Kreppa en samt peningar til að kaupa áfengi?

alcohol_victim.jpgÞegar þarf að skerða útgjöld til heilbrigðis og menntamála; hvernig getur þjóðin þá verið að eyða pening í eitthvað jafn skaðlegt og áfengi?

Væri fróðlegt hve mikið samfélagið myndi spara ef enginn drykki áfengi hérna á landi; komast að því hve mikill kostnaður er af drykkju landsmanna. Hve margir eru veikir sem væru það ekki ef þeir drykkju ekki. Hve mörg slys voru vegna áfengis og svo mætti lengi telja.

Stúlkan á myndinni hérna til hægri lenti í slysi vegna ökumanns sem hafði verið að drekka. Er hægt að segja að neysla áfengis er þess virði þegar það getur orsakað svona?


mbl.is Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfengi er lúmskur bölvaldur. Einhvers staðar las ég að 95 % þeirra sem ættu við áfengisvandamál að stríða leituðu sér aldrei aðstoðar, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Og þeir sem leituðu sér aðstoðar, sem sagt færu í meðferð, féllu í ca. 90 % tilfella. Og ekki má gleyma þeim sem endurtaka meðferðir aftur og aftur. Svo niðurstaðan er sú að innan við 1 % af heildinni sem eiga við áfengisvanda að stríða ná varanlegum bata. Skelfilegar tölur ef satt reynist !

Viskan (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 17:19

2 identicon

Hvað með að við hættum að nota bíla, rafmagn, eldavélar og jarðhita? Er það þess virði miðað við skaðann sem það getur valdið?

 Fróðlegt væri að vita hversu mikið myndi sparast ef íslendingar hættu að keyra bíla með öllu...

 Svo mætir viskan með þessa líka rosalegu heimildavinnu. Merkilegt að nokkurntíman hafi einhver á Íslandi verið nógu edrú til að koma nokkru í verk.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 17:42

3 identicon

Segjum upp rafmagni og hita, byrjum að brenna aftur kol, við og lýsi. Hefjum sjálfþurftabúskap eins og það tíðkaðist fyrr á öldum. Tæknin má bíða um sinn

Viskan (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 17:57

4 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Svo ekki sé talað um trúarbrögð...

Sveinn Þórhallsson, 25.11.2009 kl. 18:09

5 identicon

Með því að leggja niður allt tengt trú á vegum ríkisins myndu sparast margir miljarðar

Cicero (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 18:38

6 identicon

En boð og bönn virka ekki Mofi.... það lærðu menn af t.d. bannárunum í BNA, upphaf skipulagðar glæpastarfsemi þar í landi

Cicero (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 18:48

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Þegar guð þinn, Jahve eyddi Sódómu var trúlega ekki mikið matarkyns fyrir þau örfáu sem komust af, þ.e. Lot og dætur hans tvær.

Með því fyrsta sem þau gerðu var einmitt að brugga smá vín. Dæturnar notuðu það til að hella föður sinn svo fullan að hann vissi hvorki í þennan heim né annan. Þær gerðu það í þeim guðdómlega tilgangi að eignast börn með föður sínum. Þær eignuðust sitt hvorn soninn sem urðu svo ættfeður Móabíta og Ammóníta.

Kannski er þetta úthugsuð aðferð guðs þíns til að viðhalda mannkyninu, þó vissulega verði einhver dauðsföll af völdum vínsins líka eins og af völdum ofáts og annarrar áráttuhegðunar mannanna?

Sigurður Rósant, 25.11.2009 kl. 19:57

8 Smámynd: Egill Óskarsson

Hvað ætli margir að þeim sem neyti áfengis verði valdir að bílslysum? Hvað þá bílslysum þar sem einhver deyr eða örkumlast?

Ætli þeir séu svipað margir og þeir fá dauðadóm saklausir?

Egill Óskarsson, 25.11.2009 kl. 21:28

9 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég skil þig annars ekki alveg. Af því að hið opinbera þarf að skera niður, eiga þá neytendur að hætta að kaupa vörur sem þú ert á móti? Þú veist að það þýðir tekjutap fyrir ríkið?

Ég er hreinlega ekki viss um að kostnaðurinn af þeim sem ráða illa við áfengi sé hærri en tekjurnar sem ríkið fær af sölu áfengis. 

Egill Óskarsson, 25.11.2009 kl. 21:31

10 identicon

Að ógleymdu fólkinu sem starfar í veitinga og ferðaþjónustu og fólk sem starfar við framleiðslu áfengis...

Margt af því myndi missa vinnuna, það þarf að halda hjólum atvinnulífsins gangangi.... ekki drepa á þeim

Cicero (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 22:27

11 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Það er ekki mikið að gera annað enn að hella sig fullan um helgar þar sem meira að segja spaugstofan er farinn að minna okkur á ömurlegt ástand, þar sem ekkert er í boði fyrir ung fólk annað enn að drekka og bíða eða stinga af úr landi.  Enn hvað myndina varðar var það ekki áfengi sem olli slysinu, heldur vægast sagt alvarlega heft ákvarðanataka ökumannsins. 

Menn gera nóg af sér undir áhrifum áfengis, alger óþarfi að skvetta olíu á eldin og keyra fullur.

Arngrímur Stefánsson, 26.11.2009 kl. 05:42

12 Smámynd: Mofi

Viskan, já, þetta er mikið böl fyrir allt of marga og margir geta ekki losnað úr þessu.

Jóhannes H. Proppé, það er nú hellings tilgangur með bílum og rafmagni; eitthvað sem gerir lífið betra. Aðal gallinn við bílana eru blindfullir ökumenn.

Cicero, ég er sammála að boð og bönn eru mjög vand með farin. Flestir samt sammála um að banna heroín og krakk. Spurning hvort að samfélag sem er ekki komin á bragðið myndi ekki hiklaust velja að banna þetta ef það veit afleiðingarnar. Bann hérna myndi bara búa til glæpastarfsemi en hækkað verð væri að mínu mati fínt.

Rósant, gott dæmi um skaðsemi víns. Þótt dætur Lots gerðu þetta þá var það alveg jafn rangt fyrir því.

Egill, neysla á sumum vörum er að kosta samfélagið og ekkert undarlegt við að þannig vörur eru dýrari. Mér finnst bara eðlileg forgangsröðun að menntun og heilbrygðiskerfið hafi forgang á neyslu áfengis. Fólk að sóa pening í vín þegar aðrir hafa ekki efni á lyfjum og læknis aðgerðum; sorglegt.

Mofi, 26.11.2009 kl. 09:42

13 Smámynd: Mofi

Arngrímur, vandamálið er að menn gera einmitt nóg af sér undir áhrifum áfengis og eitt af því er að keyra af því að dómgreindin er farin út um gluggann.

Mofi, 26.11.2009 kl. 10:27

14 Smámynd: halkatla

Fólk sem drekkur of mikið tekur það nánast alltaf fram yfir þarfir sínar og annarra (t.d barnanna sinna), og eru mikill baggi á þeim sem standa þeim nærri.

halkatla, 26.11.2009 kl. 12:25

15 Smámynd: Mofi

pirrhringur, já, því miður virðist kærleikurinn sem það hefur fyrir þeim sem standa þeim næst að láta í minni pokann fyrir fíkninni.

Mofi, 26.11.2009 kl. 13:14

16 Smámynd: Kommentarinn

Þjóðfélagið sparar ekki krónu með því að banna áfengi. Þvert á móti. Drykkja myndi lítið sem ekkert minnka því allir færu að brugga. Ef þú ætlar svo að hafa hörð viðurlög þá yrði heilmikill kostnaður við að fylgja lögunum eftir og fangelsi myndu fyllast (veit reyndar ekki hvernig hægt væri að fylla þau meira). Ríkið myndi tapa heilum helling af skatttekjum því öll viðskipti með áfengi yrðu svört. Síðan hefði þetta auðvitað slæm áhrif á ferðamannaiðnaðinn. 

Burtséð frá því hversu slæmt áfengi kann að vera þá sitjum við uppi með það.

Það sama gildir svo einnig að miklu leiti um önnur ávana og fíkniefni.

Kommentarinn, 26.11.2009 kl. 17:22

17 Smámynd: Unknown

"Stúlkan á myndinni hérna til hægri lenti í slysi vegna ökumanns sem hafði verið að drekka. Er hægt að segja að neysla áfengis er þess virði þegar það getur orsakað svona?"

nei come on mofi, þú getur betur en þetta? Ertu að segja að vegna þess að áfengi + bíll getur valdið hættulegum slysum þá eigi bara að hætta að drekka áfengi? Er ekki aðeins nær að einfaldlega segja "ekki drekka áfengi OG keyra"...held að það sé mun nær lagi :)
Væri alveg hægt að taka bílinn útúr þessu dæmi í staðin, halda áfenginu en sleppa bílnum, því eins og við vitum getur hann valdið svona slysum einn síns liðs líka.

Þetta er bara ekki góð setning hjá þér, frekar að auka forvarnastarf og refsingar við því/gegn því að keyra fullur.  Ef við ætlum útí þann pakka að HÆTTA bara öllu sem getur, ef það er notað vitlaust, valdið slysum eða þjáningum þá erum við komin útá hættulega braut að mínu mati, braut sem felur í sér littla sem enga framþróun. 

Með þetta dæmi þitt þá hefur bíllinn alveg sömu stöðu og áfengið, hann er jafn "hættulegur" og áfengið í þessu dæmi áfengi + bíll = stórslys, það sem ég meina með því er að ef þú tekur annaðhvort út þá er stórslysi afstýrt, jafnvel betra að taka bara bílinn út því að hann getur jafnvel án áfengisins valdið stórslysi ef hann er notaður vitlaust, það sama gæti svosem gillt með áfengið :/

Mín skoðun, allt er best í hófi :)

Unknown, 26.11.2009 kl. 18:07

18 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi: Mér finnst bara eðlileg forgangsröðun að menntun og heilbrygðiskerfið hafi forgang á neyslu áfengis. Fólk að sóa pening í vín þegar aðrir hafa ekki efni á lyfjum og læknis aðgerðum; sorglegt.

Mér finnst líka eðlilegt að mennta- og heilbrigðiskerfið sé framar í forgangsröðinni hjá hinu opinbera. Hins vegar er ríkið að fá gríðarlegar tekjur vegna tolla og gjalda á áfengi og skatta frá þeim sem vinna t.d. á vínveitingastöðum, tekjur sem fara m.a. í mennta- og heilbrigðiskerfið.

Skil ekki alveg þennan seinni part hjá þér. Vissulega er það sorglegt að sumir hafi ekki efni á lyfjum og aðgerðum. En hverju breytir það þó þeir sem hafi efni á því kjósi að eyða peningnum sínum í annað? Myndi það breyta einhverju ef þessi peningur færi í að kaupa svínakjöt?

Egill Óskarsson, 27.11.2009 kl. 09:34

19 Smámynd: Mofi

Unknown
nei come on mofi, þú getur betur en þetta? Ertu að segja að vegna þess að áfengi + bíll getur valdið hættulegum slysum þá eigi bara að hætta að drekka áfengi?

Bara ein af gífurlega mörgum ástæðum.  Ég var síðan ekki að tala um bann, ég held að það myndi valda meiri vandræðum en það myndi leysa. Þetta með stelpuna og bílinn þá var ég nú að reyna að höfða til samviskunnar. Hvort að þessi ánægja af því að drekka sé þess virði að líf einhvers sé lagt í rúst.

Egill,  ég er miklu meira að hugsa þetta út frá persónulegu vali að láta þetta í friði en ekki að stjórnvöld eru að banna eitthvað. Að vísu banna stjórnvöld margt og það virkar mjög vel en aðeins vegna þess að samfélagið almennt er sammála um bannið. Bann á áfengi myndi aldrei ganga nema samfélagið almennt væri sammála um það og það er alls ekki málið hérna.

Hérna er aðeins ömurlegt að fólk er að eyða pening í eitthvað jafn skaðlegt og hættulegt og áfengi þegar annað fólk hefur ekki peninga fyrir lyfjum og læknisaðgerðum og fleira þess háttar.  

Mofi, 27.11.2009 kl. 10:16

20 Smámynd: Zaraþústra

Synd að þú sért heima hjá þér að blogga þegar þú gætir verið að sinna sjálfboðaliðastarfi einhvers staðar og hjálpa þessu fólki.  Í alvöru?  Menn borga 40% af tekjum sínum, og að meðaltali örugglega 15% af öllu sem þeir kaupa, til ríkisins sem fer í rekstur velferðarkerfisins hér á landi og þú gerir athugasemd við víndrykkju Íslendinga?  Sparaðu stóruorðin fyrir þá sem hafa greitt um 10% skatt af meirihluta tekna sinna og settu landið á hausinn til að byrja með.

Fyrir svo utan það hversu vitlaus þessi hugsun er.  Þó svo áfengisneysla geti haft slæmar afleiðingar er ekki sjálfgefið að hún sé almennt slæm fyrir samfélagið.  Eins og bent hefur verið á skilar hún örugglega mun meiri tekjum til samfélagsins en afleiðingar hennar kosta það.  Í öðru lagi, er ekkert víst að ef við myndum öll gefa peninga okkar sem færu annars í óþarfa til þeirra sem minna mega sín að ástandið yrði eitthvað skárra.  Stór partur af verðmætasköpun er að hafa hvata til þess að skapa verðmæti, hvers vegna ætti ég að eyða tíma mínum í að búa til betrum bætt segulómtæki fyrir samfélagið þegar það gagnrýnir mig fyrir að leyfa mér rauðvín og dýra osta um helgar?

Zaraþústra, 7.12.2009 kl. 11:00

21 Smámynd: Mofi

Zaraþústra, það væri auðvitað best ef við gætum sleppt öllum óþarfa á meðan aðrir líða skort; ég er alveg sekur um það og margt þar til að skoða í fari sínu.

Mofi, 7.12.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband