið 70 )
Okkar aðal heimild um Pál kemur frá Postulasögunni og þar kemur oft fram að Páll hélt hvíldardaginn og einnig að það var hans venja svo ég veit ekki hvaða heimildir Friðrik hefur fyrir því að Páll hafi hætt að halda hvíldardaginn.
Friðrik Ó. Schram
Eitt er víst : fráhvarf frá sabbatshelginni og upptaka sunnudagsins - Drottinsdagsins - sem helgidags var að frumkvæði postulanna.
Það er ekki að finna eitt vers í Biblíunni sem segir að sunnudagurinn er núna nýr hvíldardagur eða sá dagur sem okkur ber að koma saman. Ef að Friðrik veit um slíkt vers þá gefur hann það ekki upp í þessu riti.
Friðrik Ó. Schram
Kirkjufeðurnir ( rithöfundar og forystumenn innan kirkjunnar eftir postulatímann ) hafa skilið eftir sig miklar heimildir um helgi hins fyrsta dags vikunnar og kalla hann Drottinsdaginn, daginn sem hinir kristnu koma saman til helgihalds og máltíðar Drottins.
Það er mjög forvitnilegt að skoða þessa sögu. Við sjáum að helgi hald fyrsta dags vikunnar kemur smá saman inn í kirkjuna þangað til það varð hreinlega bannað með lögum að halda sjöunda daginn. Hérna má lesa um helgi halds sjöunda dagsins í mannkynssögunni, sjá: http://www.sabbathtruth.com/history/sabbath_history2.asp
Friðrik Ó. Schram
Hann er fyrsti dagur sköpunnar og dagur upprisu Drottins Jesú, sem gefur honum sérstöðu yfir alla aðra daga, - það hefur kirkja Hans alltaf sagt.
Það hefur líka margt merkilegt gerst á miðvikudögum en hvaða máli skiptir það? Málið er einfalt, Guð gerði sjöundadaginn heilagan en ekki fyrsta dag vikunnar og Hann biður okkur um að vanhelga hann ekki. Hebreabréfið orðar þetta vel:
Hebreabréfið 4
10Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk.
11Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar, til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt 18.12.2009 kl. 14:56 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist sem trú þín hafi gert þig þreyttan, Mofi. Þú hefur þörf á að hvílast næsta árið, eftir þessi 6 strembnu trúboðsár í lífi þínu.
Það er engin leið að færa einhver skynsöm rök fyrir því hvort réttara sé að hvíla sig á 7. eða 1. degi vikunnar.
Ég get fært fyrir því rök að allra best sé að hvíla sig á 5. degi vikunnar, eða Þórsdag (Torsdag) og minnast þannig hins forna guðs Norðurlandabúa til margra hundruði ára.
Jesús svaf t.d. oft á daginn meðan aðrir unnu. Vakti á nóttunni meðan aðrir sváfu, o.s.frv.
Sigurður Rósant, 15.12.2009 kl. 00:03
Ég hef ekki haft tök á því að eiga hvíldardag í mörg ár, skil ekki hversu hugfangir sumir eru af heilagleik þess að hvíla sig einn dag í viku... séu viðkomandi ekki farlama gamalmenni
Cicero (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 04:18
Rósant, fyrir kristinn einstakling þá ætti að duga að lesa yfir boðorðin tíu til að hafa mjög sterk rök fyrir að halda hvíldardaginn. Ég væri alveg til í að hvíla mig í eitt ár! Samt ekki frá blogginu, myndi sakna ykkar allt of mikið :)
Cicero, þeir sem byrja að halda hvíldardaginn vanalega finnst þetta vera eitt af því besta sem þeir hafa tekið upp. Eitt af því sem jók lífsgæði þeirra meira en flest annað.
Mofi, 15.12.2009 kl. 08:43
Jæja Mofi, this means WAR! Ég þarf aðeins að leggjast yfir þetta og svara þér svo!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.12.2009 kl. 23:27
jájá, það er samt spurning hvað maður er tilbúinn að leggja á sig þegar maður er ungir til að tryggja það að maður sjálfur og fjölskylda manns hafi það gott þegar líður á
Ungt fullfrískt fólk ræður vel við það að vinna hraustlega og fá samt næga hvíld án þess að eyða heilum degi í hverri viku í að gera ekki neitt
Cicero (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 23:52
Gott hjá þér Mofi.
Það er sjáanlegt að Friðrik Schram er að vaða í villu og svíma. Það er líka ótrúlegt að maður eins og hann, sem hefur verið að lesa Biblíuna í ártugi skuli geta fengið þetta út úr lestrinum. en ég held að hann sé staddur á sama stað og farísearnir og fræðimennirnir voru, þegar Jesús las þeim pistilinn. Og hvað sagði hann við þá: ,,Þér hafnið boðum Guðs, en haldið erfikenning manna." Eins sagði hann við þá: ,,Listavel gjörið þér að engu boð Guðs, svo þér getið rækt erfikenning yðar...Þannig látið þér erfikenning yðar, sem þér haldið fram, ógilda orð Guðs."
Það er því alveg ljóst, að þeir sem ætla sér að halda því fram, að það sé búið að skipta um hvíldardag og að boðorðin séu fallin úr gilda, hafa einfaldlega hafnað boðum Guðs. Og mér er alveg sama hvort hann heitir Jón, séra Jón eða Friðrik Schram. Og mega þeir sem það gera hafa skömm fyrir.
Jesús segir líka í Fjallræðunni; en hún er stjórnarskrá kristninnar, að hann sé ekki kominn til að afnema lögmálið eða spámennina: ,,Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla." Og hvað hefur hann uppfyllt? Fórnarlögmálið, og það gerði hann á krossinum er hann dó sem lamb Guðs, til fyrirgefningar synda, hverjum sem trúa á hann. En svo segir hann: ,,Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram." Hér er hann eInfaldlega að segja, að lögmálið og boðorðin 10 munu standa meðan himinn og jörð standa. Og því til stuðnings segir hann, og nú mega þeir taka það til sín, sem eru að rembast við það að gera að engu Guðs Orð: ,,Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki." Og svo segir hann, svona til að undirstrika það að menn þurfi að varast menn sem eru eims og farísearnir og fræðimennirnir, sem gjöra að engu eða ógilda Orð Guðs: ,,Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea, komist þér aldrei í himnaríki."
Er þetta ekki orðið mokkuð ljóst, að hvorki lögmálið né boðorðin eru fallin úr gildi, og að sá sem reynir að halda því fram, er ekki Guði þókmanlegur. Og því til stuðnings skulum við láta Jóhannes postula eiga lokaorðin í þessari athugasemd, en hann hefur þetta alveg á hreinu: ,,Og á því vitum vér, að við þekkjum hann, ef við höldum boðorð hans. Sá sem segir: ,,Ég þekki hann." og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum. En hver sem varðveitir orð hans, í honum er sannarlega kærleikur til Guðs orðinn fullkominn...."
Ég segi því að þeir sem tala og skrifa eins og Friðrik Schram gerir í þessum bæklingi, eru í raun hættulegir falskennendur..
Janus Hafsteinn Engilbertsson, 16.12.2009 kl. 05:19
Mín reynsla er að hvíldardagurinn bætir flest annað upp. Ef það vantar gæða tíma fyrir fjölskylduna þá er hætt við því að maður missi hana. Kannski ekki á augljósan hátt þannig að hún bara fari en á þann hátt að samböndin eru bara ekki góð. Minnsta kosti eitthvað sem ég mæli með.
Mofi, 16.12.2009 kl. 09:45
Hafsteinn, takk fyrir gott innlegg. Ég óska þess að Friðrik sé að leita þess að halda boð Guðs og þegar hann sér að það vantar upp á þá breyti hann með glöðu geði. Aftur á móti þá eru svo margir sem eru bundnir hefðum og samfélögum þá getur verið erfitt að breyta. Eitthvað sem fyrir marga virkar svo smávægilegt getur í raun þýtt nýtt samfélag, vinaslit og jafnvel missa vinnuna ( sem er nú merkilega algengt meðal þeirra sem halda hvíldardaginn )
Mofi, 16.12.2009 kl. 09:54
Hvað segirðu? Eru SDAðventistar að missa vinnuna ef þeir vilja byrja að hvíla sig við sólsetur á föstuegi?
Annars vinn ég vaktavinnu meðal margra kristinna, múslima og 'trúfrjálsra'. Fáir gera veður út af því að vinna eftir sólsetur á föstudögum, nema nokkrir alkahólistar sem endilega vilja hafa langa drykkjuhelgi ef svo ber undir. Þá er líka stutt í uppsagnarbréfið.
Og merkilegt þykir mér að muslimir vinna í föstumánuði sínum 'Ramadan' og mæta líka á föstudögum. Reyna þó sumir þeirra að fara með smá bæn um hádegisbil, en það gera þeir þó ekki fyrir augunum á öðrum.
Man eftir einum SDAðventista sem neitaði að mæta til prófs á laugardegi. Fékk að eigin ósk gistingu í gæsluvarðhaldi á Skólavörðustíg og tók svo prófið á mánudegi eftir 2ja sólarhringa fangavist.
Þykjast menn vera að þóknast guði sínum með þessum kúnstum, Mofi?
Af hverju ekki að taka svolítið mark á því hvernig Jesús sjálfur háttaði hvíldartíma sínum eins og ég hef áður bent á?
Hann svaf á meðan bátur fylgisveina hans var í hættu staddur, en fylgisveinar hans sváfu þegar hann var sjálfur staddur í hættu.
Þessar frásagnir segja mér að við eigum bara að hvílast þegar syfjan kemur yfir okkur, alveg óháð stund og stað.
Sigurður Rósant, 16.12.2009 kl. 13:29
Rósant, góður vinur minn missti af vinnu vegna hvíldardagsins og ég heyrt nóg af þannig sögum. Almennt þó er þetta ekki mikið vandamál, ég hef ekki lent í vandræðum vegna þess. Varðandi að þóknast Guði þá trúi ég því já. Hlíðni við boðorðin á að vera nokkvurn veginn efst í huga þess kristna; að brjóta gegn þeim ætti að vera gífurlega alvarlegt í huga þeirra. Er að reyna að rækta þetta viðhorf hjá mér því mikið vantar upp á.
Hvernig ferðu að þessu? :)
Mofi, 16.12.2009 kl. 14:02
Ef ég man rétt þá var hann Finni og aðventisti maðurinn sem fór fyrir mannréttindadómstól Evrópu vegna þess að honum var sagt upp fyrir að láta sig alltaf hverfa úr vinnuni við sólsetur á föstudögum í svartasta skammdeginu
Hann tapaði því máli :)
Cicero (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 14:24
Mofi, þú verður að skilja kenningu Jesú vinar okkar miklu betur og láta ekki einhverja Ellen G. White villa þér endalust sýn. Skoðaðu Mark. 2:23-28 svolítið og segðu mér hvað þér finnst um þau orð Jesú að 'hvíldardagurinn hafi orðið til mannsins vegna en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins'.
Jesús sýndi í fleiri tilvikum að boðorðunum þurfi ekki að fylgja í hvívetna þó að sumu leyti geti verið til viðmiðunar, eins og 'þú skalt ekki stela', 'þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum', 'þú skalt ekki drýgja hór', 'þú skalt ekki girnast eigur náunga þíns', 'heiðra skaltu föður þinn og móður' o.s.frv.
Önnur boðorð geta farið veg allrar veraldar, eins og 'þú skalt ekki taka digital ljósmyndir, né prenta þær út', 'þú skalt bara trúa á mig Jahve af því að annars verð ég afbrýðisamur', 'puða skaltu og erfiða í 6 daga, en sjöunda daginn skaltu liggja flatur og dýr þín og dráttarvélar líka' o.s.frv. (Uppfærð af mér til frekari skilnings, afsakið).
Sigurður Rósant, 16.12.2009 kl. 15:30
Rósant, enda í samtali mínu við Cicero þá segi ég honum að hann ætti að halda hvíldardag hvort sem hann trúði á tilvist Guðs eða ekki því að þetta er eitt af því besta sem maður getur gert til að auka sín lífsgæði. Að halda hvíldardag er gott fyrir mann og kannski þess vegna sem Guð helgaði sjöunda daginn. Ég sá ekkert þarna sem gefur til kynna að Jesú var ekki að fylgja boðorðunum; ekkert í hvíldardags boðorðinu sem bannaði fólki að fara í gegnum sáðlönd og týna eitthvað handa sér að borða. Boðorðið segir aðeins að ekki vinna.
Mofi, 16.12.2009 kl. 16:29
Þeir voru líka að stela sér til matar, Mofi. Ég minnist þess ekki að þeir hafi verið bændur með hveiti- eða kornakra, heldur fiskimenn sem Jesús fékk þá til að hætta í einhvern tíma og snúa sér að mannaveiðum.
Sigurður Rósant, 16.12.2009 kl. 16:46
Rósant, greinilega þá var það ekki þjófnaður að týna svona kornöx; annars hefðu án efa fariseiarnir bent á það. Það voru síðan lög í Gamal Testamentinu sem skyldaði bændur að skilja eftir hluta af akrinum fyrir fólk; sérstaklega fátækt fólk og þeir voru ekki veraldlega ríkir.
Mofi, 16.12.2009 kl. 16:54
Það er gott og blessað að taka sér hvíldardaga, og það reyni ég að gera það reglulega - en að festa sig í því að það þurfi alltaf að vera ákveðinn dagur og alltaf einusinni í viku er eitthvað sem ég gæti ekki leyft mér
Ég þarf að vinna með skóla og hef bara ekki efni á því
Cicero (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 17:30
Jesúsi var því miður ekki nógu varkár hvað mannorð sitt snerti. Hann hefði komist betur af ef hann hefði ekki verið í þessum slæma félagsskap Zelóta sem voru eins konar skæruliðar sem svifust einskis, hvöttu fólk til að greiða ekki skatta og drápu þá leiðtoga sem fylgdu eftir skattheimtu Rómverja. Greinilega ósvífnir þjófar og morðingjar, enda báru rýtinga og sverð á sér.
Sigurður Rósant, 16.12.2009 kl. 17:49
Ég er sammála því að það sé sniðugt að taka öðru hverju dag til að hvílast en það væri erfitt að verða að hvílast alltaf á einum ákveðnum degi eins og Cicero segir.
Baldur Blöndal, 16.12.2009 kl. 18:25
Þið elskuðu, ef hjartað dæmir okkur ekki, þá höfum við djörfung til Guðs.
Þegar samviska eða trú okkar dæmir okkur getum við ekki komið fram fyrir Guð vegna þess að við erum í vegi fyrir okkur sjálfum. En nú er lögmálið til þess að sanna sekt ekki til þess að auðlast réttlæti. Það er kristur sem rættlætir ekki lögmálið. Hann hreinsar okkur og gefur okkur sitt líf, sitt réttlæti, sína trú, sína lækningu og sinn Anda.
Jóhannes talar um að boðorð Guðs séu að trúa á Krist og elska náungan. Vinir Hlustið ekki á gyðingana þeir vilja fjötra ykkur í lögmálinu. Betra er að plata sjálfan sig en að vera plataður af þeim. Guð hefur alltaf tíma fyrir alla og hann vill alltaf koma með ást sína til okkar.
Í dag er hjálpræðisdagurinn, þú ert velkominn í Hvíld Guðs í dag og hún er eilífð ekki vikuleg eins og hjá sumum. Þú þarft ekki að býða þangað til á laugardaginn til að þyggja gjafir Guðs, þú þarft ekki að býða þangað til á laugardaginn til þess að auðlast hamingju eða lækningu, þú þarft ekki að hafa áhyggjur vegna morgundagsins því Kristur er sá sami í Dag og í gær og um alla eilífð.
Náð Guðs sé með ykkur....
ibbets, 16.12.2009 kl. 20:29
Baldur, það sem ég hef komist að er að lykillinn að alvöru hvíldinni er að setja hvíldina í forgang þannig að þó að mikið lyggi á þá fær hvíldin samt algjöran forgang. Jafnvel þótt að mig langi að hugsa um vinnuna eða skólan þá banna ég mér það og það virðist vera aðal atriðið til að hvíldin virkilega virki.
ibbets, hvaða lögmál er að fjötra þig? Viltu ekki að boðorðið "þú skalt ekki stela" er að fjötra þig? Viltu ekki að boðorðið "Heiðra föður þinn og móður" sé að fjötra þig? Eitthvað grunar mig að þú last ekki færsluna...
Mofi, 16.12.2009 kl. 22:49
ég fæ alveg næga hvíld þó ég vinni 8 klukkutíma... 16 tímar duga mér ágætlega
Enda er ég ekki sjötugur
Cicero (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:20
Af þessu munum við þekkja að við erum sannleikans megin og munum geta friðað hjörtu okkar frammi fyrir honum, hvað sem hjarta okkar kann að dæma okkur fyrir. Því að Guð er meiri en hjarta okkar og þekkir allt. Þið elskuðu, ef hjartað dæmir okkur ekki, þá höfum við djörfung til Guðs. Og hvað sem við biðjum um fáum við hjá honum af því að við höldum boðorð hans og gerum það sem honum er þóknanlegt. Og þetta er hans boðorð, að við skulum trúa á nafn sonar hans Jesú Krists og elska hvert annað, samkvæmt því sem hann hefur gefið okkur boðorð um. Sá sem heldur boðorð Guðs er stöðugur í Guði og Guð í honum. Að hann er stöðugur í okkur þekkjum við af andanum sem hann hefur gefið okkur.
Við vitum að allt, sem lögmálið segir, er þeim ætlað sem fengu lögmálið til þess að sérhver munnur þagni og allur heimur verði að svara til saka fyrir Guði. Enginn maður réttlætist fyrir Guði með verkum í hlýðni við lögmálið en lögmálið kennir hvað sé synd.
En nú hefur Guð opinberað réttlæti sitt sem lögmálið og spámennirnir vitna um og byggist ekki á lögmáli. Það er: Réttlæti trúarinnar sem Guð gefur öllum þeim sem trúa á Jesú Krist. Hér er enginn greinarmunur: Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð og Guð réttlætir þá, án þess nokkur verðskuldi það, af náð með endurlausn sinni í Kristi Jesú. Guð bendir á blóð hans sem sáttarfórn [1]
þeim sem trúa. Þannig sýnir hann réttlæti sitt. Hann hafði umborið þær syndir sem áður voru drýgðar til þess að birta réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann er sjálfur réttlátur og réttlætir þann sem trúir á Jesú. Hver getur þá hrósað sér? Enginn. Eða af hvaða lögmáli ætti það að vera? Verkanna? Nei, heldur af lögmáli trúar. Ég álít að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka. Eða er Guð einungis Guð Gyðinga? Ekki líka heiðingja? Jú, líka heiðingja, svo sannarlega sem Guð er einn og réttlætir jafnt umskorna menn af trú og óumskorna fyrir sömu trú. Geri ég þá lögmálið að engu með trúnni? Öðru nær. Ég staðfesti lögmálið.
ibbets, 17.12.2009 kl. 01:07
Hvíldardagurinn
Hver setti hvíldardaginn og hvenær? Biblían segir: 1M 2:2 „Guð lauk á hinum sjöunda degi verki sínu, er hann hafði gjört, og hvíldist hinn sjöunda dag af öllu verki sínu, er hann hafði gjört.“ Hver er ástæðan fyrir því að halda hvíldardaginn heilagan? Hann er minnisvarði sköpunarinnar. Biblían segir: 2M 20:11 „ því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.“ Fyrir hvern sagði Jesús að hvíldardagurinn væri gerður? Biblían segir: Mk 2:27 „Og hann sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins.“ Hvers krefst fjórða boðorðið? Biblían segir: 2M 20:8-10 „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna,“ Hvað hefur Guð sett sem sambandstákn milli sín og fólks síns? Biblían segir: Esk 20:20 „Og haldið helga hvíldardaga mína, og séu þeir sambandstákn milli mín og yðar, til þess að menn viðurkenni, að ég er Drottinn, Guð yðar.“ Hvíldardagurinn er líka merki um helgun. Biblían segir: Esk 20:12 „Ég gaf þeim og hvíldardaga mína, að þeir væru sambandstákn milli mín og þeirra, til þess að menn skyldu viðurkenna, að ég, Drottinn, er sá, sem helgar þá.“ Hve oft munu hinir frelsuðu lofa Drottin á nýju jörðinni? Biblían segir: Jes 66:22-23 „Já, eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem ég skapa, munu standa stöðug fyrir mínu augliti segir Drottinn eins mun afsprengi yðar og nafn standa stöðugt. Og á mánuði hverjum, tunglkomudaginn, og á viku hverri, hvíldardaginn, skal allt hold koma til þess að falla fram fyrir mér segir Drottinn.“ Hélt Kristur hvíldardaginn meðan hann var hér á jörðunni? Biblían segir: Lúk 4:16 „Hann kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa.“ Hvaða dagur er næst á undan fyrsta degi vikunnar? Biblían segir: Matt 28:1 „Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina.“ Hvaða dag héldu konurnar heilagan, þær sem fylgdu Jesú eftir upprisuna? Biblían segir: Lk 23:56 „Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl. Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.“ Hvaða dagur vikunnar er hvíldardagur samkvæmt boðorðinu? Biblían segir: 2M 20:10 „...Sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum.“ Hver var venja Páls á hvíldardögum? Biblían segir: P 17:2 „Eftir venju sinni gekk Páll inn til þeirra, og þrjá hvíldardaga ræddi hann við þá og lagði út af ritningunum,“ Hvað sagði Kristur um lögmál Guðs en hvíldardagsboðorðið er hluti þess? Biblían segir: Mt 5:17-19 „Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.“ Hvað kallar Kristur þá tilbeiðslu sem er ekki í samræmi við boðorð Guðs? Biblían segir: Mt 15:9 „Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar.“ Hvað er það sem einkennir fólk Guðs á tíma endalokanna? Biblían segir: Opb 14:12 „Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.“Janus Hafsteinn Engilbertsson, 17.12.2009 kl. 02:00
ibbets, gott að heyra að þú vilt staðfesta þá lögmálið. Ekki staðfestir þú það með því að brjóta það? Ekki staðfestir þú lögmálið með því að myrða náungan er það nokkuð?
