Alvöru aðgerðir

Að gera íslenska bílaflotann óháðan bensíni væri alvöru efnahags búbót sem myndi gera Ísland að fyrirmynd um allan heim. Þetta er verkefni sem ætti að heilla Jóhönnu og Steingrím þó mér finnst eins og ég eigi erfitt með að þekkja þau sem stjórnmálamenn eftir að þau komust til valda. Ef þetta er ekki verkefni sem þau vilja leggja kraft í þá missi ég alla trú á þeim. 

Vonandi sjáum við alvöru aðgerðir eins og þessir menn eru að stinga upp á þarna. Þetta gæti samt tekið smá tíma og þangað til væri gaman að sjá nokkrar einfaldar aðgerðir sparnaðar aðgerðir. Ein sem mér dettur í hug er eitthvað sem á ensku er kallað "carpooling" sem snýst um að samnýta bíla. Núna þegar maður keyrir í vinnuna þá er reglan sú að það er aðeins ein manneskja í hverjum bíl. Maður sér jafnvel rútu með aðeins einum farþega, eða frekar bílstjóra. Síðan gæti samnýting á bílum hreinlega gefið lífinu smá lit og verið öllum til skemmtunar eins og myndbandið hérna fyrir neðan sannar.


mbl.is Sjálfbært Ísland í bílaeldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Tek undir með þér að það væri  ráð að einblina ekki bara á eina lausn til að reyna að leysa vandann sem menn segist vera að vinna í með því að vinna "visthæfum bílum" framgang. 

Skemmtilegt að vera sammála þér í einhverju :-)

Samnýting bíla er bara einn af mörgum hlutum sem mætti hvetja til, og já hreinlega styðja.  Eða bara gera eins og hjá Mannviti hf og Fjölbraut í Ármúla : Starfsmenn sem ekki nýta bílastæðin fá borgað sem samsvari grænu korti í  strætó (gildir í mánuð í senn).  Þá er verið að leiðrétta það mísrétti sem það er þegar rándýr  bílastæði eru til gjaldfrjálsra afnota.   Manni skilst að Reykjavíkurborg ætli sér að bjóða sínum starfsmönum upp á svipuðum möguleika.

Morten Lange, 14.9.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Mofi

Morten, stjórnvöld þurfa að gera eitthvað til að hvetja almenning og fyrirtæki til að setja þetta í framkvæmd eins og að borga þeim sem samnýta bíla einhverja upphæð. Þó að vísu þá myndi maður strax spara bara með því að gera þetta. En þar kemur að annari hindrun sem er að finna fólk sem vill deila bíl með manni... hérna þarf kannski sameiginlegt átak Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Hafnarfjarðar...

Mofi, 14.9.2009 kl. 10:58

3 identicon

Hvernig ferðast þú í vinnuna? Kannski einn í bensínbíl?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Mofi

Bragi, jebb.. :/    batnandi manni er best að lifa ekki satt?   :)

Mofi, 15.9.2009 kl. 08:19

5 identicon

Jú, mikið rétt.

En nú skalt þú vera öðruvísi en allir hinir sem predika en gera aldrei neitt sjálfir!

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband