Hvaða staðreyndir styðja Nóaflóðið?

Í umræðunni um sköpun þróun þá kemur oft upp alheimsflóðið eða Nóaflóðið og menn spyrja "hvar eru ummerkin um þetta flóð?".  Það sem fæstir gera sér grein fyrir er að ummerkin eru ekki að finna einhvers staðar í setlögum jarðar heldur eru setlög jarðar ummerki um alheimsflóðið. Þ.e.a.s. að nærri því öll setlögin mynduðust í alheimsflóði fyrir sirka 4500 árum síðan.

Þetta er gjör ólík túlkun á gögnunum en flestir eru vanir. Flestir eru vanir að sjá setlögin sem sönnun fyrir miljónum ára og að í setlögunum má sjá myndir meitlaðar í stein sem gefa okkur upplýsingar um þróun dýra á jörðinni frá því það myndaðist fyrir 3.65 miljörðum árum síðan.

Svo hérna eru alveg gjör ólíkar túlkanir á sömu gögnunum og mig langar að benda á þær staðreyndir sem styðja þá túlkun að sagan sem við lesum um í 1. Mósebók raunverulega gerðist.

Til að átta sig á því sem við ættum að búast við að sjá ef að saga Mósebókarinnar er sönn þá þarf maður að átta sig á því módeli sem sú saga býr til. Hérna má lesa um þetta módel, sjá: http://biblicalgeology.net/Model/Biblical-Geology.html

Með smá skilning á því sem við búumst við að finna út frá módeli Biblíunnar þá skulum við skoða staðreyndir sem benda til þess að það módel er satt á meðan þróunarmódelið er rangt.


1. Plöntur og dýr voru grafin mjög hratt

NautiloidVið finnum víðáttu mikla grafreiti steingervinga í setlögunum og sérstaklega vel varðveitta steingervinga. Til dæmis þá eru margir miljarðar steingervinga af "nautiloid" dýrum í Redwall Limestone (kalk steinn ) í Miklagljúfri í Bandaríkjunum.  Þetta setlag myndaðist hratt á hamfarakenndan hátt þar sem gífurlegt magn af vatni blandað kalk sandi grófu dýrin. Kalk og kola setlög Evrópu og Bandaríkjanna, vel varðveittir steingervingar fiska og skortdýra benda til hamfara kenndra eyðileggingar og greftrunar.

Meira um þetta hérna: The World’s a Graveyard

2. Setlög sem mynduðust hratt og er dreift yfir risa stór svæði

CoconinoSandstoneVið finnum setlög sem liggja yfir heilu heimsálfurnar og jafnvel milli heimsálfa og efnis eiginleikar setlagsins benda til þess að þau mynduðust hratt. Til þá er hægt að rekja Tapeats Sandstone og Redwall Limestone í Miklagljúfri yfir öll Bandaríkin, yfir í Kananda og yfir Atlandshafið til Englands.

Hægt er að finna kalklög í Englandi ( the white cliffs of Dover ) þvert yfir alla Evrópu og mið austurlanda og þau eru líka að finna í Bandaríkjunum og vestur Ástralíu. Hallandi setlög milli "Coconino" sandsteini Miklagjúlfurs vitna að gífurlegt magn af sandi var lagður niður með vatni á aðeins nokkrum dögum

Meira um þetta hérna: Transcontinental Rock Layers

3. Setlög flutt miklar fjarlægðir

Við finnum að setlög sem eru dreift yfir stórt svæði urðu að vera mynduð af fjarlægri uppsprettu og flutt langar leiðir með miklu vatni.  Til dæmis, sandurinn frá Coconino sandsteinunum í Miklagljúfri verður að hafa verið tekin af öðrum stað og fluttur frá norður hluta Bandadíkjanna og Kanada. Enn fremur, merki um vatns straum eru varðveitt í þessum lögum sýna að vatnið flaut alltaf frá norð-austri til suðvesturs yfir öll Bandaríkin. Slíkt gæti aldrei gerst á 300 miljón árum en gæti vel gerst yfir einhverjar vikur í Nóa flóðinu.

Meira hérna: Sand Transported Cross Country

4. Hröð eða engin ummerki um veðrun milli setlaga

Við finnum ummerki um hraða veðrun eða engin ummerki um veðrun milli setlagana. Flöt setlög með engin ummerki um veðrun gefur til kynna að setlögin mynduðust hratt og voru ekki yfirborð jarðar nema í mjög stuttan tíma.  Til dæmis þá engin ummerki um einhver "týnd" miljónir ára milli Coconino sandsteininn og "Hermit formation".  Annað slíkt dæmi um svona flötu skil milli setlaga er "Redwall Limestone" og setlögin fyrir neðan það.

Meira hérna: No Slow and Gradual Erosion

5. Mörg setlög lögð niður með litlum tíma á milli

bent-rock-layers-smallÞað er ekki hægt að beygja grjót, ef það gerist þá brotnar það. Á mörgum stöðum á jörðinni finnum við mörg setlög í röð þar sem búið er að beygja þau án þess að þau brotnuðu sem þýðir að öll setlögin voru lögð hratt niður og voru beygð áður en þau náðu að harðna. Dæmi um þetta er Tapeats sandsteininn í Miklagljúfri sem er beygt í 90 gráðu horn án þess að það hafi brotnað. Það hefði aðeins verið hægt að beygja þessi setlög þegar þau voru öll komin saman en þróunarsinnar vilja meina að þau mynduðust á sirka 480 miljón árum.

Meira hérna: Rock Layers Folded, Not Fractured

6. Steingervingar af sjávardýrum hátt fyrir ofan sjávarmál vegna þess að flóðið þakti alla jörðina, þar á meðal fjöllin.

Við finnum steingervinga af sjávardýrum í setlögum sem hylja heilu heims álfurnar. Til dæmis, flest setlög í veggjum Mikla gljúfurs ( meira en einn og hálfan kílómetri ofar sjávarmáli ) inniheldur steingervinga sjávardýra.  Steingerðir skelfiskar hafa jafnvel fundist í Himalaja fjöllunum.

Ýtarlegri umfjöllun hérna: High & Dry Sea Creatures

 

Ég er ekki að segja að það er ekki hægt að útskýra eitthvað af þessum atriðum innan þróunarmódelsins en ég er að segja að þau passa betur við flóð módel Biblíunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Halldór. 

Gefum okkur að saga Biblíunnar um Nóaflóðið sé algjörlega sönn.  

Hvað segir það okkur um gvuðinn þinn annað en að hann er gjörsamlega siðblindur fjöldamorðingi og sadisti?

Matthías Ásgeirsson, 1.12.2009 kl. 10:02

2 Smámynd: Mofi

Matthías, segir okkur að Guð er ekki aðeins skapari heldur líka dómari og þeir sem velja illsku frekar en hlýðni við Guð munu ekki öðlast eilíft líf.

Mofi, 1.12.2009 kl. 10:07

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég hélt maður ætti að kalla þetta syndaflóð en ekki Nóaflóð. Sbr. Örkin hans Nóa og Syndaflóðið?

Kristinn Theódórsson, 1.12.2009 kl. 10:09

4 Smámynd: Mofi

Kristinn, hélt að bæði væru alveg gild.

Mofi, 1.12.2009 kl. 10:22

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"þeir sem velja illsku frekar en hlýðni við Guð munu ekki öðlast eilíft líf."

Þessi gvuð þinn drap, samkvæmt sögunni, nýfædd og ófædd ungabörn.  Völdu þau illsku?

Nei, jafnvel þó maður væri svo vitlaus að trúa því að þessi saga sé sönn á ég erfitt með að trúa því að fólk geti verið svo siðlaust að trúa því að saga segi eitthvað jákvætt um þetta skrímsli sem þú kallar Gvuð.

Matthías Ásgeirsson, 1.12.2009 kl. 10:24

6 Smámynd: Mofi

Matthías, ef að Guð er til þá er ekki um alvöru dauða að ræða fyrr en á dómsdegi. Frekar að Guð forðaði þeim frá vondum heimi og þau fá væntanlega eilíf líf í miklu betri heimi.

Mofi, 1.12.2009 kl. 10:28

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Af hverju myrðir þú þá fólk ekki í hrönnum?

Matthías Ásgeirsson, 1.12.2009 kl. 10:45

8 Smámynd: Mofi

Matthías, margar ástæður, eins og að boðorðin segja að ég á ekki að myrða, langar ekki að myrða neinn og vil ekki að neinn myrði mig. Guð aftur á móti getur gefið líf svo málið er allt öðru vísi fyrir Hann.

Mofi, 1.12.2009 kl. 10:58

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, til að byrja með hefðirðu alveg mátt benda á greinina sem þú ert að endurgera hérna: Geological evidences for the Genesis flood

En svo að við byrjum bara á fyrsta punktinum hjá þér. Þú virðist telja það staðreynd að þessi kalksteinn í Miklagljúfri hafi myndast "hratt og á hamfarakenndan hátt". Er þetta alvötu staðreynd eða er þetta bara eitthvað sem AiG heldur fram?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.12.2009 kl. 16:42

10 Smámynd: Styrmir Reynisson

Þessi grein er í besta falli bull frá byrjun til enda.

Styrmir Reynisson, 2.12.2009 kl. 07:58

11 Smámynd: Mofi

Hjalti, góður punktur enda búinn að vera að vísa í hana marg oft. Varðandi kalksteininn þá myndi ég frekar tala um að það að hann er þarna er staðreynd og að besta útskýringin á honum að þeirra og mínu mati er að hann hafi myndast hratt á hamfarakenndann hátt.

Styrmir,  þú hefur sem sagt engin mótrök, gott að það kom á framfæri.

Mofi, 2.12.2009 kl. 09:29

12 Smámynd: Rebekka

Potholer54 frá Youtube hefur mótrök:

1. hluti: http://www.youtube.com/watch?v=_sD_7rxYoZY

2. hluti:  http://www.youtube.com/watch?v=FfSvktyxVYA

Plöntur og dýr grafin mjög hratt... og í fullkominni röð?  Engar "kanínur í pre-cambrian" setlögum.

Setlög sem mynduðust hratt...  Dover klettarnir eru í raun leifar skeldýra.  MILLJÓNIR tonna af skeldýrum.  Ágætis magn miðað við að flóðið var bara í 40 daga, ef ég man rétt.

Eins og hann segir,  af hverju geta sköpunarsinnar ekki gert tilraunir sem hjálpa þeim að sanna þessa tilgátu sína?  Fullt af vatni + jarðvegur = drulla.

Rebekka, 2.12.2009 kl. 12:52

13 Smámynd: Mofi

Rebekka
Potholer54 frá Youtube hefur mótrök:

1. hluti: http://www.youtube.com/watch?v=_sD_7rxYoZY

2. hluti:  http://www.youtube.com/watch?v=FfSvktyxVYA

Þetta eru ekki mótrök við því sem ég kom með í þessari grein. Frekar að hann er að aðalega að ráðast á Kent Hovind og benda á eitthvað sem hann telur sýna fram á að flóðið gerðist ekki.

Skemmtilegast í þessum myndböndum er þegar hann sýnir hvernig mörg setlög geta myndast á mjög stuttum tíma :)

Rebekka
Plöntur og dýr grafin mjög hratt... og í fullkominni röð?  Engar "kanínur í pre-cambrian" setlögum.

Röðin er engan vegin fullkomin fyrir þróunarkenninguna. Enn frekar er röðinni oft þvinguð með ákveðni aðferðafræði sem gerir ráð fyrir að þróunarkenningin er sönn.

Þetta er í rauninni umræða um hvernig geologic column getur passað við flóðið og það er heilmikið efni en getur skoðað þessa grein hérna ef þú vilt kynna þér það, sjá: http://biblicalgeology.net/General/geologic-column.html

Rebekka
Setlög sem mynduðust hratt...  Dover klettarnir eru í raun leifar skeldýra.  MILLJÓNIR tonna af skeldýrum.  Ágætis magn miðað við að flóðið var bara í 40 daga, ef ég man rétt.

Mikið magn en líka miðað við öðru vísi aðstæður en við höfum í dag. Flóðið skiptist í nokkur stig en nokkvurn veginn ár þar sem jörðin á að hafa verið hulin vatni.

Ég hef ekki sett mig inn í málið með Dover klettana en hérna er grein sem fjallar um þá, sjá: http://www.answersingenesis.org/tj/v8/i1/chalk.asp

Rebekka
Eins og hann segir,  af hverju geta sköpunarsinnar ekki gert tilraunir sem hjálpa þeim að sanna þessa tilgátu sína?  Fullt af vatni + jarðvegur = drulla.

Hann gerði eina fína tilraun sjálfur sem sýndi fram hvernig tilgátan stendst mjög vel. Annars eru mörg dæmi af tilraunum sem sýna margt sem hjálpar okkur að sjá hvernig þessir kraftar virka og hvernig þeir geta passað við flóðið. Hérna er síða sem fjallar um svona tilraunir, sjá: http://www.sedimentology.fr/

Mofi, 2.12.2009 kl. 13:40

14 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Hvar er Binni?

Allavega, mig langar bara að koma einu orði á framfæri: Tiktaalik.

Afsannar kannski ekki flóðasöguna, en hann afsannar svo sannarlega þá mýtu að setlögin passa ekki við þróunarfræðimódelið.

Sveinn Þórhallsson, 2.12.2009 kl. 13:48

15 Smámynd: Mofi

Sveinn, eina sem þeir gerðu var að leita á svipuðum slóðum og svona fiskar höfðu fundust og fundu svipaðan fisk. Sá sem aðhyllist sköpun hefði líka spáð því að þarna myndu steingerðir fiskar fundist. Auðvitað útskýra bæði módelin margt og spurningin bara hvort útskýrir staðreyndirnar betur.

Mofi, 2.12.2009 kl. 14:55

16 identicon

Við finnum steingervinga af sjávardýrum í setlögum sem hylja heilu heims álfurnar. Til dæmis, flest setlög í veggjum Mikla gljúfurs ( meira en einn og hálfan kílómetri ofar sjávarmáli ) inniheldur steingervinga sjávardýra.  Steingerðir skelfiskar hafa jafnvel fundist í Himalaja fjöllunum.+

Enda er þar um að ræða gamlan sjávarbotn sem hefur vegna plötuárekstra hlaðist þarna upp á miljónum ára....

Eða gerðist það í Nóaflóðinu?

Cicero (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 15:30

17 identicon

http://library.thinkquest.org/10131/geology.html   Það væri frábært ef þú nenntir að lesa þetta allt, þetta er kannski 1 og hálf blaðsíða - en vitandi að þú gerir það líkleag ekki ætla ég að taka hluta af því út fyrir þig og setja hér

Around 200 million years ago (also known as the Middle Permian Period) , an extensive sea stretched along the latitudinal area presently occupied by the Himalayas. This sea was named the Tethys. Around this period, the super continent Pangea began to gradually split into different land masses and move apart in different directions.

Around 200 million years ago (also known as the Middle Permian Period) , an extensive sea stretched along the latitudinal area presently occupied by the Himalayas. This sea was named the Tethys. Around this period, the super continent Pangea began to gradually split into different land masses and move apart in different directions.

The initial mountain building process started about seventy million years ago (or the Upper Cretaceous period) when the two land masses (or plates) began to collide with each other. As a result, the already shallow seabed rapidly folded folded and was raised into longitudinal ridges and valleys

Soon afterwards, about 65 million years ago (Upper Eocene Period), came the second phase of mountain building. The bed of the Tethys started rising again. The sea retreated, and the sea bed was elevated into high mountain ranges.

Og hvort finnst þér nú líklegri skýring á því að himalayafjöllin séu gerð úr sama efni og sjávarbotninn í næstu höfum í kring og að þar finnist steingerðar leifar sjávardýra..

Þessi skýring

Eða nóaflóðið?

Cicero (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 15:42

18 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Sveinn, eina sem þeir gerðu var að leita á svipuðum slóðum og svona fiskar höfðu fundust og fundu svipaðan fisk. Sá sem aðhyllist sköpun hefði líka spáð því að þarna myndu steingerðir fiskar fundist. Auðvitað útskýra bæði módelin margt og spurningin bara hvort útskýrir staðreyndirnar betur.
Dæmið var auðvitað ekki svona einfalt, en ef þú vilt loka augunum fyrir svona áhugaverðum hlutum í staðin fyrir að uppfæra eigin þekkingu þá ætla ég ekki að stoppa þig.

Sveinn Þórhallsson, 2.12.2009 kl. 15:44

19 identicon

Ef þú nennir ekki að lesa neitt þá getur þú séð þetta útskýrt með myndum

http://www.youtube.com/watch?v=L8CT3UHp0IE

Cicero (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 15:45

20 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Og þó:

Sveinn, eina sem þeir gerðu var að leita á svipuðum slóðum og svona fiskar höfðu fundust og fundu svipaðan fisk. Sá sem aðhyllist sköpun hefði líka spáð því að þarna myndu steingerðir fiskar fundist. Auðvitað útskýra bæði módelin margt og spurningin bara hvort útskýrir staðreyndirnar betur.

Hefðu þeir spáð fyrir því að finna steingerving af fiski sem hefði mörg einkenni froskdýra í setlögum sem talin eru vera frá sama tíma og fiskar skriðu á land skv. þróunarkenningunni? Á stað þar sem menn ætla að hafi verið árósar fyrir hundruðum, milljóna ára?

Já auðvitað.

Sveinn Þórhallsson, 2.12.2009 kl. 15:45

21 Smámynd: Rebekka

Mofi, sástu líka hlutann þar sem Potholer54 gerði grín að fólkinu sem dreif sig beint inn á AiG til að finna "svörin"?    

Og hvað með þessi blessuðu dýr sem ekki fengu far með örkinni og drápust?  AF HVERJU eru steingervingarnir sem við finnum ekki blandaðir saman í einni hrúgu,  hryggleysingjar, fiskar, spendýr, eðlur, fuglar o.s.frv. o.s.frv.?

Þessi 2 myndbönd sem ég benti á sýna aðeins brotabrot af mótrökunum sem er búið að koma með gegn syndaflóðinu. 

Rebekka, 2.12.2009 kl. 16:37

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, góður punktur enda búinn að vera að vísa í hana marg oft. Varðandi kalksteininn þá myndi ég frekar tala um að það að hann er þarna er staðreynd og að besta útskýringin á honum að þeirra og mínu mati er að hann hafi myndast hratt á hamfarakenndann hátt.

Þannig að hinar raunverulegu staðreyndir eru þær að þarna er kalksteinn með steingervingum.

Nú verð ég að viðurkenna að ég veit afskaplega lítið í jarðfræði, en ég hélt að lög af kalksteini mynduðust vegna þess að skelin af einhverjum smádýrum sem lifa nálægt yfirborði vatns fellur niður á botninn.

Hvernig myndast lag af kalksteini í flóði? Og af hverju er það líklegra en það sem er hefðbundna kenningin (sem ég veit ekki hver er þegar kemur að Miklagljúfri)?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.12.2009 kl. 16:42

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég var að kíkja á mynd af Miklagljúfri. Umræddir steingervingar eru í lagi 7. Er það rétt skilið hjá mér að Nóaflóðið bjó til það lag og öll þau sem eru fyrir ofan? (ég sé t.d. að efsta lagið er líka kalksteinn)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.12.2009 kl. 16:48

24 Smámynd: Mofi

Cicero
Enda er þar um að ræða gamlan sjávarbotn sem hefur vegna plötuárekstra hlaðist þarna upp á miljónum ára....

Eða gerðist það í Nóaflóðinu?

Hérna er um að ræða atriði sem flóðmódelið útskýrir á svipaðan hátt og þróunarmódelið, plötuárekstrar þar sem það sem var eitt sinn sjávarbotn rís upp.   Aðal ágreiningurinn hérna milli þróunar og sköpunnar er tíminn; þessi árekstur sem við sjáum þarna, gerðist hann á miljónum árum eða tiltulega hratt. Ímyndaðu þér árekstur tveggja bíla þar sem þeir mætast gífurlega hægt og klessast þannig. Þú sérð að þannig árekstur myndi hafa öðru vísi áhrif á bílana en árekstur sem gerist á sekúndum. Þegar maður horfir á Everest þá finnst mér augljóst að þarna er ekki um að ræða ofurhægan árekstur heldur mjög harkalegan árekstur að ræða.

Cicero
Og hvort finnst þér nú líklegri skýring á því að himalayafjöllin séu gerð úr sama efni og sjávarbotninn í næstu höfum í kring og að þar finnist steingerðar leifar sjávardýra..

Þessi skýring

Eða nóaflóðið?

Nóaflóðið auðvitað :)

Sveinn
Dæmið var auðvitað ekki svona einfalt, en ef þú vilt loka augunum fyrir svona áhugaverðum hlutum í staðin fyrir að uppfæra eigin þekkingu þá ætla ég ekki að stoppa þig.

Hvað fannst þér merkilegt við þennan fund? Endilega uppfærðu mína þekkingu...

Sveinn
Hefðu þeir spáð fyrir því að finna steingerving af fiski sem hefði mörg einkenni froskdýra í setlögum sem talin eru vera frá sama tíma og fiskar skriðu á land skv. þróunarkenningunni? Á stað þar sem menn ætla að hafi verið árósar fyrir hundruðum, milljóna ára?

Hérna komum við að ágreininginum varðandi hvað við sjáum í þessum steingervingi en fyrir mitt leiti eru þróunarsinnar að lesa allt of mikið úr þessum fundi.

Mofi, 2.12.2009 kl. 17:17

25 Smámynd: Mofi

Rebekka
Mofi, sástu líka hlutann þar sem Potholer54 gerði grín að fólkinu sem dreif sig beint inn á AiG til að finna "svörin"?

Já, hann var góður; sérstaklega fyndinn fyrir mig persónulega :)   ósammála honum samt að það væri ekki svör að finna þar.

Rebekka
Og hvað með þessi blessuðu dýr sem ekki fengu far með örkinni og drápust?  AF HVERJU eru steingervingarnir sem við finnum ekki blandaðir saman í einni hrúgu,  hryggleysingjar, fiskar, spendýr, eðlur, fuglar o.s.frv. o.s.frv.?

Við finnum margar svona risagrafreiti þar sem allskonar dýr eru grafin saman og oft eru beinin öll í steik. Ímyndaðu þér hve mikið flóð þarf til að grafa risaeðlu hratt, dýr sem er mörg tonn og margir metrar á hæð. Af hverju ekki ein súpa þá er það af því að þessi dýr lifðu ekki öll á sama stað svo það er eðlilegt að búast við töluverði skiptingu.

Rebekka
Þessi 2 myndbönd sem ég benti á sýna aðeins brotabrot af mótrökunum sem er búið að koma með gegn syndaflóðinu.

Vonandi dugar að svara þeim og þá átta einhverjir sig á því að hin eru ósköp svipuð.

Hjalti
Nú verð ég að viðurkenna að ég veit afskaplega lítið í jarðfræði, en ég hélt að lög af kalksteini mynduðust vegna þess að skelin af einhverjum smádýrum sem lifa nálægt yfirborði vatns fellur niður á botninn.

Við erum líklegast báðir hérna á nýjum slóðum. Þannig eru kalksteinslögin að myndast í dag en í grunninn bara að þessi dýr deyja og safnast saman.

Varðandi kalksteinslögin þá hafa nokkrir jarðfræðingar komist að áhugaverðri niðurstöðu sem varpar ljósi á þetta mál, sjá: http://www.geosociety.org/news/pr/09-59.htm 

Í stuttu máli þá sjá þeir svona "algae bloom" þar sem mikið framboð næringaefna og gjóska frá eldgosum býr til skilyrði fyrir það.

Mofi, 2.12.2009 kl. 17:26

26 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Hvað fannst þér merkilegt við þennan fund? Endilega uppfærðu mína þekkingu...

Ég var búinn að því. Steingervingafræðingar settust niður og skipulögðu sig. Þá langaði að finna millistig milli fiska og froskdýra, þ.e. dýr sem hefur eiginleika beggja flokka, frá því að lífið gekk á land á Devontímabilinu (skv. þróunarkenningunni og jarðsögumódelinu).

Þeir völdu þess vegna einn stað, á Elliseyju nyrst í Kanada, þar sem finna mátti setlög af réttri gerð og á réttum aldri. Eftir talsverða leit finna þeir nákvæmlega það sem þeir voru að finna. Nákvæmlega.

Hérna komum við að ágreininginum varðandi hvað við sjáum í þessum steingervingi en fyrir mitt leiti eru þróunarsinnar að lesa allt of mikið úr þessum fundi.

Og ég er ósammála. Ég hef líka líklega lesið meira um þetta en þú.

Sveinn Þórhallsson, 2.12.2009 kl. 17:37

27 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Annars vil ég frekar að þú svarir mér á hinum þræðinum, miklu skemmtilegra.

Sveinn Þórhallsson, 2.12.2009 kl. 17:40

28 identicon

Hérna er um að ræða atriði sem flóðmódelið útskýrir á svipaðan hátt og þróunarmódelið, plötuárekstrar þar sem það sem var eitt sinn sjávarbotn rís upp.   Aðal ágreiningurinn hérna milli þróunar og sköpunnar er tíminn; þessi árekstur sem við sjáum þarna, gerðist hann á miljónum árum eða tiltulega hratt. Ímyndaðu þér árekstur tveggja bíla þar sem þeir mætast gífurlega hægt og klessast þannig. Þú sérð að þannig árekstur myndi hafa öðru vísi áhrif á bílana en árekstur sem gerist á sekúndum. Þegar maður horfir á Everest þá finnst mér augljóst að þarna er ekki um að ræða ofurhægan árekstur heldur mjög harkalegan árekstur að ræða.

Heimildir?

Cicero (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 17:51

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Við erum líklegast báðir hérna á nýjum slóðum. Þannig eru kalksteinslögin að myndast í dag en í grunninn bara að þessi dýr deyja og safnast saman.

Varðandi kalksteinslögin þá hafa nokkrir jarðfræðingar komist að áhugaverðri niðurstöðu sem varpar ljósi á þetta mál, sjá: http://www.geosociety.org/news/pr/09-59.htm 

Í stuttu máli þá sjá þeir svona "algae bloom" þar sem mikið framboð næringaefna og gjóska frá eldgosum býr til skilyrði fyrir það.

En Mofi, þarna sé ég einmitt bara talað um að dýrin deyi og sökkvi á botninn.

Þetta er alls ekki það sem talað er um hjá AiG.

Er þá fyrsta staðreyndin sú að við erum með lag af kalksteini með steingervingum, lög sem myndast í dag þannig að lítil dýr sem lifa nálægt yfirborði sjávarins sökkva á botninn?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.12.2009 kl. 18:55

30 Smámynd: Jón Ragnarsson

Haha mofi:

http://media.photobucket.com/image/these%20are%20the%20facts,%20what%20conclusions%20%20%20religious/LP211/trever_small.gif

Jón Ragnarsson, 3.12.2009 kl. 01:09

31 Smámynd: Mofi

Sveinn 
Þeir völdu þess vegna einn stað, á Elliseyju nyrst í Kanada, þar sem finna mátti setlög af réttri gerð og á réttum aldri. Eftir talsverða leit finna þeir nákvæmlega það sem þeir voru að finna. Nákvæmlega.

Mér finnst alveg magnað að ykkur finnist þessar leyfar tiktaalik sannfærandi, sjá: http://www.icr.org/article/2962/

Cicero
Heimildir?

Heimildir fyrir hverju?  Hvað sagði ég þarna sem þú trúir ekki og þarft frekari gögn?

Hjalti
Er þá fyrsta staðreyndin sú að við erum með lag af kalksteini með steingervingum, lög sem myndast í dag þannig að lítil dýr sem lifa nálægt yfirborði sjávarins sökkva á botninn?

Jón Ragnarsson, linkurinn var ekki að virka þegar ég prófaði hann. Miðað við heiti myndarinnar þá grunar mig að það er verið að gagnrýna það að nota Biblíuna til að túlka jarðfræði. Ég myndi frekar segja að það er verið að athuga hvort að forn heimild um fortíð jarðarinnar er rétt, hvort hún passi við staðreyndirnar og ég sé ekki betur en staðreyndirnar passi við hennar vitnisburð.

Mofi, 3.12.2009 kl. 08:41

32 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Þú um það Halldór. Ætlarðu að svara mér á hinum þræðinum?

Sveinn Þórhallsson, 3.12.2009 kl. 10:02

33 Smámynd: Mofi

Sveinn, auðvitað, hluti kominn og restin kemur vonandi fljótlega.

Mofi, 3.12.2009 kl. 10:03

34 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Heimildir fyrir hverju?  Hvað sagði ég þarna sem þú trúir ekki og þarft frekari gögn?

Var bergið sem myndar Himalayja þá hart eða blautt þegar þetta átti sér stað?

Sveinn Þórhallsson, 3.12.2009 kl. 10:04

35 identicon

Heimildir fyrir hverju?  Hvað sagði ég þarna sem þú trúir ekki og þarft frekari gögn?

Heimildir um það hvernig Himalayafjöllin fóru að því að myndast á nokkrum árum án þess að rífa jörðina í sundur...

Heimildir um það hvaða jarðfræðingar eða aðrir sérfræðingar á þessu sviði sýna fram á hvernig þetta gat gerst á stuttum tíma

Heimildir um það á hversu löngum tíma þetta gerðist.. og hvenær

Bara eitthvað yfir höfuð sem ég get skoðað sem bakkar upp það sem þú þarna heldur fram, annað en þín eigin orð

Cicero (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 11:41

36 Smámynd: Sigurður Rósant

Skemmtilegar kenningar hjá þessum Ástralíumanni Andrew A. Snelling Er hann SDAðventisti, Mofi?

Hann gæti í raun haldið því fram að við göngum innan í kúlu en ekki utan á henni eins og við höldum að við gerum.

Við þurfum í raun ekki að gera annað en að líta undir skóna okkar, þá sjáum við að þeir bera þess greinilega merki að við göngum innan í kúlu. Svo er hægt að tína til óteljandi rök fyrir þessari kenningu, eins og Andrew gerir.

Góða skemmmtun

Sigurður Rósant, 3.12.2009 kl. 12:00

37 Smámynd: Sigurður Rósant

Annars hefðu dýr og menn aldrei náð því að lifa af í rúmlega heilt ár um borð í örkinni, í steikjandi sólskini á daginn og ískulda á nóttunni, drekkandi úldið vatn og saurinn úr sjálfum sér og öðrum dýrum.

Áhöfnin, 8 manns "þú og synir þínir, og kona þín og sonakonur þínar með þér" í þessu 135 metra löngu, 22 metra breiðu og 13 metra háu tréflykki hefði ekki undan að annast öll dýrin um borð, brynna þeim eða gefa sumum hey, öðrum laublöð og rándýrunum kjöt. Fjarlægja síðan saurinn eða endurvinna.

Við minnstu bylgjur á hafinu hefði svo þetta skip liðast í sundur og brotnað í spón eins og ég hef áður lýst í færslu minni frá 28. jan 2008.

Menn sem trúa sögum um örkina geta trúlega pantað sér far með örk hollendingsins Johans Huiber sem ætlar að sigla henni frá Hollandi til London á næstu Ólympíuleika 2012.

Góða ferð

Sigurður Rósant, 3.12.2009 kl. 12:54

38 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kannski er búið að svara þessari spurningu, en...

- Hvaðan kom allt þetta vatn?

Ágúst H Bjarnason, 3.12.2009 kl. 13:36

39 Smámynd: Mofi

Sveinn, ég hef ekki kynnt mér það nógu vil til að svara almennilega. Ég geri ráð fyrir einhverri blöndu, sums staðar setlög á leiðinni að harðna og annars staðar meginlönd sem voru til fyrir flóð.

Cicero,  ég fann ekki greinar sem fjalla beint um uppruna Himalayafjöllin.

Rósant, góð og óteljandi rök, sammála :)

Mofi, 3.12.2009 kl. 15:09

40 Smámynd: Mofi

Ágúst, hvaðan vatnið sem er á þessari jörð kom er sannarlega mikil ráðgáta. Það má vel gagnrýna sköpunarsinna að jörðin var sköpuð svona en kannski er það bara það sem gerðist. Varðandi hvaðan vatnið kom fyrir flóðið þá talar Biblían um tvent, að það rigndi í fyrsta sinn og að vatn kom úr iðrum jarðar. Gott að hafa í huga að það er nóg af vatni í dag til að þekja jörðina ef að hún væri aðeins sléttari.

Mofi, 3.12.2009 kl. 15:17

41 Smámynd: Mofi

Rósant, þú ert með einhvern ljótan dall í huga en ekki alvöru örk þar sem Guð sjálfur átti þátt í að hanna.

Mofi, 3.12.2009 kl. 15:18

42 identicon

Cicero,  ég fann ekki greinar sem fjalla beint um uppruna Himalayafjöllin

Svo ég noti lögfræðilegt mál - myndi þá ekki í ljósi þess meðalgreindur og grandvís maður ganga út frá því að sú grein sem ég sendi þér og er byggð á hinni almennt viðurkenndu niðurstöðu jarðfræðinnar um sköpun Himalaya sé rétt?

Ef þú getur ekki bent mér á neinar heimildir sem styðja það sem þú heldur fram hér ofar þá verðum við einfaldlega að gera ráð fyrir því að það sé ekkert að marka það

Og bara svona bónus... heldur þú að Himalaya hafi orðið til fyrir eða eftir Nóaflóð?

Cicero (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 18:58

43 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Allt í lagi. Fyrsta staðreyndin er þá, við finnum steingervinga í lögum sem myndast þannig að dýr sem lifa á yfirborði vatns falla niður á botn vatnsins. Hvernig í ósköpunum styður þetta Nóaflóðið?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.12.2009 kl. 19:22

44 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Sveinn, ég hef ekki kynnt mér það nógu vil til að svara almennilega. Ég geri ráð fyrir einhverri blöndu, sums staðar setlög á leiðinni að harðna og annars staðar meginlönd sem voru til fyrir flóð.

Nú segja vísindamenn að Himalajafjöllin séu setlag sem þrýstist upp á milli Indlandskaga og Asíu þegar þau rákust saman. Ef við værum að ræða um mjúkt lag, eins og þú og margir aðrir flóðasinnar notið til að útskýra hvernig setlög beygjast, ættum við alls ekki von á að sjá svona há fjöll þarna.

Hraður árekstur með mjúku lagi á milli hefði ekki þrýst mjúka laginu upp í 8 þús. metra hæð. Lagið hefði þrýst upp á milli og flætt yfir Indlandsskaga og suðurhluta Asíu.

Sveinn Þórhallsson, 3.12.2009 kl. 21:07

45 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - þú ert með einhvern ljótan dall í huga en ekki alvöru örk þar sem Guð sjálfur átti þátt í að hanna.

Bara eins og örkinni er lýst í 1. Mós 6. kafla:

Gjör þú þér örk af góferviði. Smáhýsi skalt þú gjöra í örkinni og bræða hana biki utan og innan.

Og gjör hana svo: Lengd arkarinnar sé þrjú hundruð álnir, breidd hennar fimmtíu álnir og hæð hennar þrjátíu álnir.

Glugga skalt þú gjöra á örkinni og búa hann til á henni ofanverðri, allt að alin á hæð, og dyr arkarinnar skalt þú setja á hlið hennar og búa til þrjú loft í henni: neðst, í miðju og efst.

Svo hafa listamenn reynt að teikna hana í öðrum hlutföllum, þ.e. haft hana miklu styttri en henni er lýst þarna og lagt myndirnar fyrir smábörn til útskýringar.

En það má Hollendingurinn Johan Huibers eiga að hann ætlar að smíða hana í fullri stærð núna og prófa að sigla henni út á sjó.  Hann er með pramma undir fyrri örkinni sem hann kláraði 2006, en hún er í hálfri stærð. Hef grun um að hann verði með stálbotn úr gömlu flutningaskipi undir þessu flykki sem hann er nú að klambra saman.

En þú mátt ekki hugsa svona illa til hans guðs þíns um að hann hafi hannað og reynt að klambra saman einhverju sem lýst er í 1. Mósebók.

Sigurður Rósant, 3.12.2009 kl. 23:54

46 Smámynd: Mofi

Cicero
Ef þú getur ekki bent mér á neinar heimildir sem styðja það sem þú heldur fram hér ofar þá verðum við einfaldlega að gera ráð fyrir því að það sé ekkert að marka það

Þú virðist þurfa láta einhvert yfirvald segja þér hverju þú átt að trúa. Það er svo sem gott og vel í flestum málum sem maður nennir ekki að setja sig sjálfur í málið en þú vonandi fyrirgefur en það er tilgangslaust að rökræða við þannig fólk því að rök skipta það ekki máli, bara hvað eitthvað yfirvald segir þeim að trúa.

Hjalti
Allt í lagi. Fyrsta staðreyndin er þá, við finnum steingervinga í lögum sem myndast þannig að dýr sem lifa á yfirborði vatns falla niður á botn vatnsins. Hvernig í ósköpunum styður þetta Nóaflóðið?

Það sem studdi Nóaflóðið þarna voru gríðarlega stór og útbreidd setlög sem höfðu einkenni sem gefa okkur ástæður til að ætla að þau mynduðust hratt. Akkúrat þetta lag er sérstakt og vekur þó nokkrar spurningar. Hérna er sérstasklega fjallað um það, sjá: http://www.answersingenesis.org/articles/wog/white-cliffs-dover

Eitt af því sem styður að þetta setlag myndaðist hratt er hve hreint það er. Það er að minnsta kosti mjög erfitt fyrir mig að ímynda mér aðstæður þar sem svona mikið magn myndast á miljónum árum og það hreint. Án efa myndu aðstæður yfir miljónir ára hafa myndast þar sem önnur efni hefðu blandast saman við kalklögin.

Sveinn
Nú segja vísindamenn að Himalajafjöllin séu setlag sem þrýstist upp á milli Indlandskaga og Asíu þegar þau rákust saman. Ef við værum að ræða um mjúkt lag, eins og þú og margir aðrir flóðasinnar notið til að útskýra hvernig setlög beygjast, ættum við alls ekki von á að sjá svona há fjöll þarna.

Þetta er góð spurning, þarf tíma til að skoða þetta frekar.

Rósant
Svo hafa listamenn reynt að teikna hana í öðrum hlutföllum, þ.e. haft hana miklu styttri en henni er lýst þarna og lagt myndirnar fyrir smábörn til útskýringar.

Þeir sem hafa rannsakað þetta komust að þeirri niðurstöðu að þessi hönnun er mjög góð fyrir það verkefni sem hún var hönnuð fyrir, sjá:  Safety investigation of Noah’s Ark in a seaway

Mofi, 4.12.2009 kl. 10:49

47 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það sem studdi Nóaflóðið þarna voru gríðarlega stór og útbreidd setlög sem höfðu einkenni sem gefa okkur ástæður til að ætla að þau mynduðust hratt.

Mofi, þetta er punktur tvö. En ég lít þá á að punktur eitt sé afgreiddur og þar sé ekkert sem styðji Nóaflóðið.

En þá kemur aftur svipuð spurning: Er það staðreynd að það séu stór og útbreidd setlög sem hafa einkenni þess að hafa myndast hratt? Eða er þetta eitthvað sem eingöngu AiG heldur fram?

Eitt af því sem styður að þetta setlag myndaðist hratt er hve hreint það er. Það er að minnsta kosti mjög erfitt fyrir mig að ímynda mér aðstæður þar sem svona mikið magn myndast á miljónum árum og það hreint. Án efa myndu aðstæður yfir miljónir ára hafa myndast þar sem önnur efni hefðu blandast saman við kalklögin.

Og af hverju heldurðu það? Af því að AiG segir það? Heldurðu að í Nóaflóðinu hefði þetta lag orðið alveg ótrúlega hreint?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.12.2009 kl. 11:41

48 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Þú virðist þurfa láta einhvert yfirvald segja þér hverju þú átt að trúa. Það er svo sem gott og vel í flestum málum sem maður nennir ekki að setja sig sjálfur í málið en þú vonandi fyrirgefur en það er tilgangslaust að rökræða við þannig fólk því að rök skipta það ekki máli, bara hvað eitthvað yfirvald segir þeim að trúa.
Með öðrum orðum, þér finnst þín skoðun réttari eða gáfulegra AF ÞVÍ AÐ þú getur ekki rökstutt hana?

Sveinn Þórhallsson, 4.12.2009 kl. 12:49

49 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, þetta er punktur tvö. En ég lít þá á að punktur eitt sé afgreiddur og þar sé ekkert sem styðji Nóaflóðið.

Hvaða punkta kerfi ertu að nota? :)

Hjalti
En þá kemur aftur svipuð spurning: Er það staðreynd að það séu stór og útbreidd setlög sem hafa einkenni þess að hafa myndast hratt? Eða er þetta eitthvað sem eingöngu AiG heldur fram?

Að þau mynduðust hratt er ekki staðreynd heldur eru góð rök fyrir því og það styður Nóaflóðið.

Hjalti
Og af hverju heldurðu það? Af því að AiG segir það? Heldurðu að í Nóaflóðinu hefði þetta lag orðið alveg ótrúlega hreint?

Ef það myndast á stuttum tíma þar sem mikið magn er grafir á stuttum tíma þá er möguleiki að það haldist vel hreint en á miljónum árum hlýtur margt að gerast sem myndi óhreinka það. Ég held þetta vegna t.d. þessara raka.

Sveinn
Með öðrum orðum, þér finnst þín skoðun réttari eða gáfulegra AF ÞVÍ AÐ þú getur ekki rökstutt hana?

Nei, aðeins ef hún er vel rökstudd.

Mofi, 4.12.2009 kl. 13:27

50 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Að þau mynduðust hratt er ekki staðreynd heldur eru góð rök fyrir því og það styður Nóaflóðið.

Þá er heldur villandi nafn á þessari færslu, ekki satt?

 Nei, aðeins ef hún er vel rökstudd.

Afhverju neitarðu þá að rökstyðja þetta?

Sveinn Þórhallsson, 4.12.2009 kl. 13:34

51 Smámynd: Mofi

Sveinn, gæti verið en þetta er einfaldlega sett fram sem spurning. Kannski sönnunargögn væri betra orð í þessu samhengi.  Varðandi rökstuðninginn þá þarf ég að kynna mér það betur og kannski helst taka það fyrir í sér grein.

Mofi, 4.12.2009 kl. 13:59

52 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvaða punkta kerfi ertu að nota? :)

Ég er að miða við númeruðu vísanirnar í þessari bloggfærslu hjá þér. Númer eitt átti að vera "Plöntur og dýr voru grafin mjög hratt." en var í raun "Steingervingar eru m.a. í lögum sem myndast við það að smádýr sem lifa á yfirborði sjávar falla niður á botninn."

Að þau mynduðust hratt er ekki staðreynd heldur eru góð rök fyrir því og það styður Nóaflóðið.

Og eru þetta rök sem eru samþykkt af jarðfræðingum eða eru þetta einhver rök sem þú finnur bara hjá AiG?

Ef það myndast á stuttum tíma þar sem mikið magn er grafir á stuttum tíma þá er möguleiki að það haldist vel hreint en á miljónum árum hlýtur margt að gerast sem myndi óhreinka það. Ég held þetta vegna t.d. þessara raka.

Þarna ertu bara að endurtaka fullyrðinguna. Hvað hefurðu til þess að styðja þessa fullyrðingu?

En ég skil ekki hvernig þú ætlar að fá hrein lög í einhverjum náttúruhamförum sem eiga t.d. að grafa Miklagljúfur, reisa upp Evrest-fjallið og lagt niður nánast öll þau lög sem við sjáum í dag.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.12.2009 kl. 14:01

53 Smámynd: Mofi

Hjalti
Ég er að miða við númeruðu vísanirnar í þessari bloggfærslu hjá þér. Númer eitt átti að vera "Plöntur og dýr voru grafin mjög hratt." en var í raun "Steingervingar eru m.a. í lögum sem myndast við það að smádýr sem lifa á yfirborði sjávar falla niður á botninn.

Fyrir steingerving til að myndast þá þarf hann að grafast hratt; það á ekki að vera neinn ágreiningur um það. Kalklögin eru sérstök af því að kalkið safnast saman þegar skeldýrin deyja og þau þurfa ekki að grafast hratt til að kalklagið sjálft myndist. 

Hjalti
Og eru þetta rök sem eru samþykkt af jarðfræðingum eða eru þetta einhver rök sem þú finnur bara hjá AiG?

Margir jarðfræðingar í dag kalla sig "neo Catastrophists" af því þeir telja að margt í jarðlögunum er best útskýrt með hamförum en nota orðið "neo" til að aðgreina sig frá þeim gömlu sem tengdu hamfarirnar við Nóaflóðið.

Hjalti
Þarna ertu bara að endurtaka fullyrðinguna. Hvað hefurðu til þess að styðja þessa fullyrðingu?

En ég skil ekki hvernig þú ætlar að fá hrein lög í einhverjum náttúruhamförum sem eiga t.d. að grafa Miklagljúfur, reisa upp Evrest-fjallið og lagt niður nánast öll þau lög sem við sjáum í dag.

Endurtaka rökin af því að það var eins og þau komust ekki til skila.  Þú getur fengið hrein lög með því að grafa mikið magn á stuttum tíma.  Hvernig þetta allt saman gerðist er stærra viðfangsefni, ef áhugi er fyrir hendi geturðu kíkt á þetta sem fjallar um það, sjá: http://static.icr.org/i/pdf/technical/Can-Flood-Geology-Explain-Thick-Chalk-Layers.pdf

Hjalti
En ég skil ekki hvernig þú ætlar að fá hrein lög í einhverjum náttúruhamförum sem eiga t.d. að grafa Miklagljúfur, reisa upp Evrest-fjallið og lagt niður nánast öll þau lög sem við sjáum í dag

Hvernig geologic column myndaðist er sér umræða sem ég þarf að taka líka fyrir. Góð byrjun væri hérna: http://biblicalgeology.net/General/geologic-column.html

Mofi, 4.12.2009 kl. 14:34

54 identicon

Þetta er stórmerkileg röksemdarfærsla... ég kem með gögn sem sýna hvernig Himalaya varð til, þú kemur síðan og heldur einhverju öðru fram

Ég bið um eitthvað sem skýrir það nánar sem þú ert að halda fram, þú finnur það ekki...

Heldur því svo fram að ég sé eingöngu að vísa í yfirvald, jafnvel þó að allt það sem finnst af túlkunum og gögnum er sammála því sem ég var að segja?

Eru semsagt rökin þín í þessu máli sú að þú hafir ekki hugmynd um svarið?

Cicero (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 19:12

55 identicon

Þetta er ekkert spurning um að trúa einu eða neinu, allt sem ég skoða sem þeusu viðkemur er með sama svarið

Svar sem þú hefur ekkert í höndunum til að mótmæla

SAMT telur þú þig hafa rétt fyrir þér

Cicero (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 19:13

56 Smámynd: Sigurður Rósant

Sem sagt, Mofi. sögurnar af flóðinu hans Nóa eru þá stórlega ýktar, ranglega staðfærðar og flokkast héðan i frá sem fyrr, undir þjóðsögur Hebrea. Fyrst sagðar mann af manni og síðan skráðar á alls kyns spýtur, laufblöð og tuskudruslur. Þess vegna eru þær svona sundurlausar og óraunverulegar.

Sigurður Rósant, 6.12.2009 kl. 14:05

57 Smámynd: Mofi

Cicero, þú vísaðir í mynd sem kom með ákveðna sögu; ég á mjög erfitt með að kalla það að vísa í gögn, þú vísaðir í skoðun.  Ég hefði gaman að sjá þín rök fyrir hvernig Himalaya fjöllin urðu til. Hérna er bara að ræða mál sem ég hef ekkert kynnt mér ýtarlega svo get ekkert rökrætt neitt almennilega fyrr en ég hef gert það.

Rósant,  af hverju eiginlega?

Mofi, 7.12.2009 kl. 10:24

58 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Mofi skrifar eitthvað sem enginn tekur mark á. Nema Vantrúarfólk. Þau eru strax mættu í sandkassann hjá honum. Leiktu við okkur! Lige børn leger bedst.

Jakob Andreas Andersen, 7.12.2009 kl. 22:31

59 Smámynd: Mofi

Jakob, ég þekki marga kristna sem trúa því sama og ég svo það tekur mark á mér. Ef þú vilt bæta Vantrúarfólkinu við hópinn þá er þetta alls ekki svo slæmur hópur, þeir sem trúa og þeir sem ...vantrúa :)

Mofi, 8.12.2009 kl. 11:41

60 identicon

ég vísaði ekki í mynd Halldór.... hún var bara aukaefni, reyndu nú að fara sína þá kurteisi að skoða það sem fólk er að benda þér á hérna

Cicero (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 16:54

61 Smámynd: Mofi

Cicero, ef þú bentir á eitthvað annað þá missti ég af því. Þú vitnaðir í sögu um hvernig þetta á að hafa gerst, varstu að tala um það?

Mofi, 9.12.2009 kl. 09:39

62 identicon

Vitnaði ég í sögu?

Hvað er eiginlega að þér Halldór.... ég vitnaði í stuttan útdrátt um þá viðurkenndu vísindalegu niðurstöðu um tilurð Himalaya

Er það saga?

Þú hefur ekki vitnað í nokkurn skapaðan hlut máli þínu til stuðnings annað en þín eigin orð

Viltu fleiri heimildir?

Ætlar þú að lofa að lesa það ef ég birti það hér?

Cicero (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 20:02

63 Smámynd: Sigurður Rósant

Heyrðu mig, Mofi. Hér eru fróðir menn búnir að vitna í heimildir sem segja að landrek hafi orsakað þessar myndanir á berg- og setlögum sem virðast í boga, lóðréttar og á haus.

Treystirðu ekki á að landrekskenningin sé sönn?

Hefurðu aldrei staðið á glóandi hrauni, eins og margir Íslendingar?

Sigurður Rósant, 9.12.2009 kl. 22:04

64 Smámynd: Mofi

Cicero, já, þú vitnaðir í menn sem hafa skáldað upp sögu um hvernig þetta gerðist. Það er í góðu lagi en hvernig dettur þér í hug að þarna er um rök að ræða?  Vil ég fleiri sem endurtaka sömu sögu? Nei, auðvitað ekki, það hefur ekkert vægi fyrir mig.  Ég hef ekki verið að rökræða þetta af því eins og ég sagði þér þá hef ég ekki kynnt mér þetta nógu vel enda ekki það sem greinin fjallar um.  Ef þú ert með rök, þá væri gaman að sjá þau.

Rósant, Ég get alveg vísað í "heimild" þar sem sköpunarsinni segir hvernig þetta gerðist.  Mér finnst bara þess háttar pissukeppni barnaleg.  Í grunninn þá eru sköpunarsinnar alveg sammála þróunarsinnum að landrek hafi orsakað þetta, ágreiningurinn er aðeins um tímaskalann.

Mofi, 10.12.2009 kl. 08:35

65 identicon

Nei Halldór, ég kem ekki með frekari heimildir fyrr en þú í það minnsta gerir tilraun til að hrekja það sem ég benti þér á - og gerðu það með heimildum, ekki bara einhverju úr hausnum á þér

Og í leiðinni máttu afsanna landrekskenninguna, því það er það sem þú þarft að gera til þess að hrekja það sem ég hef þegar bent þér á

http://www.pbs.org/wgbh/nova/everest/earth/birth.html

Hér er smá upphitun fyrir þig

http://www.gly.fsu.edu/~salters/GLY1000/15Continents/Slide9.jpg

http://www.gly.fsu.edu/~salters/GLY1000/15Continents/Slide10.jpg

 Áttaðu þig svo á einu Halldór, það sem þarna er haldið fram er auðveldlega hægt að staðfesta af þeirri einföldu ástæðu að þetta er enn að gerast... þetta er með öðrum orðum mælanlegt, og það nokkuð nákvæmlega með nýjustu gps tækni

Nú skalt þú segja mér hvernig þessi fjöll urðu til, hvernig og hvenær

Cicero (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 15:00

66 Smámynd: Mofi

Cicero, ef þú kemur með rök þá er hægt að reyna að svara þeim rökum. Varðandi landsrekskenninguna þá er ég alveg sammála henni nema að því leiti að ég held að þetta gerðist hraðar í fortíðinni.

Mofi, 10.12.2009 kl. 15:17

67 identicon

Afhverju ætti ég að eyða tíma mínum i það... þú sagðir það sjálfur hér ofar að þú fyndir ekki neitt um sköpun Himalaya sem stangaðist á við almennt viðurkennda skýringu þess - hvaða rök ætlar þú þá að nota?

Þín rök eru semsagt eftirfarandi

- Almennt viðurkennd tilurð þessara fjalla er röng, jafnvel þó hún standist fullkomlega í samhengi við landrekskenninguna

- Hún er líka röng jafnvel þó að það líkan sem búið hefur verið til sé í fullkomnu samhengi við það sem hægt er að mæla nú í dag, þín rök eru semsagt sú að þetta hafi eingöngu gerst hraðar

- Þú finnur engar heimildir fyrir því sem þú ert að segja, samt hefur þú rétt fyrir þér á meðan nokkurn veginn allir vísindamenn sem starfa á þessu hafa rangt fyrir

- Þú hefur ekki bent á neitt sem staðfestir það sem þú ert að segja og hrekur það sem þér hefur verið bent á nema einhverjar hugmyndir sem þú sjálfur hefur um þetta.

- Þú krefur mig núna um frekari gögn, jafnvel þó að þú hafir enn engin gögn fram að færa og hefur viðurkennt að finna ekkert um þetta

Finnst þér þetta hljóma gáfulega?

Cicero (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 22:17

68 Smámynd: Mofi

Cicero, mig langar að rökræða Himalaya fjöllin sérstaklega en ekki fyrr en ég hef kynnt mér það mál almennilega. Ef þú vilt koma með rök fyrir þinni skoðun þá væri gaman að sjá þau þó ég myndi líklegast svara þeim í sér grein þegar ég tek þau sérstaklega fyrir.

Mofi, 11.12.2009 kl. 11:13

69 identicon

Ég hef nú þegar komið með texta, myndir til útskýringar ásamt texta úr annarri átt en sá fyrsti...

Ég eyði ekki mínútu til viðbótar fyrr en ég sé eitthvað frá þér sem styður það sem þú ert að segja - en þú þarft engar áhyggjur að hafa af því að gögnin eru til staðar

En bara svona til að hafa það á hreinu... þá ert þú núna búinn að fullyrða það að almennt viðurkennd jarðfræðileg saga Himalaya sé röng án þess að hafa til hlítar kynnt þér málið?

En heilbrigð nálgun

Cicero (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 11:37

70 identicon

Ég skil ekki alveg svona sköpunarþróunarrök Mofi og eða tilganginn.... ef guð þinn gaf þér skynsemi, af hverju ekki að nota þá gjöf.

tilveran og eða guð verða ekkert merkilegri við að fara gegn skynsemi, þvert á móti verður boðskapurinn broslegur.. þ.e.a.s. ef menn reyna að fella sögu heimsins að biblíu sem er meira og minna líkingamál, að reyna að fella bókstafsskilning á trúarheimspekilegu riti að vísindum byggðum á þekkingu, rökum og skynsemi.

Þetta er kjörin leið til að gera lítið úr guðinum og um leið að byggja upp tilvistargrundvöll fyrir vantrúarhópa. 

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 14:09

71 Smámynd: Mofi

Ólafur
Ég skil ekki alveg svona sköpunarþróunarrök Mofi og eða tilganginn.... ef guð þinn gaf þér skynsemi, af hverju ekki að nota þá gjöf.
Ég er að nota þá gjöf. Ég er að skoða hvort að orð Guðs um hvað gerðist í fortíðinni passi við það sem við sjáum í dag. Hérna kem ég með dæmi um atriði sem ég tel styðji þessa frásögn.

Mofi, 11.12.2009 kl. 15:20

72 Smámynd: Mofi

Ólafur, það sem er virkilega óvísindalegt er að athuga ekki hvort að gamall vitnisburður um fortíðinni passi við staðreyndirnar eða ekki.

Mofi, 11.12.2009 kl. 15:22

73 identicon

Mofi

 það sem er virkilega óvísindalegt er að athuga ekki hvort að gamall vitnisburður um fortíðinni passi við staðreyndirnar eða ekki.

vegna þess að við erum mun upplýstari í dag og þetta er svo út úr öllum veruleika að ætla að skapa þróunina til að falla að gamalli helgisögn !?.. og hvað á það að sanna, líklega er þetta allt misskilningur að hlutir eigi að vera bókstaflegir.  Reyndar mín skoðun að þeir eigi ekki að túlkast bókstaflega.

Hefur þér t.d. aldrei dottið í hug að Nóaflóðið sé cosmologískt myndlíkingamál ?

afverju ekki bara að skoða lífsverkið með raunvísindaaugum og skoða þar með það sem guð þinn er að gera... taka nebbann upp úr gömlu prentsvertunni og skoða náttúruna eins  og hún er beint af kúnni.

kannski er raunvísindamaðurinn sá sem guð þinn valdi og eða skapaði til að sjá um rannsóknir á náttúrunni en ekki bókstafstrúarmaðurinn ?

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 17:52

74 identicon

Ég er enn að bíða Mofi

Í leiðinni máttu segja mér hvenær Himalaya urðu til og hvað það tók langan tíma

Cicero (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 18:58

75 Smámynd: Mofi

Ólafur, mér hefur dottið margt í hug en mér finnst samt að gögnin passi best við bókstaflegan lestur þessarar sögu. Hvað er að því að rannsóknir á náttúrunni staðfesti grundvallar sannleik þess að Guð skapaði jörðina og að Nóa flóðið raunverulega gerðist?  Eitt sem gleymist oft í þeirri umræðu er karakter Guðs. Málið er að það er stór munur á Guði sem skapar allt gott og guði sem skapar í gegnum dauða og þjáningu, sem sagt þróun og baráttuna við að halda lífi.

Cicero, ég er ekki frá því að ég er enn að bíða eftir grein frá þér :)  

Hérna er hljóðfæll þar sem hvernig sköpunarsinnar sjá þetta, sjá: http://www.icr.org/radio/view/516/   - smella á Download MP3

Þetta er auðvitað bara einföld útskýring og nokkur rök; ekkert ýtarlegt.

Mofi, 13.12.2009 kl. 13:42

76 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Nokkrar spurningar tengdu svari þínu til Ólafs:

  1. Heldurðu að fólkið sem gvuð drap í syndaflóðinu hafi þjáðst?
  2. Heldurðu að þú, já eða bara heimurinn og mannkynið eins og það er, væri til ef gvuð hefði ekki drekkt svo til öllu lífi fyrir 4500 árum?

Sveinn Þórhallsson, 13.12.2009 kl. 14:02

77 identicon

Eins og ég sagði... þá hef ég bent á texta, myndir með útskýringum og ég get bakkað þetta upp með vísun í heimildir - sé samt ekki að það skipti máli því þú kynnir þér það ekki...

Ég mun ekki eyða tíma í þetta fyrr en þú sýnir fram á það að þú hafir eitthvað í höndunum til að bakka upp fullyrðingu þína hérna ofar um að þetta hafi gerst hraðar

En ég get alveg sett saman einhvern texta... fyrst þarf ég að vita hverju þú ert að halda fram svo ég geti skoðað það út frá því - þessvegna vil ég vita hvað þú heldur að þetta hafi tekið langan tíma og hvenær þetta á að hafa gerst

Getur þú ekki svarað því?

Cicero (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 14:46

78 Smámynd: Mofi

Sveinn,

1. já, ég held það.
2. ég kannski skil ekki spurninguna alveg. Ég held að mannkynið væri enn til en veröldin væri allt öðru vísi.

Cicero, hlustaðir þú ekki á mp3 sem ég benti þér á?  Frekar stutt og fer yfir hvernig sköpunarsinnar sjá þetta og nokkur rök fyrir þeirri afstöðu.

Mofi, 13.12.2009 kl. 15:44

79 identicon

Takk Mofi fyrir þessa stórkostlegu skemmtun

Í fyrsta lagi er sérfræðingurinn jarðfræðingur sem fékk sína BS gráðu með því að skrifa ritgerð um margra miljóna ára gamla steina (ætli hann hafi fengið trúna seinna)

En stórkostlegast af öllu var þó útskýring hans á því afhverju Himalayas hafi ekki getað myndast á löngum tíma.... til að útskýra notaði hann sem dæmi 2 bíla sem rekast á hvorn annan á nánast engum hraða, það valdi því að þeir dældist varla (virðist ekki skipta neinu máli þó þeir haldi áfram að rekast saman í 70 miljón ár)

Rekist 2 bílar hinsvegar saman á miklum hraða þá sjást ummerki á bílunum sem svipi til fjallgarðs (ekki veit ég hvaða bílslysamyndir hann hefur verið að skoða)

En já, Himalayas urðu semsagt til á nokkrum vikum á meðan nóaflóðinu stóð, ásamt öðrum stærstu fjallgörðum heimsins

Eitthvað hefur nú verið slæmt í sjóinn hjá Nóa greyinu á meðan yfir jörðina gengu hamfarir sem myndu láta stærstu jarðskjálfta veraldarsögunnar líta út eins og bárur á lygnu vatni..

Einnig fannst mér áhugavert að heyra þennan jarðfræðing tala um það að þetta gæti ekki hafa gerst á svona löngum tíma vegna þess að þá sæjum við það í dag

Ætli það hafi gleymst að segja honum að hækkun Himalaya ár frá ári er vel mælanleg?

Þess má einnig geta að ég heyrði ekki en einustu rök fyrir því sem hann var að halda fram... hann einfaldlega sagði það og þá á það að vera rétt, engar vísanir í rannsóknir eða nokkuð annað sem gæti hugsanlega staðfest bullið sem uppúr honum vall...

Hann hefur merkilegt nokk heldur aldrei fengið nokkuð birt eftir sig um þetta efni í neinu vísindariti enda hefur hann eftir því sem best verður komist aldrei starfað að neinu sem tengist plötuhreyfingum....  biblíuna notaði hann hinsvegar til að staðfesta að plöturnar svokölluðu komu fyrst til í Nóaflóðinu

Ég ætla að taka mér tíma í að kynna mér þennan mann frekar og koma svo með ítarlegri svör

Á meðan vil ég benda þér á Mofi að þú hefur enn ekki komið með neitt sem staðfestir það sem þú ert að segja... annað en orð þessa manns sem hafði ekkert að baki sínum orðum nema einmitt það - sín orð

En hey.... það er svosem séns að hann hafi rétt fyrir sér á meðan allir hinir jarðfræðingarnir séu bara kjánar

Cicero (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 17:00

80 identicon

There appear to be two geologists living, working and publishing in Australia under the name of Dr Andrew A Snelling. Both have impressive (and identical) scientific qualifications - a BSc (Hons), in Geology (University of NSW) and a PhD, for research in uranium mineralisation (University of Sydney).

Curiously, both Drs Snelling use the same address (PO Box 302, Sunnybank, Qld, 4109), which they share with an organisation called the Creation Science Foundation (CSF), the coordinating centre for fundamentalist creationism in Australia.

But the really strange thing about this is that the views of these two Drs Snelling, on matters such as the age of the earth and its geological strata, are diametrically opposed. This article, the result of my extensive searches through the literature, highlights this remarkable coincidence and poses some serious questions of credibility for the Creation Science Foundation and for either or both of the Drs Andrew A Snelling.

Svo mæli ég með að þú lesir þetta

http://www.noanswersingenesis.org.au/realsnelling.htm

http://www.noanswersingenesis.org.au/snelling_flood_geology.htm

Cicero (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 17:08

81 identicon

Bara svona til að summa þetta upp... þá er þessi maður augljóslega lygari

Hann skrifar greinar og ritgerðir um steina sem eru meira en 2500 miljón ára gamlir á sama tíma og hann er að skrifa greinar um unga jörð

Er í alvöru hægt að taka mark á svona manni Mofi

grínlaust?

Cicero (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 17:22

82 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

1. já, ég held það.
2. ég kannski skil ekki spurninguna alveg. Ég held að mannkynið væri enn til en veröldin væri allt öðru vísi.
Er þá rangt að segja að gvuð hafi skapað veröldina eins og hún er með dauða og þjáningum?

Sveinn Þórhallsson, 13.12.2009 kl. 20:30

83 Smámynd: Mofi

Cicero, ég veit ekki betur en sköpunarsinnar tala frekar um hvað steinarnir mælast í aldri en eru ekki að taka undir að þeir sjálfir trúi að þær mælingar eru réttar.  Þú vonandi skilur að það veit enginn að steinarnir eru 2500 miljón ára gamlir?

Sveinn,  já, ég tel það. Spurningin er hver orsakaði hvað. Hvort að frjáls vilji manna hafi orsakað dauða og þjáningu eða hvort Guð hafi gert það. Má segja að Guð skapaði veröldina með þeim möguleika að dauði og þjáning gæti komið inn í veröldina.

Mofi, 14.12.2009 kl. 11:25

84 identicon

Lestu bara það sem ég setti þarna inn, það er ekki langt

Hlustaði ég ekki á það sem þú bentir mér á?

Hvernig væri að sýna sömu kurteisi?

Eftir situr að það eina sem þú hefur fyrir þínum orðum er tvísaga jarðfræðingur sem virðist lifa tvöföldu vísindalegu lífi, Annað sem sköpunarsinni og hitt sem hefðbundinn jarðfræðingur

Fannst þér líkindin við árekstur tveggja bíla meika mikið sense mofi?

Cicero (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 12:24

85 Smámynd: Mofi

Cicero, hvað akkúrat er það sem þú bentir mér á sem þér finnst skipta máli í þessari umræðu?  Þú t.d. bentir mér á greinar um landrekskenninguna en ég er þegar sammála henni fyrir utan hraðan svo lítið að græða á þeim lestri.

Mér finnst árekstur tveggja bíla vera gott til að útskýra ákveðinn punkt. Hægur árekstur hefur öðru vísi afleiðingar en hraður og mér finnst ég sjá ummerki um miklar hamfarir þegar ég horfi á Himalaya fjöllin en ekki árekstur upp á tvö centimetra á ári.

Mofi, 14.12.2009 kl. 13:43

86 identicon

Finnst þér það gott dæmi já...   ertu semsagt sammála því að ef þú klessir saman tveimur bílum á nánast engum hraða undir jöfnum gríðarlegum þrýstingi í 70 miljón ár þá muni þeir varla svo mikið sem beyglast? (þetta er það sem vinur þinn sagði í þessum hljóðbút)

Finnst þér líklegt að Örkin hans Nóa hefði lifað af þær sjóhamfarir sem hefðu verið í gangi ef plötur hefðu verið að rekast saman af svo miklu afli að Himalaya fjölllin, Andes fjöllin og fleiri af stærstu fjallgörðum heims hafi verið að myndast á sama tíma undir yfirborði vatnsins?

Finnst þér líklegt að ef þú hefðir skellt saman tveimur plötum af svona miklu afli að úr hefði orðið fjallgarður í því formi sem Himalayafjöllin eru? Breiðust neðst og svo þynnri eftir því sem þau verða hærri?

Þekkir þú einhverja bergtegund sem myndi hlaðast upp á þann hátt í þeim aðstæðum en ekki bara molna...?

Þú sérð merki um miklar hamfarir í Himlaya en sérð ekki þann einfalda sannleik að þessi skýring sem þú hafnar sé eitthvað sem er í gangi nú þegar og passar fullkomlega við þá skýringu sem jarðfræðin hefur.

Með öðrum orðum, þá hafnar þú því sem hægt er að sjá í dag með berum orðum sem skýringu en heldur þvi þess í stað fram að þetta hafi gerst á hátt sem að mati 99% vísindamanna á viðkomandi sviði telur ekki fræðilega mögulegt... þetta gerir þú án þess að hafa nokkuð í höndunum sem staðfestir þína skýringu (þú hefur í það minnsta ekki getað dregið það fram hér)

Ég hef núna ítrekað beðið þig um einhvern gögn sem staðfesta það sem þú ert að halda fram með aukinn hraða á plötuhreyfingum, enn hefur þú ekkert borið á borð annað en orð manns sem er ekki áreiðanlegri en svo að einn daginn skrifar hann greinar um gamla jörð og þann næsta skrifar hann um unga jörð

Hvað linkana sem ég sendi þér varðar þá skiptir það kannski ekki máli að þínu mati annarssvegar þar sem sýnt er fram á sviksemi þíns eina heimildarmanns hingað til og svo hinsvegar þar sem sýnt er fram á hvernig hann beygir sannleikann til að koma boðskap sínum um flóða jarðfræði fram

Þú verður að eiga það við þig sjálfan þá

Enn bíð ég eftir gögnum frá þér.... orð einhvers manns útí bæ er tæpast nóg til að kollvarpa 160 ára rannsóknum samfélags jarðfræðinga

Cicero (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 14:21

87 Smámynd: Mofi

Cicero
Finnst þér það gott dæmi já...   ertu semsagt sammála því að ef þú klessir saman tveimur bílum á nánast engum hraða undir jöfnum gríðarlegum þrýstingi í 70 miljón ár þá muni þeir varla svo mikið sem beyglast? (þetta er það sem vinur þinn sagði í þessum hljóðbút)

Allt öðru vísi beyglur en í hörðum áresktri.  Hann sagði síðan að þú fengir varla rispu ef það væri einn tveir centimetrar á ári og það gæti vel staðist.

Cicero
Finnst þér líklegt að Örkin hans Nóa hefði lifað af þær sjóhamfarir sem hefðu verið í gangi ef plötur hefðu verið að rekast saman af svo miklu afli að Himalaya fjölllin, Andes fjöllin og fleiri af stærstu fjallgörðum heims hafi verið að myndast á sama tíma undir yfirborði vatnsins?

Fer allt eftir hraðanum og hans staðsetningu.

Cicero
Finnst þér líklegt að ef þú hefðir skellt saman tveimur plötum af svona miklu afli að úr hefði orðið fjallgarður í því formi sem Himalayafjöllin eru? Breiðust neðst og svo þynnri eftir því sem þau verða hærri?

Endilega útskýrðu þennan punkt þinn betur.

Cicero
Þekkir þú einhverja bergtegund sem myndi hlaðast upp á þann hátt í þeim aðstæðum en ekki bara molna...?

Ég er á því að það er miklu líklegra að bergtegundin myndi molna ef þetta gerist mjög hægt en brotna í miklu stærri einingar ef þetta gerist hratt.

Cicero
Ég hef núna ítrekað beðið þig um einhvern gögn sem staðfesta það sem þú ert að halda fram með aukinn hraða á plötuhreyfingum,

Og ég hef sagt þér að ég hef ekkert skoðað þetta mál sérstaklega og þess vegna hef ekkert mikið um það að segja... 

Varðandi Snelling ( það voru nú fleiri sem tjáðu sig þarna en hvað með það ) þá geta sköpunarsinnar lent í því að þurfa að halda sínum skoðunum út af fyrir sig þegar kemur að greinum í ýmis tímarit vegna fordóma. Það kemur mér ekkert á óvart að Snelling hefur gert greinar í vísindarit þar sem hann er ekki að tjá sig um unga jörð og flóð. Ég sé það ekki sem óheiðarleika.

Mofi, 14.12.2009 kl. 15:16

88 identicon

Allt öðru vísi beyglur en í hörðum áresktri.  Hann sagði síðan að þú fengir varla rispu ef það væri einn tveir centimetrar á ári og það gæti vel staðist

Þú gerir þér grein fyrir því að 2 sentimetrar á ári 70 miljón ár eru rúmlega 2000 kílómetrar er það ekki?

Heldur þú að það yrði mikið eftir af 2 bílum ef þeim yrði þjappað saman 2000 kílómetra - gerir þú þér í alvöru ekki grein fyrir því hversu fáránlega heimskuleg þessi samlíking hans er?

Fer allt eftir hraðanum og hans staðsetningu.

Og hans staðsetningu?  Heldur þú að það myndi skipta einhverju máli hvar þú værir á hnettinum ef það væru í gangi í 2 vikur átök sem væru margfaldir sterkustu jarðskjálftar í sögu jarðar?

Á mörgum stöðum í einu... Ural fjöll, Rocky mountains, Himalaya, Andes og fleiri

Endilega útskýrðu þennan punkt þinn betur.

Það er voðalega erfitt að útskýra þetta fyrir einhverjum sem hefur ekkert kynnt sér efnið...  plöturnar eru ekki að skella saman eins og bílar sem keyra hvorn á annan, heldur er annar flekinn að fara undir hinn og þannig ýtir hann því sem er fyrir ofan hann upp - skoðaðu myndirnar sem ég setti inn hérna ofar

http://www.gly.fsu.edu/~salters/GLY1000/15Continents/Slide9.jpg

http://www.gly.fsu.edu/~salters/GLY1000/15Continents/Slide10.jpg

Ég er á því að það er miklu líklegra að bergtegundin myndi molna ef þetta gerist mjög hægt en brotna í miklu stærri einingar ef þetta gerist hratt.

Halló mofi... ÞETTA ER AÐ GERAST MJÖG HÆGT ENN ÞANN DAG Í DAG og það er ekkert að molna

Hvaðan hefur þú svona speki?

Og hvað áttu við með brotna í stærri einingar... ertu að segja að Himalaya fjöllinn séu einhver risastór brot, leyfar af fornum árekstri?

Varðandi Snelling ( það voru nú fleiri sem tjáðu sig þarna en hvað með það )

Þáttarstjórnandinn já... hann er nú varla sérfræðingur um efnið er það? 

Og hann er ekkert að halda skoðunum sínum útaf fyrir sig

Drullastu nú til að lesa það sem þér er bent á hérna

Sýndu mér sömu kurteisi og ég sýni þér... það er gjörsamlega óþolandi að þurfa að vera mata hérna ofan í þig og leiðrétta misskilning þinn á einhverju sem þú nennir ekki að lesa

Cicero (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 17:52

89 Smámynd: Mofi

Cicero
Heldur þú að það yrði mikið eftir af 2 bílum ef þeim yrði þjappað saman 2000 kílómetra - gerir þú þér í alvöru ekki grein fyrir því hversu fáránlega heimskuleg þessi samlíking hans er?

Voðalega áttu erfitt með að skilja punktinn með þessari líkingu... alveg magnað.  Þetta er ekkert spurning um hve mikið væri eftir af bílunum heldur eðli árektursins og áhrifin á efnið. Áhrifinn af hörðum árekstri og áhrifin af ýkt hægum árekstri.

Cicero
Og hans staðsetningu?  Heldur þú að það myndi skipta einhverju máli hvar þú værir á hnettinum ef það væru í gangi í 2 vikur átök sem væru margfaldir sterkustu jarðskjálftar í sögu jarðar?

Auðvitað... þetta er á ákveðnum svæðum svo augljóslega eru sum svæði hættulegri en önnur.

Cicero
Það er voðalega erfitt að útskýra þetta fyrir einhverjum sem hefur ekkert kynnt sér efnið...  plöturnar eru ekki að skella saman eins og bílar sem keyra hvorn á annan, heldur er annar flekinn að fara undir hinn og þannig ýtir hann því sem er fyrir ofan hann upp - skoðaðu myndirnar sem ég setti inn hérna ofar

Auðvitað veit ég það; það kom meira að segja fram í því sem ég benti þér á að hlusta á.

Cicero
Og hvað áttu við með brotna í stærri einingar... ertu að segja að Himalaya fjöllinn séu einhver risastór brot, leyfar af fornum árekstri?

Ekki beint, aðeins að þetta virkar sem leyfar af hamfarakenndum atburði en ekki eitthvað sem gerðist ýkt hægt.

Cicero
Þáttarstjórnandinn já... hann er nú varla sérfræðingur um efnið er það?

Nei, fleiri...

Mofi, 15.12.2009 kl. 10:45

90 identicon

Voðalega áttu erfitt með að skilja punktinn með þessari líkingu... alveg magnað.  Þetta er ekkert spurning um hve mikið væri eftir af bílunum heldur eðli árektursins og áhrifin á efnið. Áhrifinn af hörðum árekstri og áhrifin af ýkt hægum árekstri.

Í fyrsta lagi er EKKI um árekstur í beinni merkingu þess orðs að ræða... í öðru lagi, reyndu nú að ímynda þér að framenda bíls sé þrýst löturhægt undir annan bíl undir stöðugum þrýstingi... heldur þú að framendi þess bils sem farið er undir lyftist ekki upp?

Auðvitað... þetta er á ákveðnum svæðum svo augljóslega eru sum svæði hættulegri en önnur.

Manstu eftir flóðuðunum í Asíu fyrir nokkrum árum síðan? Þau urðu vegna jarðskjálfta í órafjarlægð frá flóðasvæðunum... reyndu nú að ímynda þér margfalt sterkari jarðskjálfta, í gangi stöðugt í 2 vikur útum allan heim....

Auðvitað veit ég það; það kom meira að segja fram í því sem ég benti þér á að hlusta á.

Hvað er það þá sem þú ert ekki að skilja? Það hlýtur að segja sig sjálft að ef þú skellir saman tveimur jarðflekum saman af gríðarlegu afli að þá staflast grjóthart berg ekki svona upp

 Hvernig er hægt að vera svo blindur að hafna þeirri skýringu sem hægt er að sannreyna með því að skoða hvernig þetta gerist enn þann dag í dag og halda í staðinn upp skýringu sem ekki er hægt að sanna á nokkurn hátt, er ekki byggð á neinum gögnum og er sögð röng af svo til öllum sérfræðingum á viðkomandi sviði

Ekki beint, aðeins að þetta virkar sem leyfar af hamfarakenndum atburði en ekki eitthvað sem gerðist ýkt hægt.

Nei Halldór, ef þú samþykkir tímarammann þá gengur þetta fullkomlega upp skv kenningum jarðfræðinga...

Svo má benda á að ef þetta væru leifar af hamfarakenndum atburði eins og þeim sem þú ert að lýsa þá væru þessi fjöll varla búin til úr samfelldum fyrrum sjávarbotni... það er sumsé auðséð á ummerkjum þarna að um er að ræða landris sem gerst hefur hægt

Hvernig væri að þú hættir núna að tjá þig um þetta og kynnir þér efnið?

Þú hefur enn engin gögn fært fram önnur en orð tvísaga jarðfræðings á launaskrá ICR

Nei, fleiri...

nú... hverjir?

Cicero (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 11:43

91 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Halldór við erum allir sammála um að hraður árekstur, sbr. bílana, myndi skilja allt önnur einkenni eftir sig en hægur árekstur þegar kemur að landreki.

Nú er málið þannig að hægur árekstur, eins og þú kýst að kalla það, myndi einmitt skilja eftir sig fellingafjöll á borð við Himalaya á löngum tíma. Við sjáum það gerast enn þann dag í dag út um allan heim.

Þannig að þó þú gætir sýnt fram á hraður árekstur myndi skilja svipuð eða sömu einkenni eftir sig (sem þú hefur ekki gert) þá þyrftirðu líka að sýna fram á að viðurkennt jarðreksmódel passi ekki við það sem við sjáum - og þú ert enn lengra frá því.

Sveinn Þórhallsson, 15.12.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband