Hvað gerði Jesú áður en Hann fæddist?

jesus-and-the-little-childrenÞar sem við sem eru kristin trúum að Jesú er Guð og hafi þar af leiðandi alltaf verið til þá langar mig að spyrja: hvað var Jesú að gera áður en Hann fæddist? 

Guðspjöllin fjalla um starf Krists eftir fæðingu en fjallar Biblían eitthvað um líf Krist fyrir þann tíma?

Langar að heyra ykkar hugmyndir áður en ég geri grein sem útskýrir hvernig ég sé þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristnin er bara hræsni. Jesús var fórnarlamb hræsnara og valdafíkla. Trúin á æðri öfl er yfir slíkt rugl hafið.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.7.2009 kl. 14:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvar er minnst á tilvist Jesú fyrir meinta fæðingu hans? Ef hann var til fyrir fæðinguna, því sendi gamli maðurinn hann ekki beint til Jarðarinnar og lét hann hefja störf án tafar?

Það er ekki heil brú í þeirri hugmyndafræði að hann hafi verið tekinn úr tilvist, settur í getnað, meðgöngu, fæðingu, uppeldi og allt það áður en hann var sendur í vinnuna.

Ekki útskýra þetta með því að segja vegi Guðs órannsakanlega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2009 kl. 14:44

3 Smámynd: Birgirsm

Skemmtileg spurning sem krefst þess að fólk ,sem kennir sig við Krist, taki nú Biblíuna sína og afli sér vitneskju um þetta mál, vegna þess að ég held að um þetta sé afskaplega lítið talað t.d í kirkjum landsins.

Af minni reynslu get ég sagt að fjölmargir kristnir koma alveg af fjöllum þegar eitthvað er minnst á tilvist Frelsarans fyrir fæðingu hans í Betlehem.

Ég hef talað við (kristið) fólk sem afneitar með öllu því sem Biblían nefnir um þetta ásamt því að afneita sköpuninni en svo hefur þetta sama fólk óbilandi trú á lífi eftir dauðann.

Birgirsm, 24.7.2009 kl. 20:07

4 identicon

Þú segist vera söunda-dags-aðventisti; og þá væntanlega bein-tengdur biblíunni og kristinni trú; eða hvað?

Hver er skilningur þíns safnaðar á endurholdgun og fyrri lífum?

Viðurkennir þinn söfnuður t.d. endurholgunar-kenninguna?

Ég veit ekki hvort þjóðkirkjan viðurkenni endurholdgunar-kenninguna opinberlega og þá þýðir væntanlega ekkert að ræða við hana um fyrri líf.

Þetta eru umræður sem ættu frekar heima hjá Guðspekifélögum landsins.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 20:53

5 Smámynd: Mofi

Anna, hverjir akkúrat er hræsnarar og af hverju?

Axel, eins og ég skil þetta þá hafði Kristur ákveðið hlutverk og líklegast þá skipti líka máli að gera það á réttum tíma og réttum stað. Ég myndi segja að Biblían ætti að fjalla að einhverju leiti um líf Krists fyrir fæðingu og langaði að heyra hugmyndir fólks um það.

Ef tilgangurinn var að fæðast og lifa hérna eins og maður og síðan deyja fyrir syndir mannkyns þá sé ég ekki betur en þetta var rétta leiðin.

Birgirsm, já, þetta er smá hugarleikfimi ásamt athyglisverði Biblíurannsókn. Allt of fáir kristnir sem hafa komið með athugasemdir en vonandi eru einhverjir að lesa og pæla.

Mr. Jón Scout, vill svo til að ég skrifaði grein um endurholdgun, sjá: Hvað með endurholdgun?  sem þú meira að segja gerðir athugasemdir við :)    Ég sá líka að ég á eftir að svara einhverjum af þeim; geri það við gott tækifæri.

Mofi, 25.7.2009 kl. 08:16

6 Smámynd: Mofi

Hinricus, ef maður gefur sér trú kristna að Jesú hafi alltaf verið til þá ætti spurningin að vera forvitnileg.

Mofi, 25.7.2009 kl. 08:17

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er fín hugleiðing hjá þér Mofi. Við skulum kannski fá Ritninguna sjálfa til þess að skíra þetta mál og bera Honum vitni.

 

Gleymum því ekki að Jesús er eilífur og almáttugur Guð, ein af hinum þríeina Guði. Þetta er einmitt ein grundvallarkenninga kristinnar trúar. Við værum lítt Kristin ef þetta væri ekki einn hyrningarsteina trúar okkar.

Lítum á orð Jesú sjálfs við lærisveina sína um hinn þríeina Guð í nítjánda versi tuttugasta og áttunda kafla Mattheusarguðspjalls :



„Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar“ 

 

Í upphafsorðum Jóhannesarguðspjalls er Jesús kallaður „Orðið“ og „Guð“ . Þetta er í fyrsta versi fyrsta kafla Jóhannesarguðspjalls :



„Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð“ 

 

Lítum því næst á tuttugasta vers fyrsta kafla fyrra Pétursbréfs :

„Hann var útvalinn, áður en veröldin var grundvölluð, en var opinberaður í lok tímanna vegna yðar“

 

Sjáum svo í sautjánda kafla Jóhannesarguðspjalls :



„Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til“


Í Galatabréfinu segir í fjórða kafla :

„En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli“

 

síðan segir :



„Faðir, ég vil að þeir, sem þú gafst mér, séu hjá mér, þar sem ég er, svo að þeir sjái dýrð mína, sem þú hefur gefið mér, af því að þú elskaðir mig fyrir grundvöllun heims“  

 

Sjáum síðan fyrsta kafla Jóhannesarguðspjalls :

 

„Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum. . . . . . . . .Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann“


Hver var síðan Kristur ? Í fyrsta kafla Mattheusarguðspjalls segir :

„Sjá, mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel, það þýðir: Guð með oss“

 

Enn á ný er áhersla lögð á guðdóm Krists


 

Í fyrsta kafla Hebreabréfsins er eftirfarandi að finna :

„Því við hvern af englunum hefur hann nokkru sinni sagt: Þú ert sonur minn, í dag hef ég fætt þig. Eða: Ég vil vera honum faðir, og hann skal vera mér sonur! Og aftur er hann leiðir hinn frumgetna inn í heimsbyggðina segir hann: Og allir englar Guðs skulu tilbiðja hann. Og um englana segir hann: Hann sem gjörir engla sína að vindum og þjóna sína að eldslogum. En um soninn: Hásæti þitt, ó Guð, er um aldir alda, og sproti réttvísinnar er sproti ríkis þíns. Þú hefur elskað réttlæti og hatað ranglæti. Því hefur Guð, þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu fram yfir þína jafningja“

Þá sagði Jesús í áttunda kafla Jóhannesarguðspjalls :



„Nú sögðu Gyðingar við hann: Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur, og hefur séð Abraham! Jesús sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég. Þá tóku þeir upp steina til að grýta Jesú. En hann duldist og fór út úr helgidóminum“ 

 

Sjáum til dæmis þriðja kafla annarrar Mósebókar :



„Móse sagði við Guð: En þegar ég kem til Ísraelsmanna og segi við þá: Guð feðra yðar sendi mig til yðar, og þeir segja við mig: Hvert er nafn hans? hverju skal ég þá svara þeim? Þá sagði Guð við Móse: Ég er sá, sem ég er. Og hann sagði: Svo skalt þú segja Ísraelsmönnum: Ég er - sendi mig til yðar“ 

 

Þarna segir berum orðum að Kristur hafi verið á ferð með Hebreunum.

Gyðingarnir vildu annað slagið grýta Hann vegna þess að þeir töldu Hann vera að guðlasta þar sem Hann sagði þeim að Hann væri Drottinn og Guð.

 

Þetta var Kristur ekkert að hafa fyrir að leiðrétta hjá þeim enda er Hann almáttugur Guð.

 

Sjáum hvað Páll postuli segir um þetta í tíunda kafla fyrra Korintubréfs þegar hann var að lýsa því hver það hefði verið sem fylgdi Hebreunum yfir Rauða hafið og í gegn um eyðimörkina :

„Ég vil ekki, bræður, að yður skuli vera ókunnugt um það, að feður vorir voru allir undir skýinu og fóru allir yfir um hafið. Allir voru skírðir til Móse í skýinu og hafinu. Allir neyttu hinnar sömu andlegu fæðu og drukku allir hinn sama andlega drykk. Þeir drukku af hinum andlega kletti, sem fylgdi þeim. Kletturinn var Kristur“

Þessi atburður gerðist hátt í 1500 árum fyrir fæðingu Sonarins sem Jesú Krists í Betlehem.


Páll dregur heldur ekkert úr guðdómi Krists í öðrum kafla Filippíubréfsins :

„Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. -Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauða á krossi. Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn“

Þá segir í tíunda kafla Jóhannesarguðspjalls :



„Þá söfnuðust Gyðingar um hann og sögðu við hann: Hve lengi lætur þú oss í óvissu? Ef þú ert Kristur, þá seg oss það berum orðum. Jesús svaraði þeim: Ég hef sagt yður það, en þér trúið ekki. Verkin, sem ég gjöri í nafni föður míns, þau vitna um mig, en þér trúið ekki, því að þér eruð ekki úr hópi sauða minna. Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér … … … … … … … Ég og faðirinn erum eitt“  

 

Við munum auðvitað frásagnirnar um lækningaverk Krists þegar Hann fór um og læknaði sjúka og lama. Það ber vitni almáttugs Guðs sem og þegar Hann gaf mönnum upp syndir þeirra. Sjáum til dæmis um lama manninn í fimmta til tólfta versi Markúsarguðspjalls :

 

„Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar. Þar sátu nokkrir fræðimenn og hugsuðu í hjörtum sínum: Hví mælir þessi maður svo? Hann guðlastar. Hver getur fyrirgefið syndir nema Guð einn?

Samstundis skynjaði Jesús í anda sínum, að þeir hugsuðu þannig með sér, og hann sagði við þá: Hví hugsið þér slíkt í hjörtum yðar? Hvort er auðveldara að segja við lama manninn: Syndir þínar eru fyrirgefnar, eða segja: Statt upp, tak rekkju þína og gakk?

En til þess að þér vitið, að Mannssonurinn hefur vald til að fyrirgefa syndir á jörðu, þá segi ég þér og nú talar hann við lama manninn:

Statt upp, tak rekkju þína, og far heim til þín. Hann stóð upp, tók jafnskjótt rekkjuna og gekk burt í allra augsýn, svo að allir voru furðu lostnir, lofuðu Guð og sögðu: Aldrei áður höfum vér þvílíkt séð“

Það eru fleiri vitnisburðir um guðdóm Krists í Ritningunni. Eftir krossfestinguna og upprisuna tók Hann að birtast sumum lærisveinunum. Tómas var til dæmis ekki viðstaddur og neitaði að trúa. Sjáum hvað segir um þetta í tuttugasta kafla Jóhannesarguðspjalls :

„Hinir lærisveinarnir sögðu honum: Vér höfum séð Drottin. En hann svaraði: Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa“
„Að viku liðinni voru lærisveinar hans aftur saman inni og Tómas með þeim. Dyrnar voru læstar. Þá kemur Jesús, stendur mitt á meðal þeirra og segir: Friður sé með yður! Síðan segir hann við Tómas: Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og legg í síðu mína, og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður. Tómas svaraði: Drottinn minn og Guð minn!“

  

Þá er gaman að lesa hvað hinn mikli spámaður Jesaja sagði fyrir um hið margfalda hlutverk Drottins þegar hann sagði fyrir um fæðingu Krists og guðdóm Hans einum 700 árum fyrir fæðingu Jesú í níunda kafla bókar sinnar :

„Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi“

Lesum síðan um hvers vegna það er okkur svo mikilvægt að meðtaka Jesú sem Frelsara okkar og gera okkur grein fyrir mikilleik Hans. Við getum lesið um þetta í fimmta kafla Opinberunar Jóhannesar að það munu allir lofsyngja Hann ekkert síður en Guð föðurinn :

„Þá sá ég fyrir miðju hásætinu og fyrir verunum fjórum og öldungunum lamb standa, sem slátrað væri. Það hafði sjö horn og sjö augu, og eru það sjö andar Guðs, sendir út um alla jörðina. Og það kom og tók við bókinni úr hægri hendi hans, er í hásætinu sat. Þegar það hafði tekið við henni, féllu verurnar fjórar og öldungarnir tuttugu og fjórir niður frammi fyrir lambinu. Þeir höfðu hver um sig hörpu og gullskálar, fullar af reykelsi, það eru bænir hinna heilögu.

Og þeir syngja nýjan söng: Verður ert þú að taka við bókinni og ljúka upp innsiglum hennar, því að þér var slátrað og þú keyptir menn Guði til handa með blóði þínu af sérhverri kynkvísl og tungu, lýð og þjóð. Og þú gjörðir þá, Guði vorum til handa, að konungsríki og prestum. Og þeir munu ríkja á jörðunni.

Þá sá ég og heyrði raust margra engla, sem stóðu hringinn í kringum hásætið og verurnar og öldungana, og tala þeirra var tíu þúsundir tíu þúsunda og þúsundir þúsunda. Þeir sögðu með hárri röddu: Maklegt er lambið hið slátraða að fá máttinn og ríkdóminn, visku og kraft, heiður og dýrð og lofgjörð.

Og allt skapað, sem er á himni og jörðu og undir jörðunni og á hafinu, allt sem í þeim er, heyrði ég segja: Honum, sem í hásætinu situr, og lambinu, sé lofgjörðin og heiðurinn, dýrðin og krafturinn um aldir alda. Og verurnar fjórar sögðu: Amen. Og öldungarnir féllu fram og veittu lotningu“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.7.2009 kl. 04:30

8 Smámynd: Mofi

Predikarinn, takk fyrir þessa samantekt. Engin spurning að Nýja Testamentið og Jesú sjálfur kenndi að Hann var til áður en Hann fæddist, áður en sjálfur heimurinn varð til. 

Mofi, 26.7.2009 kl. 11:45

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég er á því að Jesús hafi verið til frá upphafi, hann er Orðið og brúin okkar að Guðdóminum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.7.2009 kl. 12:36

10 Smámynd: Jóhann Hauksson

það er alveg á hreinu hvað Jesú var að gera áður en hann varð maður. Hann ásamt föðurnum og heilögum anda skapaði allt sem til er, þar með talið okkur eins og við lesum um í 1. Mósebók. Jesú var sá er gekk um í aldingarðinum Eden ásamt Adam og Evu. Jesú er síðan Jahova gamla testamentisins þar sem enginn lifandi maður getur litið Guð föðurinn og haldið lífi samkvæmt Biblíunni vegna þess krafts og birtu sem kemur frá föðurnum. Jesú er því sá hluti af þrenningunni sem ásamt heilögum anda sem birtist manninum.

Jóhann Hauksson, 26.7.2009 kl. 16:51

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mofi, mér dettur ekki í hug að ryena að þykjast hafa vit á þessu en ég veit að Vottarnir eru á öðru máli. Ég bíð spenntur eftir þinni úttekt.  Það er ekki fullur einhugur um þrenningarkenninguna.

Sigurður Þórðarson, 26.7.2009 kl. 19:48

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hann var staddur á langholtsvegi að reykja Hass en endurfæddist svo sem jesú...

Ég get gengið á vatni- hvað kristur og stökk í höfnina. Þegar lögreglan náði að pikka hann upp var hann sendur á Geðdeild..

Brynjar Jóhannsson, 26.7.2009 kl. 20:22

13 Smámynd: Sigurður Rósant

Hann var til í kollinum á mörgum Gyðingnum sem Messías er koma skyldi. Hann er ennþá til í kollinum á Gyðingum sem halda því fram að hann hafi ekki komið þarna árið 6. fyrir eigin fæðingu.

Sigurður Rósant, 26.7.2009 kl. 20:39

14 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mofi ... mér fannst þessi hugmynd þín svo afbragðs góð að ég bloggaði um hana ....

 http://brylli.blog.is/blog/brylli/entry/920751/#comments

Brynjar Jóhannsson, 26.7.2009 kl. 22:34

15 Smámynd: Mama G

Langar að heyra ykkar hugmyndir áður en ég geri grein sem útskýrir hvernig ég sé þetta.

Endilega taktu með í greinina þína muninn á því að gera og að vera, því eins og ég skil þetta að þá hefur Guð alltaf verið til en í rauninni ekki gert svo mikið áður en hann ákvað loksins að gera eitthvað róttækt og kom til okkar sem Jesús...

Mama G, 27.7.2009 kl. 09:29

16 Smámynd: Mofi

Takk öll saman.  Mama G, ég skal hafa það í huga og reyni að klára hana í dag.

Mofi, 27.7.2009 kl. 11:53

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mama G.  Það sem þú sagðir : „en í rauninni ekki gert svo mikið áður en hann ákvað loksins að gera eitthvað róttækt og kom til okkar sem Jesús...“

Mér finnst nú að Guð hafi nú gert ýmislegt róttækt þannig lagað þó ekki væri nema að skapa þessa jörð sem við búum á og öll dýrin og gróðurinn sem og okkur mennina !

Þá eru vísbendingar um það í Ritningunni að uð hafi skapað fleiri heima en okkar samanber í Jobsbók.

En bara jörðin okkar og allt sem á henni er finnst mér nú þó nokkuð !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.7.2009 kl. 12:15

18 Smámynd: Mama G

hehe, já, mér sást greinilega yfir það minor smáatriði

Mama G, 27.7.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 803236

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband