20.8.2009 | 10:30
Er umræða um trúmál leiðinleg?
Fyrir ekki svo löngu síðan þá fann litli frændi minn bloggið mitt og sagði mér hve svakalega leiðinlegt það var. Það væri bara fjallað um trúmál á því. Það væri ekki fjallað um eitthvað mikilvægt eins og bíómyndir. Ég maldaði eitthvað í móinn, sagði að fólk hefur gaman af mismunandi hlutum og þess háttar. En þetta vakti mig til umhugsunar. Eru trúmál leiðinleg?
Ég velti þessu heilmikið fyrir mér og mig langaði að fjalla um trúnna og þær mörgu hliðar sem hún hefur; þannig að ef einhverjum finnst Kristin trú frekar dauf, frekar leiðinleg, óáhugaverð eða hafa lítið gildi þá vona ég að ég get látið hann sjá trúnna í nýju ljósi.
Kristnir hafa almennt allt of mikið litið á sína trú sem bara það að Guð er til, Biblían segir okkur eitthvað um hvernig við eigum að lifa og hvernig við eigum að komast til himna og þá er það bara komið ég er á því að þetta er miklu miklu meira en það.
Hver er ég? Hvaðan kom ég? Hvað verður um mig? Er tilgangur með lífi mínu? Þetta eru aðeins örfáar af þeim mikilvægu spurningum sem móta allt lífið en svörin eru grundvölluð í þeirri trú sem sem viðkomandi hefur. Hvort sem hann er guðleysingi, hindúi, kristinn eða hvað annað.
Mannkynssagan
Kristni er ólík flestum ef ekki öllum trúarbrögðum heims að því leiti að hún byggist á atburðum og vitnisburðum sem tilheyra mannkynssögunni. Bæði Gamla og Nýja Testamentið fjalla um atburði sem gerðust mitt á meðal stærstu þjóða mannkyns.
Biblían var lengi vel eina heimildin um nokkrar mjög merkilegar samfélög eins og Hittítana, um borgir eins og Babelón og steinborgin Petra. Lengi var þá gerðu efasemdamenn gys að Biblíunni fyrir að fjalla um þjóðir og borgir sem engar heimildir voru fyrir; sögðu að þetta sýndi fram á að þetta væru bara skáldsögur en fornleifafræðin sýndi fram á áreiðanleika Biblíunnar í þessum atriðum. Í dag þá efast enginn um tilvist Babelónar eða Petru því að við höfum fundið þær. Í dag eru til kristnir fornleyfafræðingar sem eru að rannsaka út frá Biblíunni og meir og meir er þar að koma í ljós. Til dæmis hefur komið í ljóst margt sem styður söguna af Móse; heimildir um Davíð konung og heimildir um Jósef í Egyptalandi svo eitthvað sé nefnt.
Enn annað þegar kemur að fornleifafræði er rannsókn á sérstökum hlutum og byggingum. Stórkostlegar byggingar eins og musteri í Peru, Líbanon og fleiri stöðum þar sem steinblokkirnar sem notaðar voru eru gífurlegar þungar, þyngri en 100 tonn, sumir segja mörg hundruð tonn. Þær eru svo þungar að ekkert tæki sem við höfum búið til í dag gæti loftað þeim. Við gætum örugglega hreyft þessar steinblokkir en það væri rándýrt og til hvers? Þetta lætur mann velta fyrir sér af hverju þetta folk gerði þetta og hvernig það fór að því? Annað dæmi er t.d. kort af suðurskautinu en sýnir það án þess að vera með ís. Enn annað dæmi eru batterí sem hafa fundist t.d. í Bagdad sem eru meira en 2000 ára gömul og einnig mjög flókið tæki sem virkar eins og reiknivél en er talið vera meira en tvö þúsund ára gamalt.
Hvað kemur þetta trúmálum við? Þetta kemur þeim við að því leiti, hver er fortíð mannkynssins? Er hún að við vorum eitt sinn einhverjar heimskar apalegar verur og höfum smá saman verið að þróast í að verða gáfaðra og gáfaðra eða var mannkynið skapað af Guði; gáfað og öflugt fyrir ekki svo löngu síðan.
Spádómar
Þegar ég var að alast upp þá voru það spádómarnir sem heilluðu mig mest. Mín trú á Biblíunni styrkist mjög við að kynna mér spádómana en einnig voru það spádómar sem gáfu Biblíunni ævintýrabrag og gerðu hana spennandi. Fyrir mig þá gaf það Biblíunni miklu meira gildi að lesa hvernig Guð sagði fyrir um hvernig stór veldi á jörðinni kæmu og færu, sjá: Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins
Hvernig Guð sagði fyrir um fall borga eins og Petru og Tyre og sagði fyrir um örlög gyðinganna. Og í dag ættum við að fylgjast með miklum áhuga þróuninni í Bandaríkjunum þar sem við fengum innsýn inn í framtíð þeirra í gegnum Biblíuna og Ellen White.
Vísindi
Þegar kemur að vísindum þá skiptir það miklu máli hvaða heimsmynd þú hefur. Hérna ættu kristnir að hafa mjög mikið fram að færa því að kristnir nálgast jarðfræði og líffræði á allt annan hátt en þeir sem vilja ekkert með Biblíuna að gera. Í jarðfræði þá t.d. útskýra kristnir setlögin öðru vísi en þeir sem trúa á þróun og miljónir ára. Steingervingarnir verða sönnun á sögu Biblíunnar um flóð og dómi Guðs á meðan þróunarsinnar sjá þróun yfir miljónir ára. Hérna er svo margt sem styður vitnisburð Biblíunnar en einnig margar áskoranir, stórar spurningar sem kristnir eigum eftir að finna svör við sem gerir þetta allt saman enn áhugaverðara.
Líffræði
Í líffræði þá nálgast hinn kristni sérhvert sköpunarverk Guðs með aðdáun. Hann leitar að tilgangi, hann rannsakar með það í huga að finna snilld því að Guð er hönnuðurinn. Öll náttúran er full af stórkostlegri hönnun eins og örsmár mótor sem svo lítill að hann er mældur í nanómetrum. Svo lítill að það er tiltulega stutt síðan að vísindamenn gátu skoðað hann með gífurlega öflugum smásján. Vísindamenn hafa sagt að þetta er hagkvæmasta vél sem við vitum um. Mótor sem getur náð nokkrum tugi þúsunda snúningum á mínútu, hraðar en þeir mótarar sem við höfum búið til. Er með gíra og getur gert við sjálfan sig svo eitthvað sé nefnt. Ótrúlegt tækni sem margir vísindamenn hafa eytt áratugum í að rannsaka. Þegar ég les um svona hluti þá fyllist ég lotningu yfir snilld skaparans og get ekki annað en vorkennt þeim sem sjá hérna röð af tilviljunum, þótt þeir hafa ekki grænan grun um hvernig tilviljanirnar gátu sett þetta saman.
Louis Pasteur sagði að rannsaka náttúruna gæti fært menn nær Guði og ég er hjartanlega sammála þessum merka vísindamanni. Hérna þá er svo óendanlega margt fyrir hinn kristna sem er spennandi að læra meira um. Þetta er orðið sér fræðigrein þar sem men rannsaka náttúruna til að læra hvernig við getum búið til betri vélar, betri flugvélar og báta, betri meðöl og hið nýjasta er á mínu sviði sem er forritun. Hérna gætu mörgum brugðið, forritun? Já, sérðu, DNA er eins og stafrænn forritunarkóði en margfalt flóknari og fullkomnari en við höfum búið til svo hérna höfum við margt að læra.
Eðlisfræði
Í eðlisfræðinni þá hafa vísindamenn verið að sjá að þau lögmál sem stjórna alheiminum eru gífurlega fínstillt. Ef þau væru aðeins öðru vísi þá værum við ekki hér. Fyrir kristinn einstakling þá getur hann séð tilgang sem hefur hans eiginlífi meiri þýðingu.
Samfélagsmál eða stjórnmál
Trúmál snerta einnig stjórnmál og siðferði. Menn svara spurningum um t.d. samkynhneigð, fóstureyðingar, hjálparstarf og líknarmorð á mismunandi hátt og þar spilar trúin stóran part. Við getum líka spurt okkur að því hvort að kreppan hefði skollið á Íslandi ef að sannkristnir einstaklingar hefðu átt í hlut. Fólk sem hefði ekki bara hugsað hvort að eitthvað væri löglegt heldur líka hvort að það væri brot á lögum Guðs eða væri Guði að skapi.
Heilsa
Það er síðan fátt sem fólk í okkar samfélagi hefur jafn mikinn áhuga á og heilsa. Fyrir kristinn einstakling þá sér hann heilsu frá öðru sjónarhóli en t.d. sá sem aðhyllist þróun. Fyrir þá sem aðhyllast þróun þá ættum við að vera kjötætur því að samkvæmt þeim höfum við verið kjötætur í tugþúsundir ára og höfum þróast í þá átt. Á meðan kristinn einstaklingur les í Biblíunni að Guð ætlaði okkur að lifa á ávöxtum, hnetum og fræum. Ekki að það er rangt að borða kjöt en að við erum ekki sköpuð með það mataræði í huga svo það er ekki jafn hollt. Hérna höfum við aðventistar sérstaklega mikið fram að færa og mikið að rannsaka í gegnum heilsuráðgjöf Ellen White; eitthvað sem aðventistar líta á sem dýrmætan fjársjóð sem getur gefið okkur lengra og betra líf.
Alls konar áhugaverðar spurningar
Það eru margar mjög áhugaverðar spurningar sem við svörum á mismunandi hátt eftir því hvaða trú við höfum. Spurningar eins og:
· Hvernig varð lífið til?
· Hvernig varð mannkynið til?
· Er til líf á öðrum hnöttum?
· Hvað með risaeðlurnar? Hvænær lifðu þær og hvernig voru þær?
· Eru til draugar?
· Eru til geimverur og eru þær að heimsækja okkur?
· Eru til englar?
· Höfum við frjálsan vilja?
· Hvað gerist þegar við deyjum?
· Hvar eru þeir sem hafa þegar dáið og hvað eru þeir að gera?
· Hvað gerist í framtíðinni?
· Hver er tilgangur lífsins.
Í rauninni finnst mér alveg merkilegt að fólk skuli nenni tala um eitthvað annað en trúmál...
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 21.8.2009 kl. 22:59 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Matthías Ásgeirsson, 20.8.2009 kl. 10:36
Er það Matthías? Hvaða trúarbrögð þá? Til dæmis þá reynir ekki norræn eða grísk goðafræði að vera sagnfræðileg; að byggja á atburðum sem gerðust meðal manna. Bara skáldsögur sem sumir trúa að sé eitthvað til í og aðrir ekki. Mér finnst alltaf jafn athyglisvert að lesa orð sagnfræðingins Josephus varðandi handrit Ísraels og síðan handrit rómverja sem fyrir mitt leiti varpar miklu ljósi á þetta mál:
Mofi, 20.8.2009 kl. 13:03
Kristni er ólík flestum ef ekki öllum trúarbrögðum heims að því leiti að hún byggist á atburðum og vitnisburðum sem tilheyra mannkynssögunni.
Svona eins og að verða 900 ára, sitja um borgir þar til þær hrynja og lifa innan í hvölum?
Cicero (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:16
Kristni er ólík flestum ef ekki öllum trúarbrögðum heims að því leiti að hún byggist á atburðum og vitnisburðum sem tilheyra mannkynssögunni.
Mæli með að þú kíkir á seríu sem er í gangi á History Channel sem heitir "Clash of the gods". Þar er fjallað um þróun á grískri goðafræði og hvernig hún hafði áhrif á samfélagið og heimsmyndina í Grikklandi.
Þar er meðal annars fjallað um helga staði sem sýna fram á að goðsögurnar höfðu tengingu við raunveruleikann á einn eða annan hátt.
Hinn sænski Che, 20.8.2009 kl. 15:33
Eftir allar umræður okkar um Týrus, þá vísarðu á svona grein um spádóminn um hana. Ekki ertu sammála því sem kemur fram í greininni um spádóminn um Týrus?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.8.2009 kl. 15:41
Cicero, það er bara lítill hluti af því en já.
Hinn sænski Che, ég kannast ekki við að einu sinni sögurnar sjálfar reyndu að vera sögulegar. Hvað fannst þér um orð Josephus sem ég benti á?
Hjalti, mig langaði aðeins að vísa á einhverja grein um Tyre til að sjá myndir af henni og einhverja umfjöllun um þau Biblíuvers sem spádómurinn er dreginn af. Ef hún er léleg biðst ég afsökunar á því; ætlaði ekki að láta sem svo að þarna væri grein sem sýndi 100% fram á þetta.
Mofi, 20.8.2009 kl. 16:59
Mörgum þykir trúarbröð leiðinleg, en þess vegna hef ég á tilfinningunni að núna er verið að búa til ákveðin "lið" úr þeim þannig trúarbrögð (og reyndar trúleysi að því er virðist) sé eitthvað sem maður getur haldið með.
Dæmi væri t.d. að kalla þá sem trúa á þróun "þróunarsinna" eða "Darwinista" og að setja þetta upp sem "Vithönnun eða creationism vs. þróun", "pro-choice vs. pro-life" kjaftæðið, kynlífsbindindi... ég nenni ekki að telja þetta allt upp þar sem þeir sem lesa þetta blogg þekkja þetta líklega betur en ég.
Þetta lítur hins vegar frekar út eins og tvö fótboltalið sem eru að keppa þar sem aðdáendur halda með sínu liði af misgóðum ástæðum. Það eru auðvitað ekki allir sem hugsa þannig, en þetta er ein leið til þess að fá fólk til að sýna áhuga á einhverju; segja að það sé leikur og að þeirra lið sé að tapa.
Baldur Blöndal, 22.8.2009 kl. 16:45
Góður punktur Baldur. Kannski mannlegt eðli þarna stríða okkur því ég sé ekki betur en flestir falla í þetta oft á æfinni. Mér líkaði hugleiðing Andrésar um þetta efni. Að hætta að hugsa um viðmælendur sem andstæðinga held ég þurfi æfingu og sífelt að minna sig á það ef það á að takast.
Mofi, 23.8.2009 kl. 12:34
Mér þykir þú gera of mikið úr trúmálum varðandi vísindi. Það eru einungis "vísindamenn" sem hafa þegar ákveðið niðurstöðuna áður en þeir hefja rannsóknir sem nýtast við biblíuna. Það eru tæpast vísindi, meira í líkingu við áróður. Eða kannski bull.
Styrmir Reynisson, 24.8.2009 kl. 09:19
Styrmir, þegar kemur að sögulegum rannsóknum þá getur það tæplega talist gáfulegt að hafna heimildum um fortíðina áður en menn rannsaka hvort sagan sem hún segir passi við staðreyndirnar. Það er svona svipað eins og vera að rannsaka dauða Abrahams Lincon en það bannað að lesa bækur sem vitnisburður fólks á þessum tíma kemur fram því það fólk er búið að gefa sér niðurstöðuna fyrir fram.
Mofi, 24.8.2009 kl. 09:54
Jújú það er að sjálfsögðu rétt hjá þér, hins vegar hefur það margoft verið sýnt að sagnfræðilega er biblían handónýt heimild. Það er ekki alveg hægt að líkja því við að Abraham Lincoln hafi verið til og að atburðir í biblíunni hafi átt sér stað. Það eru nokkrar ástæður fyrir því.
til dæmis má nefna að margar ótengdar heimildir nefna dauða Lincolns. Þær eru ekki byggðar á sömu heimild og eru ekki ætlaðar til að innræta ákveðna skoðun á lífinu eða til að boða trú.
Biblían er eina heimildin fyrir mörgu, til dæmis er ganga gyðoinga frá egyptalandi ekki til í neinum öðrum heimildum og enginn hefur fundið neinar fornleyfar sem gætu gefið þessa flutninga til kynna.
Það er í góðu lagi að rannsaka hvort eitthvað af því sem stendur í biblíunni standist, þá sagnfræðilega eða jafnvel út frá fornleyfafræði. Þó hún hafi ekki staðið sig vel.
Það er mjög vafasamt að nota biblíuna þegar kemur að stjörnufræði, líffræði eða bara hvaða raunvísindagreinum sem þér dettur í hug. Biblían hefur ekki staðið sig vel þar. Það var á því sviði sem ég átti við hér að ofan.
Styrmir Reynisson, 24.8.2009 kl. 20:01
Þetta eru allt góðar spurningar sem allt heilvita fólk ætti að spyrja sig að einhverntíma á lífsleiðinni.
Þetta eru allt spurningar sem ættu heima undir hatti Guðspekifélagsins.
Þar SAMEINAST guðfræði & vísindi í LEIT að lausnum á lífsgátunni.
Ég vildi óska þess að Skagfirðingar ættu Guðspekifélag svo að hægt væri að opna vettvang fyrir svona heimspekilegar umræður.
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 10:10
Styrmir, ég er ósammála þér að einhver hefur sýnt fram á að Biblían er ekki góð heimild. Varðandi t.d. brottför gyðinga frá Egyptalandi þá tel ég vera margt sem styður það, sjá: http://video.google.com/videoplay?docid=-4305370740783955461
Mofi, 27.8.2009 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.