Mofi, 17.12.2009 kl. 08:41
Ég staðfesti lögmálið með trú á krist. Ég veit ekki einu sinni B10 eftir minni það hefur ekkert að gera með réttlæti mitt. Allt sem ég geri virkar til góðs fyrir mig vegna trúnna á Jesús krist. Guð lofar að refsa okkur aldrei aftur vegna þess að Kristur tók út alla refsingu fyrir okkur. Vinur Guð dæmir þig ekki eftir lögmálinu heldur eftir æðstapresti þínum, það skiptir máli hvort hann haldilögmálið eða ekki. Þetta hefur voðalítið með okkur að gera.
Þannig jú ég staðfesti lögmálið en bara með trú á Jesús Krist. Kristur braut ekki boðorðin og það er það sem skiptir máli, ekki hvort ég gerði það eða ekki. Ég er allveg jafn sekur og þú og ég veit að boðorðin réttlæta mig ekki. þannig afhverju ætti ég að horfa á eithað sem fær mig til þess að taka augun af Frelsara mínum?
ibbets, 17.12.2009 kl. 15:50
ibbets, Jesús sagði beint út "15Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín." - Jóhannesarbréf 14. Hvað ættum við að hafa á móti boðorðum Guðs? Lestu yfir færsluna sem ég gerði og taktu sérstaklega eftir Hebreabréfinu 10 sem talar um hve miklu meira við eigum að fylgja boðorðunum vegna þess að við erum undir náð.
Mofi, 17.12.2009 kl. 15:58
Nefnir Jesú hvíldardagsboðorðið þegar hann er spurður út í þau í einhverju gvuðspjallinu?
Sveinn Þórhallsson, 17.12.2009 kl. 17:29
Sveinn, er ekki viss hvað þú átt við... til í að útskýra?
Mofi, 17.12.2009 kl. 17:49
Ég las yfir færsluna þína og það er jú þessvegna sem ég er að svara þér. þú ert algjörlega að fara í mis við fagnaðarerindið. Það geta allir nema þú og Janus lögmál séð að það er kvöð að vera undir böl. Hvar er fagnaðarerindið sem þið boðið? Ekki er hægt að sjá né lesa neitt FAGNAÐAR- erindi úr boðskap þínum. Í 1500 ár reyndu gyðingarnir að halda lögmálið og þeirra bestu féllu, (Móses, Davíð Samúel,,,,) hvað fær þá menn í dag til að halda að við getum haldið lögmálið!!
Ritningin segir að Jesú kom til að uppfylla lögmálið gaman væri að vita hvað skilning þinn á því?? Það þýðir í raun að Jesús greiddi upp skuldabréfið sem stóð í gegn oss, þannig að ég er laus undan skuldabréfinu,/lögmálinu (sem betur fer, þvílík ánauð) Hann eyðilagði það ekki það ekki en hann uppfyllti það það er sorglegt að vita til þess að menn haldi áfram að greiða af skuldabréfinu þrátt fyrir að búið sé að greiða það í botn. Jesús tók mitt versta og gaf mér sitt besta,Hann fæddi mig inn í sína himnesku veröld og það hefur ekkert að gera með mín verk, ef svo væri, færi ég að þakka sjálfum mér og þá gætu sumir en ekki aðrir komist á eigin verðleikum eða verkum inn í ríki hans. En nú geta allir fæðst að nýju og orðið börn Guðs fyrir fórnarverk þess sem sigraði synd og dauða.
ibbets, 17.12.2009 kl. 18:29
Hvaða boðorð? Hvað meinar hann með boðorðinn mín? Kannski þau 5-6 sem hann telur upp í gvuðspjöllunum?
Úr 19. kafla Mattheusargvuðspjalls:
Þarna eru 5 boðorð úr boðorðunum 10 og eitt auka boðorð: að elska náungann eins og sjálfan sig.
Markús (10. kafli) er sammála Matta um þessi 5 sem eru í boðorðunum tíu, en ósammála hvað 6. aukaboðorðið er. Hann vill meina að það sé "þú skalt ekki pretta":
Lúkas (18. kafli) kannast hins vegar ekki við nein aukaboðorð, bara þessi fimm:
Svo það er ekkert eðlilegra en að spyrja þegar þú vitnar í Jesú í umræðu um boðorðin. Hvaða boðorð er hann eiginlega að tala um þarna:
Hann nefnir allavega ekki hvíldardagsboðorðið...
Sveinn Þórhallsson, 17.12.2009 kl. 18:31
Finnst það vera böl að fá ekki að tilbiðja aðra Guði og fá ekki að stela og ljúga?
Fögnuðurinn felst í því að þótt maður hefur brotið gegn Guði og náunganum með því að brjóta boðorð Guðs þá er hægt að fá fyrirgefningu. Eins og Hebreabréfið talar um þá um leið og einhver hefur fengið fyrirgefningu þá skilur hann hversu mikið Guð þurfti að borga fyrir þessa fyrirgefningu og því mun meira mun hann ekki fótum troða blóð sáttmálans með því að syndga eftir að hafa hlotið náð. Páll er síðan skýr á því hvað synd er:
Endurfæðing og kraftur Guðs? Það þýðir ekki að maður er fullkominn, að maður hrasi aldrei en hvað ertu að boða hérna? Ertu að meina að við eigum bara að stela, drepa, ljúga og tilbiðja aðra Guði af því að Kristur dó á krossinum fyrir okkur svo nú erum við frjáls til að hegða okkur eins og við viljum?
Eins og Páll segir þá er lögmálið gott og heilagt en þegar hann leit í það þá dó hann því hann skildi að hann hafði brotið það.
Er það ánauð að mega ekki stela? Mega ekki ljúga og mega ekki myrða? Þjakar það þig mjög mikið og þakkar þú Jesú að hafa dáið á krossinum svo að nú mættir þú drepa hvern þann sem þú vilt?
Segðu mér í fullri hreinskilni, ef ég væri að hvetja kristna til að tilbiðja ekki aðra Guði eða hvetja kristna að drýgja ekki hór; værir þú þá að tala um að Jesú hefði uppfyllt lögmálið og þess vegna þyrftum við ekki að halda það?
Mofi, 17.12.2009 kl. 22:40
Nei, það er rétt. Ég álykta að um boðorðin tíu er að ræða því að þau voru kjarninn af þessu öllu saman og Jesú vitnar oft í þau eins og þú bendir réttilega á. Það ætti ekki að þurfa að vitna alltaf í sérhvert þeirra, að ef maður gerði það ekki þá myndi það boðorð sem maður vitnar ekki í falla úr gildi. Mér að minnsta kosti finnst það ekki rökrétt.
Mofi, 17.12.2009 kl. 22:42
Fer það ekkert í taugarnar á þér hversu mikið af trúarsannfæringu þinni er byggt á einhverju "sem þér finnst" ?
Cicero (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 23:09
Það er, eins og þú segir, bara þín ályktun - þín túlkun. Hin túlkunin, sú sem ritningin styður bókstaflega, er að minnsta kosti jafn rökrétt og líklegra rökréttari.
Nema þú getir útskýrt fyrir mér hvers vegna ekki, og þá út frá einhverju öðru en því sem þér finnst.
Sveinn Þórhallsson, 17.12.2009 kl. 23:11
Jesú gerir nefnilega meira en að sleppa því að minnast á 5 boðorð - hann bætir við einu boðorði í tveimur gvuðspjallanna, og það sitthvoru boðorðinu.
Það er því rökréttara að draga þá ályktun að þau boðorð og aukaboðorðin 2 séu "kjarninn í þessu öllu saman" frekar en boðorðin sem eru þess ekki verð að minnast á.
Sveinn Þórhallsson, 18.12.2009 kl. 00:59
Cicero, nei, af hverju eiginlega? Er þetta öðru vísi í þínu lífi?
Sveinn, saga boðorðanna og hlutverk þeirra í trúarlífi Ísraels. Miðdepill þeirra trúar snérist um musterið og í hjarta musterisins voru boðorðin tíu. Síðan þegar lærisveinarnir og Kristur tala um boðorð Guðs þá oftar en ekki vitna þeir í að minnsta kosti eitt af þessum boðorðum. Mér finnst ekki rökrétt að þó að einhver vitni ekki sérstaklega í eitthvað af boðorðunum þá falli það sjálfkrafa úr gildi. Út frá síðan Biblíunni þá var það Guð sem sjálfur skrifaði boðorðin tíu og þar sem kristnir trúa að Jesú er Guð þá tók Jesú þátt í því að skrifa boðorðin tíu svo út frá því eru þetta Hans boðorð.
Mofi, 18.12.2009 kl. 08:33
Afhverju bætir þá Jesú við 0-2 boðorðum?
Sveinn Þórhallsson, 18.12.2009 kl. 16:19
Cicero, nei, af hverju eiginlega? Er þetta öðru vísi í þínu lífi?
Hvað meinaru?
Cicero (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 16:41
Ekki beint bæta við heldur draga þessi tíu saman í tvö og í bæði skiptið vitnar Hann í GT. Svona eins og foreldri sem segir við guttann, ekki toga í hárið á systur þinni, ekki kíla hana í öxlina og sparka í hana og síðan tekur þetta saman í "vertu góður við systur þína".
Mofi, 18.12.2009 kl. 16:55
Cicero, finnst þér ekki alls konar hlutir vera réttir eða rangir? Meira kannski sem niðurstaða byggð á þeim rökum sem maður hefur; þér t.d. finnst ég hafa rangt fyrir mér um sköpun.
Mofi, 18.12.2009 kl. 16:57
Jú, en ég er ekki að leggja mínar skoðanir undir dóm guðsins míns eins og þú gerir... :)
Ertu aldrei smeykur um að þínar trúarskoðanir séu rangar þegar þú ert að túlka eitt og annað á annan hátt en stór hluti annarra kristinna manna.. að þú hafir hreinlega rangt fyrir þér?
Hvað ef þú ert t.d. búinn að vera halda rangan hvíldardag alla þína ævi?
Hvað ef þú ert með þessum pistli að sverta minningu meyjarinnar Maríu og þar með reita guð þinn til reiði?
Hvarla slíkir hlutir aldrei að þér?
Ég er ekkert að reyna vera leiðinlegur... ég veit bara hversu mikið er undir hjá þér og í þínum sporum myndi ég efast meira um eigin túlkanir
Cicero (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 17:04
Cicero, well, núna... :)
Aðal málið er manns eigin samviska. Ef að maður gerir samkvæmt manns bestu vitund þá hreinlega getur maður ekki gert mikið meira. Ef að Guð er ekki sáttur við það þá er hvort sem er ekkert meira sem maður gat gert. Ekki getur maður farið á móti sinni eigin samvisku?
Mofi, 18.12.2009 kl. 17:08
Getur þú þá ekki sagt að "glataður trúlaus sauður" eins og ég, sveinn og fleiri ;) séum nokkuð save líka svo lengi sem við framkvæmum skv bestu vitund, komum vel fram við aðra og séum almennt að hegða okkur vel að guðinn þinn, sé hann til - sé bara nokkuð sáttur við okkur :p
Cicero (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 17:39
Sæll elsku Mofi minn.
Ég bið algóðan Guð að blessa þig og tek hatt minn ofan fyrir þessu þróttleysi þínu í að boða fagnaðarerindið. Eitt skil ég þó ekki og hef ég lesið bloggið þitt all oft en aldrei tjáð mig á því. Hvers vegna ertu að eyða þessu púðri í að agnúast yfir hinum og þessum Kristnum mönnum og boðskap þeirra? Það er vitað mál að hinir Kristnu verða aldrei sammála í smáatriðum en erum við ekki öll útlimur á líkama Krists?
Ef við myndum bara hætt að eyða púðri í svona þras og eyða því frekar í að draga fleiri inn í ljósið. Ég er langt frá því að vera sammála ykkar túlkun á orði Guðs en ég virði ykkar skoðun og bið Guð um að blessa ykkur. Oft er þörf á kærleika Guðs en nú er nauðsyn. Meðan fólk berst um í blóði sínu á götum Reykjavíkurborgar og víðar um landið þá eyðum við tíma í að karpa um hvíldardaginn? Þetta skil ég ekki!
Við sem játum trú á Drottinn Jessú Krist erum einn líkami.
Guð blessi þig vinur
Sigurjón Guðmundsson, 19.12.2009 kl. 10:59
Vel mælt Sigurjón! AFAR vel mælt! En ég er loksins búinn að gera svargrein við þessari vitleysu þinni Moffi minn. Búið að vera mikið að gera undanfarið, en þetta er loksins komið.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.12.2009 kl. 02:39
Cicero, ég vona það :)
Sigurjón, málið að boðorðin eru gífurlega mikilvæg. Það er margt sem sannarlega er smávægilegt og tilheyrir frekar þrasi og tilgangsleysi en boðorðin tíu eru nokkurs konar stjórnarskrá Guðs. Þegar við skoðum musteris þjónustuna þá dó Kristur til að bæta fyrir okkar brot á boðorðunum tíu. Biblían talar um að í dag þjónar Kristur á himnum sem okkar æðsti prestur í samskonar musteri og var í Jerúsalem og þar í hinu allra helgasta eru boðorðin tíu.
Við erum ekki einn líkami ef við eyðum ekki tíma saman og þetta atriði eyðileggur einmitt þennan möguleika á samfélagi. Ég get ekki breytt yfir í sunnudag því að þá væri ég að brjóta fjórða boðorðið.
Takk fyrir heimsóknina og endilega tjáðu þig oftar hérna :)
Með Guðs blessun!
Mofi, 21.12.2009 kl. 10:11
Hvernig sjáiði eiginlega nútímasamfélag sem fer eftir hvíldardagsboðorðinu, hvort sem það er á laugardegi, sunnudegi eða öðrum degi, fúnkera?
Slysin og áföllin gerast líka á hvíldardögum sko.
Sveinn Þórhallsson, 21.12.2009 kl. 13:14
Svo "ekki pretta" nær yfir að eiga ekki aðra gvuði, gera ekki líknesi af því sem er á himninum, að leggja ekki nafn gvuðs við hégóma, að halda hvíldardaginn heilagann og að girnast ekki eigur eða konu náungans?
Svo að "elska náungann eins og sjálfan sig" tekur líka saman þessi fimm ofangreindu boðorð?
Afhverju minnist höfundur Lúkasargvuðspjalls ekki á hvorugt þessara samantektarboðorða?
Sveinn Þórhallsson, 21.12.2009 kl. 13:19
Sveinn, kjarni boðorðsins er bæði kærleikur til náungans og Guðs.
Óbeint var Jesú að útskýra þessa spurningu hérna:
Til dæmis er mamma mín aðventisti en hún vann við heimahjúkrun og vann oft á hvíldardögum. Að ekki sinna fólk þannig að það jafnvel líði þjáningar á hvíldardegi gengur þvert á tilgang boðorðsins.
Svo heilt samfélag sem ákveður að halda hvíldardaginn þá fengju allir frí á þeim degi og aðeins þau störf sem eru nauðsynleg yrðu unnin.
Mofi, 21.12.2009 kl. 13:31
Sveinn, ég sé skiptinguna þannig að fyrstu fjögur eru tekin saman í að elska Guð og síðustu sex tekin saman í að elska náungann. Svo nei, að elska náungan er ekki samantekt á að tilbiðja ekki skurðgoð eða halda hvíldardaginn.
