Það sem Jesú gerði áður en Hann fæddist

Ég gerði grein þar sem ég spurði Hvað gerði Jesú áður en Hann fæddist?   Núna langar mig að fjalla um hvernig ég sé þetta, sem er þá hvar við sjáum Jesú í Gamla Testamentinu.  Nýja Testamentið segir skýrt t.d. í Kólossusbréfinu 1:16 að Jesú er skaparinn og á mörgum öðrum stöðum.

Þar sem kristnir trúa að Jesú er Guð og hefur þar af leiðandi alltaf verið til þá ætti að vera rökrétt að Hann gerði eitthvað áður en Hann fæddist hér á jörð. Ég er á því að Gamla Testamentið inniheldur dæmi þar sem við sjáum Jesú en þá sem "engill Drottins". Ástæðan fyrir þessu er sú að engill Drottins í Gamla Testamentinu er sagður vera Guð sjálfur. Aftur á móti segir Biblían að enginn getur séð Guð föðurinn en menn gátu séð Krist og menn gátu séð engil Drottins. Svo, mig langar að skoða þau tilfelli þar sem við sjáum engil Drottins í Gamla Testamentinu og hvað við getum lært af því.

Þegar Móse er kallaður af Guði þar sem hann sér logandi runna þá lesum við dáldið forvitnilegt.

mosesandburningbush2. Mósebók 3
1Móse gerðist fjárhirðir hjá tengdaföður sínum, Jetró, presti í Midían. Einu sinni rak hann féð langt inn í eyðimörkina og kom að Hóreb, fjalli Guðs. 2Þá birtist honum engill Guðs í eldsloga sem stóð upp af þyrnirunna. Hann sá að runninn stóð í ljósum logum en brann ekki. 3Móse hugsaði: „Ég verð að ganga nær og virða fyrir mér þessa mikilfenglegu sýn. Hvers vegna brennur runninn ekki?“
4Þegar Drottinn sá að hann gekk nær til að virða þetta fyrir sér kallaði Guð til hans úr miðjum runnanum og sagði: „Móse, Móse.“ Hann svaraði: „Hér er ég.“ 5Drottinn sagði: „Komdu ekki nær, drag skó þína af fótum þér því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð.“ 6Og hann bætti við: „Ég er Guð föður þíns, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs.“ Þá huldi Móse andlit sitt því að hann óttaðist að líta Guð.

Hérna sjáum við "engill Guðs" sem er síðan Drottinn sjálfur og þetta er staðfest aftur í Postulasögunni í ræðu Stefáns áður en hann var grýttur til bana.

Postulasagan 7
30Að fjörutíu árum liðnum birtist honum engill í eyðimörk Sínaífjalls í logandi þyrnirunna. 31Móse undraðist sýnina, gekk nær og vildi hyggja að. Þá hljómaði rödd Drottins: 32Ég er Guð forfeðra þinna, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs. En Móse skelfdist og þorði ekki að hyggja frekar að. 33En Drottinn sagði við hann: Leys af þér skó þína því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð.

Núna skulum við skoða söguna af Hagar, móðir Ísmael sem arabar eru komnir frá.

1 Mósebók 16
Hagar___Ishmael_Augo47Engill Drottins fann Hagar hjá lind í eyðimörkinni, lindinni á veginum til Súr. 8Hann mælti: „Hagar, ambátt Saraí, hvaðan kemurðu og hvert ferðu?“
Hún svaraði: „Ég er á flótta frá Saraí, húsmóður minni.“
9Þá sagði engill Drottins við hana: „Snúðu aftur til húsmóður þinnar og sættu þig við meðferð hennar.“
10Og engill Drottins sagði: „Ég mun fjölga niðjum þínum svo að tölu verði ekki á þá komið.“
11Engill Drottins sagði einnig við hana: Þú ert þunguð og munt ala son.
Þú skalt láta hann heita Ísmael því að Drottinn hefur heyrt kveinstafi þína.
12Hann verður maður ólmur sem villiasni. Hönd hans skal vera uppi á móti öllum og hvers manns hönd á móti honum. Hann verður andsnúinn öllum bræðrum sínum.
13Þá nefndi Hagar Drottin sem talaði við hana: „Þú ert alsjáandi Guð,“ en hún hugsaði með sér: „Nú hef ég séð hann sem sá mig.“

Hérna segir Hagar að hún hafi séð hinn "alsjáandi Guð" sem Biblían kallar engil Drottins. Þetta þýðir að engill Drottins er Guð sjálfur því ekki hefur bara einhver engill vald til að gera miklar þjóðir. Núna skulum við skoða söguna af Jakob þar sem engill Drottins birtist Jakobi.

1. Mósebók 31
10Eitt sinn um fengitíma hjarðarinnar sá ég í draumi að hafrarnir, sem hlupu á féð, voru rílóttir, flekkóttir og dílóttir. 11Og engill Guðs kallaði til mín í draumnum: Jakob! Ég svaraði: Hér er ég. 12Þá sagði hann: Líttu upp og sjáðu. Allir hafrarnir, sem hlaupa á féð, eru rílóttir, flekkóttir og dílóttir. Það er vegna þess að ég hef séð allt sem Laban hefur gert þér. 13Ég er sá Guð sem birtist þér í Betel þar sem þú smurðir merkistein og vannst mér heit. Leggðu nú af stað, farðu burt úr þessu landi og snúðu aftur til ættlands þíns.“

Hérna sjáum við að engill Guðs er Guð sjálfur.  Þegar við skoðum söguna af því þegar Guð leiddi Ísrael út úr Egyptalandi þá lesum við eftirfarandi:

2. Mósebók 14
19Engill Guðs, sem fór fyrir hersveit Ísraels, færði sig aftur fyrir þá og skýstólpinn, sem var fyrir framan þá, færði sig og kom sér fyrir að baki þeim 20svo að hann varð á milli hers Egypta og hers Ísraelsmanna. Skýið var dimmt öðrum megin en lýsti alla nóttina hinum megin. Herirnir nálguðust ekki hvor annan alla þessa nótt.

2. Mósebók 13
20Þeir lögðu af stað frá Súkkót og tjölduðu við Etam þar sem eyðimörkin tekur við. 21Drottinn gekk fyrir þeim í skýstólpa á daginn til að vísa þeim veginn og í eldstólpa um nætur til að lýsa þeim svo að þeir gætu ferðast nótt sem dag

Í Nýja Testamentinu þá segir Páll að það hafi verið Kristur sem var með Ísrael í eyðimörkinni.

Fyrra Korintubréf 10
1Ég vil ekki, systkin, að ykkur skuli vera ókunnugt um það að forfeður okkar voru allir undir skýinu og gengu allir yfir hafið. 2Allir voru þeir skírðir í skýinu og hafinu til fylgdar við Móse. 3Allir neyttu hinnar sömu andlegu fæðu 4og drukku hinn sama andlega drykk. Þeir drukku af hinum andlega kletti sem fylgdi þeim. Kletturinn var Kristur.

Skemmtilegt dæmi er að finna í Daníelsbók 3. kafla þar sem ég er á því að við sjáum Jesú bjarga vinum Daníels frá dauða.

Daníel 3
24Nú varð Nebúkadnesar konungur forviða, spratt á fætur og spurði ráðgjafa sína: „Vörpuðum við ekki þremur mönnum í fjötrum inn í eldinn?“ Og þeir svöruðu: „Jú, vissulega, konungur.“ 25En hann sagði: „Samt sé ég fjóra menn ganga óbundna og óskaddaða inni í eldinum og er hinn fjórði líkastur syni guðanna. 

Önnur dæmi þar sem engill Drottins er síðan Guð sjálfur er að finna á fleirri stöðum eins og:

  • 4. Mósebók 22:20-35
  • Dómarabókin 2:1 og Dómarabókin 6:11-12;20-23
  • Dómarabókin 13:3-22
  • 1. Mósebók 48:14-16

Ég er síðan á því að þegar Biblían talar um Mikael þá er hún að tala um Jesú áður en Hann fæddist og varð að manni, sjá: Jesú er líka Mikael erkiengill

Því miður þá hafa margir allt í einu þarna eitthvað á móti þessu; halda að maður er að segja að Jesú er ekki Guð og Jesú er ekki skapaður engill en ég er ekki að segja það. Aðeins að Jesú birtist stundum í Biblíunni sem höfðingi englanna enda hlýtur Guð að vera höfðingi englanna.

Vonandi höfðuð þið gaman af og gaman að heyra ykkar hugsanir um þetta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hörður Halldórsson, 27.7.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Styrmir Reynisson

Þetta er skrítinn pistill hjá þér, þú sýnist mér sérð það sem þú vilt sjá. Jesú í öllu.

Ég veit ekki betur en að Jesú og guð eigi að vera einn og sami karakterinn. Ef ekki þá er þetta innlegg farið að lykta af fjölgyðistrú. Eða kannski ertu að skrifa engla á Jesú (þar með guð) til að gera guð að eina yfirnáttúrulega aflinu.

Ég hef gaman af pistlunum þínum en þeir ganga ekki alltaf upp fyrir mér.

Styrmir Reynisson, 27.7.2009 kl. 17:32

3 Smámynd: Mofi

Styrmir, eitthvað hefur vantar upp á framsetninguna hjá mér að þessu sinni.  Ég sé ekki Jesú í öllu; það eru englar í Biblíunni sem ég hef enga ástæðu til að ætla að séu Guð eða Jesú. En í Gamla Testamentinu er talar um "engil Drottins" og skipts á milli að það sé engill Drottins og Drottin sjálfur.

Annað forvitnilegt dæmi er þegar Jakob glímir við mann sem síðan reynist vera Guð sjálfur og þar gefur Guð honum nafnið Ísrael

Fyrsta Mósebók 32
23Hann leiddi þau yfir ána og allt sem hann átti hafði hann meðferðis. 24Jakob varð síðan einn eftir og maður nokkur glímdi við hann uns dagur rann. 25Þegar honum varð ljóst að hann gæti ekki sigrað Jakob sló hann á mjöðm hans svo að hann gekk úr augnakörlunum er þeir glímdu. 26„Slepptu mér,“ sagði maðurinn, „því að dagur rennur.“ „Ég sleppi þér ekki nema þú blessir mig,“ svaraði Jakob. 27„Hvað heitir þú?“ spurði maðurinn. „Jakob,“ svaraði hann. 28Þá mælti hann: „Ekki skaltu lengur heita Jakob heldur Ísrael því að þú hefur glímt við Guð og menn og unnið sigur.“ 29Jakob sagði við hann: „Segðu mér nafn þitt.“ Hann svaraði: „Hvers vegna spyrðu mig nafns?“ Og hann blessaði hann þar. 30Jakob nefndi staðinn Peníel, „því að ég hef,“ sagði hann, „séð Guð augliti til auglitis og þó haldið lífi.“

Vonandi er eitthvað af þessu að ganga upp :)

Mofi, 27.7.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband