Höfum við eilífa sál? Biblían segir nei.

soul_bodyÁ Omega sagði Gunnar í krossinum þegar hann var að svara spurningum lesanda að við höfum eilífa sál en er þetta satt?  Það kann að koma mörgum á óvart en að Biblían segir ekki einu sinni að sálin er eilíf eða ódauðleg.

Í Biblíunni er orð sem tala um ódauðleika en aldrei lýsa þau mönnum eða sálum sem ódauðlegum.  Nokkrum sinnum er talað um Guð og þá tekið sérstaklega fram að aðeins Guð er ódauðlegur og í öðrum tilfellum er talað um þá sem endurfæddust og öðlast eilíft líf sem fá ódauðleika sem gjöf frá Guði.  Hérna eru þessi vers:

Fyrra Tímóteusarbréf 1
17Konungi eilífðar, ódauðlegum, ósýnilegum, einum Guði sé heiður og dýrð um aldir alda. Amen

Rómverjabréfið 2
6Hann mun gjalda sérhverjum eftir verkum hans, 7þeim eilíft líf sem leita vegsemdar, heiðurs og ódauðleika með staðfestu sinni í góðri breytni 8en reiði og óvild hinum sem stjórnast af eigingirni, óhlýðnast sannleikanum en þjóna ranglætinu.

Fyrra Korintubréf 15
53Forgengilegir og dauðlegir líkamir okkar eiga að breytast í óforgengilega líkami sem dauðinn nær ekki til.
54En þegar það gerist og hið forgengilega breytist og verður ódauðlegt, þá rætist það sem ritað er:
Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.

Fyrra Tímóteusarbréf 6
16Hann einn er ódauðlegur og býr í því ljósi sem enginn fær nálgast, hann sem enginn maður leit né litið getur. Honum sé heiður og eilífur máttur. Amen.

Síðara Tímóteusarbréf 1
9Hann hefur frelsað okkur og kallað heilagri köllun, ekki vegna verka okkar heldur eftir eigin ákvörðun og náð sem okkur var gefin frá eilífum tímum í Kristi Jesú 10en hefur nú birst við komu frelsara vors, Krists Jesú. Hann afmáði dauðann en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu

Eins og við sjáum á þessum versum þá er annað hvort um að ræða lýsingu á Guði eða lýsingu á gjöf Guðs til þeirra sem öðlast guðsríki.  Við sáum í versunum í fyrra Kórintubréfi 15 að menn eru dauðlegir en við endurkomuna þá öðlast fylgjendur Krists nýjan líkama sem er ódauðlegur. Að tala um menn og þeirra sál sem dauðlega er eitthvað sem við sjáum í gegnum alla Biblíuna. Gott dæmi um slíkt er að finna í Esekíel.

Esekíel 18 
20 Sú sál sem syndgar skal deyja 

Í Opinberunarbókinni er fjallað um hvernig þetta verður á hinni nýju jörð þá verður tré lífsins sem þeir sem verða á hinni nýju jörð verða að borða af til að halda áfram að lifa. Augljóslega af þessu þá eru þeir sem eru ekki á hinni nýju jörð þá hafa þeir ekki aðgang að þessu tré og þar af leiðandi hafa ekki líf.

Opinberunarbókin 21
6Og hann sagði við mig: „Það er fram komið. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns

martin-lutherÞað er líka áhugavert hvað margir af siðbóta mönnunum trúðu varðandi þessa spurningu. Hérna er það sem Martein Luther trúði:

E. Petavel, The Problem of Immortality, page 255
The theory of the immortality of the soul was one of those false doctrines that Rome, borrowing from paganism, incorporated into the religion of Christendom. Martin Luther classed it with the "monstrous fables that form part of the Roman dunghill of decretals.

 

 

 

Annar siðbóta maður sagði þetta:

William Tyndale, 1484-1536, þýddi Biblíuna yfir á ensku og dó fyrir það
tyndale2The true faith setteth forth the ressurrection... the heathen philosophers, denying that, did set forth that souls did for ever live. And the pope joineth the spiritual doctrine of Christ with the fleshly doctrine of philosophers together; things so contrary that they cannot agree, no more than the spirit and the flesh do in a Christian man. And because the fleshly minded pope consenteth unto heathen doctrine, therefore he corrupteth the scripture to stablish it.

Ástæðan fyrir því að þetta skiptir mig máli er að þessi hugmynd um eilífa sál er grundvöllurinn fyrir hugmyndinni um eilífar kvalir í helvíti sem gerir Guð að versta skrímsli sem hugsast getur og  því miður kenna sumar kirkjur það og þar á meðal Gunnar í krossinum.

Góðar síður sem fjalla ýtarlegra um þetta mál:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öll erum við neistar af hinu guðlega báli Mofi minn sem þroskumst í gegnum tilveruskeið þau er við kjósum oss til þroska, eða svo segja hin fornu yoga fræði sem eru eiginlega vel rökstudd af miklum fjölda einstaklinga sem hafa stigið fram með mjög sannfærandi frásagnir af endurholdgun sinni.

Esekíel 18 
20 Sú sál sem syndgar skal deyja 

Þessi setning er t.d. dæmi um algjört tilgangsleysi því til hvers að ganga þroskabraut undir slíkum viðurlögum.  Á hið brennda barn að fuðra upp í endalausu helvíti í stað þess að læra að forðast eldinn.

Ég held að það væri miklu nær að fá hin ýmsu sálarrannsóknarfélög til að útskýra þessa hluti því þeim ber a.m.k. betur saman um hin andlegu mál en mismunandi bilbútúlkendum sem hafa úr svo takmörkuðu rannsóknarhráefni að spila.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 02:24

2 Smámynd: Mofi

Gylfi
Öll erum við neistar af hinu guðlega báli Mofi minn sem þroskumst í gegnum tilveruskeið þau er við kjósum oss til þroska, 

Bara til að fá það á hreint Gylfi, trúir þú þá á Guð?

Telur þú að það er gott þegar börnum er nauðgað? Þegar unglingar eru pyntaðir og drepnir?

Hvaða einstaklinar eða einstakling er það hérna sem þú ert til í að setja traust þitt á?

Gylfi
Þessi setning er t.d. dæmi um algjört tilgangsleysi því til hvers að ganga þroskabraut undir slíkum viðurlögum

Þetta snýst um deiluna miklu milli góðs og ills. Það mun koma sá dagur sem Guð mun útrýma allri illsku og þessi setning þarna er í rauninni yfirlýsing á því sem við þegar vitum, við sem lifum munum deyja.

Gylfi
Á hið brennda barn að fuðra upp í endalausu helvíti í stað þess að læra að forðast eldinn

Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þessa færslu er vegna þess að þessi kenning um eilífa sál er grundvöllurinn fyrir kenningunni um helvíti og eilífum kvölum syndara sem fara þangað. Ég er einmitt að andmæla slíku. Við fáum alveg nógan tíma á þessari jörð til að læra helling og taka okkar ákvörðun; þegar Guð leyfir einhverjum að deyja þá er viðkomandi búinn að taka sína ákvörðun og hún myndi ekkert breytast þó að hann fengi að lifa í þúsund ár í viðbót.

Mofi, 4.7.2009 kl. 11:21

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

woops hvað það er erfitt að melta þetta allt set sjálvirka blokkstýringu á í augnablikunu Mofi minn

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 4.7.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Maðurinn er búinn til úr líkama sál og anda. Allir vita að líkaminn deyr á til settum tíma og eyðist. Biblían talar oft um sál sem líkama. Guð gaf andann og hann hverfur aftur til hans, þegar við deyjum eða sofnum. Sálin aftur á móti þarf að fara til dóms, því að í henni er vilji okkar og tilfinningar.

1. Kor 7:1 talar um að við eigum að hreinsa líkama okkar og sál af allri saurgun. Andinn saurgast ekki heldur líkaminn og sálinn.

1. Kor 14:45 segir að hinn fyrsti maður hafi orðið að lifandi sál, en hinn síðari Adam að lífgandi anda. Okkur einnig sagt að hold og blóð muni ekki erfa Guðs ríkið.

Þannig að sálin verður dæmd, til eilífs lífs eða til tortímingar. Aðeins Jesús frá Nasaret hafði lífgandi anda, enda er hann Guð.

Sálin eða maðurinn tekur afstöðu með eða á móti Guði á meðan hann er hér á jörðu, eftir dauðann er aðeins dómur.

Aðalbjörn Leifsson, 4.7.2009 kl. 13:41

5 Smámynd: Mofi

Tara
woops hvað það er erfitt að melta þetta allt set sjálvirka blokkstýringu á í augnablikunu Mofi minn

Hmmm :)    ekki átti ég von á því að þetta myndi vekja einhver viðbrögð hjá þér. Hélt að þetta væri mjög saklaust, aðeins spíritistar og sumar kirkjur gætu verið mér ósammála.

Aðalbjörn, þetta var vel sett fram, krystaltært að mínu mati.

Mofi, 4.7.2009 kl. 13:50

6 Smámynd: Jóhann Hauksson

Maðurinn er líkami og sál. Sálin getur ekki lifað án líkama né líkaminn án sálar sem er lífsandi Guðs, sem hann blés í  líkama Adams og Adam varð lifandi sál. Við dauðann hverfur lífsandinn aftur til Guðs sem gaf hann í upphafi. Maðurinn getur ekki aftur orðið lifandi sál nema að fá nýjan líkama og lífsanda frá Guði.

Jóhann Hauksson, 4.7.2009 kl. 21:27

7 identicon

Mofi, löngu fyrir daga biblíunnar voru vitrir menn búnir að skilgreina guð og lögmálin sem lífshlaup okkar um gengur og vísindin færast nær og nær þeim sannleika á meðan þúsundir trúarbragða, hvert með sinn sannleika, eru föst í þröngsýni, keyrð áfram af ótta.

Ef þig langar að fræðast um endurholdgun skalu bara nýta þær upplýsingar sem liggja fyrir frá þeim sem beita dáleiðslu á vísindalegum grunni.  Þar er að finna bæði niðurstöður sem eru óumdeilanegri og áræðanlegri en nokkur trúbók, líka Biblían.

Öll trúarbrögð nýta sér lögmálin að einhverju marki í gagnum t.d. bænina en flest bókstafstrúarfólk lætur hlekkja sig andlega við kreðsur sem eiga jú heimsmet í að valda manntjóni.

 Var það kannski ætlun Guðs, er það eðlileg afleiðing fullkominnar bókar?

Æ Mofi, þú ert svo fín sál, farðu að hugsa útúr boxinu sem þér var kennt að hangsa innan því þú hlýtur að fara að verða uppiskroppa með réttlætingar gagnvart ófullkomnum trúarbrögðum

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 02:50

8 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég er óútreiknanleg Mofi minn, gef aldrei allt upp, finnst stundum betra að hugsa bara

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 5.7.2009 kl. 07:13

9 Smámynd: Mofi

Gylfi, fyrir mig þá er endurholgun órökrétt og í öðru lagi þá ef hún er röng og Biblían rétt þá munt þú glatast að eilífu. Ef hún er rétt og ég hef rangt fyrir mér þá skiptir það engu máli því þá erum við báðir í góðum málum. Þín skoðun hérna er síðan flokkað sem trúarbrögð en endurholgun er í búddisma og hindúisma. En, mig langar að skrifa sér færslu um endurholgun og rökræða hana þar því þessi þráður er um hvað Biblían segir um hvort að sálin er ódauðleg.

Tara, ekki vera feimin :)    Fyndið þegar ég sá athugasemdina þína í "stjórnklefanum" þá sá ég "Tarawoops". Kannski skyld Tiger Woods?  Tara woods hljómar vel :)

Mofi, 5.7.2009 kl. 12:21

10 identicon

Endilega Mofi. það yrðu gaman að sjá svona pælinga frá þér en fyrir mér þá er þroski rökréttur og endurholdgun enn rökréttari aðferð til að ná honum.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 13:18

11 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Woods!! Komstu nú upp um mig! Láttu þetta ekki fara lengra

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 6.7.2009 kl. 06:56

12 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Svo ég blandi mér inn í snúninga ólíkra dansara þá var mikið fjallað um endurholdgun í frumkirkjunni og má sjá mörg dæmi þess í Biblíunni.  Fyrst þú ætlar að skrifa um þetta þá bendi ég á nokkur:

Mal 3.23, Matt 11.14, Matt 17,12.

Raunar fjallar Biblían ekki svo mikið um þetta beinum orðum, ekki frekar en um ódauðleika sálarinnar.  En þótt við göngum út frá sole Scriptura er þarna um álitamál að ræða sem þó, vel að merkja, kreddur guðfræðinnar leggja ekki blessun sína yfir. 

Ragnar Kristján Gestsson, 6.7.2009 kl. 09:25

13 identicon

Ég held nú ekki að þessi vers um Elía séu að tala um endurholdgun.

 Elía dó ekki í þeirri venulegu merkingu: "En er þeir héldu áfram og voru að tala saman, þá kom allt í einu eldlegur vagn og eldlegir hestar og skildu þá að, og Elía fór til himins í stormviðri." 2. kon 2.11

Ekkert óeðlilegt að búast við honum aftur.

Andri (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 23:51

14 identicon

heb 9.27:

"Og eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm"

Einhverntíma verður Elía að deyja.

Andri (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 23:53

15 Smámynd: Mofi

Takk Ragnar og Andri. Varðandi Elía þá held ég að verði ekki að deyja, af hverju ætti hann sem er kominn til himna að þurfa að deyja?  Alveg eins sjáum við að þeir sem verða á lífi þegar Kristur kemur aftur munu ekki deyja heldur umbreytast en fyrir flesta sem lifa þá liggur það fyrir þeim að lifa og deyja og síðan dómurinn.

Mofi, 13.7.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband