Er kynlíf utan hjónabands í lagi?

Þegar samfélagið segir að vændi er í lagi, er það þá ekki í lagi?  Ætli þeir sem hafa samþykkt lög um að leyfa vændi myndu vera alveg sama ef þeirra eigin dóttir myndi gerast vændiskona?  Eða myndu þeir vilja einhverja aðra framtíð fyrir dóttur sína en að stunda kynmök með ókunnugum mönnum?

Það var augljóst á Logan Campbell að honum þótti ekkert rangt við þetta en fyrir mitt leiti er hans siðferðis áttaviti eitthvað bilaður.

JesusAndTheWomanTakenInAdulteryEitt sem margir kristnir glíma við og ég glímdi við á sínum tíma er það hvort að kynlíf er í lagi fyrir hjónaband.  Sumir vilja meina að drýgja hór er aðeins ef um brot á loforðum hjónabands er um að ræða og margar aðrar hugmyndir til að réttlæta þetta.  Það getur verið að eitt sem þessir kristnu eru ekki að átta sig á er að ef að kynlíf utan hjónabands er í lagi, þá hlýtur vændi líka að vera í lagi.  Að minnsta kosti vændi þar sem vændiskonan er einhleyp og hún er aðeins með kúnnum sem eru einhleypir líka.

Orð Guðs segir að slíkir munu ekki erfa Guðsríki:

Fyrra Korintubréf 6:9
9Vitið þið ekki að ranglátir munu ekki erfa Guðs ríki? Villist ekki! Enginn sem er saurlífur, dýrkar falsguði eða lifir í hórdómi, enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar, 10enginn þjófur eða fégráðugur, vínsvallari, rógberi eða fjársvikari fær að erfa Guðs ríki.

Ég neita því ekki að ég er í þessum lista og samkvæmt orði Guðs á ekki skilið að erfa Guðs ríki og öðlast eilíft líf. Sem betur fer er þetta ekki endirinn á sögunni en Páll heldur áfram og segir:

Fyrra Korintubréf 6:11
11Og þannig voruð þið sumir hverjir. En þið létuð laugast, létuð helgast, eruð réttlættir. Það gerði nafn Drottins Jesú Krists og andi vors Guðs.

 


mbl.is Vændishús fyrir ólympíudrauminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafntinna

Mófi, þú ert hugrakkur maður, en já ég er þér svo hjartanlega sammála. Ég held að við kæmumst hjá svo óendanlega mörgum sorglegum atburðum í lífi okkar ef við hefðum farið eftir því sem stendur í Biblíunni. Enn í dag þá er litið á okkur sem viðundur, ef við viljum fylgja því sem stendur í Biblíunni. Ég held að það sé gott viðmið að hafa það hugfast hvað við viljum fyrir börnin okkar. Mér finnst kynlíf utan hjónabands ekki í lagi, þó svo að ég hafi verið brotleg hvað þetta varðar hér áður fyrr.

Mér finnst heldur ekki í lagi að leyfa vændi, hjónaband samkynhneygðra o.fl. Ég held að ef við förum alltaf yfir siferðimörkin þá endi það með því að okkur finnst allt eigi að vera leifilegt.

Hrafntinna, 14.7.2009 kl. 17:11

2 identicon

Lögleiðing vændis hefur ekkert með það að gera að segja að það sé siðferðilega í lagi, það er aðallega gert til þess að reyna af fremsta megni að halda því frá undirheimum sem eru öllu heppilega út frá heilbrigðissjónarmiði

Cicero (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Hrafntinna

Hinricus, mér þætti gaman að vita hvað af því sem stendur í l Kor. 6:9 þér finnst  vera "sannleikskorn" í ?

Hrafntinna, 14.7.2009 kl. 17:50

4 Smámynd: Egill Óskarsson

Má ég spyrja Mofi, er EINA siðferðislega álitamálið sem þú sérð viðkoma vændi að það eigi sér stað utan hjónabands?

Egill Óskarsson, 14.7.2009 kl. 18:22

5 Smámynd: Baldur Blöndal

Mófi
Það getur verið að eitt sem þessir kristnu eru ekki að átta sig á er að ef að kynlíf utan hjónabands er í lagi, þá hlýtur vændi líka að vera í lagi. Að minnsta kosti vændi þar sem vændiskonan er einhleyp og hún er aðeins með kúnnum sem eru einhleypir líka.

Er ég að skilja það rétt að þú gefir þér það að ef kynlíf utan hjónabands er allt í lagi, þá hlítur vændi líka að vera allt í lagi þar sem bæði byggja á kynlífi utan hjónabands?

Þar sem þetta eru bæði aðgerðir þar sem einhleypt fólk sefur saman þá getur ekki annað verið en að þetta sé annað hvort bæði rétt eða bæði rangt..

Ef ég er ekki að misskilja þig þá eru þetta ein arfaslöppustu rök sem ég hef heyrt. Þú mátt segja mér hvort ég skildi en þá lofa ég þér þremur dæmum sem byggja á sömu forsendum og sýna hvað þetta er fáránlegt. Ef ég hef hins vegar misskilið eitthvað biðst ég afsökunar.

Baldur Blöndal, 14.7.2009 kl. 18:35

6 Smámynd: Mofi

Arnar
Mófi, finnst þér engin siðferðislegur munur á því að stunda kynlíf utan hjónabands.. og að selja kynlífsþjónustu (vændi)?

Ég held að það er munur á milli, eitt er mjög slæmt á meðan annað er slæmt.

kreppukarlinn
Er ekki spurning um siðferði . þetta virðist vera spurning um hvað einhver ruglukollur skrifaði fyrir löngu síðan

Fyrir kristinn einstakling þá spilar það stórann þátt. Held samt að flestir geti séð einhvern siðferðis flöt með því að hugsa út í hvað þeir myndu vilja fyrir dóttir sína eða systur sína.

Áslaug, takk :)     Ég vil ekki neyða fólk til að hegða sér á ákveðinn hátt en vil samt benda á hvað ég trúi að sé gott og rétt og hvað ég trúi að er slæmt og rangt.  Ef samfélagið vill leyfa vændi þá það um það en ég mun halda áfram að segja að fólk ætti ekki að gera slíkt því að það er af hinu vonda.

Hinricus
Mér finnst rangt að gera lítið úr þeim sem selja sig sama þó þeir sem eigi í hlut væru að gera það án þess að hafa brýna þörf fyrir það.

Þótt maður telur að eitthvað er rangt er þá það ekki hið sama að gera lítið úr fólki. Ef að kona sem þér þætti vænt um væri að stunda vændi, myndir þú ekki vilja annað líf handa henni?

Hinricus
Kynlíf utan hjónabands síðan getur verið nauðsyn á þó hún sé ekki nein dyggð. Ég ætla ekki að meta hvort það sé löstur og er heldur í engri aðstöðu til þess

Aðeins að þessi regla er manni til góðs og fyrir kristinn einstakling þá tel ég að hann ætti að líta á brot á þessu sem synd. Ég gerðist brotlegur um þetta og finnst að þetta gerði mér ljótan grikk og að ég hefði átt að hlíða Biblíunni.

Mofi, 14.7.2009 kl. 19:50

7 Smámynd: Mofi

Hinricus
Þetta með konu sem mér myndi þykja vænt um, Það færi sjálfsagt eftir því hvort hún vildi stunda vændi eða ekki.

Allt í lagi, hún vill stunda vændi; værir þú samt sáttur?

Arnar
Hvað er slæmt við að tvær fullorðnar manneskjur felli hug saman og ákveði að stunda villt kynlíf sér til ánægju og yndisauka, jafnvel þótt að engin prestur sé nærstaddur til að gifta þau fyrst

Samkvæmt orði Guðs þá er það rangt; eins og ég skil það að minnsta kosti. Burt séð frá því þá segir mín reynsla að kynlíf ber að umgangast með virðingu og það getur verið manni bölvun eða blessun. Hve margir deyja að óþörfu vegna kynsjúkdóma, hve mörg börn fæðast óvelkomin í þennan heim?

Arnar
Merkilegt hvað guðinn þinn gaf öllum frjálsan vilja og byrja svo að banna allt sem honum er ekki þóknanlegt.

Frjáls vilji til að hlíða eða óhlíðnast. Síðan sé ég ekki mikla afmarka á mínu frelsi að fylgja lögum Guðs.

Arnar
Líka merkilegt að þú afsakar þig endalaust með því að einhver bjánaleg lög úr +2000 ára gamalli sögu eigi bara við td. ísraelsmenn þess tíma en svo velurðu að fara eftir öðrum +2000 ára gömlum lögum sjálfur.

Það er eitthvað tengt því að ég hef lesið eitthvað í Biblíunni. Þegar kemur að t.d. boðorðunum tíu þá er vísað í þau marg oft í Nýja Testmentinu sem þau lög sem kristnir eiga að fara eftir.

Mofi, 15.7.2009 kl. 11:18

8 Smámynd: Mofi

Arnar, þú ert með hugmyndir að því hvernig hægt er að komast frá því hættulega við kynlíf. Ég hef ekkert á móti fyrstu tveimur en að eyða barni vegna þess að það er óvelkomið finnst mér vægast sagt ekki í lagi.  Frekar trúi ég því að aðferð Guðs er betri á alla vegu.

Frjálsi viljinn er að velja líf í samræmi við vilja Guðs eða dauða vegna þess að Guð er uppspretta lífs og þeir sem hafna Guði eru þar með að hafna því lífi sem Hann hefur að bjóða.

Hinricus, ég á erfitt með að trúa því að ef þú ættir dóttir og hún vildi þetta að þú værir ánægður eða sáttur við það en, ef það er málið þá höfum við öðru vísi viðhorf gagnvart þessu.

Mofi, 15.7.2009 kl. 14:12

9 identicon

Skv biblíunni er líf fósturs nú ekki jafn dýrmætt og margir kristnir vilja vera láta

Cicero (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 15:05

10 Smámynd: Mofi

Cicero
Skv biblíunni er líf fósturs nú ekki jafn dýrmætt og margir kristnir vilja vera láta

Biblían talar um að um ófædd börn sem börn. Það er að ég best veit á einum stað þar sem kona fær áverka og það veldur því að hún missir fóstrið og það er ekki jafn alvarlegur glæpur og að myrða en það er samt sem áður glæpur.

Hinricus, sá sem óskar öðrum illt er sannarlega ekki fæddur af anda Guðs og hefur góða ástæðu til að trúa því að hann glatist.

Mofi, 15.7.2009 kl. 16:04

11 identicon

Það er nefnilega ekki glæpur heldur þarf eingöngu að greiða barnsföður þess sem fyrir varð bætur líkt og um hvert annaðbúfé væri að ræða.

Og það er ekki talað um barn, heldur fóstur

Þess utan sagði heilagur Tómas sjálfur að fóstur væri ekki persóna og er hann ekki bara einn helsti siðapostuli kristinnar kirkju heldur einn virtasti siðfræðingur sögunnar

Cicero (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 16:08

12 Smámynd: Rebekka

Mofi,  mörg pör nota getnaðarvarnir INNAN hjónabands líka, já og fara jafnvel stundum í fóstureyðingu.  Það er ekki eins og allir drífi í að hlaða niður börnum strax eftir giftingu.  Það er ástæða fyrir því að það fæðast að meðaltali 2.1 barn á hverja konu á Íslandi, en 6+ sums staðar í Afríkulöndunum...  og það er ekki vegna minna kynlífs.

Ábyrgt kynlíf utan hjónabands er bara í fínu lagi og ekkert líklegra til að valda kynsjúkdómum eða óæskilegum barneignum heldur en kynlíf innan hjónabands. 

Rebekka, 15.7.2009 kl. 17:02

13 identicon

Hinricus; það er auðvelt að segja þetta: Ef ég ætti dóttur, málið breytist svolítið ef maður á dóttur, þá held ég að maður mundi ekki vilja að hún stundaði vændi.

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:40

14 Smámynd: Mama G

Hvar stendur það í Biblíunni hvernig fólk telst vera orðið hjón fyrir Guði? Bara svona að spá. Er ekki nóg að velja sér bara maka og halda sig við hann? Er farið fram á spes athöfn með presti sem lýst er í Biblíunni?

Því ef ég er að stunda vændi með mínum kalli, þá er ég að spá að fara að innheimta eitthvað af ógreiddum reikningum fljótlega

Mama G, 15.7.2009 kl. 22:09

15 Smámynd: Zaraþústra

Menn verða að venja sig á að gera greinarmun á því sem er leyfilegt samkvæmt lagabókstaf og siðferði.  Það sem er löglegt er ekki endilega rétt í siðferðislegum skilningi og það sem er bannað samkvæmt lögum er ekki endilega rangt.

Sama hvort um er að ræða fóstureyðingar, vændi eða eiturlyfjanotkun þá geta menn verið þeirrar skoðunar að þessa hluti eigi að leyfa með lögum jafnvel þótt þeir telji rangt eða óæskilegt að eyða fóstri, kaupa sér vændiskonur eða nota eiturlyf.  Allt á sér þetta stað sama hvað menn setja í lög.  Spurningin er, hvernig getum við dregið mest úr þeim skaða sem þessi athæfi valda.  Ég er þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir vændiskonur ef þær geta starfað með löglegum hætti eins og um hvert annað starf sé að ræða, þá er allt á yfirborðinu og auðveldara að berjast gegn ofbeldi, mannsali og öðrum glæpum sem tengjast gjarnan vændi (svo ekki sé minnst á til dæmis að draga mætti úr útbreiðslu kynsjúkdóma o.s.frv.).  Ég myndi ekki vilja að barnið mitt seldi sig, en ef það myndi óhjákvæmilega gerast (á einhverjum tíma myndi það verða lögráða og ég gæti svo sem lítið að gert ef það til dæmis kysi að gera þetta, ég drepst á endanum o.s.frv.) vildi ég að það gæti hlotið sambærilega vernd lögreglu og aðrir og það geti sótt rétt sinn fyrir dómstólum án vandræða.

Zaraþústra, 16.7.2009 kl. 01:58

16 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Eins og ég hef sagt áður myndi ég frekar vilja að barnið mitt stundaði vændi og væri hamingjusamt heldur en að vita af því í einhverri vinnu sem það hefði engan áhuga á og fengi enga ánægju út úr.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.7.2009 kl. 08:44

17 Smámynd: Mofi

Rebekka
Ábyrgt kynlíf utan hjónabands er bara í fínu lagi og ekkert líklegra til að valda kynsjúkdómum eða óæskilegum barneignum heldur en kynlíf innan hjónabands

Fyrir kristinn einstakling þá tel ég hann hafa góðar ástæður til að ætla að kynlíf utan hjónabands er rangt. Fyrir aðra þá óneitanlega eru þeir sjálfir þeir sem ákveða rétt og rangt og þá auðvelt að velja það sem manni hentar.

Mama G
Hvar stendur það í Biblíunni hvernig fólk telst vera orðið hjón fyrir Guði? Bara svona að spá. Er ekki nóg að velja sér bara maka og halda sig við hann? Er farið fram á spes athöfn með presti sem lýst er í Biblíunni?

Biblían inniheldur engar reglur eða neitt sem segir til um hvaða athöfn telst sem hjónaband, ekki nema í kannski kynlífið sjálft... Einhversstaðar í Mósebókunum ( skal fletta því upp ef þú trúir mér ekki :)  þá er það þannig að ef maður og kona er gripin að því að eiga kynlíf þá er refsingin hjónaband.

Zaraþústra, gaman að heyra að þú myndir ekki vilja að barnið þitt seldi sig; kom mér á óvart hve margir hérna finnst það vera í lagi.

Mofi, 16.7.2009 kl. 11:45

18 identicon

Hvað með kynlíf INNAN hjónabands MEÐ getnaðarvörnum?... hlýtur það ekki að vera bannað líka. 

Monty Python náðu þessu nokkuð vel með þessu...

http://www.youtube.com/watch?v=r-L3JMk7C1A

Cicero (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 11:24

19 Smámynd: Mofi

Hinricus
Ég er ekki alveg að fatta

Ég á við að svona hugarfar er mjög andstætt því sem Biblían talar um sem endurfæddan einstakling.

Elmar
Hvað með kynlíf INNAN hjónabands MEÐ getnaðarvörnum?... hlýtur það ekki að vera bannað líka.  Ef ekki, þá hlýtur það í það minnsta að teljast í hæsta máta óeðlilegt og sér í lagi pervertískt

Ég sé ekkert að því.

Mofi, 17.7.2009 kl. 12:02

20 Smámynd: Reputo

 Hérna eru nokkrar biblíu tilvitnanir sem sumum þykja eðlilegar. Það verður seint tekið af kristnum að þeir eru einhverjir mestu hræsnarar sem fyrir finnast. Þetta er siðgæðið sem telja vera æðra öllu öðru. Þeir skilja bara ekki hvaða moral code við eigum að aðhyllast ef engin væri biblían. Þetta er ógeðslegt, og menn sem reyna að réttlæta þetta ættu að vera dæmdir fyrir óæskilegan áróður, barnaníð, kvennakúgun og svo mætti áfram telja.

As you approach a town to attack it, first offer its people terms for peace.  If they accept your terms and open the gates to you, then all the people inside will serve you in forced labor.  But if they refuse to make peace and prepare to fight, you must attack the town.  When the LORD your God hands it over to you, kill every man in the town.  But you may keep for yourselves all the women, children, livestock, and other plunder.  You may enjoy the spoils of your enemies that the LORD your God has given you.

If a man is caught in the act of raping a young woman who is not engaged, he must pay fifty pieces of silver to her father.  Then he must marry the young woman because he violated her, and he will never be allowed to divorce her.

If within the city a man comes upon a maiden who is betrothed, and has relations with her, you shall bring them both out of the gate of the city and there stone them to death: the girl because she did not cry out for help though she was in the city, and the man because he violated his neighbors wife.

Thus says the Lord: 'I will bring evil upon you out of your own house.  I will take your wives [plural] while you live to see it, and will give them to your neighbor.  He shall lie with your wives in broad daylight.  You have done this deed in secret, but I will bring it about in the presence of all Israel, and with the sun looking down.'

    Then David said to Nathan, "I have sinned against the Lord."  Nathan answered David: "The Lord on his part has forgiven your sin: you shall not die.  But since you have utterly spurned the Lord by this deed, the child born to you must surely die."  [The child dies seven days later.]

"When you go out to war against your enemies and the LORD, your God, delivers them into your hand, so that you take captives, if you see a comely woman among the captives and become so enamored of her that you wish to have her as wife, you may take her home to your house.  But before she may live there, she must shave her head and pare her nails and lay aside her captive's garb.  After she has mourned her father and mother for a full month, you may have relations with her, and you shall be her husband and she shall be your wife.  However, if later on you lose your liking for her, you shall give her her freedom, if she wishes it; but you shall not sell her or enslave her, since she was married to you under compulsion."

When a man sells his daughter as a slave, she will not be freed at the end of six years as the men are.  If she does not please the man who bought her, he may allow her to be bought back again.  But he is not allowed to sell her to foreigners, since he is the one who broke the contract with her.  And if the slave girl's owner arranges for her to marry his son, he may no longer treat her as a slave girl, but he must treat her as his daughter.  If he himself marries her and then takes another wife, he may not reduce her food or clothing or fail to sleep with her as his wife.  If he fails in any of these three ways, she may leave as a free woman without making any payment. 

Lo, a day shall come for the Lord when the spoils shall be divided in your midst.  And I will gather all the nations against Jerusalem for battle: the city shall be taken, houses plundered, women ravished; half of the city shall go into exile, but the rest of the people shall not be removed from the city.

Reputo, 18.7.2009 kl. 00:00

21 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Vá Mofi!! Ég er fráskilin! En hvernig lýst þér á að ég geruist mornóni. Allt bertra en ekker! Eða er ég að hlaupa fram úr mér rétt einu sinni!!

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.7.2009 kl. 18:02

22 Smámynd: Mofi

Hinricus
Hvað á endurfæddur einstaklingur að geta gert betur en ég ef svo vill til að dóttir hans sé í vændi og fílar það?

Það fer allt eftir aðstæðum og einstaklingum. Ég aðalega trúi því að endurfæddur einstaklingur vill annað líf og vill í rauninni að allir sem hann eða hún þekkir endurfæðist líka; ekki að bara einhver lífsstíll sem er þeim þóknanlegir.

Hinricus
Mofi er að virða sabatinn, annað er ekki hægt að segja um hina sem eru að virða dag Sunnu

Stundum er umræðan hin ánægjulegasta og þá hef ég ekkert á móti því að taka þátt í henni á hvíldardegi en oft þá er hún dáldið neikvæð og þá langar mig ekki að skemma hvíldardaginn með henni. Það var dáldið þannig tilfinningin í gær.

Tara
Vá Mofi!! Ég er fráskilin! En hvernig lýst þér á að ég geruist mornóni. Allt bertra en ekker! Eða er ég að hlaupa fram úr mér rétt einu sinni!!

Eins og ég benti á þá kem ég ekkert of vel út úr þessu heldur en málið er ekki að láta fortíðina draga sig niður heldur að hafa betri markmið í framtíðinni. Vill svo til að ég var að stúdera með mormónum fyrir bara mánuði síðan. Langar einmitt að gera nokkrar greinar um þá trú en geri það líklegast ekki fyrr en í ágúst september. Svo, endilega bíddu með að gerast mormóna þangað til :)

Mofi, 19.7.2009 kl. 14:41

23 Smámynd: Mofi

Reputo
Hérna eru nokkrar biblíu tilvitnanir sem sumum þykja eðlilegar. Það verður seint tekið af kristnum að þeir eru einhverjir mestu hræsnarar sem fyrir finnast

Mér finnst mikið að því siðgæði sem ásakar hóp af fólki um illsku án þess að hafa í raun og veru skoðað málið af einhverri alvöru. Tilgangurinn virðist bara vera til að rakka niður en alls ekki að berjast fyrir einhverju góðu.

Ég ætla að svara þessum versum í sér grein.

Mofi, 19.7.2009 kl. 14:49

24 Smámynd: Reputo

Ég meinti þetta nú ekki þannig að ég væri að ásaka þig um íllsku sem slíkt, langt því frá... ég held reyndar að þú sért sennilegast bara fínasti náungi þótt ég sé afskaplega ósammála þér í trúmálum.

 Það sem ég er að tala um er að trú þín á sannleiksgildi biblíunnar er svo ofboðslega sterk, að þú reynir að réttlæta slíkar gjörðir sama hversu viðbjóðslegar þær eru vegna þess að þetta eiga að vera guðs verk. Mér finnst þú horfa algjörlega framhjá því sem verið er að gera þarna.... trúin blindar þig. Þú réttlætir þetta með allskyns langalengingum og túlkunum um hvað guð hafi og hafi ekki ætlað hinum og þessum. Bottomlænið er að svona gerir maður ekki og reynir ekki að verja. Þetta er viðbjóðlegt HVER SEM á í hlut.

Svo er það hinn hópurinn af kristnum sem segjast trúa en velja og hafna eftir þörfum. Það sem ég talaði um hér að ofan er einmitt eitt af því sem þeir hafna.

Þetta kalla ég hræsni því það er annað hvort cherry picking eða double standard eftir því hvort menn eru strangtrúaðir eða "venjulega" trúaðir.

Reputo, 19.7.2009 kl. 21:31

25 identicon

Kemur einhversstaðar fram í biblíunni að kynlíf ógiftra einstaklinga af gagnstæðu kyni

sé ekki í lagi?

Ég er ekki viss um að Adam og Eva hafi verið gift.

Eða María og Jósef.

Það gæti verið fróðlegt að grafa það upp hvenær fyrsta giftingin var framkvvæmd.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 11:03

26 Smámynd: Mofi

Reputo
Ég meinti þetta nú ekki þannig að ég væri að ásaka þig um íllsku sem slíkt, langt því frá... ég held reyndar að þú sért sennilegast bara fínasti náungi þótt ég sé afskaplega ósammála þér í trúmálum.

Ekkert mál og takk.  Miðað við þetta þá lætur þú sem svo að þú ert sannfærður um að þessi vers sýna eitthvað einstaklega ljótt en ég vona að þú ert þá til í að skoða aðra hlið á því máli en ekki að þinn tilgangur er aðeins að rakka niður Biblíuna, no matter what.

Jón Scout Commander
Kemur einhversstaðar fram í biblíunni að kynlíf ógiftra einstaklinga af gagnstæðu kyni

Það fer allt eftir því hvernig menn skilja orð eins og að drýgja hór eða saurlifnaður ( fornication ). Miðað við Mósebækurnar þá ef ógift par var gripið við að stunda kynlíf þá áttu þau að giftast. Síðan eins og ég benti á í greininni að ef að kynlíf utan hjónabands er í lagi þá ætti með sömu rökum vændi að vera í lagi. Sömuleiðis í lagi fyrir einhvern strák eða stelpu að sofa hjá mörgum en fá samfélög hafa litið á það sem siðsamlegt, hvað þá gyðinga samfélög eða kristin samfélög.

Ég myndi segja að Adam og Eva voru gift af Guði sjálfum þó að Biblían fjalli aldrei um það.  Án mikils efa held ég að María og Jósef giftust þó það sé hvergi fjallað um það. 

Mofi, 20.7.2009 kl. 11:33

27 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Gott að vita að þú ert mannlegur Mofi minn, ekki bara guðdómlegur ;)  En jú ég bíð með að gerast mormóni, hef heldur engan tíma í það núna, neyðist bara til að segja amen!

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.7.2009 kl. 17:49

28 Smámynd: Mofi

Tara... sko... ehh...       ég verð rauður út vikuna :) 

Mofi, 20.7.2009 kl. 18:28

29 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Það fer þér bara vel Mofi kær

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.7.2009 kl. 18:32

30 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hverjum er ekki skítsama hvað einhver skáldsaga segjir um kynlíf

Alexander Kristófer Gústafsson, 21.7.2009 kl. 05:21

31 Smámynd: Mofi

Alexander, auðvitað er Biblían ekki skáldsaga en þeir sem taka mark á henni hafa áhuga á hvað hún hefur að segja. Þeir sem taka ekki mark á henni auðvitað kemur þetta lítið við.

Mofi, 21.7.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband