Skjöldur jarðarinnar, Júpíter

Lýsingar af þessum árekstri vekja mann til umhugsunar um hve viðkvæm okkar litla jörð er. Áreksturinn gerði litla dæld í Júpíter, dæld sem er svipað stór og Kyrrahafið...  Dennis Overbye hjá New York Times lýsti þessu svona:

jupiter1All Eyepieces on Jupiter After a Big Impact
Anybody get the number of that truck?

Astronomers were scrambling to get big telescopes turned to Jupiter on Tuesday to observe the remains of what looks like the biggest smashup in the solar system since fragments of the Comet Shoemaker-Levy 9 crashed into the planet in July 1994.

Something — probably a small comet — smacked into Jupiter on Sunday, leaving a bruise the size of the Pacific Ocean near its south pole. Just after midnight, Australian time, on Sunday, Jupiter came into view in the eyepiece of Anthony Wesley, an amateur astronomer in Murrumbateman. The planet was bearing a black eye spookily similar to the ones left in 1994.

“This was a big event,” said Leigh Fletcher of the Jet Propulsion Laboratory. “In the inner solar system it would have been a disaster.”

“As far as we can see it looks very much like what happened 15 years ago,” said Brian Marsden of the Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, who is director emeritus of the International Astronomical Union’s Central Bureau for Astronomical Telegrams. The bureau issues bulletins about breaking astronomical news. . . .
Dr. Marchis said the shape of the debris splash as revealed in the Keck images suggested that whatever hit Jupiter might have been pulled apart by tidal forces from the planet’s huge gravity before it hit. In an e-mail message, he said humans should be thankful for Jupiter.

“The solar system would have been a very dangerous place if we did not have Jupiter,” he wrote. “We should thank our giant planet for suffering for us. Its strong gravitational field is acting like a shield protecting us from comets coming from the outer part of the solar system"

Hérna sé ég ástæðu til álykta að Júpíter var settur á þennan sérkennilega stað til að vernda mannkynið frá svona smástirnum.

Sálmarnir 19
2Himnarnir segja frá Guðs dýrð, festingin kunngjörir verkin hans handa.
3Hver dagur kennir öðrum og hver nótt boðar annarri speki.
4Engin ræða, engin orð, ekki heyrist raust þeirra.
5Þó berst boðskapur þeirra um alla jörð og orð þeirra ná til endimarka heims.


mbl.is Árekstur við Júpíter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu heyrt um "confirmation bias"?

Það er þegar maður tekur einungis mark á niðurstöðunum þegar þær henta fyrirfram ákveðinni niðurstöðu.

Markúr, Venus, mars, Úranus, Neptúnus og Plútó þjóna engum sjáanlegum tilgangi. Reyndar þjónar 99% alheimsins engum sjáanlegum tilgangi gagnvart lífi á jörðinni. Svo þegar það er ein pláneta sem er heppileg fyrir okkur, þá gleymirðu 99% af alheiminum sem er það ekki.

Einnig langar mig að benda á að líf okkar hefur einungis verið mögulegt á sumum stöðum á jörðinni í brotabrot af líftíma jarðar. Í gegnum nánast alla sögu hennar hefur líf verið gjörsamlega ómögulegt á jörðinni, en tekurðu því sem hönnun? Auðvitað ekki, vegna þess að það lítur ekki út eins og hönnun, heldur þvert á móti.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 16:57

2 identicon

Og svo gleymdi ég að henda þessu í þig:

http://www.newscientist.com/article/dn12532-jupiter-increases-risk-of-comet-strike-on-earth.html

"Jupiter increases risk of comet strike on Earth"

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 16:59

3 Smámynd: Mofi

Helgi Hrafn, þær þurfa ekki allar að hafa einhvern tilgang fyrir mannkynið eða tilgang yfirhöfuð. Einn tilgangur er samt alltaf hægt að færa yfir þær en að þær sýna sköpunargetu Guðs.  Þegar þú síðan talar um sögu jarðar þá fyrir mitt leiti ertu að tala um eitthvað sem er jafn raunverulegt og Andrésar Andar sögur.

Helgi Hrafn
http://www.newscientist.com/article/dn12532-jupiter-increases-risk-of-comet-strike-on-earth.html

Athyglisvert en ég er ekki að kaupa þessi rök.

Mofi, 22.7.2009 kl. 17:14

4 identicon

Þú hlýtur að sjá að það eru alltaf einhverjar (lágar) líkur fyrir því að ein og ein pláneta sé heppileg fyrir jörðina. Þegar yfirþyrmandi meirihluti pláneta er það hinsvegar alls ekki, þá er augljóst að ekki sé um neina hönnun að ræða heldur einfalda tilviljun.

Af þeim milljörðum ofan á milljörðum ofan á milljarða stjarna sem við sjáum í heiminum er aðeins ein sem við þekkjum sem ínniheldur líf, þ.e. jörðin. Jafnvel þó heimurinn væri ekki hannaður og líkurnar á lífi væru 0.0000000001%, þá væri það samt bara tilviljun að hér væri líf en ekki einhvers staðar annars staðar vegna óímyndanlegs fjölda stjarna, sem hver og ein hefur ákveðnar líkur til að styðja líf.

Ef þú kastar 10 teningum, þá skiptir engu máli hver niðurstaðan er, hún er alltaf mjög ólíkleg. Það þýðir ekki að þú hljótir að hafa ákveðið hvað kæmi upp. Þetta er einföld tölfræði.

Ó, og meðan ég man, þá er milljarða saga jarðarinnar jafn vel staðfest og tæknin sem þú notar til að birta þessar greinar þínar. Fyndið að þú neiri vísindalegri aðferð ef, og einungis ef, hún kemst að niðurstöðu sem þér þóknast ekki.

Ég velti því fyrir mér hvað þurfi til að þú byrjir að efast um vísindalegt gildi Biblíunnar.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 17:34

5 Smámynd: Mofi

Helgi, þetta með Júpíter er aðeins eitt dæmi af mörgum sem virka á mig sem einkenni hönnunar þegar kemur að jörðinni. Þegar maður sér eitthvað ólíklegt þá getur maður túlkað það sem tilviljun eða tilgang og þar sem þú sérð tilviljun sé ég tilgang.

Að segja að miljarða saga jarðarinnar er vel staðfest finnst mér út úr kú. Vísindalega aðferðin virkar vel til að komast að því hvernig hlutirnir eru í dag en við erum komnir í allt annan pakka þegar kemur að því að komast að því hvernig hlutirnir voru í fortíðinni.

Helgi Hrafn
Ég velti því fyrir mér hvað þurfi til að þú byrjir að efast um vísindalegt gildi Biblíunnar

Rök og gögn væru góð byrjun :)

Mofi, 22.7.2009 kl. 17:59

6 identicon

"Þegar maður sér eitthvað ólíklegt þá getur maður túlkað það sem tilviljun eða tilgang og þar sem þú sérð tilviljun sé ég tilgang."

Neineineineinei. Tilviljun er tölfræðilegt fyrirbæri sem gerist reglulega. Allar rannsóknir sem byggja á tölfræði gera ráð fyrir því að það séu ákveðin vikmörk, og þessi vikmörk eru það sem menn sættast á að sé fyrir innan við tilviljun og sé ekki afleiðing þess sem sé verið að mæla heldur einhvers allt annars. Um leið og þú segir að það sé spurning um túlkun erum við ekki að tala um sama hlutinn. Ef þú ætlar núna að bæta tölfræði ofan á bunkann af vísindagreinunum sem þú trúir ekki á, þá skulum við hafa það á hreinu hér og nú.

Tölfræðilega tilviljun, eins og að vinna í lottói, þarf ekki hönnun til að gerist. Getum við verið sammála um það? Með öðrum orðum, getum við verið sammála um eftirfarandi fullyrðingu?:

"Enginn þarf að hafa áhrif á útkomu lottóvinnings til að einhver vinni."

Líttu á þetta sem skilgreininguna á tilviljun þegar ég tala um hana. Þegar ég segi tilviljun er ég að tala um stærðfræðilegt hugtak sem þú getur ekki bara kastað út sisvona, án þess að rífa með... æjæj, nú kemur biluð plata...

...öll vísindi sem byggja á stærðfræði, þ.e. allar hver önnur og einustu náttúruvísindi. En þar sem þú hafnar þeim nú líka læt ég hér staðar numið nema fyrir utan eitt að lokum.

Að rannsaka fortíðina er ekki háð því að maður sé á staðnum þá stundina sem atburðurinn á sér stað. Það ætti ekki að koma þér neitt sérstaklega á óvart. Þú getur ákvarðað að þegar maður liggur í gólfi með hníf í bakinu þá hafi einhver stungið hann í bakið. Þegar þú finnur fingraför einhvers á hnífnum geturðu gefið þér að hann hafi haldið á hnífnum.

Hugsaðu þér hvernig fólk myndi gaspra í réttarsal ef þú segðir að þessi sönnunargögn væru einskis virði því enginn hafi verið á staðnum þegar morðið hafi verið framið. Hugsaðu aðeins um hversu heimskulega það lítur út. Hugmyndin um að það sé einhvern veginn ómögulegt að ákvarða fortíðina út frá nútíðinni er enn ein augljósa staðreyndin sem þú kastar út um gluggann... nema ég sé að misskilja þig, en þá skaltu endilega leiðrétta mig.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 19:01

7 Smámynd: Styrmir Reynisson

Þessi ályktun að heimurinn sé skapaður og með okkur í huga er einfaldlega fjarstæða. Ég geri ráð fyrir því að þú teljir guð biblíunnar hafa eitthvað með þá sköpun að gera. Það lýtur engum rökum og minniháttar hugsun ætti að leiðrétta þann misskilning. Það er hins vegar ekki hægt að búast við að þú áttir þig á því. Allir sköpunarsinnar sem ég hef orðið var við hundsa vísbendingar um að Jörðin hafi ekkert með ímyndaða aðalhetju biblíunnar að gera.

Sem dæmi um "sköpun" sem er ekki jafn vel heppnuð og þú telur staðsetningu júpíter vera (sem er ekki hentug jörðinni) má nefna ýmsar bakteríur og ýmsa vírusa. Þessar pestir hljóta að hafa verið skapaðar líka en samt drepa þær milljónir manna á afar sársaukafullann hátt. Hversu sniðug sköpun er það?

Styrmir Reynisson, 23.7.2009 kl. 13:03

8 Smámynd: Mofi

Helgi
Ef þú ætlar núna að bæta tölfræði ofan á bunkann af vísindagreinunum sem þú trúir ekki á, þá skulum við hafa það á hreinu hér og nú.

Þetta er spurning um hvernig maður túlkar ólíklegan atburð; sér maður tilgang í honum eða tilviljun.

Helgi Hrafn
Að rannsaka fortíðina er ekki háð því að maður sé á staðnum þá stundina sem atburðurinn á sér stað. Það ætti ekki að koma þér neitt sérstaklega á óvart. Þú getur ákvarðað að þegar maður liggur í gólfi með hníf í bakinu þá hafi einhver stungið hann í bakið. Þegar þú finnur fingraför einhvers á hnífnum geturðu gefið þér að hann hafi haldið á hnífnum

Mikið rétt en hérna breytist leikurinn töluvert. Hérna þarf að túlka staðreyndirnar og gefa sér forsendur til að púsla saman sögu sem passar best við gögnin. Þetta er eitthvað sem við höfum flest töluverða "reynslu" af með því að horfa á bíómyndir. Eins og t.d. að stela morðvopni sem þú veist að hefur fingraför ákveðins einstaklings en þú sjálfur passar að vera í hönskum svo að þín fingraför eru hvergi sjáanleg og svo framvegis og framvegis.

Ég er aðeins að segja að við þurfum að aðgreina vísindi sem snúast um að skilja hvernig hlutirnir virka í dag og frá vísindum sem púsla saman mynd af fortíðinni út frá oft mjög takmörkuðum gögnum.

Mofi, 23.7.2009 kl. 13:37

9 Smámynd: Mofi

Styrmir
Allir sköpunarsinnar sem ég hef orðið var við hundsa vísbendingar um að Jörðin hafi ekkert með ímyndaða aðalhetju biblíunnar að gera.

Hvaða vísbendingar eru það sem ættu að láta sköpunarsinna skipta um skoðun að þínu mati?

Styrmir
Sem dæmi um "sköpun" sem er ekki jafn vel heppnuð og þú telur staðsetningu júpíter vera (sem er ekki hentug jörðinni) má nefna ýmsar bakteríur og ýmsa vírusa. Þessar pestir hljóta að hafa verið skapaðar líka en samt drepa þær milljónir manna á afar sársaukafullann hátt. Hversu sniðug sköpun er það?

Við höfum nokkra valmöguleika til að skilja þannig dæmi:

  1. Það eru fleiri hönnuðir og einhver af þeim hannar annað hvort illa eða af illsku.
  2. Sami hönnuðurinn er bæði góður og slæmur, átti sína góðu daga en líka vonda.
  3. Þetta var góð hönnun í upphafi en eins og öll hönnun sem við þekkjum þá hrörnar hún og bilar og þetta væru dæmi um eitthvað sem hefði bilað.

Ég persónulega aðhyllist númer þrjú af þessum valkostum.

Mofi, 23.7.2009 kl. 13:40

10 Smámynd: Styrmir Reynisson

Allir þessir möguleikar eru svo sorgleg tilraun til að koma ábyrgðinni frá skaparanum.

1 og 2 gera guð að vanmáttugum og mistækum sem þú getur ekki sætt þig við.

3 gerir guð ekki ábyrgann fyrir sköpun sinni því hún var góð. Það hlýtur þá að teljast vondur guð. Guð sem skapar veirur sem hafa þá getu að valda öllum þessum sársauka og dauða með því einu að bila aðeins. Það verður einnig að teljast illur guð að leiðrétta ekki gallann í hönnuninni þegar hann verður var við hana. Það er heldur engin ástæða fyrir að hrörnun ætti að eiga sér stað þar sem guð setur reglurnar og gerir þá ráð fyrir hrörnun. Þannig gerir hann að verkum að veiran verður eins og hún verður og er því ábyrgur.

Eða hann er ekki til og veirur þróast á þann máta að þær megi sem mest fjölga sér. Góð leið til að fjölga sér er að yfirtaka frumur og láta þær framleiða veiruna.

Varðandi vísbendingar um að jörðin sé ekki sköpuð vil ég benda þér á að glugga í myndbönd eftir mér fróðari menn. Þetta eru ekki áróðursmenn eða vitleysingar heldur vandvirkir og snallir menn.

á youtube.com má finna til fæmis AronRa, Thunderf00t, AndromedasWake, DonExodus2 og FreeThinker. Ég mæli með að þú gluggir í þetta en ég býst ekki við að það breyti viðhorfi þínu. Það þarf mikla trú til að gerast sjöundadags aðventisti.

Styrmir Reynisson, 23.7.2009 kl. 14:17

11 Smámynd: Mofi

Styrmir, ég sé þennan heim sem ákveðinn vígvöll þar sem spurningunni um hvort að Guð sé í raun og veru réttlátur og kærleiksríkur. Til að svara þessari spurningu þarf Guð að leyfa þessari jörð að fara sína leið og ekki viðhalda henni eins og Hann myndi vilja.

Mér finnst það þurfa mikla trú til að trúa að náttúrulegir ferlar bjuggu þetta til og algjörlega í andstöðu við okkar þekkingu á þeim. Hinn valmöguleikinn er aðeins að trúa að hönnun geti hrörnað ef henni er ekki haldið við og það smell passar við mína reynslu af þessum heimi.

Mofi, 23.7.2009 kl. 15:50

12 Smámynd: Styrmir Reynisson

Þín reynsla af þessum heimi er ekki rökrétt. Það er ekki í andstöðu við þekkingu okkar að áætla að enginn skapari hafi komið nálægt því hvernig heimurinn eða jörðin eða ég varð til

Styrmir Reynisson, 23.7.2009 kl. 16:02

13 Smámynd: Styrmir Reynisson

Það sem þú segir um að jörðin sé vígvöllur er enn ein leið til að komast hjá því að guð taki ábyrgð. Ef þú hefðir algert vald til að skapa líf og stjórna því. Þú myndir til dæmis eignast mörg börn. Myndi sá sem myndi komast að þau væru að brenna inni einhvers staðar ekki bjarga þeim? Væri sá sem hefði vald til þess en myndi bara vilja sjá hvernig þetta færi, ekki talinn illur?

Ég svaraði heldur hastaralega hérna fyrir ofan og biðst afsökunar á því, ég trúði einfaldlega ekki vanþekkingu þinni á vísindum og þeim frelum sem taldir eru hafa átt sér stað. Það er ekki flókið að flétta þessu upp, Þjóðarbókhlaðan er opin almenningi.

Reynsla einstaklinga kemur raunveruleikanum ekki við, í það minnsta ekki þegar skera á úr um hvað átti sér stað og hvað ekki. Einstaklingar geta haft rangt fyrir sér og geta verið með skynvillur.

Þessi heimsmynd þín á ekki við rök að styðjast. Ef þú hins vegar hefur eitthvað til að rökstyðja mál þitt með vildi ég glaður fá að sjá það. Enginn er alvitur og meira að segja mér getur skjátlast, ég hef því mikið fyrir því að leita að besta mögulega svarinu. Ég efast þó um að skoðun mín breytist.

Styrmir Reynisson, 23.7.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 803236

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband