Er brotthrifningin (rapture) Biblíuleg?

TimeOutRaptureNokkrar kristnar kirkjur kenna það sem kallað er "brotthrifningin" eða  "the rapture". Í stuttu máli þá kennir þessi hugmynd það að Kristur komi aftur en í laumi og taki burt alla kristna.  Í gífurlegri ringulreið þá munu miljónir manna hverfa. Föt þessa fólks verða skilin eftir, bílar og flugvélar munu allt í einu verða stjórnlaus af því að ökumaðurinn var kristinn og var "tekinn" eða hrifinn á brot.

Er hægt að finna þetta í Biblíunni?  Ég segi nei; Biblían kennir þetta alls ekki.  Aðal versið sem notað er til að styðja þessa hugmynd er að finna í fyrra Þessalóníkubréfi 4. kafla.

Fyrra Þessaloníkubréf 4
17Þá munum við sem eftir lifum verða hrifin burt ásamt þeim í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum við vera með Drottni alla tíma

Samkvæmt kenningunni þá gerist þetta og aðrir eru skildir eftir og þurfa að kljást við sjö ár af erfiðleikum áður en síðan Kristur kemur enn aftur. Ef við hægum aðeins á okkur og lesum orð Páls í samhengi þá sjáum við að þetta stenst ekki.

Fyrra Þessaloníkubréf 4
16Þegar Guð skipar fyrir, þegar raust erkiengilsins kveður við og básúna Guðs hljómar, mun sjálfur Drottinn stíga niður af himni og þau sem dóu í trú á Krist munu fyrst upp rísa

Áður en Páll talar um að fólk Guðs verði tekið þá segir hann að það gerist við endurkomuna og það mun vera hávær atburður eða eins og textinn segir "básúna Guðs hljómar".  Ég get ekki séð nein vers í Biblíunni sem styðja að Kristur komi tvisvar, einu sinni hljóðlega þegar enginn sér og tekur burt fólk sitt og síðan aftur en þá með miklum látum.  Ég sé aðeins eina endurkomu og henni er alltaf lýst sem mjög mikilfengum atburði.

Annað vers sem menn nota til að styðja þessa hugmynd um brotthrifningu eru orð Jesú sjálfs um endurkomuna en þau eru að finna í Matteusarguðspjalli 24. kafla.

Matteusarguðspjall 24
Eins verður við komu Mannssonarins. 40Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. 41Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin

Hérna þarf maður aftur að hægja á sér og lesa það sem Jesú segir í samhengi og ekki missa af neinu. Í þessari ræðu þá varar Jesú fjórum sinnum við blekkingu á þessum tímum svo fyrir hinn kristna þá er hér ástæða til að staldra við og skoða vel hvað Kristur er að segja.  Það sem kemur fram mjög skýrt er að endurkoman verður mjög sýnilegur og stórkostlegur atburður. Enn fremur kemur fram að við eigum ekki að trúa því að Jesú sé kominn og Hann er í eyðimörkinni eða sé í leyndum.

Matteusarguðspjall 24
23Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur, eða: Þar, þá trúið því ekki. 24Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn og þeir munu gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það er unnt. 25Athugið að ég hef sagt yður það fyrir.
26Ef menn segja við yður: Hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Hann er í leynum, þá trúið því ekki. 27Mannssonurinn kemur eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs.

Athyglisvert að segja "Hann er í leynum þá trúið því ekki"; nærri því eins og að segja að ef einhver talar um leynda endurkomu þá eigum við ekki að trúa því en það er akkúrat það sem brotthrifningar hugmyndin kennir.  Enn og aftur þá sjáum við lýsinguna á endurkomunni þannig að hún er mjög sjánleg og hávær sem útilokar marga sem segjast hafa verið Kristur eins og Bahá'u'lláh gerði á sínum tíma.

2_new_jerusalemÞeir sem vilja ýtarlegri umfjöllun um þetta efni þá mæli ég með þessari grein hérna: "The rapture, is anything missing?"  

Sömuleiðis þá gætu einhverjir haft gaman af mynd sem fjallar um hvað gerist rétt fyrir endalokin, sjá: Atburðir endalokanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ætli rapture sé ekki ein heimskulegasta biblíuafleidda hugmynd allra tíma?

En, það hlýtur að vera gaman að búa í heimi þar sem þetta er yfirvofandi; svona líkt og að eiga von á The Enterprice úr Star Trek á hverri stundu. Skemmtilega flippað og hresst.

En hálfvitaleg hugmynd engu að síður.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 10.8.2009 kl. 14:27

2 Smámynd: Mofi

Kristinn, myndin "Left behind" er byggð á þessari hugmynd og hún óneitanlega býr til mjög athyglisverða framtíðarsýn. Mjög Hollywoodlegt að vera með bíla stjórnlausa í árekstrum og flugvélar hrapa, gott efni í bíómynd þó að vísu mér fannst myndin frekar slöpp...

Alltaf gaman að fá þig í heimsókn :)

Mofi, 10.8.2009 kl. 14:52

3 identicon

Er búin að vera horfa á báðar þessar myndir, og ég ætla ekki að koma með neinn úrskurð. Mér finnst aðalatriðið að vita að Jesús kemur aftur, og við eigum að boða það með líferni okkar og vera sú fyrirmynd sem Jesús vill að við séum. Mér tekst ekkert alltaf að vera það, en allir sem umgangast mig meiga vita það að ég trúi á Jesú Krist og að hann kemur aftur.

Hafði gaman af að horfa á þessar myndir, fær mann til að hugsa...

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 18:01

4 Smámynd: Mofi

Gaman að heyra Áslaug :)

Mér finnst að kristnir ættu að hafa mikla ánægju af því að rannsaka svona hluti og þegar Kristur varar oft við blekkingum þá ætti kristinn einstaklingur að gefa því sérstakan gaum.

Mofi, 10.8.2009 kl. 19:02

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Varðandi Mt 24 þar sem tveir eru á akrinum og einn tekinn, þá hef ég heyrt þau rök að í samhenginu er líka talað um Nóaflóðið og þá eru þeir sem drukkna í því þeir sem eru "teknir".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.8.2009 kl. 06:59

6 Smámynd: Mofi

Hjalti, veistu hvaða afstöðu það á að styðja og af hverju? Er ekki alveg að fatta...   Ég sem hélt að einhverjir hérna hefðu þessa afstöðu en þetta virðist vera óvinsælla en ég hélt.

Mofi, 11.8.2009 kl. 10:55

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta er gegn brotthrifningunni (eða burthrifningunni?). Samkvæmt þeim er sá sem er "tekinn" að fara í himnaríki, en þarna eru þeir sem eru teknir bornir saman við þá sem dóu í flóðinu.

Hef ekki skoðað þetta, heyrði þetta í útvarpsþættinum hjá Matt Slick (carm.org).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.8.2009 kl. 12:00

8 Smámynd: Mofi

Það meikar sens að mínu mati. Ég byrjaði með "burthrifning" en síðan hætti við og valdi brotthrifning en veit ekki hvort er betra.

Mofi, 11.8.2009 kl. 12:12

9 identicon

Fyrirgefið mér hversu "slow" ég er, en ég er ekki að fatta. Voru þá allir teknir til himna í Nóaflóðinu, nema Nói og fjölskylda hans?

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 17:14

10 identicon

Ég hef ekki tekið burthrifningarkenninguna endilega sem kenningu um það að Kristur komi leynilega, þó Left Behind myndirnar gefi það til kynna.

Það er langt síðan ég skoðaði endatímakenningarnar allar, man þó að ég komst ekki að neinni ákveðinni niðurstöðu síðast, en mér finnst það alveg standast að Jesús komi... með látum..., hinir kristnu fara til fundar við Drottinn, en hinir eru eftir skildir...

ég kannski þekki ekki nöfnin á kenningunum nógu vel en mér finnst burthrifningin alveg passa þó Jesús komi með látum.

en eins og ég segi þá þarf ég að skoða þetta allt betur aftur....

Andri (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:47

11 Smámynd: Mofi

Áslaug, nei, það dóu allir nema Nói og fjölskylda hans. Enginn fer beint til himna þegar hann deyr; Biblían kennir mjög skýrt að allir sofa þangað til Kristur kemur aftur.

Andri, já, önnur spurningin er hvað verður um þá sem eru skildir eftir.

Nokkrir valkostir eru:

  1. Lifa þeir áfram það sem eftir er.
  2. Lifa þeir í sjö ár eins og Left behind myndin talar um og þurfa að horfast í augu við antikrist og merki dýrsins.
  3. Deyja þeir við endurkomuna eins og Páll talar um í Þessalónikubréfi

2 Thessalonians 2 
8And then shall that Wicked be revealed, whom the Lord shall consume with the spirit of his mouth, and shall destroy with the brightness of his coming

Mofi, 12.8.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband