En er líf án morða nokkuð skemmtilegt?

law-order-special-victims-unit.jpgÞegar maður skoðar venjulega dagskrá hjá t.d. Skjá einum þá virðist allt snúast um morð; eins og að ef það væru engin morð þá væri lífið ekkert skemmtilegt. Law and Order, Flashpoint, Harpers Island og fleiri snúast allir um einhvers konar morð.  Ég sá svipað í myndinni "Demolition man" þar sem engin morð voru lengur til í því samfélagi og ein af aðal söguhetjum myndarinnar fannst lífið svo leiðinlegt út af því og fagnaði þegar loksins einhver var myrtur.

Er smekkur samfélagsins orðinn þannig að ef maður sér ekki kynlíf, morð eða glæpi í kvikmynd eða sjónvarpsþætti þá er hann leiðinlegur?

Hvað með himnaríki?  Ef það eru engir glæpir þar og engin morð og engin stríð; væri það þá leiðinlegur staður?


mbl.is Deilt um bók eftir dæmdan morðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Af hverju hoppaðir þú allt í einu úr morðum yfir í kynlíf?  Setur þú þetta í sama flokk?

Er ekkert kynlíf í himnaríkinu þínu?

Matthías Ásgeirsson, 22.9.2009 kl. 11:04

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Eru þetta ekki leifarnar af frumskógareðlinu? Við eigum enga náttúrulega óvini lengur svo við leitum í efni þar sem hlutirnir eru hættulegir og lífið hangir á bláþræði.

Kristinn Theódórsson, 22.9.2009 kl. 11:10

3 Smámynd: Mofi

Að horfa á annað fólk stunda kynlíf og að stunda það sjálfur innan hjónabands er stór munur. Hreinlega veit ekki með kynlíf á himnum. Kristur talar um að það verða ekki hjónabönd svo það má lesa það sem ekkert kynlíf en ég er ekki viss. Kristur segir einnig að við verðum sem englar en ég veit ekki hvað þeir gera sér til skemmtunar.

Mofi, 22.9.2009 kl. 11:12

4 Smámynd: Mofi

Kristinn, eða áhrif syndugseðlis og allt of margir hafa mikla list á svona hlutum. Ég er bara að velta því fyrir mér, ef samfélagið elskar svona mikið þennan hasar; vill það þá ekki þennan sama hasar í þeirra eigið líf? 

Mofi, 22.9.2009 kl. 11:15

5 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég er bara að velta því fyrir mér, ef samfélagið elskar svona mikið þennan hasar; vill það þá ekki þennan sama hasar í þeirra eigið líf? 

Nei, nei. Fólk les bækur um sorglega atburði, t.d. sálarstríð syrgjandi foreldra. Það er eitthvað sem vekur tilfinningar og þroskar andann, en er ekki ávísun á að það vilji sjálft missa barn.

Kristinn Theódórsson, 22.9.2009 kl. 11:18

6 Smámynd: Mofi

Kristinn, góður punktur. En það er samt stór munur á sorglegum atburði og síðan siðferðislega röngum atburði. Það fer síðan alltaf eftir hvaða siferði viðkomandi hefur. Samfélagið hefur lengi glímt við t.d. kynlíf og nekt í kvikmyndum og núna erum við komin á það stig þar sem þetta er orðið mjög lítið mál. Samt viljum við ekki að ung börn sjái þetta.  Af hverju viljum við ekki að ung börn sjái morð og kynlíf ef það er í góðu lagi hvort sem er?

Mofi, 22.9.2009 kl. 11:44

7 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Við viljum ekki að börn horfi á ofbeldi af sömu ástæðu og við látum þau ekki leika með klósetthreinsi. Þau hafa ekki þroskann til ákvarða hvað gera skuli við hreinsinn frekar en hugmyndina um ofbeldi.

Það sama á að flestra mati við um kynlíf.

Það er ekki stór munur á sorglegum atburðum og siðferðilega tæpum aðgerðum hvað skemmtana og fræðslugildi snertir. Við viljum sjá og skilja hlutina þó við ætlum ekki að gera þá eða upplifa sjálf.

En hvort rétt sé að upphefja og poppa upp hugmyndir á borð við ofbeldi, þjófnað og vitleysu, það er önnur spurning.

Kristinn Theódórsson, 22.9.2009 kl. 12:25

8 Smámynd: Rebekka

Mér finnst þessir þættir frekar fjalla um hvernig réttlætið nær fram að ganga (eða reynir allavega sitt besta til að ná glæpamanninum),  heldur en að þeir séu einhver morðadýrkun.  Spennu- og glæpaþættir veita manni útrás, svipað og góðar grínmyndir, nema á hinum enda tilfinningaskalans.

Rebekka, 22.9.2009 kl. 16:26

9 Smámynd: Mofi

Góðir punktar; slatti til að hugsa um.  Ég er forvitinn, hvað ef að það væru engir glæpir eða morð í heiminum; væri heimurinn þá leiðinlegur?  Myndum við samt horfa á þætti um svona hluti þó að þeir gerðust ekki lengur?

Mofi, 22.9.2009 kl. 16:53

10 identicon

Er nekt núna slæm í kristni?

Var hún ekki til siðs meðan heimurinn var ennþá syndlaus í ímynaða aldingarðinum?

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 04:01

11 Smámynd: Mofi

Jóhannes, þegar heimurinn var syndlaus þá var nekt ekki slæm en í dag þá vakna alls konar hugsanir þegar að minnsta kosti venjulegir karlmenn sjá nakta konu.  Er samt ekki viss að ég hafi einhver vers sem segja þetta beint út enda verður samviska sérhvers kristins að meta þetta fyrir sjálfan sig.

Mofi, 23.9.2009 kl. 08:22

12 Smámynd: Stefán sv

Helling af morðum í biblíunni, kannski fengu þeir innblásturinn þaðan?

Stefán sv, 6.10.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband