Ráðstefnan "The Scientific Impossibility of Evolution"

Í tilefni 150 ára afmæli útgáfu "Uppruni tegundanna" núna í nóvember 2009 verður einstök ráðstefna haldin þann 9. nóvember í St. Pius V háskólanum í Róm með titilinn "The Scientific Impossibility of Evolution".  Þetta eru viðbrögð vegna áskorun Benedikts páfa að báðar hliðarnar í umræðunni um þróun sköpun fái að heyrast.

Hérna hef ég lauslega þýtt það sem kemur fram um þessa ráðstefnu:

http://www.remnantnewspaper.com/Archives/2009-press-scientific_conference_evolution.htm
Á ráðstefnunni munu koma fram vísindamenn með gögn á móti þróunarkenningunni. Samkvæmt rússneska setlagafræðinginum Alexander Lalamov: "Allt í bók Darwins Uppruni tegundanna byggir á því að setlögin myndast hægt yfir gífurlegan langan tíma. Ráðstefnan í nóvember mun sýna fram á með gögnum út frá rannsóknum að þessi tími er ekki fyrir hendi fyrir þróunina". Nýlega kominn frá jarðfræði ráðstefnu í Kazan, þá mun setlagafræðingurinn Guy Berthault kynna niðurstöðu nokkura rannsókna á setlögum framkvæmdar í Rússlandi og birtar í Rússlandi. Í einum af þessum rannsóknum þá kom í ljós að myndun grjóts var  0,01% af þeim aldri sem var settur á það - í staðinn fyrir 10 miljón ár þá var raun aldurinn ekki meira en 10 þúsund ár.  Lalamov sagði um þetta "þessi setlög ( rocks ) mynduðust hratt og steingervingarnir sem þau innihalda hljóta að vera tiltulega ungir. Þessi niðurstaða er í mótsögn við túlkun þróunarkenningarinnar á steingervingunum."  www.sedimentology.fr

grand_canyon.jpgÞetta verður mjög forvitnileg ráðstefna og mun ég fylgjast vel með hvað kemur þarna fram. Það sem þróunarsinnar reyna að nota til að láta þessa kenningu sína líta út fyrir að vera mögulega er gífurlegur tími og án miljónir ára er hægt að afskrifa þróunarkenninguna. 

Þar sem ég aðhyllist biblíulega sköpun þá trúi ég því að flest öll setlög jarðar mynduðust í syndaflóðinu og tel að gögnin styðji það miklu frekar en miljónir ár af þróun. Svo fyrir mig er þessi ráðstefna mjög forvitnileg og vonandi gott innlegg í þessa umræðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mér sýnist hann Arnar vera búinn að taka rökin fyrir svo ungum aldri setlaganna og sprengja í loft upp, Mofi.

Ertu með svör við þessu hjá honum?

http://stutturdreki.blog.is/blog/drekablog/entry/973943/

Kristinn Theódórsson, 2.11.2009 kl. 14:53

2 Smámynd: Mofi

Kristinn, nokkur atriði sem hann fer rangt með:

1. Ekki öll setlögin heldur flest.

2. Þetta er ekkert Hovind theory. 

3. Þetta er ekki spurning um einn atburð heldur um marga atburði sem dreifðust yfir í kringum eitt ár.

Það var síðan linkur þarna á tilraunir með setlög og hvernig þær gáfu til kynna að setlagið myndaðist hratt. Reyni að svara betur þessari grein Arnars í kvöld.

Ómálefnaleg færlsa Bjarna Einarssonar fjarlægð.

Mofi, 2.11.2009 kl. 15:37

3 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Hvernig væri að svara líka síðustu athugasemdina við Archaeopteryx-færsluna?

Sveinn Þórhallsson, 2.11.2009 kl. 16:20

4 Smámynd: Styrmir Reynisson

Þetta er ekki svaravert

Styrmir Reynisson, 2.11.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi, leystu þessi þrjú reiknisdæmi samviskusamlega.

1) Hvað er 1% af 10.000.000 ?

2) Hvað er 0.1% af 10.000.000 ?

3) Hvað er 0.01% af 10.000.000 ?

Vertu nú duglegur að reikna og sýndu útreikningana.

Sigurður Rósant, 2.11.2009 kl. 18:58

6 Smámynd: Mofi

Rósant,  alltaf gaman að fá þig í heimsókn 

1) 0,01(1%) * 10.000.000 = 100.000
2) 0,001(0,1%) +* 10.000.000 = 10.000
3) 0,0001(0,01%) * 10.000.000 = 1.000

Styrmir, enda er ég aðeis að benda á þessa ráðstefnu sem verður haldin 9. nóvember.

Mofi, 2.11.2009 kl. 19:38

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Þá sjáum við að það er eitthvað bogið við þessar tölur í fréttinni.

Þetta hefur sennilega átt að vera 100 milljónir x 0.01% = 10.000

Ertu sammála, Mofi?

Sigurður Rósant, 2.11.2009 kl. 20:05

8 Smámynd: Mofi

Ef ég tek 0,01% af Tíu miljónum þá fæ ég 10.000... eins og í dæmi 2.

Mofi, 2.11.2009 kl. 23:09

9 Smámynd: Rebekka

Mofi, það á enn eftir að sýna fram á hvernig flóð getur myndað mismunandi jarðlög.

Að auki, hvaða mismunandi atburðir yfir eitt ár? Það er nú svolítið langt síðan ég las söguna um Nóaflóðið, en mig minnir að það hafi gerst svona: Flóðgáttir himinsins opnuðust (það rigndi mikið), jörðin var þakin vatni í langan tíma, vatnið fór að sjatna, jörðin varð þurr aftur.

Eitt langt flóð. Gætirðu útlistað þessa mismunandi atburði sem gætu útskýrt t.d. steingerða kóralla (eins og kemur fram í myndbandinu eftir potholer54, á síðu Arnars).

Rebekka, 3.11.2009 kl. 07:20

10 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ef ég tek 0,01% af Tíu miljónum þá fæ ég 10.000... eins og í dæmi 2.
Eh nei, 0,01%=0,0001 svo 0,0001*10000000=1000

Sveinn Þórhallsson, 3.11.2009 kl. 08:06

11 Smámynd: Mofi

Rebekka, það er talað um að í 150 daga var vatnið að rísa þangað til öll jörðin var hulin. Svo það er dágóður tími þar sem vatnið er að hækka og hækka með tilheyrandi atburðum sem myndu fylgja, eldgos og jarðskjálftar og þess háttar. Hvert sinn sem eitthvað þannig myndi gerast þá getur komið aurskriða sem grafur aftur dýr og plöntur hratt. Það þarf t.d. gífurlegar hamfarir til að grafa margra tonna risaeðlu hratt og við finnum oft þessi dýr í fjölda gröfum þar sem þau voru grafin í seti sem síðan harðnaði og varð setlagi.

Gaurinn í myndbandinu hjá Arnari sýnir afbrigði af þessu mjög vel; sýndi hvernig mörg mismunandi lög gátu myndast á nokkrum sekúndum :)

Sveinn, hárrétt, alveg eins og ég gerði í dæmi 3... :/ 

Mofi, 3.11.2009 kl. 09:04

12 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Sem þýðir þá að fréttin er vitlaus?

Sveinn Þórhallsson, 3.11.2009 kl. 09:50

13 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Gaurinn í myndbandinu hjá Arnari sýnir afbrigði af þessu mjög vel; sýndi hvernig mörg mismunandi lög gátu myndast á nokkrum sekúndum :)
Sem skiptist þannig að grófara efnið var fyrir neðan fínna efnið. Ertu að segja að það er það sem við finnum í setlögunum?

Sveinn Þórhallsson, 3.11.2009 kl. 09:52

14 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Rebekka, það er talað um að í 150 daga var vatnið að rísa þangað til öll jörðin var hulin. Svo það er dágóður tími þar sem vatnið er að hækka og hækka með tilheyrandi atburðum sem myndu fylgja, eldgos og jarðskjálftar og þess háttar. Hvert sinn sem eitthvað þannig myndi gerast þá getur komið aurskriða sem grafur aftur dýr og plöntur hratt. Það þarf t.d. gífurlegar hamfarir til að grafa margra tonna risaeðlu hratt og við finnum oft þessi dýr í fjölda gröfum þar sem þau voru grafin í seti sem síðan harðnaði og varð setlagi.

Og eftir að ein svona aurskriða hafði orðið einhverjum risaeðlum að fjörtjóni fór einhver allt önnur risaeðlutegund út í aurinn, skildi eftir sig spor og verpti. Ungarnir unguðust út og skriðu úr hreiðrinu áður en önnur arskriða fór yfir hreiðrið. Í þriðja skiptið kom síðan enn ein tegund risaeðlu og gerði nákvæmlega það sama í aurinn áður en enn ein aurskriðan kom. Allt þetta gerðist á aðeins 150 dögum og á meðan komu hægfara spendýr, t.d. letidýr, sér undan flóðinu svo þau steingerðust alveg örugglega fyrir ofan allar risaeðlur.

Sveinn Þórhallsson, 3.11.2009 kl. 09:56

15 Smámynd: Mofi

Sveinn
Sem þýðir þá að fréttin er vitlaus?

Lítur út fyrir villu þarna.

Sveinn
Sem skiptist þannig að grófara efnið var fyrir neðan fínna efnið. Ertu að segja að það er það sem við finnum í setlögunum?

Nei, sem skiptist eftir því í hvaða röð það var sett í vatnið; þó að einhver sortun á sér stað þegar blanda af jarðvegi sest í vatni, sérstaklega ef vatnið er á hreyfingu.

Sveinn
Og eftir að ein svona aurskriða hafði orðið einhverjum risaeðlum að fjörtjóni fór einhver allt önnur risaeðlutegund út í aurinn, skildi eftir sig spor og verpti.

Í mörgum tilfellum þá sjáum við að það var eins og dýrunum hefði verið sópað saman í eina stóra hrúgu. Mörg afbrigði af þessu geta síðan komið upp. Frekar að á öðrum stað hafi verið ungar og hreiður og annað hvort verið tekið í aurskriðu.

Mofi, 3.11.2009 kl. 10:18

16 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Í mörgum tilfellum þá sjáum við að það var eins og dýrunum hefði verið sópað saman í eina stóra hrúgu. Mörg afbrigði af þessu geta síðan komið upp. Frekar að á öðrum stað hafi verið ungar og hreiður og annað hvort verið tekið í aurskriðu.

Og fótspor í kringum hreiðrið? Aurskriðan varðveitti þau væntanlega líka.

Þú þarft endalaust að finna einhverjar sérskýringar á meðan langur tími útskýrir þetta allt á einfaldan, rökréttan hátt.

Sveinn Þórhallsson, 3.11.2009 kl. 10:38

17 Smámynd: Mofi

Það þarf einmitt að grafa fótsporin hratt til að varðveita þau, eina leiðin.

Mofi, 3.11.2009 kl. 10:45

18 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ég átti við að ef þú finnur hreiður með sporum í kring ofan á öðrum steingervingi sem að þinni sögn varð til í flóðinu hlýtur skýringin þín, skv.

Frekar að á öðrum stað hafi verið ungar og hreiður og annað hvort verið tekið í aurskriðu. 

Hafi bæði hreiðrið og fótsporin borist með aurskriðunni.

Nema ég sé að misskilja.

Sveinn Þórhallsson, 3.11.2009 kl. 11:11

19 Smámynd: Mofi

Maður þyrfti að skoða sérstaklega umhverfið til að geta lesið almennilega út úr aðstæðum. Fótsporin gætu að öllum líkindum ekki borist eitt eða neitt en hreiður og egg gætu gert það.

Mofi, 3.11.2009 kl. 12:28

20 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Nákvæmlega

Sveinn Þórhallsson, 3.11.2009 kl. 13:17

21 identicon

 það er talað um að í 150 daga var vatnið að rísa þangað til öll jörðin var hulin.

Er þetta nú alveg rétt hjá þér Mofi?

Cicero (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 13:57

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Þessa dagana er verið að bora í 4ra kílómetra þykkan ís á Suðurskautinu. Ætlunin er að ná borkjarnasýni af 100 milljón ára sögu loftslagsbreytinga á jörðunni.

Getur það ekki verið talan sem fréttin átti að fjalla um, Mofi? Þá passar prósentutalan 0.01%.

100.000.000 x 0.01% = 10.000

Reiknað svona:

100.000.000 x 0.01/100 = 10.000

Með kveðju frá boðbera sannleikans.

Sigurður Rósant, 3.11.2009 kl. 19:36

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Maður þyrfti að skoða sérstaklega umhverfið til að geta lesið almennilega út úr aðstæðum. Fótsporin gætu að öllum líkindum ekki borist eitt eða neitt en hreiður og egg gætu gert það.

Þannig að einhverjar vitlausar risaeðlur köfuðu að botni hafsins og bjuggu þar til hreiður!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.11.2009 kl. 20:34

24 Smámynd: Mofi

Cicero, þannig skildi ég textann.

Rósant, mér finnst alltaf jafn magnað hve fljótt fólk kaupir þessar fullyrðingar um miljónir ára.  Ef þú værir sköpunarsinni þá myndi ég samþykkja þig sem boðbera sannleikans :)

Hjalti, þig vantar að hætta að hugsa um allt á kafi því það var ekki allt á kafi allan tímann.  Ef t.d. við finnum fótspor þá líklegast er um að ræða setlag sem er ekki enn harnað og þess vegna myndast sporin í það en síðan kemur lag skyndilega yfir og varðveitir sporin. Ef að fótsporin væru ekki hulin fljótt af öðru lagi myndu vindar og regn þurrka þau út á einhverjum dögum.

Mofi, 3.11.2009 kl. 21:01

25 Smámynd: Mofi

Hjalti, ef þú hefur áhuga að átta þig aðeins betur á hvernig flóð módelið er þá geturðu kíkt á þetta hérna: http://video.google.com/videoplay?docid=-7075979791519871387#

Mofi, 3.11.2009 kl. 21:12

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þú ert sem sagt að segja að flóðið myndaði hundruði metra þykkt lag áður en "allt [var] á kafi"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.11.2009 kl. 21:19

27 identicon

For forty days the flood kept coming on the earth, and as the waters increased they lifted the ark high above the earth. 18 The waters rose and increased greatly on the earth, and the ark floated on the surface of the water. 19 They rose greatly on the earth, and all the high mountains under the entire heavens were covered

Væri ekki réttar að skilja það sem svo að það hafi tekið 40 daga að þekja jörðina þannig að hæstu fjöll voru þakin.. og að síðan hafi vatnselgurinn þakið jörðina í 150 daga?

Hvernig ferð þú að því að skilja þetta þannig að vatnið hafi verið að rísa í 150 daga?

Hvar stendur það?

Cicero (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 21:27

28 Smámynd: Mofi

Hjalti, það getur vel verið að viðkomandi ummerki eins og fótspor tilheyra því sem gerðist eftir flóðið. En ég trúi að eitthvað af setlögunum urðu til áður en allt fór í kaf.

Cicero, þú ert frekar að lesa þetta rétt en ég var. Veit ekki alveg hvort að 40 daga mörkin eru fyrir að hæstu fjöll voru þakin en 150 dagarnir eiga frekar við jörðin þakin í þann tíma.

Rósant, ég lét þá vita af villunni og þeir þökkuðu fyrir.

Mofi, 3.11.2009 kl. 22:26

29 identicon

The waters flooded the earth for a hundred and fifty days.

Þetta hlýtur að skilja sem svo að flóðið hafi risið á fyrstu 40 dögunum, yfir fjöllin og síðan hafi jörðin verið þakin því vatni þar sem eftir lifði tímans..

Þetta þýðir að dýrin þurftu að raða sér smekklega samkvæmt lífins tré í réttri tímaröð þessa 40 daga.. er það ekki?

Og ættum við svo ekki að vera með fjölmörg setlög þar fyrir ofan þar sem engar leifar væru? Þar sem allar lífverurnar voru löngu búnar að grafast í jörð

Cicero (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 22:44

30 Smámynd: Mofi

Cicero, þessi smekklega röðun kemur að mörgu leiti til vegna þess að menn ákveða hvaða setlag þeir eru að skoða eftir því hvaða steingervinga þeir finna í því. Hérna er í rauninni spurningin hvort að "geologic column" eða jarðsögutímabils sýnin á setlögin passi betur við flóð eða þróun yfir miljónir ára.  Hérna er fjallað um af hverju flóð útskýrir þetta betur, sjá: The Geological Column Is a General Flood Order with Many Exceptions

Varðandi fjölmörg setlög með engum leyfum þá held ég ekki. Síðustu setlögin sem hefðu myndast hefðu verið að taka burt síðasta landið og síðustu dýrin sem gátu flúið þangað.

Mofi, 4.11.2009 kl. 08:44

31 identicon

En ættum við þá ekki að finna mannaleifar með risaeðlum?

Við erum bara að tala um 40 daga... varla sluppu ALLIR menn upp til fjalla á meðan ALLAR risaeðlurnar urðu eftir einhversstaðar neðar - sumar þeirra gátu meira að segja flogið

Ættu fljúgandi risaeðlur ekki þessvegna að vera í efstu setlögunum?

Cicero (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 09:56

32 Smámynd: Mofi

Cicero, þau síðustu hefðu ekki endilega steingerfst því að til að verða að steingervingi þarftu að grafast hratt eins og í aurskriðu. Frekar að síðustu dýrin sem hefðu dáið hefðu sökkið á botninn eða flotið og rotnað og ekki skilið eftir sig neina steingervinga.

Við finnum risaeðlur í setlögum sem eru nálægt yfirborðinu ( að ég best veit ) en málið er að af því að þarna er um að ræða risaeðlur þá flokka menn þau setlög eftir þeim steingervingum.

Hugsaðu út í dæmi eins og þessar flúgandi risaeðlur. Hérna á dýrategund að hafa þróað með sér getuna að flúga og gat verið með vænghaf upp á 15 metra en hún bara birtist þannig. Ekkert hvernig þetta dýr þróaðist, valda svona dæmi engum efa um kenninguna?

Mofi, 4.11.2009 kl. 10:16

33 identicon

Mofi.... þetta útskýrir samt ekki afhverju dýr sem skv þróunarkenningunni og skyldum greinum eru aðskilin af miljónum ára finnast ALDREI hlið við hlið í sama setlagi...

Að þetta hafi á einhvern hátt raðast svona á þessum 40 dögum sem það tók að drekkja hér öllu lífi er einfaldlega ekki fræðilega mögulegt

Cicero (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 10:23

34 Smámynd: Mofi

Cicero, eitt af því sem einkennir steingervingana er að þeir birtast og síðan haldast nokkvurn veginn óbreyttir til okkar daga fyrir utan þá sem dóu út. Miklu frekar að dýr sem lifa á svipuðu svæði grafast saman. Kíktir þú á greinina The Geological Column Is a General Flood Order with Many Exceptions ?

Mofi, 4.11.2009 kl. 10:40

35 identicon

Mofi... ef að öll dýr jarðar voru drepin á sama tíma á nákvæmlega 40 dögum, og síðan grafist í setlög sköpuðum ef þessu alheimsflóði þá væru risaeðlur og menn einhversstaðar saman í setlagi - annað er einfaldlega ekki fræðilega mögulegt...

Þetta væri einfaldlega einn hrærigrautur... sem það er EKKI

Og hvað meinaru með að dýr sem lifðu á svipuðum svæðum grafist saman? Ertu að halda því fram að leifar risaeðlna hafi aldrei fundist á svæðum þar sem áður bjuggu menn?

