4.9.2009 | 09:15
Er búið að hrekja Behe?
Michael Behe var boðið fyrir nokkrum dögum að taka þátt í blog spjalli á vefsíðu sem kallast blogginheads, sjá: Behe-McWhorter Back Online Það var gaman að hlusta á tvö vísindamenn spjalla um þessi mál og mæli ég með þeim sem vilja kynna sér hvaða vandamál þróunarkenningin glímir við að hlusta vandlega. Það kom ekki á óvart að einhverjir þróunarsinnar urðu alveg brjálaðir og heimtuðu að myndbandið yrði tekið niður. Viðmælandi Behe's er nefnilega guðleysingi en samt aðdáandi Behe's og var þetta bara fróðlegt spjall og eins og allir sem þekkja deiluna milli vitrænar hönnunar og þróunar þá hata þróunarsinnar allt sem er vitrænt. Meira um þessa sorglega fyndnu sögu hérna: Well, that was predictable
Einn bloggari hérna á mbl glímir við þá fyrru að það er búið að hrekja hugmyndir Behe's um óeinfaldanleg kerfi og að þau eru vandamál fyrir þróunarkenninguna. Hann bendir á myndbönd eins og þetta hérna http://www.youtube.com/watch?v=SdwTwNPyR9w máli sínu til stuðnings.
Það fyndna er að þetta myndband einmitt sýnir fram á að þróunarsinnar eiga mjög langt í land með að hrekja Behe. Til að sýna fram á hvernig flagellum mótorinn gæti þróast þá þarftu að fara yfir öll skref sem þarf til að búa hann til. Líkurnar á að eitt prótein myndist fyrir tilviljun eru stjarnfræðilegar svo það þarf að útskýra hvernig öll próteinin urðu til. Það þarf að útskýra hvaða virkni var til staðar þegar sérhvert prótein bættist við kerfið. Það sem þetta myndband sýnir eru örvæntingafullar handaveifingar og eru aðeins sannfærandi fyrir mjög trúað fólk. Hérna útskýrir William Demski hvað er að þessum útskýringum sem við sáum í bandbandinu, sjá: http://www.arn.org/docs/dembski/wd_biologusubjunctive.htm
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Steinar, ef þú getur ekki tjáð þig án skítkasts þá endilega vertu annars staðar.
Mofi, 4.9.2009 kl. 10:18
Var þetta skítkast Mofi? Hvað var skítkast í þessu? Hentaði það ekki sem ég sagði? Ertu farin að sortera út komment, sem eru þér ekki í hag?
Aftur:
Michael Behe hefur aldrei fengið birta eina einustu kenningu í vísindariti, né staðist peer review í einni einustu að fullyrðingum sínum.
Það þarf ekki að afsanna hann. Hann hefur aldrei náð að sanna neitt og allt sem hann hefur raupað um stenst ekki skoðun menntaskólakrakka með grunnþekkingu í lífefnafræði.
Það skemmtilega við útreiðina, sem hann fékk í Dover var að það var strangkristinn vísindamaður, sem jarðaði hann þar.
Face it! Þetta er vonlaust hjá þér. Það breytir engu þótt þú setjir inn viðtal við hann tekið af málfræðingi, ar sem Behe veður á súðum og setur fram vitfirrt skilyrði fyrir afsönnun á einhverju, sem hann hefur aldrei birt öruvísi en í gegnum Dicovery Institude. Hann er einn í þessu stappi. Ertu að fylgja mér?
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 10:26
Matthías Ásgeirsson, 4.9.2009 kl. 10:27
Alveg ertu ótrúlegur.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 10:34
Auk þess var kenning hans um Bakteríuna Flagellum kæfð í fæðingu í Dover árið 2005 og það af strankrisnum vísindamanni. Á henni byggði hann IC. Þar með var það búið og hefur aldrei verið hrakið.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 10:37
Ég get þó huggað þig með að Bhe er ekki alveg á þínu bandi í öllu Mofi, því hann stendur fastur á því að jörðin sé nokkurra milljarða ára gömul og að þrónu eigi sér stað. Hann er einnig á því að menn og apar eigi sér sameiginlegan forföður. ID í hans huga er eitthvað allt annað en þú heldur og ættir þú að kíkja á aðra af þeim bókum, sem hann hefur skrifað :Darwins Black Box.
Hann er einnig á því að það sem kallað er fossil record, sé samsæri vísindanna. Hann býr í Salem í Pensilvaníu með 9 börn, sem hann kýs að mennta heima og er rúin trausti. Er það að undra?
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 10:51
Case closed.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 10:52
Þú hreinlega getur ekki fengið einu sinni masters gráðu nema fá grein birta í ritrýndu vísindariti, hvað þá doktors gráðu. Það á síðan að meta öll rök út frá þeim sjálfum en ekki ráðast á einstaklinginn sem kemur fram með þau.
Takk Matti
Mofi, 4.9.2009 kl. 10:55
Behe hefur vissulega fengið birtar eftir sig greinar í ritrýndum vísindaritum, að vísu ekki um nokkurt skeið og aldrei neitt sem styður vitræna hönnun.
Sveinn Þórhallsson, 4.9.2009 kl. 13:02
Sveinn, enda allt sem styður vitræna hönnun hafnað fyrirfram af þróunarsinnum sem ráða ritrýndum vísindaritum. Samt hafa nokkrar farið í gegn um varnarlínu þróunarsinnana.
Mofi, 4.9.2009 kl. 13:18
Sveinn Þórhallsson, 4.9.2009 kl. 13:24
En hvaða rannsóknir sem styðja vitræna hönnun hafa annars ratað í ritrýnd vísindablöð?
Sveinn Þórhallsson, 4.9.2009 kl. 13:27
Sveinn, það er ekki eins og það sé einhver feluleikur varðandi andúðina sem margir af þessum mönnum hafa gagnvart vitrænni hönnun. Bara varðandi þessa vefsíðu bloggingheads þá hættu nokkrir kjánar við að taka þátt af því að Behe var leyft að tjá sig þarna. Sumir af þessum þróunarsinnum eru eins og heimskir krakkar í leikskóla.
Varðandi ritrýndar greinar sem styðja vitræna hönnun þá er hérna einn listi, sjá: http://www.discovery.org/a/2640
Mofi, 4.9.2009 kl. 13:32
Hmm já þetta er lítill sætur listi hjá þér, að vísu mest bækur sem eru ekki ritrýndar á sama hátt og vísindagreinar. Það er væntanlega ástæðan fyrir að margir þessara ID-sinna, t.d. Behe og Dembski, vilja frekar skrifa bækur. Skoðanir þeirra birtast þar óbreyttar og ógagnrýndar fyrir almenningi sem hefur í fæstum tilvikum þekkingu til að hrekja það sem þeir segja.
Hér er þessum blessaða lista þínum svarað.
Ofan á þetta má svo bæta að nýjasta grein Dembski bar birt í tímariti sem fjallar um tölvumál, ekki líffræði eða annað sem tengist þróun. Enda er Dembski stærðfræðingur.
Athyglisverðast þykir mér, eins og sagt er á hlekkinum sem ég sendi, að vandamálið við ID er ekki að hversu fáar greinar hafa birst í ritrýndum vísindaritum, heldur hvers vegna. Þeir eru búnir að vera að þessu í mörg ár og með aðgang að alveg gríðarháum upphæðum en samt er skrifað mera um þróun í hverri viku en ID-sinnar hafa fengið birt eftir sig. Þeir virðast heldur ekki áhugasamir um að stunda eigin rannsóknir.
Að lokum er vert að minnast á það að þessar greinar fjalla fæstar, ef einhverjar, um vitræna hönnun.
Sveinn Þórhallsson, 4.9.2009 kl. 13:59
Hefur þú aldrei velt því fyrir þér Mofi hversu gríðarlega helgaðir "trú" sinni þróunarsinnar eru... Það er alveg augljóst að virtur vísindamaður á sviði þróunar gæti grætt miljónir á því að "skipta um trú" og skrifa eitthvað fyrir þennan gríðarstóra markað sköpunarsinna sem gleypa nánast við hverju sem er, svo lengi sem það styður þeirra trú.
Þanning eru menn eins og t.d. Behe og Ben Stein að græða mörgum sinnum meiri peninga á sínum skrifum en hvaða vísindamaður á sviði þróunar sem er..
Truflar þetta þig ekki neitt?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 14:14
Sveinn, þetta er því miður ekki svaravert hjá þér...
Jón Bjarni, nei, það er einmitt hinsveginn. Sá sem er til í að sýna efasemdir um þróunarkenninguna á hættu að missa starfið sitt, fá enga fjárveitingar og svo framvegis. Það eru vægast sagt mjög litlir peningar sem ID sinnar hafa aðgang að. Trufla þessar staðreyndir þig eitthvað?
Mofi, 4.9.2009 kl. 14:21
Hefur þú einhverja hugmynd um hvað Behe og Stein selja mikið af því efni sem þeir eru að gefa út?
Ég get alveg lofað þér því Mofi að það verður enginn ríkur af því að skrifa greinar í virt vísindatímarit... en það er alveg FULLT af peningum á þeim markaði sem þessir tveir og fleiri einbeita sér að..
Þetta svar þitt er útúrsnúningur af verstu sort
Fyrir utan það að vísindamenn efast stöðugt um hluti þróunarkenningarinnar Mofi, annars væri hún ekki stöðugt að taka breytingum í samræmi við nýjar upplýsingar.
Og það er líka alveg rétt hjá þér að vísindamaður sem ætlaði að hrekja þróunarkenninguna með orðunum "guð gerði það" myndi líklega missa vinnuna
Það breytir því ekki að ef einhver virkilega næði því að kollvarpa þróunarkenningunni myndi sá maður ekki missa vinnuna, hann myndi nánast tryggja sér nóbelsverðlaun
Hér ert þú að láta eigin vanþekkingu á eðli vísinda villa þér sýn
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 16:56
Þannig að þú getur ekki svarað? Gott að vita...
Sveinn Þórhallsson, 5.9.2009 kl. 00:54
Jón Bjarni, þetta er bara alveg fáránlegt. Ég trúi varla að þú virkilega heldur þetta? Tökum t.d. kvikmyndir sem styðja ID, eru þær margar? Nei, örfáar. Eru þær gerðar í miklum gæðum við mikil efni, nei, engan veginn. Peningarnir sem oftar en ekki koma frá stjórnvöldum eru svo miklu meiri sem þróunarsinnar fá að spila úr. Sá sem aðhyllist ID er undir miklum fordómum þegar kemur að fá vinnu við háskóla, fá styrk til vísindarannsókna og svo mætti lengi telja. Nei, þetta er út í hött hjá þér.
Mofi, 5.9.2009 kl. 09:47
Já hinn afar fullkomni og frábæri flagellum-mótor. Þökk sé honum geta fjölmargar bakteríur synt um auðveldlega, hvar svo sem þær lenda og valdið ýmsum sjúkdómum og óbærilegum þjáningum. Hin fullkomna hönnun, í drápsvélum.
Jafnvel guðleysingjar viðurkenna þetta!
http://www.youtube.com/watch?v=irVqVKdiohE
(gat ekki búið til hlekk af einhverjum ástæðum).
Rebekka, 5.9.2009 kl. 09:50
Ertu ófær um að svara því sem ég er að tala um?
Ég var að spurja þig hvort þú gerir þér grein fyrir hversu miklir peningar eru á þeim markaði sem t.d. Ben Stein, Behe, Hovind og fleiri eru að selja sig á?
Og hvað koma bíómyndir þessu við? Eru þróunarvísindamenn mikið í því að gefa út kvikmyndir á almennum markaði?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:19
Jón Bjarni, Hovind gefur nokkvurn veginn allt sitt efni svo ekki gildir það um hann. Hvort að Expelled eða Darwin's black box myndu seljast var fyrir þá alveg óvíst. Bíómyndir eru aðeins ágætt dæmi um hve mikinn pening þessari aðilar hafa; bæði hve fáar þær eru og hve mikinn pening þeir höfðu til að setja í þær. Ná varla einum þætt hjá David Attenborough þar sem þróunarkenningin er alsráðandi. Annað dæmi væri t.d. sköpunarsöfn, aðeins örfá til og alltaf einstaklingar að gefa pening til að slíkt sé hægt á meðan mjög stór söfn eru öll undir þróunarkenningunni með gífurlega peninga og allt í boði ríkisins. Það er bara fyrra að láta sem svo að peninga græðgi er hvatinn fyrir þá sem aðhyllist ID.
Rebekka, það er töluvert vitrænni kostur að sjá hönnuð sem er bara vondur en að sjá tilviljanir og náttúruval sem hönnuðinn.
Mofi, 6.9.2009 kl. 13:56
Ertu að halda því fram að Discovery eigi engan pening?
Sveinn Þórhallsson, 6.9.2009 kl. 14:36
Discovery Institute s.s.
Sveinn Þórhallsson, 6.9.2009 kl. 14:36
Nei en þeir eru ekki ríkir. Búa í litlu skrifstofuhúsnæði með tiltulega fáa starfsmenn. Veit ekki betur að minnsta kosti.
Mofi, 6.9.2009 kl. 16:44
Með þónokkur vel efnuð kristin samtök sem stuðningsmenn.
Sveinn Þórhallsson, 6.9.2009 kl. 16:59
Ég trúi því ekki að ég sé að horfa á þig halda því fram að kristin öfgasamtök í BNA eigi ekki peninga Halldór
Þetta er út í hött
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 17:17
Höfuðstöðvar þeirra eru í risastórri glerhöll í downtown DC. Þeir spreða um fimm milljónum dollara á ári og hafa skrifstofur víða um bandaríkin. Bruce Chapman hefur 141.000 dollara í tekjur á ári, enda þarf sennilega að greiða fólki talsvert fyrir að lifa í lygi, rétt eins og í bankakerfinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 09:16
Sveinn, þetta eru frjáls framlög og örugglega eru einhver samtök sem reyna að styðja þá.
Jón Bjarni, og mér finnst út í hött að láta sem svo að þeir eigi nóg af pening.
Jón Steinar, þeir eru með tiltulega lítið skrifstofuhúsnæði með nokkra starsfmenn. Þetta er bara ömurlegur málflutningur hjá ykkur.
Mofi, 7.9.2009 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.