16.8.2009 | 21:50
Trúa kristnir að María mey steig upp til himna?
Svarið við þessari spurningu er já og nei. Kaþólikkar trúa þessu, mér til mikillar undrunnar. Því miður þá hefur Kaþólska kirkjan skáldað svo mikið upp á síðustu tvö þúsund árum að erfitt getur verið að greina á milli grískrar goðafræði og raunverulegri kristni. Allt þetta má rekja til þeirra hugmyndar að páfinn sjálfur er óskeikull og þar af leiðandi sitja þeir uppi með alls konar rugl sem alls konar páfum hefur dottið í hug. Ég hef lengi langað til þess að spyrja kaþólikka hvort að páfinn sem rak hóruhús hafi líka verið óskeikull staðgengill Krists.
Það sem er virkilega svekkjandi við þessa frétt er að þetta er sett þannig fram að allir kristnir trúa þessu sem er engan veginn rétt.
Ég á hreinlega erfitt með að trúa því að venjulegur einstaklingur sem tilheyrir Kaþólsku kirkjunni raunverulega trúir öllu þessu...
Hérna má lesa meira um þetta mál: Assumption of Mary
Madonna í Varsjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 803262
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var nú yfirborðsleg færsla hjá þér, Halldór. Uppnumning (ekki uppstigning) Maríu til himna er ekki bara partur af (rómversk-)kaþólskri trú, heldur grísk- og rússnesk-orþódoxri, raunar allra orþódoxra kirkna ("Austurkirkjunnar"), sem og koptísku kirkjunnar (í Egyptalandi og Eþíópíu) og einmitt af því að þetta er ævaforn erfikenning og alls ekki byggð á páfalegum óskeikulleika-úrskurðum, heldur einungis staðfest þar. Þú gengur m.a.s. fram hjá þeirri upplýsingu Wikipediu-greinarinnar, að ýmsar mótmælendakirkjur, m.a. sumar lútherskar, viðurkenna líka þessa erfikenningu. Rót arfsagnarinnar verður rakin til 4. aldar og jafnvel þeirrar þriðju.
Þar að auki máttu skoða þetta betur biblíu- og guðfræðilega. Enok, einn ættfeðranna (faðir Metúsala, föður Lameks, föður Nóa), var líka numinn upp til Guðs. Þú meðtekur örugglega þennan texta í I. Mós. 5.24: "Og Enok gekk með Guði og hvarf, af því að Guð nam hann burt." Hann hefur í sögu kirkjunnar verið skilinn í sömu merkingu og uppnumning Maríu – og eitt dæmi enn er til meðal spámannanna!
María stóð Kristi næst. Hún var óflekkuð og syndlaus skv. trú þeirra fornu, upprunalegu kirkna, sem þú átt svo bágt með að meðtaka. María er ekki kjarni fagnaðarerindisins, það er Kristur, en þessi móðir hans, sem bar hann og ól og mótaði í guðrækni sinni og andlegum styrk (lofsöngur Maríu, Magnificat, Lúk. 1.46–55, kemur ekki af vörum veiklundaðrar persónu), er ekki minni en Enok, og eðlilegt er að hennar hafi beðið ekki minna hlutskipti en Enoks.
Arfsögnin er til staðar. Texti Biblíunnar mælir hvergi móti henni. Dæmi um uppnumningu annarra styrkja stoðir hennar guðfræðilega.
PS: Uppnumning Maríu felur ekki í sér, að hún hafi ekki dáið, gættu þess, bróðir!
Jón Valur Jensson, 16.8.2009 kl. 22:41
Jón Valur, mér finnst alltaf slæmt þegar menn trúa einhverju sem sannleika sem er ekki í Biblíunni. Voru þessir menn sem voru uppi á fjórðu öld vitni að þessu? Biblían er síðan skýr að aðeins Kristur er syndlaus, enginn annar svo sú trú að María er syndlaus fer á móti Biblíunni. Mér finnst bara leiðinlegt að bæta svona skrítnum sögum við hina kristna trú; sérstaklega þegar þær virðast vera byggðar á mjög hæpnum grunni.
Vinar kveðja,
Halldór
Mofi, 17.8.2009 kl. 10:18
Það er margur sannleikurinn utan Biblíunnar, Halldór. "Voru þessir menn sem voru uppi á fjórðu öld vitni að þessu?" spyrðu. Þetta er arfsögn; það vottar fyrir henni á 3. öld, og hún er víða, ekki á einum stað. En svar þitt er stutt eins og pistilinn (ég hefði í þínum sporum lagt meiri vinnu í þetta). Svara þessu um syndleysið seinna.
Jón Valur Jensson, 17.8.2009 kl. 10:30
Voru ritarar allra guðspjallanna vitni að þeim atburðum sem þeir lýsa Mofi?
Cicero (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 11:15
Jón Valur, endilega komdum með rök fyrir því að sá sem kom með þessa sögu sé áreiðanlegt vitni. Ég bara sá fréttina og skrifaði mínar fyrstu hugsanir um þetta.
Cicero, flestir segjast vera vitni. Lúkas er heiðarlegur og segist hafa tekið saman vitnisburð þó hann sjálfur var ekki vitni.
Mofi, 17.8.2009 kl. 11:48
Ha? Sögðu flestir ritarar guðspjallanna að þeir hefðu verið vitni?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.8.2009 kl. 14:01
Það er alltaf gaman að sjá kristlinga míga í hvort hornið á sömu lauginni.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 00:30
Halldór Mofi, það er vitað, að arfsagnir geta vel geymzt í 2–3 aldir. Þannig er t.d. um okkar Landnámu og Íslendingasögur, jafnvel mun lengri arfsagnartími margs í þeim ritheimildum. Miklir vopnafundir frá því fyrir árið 1000 staðfesta t.d. vitnisburð sagnanna um vopnaburð fornmanna okkar. Uppgröfturinn á Alþingisreitnum í Reykjavík staðfestir, að hér var á 9. öld komið víkingaþorp; það er viss staðfesting á landnámi Ingólfs.
Guðfræði- og biblíulegt samræmi og "reasonbility" hef ég þegar bent þér á. Því til viðbótar má benda þér og öðrum á þá staðreynd, að þrátt fyrir áhuga bæði Austur- og Vesturkirkjunnar á líkamsleifum helgra manna, þá er ekkert slíkt varðveitt af líkama Maríu meyjar – ekki frekar en af líkama Krists. Segir það þér ekkert?
Umfram flesta eða alla aðra dýrlinga kirkjunnar hefði áhugi trúaðra átt að beinast að helgum beinum Maríu – ef þau hefðu verið tiltæk.
Jón Valur Jensson, 18.8.2009 kl. 00:56
Þetta er áhugavert.. hér erum við með 2 menn sem báðir hafa lesið biblíuna spjaldanna á milli - annar guðfræðimenntaður hinn sjálfmenntaður....
Og þeir hafa gjörólíkan skilning á veigamiklum atriðum í þeirri sögu sem sagt er.
Svo eru þeir báðir steinhissa á því að fólk sé þeim ekki sammála þeirra trúarskoðunum
Cicero (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 08:25
Þetta er meiriháttar! Herrar mínir, eruð þið örugglega að lesa sömu bókina?
Rebekka, 18.8.2009 kl. 09:55
Hjalti, vandaði orð mín ekki alveg nógu vel. Ég trúi að öll guðspjöllin eru skrifuð af sjónarvottum nema Lúkas en hann talar við sjónarvotta. Jóhannesar guðspjall aftur á móti segist vera skrifað af sjónarvotti.
Jón Valur, mér finnst þetta vera mjög hæpið ef ekki er hægt að benda á þann sem þessi saga er komin frá og einhver ástæða gefin fyrir að viðkomandi er trúverðugur. Varðandi beinin þá efast ég stórlega að við höfum einhverjar líkamsleifar af lærisveinunum svo það kemur ekki á óvart að hafa ekki heldur líkamsleifar Maríu.
Cicero, ég er aðalega hissa á hvað fólk virðist eiga erfitt með að meta rök og gögn fyrir sig sjálft. Í þessu máli þá trúir Jón þessu af því að kirkjan hans kennir það en ég þarf gögn og rök fyrir því að taka þetta alvarlega og ég get ekki séð að það er fyrir hendi.
Mofi, 18.8.2009 kl. 10:00
Rebekka, við erum nú báðir sammála um að þetta er ekkert í Biblíunni. Hérna trúir Jón einhverjum sögum sem enginn virðist vita hver byrjaði með og afhverju maður ætti að trúa viðkomandi en ég trúi þeim ekki. Ef það er ekki í Biblíunni þá margfaldast minn efi um áreiðanleika þess.
Mofi, 18.8.2009 kl. 10:01
Cicero, ég er aðalega hissa á hvað fólk virðist eiga erfitt með að meta rök og gögn fyrir sig sjálft.
Er það þessvegna sem þú vitnar svona mikið í AiG og Discovery Institute?
Cicero (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:52
Ég er nú svo aldeilis hissa á þér Mofi. Auðvitað skaust María móðir Jesú líka upp til himna fljótlega eftir andlát sitt, þ.e. í samræmi við trú Gyðinga og kristinna.
Það erum margar vísbendingar í ritum Biblíunnar sem benda til þess að bæði Gyðingar og kristnir hafi verið Andatrúar. Andatrúarmenn trúðu því þá og trúa því enn að fyrst eftir andlátið verði menn á flakki milli vina og ættingja, birtast þeim, snerta og tala til þeirra. Þegar frá líður fara þeir til Himna, hvað svo sem það nú eiginlega er.
Nærtækast er að benda á sögur þær sem ritaðar eru um flakk sonar Maríu eftir meinta krossfestingu. Þær sögur eru í fullu samræmi við hugmyndir Andatrúarmanna sem ég nefni hér á undan.
En um páfann, Mofi, þá lætur núverandi Páfi sér ekki nægja að reka hóruhús, heldur fjárfestir hann í P-pilluframleiðslu, vopna- og tóbaksframleiðslu eins og ég lýsi nánar í bloggi mínu 10. ágúst s.l.
En þið Jón Valur verðið að lesa betur rit Biblíunnar. Ég get ekki endalaust verið að lesa hana fyrir ykkur.
Sigurður Rósant, 19.8.2009 kl. 12:54
Þeir eru góðir að færa rök fyrir sinni afstöðu svo...
Rósant, í samræmi við trú gyðinga??? Hvað hafa gyðingar með Maríu Mey að gera?
Mér finnst þú nú vera lesa einhver önnur rit en Biblíuna til að fá svona sálnaflakk út úr henni :)
Takk fyrir að benda á þetta með páfann; ég lít á Jón sem einlægan einstakling sem er bara því miður á villigötum. Samt ekki jafn slæmum götum og þú Sigurður :)
Mofi, 19.8.2009 kl. 16:28
Mofi - " Hvað hafa gyðingar með Maríu Mey að gera?"
Vissirðu ekki að María móðir Jesú var Gyðingur? Trú Gyðinga er Andatrú, þó þeir banni Andatrú. Hún sjálf (María mey) staðfestir mína fullyrðingu með því að telja sig vera í sambandi við andaverur eða engla.
Sami grautur í sömu skál.
Ég lít á ykkur trúaða sem einlæga einstaklinga sem þurfa á föðurlegum áminningum að halda.
Sigurður Rósant, 19.8.2009 kl. 16:52
Þeir eru góðir að færa rök fyrir sinni afstöðu svo...
Eitthvað annað en vísindamenn sem greina frá niðurstöðum áralangra rannsókna sinna þá?
Fyndið að þér finnst ekkert að því að vísa í þá og nota þeirra rök, en þegar menn vísa í orð vísindamanna og niðurstöður þeirra þá ferð þú alltaf fram á að menn noti eigin orð, eigin rök og eigin niðurstöður
Og þá oft frekar en orð þeirra sem gerðu þær rannsóknir sem um er rætt
Sérðu ekkert hvað þetta er kjánalegt?
Cicero (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 19:38
Cicero, aðrir vísindamenn sem eru þeim ósammála geta verið alveg ágætir í að færa rök fyrir sínum skoðunum. Ég vísa í þeirra orð og þeirra rök þegar mér finnst það eiga við. Þegar einhverjir aðrir vilja vitna í aðra vísindamenn þá hef ég ekkert á móti því. En til þess að það geti verið einhver efniviður í vitrænar umræður þá þarf að tiltaka hver rökin eru og hver gögnin eru. Ef eina innleggið er að þessi vísindamaður komst að þessari niðurstöðu þá er það afskaplega þunnt; inniheldur í rauninni ekki neitt.
Rósant, þú gerir mig alveg orðlausann :)
Mofi, 19.8.2009 kl. 23:09
Þú veist er það ekki Mofi að það vita það allir sem vilja vita það að stór hluti svara þinna hérna eru beinar þýðingar af áðurnefndum síðum?
Cicero (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 10:14
Cicero, án efa er það stærri prósenta en ég sjálfur geri mér grein fyrir. Ég veit það og geri ráð fyrir að margir fleiri viti það.
Mofi, 20.8.2009 kl. 12:49
Væri þá ekki heiðarlegt af þér að samþykkja það bara sem gilt í umræðunni að vísa í efni máli sínu til stuðnings... þó það sé óþýtt - held að flestir sem komi að umræðu hérna sé vel læsir á enska tungu
Cicero (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 13:09
Cicero, það getur verið í góðu lagi enda geri ég stundum hið sama. Ef ég aftur á móti er ekki að sjá hvaða rök og gögn greinin er að koma með sem er sannfærandi þá er eðlilegt að mínu mati að biðja viðkomandi um að segja hvað var svona sannfærandi. Er það í lagi að þínu mati?
Mofi, 20.8.2009 kl. 17:01
Nei, það er ekki eðlilegt - vegna þess að í slíkum tilfellum hefur þú yfirleitt ekki ómakað þig við að lesa það sem viðkomandi hefur bent þér á
Cicero (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 08:56
Cicero, ef ég hef lesið, er það þá sanngjarnt að biðja um hvaða rök í viðkomandi grein? Sérstaklega þegar greinin getur verið vel löng og engan veginn augljóst hvað í henni á að styðja við mál viðkomandi.
Mofi, 21.8.2009 kl. 11:42
Nei, það er ekki sanngjarnt ef greinin sem vísað er í er ein heild... útdráttur úr miklu meira efni þar sem hver hluti getur ekki án hinna verið.
Tökum sem dæmi nýlega umræðu um þróun hesta, efni sem er gríðarlega mikið rannsakað - skrifaðar hafa verið ótal doktorsrigerðir og tugþúsundir blaðsíðna, jafnvel hundruðir þúsunda af efni eru til um í formi rannsóknarniðurstaðna og fleiri hluta - þér er beint á þegar búið er að safna saman öllum þessum gögnum og öllum þessum heimildum þá liggi fyrir saga þróunar sem nær langt langt aftur fyrir flóðasögurnar þínar.
Saga sem nánast allir sem að þessum málum koma eru sammála um í meginatriðum
Þér er bent á MJÖG stutta samantekt um gríðarlega lítinn hluta þessa efnis sem þó lýsir með vísun í viðeigandi heimildir stuttlega hvernig þróun þessa dýrs kemur ekki heim og saman við þína heimssýn.
Og hvernig afgreiðir þú það? Með sömu gömlu lummuni um að fólk verði að koma með sín eigin orð, eigin rök o.s.frv. - gjörsamlega fáránlegt í ljósi þeirrar einföldu staðreyndar að verið er að vísa í fólk sem er manni langtum fróðara um efnið og margfalt hæfara til að koma að því orðum og rökum
ALVEG EINS og þú gerir þegar þú gerir orð AiG og DI að þínum, en það er víst ekki sama hvort það er Jón eða séra Mofi þegar kemur að því að standa undir sínum fullyrðingum
Ef ég byði þér í mat og þú værir svo hrifinn af því sem ég eldaði að þú vildir fá uppskriftina, þá myndi þér væntanlega ekki nægja að fá bara helsta innihaldið án kryddupplýsinga eða eldunaraðferða er það?
Þú kemur stundum fram eins og þú haldir að viðmælendur þínir séu fífl Mofi, þú hlýtur að vera farinn að átta þig á því að margir af þeim sem eru hér fastagestir er vel lesið, vel gefið og vel menntað fólk er það ekki?
Þú skalt ekki halda það eitt augnablik að ég og fleiri vitum ekki hvað þú ert að gera þegar þú veifar frá þér gögnum með þessari útdráttar lummu taktík....
Cicero (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:13
Kjósir þú að svara þessu þá bið ég þig vinsamlegast að svara því sem einni heild en ekki tæta það í sundur og svara því málsgrein fyrir málsgrein
Þetta er sett fram sem samfelldur texti og ég vil að inntaki hans sé svarað sem slíkum annars missir það marks
Sjáir þú þér það ekki fært þá vil ég frekar að þú sleppir því að svara
Cicero (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:15
Cicero, ef ég les einhverja grein og ég sé ekki hvað í greininni styður málstað viðkomandi og hann vill ekki benda á hvað það er þá er umræðan komin í patt stöðu og best að hætta henni.
Mofi, 21.8.2009 kl. 14:27
Mofi, í íslenskri stafsetningu notum við lítð 'm' í sambandi við viðurnöfn, eins og mey. Ef hún héti Mey, þá væri rétt að skrifa það með stóru'M'.
Þannig skrifum við t.d. Helgi magri, Eiríkur rauði, Ketill fíflski, Jón hrak og Auður djúpúðga með litlum upphafsstaf í viðurnefni.
En mér virðist þú ná framförum samt sem áður í íslenskri stafsetningu og orðaskipan. Bloggið hjálpar mikið til í þessum efnum.
Njóttu hvíldar á fyrstu dögum Ramadan.
Sigurður Rósant, 21.8.2009 kl. 22:34
Rósant, takk fyrir stafsetningar ráðgjöfina. Ég er búinn að skána helling eftir að ég byrjaði að blogga; bloggið sannarlega hjálpar. Nú er bara að fatta hvað fólk á við þegar það er að gagnrýna hvernig ég nota viðtengingarhátt sem ég hef ekki grænan grun um hvað er :)
Mofi, 21.8.2009 kl. 23:04
EF þú segir "allar tegundir hestsins eru komnar frá hesti sem var uppi fyrir 4000 árum síðan"
Og ég segi... herðu, nei það passar ekki - skv þessu hérna er hann miklu eldri - lestu það bara
Hvernig er það eitthvað á huldu hvernig það styður ekki minn málsstað?
Cicero (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:16
Cicero, það getur stutt það að því leiti að það heldur fram einhverju öðru en það þýðir ekki að þarna eru einhver sannfærandi rök fyrir því. Ef að viðkomandi finnst einhver rök í greininni vera sannfærandi þá ætti hann að geta bent á hvaða rök það eru. Ef hann neitar að gera það, þá er umræðan aftur komin í patt stöðu.
Mofi, 22.8.2009 kl. 10:37
Þvílíkt endemis bull Mofi...
greinin i HEILD sinni er það sem er sannfærandi, ekki ákveðnir hlutar hennar...
Þú ert svo vanur því að quote mina og tæta í sundur rök annarra að þú einfaldlega skilur ekki að í flestum tilfellum þarf að lesa ALLAN textann til að ná inntakinu..
Þetta er svona eins og að gera 1 blaðsíðu útdrátt úr 500 blaðsíðna bók og svo segjast svo ekki skilja þessa einu blaðsiðu og vilja fá úr henni samhengislausar stakar setningar...
Cicero (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:34
Hér er ágætis samantekt um viðtengingarhátt.
Ég hef tekið eftir því að þú notar oft sögnina að vera í nútíð, þ.e. -er-
Dæmi: "Allt þetta má rekja til þeirra hugmyndar að páfinn sjálfur er óskeikull....."
Þarna er réttara að setja inn sé í staðinn fyrir er. Það geturðu fundið út með því að setja -þó-, -þó að- eða -þótt- fyrir framan setningarhlutann.
-þó að páfinn sjálfur sé óskeikull....."
Ef þú finnur mun á því hvort hljómar betur, þá ertu að nálgast tilfinninguna fyrir viðtengingarhætti.
Sigurður Rósant, 22.8.2009 kl. 14:38
Rétt hjá þér, Sigurður Rósant; Mofi vanrækir viðtengingarháttinn, því miður, og hefur gert það lengi, sennilega jafnlengi og kaþólsku móðurkirkjuna! – Rosalega er umræðan hérna orðin löng og ég ekki einu sinni búinn að lesa hana alla; hef verið að vinna mikið og bloggað mikið um Icesave-málið sem hvílir yfir okkur eins og mara, og hef ég naumast sofið nóg þessa vikuna, hvað þá haft tíma til að vitja þessa vettvangs að halda áfram uppi svörum, en lofa því, vona að þú, Halldór Mofi, látir ekki lokast á umræðuna á 14 dögum.
Jón Valur Jensson, 23.8.2009 kl. 02:56
Cicero, ef greinin í heild sinni er sannfærandi fyrir einhvern þá get ég lítið að því gert þegar ég sé ekkert sannfærandi í henni.
Rósant, það var mjög fróðlegt að taka þetta verkefni sem var á síðunni sem þú bentir á... Held ég þurfi samt töluvert umburðarlindi varðandi þessi mál en vonandi er ég á réttri leið :)
Jón Valur, þú stendur þig vel í Icesave baráttunni; ekki láta mig trufla þann mikilvæga slag. Allar greinar hjá mér eru opnar í heilt ár svo taktu þinn tíma :)
Mofi, 23.8.2009 kl. 11:32
Auðvitað sástu ekkert sannfærandi í henni, þú trúir engu sem stangast á við þína trú...
En þú hefur samt ekki getað hrakið neitt sem kom fram í þeirri umræðu
Cicero (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 14:14
Cicero, trúir þú einhverju sem stangast á við þína trú?
Mofi, 24.8.2009 kl. 09:55
Ég er alltaf opinn fyrir nýjum upplýsingum, hef enga sérstaka trú í þeim efnum...
Ef ný þekking kollvarpar eða afsannar fyrri kenningar og er vel rökstudd og sönnuð þá tek ég því opnum örmum
Hvaða trú ert þú annars að tala um?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 10:50
Jón Bjarni, ertu að tala við mig? hmm... minnir mig á einhverja bíómynd :)
Ef svo er, hvaða athugasemd? Ef það er greinin þá er það hvort að María mey hafi stigið til himna en ég efast um að þú ert að vísa til þess.
Mofi, 24.8.2009 kl. 11:03
Ég er að svara því sem þú beinir til Cicero...
Það er engin vísindatrú til Mofi sem er þannig að menn sem aðhyllast hana samþykki allt sem einhver með Dr. fyrir framan nafnið sitt segir
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:09
Jón Bjarni, ég er nokkuð sammála því. Sé samt ekki betur en margir falla í þá gryfju, stundum ég líka eflaust.
Mofi, 24.8.2009 kl. 15:30
Það er bara misskilningur... venjulegt fólk les lifandi vísindi og önnur slík blöð til að læra eitthvað nýtt og hvernig eldri þekking er úrelt með þeirri eldri..
Hinsvegar sé ég þig oft linka hér á fréttir af svipuðum toga og annaðhvort kalla þær rugl, rífa úr samhengi eða annað - að því er virðist eingöngu vegna þess að hún stangast á við trúnna þína
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 16:00
úrelt með nýrri þekkingu, átti þetta nú að vera
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 16:01
Jón Bjarni, svekkjandi að þú skulir ekki sjá ástæðuna fyrir mínum efasemdum ekki byggða á rökum. Vonandi batnar það í framtíðinni.
Mofi, 24.8.2009 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.