Og menn og risaeðlur mofi er bara eitt dæmi af óteljandi öðrum dæmum.... dæmum sem þróunarkenningin útskýrir - sköpun ásamt nóaflóði ekki

Cicero (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 11:35

36 Smámynd: Mofi

Cicero, í fyrsta lagi þá væri ekki svo mikið af fólki á jörðinni, byrjar með tvo einstaklinga og síðan líða sirka 1500 ár. Fólk myndi síðan vera sú lífvera sem hefði bestu getuna til að forða sér, ég myndi ekki ætla að nema örfáir hefðu grafist í flóðinu.



Mofi, 4.11.2009 kl. 11:42

37 identicon

2 einstaklingar? Um hvað ertu að tala

Við erum að tala um fólkið sem hefði verið hérna fyrir flóð, ekki eftir

Cicero (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 14:41

38 Smámynd: Mofi

Cicero, eitt par sem síðan fjölgar sér í sirka 1500 ár. Hve mikið af fólki veit enginn en þetta er tiltulega stuttur tími og frekar fátt fólk.

Mofi, 4.11.2009 kl. 15:03

39 identicon

Halldór minn... menn og risaeðlur er bara eitt af ótalmörgum svona dæmum sem ganga ekki upp

Cicero (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 15:12

40 Smámynd: Mofi

Cicero, ég sé ekki betur en akkúrat þetta dæmi gengur vel upp. Síðan bætist við að við höfum lífrænar leyfar af þessum dýrum sem sterklega bendir til þess að þær dóu ekki út fyrir 65 miljón árum síðan, við höfum myndir og forn rit með lýsingum á svona dýrum. 

Skoðaðu þessa mynd hérna sem Hjalti benti á: http://en.wikipedia.org/wiki/Stratigraphic_column

Sérðu hvernig þessi passar við mörg setlög sem myndast í flóði og síðan skorið þegar vatnið rennur af?

Sérðu eitthvað þarna sem passar ekki við það að þetta myndaðist á miljónum árum?

Mofi, 4.11.2009 kl. 15:19

41 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "Þeir" virðast ekki hafa leiðrétt fréttina ennþá þessir kaþólikkar.

In one of these, the age of the rock formation surveyed was found to be 0.01% of the age attributed to it by the geological time-scale—instead of an age of 10 million years, the actual age was no more than 10 thousand years.

En, þú veist kannski Mofi, að kaþólskum prestum og talsmönnum kirkjunnar er skylt að ljúga ef líf kirkjunnar liggur við?

Mofi og Cicero. Ég sé mig tilknúinn að hjálpa ykkur við lestur 1. Mósebókar 7. - 8. kafla;

Og vötnin mögnuðust á jörðinni hundrað og fimmtíu daga.

.......og Guð lét vind blása yfir jörðina, svo að vatnið sjatnaði.

Og uppsprettur undirdjúpsins luktust aftur og flóðgáttir himinsins, og steypiregninu úr loftinu linnti.

Og vatnið rénaði meir og meir á jörðinni og þvarr eftir hundrað og fimmtíu daga.

En auðvitað er frásögnin af Nóa-flóðinu stolin og skrumskæld úr Gilgameshkviðu og kannski fleiri leirtöflubrotum sem fundist hafa um allar tryssur.

Sigurður Rósant, 4.11.2009 kl. 16:07

42 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Skoðaðu þessa mynd hérna sem Hjalti benti á: http://en.wikipedia.org/wiki/Stratigraphic_column

Sérðu hvernig þessi passar við mörg setlög sem myndast í flóði og síðan skorið þegar vatnið rennur af?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.11.2009 kl. 16:14

43 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Cicero, eitt par sem síðan fjölgar sér í sirka 1500 ár. Hve mikið af fólki veit enginn en þetta er tiltulega stuttur tími og frekar fátt fólk.
Ég hélt ekki að þetta væri vandamál fyrir sköpunarsinna. Þið haldið nú einu sinni fram að allar þær milljónir dýrategunda sem uppi eru í dag komu frá aðeins örfáum pörum fyrir 4 þús árum.

Sveinn Þórhallsson, 4.11.2009 kl. 16:20

44 Smámynd: Mofi

Rósant, ég kannast ekki við þetta með skyldu kaþólikka að ljúga ef kirkjan biður um það. Hefurðu heyrt hvað Jón Vali finnst um þetta?   Finnst þér síðan virkilega Gilgameshkviða raunsærri lýsing á svona atburði?

Hjalti,  viltu ekki reyna?

Sveinn,  enda fjögur þúsund ár gífurlega langur tími :)

Mofi, 4.11.2009 kl. 16:30

45 identicon

Nei Halldór, það er ekki gífurlega langur tími

Cicero (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 16:37

46 Smámynd: Mofi

Cicero, fer allt eftir því hvaða sjónarhóli þú stendur á.

Mofi, 4.11.2009 kl. 16:40

47 identicon

já, og þegar þú ert hér og heldur því fram að allar þær miljónir dýrategunda sem eru til í heiminum í dag, og allir þeir miljarðar einstaklinga innan þeirra tegunda... sé allar komnar frá nokkrum grunntegundum fyrir ákveðið löngum tíma

Þá er 4000 ár mjög stuttur tími

Cicero (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 16:49

48 identicon

Að maður sem gagnrýnir þróun jafn hart og þú gerir beiti svo fyrir sig rökum sem byggjast nánast á því að nýjar dýrategundir séu að myndast með nokkura tuga kynslóðabili er svo gjörsamlega fáránlegt að maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta

Cicero (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 16:51

49 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ekki nokkurra tuga kynslóðabili, heldur á hverju einasta kynslóðabili og jafnvel með örfárra daga millibili skv. sumum módelum

Sveinn Þórhallsson, 4.11.2009 kl. 16:53

50 Smámynd: Mofi

Cicero, ég held að okkar reynsla af fólks fjölgun og fjölgun dýra passi alveg við þetta. Tökum t.d. kanínur í Ástralíu, á ótrúlega skömmum tíma þá skiptu þær miljónum. Ef við tökum núverandi fjölksfjölgun þá er 4500 ár of langur tími, þarft að miða við aðeins minni fólks fjölgun til að það passi.

Sveinn, þegar þú ert kominn með miljónir dýra dreift um alla jörð og að þessi fjölbreytni er þegar innbygð í genin þá tel ég þetta ganga upp.

Mofi, 4.11.2009 kl. 17:13

51 Smámynd: Sigurður Rósant

Sá þetta með kaþólsku prestana í gærkvöldi á DR2, en þar var sýnd heimildarmynd fórnarlamba kynferðisafbrotamanna úr kaþólsku kirkjunni, 'Messedrengens mareridt' (Altar boys nightmare) frá 2004.

Veðurlýsingar rétt fyrir flóðið minna á veðurlýsingar og myndir sem maður sá fyrir fellibylinn og flóðið í New Orleans. Örkin er hins vegar 'ýkt' stór, 60 metrar á hvern kant, eins og teningur. Hún fór síðan öll í klessu og flóðið tók aðeins 7 daga. Svo það minnir meira á raunverulega atburði síðustu ára, en 'risaýkjurnar' úr 1. Mósebók.

Stunned shock over Adad's deeds overtook the heavens,and turned to blackness all that had been light.The... land shattered like a... pot.All day long the South Wind blew ...,blowing fast, submerging the mountain in water,overwhelming the people like an attack.No one could see his fellow,they could not recognize each other in the torrent.The gods were frightened by the Flood,and retreated, ascending to the heaven of Anu. 

Sigurður Rósant, 4.11.2009 kl. 17:35

52 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Sveinn, þegar þú ert kominn með miljónir dýra dreift um alla jörð og að þessi fjölbreytni er þegar innbygð í genin þá tel ég þetta ganga upp.

Skiptir engu máli hvað þú telur, ertu með einhver gögn máli þínu til stuðnings?

Hvað olli því að dýrin hættu að vaxa og þróast svona hratt eins og þau hljóta að hafa gert fyrstu árin og aldirnar eftir Nóaflóðið? Afhverju gerist þetta ekki í dag?

Sveinn Þórhallsson, 4.11.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband