23.9.2009 | 20:46
Er merki dýrsins tölvukubbur?
Opinberunarbókin er ráðgáta fyrir flesta kristna og þar er stærsta og áhugaverðustu ráðgáturnar "hvað er dýrið" og "hvert er merki dýrsins". Alls konar hugmyndir hafa komið upp eins og t.d. þessar:
- Síða sem sérhæfir sig í þessu en virðist vera alveg úti að aka: http://www.markbeast.com
- Myndband sem færir rök fyrir því að merki dýrsins sé örflaga: http://www.youtube.com/watch?v=l39XsMcyvgA
- Myndband sem flettir saman alveg ótrúlegan skáldskap: http://www.youtube.com/watch?v=KbacGdhuN9k
Vinsælasta hugmyndin er að merki dýrsins er einhvers konar tölvukubbur eða örflaga en er það Biblíulegt?
Það sem að mínu mati útilokar að merkið er örflaga er að Guð refsar þeim sem eru með merki dýrsins með ógurlegum plágum en það væri mjög óréttlátt af Guði að refsa fólki fyrir eitthvað sem Hann hefur aldrei bannað.
Opinberunarbókin 14
9Á eftir þeim kom þriðji engillinn og sagði hárri röddu: Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og lætur setja merki þess á enni sér eða hönd, 10þá skal hann fá að drekka óblandað vín af reiðiskálum Guðs og hann mun verða kvalinn í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins.
Það er til leið þess að forðast þetta merki og fá það aldrei á sig og leiðin er mjög einföld og rökrétt:
Opinberunarbókin 14
12Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.
Ef að þú heldur boðorð Guðs þá muntu ekki fá merki dýrsins. Það líka útskýrir af hverju Guð refsar þeim hafa merki dýrsins því þeir eru að brjóta boðorð Guðs. Ef ske kynni að einhver er í vafa hver boðorð Guðs eru þá eru þau að finna í 2.Mósebók 20. kafla.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Koma tímar koma ráð.
Svo líða þessir tímar og það koma aðrir, og aldrei kemur Jesús aftur.
Eftir 500 ár verða menn ennþá að segja að þessi eða hin tilfæringin á valdi passi við Opinberunarbók og þessi og hin tegund merkinga í alþjóðasamfélaginu sé merki djöfulsins.
Þá þorir heldur enginn að efast, það er nefnilega búið að skrifa þetta leikrit þannig að það er endlaust. Menningarleg eilífðarvél.
Kristinn Theódórsson, 23.9.2009 kl. 23:49
Ég var ekki búinn að hugsa út í að rökræða þetta efni við guðleysingja :)
Fyrir mig er þetta síðasti parturinn af löngum spádómi þar sem allt er búið að rætast á magnaðan hátt en aðeins merki dýrsins eftir. Verst að þegar menn sjá þetta rætast þá er hinum svo kallaða "tíma náðarinnar" lokið og þeirra val innsiglað.
Mofi, 24.9.2009 kl. 08:28
Sveinn Þórhallsson, 24.9.2009 kl. 08:28
Hehe Ég veit að þú munt seint kyngja þessu en dýrið 666 er löngu komið fram og er um að ræða spádóm varðandi islam. Reyndar er mikið varðandi islam í Opinberunarbókinni. Hér er linkur á skýringu 'Abdu'l-Bahá á 11. og 12. kafla bókarinnar: http://reference.bahai.org/en/t/ab/SAQ/saq-11.html og http://reference.bahai.org/en/t/ab/SAQ/saq-13.html.
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2009 kl. 09:02
Sveinn, aldrei; alltaf réttlátur.
Róbert Badí, endilega útskýrðu í eigin orðum; skal samt skoða síðurnar sem þú bentir mér á :)
Mofi, 24.9.2009 kl. 09:06
Það yrði of langt mál hér. Kannski ég bloggi um það einhvern tímann.
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2009 kl. 09:23
Róbert, þú ert þá að tala um að dýrið sem lýst er í Opinberunarkafla 13 sé Islam?
Mofi, 24.9.2009 kl. 09:29
Fyrstu kenningar um þetta voru að dýrið væri einfaldlega Neró. Þessi bók er öll reiðilestur tengt falli Jerúsalem. Hann er að hugsa Rómverjum þegjandi þörfina og líklegast á sveppatrippi á meðan.
Það eru söfnuðir í dag og hafa verið, sem hafa hreinlega viljað nota þessa bók, sem handrit að sjónarspili í stað spádóms. Rétt eins og höfndar guðspjallanna, og Jesú gerðu ákveðna hluti af því að þeir stóðu í spádómum. Hænan og eggið enn og aftur.
Kristnir fundamentalistar í US gera allt til að stýra atburðarrásinni fyrir miðausturlöndum í átt að heimatilbúnu Armageddon. Reyna semsagt að flýta fyrir uppfyllingu spádómsins (self fulfilling prophesy) Þá vonast þeir eftir að Kristur komi á skýi og drepi alla gyðinga, sem ekki taka trúnna á sig.
Afar uppbyggjandi rit.
Helsti kandídtat fundamentalista í dag er Obama. Skömmu áður var það Osama. Raunar hafa allir þeir, sem ekki eru að skapi þeirra í stjórnmálum settir undir þetta merki og endirinn hefur verið rétt handan við hornið, frá því að ég man eftir mér.
Síðasti heisendir var núna 21. september (Rapture) Það klikkaði. Ég var að vona að hann stæðist, svo allt þetta klikkaða kristlingalið yrði upphafið héðan af jörðu, svo við fengjum endanleg frið fyrir þeim.
Annars á bókin við samtímaatburði höfundar og byggð haturfullri óskhyggju hans. Menn trúðu því nefnilega strax á tímum krists að endirinn kæmi á þeirra líftíma, enda segir Jesús það ítrekað.
Þetta er ágæt dægradvöl fyrir ykkur og engum til skaða, nema að þið farið að reyna að uppfylla þessi ósköp sjálfir.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 10:44
Já, ég gleymdi að bæta því við, fyrst Róbert nefnir Islam. (500 árum síðar) Vinsælli og lífseigari kenning er að þetta sé Kaþólska kirkjan og má færa ansi sterk líkindi fyrir því með góðum vilja og túlkunarloftfimleikum, sem kristnum er einum lagið.
Raunar eru svo margar kenningar um þetta á lofti að það er nánast búið að tengja þetta öllu hugsanlegu og óhugsanlegu.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 10:50
Annars gefa nýustu rannsóknir á elstu afritum það til kynna að talan sé í raun 616. Úff...þá verðið þið að byrja að reikna allt upp á nýtt.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 10:54
Jón, ég mun ekki neita því að þessi bók hefur verið misnotuð. Mig samt grunar að ef þú sæir hvað þessi spádómur virkilega segir að þá hefðir þú ekki svo mikið á móti honum. Gagnrýnin sem þú sýnir hérna er í rauninni í samræmi við spádóminn. Það er fyrirlestur í kvöld í Loftsalnum sem fjallar um þennan spádóm sem er hluti af námskeiðinu sem ég hef verið að fjalla um, sjá: Námskeið í spádómsbók Daníels í Loftsalnum 8. sept. - 6. okt.
Endilega kíktu við og athugaðu hvort þetta meikar ekki eitthvað sens fyrir þig.
Mofi, 24.9.2009 kl. 10:55
Hér er svo dæmi um eina af þúsundum túlkana. Hérna fært upp á 911.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 10:59
Jamm....Daníel, sem spáði um atburði, eftir að þeir urðu. Þekki manninn. En fræddu mig: Hvað segir þessi spádómur virkilega?
Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 11:03
Það sem á eftir að rætast er að Bandaríkin búi til einhvers konar vald og Kaþólska kirkjan var á miðöldum. Eftir það mun það neyða heiminn með trúarlegum lögum að heiðra sunnudaginn. Áhyggjur þeirra sem eru ekki kristnir af því að kristnir blanda sér í stjórnmálin eru ekki af ástæðulausu og er eitthvað sem Biblían spáir fyrir um að leiði yfir heiminn gífurlegar ofsóknir.
Mofi, 24.9.2009 kl. 11:26
Hefur þér komið til hugar að samsærið snúist kannski um peninga og heimsvaldastefnu Bandaríkjanna, sem eru í eign voldugustu fjármálamanna heims? Að þetta hafi ekkert með trúarbrögð og spádóma að gera, heldur sturlun örfárra manna, og þurftafreks ofurríkis, sem er að gleypa allt?
Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 11:42
Þarf raunar enga spávisku til að sjá slíkt gerast. Alheimsyfirráð. Annað eins hefur gerst í sögunni. Fátt seðjar græðgina. Mikið hefur aldrei verið nóg.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 11:45
Að sjá fyrir að Kaþólska kirkjan myndi vinna með Bandaríkjunum og að Bandaríkin yrðu heimsveldi með vald til að gera svona finnst mér mjög magnað. Ef þetta síðan gerist, að landið sem var leiðarljós í trúfrelsi myndi gerast ofsóknunarvald... mér finnst það mjög magnað ef við sjáum það gerast. Verst fyrir þig að ef þú sérð þetta rætast þá er þinn tími sama sem búinn.
Mofi, 24.9.2009 kl. 11:49
að landið sem var leiðarljós í trúfrelsi myndi gerast ofsóknunarvald
Ertu að tala um landið þar sem mynd um ævi Darwins (ævi hans nota bene, ekki kenninguna) fær ekki dreifingu vegna þess að enginn þorir að taka hana til sýningar af ótta við aðgerðir trúarsamtaka.... eina vestræna landið þar sem staðan er þessi
Að halda því fram að BNA séu í einhverju fararbroddi fyrir trúfrelsi er firra
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 12:08
Jón Bjarni, Bandaríkin hafa verið það síðustu tvö hundruð ár en ég er einmitt að segja að spádómurinn segir að það muni breytast og við sjáum merki um það nú þegar.
Mofi, 24.9.2009 kl. 12:21
Sumir telja að þetta merki dýrsins sé tattoo... Það er gaman að pæla í þessu, svona öðruvísi málum
kv d
Dóra litla (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 12:36
Dóra, ég býst við því að ég verði að gera grein um hvert dýrið er því annars er frekar erfitt að vita hvert merkið er ef maður veit ekki hvert dýrið er. Fyrir mig er það mjög skýrt og mjög magnaður spádómur og alveg sorglegt að það skuli vera eitthvað umdeilt meðal kristna enda held að eina ástæðan fyrir því er annað hvort fáfræði og pólitísk rétthugsun.
Mofi, 24.9.2009 kl. 12:48
Bandaríkin hafa verið framarlega í trúfrelsi en ekki fararbroddi. Nær væri að nefna t.d. Holland, mikið frjálsara, og var þaðáður en bandaríkin voru byggð. svo má nefna að í bandaríkjunum var mikið trúfrelsi á meðan þú varst kristinn á einhvern hátt. Lengi vel máttu gyðingar ekki gegnaopinberum embættum og túlausir mega enn ekki bera vitni í mörgum fylkjum.ekki beint frelsi
Styrmir Reynisson, 24.9.2009 kl. 13:48
Styrmir, allt í lagi, meðal þeirra ríkja sem völdu trúfrelsi og voru mörgum fyrirmynd þegar kom að trúfrelsi.
Mofi, 24.9.2009 kl. 14:08
Ekki er heldur langt síðan kaþólikkum var meinað að gegna opinberum stöðum, og árið 1844 urðu uppþot í Boston vegna þess að mótmælendur voru ósáttir við að kaþólsk börn fengju að yfirgefa kennslustund á meðan á morgunbænum lútherskra stóð. Mér sýnist allt stefna í svipaða átt í dag, nema nú eru það trúleysingjar sem eru "vondi kallinn" en ekki írskir pápistar.
Í sambandi við "merki dýrsins" er það staðreynd (sem þú ferð vart að þræta fyrir, Mofi), að síðustu 2000 ár eða svo hafa menn túlkað og endurtúlkað þessa meintu spádóma til að fá þá til að passa við stjórnmálaumhverfið á hverjum tíma. Ég sé ekkert sem bendir til annars en að þarna hafi verið um að ræða dulbúna ádeilu eða áróður gegn rómverskum stjórnvöldum á ritunartímanum, enda kristnir ekki hátt skrifaðir á þeim tíma.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.9.2009 kl. 14:37
Finnst þér þessi fullyrðing í alvöru stemma mofi minn?
Finnst þér t.d. líklegt að trúleysingi ætti einhvern möguleika á að komast í há embætti í Bandaríkjunum?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 14:38
Nei, ekki islam sjálft. Maður að nafni Muawiyah sem varð síðan fyrsti kalífinn. Sjá á wikipedia ef þú flettir upp árinu 666.
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2009 kl. 14:48
Nei, Bandaríkjamenn vilja núna meina að "trúfrelsi" eigi einungis við um þá sem aðhyllast einhverja trú (helst kristið afbrigði). Kannanir hafa sýnt að feiri myndu kjósa múslima eða samkynhneigðan í embætti en trúleysingja, auk þess sem trúleysingjar eru sá hópur sem fæstir myndu vilja eiga fyrir nágranna.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.9.2009 kl. 14:54
http://newsjunkiepost.com/2009/09/19/research-finds-that-atheists-are-most-hated-and-distrusted-minority/
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.9.2009 kl. 14:55
Tinna, endilega skoðaðu þennan spádóm betur því fyrir mig er hann góð ástæða til að trúa að Biblían virkilega sagði fyrir framtíðina. Fyrirlestrar sem útskýra þetta vel eru t.d. hérna: http://petra.bme.emory.edu/media/david-asscherick - The Antichrist Revealed og The Mark of the Beast og U.S. in Bible Prophecy
Getur líka kíkt við á fyrirlesturinn í kvöld í Loftsalnum.
Mofi, 24.9.2009 kl. 15:15
Jón Bjarni, það er stór munur á því að hafa trúfrelsi og að velja einhvern til að leiða þjóðina sem hefur trúarskoðanir sem eiga lítinn sem engan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Það sem ég síðan sagði að trúfrelsi var mikils metið frá stofnun Bandaríkjanna en að þetta myndi breytast og í dag sjáum við mjög sterk merki um það.
Mofi, 24.9.2009 kl. 15:19
Við erum samt litlu nær um hvert Opinb.bókin er fara með þessu merki - og það er engin leið að forðast það, þ.e. merkið - sýnist mér:
"Og það lætur alla, smáa og stóra, auðuga og fátæka og frjálsa og ófrjálsa, setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín 17og kemur því til leiðar,
að enginn geti keypt eða selt, nema hann hafi merkið, nafn dýrsins,
eða tölu nafns þess"
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 15:46
Ómar, þeir sem halda boð Guðs fá merki Guðs og eru verndaðir frá þeim plágum sem falla á þá sem fá þetta merki. Plágurnar falla aðeins á þá sem fá þetta merki dýrsins og þeir sleppa sem fá það ekki. Þetta segir mér að merkið dýrsins felur í sér brot á boðorðum Guðs.
Mofi, 24.9.2009 kl. 15:54
Á maður að hlægja eða gráta?
Einnar línu speki, 24.9.2009 kl. 16:47
Gaurar, hverning nenniði að tala við þennan mann. "Creationists" eru fólk sem hefur greinilega ekkert concept á veruleikanum. En ég dáist að dugnaðinum í ykkur
CrazyGuy (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 17:19
"þeir sem halda boð Guðs fá merki Guðs og eru verndaðir frá þeim plágum sem falla á þá sem fá þetta merki."
Já, þú vilt meina það. En það sem eg segi er að það er ekkert bein lína að skilja málið á þann hátt.
Þú sérð að boðskapurninn sem þú vitnar í "Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú" kemur í svo sérstöku samhengi. Þ.e. eftir að boðaður er "stund dómsins" og þá fyrst er jarðarbúum bannað að sinna dýrinu -og eiga þeir eigi von á kræsilegri meðferð og kvalirnar verða svo miklar að reyna mun mjög á "hina hólpnu"
"Á eftir þeim kom hinn þriðji engill og sagði hárri röddu: "Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sitt eða hönd sína, 10þá skal sá hinn sami drekka af reiði-víni Guðs, sem byrlað er óblandað í reiðibikar hans, og hann mun kvalinn verða í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins. 11Og reykurinn frá kvalastað þeirra stígur upp um aldir alda, og eigi hafa þeir hvíld dag eða nótt, þeir sem dýrið tilbiðja og líkneski þess, hver sá sem ber merki nafns þess."
12Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú."
Að mínu áliti er þetta svo flókin tákn og dulmálssaga að mjög erfitt gæti reynst fyrir nútímamann að ráða í hana. Mjög erfitt. (og á það við opinberunarbók alla)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 19:01
Hversu langt/stutt er í að þessum "tíma náðarinnar" verði lokið, Mofi? Áttu við að svo rætist þessir spádómar úr Matt. 24. kafla á eftir?
Sigurður Rósant, 24.9.2009 kl. 21:21
Talan 666, eða 6 í þriðja veldi er komin úr Kabbala og er samtala allra talnana í talnabyrðingi sem stendur fyrir sólina. Ég ætla ekki að fara nánar út í þetta enda er þetta stórt og mikið fornt dulspekikerfi í tengslum við stjörnufræði fornaldar.
6 í þriðja veldi er 216 og sporbraut jarðar í kringum sólu samsvarar þvermáli 216 sóla. Um þessa tölu (216) má t.d. lesa í bókum e. Einar Pálsson en talan var nátengd heimsmyndinni til forna. Einnig tengdar tölur 432-216-108-54-27.
Forn Egyptar, Babiloníumenn, Evrópubúar á miðöldum þekktu þessa heimsmynd og talnaspeki.
Jóhannes A Levy, 24.9.2009 kl. 21:38
Ég held að þetta sé málið:
vegna þess að og er því
Þetta segir okkur, svo ekki sé um villst að endirinn mun koma eins og þjófur á nóttu þegar engin ætlar. en samt við samruna Evrópusambandsins við Sovétríkin og þaðan muni rísa ógnvaldur úr Færeyjum.
Þetta er deginum ljósara, þegar nánar er skoðað.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 06:00
Niðurstaðan er því þessi:
Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 06:05
Ómar, já ég svo skil að þetta virkar ekki alveg skýrt. Það er aftur á móti skýrt að plágurnar falla aðeins á þá sem fá þetta merki og að fólk Guðs mun ekki verða fyrir þeim og þar er tenging við boðorð Guðs. Mér að minnsta kosti finnst þetta rökréttur skilningur á þessu.
Mofi, 25.9.2009 kl. 09:17
Rósant, enginn veit tímann en ég að minnsta kosti les úr Opinberunarbókinni að þegar plágurnar falla þá er náðar tímanum annað hvort alveg að ljúka eða er lokið. Plágurnar byrja að falla þegar þetta veraldlega veldi er með þessa trúarlegu þvingun á heiminn.
Jón Steinar, þú virðist ekki hafa farið á fyrirlesturinn miðað við þetta. Að vísu þá hittir þú naglan á höfuðið þegar þú sagðir "Mofi hefur algerlega rétt fyrir sér" :)
Mofi, 25.9.2009 kl. 10:02
Já, Jón Steinar. Þessi útreikningur slær alveg út gömlu formúlu SDA:
VICARIUS FILII DEI = Staðgengill Guðs á jörðu
Sem fannst á tímabili skráð á derhúfu páfans.
V = 5, I = 1, C = 100 o.s.frv svo útkoman er engin önnur en 666, þegar þessar tölur eru lagðar saman. Það er þó ein felutala þarna. U er svo líkt V að það telst vera 5 þarna. Þetta geta bara þeir reiknað sem öðlast hafa sérstaka speki frá Guði og haldið hinn rétta hvíldardag Drottins.
Sigurður Rósant, 25.9.2009 kl. 10:10
Rósant, ég veit ekki betur en að U og V eru báðar notaðar til að tákna 5. Þar sem síðan viðkomandi vald segist vera guð á jörðu þá er þetta mjög táknrænt að það nafn skuli akkúrat vera 666. Aðeins eitt af mörgum atriðum sem innsyglar þetta án nokkurs vafa að Kaþólsku kirkjan uppfyllti spádóma Daníels sem hann skrifaði fyrir 2500 árum síðan.
Mofi, 25.9.2009 kl. 10:33
Það er umdeilt hvort númerið hafi upphaflega verið 666.
Sumir fræðmenn vilja meina að talan hafi upphaflega í rauninni verið 616. Og færa því til sönnunar forna texta af Opinberunarbók.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2009 kl. 11:27
Ómar, það er frekar til nokkrir menn sem velta því fyrir sér hvort að talan gæti hafa verið 616 því að mikill meirihluti allra handrita Biblíunnar eru með þetta sem 666.
Mofi, 25.9.2009 kl. 11:32
Jón Stenar
Er þetta nokkuð Fibonacci röðin það efsta ?
Það er alveg merkilegt að aðventistarnir eru farnir að tala um microchip, nú kannski þeir fari að athuga New World Order (NWO )nú, því fyrr því betra.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 13:54
Þorsteinn, ég var einmitt að færa rök fyrir því að það er ekki Biblíulegt að halda að merki dýrsins sé einhver tölukubbur eða örflaga...
Mofi, 25.9.2009 kl. 13:55
Já Þorsteinn, þetta er Fibonacci. Seinni er Jafna Lorenz "Chaos theory."
Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 14:01
Mófi
Já, Já það er alveg rétt hjá þér Múfi, en þið hérna aðventistar og aðrir ættuð einnig að athuga allt í sambandi við New World Order (NWO).
The New World Order is Here!
Surviving the New World Order
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 15:31
Þorsteinn, spádómurinn eins og ég skil hann segir að Bandaríkin munu neyða heiminn til að taka þetta sérstaka merki og eina leiðin er eitthvað eins og þetta sem þú bendir á. Það samt breytir því ekki að sjálft merkið sem skiptir Guð máli er ekki tölvukubbur.
Mofi, 25.9.2009 kl. 15:45
New World Order Plans to Kill 90% of the Worlds Population
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 15:55
Múfi
Þú verður að fara athuga hvað New World Order er, því að NWO er ekkert annað en Helvíti á jörðu Occult NWO masterplan: fascist globalization & depopulation
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 16:12
Mofi: Elstu afrit sem hafa fundist: P115 og Codex Ephraemi Rescriptus gefa upp töluna 616. Flestir Biblíufræðingar eru sammála um að þarna sé átt við Neró.
Ef þú hugsar aðeins, hvort finnst þér líklegra; að Jón frá Patmos hafi í raun verið að spá fyrir um óorðna hluti - eftir yfirnáttúrlega vitrun, eða að hann hafi verið að skrifa um stjórnvöld þess tíma, en dulbúið það af ótta við refsingu? (Svo er auðvitað möguleiki 3: að hann hafi étið yfir sig af sveppum...)
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.9.2009 kl. 17:34
Skv. Wikipediu ríkti Nebúkadnesar II frá 'c. 605 BC - 562 BC'.
Skv. 5. kafla Daníelsbókar tók Belsasar við en ríkti 2 - 3 ár og var svo drepinn.
Skv. 6. kafla Daníelsbókar tók Daríus við af Belsasar.
En skv. Wikipediu tók Daríus ekki við fyrr en 40 árum eftir valdatíma Nebúkadnesar eða 'from September 522 to October 486 BC'
Wikipedia segir hins vegar að Kýros II hafi stjórnað frá 557 BC, en lifði til 529 BC og varð því aðeins um 47 ára gamall.
Hefurðu einhvera skýringu á þessum misvísandi staðhæfingum?
Sigurður Rósant, 25.9.2009 kl. 20:33
Tinna, það eru nokkur forn grísk handrit sem fundust nýlega sem eru töluvert öðru vísi en öll þau þúsund handrit sem allar Biblíu þýðingar hafa verið byggðar á þangað til. Þetta er alveg sér umræðuefni þessi handrit og af hverju það eru góðar ástæður til að taka ekki mark á þeim heldur halda sig við öll þau þúsund sem kirkjan miðaði við í meira en þúsund ár.
Varðandi töluna 666 þá er það algjört auka atriði. Spádómurinn snýst að mjög litlu leiti um þessa tölu. Lýsingin á þessu veldi er að mínu mati mjög ýtarleg og þessi tala minnsti þátturinn af því. Fyrir mitt leiti þá er það mjög skýrt að Jóhannes er þarna að lýsa framtíðinni og spádómurinn löngu búinn að rætast á magnaðan hátt. Er að vinna í grein sem fjallar betur um hann. Vonandi klára hana fyrir morgun daginn.
Rósant, wikipedia er mjög óáreiðanleg :)
Mofi, 28.9.2009 kl. 09:46
Rósant, Daníel var þarna en wikipedia var þarna ekki; svo töluvert gáfulegra að trúa Daníel en wikipedia. Mér finnst merkilegt hvernig hjá sumum er það alltaf þannig að ef einhver heimild segir eitthvað annað en Biblían að þá er það sönnun að Biblían hafi rangt fyrir sér. Af hverju nýtur Biblían aldrei vafans hjá sumu fólki fram yfir heimildir sem það hefur í rauninni enga ástæðu til að treysta?
Mofi, 28.9.2009 kl. 09:51
Af því að Biblían inniheldur svo margt ótrúlegt
Sveinn Þórhallsson, 28.9.2009 kl. 10:42
Sveinn, þá er viðkomandi bara að velja og við getum verið ánægð að við höfum varfrelsi. Fyrir mitt leiti er Biblían það áreiðanlegasta sem ég hef kynnst svo ég vel hana alltaf frekar en bara einhverjar heimildir sem ég hef enga ástæðu til að treysta.
Mofi, 28.9.2009 kl. 12:26
Allt í lagi gott fyrir þig, en þá skaltu líka hætta að kvarta undan því að fólk trúi ekki öllu sem í henni stendur.
Þú kýst að trúa því ótrúverðuga og órökrétta af því að það er svo mikið trúverðugt og rökrétt í Biblíunni.
Ég kýs að efast um hið trúverðuga og rökrétta af því að það er svo mikið ótrúverðugt og órökrétt í henni.
Mér finnst mín afstaða gáfulegri og ég held að flestir væru mér sammála sé málið sett svona upp fyrir þeim, en við verðum bara að vera ósammála á þessum punkti.
Sveinn Þórhallsson, 28.9.2009 kl. 12:50
Já, það er lítið hægt að rökræða þennan punkt.
Mofi, 28.9.2009 kl. 12:53
Nei líklega ekki, en það má náttúrulega benda á fáránleika fyrri afstöðunnar sem ég lýsti með dæmi:
Á sextándu öld var stelpa sem gekk um í Hjallaskógi. Allt í einu rakst hún í stein og datt fram fyrir sig. Hún skoðaði steininn sem hún datt um aðeins betur og sá að þetta var alls ekkert steinn, heldur askur. Hún opnaði askinn og út kom andi sem stráði á hana töfradufti sem gerði henni kleyft að fljúga. Svo hvarf andinn og stelpan flaug heim til sín. Endir.
Skv. fyrri afstöðunni ættum við að trúa öllu í þessari sögu, líka um andann í askinum og flugduftið, af því að það er svo margt áreiðanlegt sem sögulegar heimildir staðfesta meira að segja. Það var svo sannarlega til Hjallaskógur á sextándu öld og fólk borðaði úr öskum þá.
Skv. minni afstöðu ættum við að efast um sannsögli þessarar sögu þar sem ákveðnum atburðum og fyrirbærum er lýst sem fer beint gegn öllu sem við getum kallað skynsamlegt eða lógískt. Þetta ævintýri þarf þó ekki að vera skáldað (eða eins og þú vilt orða það: lygi) frá upphafi til enda heldur gæti það verið sögulegt, þ.e. sett í sögulegan búning; Sagan er látin gerast á stöðum sem eru eða voru til og í mörgum tilfellum koma sögulegar persónur fram og leika eitthvert hlutverk í sögunni.
Slíkt er alls ekki óalgengt í skáldsagnagerð, hvorki nú né áður fyrr.
Sveinn Þórhallsson, 28.9.2009 kl. 13:14
nennti ekkki að lesa öll komentin. En eiturlyf voru ekki heldur til þegar Biblían var skrifuð en samt vitum við að þau eru frá djöflinum
Biblían bendir á að það sé ennið og hægri höndin sem merkið kemur fram á. Þessir tveir staðir eru heitustu partarnir á líkamanum. þessar örflugur sem eru að koma fram eiga eimitt að fara á annan hvorn þennan stað. En hvort þetta sé merki dýrsins veit ég ekki allveg um og ætla ekkert að velta mér mikið upp úr því.
En ég hef líka heyrt að talnagildið yfir w sé 6 og þegar fólk slær inn á síður www að þá sé það að skrifa 666. Óvinurinn hefur reyndar mikil ítök á netinu til að fjötra fólk og notar klám og hórdómsíður eins og date síður oflr til þess, fjárhættuspil oflr...
En ef maður spáir aðeins í þessu með merkið, að þá er talað um að þeir sem taka ekki við þessu geta ekki verslað í búðum oflr. Þessi örfluga sem er verið að tala um á að vera svona eins og innbyggt greiðslukort. Nema það er annað í þessu, að í þessum örflugum verða líka geymdar allar upplýsingar um þig oflr. Sagt er að menn muni reyna koma með rök fyrir því að þetta komi sér mjög vel , því að eins og með glæpamenn sem strjúka oflr geti fundist strax, því það er hægt að fylgjast með því hvert þeir fara og hvað þeir eru að gera.
En rökin á móti þessu að það er þegar fylgst með öllu sem við gerum eins og þegar við notum greiðslukort að þá er til yfirlit yfir allt sem við eyðum í oflr..
en þetta er skemmtileg pæling
Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.9.2009 kl. 02:02
Sigvarður ég finn mig knúinn til að leiðrétta smáatriði í færslunni þinni. Hægri höndin er ekki heitasti staður líkamans og er engu 'heitari' en sú vinstri.
Sveinn Þórhallsson, 29.9.2009 kl. 18:51
Kannske meinar hann "heitari" *rowr*
Annars væri það fínt ef þetta væri eina ranga atriðið í innlegginu...
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.9.2009 kl. 19:13
En eiturlyf voru ekki heldur til þegar Biblían var skrifuð
Maðurinn hefur verið að koma sér í vímu frá tímum hellisbúa.. ekki veit ég hvaðan þú hefur þessa speki
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.