Mofi, 21.12.2009 kl. 13:33
Hver ákveður hvaða störf eru nauðsynleg og hvaða störf eru það ekki?
Væri ekki rökréttara, ef satt er að Jesú hafi verið að taka saman boðorðin tíu með því að nefna 5 þeirra svotil orðrétt og bæta við 0-2 boðorðum, að hann hefði þá einfaldlega sagt þetta: að elska gvuð og að elska náungann?
Þú getur varla neitað að þessi upptalning, sérstaklega í ljósi viðbótarboðorðanna tveggja, gefi sterklega í skyn að þau eru nákvæmlega það sem hann meinar með "boðorðunum". Það er í það minnsta alls ekki vitlaust að túlka það þannig.
Mér sýnist á öllu ég lesa það sem stendur á meðan þú stendur í túlkunum til að fella orð hans betur að eigin sannfæringu.
Punkturinn er að ekki aðeins nefndi Jesú ekki hvíldardagsboðorðið þar sem maður hefði átt von á að hann gerði það - sem gefur í skyn að það skipti minna máli en þau sem hann nefnir OG hann setti sjálfur fordæmi fyrir því að vinna á hvíldardaginn.
Spurningin er því: Afhverju þetta væl?
Ég get ekki séð neitt rökrétt við það að vitund sem skapaði allt tímarúmið úr engu og mannlíf á einu rykkorni í einu af úthornum þessa heims kæri sig mikið um hvort þessar mannverur hvíli sig á laugardegi eða sunnudegi, já eða hvern annan dag vikunnar.
Ekki allir hafa efni á svona snobbi, sérstaklega ekki eins og tíðin er. Sumum býðst vinna á laugardegi og það er ekkert óeðlilegt við að taka því ef þeir eiga að sjá fyrir fjölskyldu sinni.
En það kemur svosem ekkert á óvart að gvuð Biblíunnar krefjist þess að fólk taki heilan dag frá til að dýrka sig á meðan fjölskylda þess sveltur því hann er greinilega mikill egóisti - Hann eyðir heilum fjórum boðorðum í sjálfan sig í staðin fyrir að setja inn ákvæði sem banna nauðganir, kynþáttahatur eða þrælahald, svo eitthvað sé nefnt.
Sveinn Þórhallsson, 21.12.2009 kl. 15:21
Sveinn, samfélagið myndi ákveða það. Þetta er samvisku spurning sem hver verður að eiga við sjálfan sig.
Varðandi hitt þá er málið mjög einfalt fyrir mér. Ef einhver vitnar í boðorðin tíu þá er hann að tala um þau og þau eru öll mikilvæg. Varðandi rökræður um þetta boðorð þá snýst málið ekki aðeins um hvíld heldur um að dagurinn er heilagur og Guð biður fólk um að virða helgi hans. Vanvirðing gagnvart þessu boðorði er vanvirðing gagnvart Guði. Þetta er síðan líka dagur til þess að eiga samfélag saman og augljóslega er ekkert samfélag þegar fólk hittist aldrei.
Til að rækta sambönd, hvort sem það er við Guð eða trúsystkini eða fjölskyldu þá þarf maður að eyða tíma með þeim og þess vegna er þetta boðorð mikilvægt; okkar vegna.
Almennt þá er hatur fordæmt, nauðgun fellur undir að drýgja hór; reglur um "þrælahald" eru mjög margar svo það er að minnsta kosti tekið á því.
Mofi, 21.12.2009 kl. 15:42
Eigum við ekki líka að fara eftir þessum boðorðum?
Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda. - 2. Mósebók 22:18.
Þú skalt halda hátíð hinna ósýrðu brauða. Sjö daga skalt þú eta ósýrt brauð, eins og ég hefi boðið þér, á ákveðnum tíma í abíb-mánuði, því að í þeim mánuði fórst þú út af Egyptalandi. 2. Mósebók 23:15.
Ef svarið er nei, hvers vegna að taka sérstaklega boðið um hvíldardaginn út úr sáttmálanum sem var eftir því sem ég best veit allur skrifaður af Guði á steintöflur og hunsa öll hin?
Hvað merkja þessi orð?
Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. - Kólossubréfið 2:16.
4Hver ert þú, sem dæmir annars þjón? Hann stendur og fellur herra sínum. Og hann mun standa, því að megnugur er Drottinn þess að láta hann standa.
5Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum. - Rómverjabréfið 14:4-5
Theódór Norðkvist, 21.12.2009 kl. 17:07
Theódór, Guð skrifaði ekki þessi orð sem þú vísar þarna í. Móse skrifaði þau og voru þau hluti af samfélags lögum gyðinga. Hátíðirnar voru skuggi af starfi Krists og Páll og fleiri tala sérstaklega um að þessar hátíðir bentu til Krists svo ekki kvöð að halda þær enda á að fórna dýrum á þessum dögum.
Finnst þér virkilega boðorðin tíu ekki skipa sérstakann sess? Hefur þú eitthvað á móti hinum nýju?
Guð gerir mun á dögum og tekur það sérstaklega fram, aftur og aftur og þarna er Páll ekki einu sinni að fjalla um boðorðin tíu svo ekki rökrétt að beita þeim á þau.
Ég tók alveg langann kafla í greininni að svara því; lastu ekki greinina sem þú ert að gagnrýna?
Mofi, 21.12.2009 kl. 20:41
Ég las greinina ekki alveg í gegn þar sem ég taldi mig vita hvar þú stendur í þessum málum.
Auðvitað skipa boðorðin tíu stóran sess, en það sem þú áttar þig ekki á er að stundum skiptir andi laganna meira máli en bókstafurinn.
Ég er ekki að segja að það sé rangt að hafa laugardaginn sem hvíldardag, aðeins að uppröðun dagatalsins er ekki sáluhjálparatriði.
Páll talar um í a.m.k. tveimur bréfum að kærleikurinn sé uppfylling lögmálsins, þar sem hann gerir ekki náunganum mein, aðeins gott.
Það er augljóst að þjófnaður, morð og hórdómur er eitthvað sem skaðar náungann, en ég get ekki séð að ef ég skipulegg vikuna öðruvísi en þú að ég sé að skaða þig.
Ég vil líka spyrja hvaða hlutar Mósebókanna er lögmál Móse og hvaða hlutar eru lögmál Guðs? Er hvíldardagsboðorðið aðeins hluti af lögmáli Guðs, en ekki hluti af lögmáli Móse?
Biblíutilvitnanir til rökstuðnings svarinu óskast. Í 2. Mósebók er talað um að Guð hafi ritað orð sín á steintöflur, en ekki kemur fram hvaða hluta 2. Mósebókar voru ritaðir í stein. Ég nefni þetta því einhvern tímann heyrði ég þau rök að boðorðin væru mikilvægari en aðrir hlutar lögmálsins því þau voru rituð af Guði á steintöflurnar.
Theódór Norðkvist, 21.12.2009 kl. 22:05
Getur andi laganna farið á móti bókstafi laganna? Getur þú t.d. elskað náungann en samt stolið frá honum? Getur þú elskað Guð en samt guðlastað?
Af hverju ekki að fara eftir því sem Guð sagði frekar en að halda í hefðir? Ef þetta er svona lítið mál, af hverju þá ekki að fara öruggu leiðina og gera eins og boðorðið sjálft segir?
Manstu eftir sögunni um Kain og Abel? Skipti "smá atriðið" eins og hverju var fórnað til Guðs máli?
Þetta boðorð tilheyrir fyrstu fjórum sem koma Guði við. Málið er að Guð segir að þessi dagur er Honum heilagur og biður okkur um að ekki vanhelga hann. Þú ert ekki að skaða náungan með slíku en það hefur samt áhrif á einingu kristinna því það er erfitt að hafa einingu ef menn hittast aldrei af því að þeir halda mismunandi daga heilaga. Ímyndaðu þér samheldnina í Ísrael ef allir hefðu valið sinn eigin hvíldardag...
Mofi, 22.12.2009 kl. 08:43
Þú svarar ekki spurningu minni hér fyrr.
Á ekki líka að halda allar hinar hátíðirnar sem lagt var fyrir Ísraelsmenn að halda? Hvers vegna að binda bókstaflega túlkun við boðorðin tíu?
Á þá ekki líka að fara bókstaflega eftir öllum hinum ákvæðunum, sem eru listuð upp á eftir boðorðunum tíu? Hvaða gild rök eru fyrir því að hætta bókstaflegri túlkun á næstu blaðsíðu? Þau orð voru líka töluð af Guði.
Theódór Norðkvist, 22.12.2009 kl. 09:26
Þau svo sem komu öll frá Guði en aðeins þessi tíu voru rituð af Guði á steintöflurnar sem voru síðan settar í sáttmálsörkina. Það sem flækir fyrir okkur er að lögin skiptast í nokkra hluta. Sumt voru lög sem tilheyrðu fórnarkerfinu sem voru skuggi af krossinum. Sumt voru lög sem sögðu fyrir um hvernig samfélagið ætti að refsa fyrir glæpi og þegar þetta samfélag leið undir lok þá hafa þessi lög ekki átt við. Hafa samt í huga að þetta eru lög sem varpa ljósi á hvernig dæmt verður á dómsdegi. Þá verður það þannig að ef einhver hefur brotið eitthvað af þessum lögum þá mun viðkomandi glatast nema hafa tekið á móti náð Krists.
Í 2. Mósebók 20 kafla finnum við það sem var ritað á stein af Guði sjálfum. Í 5. Mósebók 31 sjáum við að það sem Móse skrifaði var sett við hliðina á örkinni og forvitnilegt að talað er um að hún sé vitni á móti þeim.
Mofi, 22.12.2009 kl. 09:32
Takk fyrir svarið kæri bróðir.
Ég er ekki sammála þér að við getum ekki verið einn líkami Krists þó við eigum ekki sama hvíldardag. Ef við berum kærleika frelsarans til hvors annars og reynum að gjöra aðrar þjóðir að lærisveinum þá erum við á svipuðum nótum. Er það ekki nóg? Heldurðu virkilega að eeeeendalaust karp á internetinu og á ráðstefnum þvert yfir heiminn milli kristinna manna sé mikilvægara en að bera út kærleikann?
Við eigum að taka stöðu okkur einhversstaðar á almannafæri í þessu svartnætti sem nú grúfir yfir landinu og segja fólki frá því að Jesús elskar það. Einn er jú líkaminn og einn andinn.
Eins og Páll sagði í bréfi sínu til Efusus manna:
4:12-18. Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar, þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar. Vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar. Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, - Kristur. Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta sérhverja taug inna sína þjónustu af hendi, allt eftir þeim krafti, sem hann úthlutar hverri þeirra. Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika.
Ég ber virðingu fyrir þínum skoðunum og tel að kristnir söfnuðir verði bara að vera sammála um að vera ósammála. Til hvers að eyða þessu púðri í hvort annað? Förum út og dreifum því sem skiptir máli....
Guð blessi þig yndislegi vinur!
Sigurjón Guðmundsson, 22.12.2009 kl. 15:06
Ég sé það aftur og aftur að kall Guðs eru þessi tvö atriði: iðrast fyrri gjörða og fylgja boðorðunum. Menn geta haft alls konar skilning á hinum og þessum atriðum sem skipta mismiklu máli en iðrun og boðorðin eru hið mikilvægasta. Ég efast um að menn væru að fletta fingri út í það ef ég væri að benda á boðorðið að heiðra föður og móður þá væru þessar umræður allt öðru vísi.
Hvað finnst þér um að Kaþólska kirkjan sleppir boðorðinu um skurðgoð, er það í lagi?
Hérna sé ég góð rök fyrir því að halda við boðorðin tíu og ekki hrekjast og berast eftir hefðum manna. Taktu líka eftir einingunni sem er svo mikilvæg og því miður þá er þetta atriði sem er að valda sundrungu.
Takk fyrir vingjarnlega athugasemd og mig hlakkar að sjá þig oftar hérna á næsta ári. Kannski líka í einhverri kirkju? Ég fer af og til í hinar og þessar kirkjur á sunnudögum; ég lít á þá kristna sem trúsystkini þó að þetta mál er alltaf jafn sorglegt í mínum augum.
Vinar kveðja,
Halldór
Mofi, 22.12.2009 kl. 15:26
Þar erum við einfaldlega ósammála. Ef einhver vill tala um ákveðið boðorð, nefnir hann það boðorð. Ef einhver telur upp þau boðorð sem skipta raunverulega máli fyrir honum, þá gerir hann það.
Hér er það ég sem skil textann eins og hann er skrifaður en þú sem túlkar hann til að hann falli betur að eigin skoðunum.
Skurðgoðadýrkun, einhver?
Lykilorðið hér er fólk. Fólk hittist á hverjum degi, meira að segja í vinnunni, þótt ótrúlegt sé.
Gvuð á hins vegar að vera allstaðar, alltaf.
Er ekki gvuð nærri, alltaf?
Varðandi nauðgun: Oj bara. Hér flokkar þú nauðgun með framhjáhaldi. Skv. þessu er nauðgun aðeins jafn alvarlegt og það.
Nauðgun er ofbeldisglæpur, en Biblían þín vill aðeins refsa viðkomandi fyri kynlíf utan hjónabands (þó í flestum tilvikum snýst nauðgun ekki um kynlíf) - og þá hlýtur fórnarlambið að vera jafn sökótt...
Varðandi þrælahald: Jújú auðvitað tekur Biblían á því, en aðeins ef þú telur það hvern megi hneppa í þrældóm, hversu lengi og hversu mikið þú mátt berja hann fellur undir "að taka á" þrældómi.
Annars er þetta ekki punkturinn. Punkturinn er að boðorðin taka ekki á þessum siðferðislega röngu verkum heldur fjalla þau frekar um hvíldardaga og bann við gerð líknesa sem og tilbeiðslu annarra gvuða.
Biblían, og gvuð Biblíunnar, er með óæðri siðferðiskennd en nútímafólk.
Sveinn Þórhallsson, 22.12.2009 kl. 17:59
Ég þarf bara að treysta minni samvisku og því sem ég geri; aðrir verða að fylgja sinni samvisku.
Mér finnst að ef einhver þekkir vel Gamla Testamentið og hvaða vægi boðorðin tíu hafa þar þá dugar alveg að vitna í boðorðin og vitna í eitt af boðorðunum tíu til að maður viti um hvað er verið að tala.
Finnst þér það vera nokkurs konar skurðgoðadýrkun að halda hvíldardaginn?
Jú, góður punktur. En málið er samt að við erum ekki alltaf "með" Guði því að á flestum dögum þá erum við upptekin af annað hvort vinnu eða okkar eigin áhugamálum. Guð biður um einn dag þar sem við hættum slíku og eigum stund með Honum.
Aðeins að þetta er afbrigði af því að drýgja hór. Ég trúi því að nauðgun utan hjónabands var líka alvarlegur glæpur í GT.
Hvernig á að fara með viðkomandi og ef hann vill flýja húsbónda sinn þá má ekki skila viðkomandi til baka. Ég tel að þessar reglur sýni að um er að ræða allt annað dæmi en þrælahaldið sem við þekkjum úr kvikmyndum.
Ég get lítið annað sagt en ég er ósammál...
Mofi, 23.12.2009 kl. 13:05
Yndislegi bróðir enn og aftur takk fyrir skjót svör.
Mig langar til að svara hjónamyndlíkingunni þinni. Það að vera hjón er ákveðin skuldbinding sem felur það í sér að vera bundin hvort öðru í anda og sál allan daginn, alla daga vikunnar. Ég get ekki séð að það skipti máli hvort þau tækju sér frí sitthvorn daginn til að lofa Guð og vera með fjölskyldunni. Vissulega er erfiðara að vera með fjölskyldunni ef þau eru ekki saman í holdinu. En Mofi minn þau eru saman í andanum og það breytir ekki hjónabandi þeirra að þau geti ekki lofað Guð saman þann daginn. Sama er með okkur Kristna. Þú hefur þína skoðun og ég mína sem ég sæki í mitt samfélag sem er í Krossinum í Kópavogi okkar. Ég elska þig samt til lífs og lít á þig sem bróðir minn í Kristi. Ég sé ekki ástæðu til að agnúast yfir þínum skoðunum heldur hvet þig til að halda áfram á braut trúarinnar.
Hugsaðu þér kraftinn ef við Kristnir menn myndum leggja þessa togstreitu til hliðar og einblína á það að bera út orðið. Þess er þörf núna bróðir sæll. Ég leysi því út einingu í Jesú nafni!
Varðandi um brot hinna boðorðanna og sýn Kaþólsku kirkjunnar. Ég er marg oft búinn að koma inn á það að mín skoðun er sú að ég, þú og aðrir kristnir eiga ekki að agnúast yfir skoðunum annarra. Eyðum frekar púðrinu í það að breyða út fagnaðarerindinu. Ég tek því ekki afstöðu um hvaða boðorð við erum að ræða um - um það að heiðra foreldra sína eða hvíldardaginn. Berum virðingu fyrir hvort öðru og treystum Guði.
Guð blessi þig vinur
Sigurjón Guðmundsson, 23.12.2009 kl. 14:28
Uh ok, en afhverju treystirðu samfélaginu til að ákvarða hvaða störf megi vinna á hvíldardeginum án þess að vanvirða helgi hans og sjálfan gvuð á meðan þú treystir ekki samfélaginu til að koma sér upp ákveðnum reglum og siðferði?
Og afhverju bætir þá Jesú við boðorðum í tveimur gvuðspjallanna ef hann er að meina boðorðin tíu?
Ég held að það geti hæglega þróast út í slíkt já, og þó þú sért ekki persónulegur talsmaður þannig framkomu þá finnst mér Biblían lýsa einmitt slíku í Ísrael til forna.
Þú sagðir sjálfur þetta ekki snúast um hvíldina heldur helgi dagsins...
...nema þeir sem vinna nauðsynleg störf að mati samfélagsins, eða hvað?
Takk fyrir að minna mig á þetta.
Er nauðgun aðeins jafn alvarlegt og framhjáhald ef aðeins er horft á boðorðin Halldór, já eða nei?
Má ekki líka lesa það af samhenginu að nauðgun innan hjónabands sé ekki til, eða í það minsta ekki viðurkenndur glæpur, skv. Biblíunni?
Telurðu Biblíulegt þrælahald vera siðferðislega rétt Halldór? Myndirðu vilja að slíkt væri stundað hér á landi?
Sveinn Þórhallsson, 23.12.2009 kl. 18:20
Ekki alveg spurning um traust heldur að það er ekki mitt að passa upp á að aðrir haldi hvíldardaginn rétt. Ég treysti ekki samfélaginu til að vanvirða ekki hvíldardaginn, tilhneigingin virðist vera að frekja og græðgi er það sem oftast nær yfirhöndinni.
Bæði þessara boðorða er í GT svo kannski frekar að Jesú er að benda á að það á að halda hin tíu með þessi tvö til hliðsjónar. Að elska náungann fyrst og síðan hafa boðorðin tíu til hliðsjónar með hvað það þýðir. Hið sama með Guð, elska Guð og síðan fara yfir boðorðin til að vita hvernig þú sýnir það.
Já, en eins og þeir sem ég þekki sem vinna á hvíldardögum þá reyna þeir að fá frí af og til svo þeir geti haldið hvíldardaginn af og til.
Maður sér ekki í boðorðunum sjálfum hve alvarlegar afleiðingar sérhvert brot er. Morð er alvarlegra en framhjáhald og mér finnst framhjáhald alvarlegra en lygi og lygi alvarlegra en að girnast það sem náungi manns á. Allt samt rangt í eðli sínu. Svo þótt að ég telji nauðgun alvarlegri en framhjáhald þá sér maður það ekki í boðorðunum sjálfum.
Þótt við fundum ekki vers sem sérstaklega glíma við það dæmi þá tel ég að það ætti að vera augljóst að um glæp er að ræða út frá þessum lögum. Eins og ef að það er glæpur að neyða gifta konu til kynlífs þá hlýtur það að vera líka glæpur ef hún er ekki gift. Ég viðurkenni að það var svekkjandi að finna ekki vers sem tók það sérstaklega fram en í rauninni ætti það að liggja í augum uppi.
Mér finnst miklu verra vera stundað hér á landi þar sem fólk lendir í skuldum sem það þarf að þræla alla sína æfi til að borga. Að minnsta kosti þá stóð "þrældómur" í Biblíunni aðeins yfir í sjö ár, mesta lagi. Ég held að ef að við myndum sjá þetta þrælahald eins og Biblían leyfði í Ísrael þá myndum við aldrei kalla þetta þrælahald. Ég myndi ekki vilja sjá það á Íslandi hreinlega af því að við lifum í allt öðru samfélagi.
Þetta er líklegast síðasta athugasemdin fyrir jól svo bara gleðileg jól Sveinn :)
Mofi, 24.12.2009 kl. 12:54
Ok, ekki alveg síðasta...
Sigurjón, ég held að hjón yrðu fljótlega eins og ókunnugir ef þau eyða ekki gæða tíma saman. Líkaminn og andinn eru ekki aðskilin fyrirbæri. Sömuleiðis verða kristnir að ókunnugum ef þeir eyða ekki tíma saman og að öllum líkindum mun kærleikurinn kólna á milli þeirra með tímanum.
Biblían oft kallar okkur til einingar í sannleikanum og hérna er atriði sem sundrar okkur óþægilega mikið og mér þykir það mjög miður. Ég get ekki breytt hvaða dag ég held heilagan af því að aðeins Guð getur gert eitthvað heilagt. Þeir sem tilheyra kirkjum sem halda sunnudaginn, aðal ástæðan fyrir því að þeir geta ekki breytt er vegna þess að samfélagið vill það ekki og þá er annað hvort að yfirgefa samfélagið eða sætta sig við þetta. Kærleikurinn er síðan notaður til að afsaka þetta. Því miður þá virðist kærleikurinn oft vera notaður til að réttlæta margt sem Guð segir vera rangt og þá spyr ég mig að því hvort að kærleikur manna sé betri en kærleikur Guðs.
Ég þarf pottþétt að kíkja oftar við í krossinum. Fór fyrir sirka mánuði síðan og sá mikið af mjög einlægu trúuðu fólki og það væri minn heiður að fá að kynnast því.
Gleðileg jól Sigurjón!
Mofi, 24.12.2009 kl. 13:03
Gleðileg jól Halldór, gleðileg jól :)
Sveinn Þórhallsson, 24.12.2009 kl. 13:16
Gleðileg jól báðir tveir ;)
Cicero (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.