Vandamálið er ekki miljarður Evra sem lagður inn á Icesave

Að það hafi verið lagðir inn miljarður af Evrum inn á reikninga Landsbankans er ekki vandamálið heldur hvað varð um þá. Það hlýtur hreinlega að vera glæpsamlegt að taka þá peninga og lána þannig að við eigum ekki séns að ná í þá til baka. Ég myndi líta á það sem algjöran þjófnað ef ég myndi láta vin minn fá pening til að geyma og hann spanderar honum einn tveir og þrír og mér er sagt að ég fái peninginn aldrei aftur.

Það þarf að rannsaka það sem glæpamál hvað var gert við þessa peninga og ef má segja að einhver beri ábyrgð á þessu þá á að taka af honum allt sem hann á; það er það minnsta sem hægt er að gera við þá sem gerðu landið nærri því gjaldþrota.


mbl.is Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: helgason

Bankar eru ekki geymsluhólf: http://en.wikipedia.org/wiki/Fractional-reserve_banking. Bindiskyldan fyrir innlán hérlendis er 0-2%, sjá http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=5855bf1a-b655-409b-af10-16bc7b987719, 4.grein

helgason, 2.7.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: Mofi

Helgi, ég veit það vel en þeir eiga heldur ekki að vera svarthol. Það sem mér finnst vera glæpsamlegt er hve hratt þessir peningar voru lánaðir út og hve erfitt það er að fá þá til baka. Mér finnst að við þurfum að vita hverjir fengu þessa peninga og hvað stendur í vegi fyrir því að við fáum þá til baka.

Mofi, 2.7.2009 kl. 13:18

3 Smámynd: Mama G

Stór hluti af eignum Landsbankans sem eiga að fara upp í ICESAVE skuldina eru einmitt útlán. Það er ekkert ógjörningur að fá þær eignir til baka, þær skila sér bara ekki hraðar en lánasamningarnir segja til um.

Svo er væntanlega eitthvað af þessum peningum óendurheimtanlegt af því að skuldunautar Landsbankans eru farnir á hausinn, þá er náttúrulega ekki von á neinni endurgreiðslu.

Mama G, 2.7.2009 kl. 14:56

4 Smámynd: Mofi

Mama G, góðir punktar hjá þér.  Það sem er líklegast mest áhugaverðast hérna er hverjir fóru á hausinn og hvort það hafi verið glæpsamlegt að lána þeim.

Mofi, 2.7.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband