Sköpunarsinninn Wernher von Braun

Wernher_von_BraunWernher von Braun var maðurinn sem leiddi þetta afrek sem hlýtur að teljast til ein af mestu vísinda afreka síðustu aldar. Eins og einn maður orðaði þetta:

Frederick C. Durant III
Future historians may well note this century (or millennium) as significant in that mankind took its first tentative steps into space. In accomplishing these steps to the moon and beyond, Wernher von Braun was an eminent leader. He not only had a dream, but
he made his dream come true for all of us.

Það sem ekki svo margir vita er að Wernher var mjög trúaðir kristinn einstaklingur sem trúði að Guð hefði skapað þennan heim sem við búum í. Í hans eigin orðum:

Wernher von Braun
It is as difficult for me to understand a scientist who does not acknowledge the
presence of a superior rationality behind the existence of the universe as it is to
comprehend a theologian who would deny the advances of science.

Wernher von Braun
Finite man cannot begin to comprehend an omnipresent, omniscient, omnipotent, and infinite God ... I find it best to accept God through faith, as an intelligent will, perfect in goodness and wisdom, revealing Himself through His creation

Ein af mínum uppáhalds tilvitnunum er eftir Von Braun og hún er þessi: "Some…challenge science to prove the existence of God. But must we light a candle to see the sun?". Lauslega þýtt "sumir skora á vísindin að sanna tilvist Guðs en þurfum við að kveikja á kerti til að sjá sólina?".

Meira um Wernher von Braun hérna: Wernher von Braun

Enda á því sem geimfararnir í Apollo 8 lásu þegar þeir voru komnir út í geim á jólunum 1968.

 


mbl.is Risastórt skref fyrir mannkynið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Mjög trúaður kristinn maður" sem studdi Hitler, fann upp tæki til að drepa fjölda manns, notaði þræla til að smíða eldflaugarnar sínar og kvæntist 18 ára gamalli frænku sinni þegar hann var sjálfur 35 ára...

En það skiptir svosem ekki máli, svo lengi sem hann var sköpunarsinni, ekki satt?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.7.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Mofi

Tinna
"Mjög trúaður kristinn maður"
sem studdi Hitler, fann upp tæki til að drepa fjölda manns, notaði þræla til að smíða eldflaugarnar sínar og kvæntist 18 ára gamalli frænku sinni þegar hann var sjálfur 35 ára...

Finnst þú vægast sagt setja þetta upp á ósanngjarnann hátt Tinna. Taktu eftirfarandi til athugunar:

  1. Von Braun var handtekinn og settur í fangelsi af Gestapó.
  2. Hann var sakaður um að veita hernum andstöðu og að reyna að flýja.
  3. Þegar honum var sleppt úr fangelsi þá fylgdu honum hermenn hvert sem hann fór undir ströngum skipunum um hvað hann mátt gera og segja.
  4. Hann notaði sýn áhrif til að berjast fyrir betri aðbúnaði fanga nasista en var varaður við því að hann yrði sjálfur settur í fangelsi ef hann hætti ekki.
  5. Hann leitaði sjálfur til Bandaríkjamanna og bauð fram sína hjálp við þeirra geimáætlun
  6. Hið breska "The British Interplanetary Society" gerði hann að heiðurs meðlimi strax eftir stríðið. Ef einhver hefði átt að hafa efasemdir um hann þá ættu það að hafa verið þeir sem urðu fyrir þeim eldflaugum sem hann hannaði en svo var ekki.

Að láta sem svo að Wernher von Braun hafi stutt Hitler og láta sem svo að þarna hafi verið á ferðinni eitthvað illmenni er virkilega furðulegt.

Mofi, 20.7.2009 kl. 17:51

3 identicon

Það neyddi hann enginn til að vinna fyrir Hitler var það?
Þar fyrir utan hafði hann töluvert mörg tækifæri til að flýja land og vinna fyrir Bandamenn en gerði það ekki. Hann getur varla talist "sannkristinn" skv þinni skilgreiningu og virkar á mig sem maður sem gerði nokkurnveginn það sen þurfti til að vinna að sínum rannsóknum.

Svo langar mig að benda þér á að þú ert að gjaldfella bloggið þitt með því að stunda svona Gestapó ritskoðun á fólki með því að banna það eyða póstum og svo svara því þannig að það getur ekkert sagt á móti.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 19:13

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þannig að það er allt í lagi fyrir kristinn mann að aðstoða sadista og fjöldamorðingja ef það er til að koma í veg fyrir að hann fari sjálfur í fangelsi? 

 Ég sagði aldrei að hann hefði verið illmenni, ég benti bara á atriði sem flestir 'kristnir' myndu ekki kalla mjög kristileg. Ég man ekki eftir atriðinu þar sem Jesús sagði 'æ, það er betra að vinna með Rómverjunum, þá slepp ég kannske billegar'. Wernher von Braun var enginn prinsíppmaður, svo mikið er víst. Honum var drullusama hvað var gert við hugmyndir hans og vinnu, svo lengi sem hann fékk að vinna. Það var hið eina sem skipti hann máli og skítt með það hversu margir þjást fyrir það.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.7.2009 kl. 19:14

5 Smámynd: Mofi

Guðmundur, við höfum góðar ástæður til að ætla að hann hafði ekkert val um að vinna fyrir nasistana. Varðandi ritskoðunina þá er ég marg oft búinn að banna viðkomandi og er löngu búinn að fá nóg af hans leiðinda skotum og pillum.

Tinna, ég held að líf eða dauði hafi verið frekar það sem hann þurfti að velja á milli. Ég er sammála að hið kristilega hefði verið að frekar að deyja en að hjálpa illmennum en það er ekki eins og hver sem er, getur gert slíkt. Hans vitnisburður var að það hryggði hann mikið þegar hans tækni var notuð til ills og frekar ljótt af þér að ásaka hann um að vera alveg sama um slíkt nema hafa góðar heimildir fyrir því. Sé ekki alveg af hverju þú vilt vera að rakka hann niður.

Mofi, 20.7.2009 kl. 21:18

6 identicon

Stóra spurning er hinsvegar....

Hvað kemur það málinu við að hann hafi verið sköpunarsinni?

Cicero (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 22:15

7 identicon

Það getur vel verið en hann hafði næg tækifæri til að flýja land.

Varðandi gjaldfellinguna á blogginu þá færðu í það minnsta mun fleiri heimsóknir ef þú sleppir svona ritskoðun a la Gestapó en það er kannski frekar tilgangurinn hjá þér að flytja bara þína skoðun en ekki rökræður og umræður um hana.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 22:44

8 identicon

Þú ert að blogga hann og fleiri fyrir það eitt að þeir fara í taugarnar á þér og aftur og aftur reka þeir þig á gat

Með þessi eins og Guðmundur segir, ertu að gjaldfella bloggið þitt

Það tekur enginn mark fólki sem þolir ekki að fólk sé þeim ósammála

Ef þú passar þig ekki verður þú endanlega eins og Jón Valur, hvers commentakerfi er ekki fullt af neinu nema oftar en ekki semi geðveiku já fólki... þau fáu skipti sem upp kemur málefnaleg umræða þar þá er fólk yfirleitt bannað eða gefst upp á að reyna ræða við hann

Cicero (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 00:28

9 identicon

blogga þarna í fyrstu línu á að vera "blokka" :p

Cicero (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 00:28

10 Smámynd: Jón Helgi

Ef ég man rétt þá valdi Von Braun sjálfur þá gyðinga sem voru notaðir í verksmiðjunni hanns við framleiðslu V2. Hann valdi helst þá sem voru góðir í fingrunum gátu sett saman litla hluti og svoleiðis. Annars dóu fleiri við að framleiða V2 eldflaugarnar í verksmiðum Von Brauns en þegar að þær lentu í london. Góður sköpunarsinni það, kristilegt innrætti jafnvel.

Jón Helgi, 21.7.2009 kl. 03:02

11 Smámynd: Mofi

Guðmundur
Varðandi gjaldfellinguna á blogginu þá færðu í það minnsta mun fleiri heimsóknir ef þú sleppir svona ritskoðun a la Gestapó en það er kannski frekar tilgangurinn hjá þér að flytja bara þína skoðun en ekki rökræður og umræður um hana

Ég veit nú ekki betur en margir bloggarar banna einhverja notendur eftir að hafa fengið nóg af þeim. Þessi einfaldlega endurskráir sig og heldur áfram að koma með sínar sömu leiðinda pillur sem ég hef hlustað núna á í marga marga mánuði.

Jón Helgi
Annars dóu fleiri við að framleiða V2 eldflaugarnar í verksmiðum Von Brauns en þegar að þær lentu í london. Góður sköpunarsinni það, kristilegt innrætti jafnvel.

Einhverjar heimildir fyrir þessu illa innræti Von Brauns?

Mofi, 21.7.2009 kl. 11:01

12 identicon

Mofi

Ég veit nú ekki betur en margir bloggarar banna einhverja notendur eftir að hafa fengið nóg af þeim. Þessi einfaldlega endurskráir sig og heldur áfram að koma með sínar sömu leiðinda pillur sem ég hef hlustað núna á í marga marga mánuði.

Ég er reyndar búinn að vera dyggur lestraraðili á blogginu þínu í töluvert marga mánuði og hef ekki séð að Arnar sé með leiðindapillur, ekki nema þú teljir leiðindapillur vera rök sem þú getur ekki svarað.
En þetta er þitt blogg en þú getur allaveganna ekki verið að gefa þig út fyrir að leyfa öllum að tjá sig hérna eins og þú gerðir um daginn.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 11:49

13 Smámynd: Mofi

Guðmundur, ég er með langan lista af bloggurum sem ég er búinn að banna svo ég get engan veginn gefið mig út fyrir að leyfa öllum að tjá sig hérna. Að minnsta kosti þá er mitt markmið málefnalegar og skemmtilegar  umræður og fyrir mitt leiti þá gerði Arnar lítið annað en að vera leiðinlegur og ég sé engan tilgang fyrir mig að láta einhverja eyðileggja bloggið fyrir mér.

Mofi, 21.7.2009 kl. 12:00

14 identicon

Jæja, þú um það.
Held að flestir séu ósammála þér. Ég man eftir töluvert mörgum sem þú hefur bannað sem áttu það að mínu mati ekki skilið þ.m.t. Arnar.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 13:37

15 identicon

Málið er bara Mofi að þú lýstir því yfir hérna fyrir nokkrum dögum að hér fengu allir að tjá sig...

Það er einfaldlega ekki rétt

Plús það að Arnar og fleiri sem þú hefur bannað hér hafa verið málefnalegir.. þeir hafa einfaldlega rekið þig á gat aftur og aftur og það fer í taugarnar á þér

Cicero (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 14:12

16 Smámynd: Mofi

Cicero, ég man ekki eftir því að hafa líst því yfir enda löngu búinn að banna þó nokkra sem mér fannst vera ómálefnalegir. Ég man eftir því að tala um að ég kem hérna fram fyrir opnum tjöldum og fólk getur gagnrýnt mína trú eins og það vill. Arnar er búinn að gera það í marga mánuði og löngu orðinn leiðinleg biluð plata sem ég þarf smá frí frá.

Mofi, 21.7.2009 kl. 14:20

17 Smámynd: Jón Helgi

Það eru mjög margar greinar til um það að Von Braun hafi valið vinnumenn sjálfur og að hann hafi vitað um hverskonar aðstöðu þeir bjuggu við, hann meira að segja viðurkenndi það sjálfur síðar áður en hann lést.

Áður en að hann var handtekinn hafði hann flugel frá þýska hernum sem hann flaug sjálfur, hefði getað flúið hvenær sem er til hlutlauss lands.

Hann var tekinn fastur fyrir upplognar sakir af Himler sem var illa við hann, hann var ekki tekin fastur fyrir sínar eigin skoðanir gegn nasista flokknum.

Hann var meðlimur í nasistaflokknum og Major í SS. Þar af var innganga í nasistaflokkinn nauðsyn ef að hann vildi halda áfram rannsóknum sínum.

Von Braun var tækifærissinni, ekkert annað. Hann hafði óendaleg tækifæri til þess að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir að nasistar gætu hannað sínar eigin eldflaugar. Það eina sem Von Braun hugsaði um var eldflaugarnar sínar og honum var alveg sama hver eða hverjir dræpust til að hann gæti haldið áfram starfi sínum.

Allar þessar staðreindir eru til á netinu, það þarf ekki annað en að leita a Von Braun í google og í 10 fyrstu greinunum kemur allt þetta fram oftar en einusinn, meira að segja beinar tilvitnanir í orð hanns um þetta og þrælahaldið í verksmiðju hanns.

Það að hann skuli hafa verið kristinn er ekki kostur fyrir kristna trú er mit álit. Maðurinn var stór snjall og risi meðal vísindamanna, allavegana vísindamanna sem svífast einskins til að ná markmiðum sínum.

Jón Helgi, 21.7.2009 kl. 14:35

18 Smámynd: Mofi

Jón Helgi, sömuleiðis á hann að hafa barist fyrir aðbúnaði þeirra. Ég veit ekki hvernig ég eða þú getum dæmt einhvern í Þýskalandi á þessum tíma varðandi hvað viðkomandi gat gert og gat ekki gert. Höfum góðar ástæður til að ætla að hann hafði ekkert val varðandi að vinna fyrir nasistana. Að flýja þarf ekki að hafa verið jafn auðvelt og þú vilt láta í veðri vaka; ekki hægt að ætlast til þess að flýja án fjölskyldu og sömuleiðis þá veit ég ekki betur en nasistarnir gættu hans vel.

Þú þarft síðan að átta þig á því að þú þarft ekki endilega að vera lesa staðreyndir á netinu, það vill nú svo til að fólk stundum lýgur og stundum veit ekki betur og það fer á netið. 

Mofi, 21.7.2009 kl. 15:16

19 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

" fólk stundum lýgur og stundum veit ekki betur og það fer á netið. "

Og hvaðan koma þínar heimildir, Mofi?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.7.2009 kl. 17:20

20 Smámynd: Jón Helgi

Von Braun giftist eftir að hann var fluttur til Bandaríkjana, það hélt honum ekkert í þýskalandi nema vinnan. Hann var ekki með neina fjölskildu.

Það er ýmisleg vitleysa á netinu, samanber það sem þú ert að lesa.

Jón Helgi, 21.7.2009 kl. 19:43

21 Smámynd: Mofi

Tinna, í greininni þá vísaði ég í grein um von Braun, sjá: Wernher von Braun

Ég er alveg opinn fyrir því að þeir hafa rangt fyrir sér.

Jón Helgi, menn eiga nú fjölskyldu þó að þeir eru ekki giftir og með börn. Mér finnst alveg merkilegt hvað þú ert harð ákveðinn í því að láta hann vera eitthvað illmenni.

Mofi, 22.7.2009 kl. 11:20

22 identicon

Þetta er ekkert spurning um að vilja eða trúa því að hann hafi verið illmenni

Hann var það einfaldlega

Eru menn ekki dæmdir af gjörðum sínum?

Cicero (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 12:09

23 Smámynd: Mofi

Cicero, hvað gerði von Braun akkúrat sem gerir hann að illmenni? 

Mofi, 22.7.2009 kl. 12:23

24 Smámynd: Jón Helgi

Hann fann upp og framleiddi gjöreyðingarvopn í verksmiðjum þar sem fleiri féllu en við notkun vopnana. Svo náttúrulega var hann ötull í því ð þróa eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn hvert sem er á jörðinni.

Jón Helgi, 22.7.2009 kl. 18:48

25 Smámynd: Jón Helgi

Úttakið úr biblíunni sem er hérna efst á síðunni á svo vel við Von Braun að það mætti halda að almættið hafi sett það þarna fyrir þig Moffi. Lestu það bara vel.

Jón Helgi, 22.7.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband