Hvað með endurholdgun?

reincarnation2Fyrir nokkru kom upp umræðuefnið um endurholgun og langar að fjalla um það frá mínum sjónarhóli 

Trúverðugleiki

Fyrir mig þá snýst umræða um trúarlegar spurningar og svör við þeim um trúverðugleika; þ.e.a.s. hverjum á ég að trúa. Þegar kemur að trúverðugleika endurholdgunar þá er ég alveg í myrkri; hvaða aðili er það sem segir að þetta er rétt og af hverju ætti ég að trúa honum?  Ég sé ekki betur en hérna er aðeins um ímyndun nokkurra einstaklinga og það getur verið að viðkomandi er mjög sannfærður að það sem hann ímyndaði sér er raunverulegt en fyrir mig þá virðist augljóst að viðkomandi er bara að ímynda sér eitthvað. 

Andlegur þroski?

Það sem flestir af þeim sem trúa á endurholdgun koma með er að þeim finnst svo rökrétt að okkar líf er hluti af andlegri þroska göngu. Þeir sjá tilgang í lífinu ef það er hluti af þroska göngu og án þess þá virkar þetta allt saman mjög tilgangslaust. Það sem mér finnst vera tilgangslaust er að læra meira og meira um illsku heimsins, að upplifa þjáningar þessa lífs aftur og aftur.  Aftur á móti ef þetta líf er aðeins til þess að gera ákvörðun um hvort þú vilt tilheyra Guði, hvort þú vilt láta af allri illsku þá dugar eitt líf vel til þess og það er það sem Biblían segir:

Hebreabréfið 9
27Á sama hátt og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm

Miklu frekar tel ég að við þroskumst í heimi þar sem við höfum aðgang að Guði og getum lifað og lært án þeirra takmarkana sem þessi heimur setur okkur í. Það er hið nýja líf sem ég sé Guð búa til handa okkur, líf án þjáninga og dauða. Aftur á móti er það nauðsynlegt að kynnast þjáningum og dauða til að leysa deiluna milli góðs og ills og eitt líf og nokkur þúsund ár hérna á þessari jörð duga til þess.

Hvaðan koma allar sálirnar?

Vegna gífurlegrar fólks fjölgunar eru í dag eru fleiri á lífi en en hafa verið á lífi í allri mannkynssögunni svo í fyrsta lagi þá er stór hluti þessa fólks að lifa í fyrsta sinn og í öðru lagi þá spyr maður sjálfan sig, hvaðan koma allar þessar nýju sálir?  Ef það er einhver guð á bakvið það, hvaða guð er það þá og hefur hann eitthvað opinberað sig? 

Ekki skemmtileg hugmynd

Endurhogun hljómar ekki spennandi í mín eyru. Þ.e.a.s endurholdguninni sem gæti skilað manni inní sömu kringumstæður og ég lifi við núna eða verri. Ég sé fátt gott við það.  Eina endurholdgunin sem ég kæri mig um, er inní tilveru þar sem engir sjúkdóma eða stríð þekkjast . Þá tilveru er Guð að bjóða okkur uppá með vissum skilyrðum sem mér finnst mjög eðlileg; iðrun yfir því slæma sem maður hefur gert, löngun um að gera það ekki aftur og þakka og treysta Guði fyrir það gjald sem Hann borgaði fyrir þessa glæpi í gegnum dauða Krists.

Ef að endurholdgun er sannleikurinn þá bara endurfæðist ég eins og allir aðrir en ef Biblían hefur rétt fyrir sér þá bíður mín glötun ef ég iðrast ekki og set traust mitt á Krist svo valið er mjög einfalt.

Vonandi útskýrir þetta almennilega af hverju ég hafna endurholgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garfield

mofi:Fyrir mig þá snýst umræða um trúarlegar spurningar og svör við þeim um trúverðugleika; þ.e.a.s. hverjum á ég að trúa. Þegar kemur að trúverðugleika endurholdgunar þá er ég alveg í myrkri; hvaða aðili er það sem segir að þetta er rétt og af hverju ætti ég að trúa honum? Ég sé ekki betur en hérna er aðeins um ímyndun nokkurra einstaklinga og það getur verið að viðkomandi er mjög sannfærður að það sem hann ímyndaði sér er raunverulegt en fyrir mig þá virðist augljóst að viðkomandi er bara að ímynda sér eitthvað.

Ég ætla aðeins að breyta einu orði.

Fyrir mig þá snýst umræða um trúarlegar spurningar og svör við þeim um trúverðugleika; þ.e.a.s. hverjum á ég að trúa. Þegar kemur að trúverðugleika guðs þá er ég alveg í myrkri; hvaða aðili er það sem segir að þetta er rétt og af hverju ætti ég að trúa honum? Ég sé ekki betur en hérna er aðeins um ímyndun nokkurra einstaklinga og það getur verið að viðkomandi er mjög sannfærður að það sem hann ímyndaði sér er raunverulegt en fyrir mig þá virðist augljóst að viðkomandi er bara að ímynda sér eitthvað 

Trúverðugleiki þeirra sem boða guðstrú er síðan enginn, enda það sem þeir boða í endalausri mótsögn við heilbrigða skynsemi. 

Garfield, 13.7.2009 kl. 12:58

2 Smámynd: Mofi

Garfield
Trúverðugleiki þeirra sem boða guðstrú er síðan enginn, enda það sem þeir boða í endalausri mótsögn við heilbrigða skynsemi.

Þú hefur vitnisburð frá Móse til Jesú Krists og þú getur lesið þann vitnisburð og metið hvort hann sé traustsins verður. Það eru síðan mjög margar aðrar ástæður út fyrir Biblíuna sem gefa manni ástæðu til að trúa á tilvist Guðs enda hefur guðleysi aldrei verið stór trúarbrögð í mannkynssögunni; menn þurftu ekkert á Biblíunni að halda til að trúa að Guð væri til.

Svo margar ástæður til að trúa að Guð er til og ég þyrfti meiri trú til að afneita tilvist Guðs, sjá: Ég hef ekki næga trú til að vera Guðs afneitari

Takk samt að fá að skygnast inn í hvernig þú metur þetta en mér finnst margt vanta í þína greiningu.

Þór, áhugavert... eitthvað til að hugsa um og kannski þarf alveg sér svar þar sem þetta var dáldið mikið efni.

Arnar
Kemur ekki bara í ljós að einhverstaðar innst inni leynist smá sceptic í þér.  Endurholdgun er órökrétt og það eru engin gögn sem styðja þetta fyrirbæri

Ég er gífurlegur sceptic :)   ég meira að segja reyndi að sækja um í Vantrú, sjá: Umsókn í Vantrú

Þeir aftur á móti virtust líta þannig á að maður ætti að vera bara sceptic varðandi hið sama og þeir væru skeptískir á svo þeir höfnuðu mér :(

Varðandi ímyndun nokkurra einstaklinga þá er ekki eins og þeir sem eru flokkaðir sem fólk sem trúir á endurholdgun fólk sem hefur persónulega reynslu af því að endurholdgun sé sönn; hafi persónulegan vitnisburð um áreiðanleika þess að við fæðumst aftur.

Mofi, 13.7.2009 kl. 13:45

3 Smámynd: Garfield

Mofi: Þú hefur vitnisburð frá Móse til Jesú Krists og þú getur lesið þann vitnisburð og metið hvort hann sé traustsins verður. 

Það er akkúrat heila málið.  Það er aðeins þessi eina bók og nokkur rit gyðinga sem eiga að vera vitnisburður.  Þessi vitnisburður er síðan ekki einu sinni  hægt að bakka upp almennilega með fornminjum þess tíma sem um ræðir.

Móses var í 40 ár í eyðimörkinni með þjóð sína og skyldi ekki eftir sig ummerki !

Jesús fæðist eftir ferðalega vegna manntals sem ekki var framkvæmt og hvað þá á þann máta sem lýst er.  

Fleira rugl má  tína til, en vitnisburðurinn er eins og fyrr segir rugl.

Hvers vegna er síðan hvergi minnst á þennan eina og sanna guð annars staðar í heiminum?  Hvers vegna var til Óðin og Seifur ?  Vitnisburður um tilvist þeirra var jafn góður en samt trúir þú ekki á þá.

Garfield, 13.7.2009 kl. 14:17

4 identicon

Vegna þess að í þér býr ákveðinn efi Mofi sem kemur vel fram í pælingum þínum þá finnst mér dálítið skrýtið að þú hafir ekki gefið endurholdgunarhugmyndum smá sjens.  Þú ert reyndar með trúarinnrætingu frá æsku sem þrengir sjónpípuna dálítið mikið en þú varst að enda við að segja að þú þyrðir ekki að skoða aðrar hugmyndir því þú óttaðist grillveislu vítis.

Það er nú líka grunnur margra skipulagðra trúarbragða, að hræða fólk til hlýðni og í þínu tilfelli þá tókst það.

Ég er hinsvegar miklu frjálsari en þú Mofi, og finnst því hin svokallaða "frelsun" kristinna manna vera lítt annað en fjötrun hin mesta.

Þá er Bibían endalaust þrætuefni kristinna manna og söfnuða sem sannar galla hennar sem einhverskonar fullkomnunar. 

Endurholdgunarkenningin er hinsvegar mun nær því að ná vísindalegri viðurkenningu en nokkurt trúfélag getur af státað.  Fjölmargar rannsóknir benda á svo sterk tilvik endurholdgunar að engum vísindum er unnt að afsanna frásagnir þær.

Sérstaklega eru það börnin sem koma með ábyggilegustu upplýsingarnar en á aldrinum 2-4 þá eru þau sérlega næm fyrir fyrri lífum og eiga oft minni til fyrri lífsskeiða. Slíkum frásögnum hefur hvað eftir annað verið fylgt eftir og fengist staðfest í umhverfi þeirra fyrra tilvistarskeiðs.

En þeir sem trúa á endurholdgun eru ekki að reka áróðurssamtök skipulögð eða proma málstap sinn sem trúfélag sem væri, heldur er þetta fólk innan sem utan trúfélaga sem tekur til sín það sem kemur að gagni en sleppir hinu.

Flestir sem starfa að sálarrannsóknum eru meðvitaðir um endurholdgun sem er undirstaða austrænnar dulspeki sem er töluvert eldri en kristni.  Þá má að lokum benda á fjölmörg dæmi úr Biblíunni sem tengja má við endurholdgun og nægir Google til að skoða þær kennningra því ég að að vinna og hef ekki tíma fyrir endalaust copy/paste

Að trúa á endurholdgun er einfaldlega andlegur leiðarsteinn til réttrar breytni og hvatning til sjálfsræktunar í víðum skilning. Fyrirgefningin fæst með breytni en ekki yfirborðskenndum og sjálfskipuðum fulltrúum guðs hér á jörðu.

Hvarvetna höfum við séð siðspillingu grassera innan söfnuða hverskonar er nota fyrirgefninguna sem tæki til að láta safnaðarmeðlimum sínum líða vel. Sennilega er Byrgismálið eitt sverasta dæmið hér á landi en úr viðskiptalífinu til 20 ára get ég alveg sagt að ég treysti ekki mönnum klæddum helgislepju frekar en öðrum. Fyrirgefningarkerfið býður einfaldlega uppá misnotkun, sem gerir það ófullkomið og því síst fullkomið guðs skapaða kerfi.

En það er mín skoðun, kannski hef ég rangt fyrir mér, en á mínum síðasta degi þá kemst ég að því, rétt eins og þú.  Og þá get ég staðið fyrir framan hvern sem er og sýnt að ég ég gerði svo sannarlega mitt besta og tók ekki nein shortcuts með fyrirgefningarpassa í vasanum.  það er fyrir mér ákveðinn þroskaáfangi.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 14:48

5 Smámynd: Mofi

Arnar
Þú ert að ásaka aðra um sífelldar endurtekningar en á sama tíma ertu búinn að endurtaka sömu frasana í tvö ár (hugsanlega lengur) og heldur því áfram þrátt fyrir að það sé búið að benda þér á að þú hafir rangt fyrir þér, td. varðandi skilningin á orðinu 'trú'.

Eins og allir kristnir sem ég þekki þá skilja þeir orðið trú svona. Mér til mikillar undrunnar þá kom Dawkins með þessa heimsku í rökræðum við Lennox, sjá: http://www.dawkinslennoxdebate.com/

Lennox sýndi svo ekki verður um villst um heimskunna sem guðleysingjar sýna þegar þeir láta sem svo að þeir trúi engu. Endilega ekki vera hérna ef þú ert ósammála þessu því ég algjörlega fyrirlít þetta viðhorf.

Garfield
Það er akkúrat heila málið.  Það er aðeins þessi eina bók og nokkur rit gyðinga sem eiga að vera vitnisburður.  Þessi vitnisburður er síðan ekki einu sinni  hægt að bakka upp almennilega með fornminjum þess tíma sem um ræðir

Þessi bók er saman safn af mörgum fornum ritum. Þessi vitnisburður er bakkaður upp af mörgum fornminjum þó að það er ekki hægt að staðfesta hverja einustu sögu enda fáránlegt að gera slíkar óraunhæfar kröfur.

Garfield
Móses var í 40 ár í eyðimörkinni með þjóð sína og skyldi ekki eftir sig ummerki !

Ég benti nú á mynd sem fjallar um ummerki sem styðja frásögnina um Móse. Þegar maður hefur síðan í huga að menn höfnuðu vitnisburði Biblíunnar um Hittíta þjóðina sem var stór þjóð í mörg hundruð ár vegna þess að þeir fundu engin ummerki um hana en nú er það allt breytt þá er bara eðlilegt að ætla að sumt er ófundið enn enda sé ekki að menn hafa leitað mikið af ummerkjum um gyðinga í eyðimörkinni.

Garfield
Jesús fæðist eftir ferðalega vegna manntals sem ekki var framkvæmt og hvað þá á þann máta sem lýst er.

Það eru góðar ástæður til að trúa þessari sögu, sjá: Þegar Illugi Jökulsson rakkaði niður jólaguðspjallið

Garfield
Hvers vegna er síðan hvergi minnst á þennan eina og sanna guð annars staðar í heiminum?  Hvers vegna var til Óðin og Seifur ?  Vitnisburður um tilvist þeirra var jafn góður en samt trúir þú ekki á þá.

Við finnum á mörgum stöðum margt sem er eins og trú gyðinga, trú á Guð sem er handan alheimsins sem skapaði alheiminn og allt sem í honum er.

Að segja að vitnisburðurinn um Óðinn og Seif er jafn góður og vitnisburður Biblíunnar dæmir þig úr leik sem einhvern sem hægt er að tala við. Svona þvælu lætur eins einhver sem er annað hvort fáfróður, heimskur eða óheiðarlegur.  Hér með vil ég ekki sjá fleiri athugasemdir frá þér.

Þór, þetta er magnaður atburður sem er erfitt að útskýra. Ég er sammála efasemda mönnum um það að maður á alls ekki að stökkva til og trúa að um eitthvað yfirnáttúrulegt hafi verið um að ræða. Ég er aftur á móti ósammála Vantrúar meðlimum og fleirum sem útiloka eitthvað yfirnáttúrulegt sama hvað tautar eða raular. Við eigum að vera opin fyrir öllum mögulegum útskýringum, fylgja gögnunum hvert sem þau benda.

Mofi, 13.7.2009 kl. 15:02

6 Smámynd: Mofi

Gylfi
en þú varst að enda við að segja að þú þyrðir ekki að skoða aðrar hugmyndir því þú óttaðist grillveislu vítis.

Ég þori alveg að skoða þær en þetta er auðvitað faktor sem spilar inn í. Ef ske kynni að þetta sem er ekki stutt af áreiðanlegum vitnum og er órökrétt í mínum huga er síðan rétt þá hreinlega skiptir það engu máli.

Gylfi
Það er nú líka grunnur margra skipulagðra trúarbragða, að hræða fólk til hlýðni og í þínu tilfelli þá tókst það

Kemur trúnni ekkert við. Það kemur raunveruleikanum við því að allir menn vita að þeir munu deyja. Biblían inniheldur fagnaðarerindi sem er að það er til von. Ég hef skoðað þann vitnisburð og komist að þeirri niðurstöðu að hann er áreiðanlegur.

Gylfi
Endurholdgunarkenningin er hinsvegar mun nær því að ná vísindalegri viðurkenningu en nokkurt trúfélag getur af státað.  Fjölmargar rannsóknir benda á svo sterk tilvik endurholdgunar að engum vísindum er unnt að afsanna frásagnir þær.

Hvar eru slík sönnunargögn?

Gylfi
Að trúa á endurholdgun er einfaldlega andlegur leiðarsteinn til réttrar breytni og hvatning til sjálfsræktunar í víðum skilning. Fyrirgefningin fæst með breytni en ekki yfirborðskenndum og sjálfskipuðum fulltrúum guðs hér á jörðu.

Endilega prófaðu þá að svara þeim rökum sem ég kem með í greininni.  Fyrirgefning fæst líka aðeins með breyttri hegðun en að láta breytta hegðun duga er eins og þú sæir morðingja fyrir rétti og hann lofar hér með að hætta að drepa og gefa reglulega til Rauða krossins og þess vegna á hann ekki að fá refsingu.

Gylfi
Og þá get ég staðið fyrir framan hvern sem er og sýnt að ég ég gerði svo sannarlega mitt besta og tók ekki nein shortcuts með fyrirgefningarpassa í vasanum.  það er fyrir mér ákveðinn þroskaáfangi

Ertu svo viss um hvernig það væri að standa frammi fyrir Guði og dæmast fyrir öll þín verk og allar hugsanir?  Myndi Guð ekki finna neinar lygar, engann þjófnað, enga reiði og ekkert hatur? Enga græðgi og ósiðsamlegar hugsanir?

Mofi, 13.7.2009 kl. 15:11

7 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Þessi bók er saman safn af mörgum fornum ritum. Þessi vitnisburður er bakkaður upp af mörgum fornminjum þó að það er ekki hægt að staðfesta hverja einustu sögu enda fáránlegt að gera slíkar óraunhæfar kröfur.
Nú? Eru það ekki einmitt kröfurnar sem þú gerir til þróunarkenningarinnar, já og raunar allra hugmynda sem ekki falla undir heimsmynd þína?

Sveinn Þórhallsson, 13.7.2009 kl. 15:27

8 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

...þá er bara eðlilegt að ætla að sumt er ófundið enn enda sé ekki að menn hafa leitað mikið af ummerkjum um gyðinga í eyðimörkinni.

Þetta er einfaldlega ekki rétt.  Fornleifafræði 19. aldar snerist nánast eingöngu um að leita ummerkja um biblíusögurnar.  Stundum komu menn niður á eitthvað áhugavert, stundum ekki.  Aldrei fundu menn neitt sögnum Biblíunnar um yfirnáttúru til stuðnings.

Einmitt það sem maður ætti von á ef Biblían væri söguleg skáldsaga (e. historical fiction).

Sveinn Þórhallsson, 13.7.2009 kl. 15:31

9 Smámynd: Mofi

Sveinn
Nú? Eru það ekki einmitt kröfurnar sem þú gerir til þróunarkenningarinnar, já og raunar allra hugmynda sem ekki falla undir heimsmynd þína?

Jú, og þróunarkenningin og aðrar trúarlegar hugmyndir um heiminn þegar ég hef vegið þær og metið að þá eru þær ekki trúverðugar.

Mofi, 13.7.2009 kl. 15:47

10 identicon

Skrýtið að maður sem krefst sannana á borð við þig sé að ganga út frá því vísu að umdeilt fornrit sé hinn eini sannleikur. Í raun finnst mér þú ekki setja mikla sönnunarkröfu á eigin trúarsannleika heldur styðstu við uppeldistengda sannfæringu sem þú notar til réttlætingar á ósannalegum trúarsannleika sem er jú bara einn af þúsund slíkum.

En sem betur fer er fullt af efahyggjömönnum, vísindamönnum og læknum sem hafa rambað á það sem yogarnir hafa sagt um aldir. Þessi er einn þeirra sem hafa skipt um starfshlutverk eftir slíka uppgvötvun og dáleiðarar þekkja málið sérlega vel og hafa margir hverjir þurft að skipta um heimsmynd eftir að sjúklingar fóru lengra til baka en ætlast var til í byrjun.

Sálarrannsóknir utan farvegs trúarbragða hafa lengi verið stundaðar hér á landi og flest dulspakt fólk sem ég þekki til er sammála endurholdgun sem raunverulegan farveg.

Hvað varðar morðingjasögu þína þá vísa ég til lögmáls orsaka og afleiðinga sem er út af fyrir sig miklu fullkomnara kerfi til góðrar breytni en trúarbrögðin.  Það leyfir ekki misnotkun eða undanþágur af því tagi sem trúarbrögðin uppá bjóða.

