Kærum þau fyrir landráð!

Mér finnst engann veginn nóg að skoða þessi mál þannig hvort að lög voru brotin eða ekki. Það þarf líka að meta hvort að það sé í lagi að setja sjálfstæði þjóðarinnar í hættu með glæpsamlegu athæfi og mér finnst það liggja fyrir að margir í þessu máli eru sekir um slíkt.  Samviska þeirra á að segja þeim að það er rangt að stela, þó að það er hægt að gera slíkt á einhvern fáránlegan "löglegan" hátt.    Að venjulegt fólk hafi tapað öllu, atvinnunni og jafnvel húsnæðinu og sparifénu en þetta lið sem stóð í þessu fái að valsa um hér frjálst ferða sinna; jafnvel mold ríkt í þokka bót er engann veginn í lagi.

Ég fyrir mitt leiti segi að það á að hirða allt af þeim og stinga þeim í steininn!  Þá hefði lögreglan eitthvað gáfulegt að gera í staðinn fyrir að elta blanka listamenn.


mbl.is Sást skvetta málningu á húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: DanTh

Rétt hjá þér.  Svo held ég þetta hafi verið listamaður.  Málningarslettur af þessum toga, kallast gjörningur.

DanTh, 6.8.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Mofi

DanTh, já er það ekki. Viðkomandi bara að tjá sig og hafði kannski ekki efni á striga og þarna gat hann blandað saman list og skorti á peningum saman.

Mofi, 6.8.2009 kl. 16:20

3 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Slakaðu á Halldór, ef þetta fólk hefur stolið fá þau makleg málagjöld eftir að ævi þeirra lýkur...

Sveinn Þórhallsson, 6.8.2009 kl. 16:35

4 identicon

ætla skella einu loli á þetta hjá þér Sveinn

Cicero (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 16:49

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Algjörlega sammála þér

Hugsaðu þér svo ef ríkið ætlar kannski að gefa þessum dólgum bankanna aftur? Ég hélt að þessi ríkisstjórn sem segjast vera jafnaðarmenn hafi ætlað að uppræta alla spillingu en nú meira að segja sendir Hrannar starfsmaður Evu Joly tóninn en hún er öll að vilja gerð að hjálpa okkur Íslendingum.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2009 kl. 22:54

6 Smámynd: Styrmir Reynisson

góðður punktur, en það er allra hagur að dæma alltaf eftir því hvað lögin segja. En lögunum má breyta.

Styrmir Reynisson, 7.8.2009 kl. 08:59

7 Smámynd: Mama G

Mofi, mér heyrist á þessari færslu að þú sért nett bitur yfir ástandinu hér á landi og það er nú mjög skiljanlegt. En það er alveg eins gott að gera sér strax grein fyrir því að mannkynið lærir aldrei, einstaklingseðlið segir fólki að reyna að hámarka sinn hag, jafnvel þó það sé á kostnað heildarinnar, það verður þannig áfram um ókomna tíð.

Það er t.d. innan við 10 ár síðan Enron hneykslið skók heimsbyggðina (eða amk. vesturlöndin) og þá átti nú aldeilis að "taka á þessu liði" og undirritaði forseti USA ein ströngustu lög (Sarbanes Oxley lögin) sem sett hafa verið þar í landi. Þau voru m.a.s. svo yfirgengilega íþyngjandi að það þurfti að bakka með þau að hluta og þá er nú mikið sagt.

Og hverju "björguðu" þessi lög? Engu sýnist mér. Vittu til, það eru innan við 10 ár í næstu efnahagssprengingu.

Mama G, 7.8.2009 kl. 09:28

8 Smámynd: Mofi

Sveinn
Slakaðu á Halldór, ef þetta fólk hefur stolið fá þau makleg málagjöld eftir að ævi þeirra lýkur...

Ég er alveg afslappaður...svona sirka :)   en ef við viljum ekki að þetta endurtaki sig og ef við viljum fá eitthvað af þeim peningum sem voru teknir þá verður þjóðin að gera eitthvað.

Rósa, það er óhugnanlegt að hugsa til þess. Og af hverju ættu þeir sem fá bankana í sína vörslu ekki að gera hið sama ef þeir geta?  Þeir sem gerðu þetta á undan þeim græddu miljónir og ekkert kom fyrir þá?

Styrmir, þetta er sannarlega erfitt mál...

Mama G
einstaklingseðlið segir fólki að reyna að hámarka sinn hag, jafnvel þó það sé á kostnað heildarinnar, það verður þannig áfram um ókomna tíð

Þess vegna er mjög slæmt að láta einstaklinga græða á því að hafa hegðað sér á siðlausan hátt og setja heilt samfélag á hausinn; miðað við hvernig sumir tala þá er sjálfstæði þjóðarinnar í hættu og gífurlegur fólks flótti nærri því pottþéttur.

Þetta dæmi með Enron sem þú bendir á er og lærdóminn af því er...niðurdrepandi :)    kannski er þetta alveg vonlaust... en það hlýtur að mega reyna eitthvað. Við værum ekki með silki hanskana á ef þetta væru menn að ræna 10/11 með hníf.

Mofi, 7.8.2009 kl. 11:08

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Halldór,

Við erum hræsnarar og gungur sem krjúpum fyrir séra Jóni, bregðum kíkinum fyrir blinda augað þegar hann gerir eittvað af sér en refsum Jón hiklaust fyrir minnstu yfirsjón.

Sigurður Þórðarson, 7.8.2009 kl. 20:55

10 Smámynd: Mofi

Dóra litla, það er fyrir yfirvöld að finna út úr. Þeir sem tóku gífurlega há lán og töpuðu þeim peningum og þjóðin þarf að borga; þeir að mínu mati hljóta að vera einhvers konar glæpamenn.

Sigurður, vel sagt!  Jón úti á götu er hakkaður í spað fyrir að stela nokkrum þúsund köllum en séra Jón stelur miljörðum og við bara leyfum því að viðgangast. Hvernig getum við búist við því að þetta gerist ekki aftur ef þeir sem hegða sér svona komast upp með það?

Mofi, 7.8.2009 kl. 23:21

11 Smámynd: Reputo

Þarna er ég loksins sammála þér Mofi ;) Þessir menn eru landráðamenn hvort sem þeir brutu einhver lög eða ekki, og það er eins gott að refsa þeim áður en þeir drepast því eins og fólk veit, að þegar maður dreps að þá er þetta bara búið.

Reputo, 8.8.2009 kl. 10:16

12 Smámynd: Mofi

Dóra litla, ég myndi ekki segja að það er nóg bara að líta á hvort lög voru brotin, ef einhver setur sjálfstæði þjóðarinnar í hættu þá er það refsivert þótt það kann að hafa verið einhvern veginn löglegt þegar viðkomandi gerði það.

Reputo, takk fyrir það :)   og nokkvurn veginn sammála þínu innleggi nema náttúrulega að stóri aðal dómurinn bíður þegar maður deyr...

Mofi, 8.8.2009 kl. 14:40

13 identicon

Ég hefði viljað sjá þessa menn verða öreiga, áður en almúginn verður það...

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 15:53

14 Smámynd: Mofi

Áslaug, væri ekki aðeins meira réttlæti í því!  Góður punktur.

Mofi, 8.8.2009 kl. 16:44

15 Smámynd: Mofi

Dóra litla, það er góð spurning. Hvað á fólkið í landinu að gera ef það telur sína eigin ríkisstjórn vera að sökkva landinu?  Ég bara veit ekki; þori varla að hugsa um það. Spurning hvort að ef staðan verður of alvarleg og nógu margir rísa upp að hægt er að fá lögregluna á sitt band og læsa liðið inni?

Mofi, 9.8.2009 kl. 12:22

16 Smámynd: Unknown

Að mínu mati er fátt annað að gera en að samþykkja að borga, það sem er í stöðunni hinsvegar er hvort það á ekki að semja uppá nýtt eða ekki.

Unknown, 11.8.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 4

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband