13.10.2009 | 17:12
Voru þriðjungur af öllum risaeðlu tegundum aldrei til?
Langar að benda á forvitnilega frétt þar sem fjallað er um kenningu sem heldur því fram að alveg þriðjungur af öllum risaeðlu tegundum sem vísindamenn hafa flokkað og gefið nafn var aldrei til. Rökin sem höfundar þessarar kenningar koma með er að ungar risaeðlur litu ekki út eins og litlar útgáfur af foreldrum sínum.
Hérna er sjálf fréttin, sjá: A Third of Dinosaur Species Never Existed?
Þetta ætti að vera ákveðin kennslustund í hve takmörkuð okkar þekking er á þessum horfna heimi.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt 21.10.2009 kl. 11:05 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugavert en:
- Þetta er umdeild tilgáta og ekki almennt viðurkennd enn. Þú vitnar í National Geographic, en ekki ritrýnt vísindarit.
- Meðal raka sem þeir sem að þessari tilgátu standa hafa er að líkt og fuglar ganga risaeðlur í gegnum mikil umbreytingarskeið. Þetta eru aðeins rök ef fuglar eru komnir af risaeðlum, líkt og þróunarkenningin segir.
- T-Rex er enn sér tegund skv. þessari grein, ekki yngri gerð af annarri tegund. Það eru aðrar tegundir sem eru yngri gerðir af T-Rex.
Þetta ætti að vera ákveðin kennslustund í að lesa almennilega heimildir okkar áður en við förum að skrifa um þær.Sveinn Þórhallsson, 13.10.2009 kl. 18:13
Þannig að þú ert til í að samþykkja að 2/3 allra risaeðlutegunda hafi verið til á forsögulegum tímum, löngu áður en manneskjan varð til?
Þar af leiðir: Gvuð gerði það!
Matthías Ásgeirsson, 13.10.2009 kl. 18:22
En Dóri minn, það stendur skýrt í þessari frétt sem þú vísar í:
Þetta er eins og sagt er þarna; um er að ræða umdeilda kenningu, og á meðan þetta er aðeins kenning getum við ekki gleypt við því sem heilögum sannleik. Það er ekki gáfulegt, eða hvað?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.10.2009 kl. 22:30
Þetta er ekki kenning ennþá, heldur "hypothesis", í orðræðu vísindamanna er mikill munur á. Það væri áhugavert ef hún væri rétt en það á einfaldlega eftir að koma í ljós með frekari rannsóknum hvort hún fái og haldi merkinu "theory".
Styrmir Reynisson, 14.10.2009 kl. 08:16
Ég er ekkert að segja að þetta er pottþétt rétt, þetta er forvitnilegt og það verður gaman að fylgjast með umræðum um þetta.
Mofi, 14.10.2009 kl. 08:23
Takk, ég las þetta vitlaust hjá þeim. Nanotyrannus var þessi tegund sem þeir telja vera yngri útgáfu af T-Rex.
Það er nú bara augljóst af því að horfa út um gluggann Matti :)
Mofi, 14.10.2009 kl. 08:44
Enn eitt dásamlegt dæmið um að vísindaleg þekking leiðréttir sig sjálfa, og er opin fyrir leiðréttingum og betrumbótum. Alltaf skulu trúmenn líta á það sem veikleika, en ekki styrk, sem það þó er.
Kannski verður Guð einn daginn tekinn inn í kerfið af því að gögn sýna fram á tilvist hans. Þá eiga menn ekki eftir að kvarta yfir að vísindin leiðrétti sig, ha? ;)
Kristinn Theódórsson, 15.10.2009 kl. 07:18
Kristinn, góður punktur :) Kannski er dagurinn í dag þessi dagur?
Mér finnst dáldið eins og í huga margra þá eru "vísindin" einhver ákveðin skoðun sem allir vísindamenn samþykkja. Persónulega finnst mér óleystar ráðgátur og ólík viðhorf það sem gera vísindin skemmtileg.
Mofi, 15.10.2009 kl. 08:34
Hmm já en það verða sjálfsagt fáar ráðgátur eftir ef við leyfum okkur að svara hlutunum með "gvuð gerði það", eins og við erum að ræða á öðrum þræði, ekki satt?
Sveinn Þórhallsson, 15.10.2009 kl. 09:22
Sveinn, við höfum miljón ráðgátur í því bara að finna út hvernig þetta allt saman virkar svo skortur á ráðgátum er ekki vandamál. Að reyna að láta sér detta í hug lausnir á því hvernig náttúrulegir ferlar fóru að því að setja eitthvað saman gæti verið algjör tímasóun ef þeir eru ekki á bakvið þetta.
Einn leysir ráðgátu með því að segja að tilviljanir og náttúruval bjó eitthvað til og annar leysir sömu ráðgátu með því að segja að vitsmunavera bjó þetta til.
Mofi, 15.10.2009 kl. 10:02
Vitsmunavera er ekki anstætt við náttúrulega ferla Halldór, hversu oft þarf að segja þetta?
Yfirnáttúra er andstæðan!
Sveinn Þórhallsson, 15.10.2009 kl. 10:05
Þú virðist eiga eitthvað vandamál með einhverja yfirnáttúru en ég glími ekki við það vandamál. Ég veit ekki einu sinni hvað yfirnáttúra þýðir í þínum huga. Fyrir mig er Guð vitsmuna vera en það gerir Hann ekki náttúrulegan. Hann er yfir náttúrulögmálunum en það þýðir ekki að hann er andstæða þeirra. Það er ekki eins og alþingi eða löggjafinn er andstæða þeirra laga sem það setur þó það hafi vald til að breyta lögum.
Mofi, 15.10.2009 kl. 10:34
Það er heldur ekki eins og Alþingi er undanskilið þeim lögum sem það setur - dæmið þitt á ekki við.
Hættum þessum feluleik og kallaðu hlutina bara það sem þeir eru.
Sveinn Þórhallsson, 15.10.2009 kl. 10:50
Alþingi hefur vald til að breyta lögum, það er punkturinn. Enginn feluleikur hérna í gangi...
Mofi, 15.10.2009 kl. 11:27
Veistu, það þýðir ekkert að ræða við þig. Þú ert algjörlega staurblindur og tekur engum rökum. Þú ert fyrir lifandi löngu búinn að ákveða hvernig hlutirnir ættu að vera og ekkert fær þig til að hugsa þig um.
Sveinn Þórhallsson, 15.10.2009 kl. 11:35
Skondið en ég hugsa einmitt hið sama um þig :)
Þú vilt einfaldlega útiloka Guð með heimspeki en ekki fylgja gögnunum í þá átt sem þau benda. Ég bara fatta ekki þannig hugmyndafræði.
Mofi, 15.10.2009 kl. 11:40
Ég útiloka gvuð ekki úr vísindum út af heimspeki. Ég útiloka hann vegna þess að það er ekki hægt að rannsaka hann og ef við þurfum að taka tillit til hans er ekki hægt að treysta aðferðafræði vísindanna.
Það að þú skilir ekki fatta það þrátt fyrir að ég er búinn að tyggja þetta ofan í þig oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sýnir einfaldlega fram á hversu skilningssljór þú ert eða blindaður af eigin trú.
Sveinn Þórhallsson, 15.10.2009 kl. 13:48
Sveinn, þú þarft ekkert að rannsaka Guð, þú getur rannsakað heiminn í kringum þig og ályktað hvað er orsakað af náttúrulegum öflum og hvað ekki. Hvað geta náttúruleg öfl gert og hvað þarf vitsmuni eða jafnvel yfirnáttúrulega krafta. Fylgja gögnunum en ekki fyrir fram hafna svörum af því að trú manns skipar manni svo fyrir. Ef þú getur ekki samþykkt svona einfaldan punkt þá er tilgangslaust að rökræða við framar. Þú ert þá búinn að sýna fram á að gögn og rök skipta engu máli. Hver sannleikurinn er, skiptir þig engu máli. Staðreyndir og gögn vera að beygja sig fyrir þinni trú...
Mofi, 15.10.2009 kl. 13:57
Og svo ég segi það í þrítugasta skipti, við getum ekki dregið þá ályktun nema við getum útilokað alla náttúrulega ferla. Það getum við ekki nema að vita allt um alla náttúrulega ferla. Capice?
Þú vilt draga þessa ályktun áður en við getum með fullvissu sagt neitt til um það frekar en að viðurkenna að við vitum það ekki og halda áfram að spyrja spurninga. Það gerir það að verkum að öllum frekari rannsóknum á fyrirbærinu yrðu álitnar óþarfi og þeim því hætt.
Ég er búinn að útskýra hættuna á þessu og þú viðurkenndir það (eða sagðist ekki vita hvort það myndi gerast þó það liggi í augum uppi).
Ég vil ekki ganga svo langt, ég vil heldur spyrja spurninga, jafnvel þó hætta sé á að við fáum aldrei fullkomið svar (eins og reyndin væri ef yfirnáttúra væri orsök einhvers) heldur en að sitja uppi með gervisvarið "yfirnáttúra gerði það".
Enn eina ferðina Halldór, við getum alveg rannsakað vitsmuni og það er meira að segja gert. Öll fornleifafræðin byggir á því. Við getum hins vegar aldrei ályktað um yfirnáttúrulega krafta frekar en náttúrulega, af því að við getum ekki útilokað alla náttúrulega krafta.
Þú meinar eins og "þróunarkenningin er ekki rétt af því að þá er sköpunarsagan rétt sem þýðir að maðurinn er ekki syndugur sem þýðir að hann þurfti ekki fyrirgefningu sem þýðir að Jesú dó til einskis"?
Í örugglega þrítugasta sinn Halldór, náttúruleg gögn geta ekki bent til yfirnáttúru frekar en til náttúru.
Þetta er nú með því allra vitlausasta sem ég hef lesið. Þú ert gæinn sem vill að tekið verði tillit til yfirnáttúru við vísindarannsóknir og þú sakar mig um að hunsa rök, gögn og staðreyndir? Þvílíkur brandari.
Sveinn Þórhallsson, 15.10.2009 kl. 15:11
Sveinn, ef þú lokar á Guð sem möguleika, lokar á hönnuð eða vitsmuni sem möguleika þá ertu að hunsa gögn og staðreyndir. Þá ertu að velja heimspeki fram yfir rök og gögn. Við verðum seint sammála um þetta og ég sé engan tilgang að rökræða við þig um eitt eða neitt því þú hefur þessa staur blindu heimspeki.
Mofi, 16.10.2009 kl. 11:36
Sveinn Þórhallsson, 16.10.2009 kl. 12:22
Já, svona virka vísindin. Ef ný kennig kemur fram sem getur útskýrt eitthvað betur en gamla kenningin, þá er það í góðu lagi.
Einnar línu speki, 16.10.2009 kl. 13:08
Sveinn, frábært; þá er málið leyst... vonandi... úff, örugglega ekki ef ég þekki þig rétt.
Einnar línu speki, það þarf vitsmuni til að orsaka upplýsingar og forritunarkóða... þetta úrskýrir miklu betur DNA og þær flóknu vélar sem kunna að lesa upplýsingarnar sem þar er að finna en að tilviljanir og efnaferlar orsökuðu þessa hluti. Miklu betri útskýring, doesn't that make you happy! :)
Mofi, 16.10.2009 kl. 13:31
Það er leyst ef þú hættir að tala um hönnuð þegar þú meinar yfirnáttúra eða yfirnáttúrulegur hönnuður.
Sveinn Þórhallsson, 16.10.2009 kl. 14:09
Sveinn, hver og hvernig hönnuðurinn er, er önnur spurning. Eitt í einu takk fyrir.
Mofi, 16.10.2009 kl. 15:09
Nákvæmlega, þess vegna skaltu ekki vera að tala um eitt þegar þú ert raunverulega að meina annað.
Ég frábið mér slík vinnubrögð, þau eru léleg og þau eru óheiðarleg.
Sveinn Þórhallsson, 16.10.2009 kl. 15:33
Sveinn, Þetta er svo mikið kjaftæði. Ég er ekki að fara láta svona heimsku eftir þér; ekki fræðilegur möguleiki. Þegar ég er að tala um hönnuð... viti menn; þá ég er að meina hönnuð. Það ert þú sem glímir við einhverja andúð á yfirnáttúru og vilt troða henni í allt til að geta útilokað þær niðurstöður sem þér líkar illa við.
Þegar ég er að tala um hönnuð þá meina ég hönnuð. Hver hönnuðurinn er, er enn annað umræðu efni; hvort að hann er yfirnáttúrulegur eða ekki eða what ever; annað umræðu efni.
Mofi, 16.10.2009 kl. 15:44
Hönnuður þarf ekki að vera yfirnáttúrulegur. Það er vel hægt að greina hönnun með náttúrulegum (vísindalegum) aðferðum, en ekki yfirnáttúru.
Þú ert ekki að halda því fram að náttúrulegur hönnuður hafi skapað lífið, er það nokkuð? Við ættum nefnilega að geta rannsakað slíkan hönnuð og tilvist hans.
Nei, þú ert að halda því fram að yfirnáttúrulegur hönnuður hafi skapað þetta og heldur því fram að það sé óvísindalegt að segjast ekki geta rannsakað slíkan hönnuð.
Vissulega væri óvísindalegt að segjast ekki vilja rannsaka hönnun eða ekki geta það, en það sama á ekki við um yfirnáttúrulegan hönnuð.
Þess vegna áttu að segja það sem þú raunverulega meinar í stað þessara orðaleikja.
Er þér virkilega fyrirmunað að skilja þetta?
Sveinn Þórhallsson, 16.10.2009 kl. 15:49
Sveinn Þórhallsson, 16.10.2009 kl. 15:50
Þetta kallast víst tilgáta, en ekki kenning Mofi minn. Og það afar umdeild. Trú þín er ekki tilgáta og þaðan af síður kenning, þar sem ekkert hefur stutt hana. Trú þín er trú...punktur. Ekkert annað. Þarf ekkert annað og hefur ekkert inn á svið víinda að gera. Hugaorar, fantasía, draumveruleiki, fabúla...get it?
Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2009 kl. 11:17
Varðandi fyrirsögnina, þá setur maður ekki spurningarmerki á eftir fullyrðingu. Þú þarft að setja spurnarfornafn við setninguna til að það gangi upp. Þú hefur kannski misst af Íslenskutímum eins og öllu öðru í skólagöngu þinni?
Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2009 kl. 11:20
Jón Steinar, ég held að ég sé alveg búinn að fá nóg af þínum móðgunum. Þetta virðist vera það eina sem þú hefur fram að færa, rakka niður annað fólk. Eitt svona í viðbót og ég loka á þig; tilgangslaust að eyða tíma í einhvern sem hegðar sér eins og kvikindi daginn út og inn.
Mofi, 20.10.2009 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.