Námskeið í spádómsbók Daníels í Loftsalnum 8. sept. - 6. okt.

Images_loftsalurÁ morgun þriðjudaginn 8. september klukkan átta byrjar námskeið í spádómum Biblíunnar. Ræðumaðurinn er Björgvin Snorrason guðfræðingur en undanfarin 20 ár hefur hann haldið ótal fyrirlestra á Norðurlöndunum, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar.

Fyrirlestrarnir verða haldnir í Loftsalnum, Hólshrauni 3, 220 Hafnarfirði.

Dagskráin verður eftirfarandi:

  • Þriðjudagurinn 8. sept. kl. 20.
    Efni: Saga mannkyns frá 600 f.Kr. til líðandi stundar. Byggt á 2. kafla Daníelsbókar.
  • Fimmtudagurinn 10. sept. kl. 20.
    Efni: Samviskufrelsi, hornsteinn lýðræðis, gjöf Guðs, saga þess og uppruni.
  • Þriðjudagurinn 15. sept. kl. 20.
    Efni: Spádómar varðandi fyrri komu Krists. Byggt á 9. kafla Daníelsbókar.
  • Fimmtudagurinn 17. sept. kl. 20.
    Efni: Tilgangur fyrri komu Krists: fyrirgefningin. Byggt á 8. kafla Daníelsbókar.
  • Þriðjudagurinn 22. sept. kl. 20.
    Efni: Spádómar Biblíunnar um 18. og 19. öldina. Byggt á 11. kafla Opinberunarbókarinnar.  
  • Fimmtudagurinn 24. sept. kl. 20.
    Efni: Tákn endurkomu Jesú Krists. Byggt á ræðu Krists í 24. kafla Matteusarguðspjalls.
  • Þriðjudagurinn 6. okt. kl. 20.
    Efni: Hrun fyrrverandi Sovetríkjanna sagt fyrir í Biblíunni. Byggt á 11. kafla Daníelsbókar.

 

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Loftsalurinn_Holshrauni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er það sami Daníel og skrifaði spádóma sína eftir að þeir höfðu komið fram?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 08:57

2 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Sæll Mofi.... gaman að sjá ykkur öll um helgina.... rosalega var þetta skemmtilegt og góð byrjun á vetrarstarfinu :)

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 7.9.2009 kl. 11:04

3 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, nei, þú hlýtur að vera að hugsa um einhvern annan.

Þóra, þetta lukkaðist virkilega vel. Sjaldan fengið jafn góðan mat :)

Mofi, 7.9.2009 kl. 11:52

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"The dating and authorship of Daniel has become a matter of debate among some Christians. The traditionalist view holds that the work was written by a prophet named Daniel who lived during the sixth century BC, whereas many Biblical scholars maintain that the book was written or redacted in the mid-second century BC and that most of the predictions of the book refer to events that had already occurred. A third viewpoint places the final editorial work in the fourth century BC."

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 16:09

5 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, það eru margar góðar ástæður til að ætla að Daníelsbók var skrifuð í kringum 500 f.kr. Aðal ástæðan fyrir því að sumir menn vilja meina að hún var skrifuð 100-200 f.kr. er vegna þess hve góðir spádómarnir eru. Ekki vegna einhverra alvöru gagna heldur aðeins að þeir trúa ekki að Daníel virkilega spáði svona nákvæmlega um framtíðina.

Mofi, 7.9.2009 kl. 16:22

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Það eru ekki nema 43 ár síðan ég hlustaði fyrst á Björgvin Snorrason útskýra spádóma 'endalokanna' með mannkynssögulegu ívafi.

Síðast hlustaði ég á fyrirlestrana fyrir nokkrum árum sem voru snilldarlega útfærðir með hjálp tölvuskjávarpa og Björgvin búinn að spinna inn eigin spádóma um hrun Sovétríkjanna og fall 'járntjaldsins' og þátt páfans í því ferli.

Ég mæli með þessum fyrirlestrum. Þeir slá algjörlega út DVD diskinum 'The Forgotten Dream', sem þú sendir mér, Mofi.

Sigurður Rósant, 8.9.2009 kl. 20:53

7 Smámynd: Mofi

Rósant, ég er sammála að Björgvin gerir þetta mjög vel. Langar einmitt að gera svipaðan DVD og ég sendi þér en bara nota meira af efni Björgvins til að útskýra þessa hluti. Maður kannski sér þig þá næstu kvöld af þessari fyrirlestra röð?

Mofi, 9.9.2009 kl. 08:45

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Það ætti að taka þessa fyrirlestra upp á hágæða videovélar, klippa þær til og laga og selja út um allan heim. Það gæti bjargað efnahag Aðventkirkjunnar og ríkisins - ef þeir fá söluskatt, vel að merkja.

En ef einhver birtist þér þarna næstu kvöld og segist vera Rósant, þá trúðu honum ekki. Margir gætu átt það til að þykjast vera Rósant en eru í raun Anti-Rósantar. Ég er of langt í burtu til að vera líklegur að birtast þér, Mofi.  En ég spái því að Björgvin verði sjötugur áður en ég birtist þér.

Sigurður Rósant, 9.9.2009 kl. 15:23

9 Smámynd: Mofi

Rósant, hvernig gat ég gleymt?     Það eru einhverjir að taka þetta upp þó ég viti ekki hve góð gæðin verða. Kannski ef vel tekst upp þá sendi ég þér eintak.  Ég skal varast fals Rósanta, takk fyrir viðvörina :)

Mofi, 9.9.2009 kl. 16:27

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Er þessi maður búinn að boða það að "heimsendir sé í nánd" í 43 ár? Sér hann ekkert athugavert við það? Ætli hann hafi ekki þekkt fólk fyrir 43 árum sem hafði boðað að "heimsendir væri í nánd" í 43 ár? Sérðu ekki eitthvað athugavert við það Mofi?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.9.2009 kl. 23:56

11 Smámynd: Mofi

Hjalti, nei, sé ekkert athugavert við það. Kristnir hafa mjög lengi haldið að það er ekki langt í endurkomuna. Fyrir þróunarsinna þá eru nú tvö þúsund ár mjög stuttur tími, tekur varla að minnast á það.

Mofi, 10.9.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband