27.10.2009 | 11:22
God of Wonders
Listamaðurinn Stephen Wiltshire er frábært dæmi um hve geta hugans getur verið stórkostleg og er vitnisburður um hversu mikil snilldarhönnun manns hugurinn er.
Að Guð gat gefið dauðum efnum líf og sjálfstæðan vilja myndi ég kalla hápunkt sköpunarinnar.
Ástæðan fyrir titli greinarinnar er ný mynd um sköpun en hægt er að sjá úr henni hérna: http://crev.info/
Teiknar Manhattan út frá minni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Matthías Ásgeirsson, 27.10.2009 kl. 11:41
gaman hve guð er svona ákafur í að búa til lífverur þér til skemmtunar ekki satt.
því ég tel mig vissan um að þú myndi aldrei vilja skipta við hann um stað í lífinu, einhverfur með þessa teiknigáfu vs forritari með eðlilega getu til félagslegra tengsla.
þannig að þetta er svona sirkusdýr sem guð bjó til fyrir þig, húrra fyrir guð og garðinum hans, þér til þjónustu reiðubúinn.
urr hva maður verður pirraður þegar fólk togar svona inní mengið "guð er æði, sjáðu bara".
geturu ekki bara bloggað um normal trúarræpu eins og hvernig heimurinn byrjaði og örkina hans nóa og svo leiðis, væri vel þegið ef þú værir ekki að draga inn fráhvörf frá norminu og upphefja það sem einhvers konar sköpunargleði guðs.
Egill, 27.10.2009 kl. 12:27
Matthías, hann er öðru vísi en samt dæmi um snilldarhönnun.
Egill, svakalega er þetta eitthvað ógeðfelld færsla hjá þér.
Mofi, 27.10.2009 kl. 13:11
Ógeðfelld?
Myndir þú vilja skipta við þennan mann?
Cicero (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 13:19
Cicero, nei. Ég vill heldur ekki skipta við þig, ekki heldur Bill Gates... auðvitað er það sorglegt að hann skuli vera einhverfur en það þýðir ekki að hann er eitthvað slæm sköpun Guðs. Spurning hvort að hann vildi nokkuð skipta við mig.
Mofi, 27.10.2009 kl. 13:47
"Spurning hvort að hann vildi nokkuð skipta við mig"
Getur verið svona 90% á því að hann myndi vilja skipta við þig ef hann áttar sig á fráhvarfi sínu, hvað er fjölfötlun? Er það Guð að gefa 10 ára krökkum einhvern til að skemmta sér við að stríða? Er það enn önnur "snilldarhönnunin"...þekki einn með Asperger syndrom og það hafa allir gaman af honum, hann fattar ekki þegar að það er hlegið að honum, heldur alltaf að það sé hlegið með sér, veit allt um allar risaeðlur fyrr og síðar auk þess að vita allt sem hægt er að vita um King Kong og fleira frábært sem menn geta skemmt sér við að hlægja að, en það er líklega bara enn einn SNILLDAR hönnunin frá guði...
Hugsaðu aðeins útfyrir brainwashed "guð er málið" kassann sem þú lifir í
Unknown, 27.10.2009 kl. 14:41
ég með ógeðfellda færslu, kemur úr harðri átt Mofi.
reyndu að setja þig í fótspor þeirra sem þekkja persónulega aðstæður einhverfra einstaklinga.
Egill, 27.10.2009 kl. 14:53
Unknown, þótt að þú sæir beyglu á Ferrari þá myndir þú samt sjá að um mjög góða hönnun er um að ræða. Hérna er einstaklingur sem jú, glímir við einhverfu en það er samt að mínu mati mikil fegurð í lífi þessa manns og þessari getu hans. Sé miklu frekar ykkur hérna vera að gera lítið úr lífi þessa manns.
Egill, góður vinur minn á strák sem er einhverfur. Spurning um að einblína ekki aðeins á hið neikvæða eða horfa á hið jákvæða líka.
Mofi, 27.10.2009 kl. 16:34
ehh...þú varst að tala um SNILLDARHÖNNUN...það er alveg fáránlegt hvernig þú tengir hluti við ýmindaða vin þinn, hugmyndin um hann er beygla á þeim annars fallega Ferrari sem heimurinn er...
Unknown, 27.10.2009 kl. 17:06
Unknown, og að hafa svona öflugt minni og hæfileikan til að teikna eftir því er dæmi um snilldarhönnun. Getur þú búið til veru sem getur þetta?
Mofi, 27.10.2009 kl. 17:23
ehh nei en ég er ekki svo blindur að halda að það sé einhver sem getur það, afhverju geturðu ekki bara sætt þig við það sem er svo augljóst beint fyrir augunum á þér? 99.99999% líkur að þegar þú deyrð þá einfaldlega, deyrðu...Verður að mold og 60 árum síðar ferðu í gegnum meltingarveginn á kúnni sem er svo mjólkuð og barnabarnabarnabarna barnið þitt fær þig óbeint í "nýmjólk" fernunni sinni? Svona einskonar hringrás lífsins. Hvað er trú á guð? Trú á guð er ekki sprottin upp frá neinu öðru en fáfræði og hræðsla. Fáfræði af því að það voru of margar spurningar sem menn gátu ekki svarað og þurftu að finna svör við, hræðsla af því að menn gátu bara einfaldlega ekki sætt sig við dauðann, þennan endanlega enda og gátu ekki ýmindað sér að þar með væru þeir bara búnir, kabúmm, lífið búið og ekkert eftir af þeim, þar með var líf eftir dauðann komið inn.
Finnst þér ekkert "tilviljanakennt" að þrátt fyrir að það séu háð stríð í nafni trúar og þeir sem eru strangtrúaðastir kalla hina villutrúarmenn og bla bla bla...samt sem áður virðast nánast allar trú hafa sama MAIN concept, sem í raun ÖLLU skiptir: Líf eftir dauðann. Það er lykillinn í öllum þessum trúm. Loforðið um hinn eiginlega ódauðleika sem Ásatrú, Grísk goðatrú, kristni, íslam og allt þetta kennir. "Trúðu á mig, vertu góð manneskja og þú færð THE ULTIMATE REWARD, að búa með guðunum eftir dauða"
Tilviljun? Nei, þetta gerir bara ástæðuna og uppsprettu trúarinnar augljósa, óttinn við hið óumflýjanlega og hið óþekkta. Í staðin er "ósýnileg(ur)" "maður" eða "vera" sem bjó okkur til og við fáum öll okkar tilgang og voða gaman. Svona trúarrugl var afsakanlegt fyrr á öldum en núna þegar fólk á að vera upplýstara þá er þetta ekki lengur afsakanlegt, þetta er einfaldlega fáfræði og heilaþvottur sem heldur þessu við enda er hlutfall trúaðra á t.d Íslandi búið að minnka gríðarlega með síðustu kynslóðum og þá þarf ekki einusinni að fara að bera þetta saman við t.d 17 og 18 öldina þar sem nánast allir voru góðir og guðshræddir menn.
Þetta er jafn barnalegt og að hitta 20 ára manneskju sem trúir enn á jólasveininn, grow up! Mofi, ég vona að einn daginn munir þú sjá villu þíns vegar og átta þig á því að þú ERT bara að fara að verða að mold, það ER enginn guð og það er enginn annar en mamma og pabbi sem setja í skóinn (kanski afi og amma)...bottom line, í lang flestum tilvikum er það sem liggur beinast við og er augljósast, rétta svarið, ekki órökréttir ósýnilegir menn sem búa til heim á 7 dögum og hafi svo "feikað" að risaeðlur og steingerfingar hafi verið til einfaldlega til að "testa" trúfestu hinna góðu og guðshræddu manna (versta afsökun ever til að halda fast í það að guð sé til)
Unknown, 27.10.2009 kl. 17:42
Ætla kanski aðeins að útskýra þennan punkt betur, frekar óskiljanlegur hjá mér þarna:
Finnst þér ekkert "tilviljanakennt" að þrátt fyrir að það séu háð stríð í nafni trúar og þeir sem eru strangtrúaðastir kalla hina villutrúarmenn og bla bla bla...samt sem áður virðast nánast allar trú hafa sama MAIN concept, sem í raun ÖLLU skiptir: Líf eftir dauðann.
Málið með líf eftir dauðann er að það er það sem allt stefnir að í öllum þessum trúm, SAMI hlutur...þetta er beinið sem allir eltast við, kjötið utaná er síðan annað mál, mismunandi eftir því hvaða trú þú aðhyllist. Afhverju eru menn þá villutrúarmenn og þar frameftir götunum ef þeir eru að stefna að því sama og þú? Hver er GRUNN munurinn á því sem þú og svo t.d múslimar sækjast eftir og þið eigið sameiginlegt? Þessi vitleysis trú á líf eftir dauðann.
Í nútímanum er það orðið æ algengara að ný gerð af trú sé til staðar, trúin á þetta "góða". Þetta er svarið sem menn gefa í auknum mæli því að fólk hefur einfaldlega þroskast uppúr þessarri trú á guð og flestir átta sig á að það stenst enga skoðun. Samt sem áður geta menn ekki sætt sig við að deyja þannig hvað er orðin nýjasta trúin? Jú, það er bara beinið, plain and raw, fólk segir bara "ég trúi því ekki að ég bara deyji og held að sálin muni halda áfram" og þá (þetta er mitt innsæi inní þetta, í raun bara gisk inní þeirra hugarheim) heldur andinn/sálin áfram að geta fylgst með þeim sem eftir lifa, þannig bæði trúir fólk að þeir sem eru nú þegar látnir geti fylgst með þeim og séu hjá þeim og að þau geti gert það sjálf þegar þau eru látin...simple...ég mæli með því að sem flestir fari einfaldlega að þroskast og horfast í augu við raunveruleikann, hann er alls ekki svo kaldur :)
Unknown, 27.10.2009 kl. 17:49
Þú hefur greinilega aldrei umgengist einhverft fólk og þeirra fjölskyldur Mofi..
Hvernig í ósköpunum getur það verið merki um snilldarhönnun Guðs þegar foreldrar t.d. eignast börn sem þau fá nánast aldrei að kynnast?
Held þú ættir að stíga mjög varlega niður hér í þessu máli Mofi minn
Cicero (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 18:02
Unknown, og að hafa svona öflugt minni og hæfileikan til að teikna eftir því er dæmi um snilldarhönnun. Getur þú búið til veru sem getur þetta?
Það er vegna þess að hann getur ekkert annað Mofi.... ef þú ert svo takmarkaður að þú hefur bara einn hæfileika til að þroska alla þína ævi þá er ekkert óeðlilegt við það að menn nái í því færni
Cicero (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 18:03
Cicero, verandi einhver sem vinn með einhverfu, þá að hluta útskýrir það pirring og reiði mína í garð þessarar færslu hjá Mofa.
en að þú segir honum að stíga varlega, það er voðalega erfitt fyrir einhvern sem er viss um að hann viti sannleikann um skapara alheimsins, og að hann sé á hans hlið, að stíga varlega (dæmi: að umskera sín eigin börn, er hegðun sem hófst hjá trúðum sem voru viss um að guð var þeim sammála í þessari pyntingu barna sinna).
Egill, 28.10.2009 kl. 00:00
Snilldarhönnun hefði verið ef maðurinn hefði þetta gott minni OG gæti tengst eðlilegum félagslegum böndum við aðra. Hugsaðu þér bara ef allir gætu haft þessa ótrúlegu hæfileika sem sumir einhverfir búa yfir, án þess að þurfa að fórna félagsgetunni.
Kim Peek er líka snillingur. Hann hefur fullkomið sjónminni, og kann tugþúsundir bóka utanað. Hann getur jafnvel lesið tvær blaðsíður samtímis, með hvoru auga fyrir sig. Aftur á móti getur hann ekki einu sinni hneppt upp skyrtuna sína sjálfur, og er háður stöðugri umsjón föður síns. Snilldarhönnun?
Rebekka, 28.10.2009 kl. 08:53
Ég myndi einmitt segja að það hefur aldrei verið jafn góðar ástæður að trúa á tilvist Guðs og í dag. Í dag höfum við til dæmis eftirfarandi:
Svona mætti lengi telja. Aldrei verið jafn erfitt að hafna tilvist Guðs og á okkar tímum.
Einstaklingur sem getur gert þessa hluti er dæmi um snilldarhönnun. Illskan sem við sjáum eða hið slæma í veröldinni er sér umræðu efni sem ég fjallaði um hérna, sjá: Vondur heimur sama sem vondur Skapari
En við getum alveg líka rökrætt það hérna.
Varðandi að stíga varlega, sammála að hafa aðgát í nærveru sálar og vonandi hef ég ekki sært einhvern hérna. Mín skoðun er að þarna er um að ræða barn Guðs en vegna þess að við lifum í föllnum heimi þá er margt sem er að en hið mikilvæga er að það er von um betri heim þar sem Guð lagar þessa hluti.
Mér finnst að þeir sem boða að það sé ekki til nein von ættu að fara miklu varlegra en ég í orðum sínum.
Mofi, 28.10.2009 kl. 11:08
Rebekka, já, snilldarhönnun. Það er samt ekki eins og að þetta er eins og Guð vildi hafa það. Því miður þá er þessi heimur vígvöllur góðs og ills og til þess að afleiðingar illskunnar komi í ljós þá verður Guð að halda að sér höndunum og leyfa svona afleiðingar.
Mofi, 28.10.2009 kl. 11:15
Hvers vegna verður hann að gera það?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2009 kl. 15:50
Tinna, það má segja að Guð hafi nokkra valkosti í stöðunni:
1. Eyða öllu og öllum sem gera eða hafa gert eitthvað sem er illt.
2. Leyfa illskuna það sem eftir er.
3. Leyfa illskunni að sýna hvernig hún er og síðan dæma hana og öllum þeim sem vilja ekki þá náð sem Hann vill gefa.
4. Taka burt frjálsan vilja.
Ef þú sérð aðra valkosti þá væri gaman að heyra hver þeir eru og sömuleiðis hvaða valkost þú telur vera bestan í stöðunni.
Mofi, 28.10.2009 kl. 16:08
Nú efast ég um að þeir sem fæðast t.d. lamaðir hafi gert nokkuð til að eiga það skilið. Ertu þeirrar skoðunar að Guð vitji synda feðranna á börnum og barnabörnum í marga ættliði? Ef ekki, hvað kemur meint illska þá málinu við?
Ég sé síðan ekki að Guð eigi að vera takmarkaður við það sem þú getur ímyndað þér með þínum einfalda mannlega heila. Ég hef kannske meira álit á Guðnum þínum en þú...
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2009 kl. 18:34
Sem aðstandandi einhverfs einstaklings er ég sárlega móðgaður yfir þessari færslu Mofi
Og ég vorkenni þér fyrir fáfræði þína, sem er stjarnfræðileg í þetta skiptið
Cicero (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 19:31
Svo hannaði hann þig Mofi. Þarf nokkuð vinanna við?
Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 02:50
...vitnanna við...
Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 02:50
Tinna, að mistök foreldra komi niður á börnunum er bara orsök og afleiðing. Ekki spurning um refsingu og eiga eitthvað skilið því sannarlega þá líða margir fyrir mistök annara. Ég sé ekki Guð sem takmarkaðan en ég trúi að Hann hafi haldið að sér höndunum vegna þessara deilu góðs og ills.
Cicero, er svona móðgandi að einstaklingurinn sem er einhverfur er líka barn Guðs sem á von um betra líf eftir þetta líf? Mér finnst afstaða þróunarsinna og guðleysingja ætti að vera miklu meira særandi og móðgandi en nokkur tíman mín.
Jón Steinar, og þig líka Jón :)
Mofi, 29.10.2009 kl. 11:24
Hlutleysi í svona tilfellum er óaðgreinalegt frá illsku. Sá sem hefur möguleika á að gera eitthvað til að koma í veg fyrir þjáningu og dauða saklauss fólks, en kýs þess í stað að sitja hjá án þess að lyfta kosmískum litlafingri er ekki hlutlaus, hvað þá algóður.
Af hverju finnst mér eins og þetta hafi verið rætt hérna áður?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.10.2009 kl. 16:08
Tinna, þetta er nú ein af stóru spurningunum svo það er ekki við öðru að búast að hún komi upp aftur og aftur. Ég benti á þá valkosti sem ég sæi fyrir Guði í stöðunni, hvað finnst þér að Guð ætti frekar að gera?
Ætti Guð sífelt að koma í veg fyrir að við fengjum að finna fyrir afleiðingum gjörða okkar?
Mofi, 30.10.2009 kl. 16:27
Hugsanlega ekki - en hann gæti sleppt því að kvelja þá sem ekkert hafa til saka unnið, og hann gæti látið afleiðingarnar hæfa glæpnum. Fullt af fólki gerir slæma hluti og kemst upp með þá. Þú segir þá sjálfsagt að þeir fái sín laun eftir dauðann, en hví er guð þá að kvelja nokkurn í þessu lífi?
Slæmir hæutir koma líka fyrir gott fólk. Hverjum eru alvarlegir fæðingargallar að kenna? Ekki hefur harlequin-barn haft mikinn tíma til að syndga, er það? Þó foreldrarnir hafi syndgað, er varla réttlátt að kvelja saklaust barn til þess að kenna þeim lexíu.
Ef svona hlutir eru 'djöflinum' að kenna, er guð valdalaus gagnvart honum og því vita gagnslaus.
"1. Eyða öllu og öllum sem gera eða hafa gert eitthvað sem er illt.
2. Leyfa illskuna það sem eftir er.
3. Leyfa illskunni að sýna hvernig hún er og síðan dæma hana og öllum þeim sem vilja ekki þá náð sem Hann vill gefa.
4. Taka burt frjálsan vilja."
5. Refsa þeim sem gera illt, og verðlauna þá sem gera gott í hlutfallslegu samræmi við gjörðir þeirra- í þessu lífi.
6. Mæta sjálfur á staðinn og útskýra fyrir okkur tilganginn með að-því-er-virðist tilgangslausri þjáningu.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.10.2009 kl. 16:39
Þú svaraðir ekki 1/4 af þeim spurningum sem ég kom upp með...
Unknown, 30.10.2009 kl. 18:51
Cicero, er svona móðgandi að einstaklingurinn sem er einhverfur er líka barn Guðs sem á von um betra líf eftir þetta líf? Mér finnst afstaða þróunarsinna og guðleysingja ætti að vera miklu meira særandi og móðgandi en nokkur tíman mín.
Það sem er móðgandi er að þú notar galla í mannskepunni sem veldur aðstandendum þeirra sem hann hafa sem og þeim sjálfum ólýsanlegri kvöl, pínu og erfiðleikum sem dæmi um "stórkostlega sköpun guðs"
Ef þú skilur þetta ekki þá ertu hálfviti
Cicero (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.