Um efsta dag segi ég svo að ég hef leiðrétt flest það sem aflaga hefur farið og óttast því engan dóm. Fyrirgefning er jú bara orð frá sjálfskipuðum fulltrúa almættisins en leiðrétting er raunverulegur verknaður.

Og í því liggur mikill munur.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 15:56

11 Smámynd: Mofi

Gylfi
Skrýtið að maður sem krefst sannana á borð við þig sé að ganga út frá því vísu að umdeilt fornrit sé hinn eini sannleikur. Í raun finnst mér þú ekki setja mikla sönnunarkröfu á eigin trúarsannleika heldur styðstu við uppeldistengda sannfæringu sem þú notar til réttlætingar á ósannalegum trúarsannleika sem er jú bara einn af þúsund slíkum.

Ég geng ekki að því sem vísu heldur er það niðurstaðan eftir að hafa metið það. Ég útskýrði að mér finnst endurholdgun órökrétt og benti á að ég hef engin góð gögn sem styðja þessar pælingar svo ef þú hefur einhver þannig gögn þá væri gaman að sjá þau.

Gylfi
Þessi er einn þeirra sem hafa skipt um starfshlutverk eftir slíka uppgvötvun og dáleiðarar þekkja málið sérlega vel og hafa margir hverjir þurft að skipta um heimsmynd eftir að sjúklingar fóru lengra til baka en ætlast var til í byrjun

Hvað sannfærði þig um að þessi maður er traustsins verður? Er ekki líka möguleiki að hans skjólstæðingur var annað hvort að blekkja hann eða var að ímynda sér þetta allt saman?

Gylfi
Hvað varðar morðingjasögu þína þá vísa ég til lögmáls orsaka og afleiðinga

Þú ert samt ekki að svara þeim rökum sem sú saga kom með.

Endilega slepptu hugmyndinni um einhver skipulögð trúarbrögð og frekar bara spyrja þig hvernig Guð myndi sjá þig ef þú stæðir frammi fyrir Honum. Hvernig myndi þér líða ef sérhver stund lífs þíns ásamt hugsunum væru spiluð frammi fyrir t.d. fjölskyldunni og Guði, hvernig kæmi það út?

Mofi, 13.7.2009 kl. 16:12

12 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Vá, ég hef aldrei séð það jafn skýrt hvað þú ert skeptískur á ósannaðar fullyrðingar nema þær sem snúa að þínum persónulega skilningi á Biblíunni.

Sveinn Þórhallsson, 13.7.2009 kl. 16:47

13 identicon

Hvað Brian varðar þá kom hann fyrst upp á google en þú þyrftir varla meira en klukkutíma til að finna nokkra tugi svona manna en strengurinn "past life regression" ætti að hjálpa þeim sem vilja auka víðsýni sína.

Ef maður hefur áhuga á að víkka sjóndeildarhringinn þá gerir maður þetta en ef maður ætlar að láta æskuhugmyndir um trúarbrögð stjórna för alla æfi þá hefur það engan tilgang að eyða í þetta vinnu, og svo óttast ég um þig :)

Málið er einfalt, trúarbrögðin hafa með innbyrðis átökum sannað að þau eru óffulkomin og það er ekki hægt að setja nein ein trúarbrögð skörinni ofar en önnur. Þau kynna hið fullkomna en bjóða manni einungis að loka augunum fyrir augljósum og rannsóknarverðum sannindum.

Skipulögð trúyarbrögð eru í eðli sínu hugminnkandi sjónpípa og þrenging á gjöfum þeim sem skaparinn gaf okkur sem sjálfstæðum hugsandi verum.  Er það vilji guðs að við leitum ekki og finnum?

Og það eru ekki bara furðufuglar á netsíðum sem ræða um þessi mál en Dr. Erlendur Haraldsson gæti örugglega gefið þér miklar og fína upplýsingar á vísindalegum grunni.  En ég efa að þú viljir hlusta :)

Og ég held Mofi að ef ég stæði í dag fyrir framan skapara minn þá sjái hann mann sem gerði hlutina á þeim grunni að hann þyrfti að taka afleiðingum gjörða sinna og nýtti ekki trúarlegar undankomuleiðir frá eigin gjörðum.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 16:54

14 Smámynd: Mofi

Sveinn
Vá, ég hef aldrei séð það jafn skýrt hvað þú ert skeptískur á ósannaðar fullyrðingar nema þær sem snúa að þínum persónulega skilningi á Biblíunni.

Enda hef ég í gegnum margar greinar útskýrt margar af þeim ástæðum sem ég trúi Biblíunni. Í gegnum sköpunarverkið sé ég að það er til skapari og þegar kemur að opinberun einhvers Guðs þá er Biblían sú sem er trúverðugust.

Gylfi
Hvað Brian varðar þá kom hann fyrst upp á google en þú þyrftir varla meira en klukkutíma til að finna nokkra tugi svona manna en strengurinn "past life regression" ætti að hjálpa þeim sem vilja auka víðsýni sína

Þú getur líka googlað christian eða creationist og fundið nokkur þúsund menn með doktors gráður sem geta hjálpað þeim sem vilja auka víðsýni sína :)

Gylfi
Málið er einfalt, trúarbrögðin hafa með innbyrðis átökum sannað að þau eru óffulkomin og það er ekki hægt að setja nein ein trúarbrögð skörinni ofar en önnur. Þau kynna hið fullkomna en bjóða manni einungis að loka augunum fyrir augljósum og rannsóknarverðum sannindum

Af hverju heldur þú að sú afstaða að fólk endurfæðist er ekki trúarleg og ætti að kallast trúarbrögð?  Hefurðu heyrt um hindúisma eða búddisma?  Það eru trúarbrögð sem innihalda þessa skoðun. Sé ekki betur en þú ert að setja þau trúarbrögð skörinni ofar en minni trú.  Sem er allt í lagi mín vegna, þú trúir samkvæmt því sem þú telur vera réttast og telur það sem er andstætt því er rangt.

Gylfi 
Og það eru ekki bara furðufuglar á netsíðum sem ræða um þessi mál en Dr. Erlendur Haraldsson gæti örugglega gefið þér miklar og fína upplýsingar á vísindalegum grunni.  En ég efa að þú viljir hlusta :)

Ég hef mikinn áhuga á öllu svona hlutum svo, takk :)

Mofi, 13.7.2009 kl. 17:05

15 identicon

Ætlaði að röfla í þér fyrr en flæktist að fossinum fallaga í botni Hvalfjarðar og er að jafna mig í fótunum.  Varð hugsað til jarðfræði svæðisins og t.d. gilsins þar er Glymur fellur í og ána er sorfið hefur bergið á lengri tíma en creotanists myndu vilja viðurkenna.

Ég hef reyndar lengi sagt að landið okkar ætti að vera einhver besta afsönnun þess er sköpunarsinnar halda fram um aldur jarðarinnar.  Landrekskenningin er á fullu á vedur.is á hverjum klukkutima og hraunlögin umhverfis borgina eiga hvert og eitt sína sögu sem lesa má úr bergi og gróðurþekjum.  Jarðfræðilega erum við yngsta land í heimi, enn í mótun og næstu árhundruð munum við reglulega halda áfram að kljást við öflin er jörðina mynduðu.  Um leið getum við lesið með áræðanlegum hætti aldur landsins og nokkur þúsund ár er afar stuttur jarðsögutími, og vel lesanlegur.

Vestfirðir og austfirðir eru t.d. elstu hlutar landsins sem er eðlilegt vegna landreksins. Þá er töluvert langt síðan að Reykjavík var undir sprungusvæðinu á Hellisheiði en á þeim tíma gaus mikið í Viðey sem er gamalt eldfjall.  Öll þessi einkenni eru vísindamönnum sem opin bók og leikmönnum vel skiljanleg á forsendum grunn-jarðfræðiáhuga.

En aftur að endurholdgun, Hindúismi og Búddismi eru trúarbrögð og sem slík þá innihalda þau hvort um sig sinn eigin "trúarsannleika"  sem hefur verið hagrætt af jarðneskum leiðtogum síns tíma.

Það er einfaldlega vaxandi hópur Mofi sem aðhyllist almenna trúarheimspeki byggða á kenningum austrænna spekinga um andleg lögmál er við getum nýtt okkur til þroska og framdráttar. Það þarf ekki endilega að kalla það trúarbrögð, það má miklu frekar kalla það áhuga á sjálfsrækt með tengingu við lifandi lögmál sem flest trúað fólk nýtir með einum eða öðrum hætti.  Það eiga engin trúarbrögð einkarétt á t.d. bænum en þær virðast virka á öllum trúarforsendum og hvað segir það um réttmæti þess að einn trúarsannleikur sé öðrum æðri.  Þá ætlaði ég ekki að móðga þig gagnvart einin trúariðkun, ég ber virðingu fyrir öllum sem sækja sér þroska til hverskonar andlegrar iðkunar en leyfi mér þó að gagnrýna að fólki sé hamlað að skoða sögusviðið vegna refsingarótta.

Það sem skilur okkur að er að þú fæddist í umhverfi trúarsannleika og hefur barist fyrir réttlætingu hans með áberandi blogghætti.  Ég fæddist hinsvegar óbundinn og með spurningamerki sem tók mig tæp 30 ár að fá svar við.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 01:38

16 Smámynd: Mofi

Gylfi
Ég hef reyndar lengi sagt að landið okkar ætti að vera einhver besta afsönnun þess er sköpunarsinnar halda fram um aldur jarðarinnar.  Landrekskenningin er á fullu á vedur.is á hverjum klukkutima og hraunlögin umhverfis borgina eiga hvert og eitt sína sögu sem lesa má úr bergi og gróðurþekjum.

Af hverju eiginlega?  Af því að þú heldur að eins og hlutirnir eru í dag, þannig hafa þeir alltaf verið?  Ég hefði nú vonað að sú krísa sem Ísland datt nýlega í hefði átt að opna augun á einhverjum fyrir því að ástandið getur breyst mjög hratt. Síðan þegar kemur að aldri akkúrat hnattarins sjálfs þá hef ég ekki sterkar skoðanir á því.

Gylfi
Um leið getum við lesið með áræðanlegum hætti aldur landsins og nokkur þúsund ár er afar stuttur jarðsögutími, og vel lesanlegur

Vill svo til að góður vinur minn er jarðfræðingur og hann les þetta allt öðru vísi. Þegar kemur að reynslu hérna á Íslandi þá er alltaf hið sama uppi á teningnum, allt gerist mjög hratt. Menn héldu að eitthvað tæki miljónir ára og síðan sjá þeir það gerast á nokkrum dögum. Sumir náttúrulega geta ekki lært af þannig einföldum lexíum af því að þeirra trú blindar þá.

Af hverju ertu síðan að ráðast á móti mér sem sköpunarsinna af því að ég segi að ég er ekki að kaupa þetta með endurholdgun?  Hvernig passar endurholdgun við þróunarkenninguna þar sem menn voru eitt sinn apalegar verur fyrir miljónum árum síðan?  Hver er það sem stýrir þessu svona og hvaða opinberun hefur viðkomandi gert?

Gylfi
Þá ætlaði ég ekki að móðga þig gagnvart einin trúariðkun, ég ber virðingu fyrir öllum sem sækja sér þroska til hverskonar andlegrar iðkunar en leyfi mér þó að gagnrýna að fólki sé hamlað að skoða sögusviðið vegna refsingarótta.

Ég upplifði ekkert móðgandi frá þér.  Þú virðist síðan hérna vera að rugla saman sannfæringu við að skoða sögusviðið; það er fátt sem ég geri meira af en að skoða trúarlegar hugmyndir og enn sem komið er þá hafa þær kannanir aðeins sannfært mig meira. Ég kem hérna fram algjörlega fyrir opnum tjöldum og leyfi öllum að gagnrýna mína trú eins og þeim listir.

Gylfi
Það sem skilur okkur að er að þú fæddist í umhverfi trúarsannleika og hefur barist fyrir réttlætingu hans með áberandi blogghætti.  Ég fæddist hinsvegar óbundinn og með spurningamerki sem tók mig tæp 30 ár að fá svar við.

Ég fæddist í fjöldskyldu þar sem pabbi minn var miklu frekar guðleysingi heldur eitthvað annað og mamma mín aðventisti.  Ég og systir mín urðum aðventistar en hin tvö syskyni mín urðu það ekki. Ég átti varla einn einasta vin sem tilheyrði kirkjunni þegar ég ólst upp. Svo að minnsta kosti fyrir mitt leiti þá hef ég kynnst nokkrum hliðum og hef valið þá hlið sem ég tel vera réttust.

Mofi, 14.7.2009 kl. 11:22

17 Smámynd: Mofi

Þór
Ég er mikið búin að reyna að fá klárt svar við því hver hafi sett í biblíuna þá setningu sem margir ríghalda í að ekki skuli ónáða þá látnu og einfaldasta svarið var að margir komu að skriftum og skoðanir því ekki alltaf þær sömu en þróun mannkyns verði ekki umflúin allt sé skrifað þar að lútandi og óbrjótanlegt lögmál??.Annað fæst ekki uppgefið því miður.

Hefur þú íhugað að kannski ertu að eiga samskipti við vonda anda?  Þ.e.a.s. ekki anda fólks sem dó heldur anda vera eða engla sem eru ekki svo góðir? Einhverjir sem vilja blekkja þig til þinnar eigin glötunnar?

Mofi, 14.7.2009 kl. 11:31

18 identicon

"Vill svo til að góður vinur minn er jarðfræðingur og hann les þetta allt öðru vísi."

Ef hann er háskólamenntaður jarðfræðingur þá hlýtur hann að vinna út frá þeirri vísindalegu þekkingu sem til staðar er, nema hann sé sköpunarsinni að reyna að réttlæta trúarskoðanir sínar en það er jú vel þekkt fyrirbæri.

Þá er óþarfi að blanda milljónum ára í umræðu um aldur jarðarinnar og sérstaklega hér á íslandinu góða með öll sín auðlesanlegu hraunlög.  Þá er landrekskenningin mjög vísindalegur hraðamælir sem uppfærist á nokkra min. fresti. á vef veðurstofunnar.

En hvað um það, einn góan dag skrepp ég til dáleiðara eða miðils og læt reyna á hæfileika þeirra og geri samanburð :)

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:19

19 Smámynd: Mofi

Þór, mín spurning var nú um andlegar blekkingar, hvort að þessir andar væru örugglega dáið fólk en ekki illir andar.

Gylfi
Ef hann er háskólamenntaður jarðfræðingur þá hlýtur hann að vinna út frá þeirri vísindalegu þekkingu sem til staðar er, nema hann sé sköpunarsinni að reyna að réttlæta trúarskoðanir sínar en það er jú vel þekkt fyrirbæri

Hann er sköpunarsinni sem vinnur út frá þeirri vísindalegu þekkingu sem er til staðar og fyrir mitt leiti styður það sköpun og syndaflóð og að hans mati líka.

Gylfi
Þá er landrekskenningin mjög vísindalegur hraðamælir sem uppfærist á nokkra min. fresti. á vef veðurstofunnar

Já, en sérðu hvað það er kjánalegt að halda að þessi hraði hafi alltaf verið sá sami? 

Gylfi
En hvað um það, einn góan dag skrepp ég til dáleiðara eða miðils og læt reyna á hæfileika þeirra og geri samanburð :)

Hljómar mjög vísindalegt :)   ehem... endilega láttu mig vita hvað kemur út úr því!

Mofi, 14.7.2009 kl. 16:09

20 identicon

Það er töluverður munur á sköpunarsinna í hlutverki jarðfræðings og annara því trúarsannfæring er eins og alkóhólismi, hún rænir menn ákveðinni dómgreind við mat sitt á aðstæðum og lætur leitina liggja í flöskuna þótt öll rök hnígi á móti því.  Þannig bara er það Mofi og það er engin tilviljun að öfgafullir söfnuðir eru þett setnir alkóhólistum sem hreinlega skiptu um vímuefni, sem getur reyndar verið kostur en fólk er engu að síður með sömu gömlu þráhyggjugeðveiluna til staðar.

Og hummið þitt varðandi fyrrilífsrannsóknir set ég til hliðar Mofi, kíktu t.d. á síðuna hans Sigurfreys sem gerði hið sama og endalaust er hægt að telja upp svona dæmi 

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 01:38

21 Smámynd: Mofi

Gylfi
Það er töluverður munur á sköpunarsinna í hlutverki jarðfræðings og annara því trúarsannfæring er eins og alkóhólismi, hún rænir menn ákveðinni dómgreind við mat sitt á aðstæðum og lætur leitina liggja í flöskuna þótt öll rök hnígi á móti því

Af hverju heldur þú að hið sama geti ekki gilt um þá sem aðhyllast þróunarkenninguna eða guðleysi?

Gylfi
Og hummið þitt varðandi fyrrilífsrannsóknir set ég til hliðar Mofi, kíktu t.d. á síðuna hans Sigurfreys sem gerði hið sama og endalaust er hægt að telja upp svona dæmi 

Virðist vera full ástæða að gera enn aðra grein um endurholdgun, ég sem hélt að þetta væri fljót afgreitt þar sem það gætu varla verið margir sem aðhylltust þetta. Hef samt ekki enn séð svör og rök við þeim spurningum sem ég kom með í greininni.

Mofi, 15.7.2009 kl. 11:06

22 identicon

Mörg landssvæði í heiminum fá sterkari skjálfta heldur en önnur en ekki hef ég fundið landfræðilega skýringu vísindamanna á því.

Þá hefur þú nú ekki leitað mjög vel Þór minn...

Cicero (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 13:47

23 identicon

Um 41% íslendinga trúa á endurholdgun Mofi sem eru í raun einhver merkilegustu trúartíðindi seinni ára en þær tölur eru byggðar á könnun Dr. Erlends.

Þá er hér ágætis fróðleikur frá Dr. Ian Stevenson sem hefur unnið með Haraldi.

Trú á endurholdgun getur haldist nokkuð í hendur við sálnaaldur þjóða og hann er metinn mjög hár hérlendis.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 16:25

24 identicon

Unnið með Erlend vildi ég sagt hafa

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 16:30

25 Smámynd: Mofi

Gylfi
Trú á endurholdgun getur haldist nokkuð í hendur við sálnaaldur þjóða og hann er metinn mjög hár hérlendis.

Hvernig glímir þú við það að það eru til fleiri einstaklingar í dag en hafa verið til?  Hver er það sem skipurleggur þetta sálnaflakk eiginlega að þínu mati?

Mofi, 16.7.2009 kl. 11:47

26 identicon

Endurholdgun; hið mikla álitamál?

Hvað segir Kristindómurinn?

Til þess að hver sem á mig trúir; glatist ekki; heldur hafi EILÍFT LÍF?

(Hvað haldið þið að sé átt við með því; annað en að sálartetrið fæðist aftur og aftur)?

Fólk þarf ekki endilega að trúa á Búdda og alla þá umgjörð til að trúa því að sálin fæðist aftur og aftur.Nægir þá að nefna t.d. Edgar Cayce og hans bækur, Mikael-fræðin og margar fleiri.

En vil fólk fæðast aftur og aftur? hafa menn velt því fyrir sér?Hvert ætti loka takmarkið að vera?

Að sá sigri sem deyr feitastur/ríkastur? Eða sá sem hefur sterkustu áruna í kringum sig/er heilagastur?

Mætti líkja jörðinni við skóla þar sem allir jarðarbúar eru nemendur en bara í mismunandi bekkjum?

Hérna er kannski hægt að sjá bekkjarkerfið/heildar-myndina/tilganginn í raun og veru:

www.michaelteachings.com/michael-handbook.htm

Ps. Ég vil frekar líta á lífið sem stiga/lóðrétt frekar en hringrás.

Sálartetrið fæðist aftur og aftur en þokast alltaf eitthvað aðeins upp á við í þroska.

Loka-takmarkið er því ekki að dýrka Krist; heldur að gera það sama og hann

=þá mætti kannski segja að þú værir útskrifaður úr skóla lífsins; ef þú gætir gert þau kraftaverk sem hann gerði.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 10:14

27 identicon

Hvaðan koma sálirnar?

Ég vil líkja sálum okkar við vatnsdropa,

Leið vatnsdropans niður á jörðina er okkar æviskeið;

Lendingin er dauðinn;

En síðan gufar vatnið UPP og "fer til himna".

Þar blandast vatnsdroparnir saman og falla síðan aftur til jarðar.

Eins er það með sálina:

Samkvæmt mínum fræðum að þá geta jafnvel margar sálir sameinast um að fæðast sem einn einstaklingur /ein sál á jörðu; t.d. ef þær vilja allar upplifa það sama.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband