24.6.2009 | 16:15
Íslenska krónan til bjargar!
Eftir hrun bankanna þá heyrðust háværar raddir sem gagnrýndu íslensku krónuna. Eins og núverandi vandamál væru eitthvað henni að kenna. Sömu raddir tala um Evruna sem riddarann á hvíta hestinum sem mun bjarga Íslandi.
Eitthvað finnst mér þeir sem svona tala ekki skilja hlutverk peninga en þeirra hlutverk er aðeins að auðvelda fólki að skiptast á vörum; afskaplega einfalt.
Í myndinni The Money Masters sem ég bloggaði um fyrir nokkru var þetta útskýrt, sjá: The Money Masters
Í gegnum aldirnar hefur það verið mikið baráttu mál hver fær að stjórna myndun peninga því sá sem stjórnar því hefur gífurleg völd. Hann getur t.d. stöðvað myndun peninga og búið þannig til skort á mörkuðum þangað til ýmis fyrirtæki lenda í greiðslu erfiðleikum og síðan keypt þau upp á góðu verði. Þannig getur viðkomandi aðili náð stjórn á fyrirtækjum og auðlindum.
Hvað myndi gerast ef íslensk efahagslíf gengi fyrir evrum? Það fer allt eftir því hve mikið af evrum við gætum fengið. Ef við fengjum of fáar ( sem er lang líklegasta útkoman ) þá myndi íslenskt samfélag stirna upp eins og vél án olíu. Atvinnuleysi myndi aukast eins og við sjáum gerast í mörgum löndum í kringum okkur og menn ættu í erfiðleikum með að kaupa og selja því að peningar væru af svo skornum skammti.
Nei, höldum í íslensku krónuna; að stjórna útgáfu okkar eigin peninga getur hjálpað okkur mjög mikið í gegnum þessa erfiðleika.
Spá 9,9% atvinnuleysi næsta ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það fer allt eftir því hve mikið af evrum við gætum fengið. Ef við fengjum of fáar ( sem er lang líklegasta útkoman )
Nei, höldum í íslensku krónuna; að stjórna útgáfu okkar eigin peninga getur hjálpað okkur mjög mikið í gegnum þessa erfiðleika.
Og þú svarar þessu svo best sjálfur
Eitthvað finnst mér þeir sem svona tala ekki skilja hlutverk peninga
Staðreyndin er sú að við þurfum að nota gjaldmiðla annarra landa í viðskiptum við önnur lönd, þannig að á meðan þín lausn inniheldur ekki að hætta öllum gjaldeyrisviðskiptum þá gengur hún ekki upp
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 21:20
Sigmar, ég er nú ekki að stinga upp á neinu nýju, þetta er staðan sem við erum í, við erum með íslensku krónuna.
Mofi, 25.6.2009 kl. 10:32
Ég veit að þú ert ekki að stinga upp á neinu nýjy....
Þessi röksemdarfærsla er samt algjört bull, þó að við séum að nota íslensku krónuna þá getum við ekkert prentað peninga eftir þörfum.
Og það hvað við fengjum margar evrur ef við myndum skipta skiptir heldur afar litlu máli við hlið þeirrar staðreyndar að vera þá kominn með stöðugan gjaldmiðil
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:03
Og, svo yrði enginn sem ákvæði hvað ísland fengi mikið af evrum, nema kannski í upphafi. Evrur myndu síðan streyma inn og út úr landinu, alveg eins og krónur og gjaldeyrir gerir í dag, við innfluttning og útfluttning á vörum.
Reyndar sveiflast evran eins og aðrir gjaldmiðlar, en í viðskiptum tveggja landa sem eru bæði með sama gjaldeyrin eru engar gjaldeyrisveiflur.
Svo er það fynda við þetta mál allt að þegar við næðum að uppfylla skilyrði fyrir því að ganga í myntbandalagið og taka upp Evruna þá þurfum við í raun ekki á henni að halda því ástandið væri orðið stöðugt og gott aftur.
Arnar, 25.6.2009 kl. 16:23
Jæja Dóri minn, nú kom e-ð að viti uppúr þér! hehe...
Vel gert að birta þessa mynd með Jefferson, þú hittir naglann algerlega á höfuðið.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2009 kl. 11:18
Sigmar, við höfum nú getað stjórnað heilmiklu varðandi krónuna hingað til.
Arnar, ég mæli með því að þú horfir á myndina sem ég benti á í færslunni, The Money Masters.
Haukur, ég veit að þú ert búinn að bíða lengi eftir því :) Setningin frá Jerrerson er mjög mögnuð, sló mig þegar ég las hana fyrst.
Mofi, 26.6.2009 kl. 18:02
Halldór... það er ekki heil brú í því sem þú ert að segja
Við getum ekki stjórnað genginu á henni og við getum ekki prentað peninga eftir þörfum
Þú hefur mjög augljóslega ekki hugmynd um hvað þú ert að tala
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 20:23
Sigmar, horfðu bara á myndina til að fá smá hugmynd um hvað ég er að tala um.
Mofi, 27.6.2009 kl. 09:46
Sigmar, hvað heldur þú að Jefferson hafi verið að meina í tilvitnuninni sem fylgir færslunni? Heldur þú að enginn er að hafa áhrif á gengi íslensku krónunnar í dag? Veistu að Bandaríkin prenta peninga eftir þörfum?
Mofi, 27.6.2009 kl. 09:50
Ég veit alveg hvað stendur við þessa mynd og skil það fullkomlega.
Munurinn á okkur og Bandaríkjamönnum er sá að þeirra erlendu skuldir og erlendu viðskipti eru að mestu í þeirra eigin gjaldmiðli, þeir geta því leyft sér það að prenta peninga nánast eftir þörfum - en það hefur það í för með sér að gildi gjaldmiðilsins minnkar gagnvart öðrum.
Til þess að ríki geti prentað út peninga þá þurfa þau að hafa eitthvað þar á baki, eitthvað sem þú virðist ekki alveg átta þig á
einusinni var það þannig að ríki söfnuðu gullforða og það hvað þau átti mikið af gulli ákvarðaði svo hversu mikið af peningum þeir gátu gefið út....
Ég ætla svo að biðja þig í guðanna bænum að vera ekki að byggja þekkingu þína um þetta efni á Zeitgeist og öðrum myndum í svipuðum dúr.
Ég ætla ekki að taka að mér einhverja kennslu fyrir þig enda hef ég hvorki til þess tíma eða þekkingu - en ég ætla að segja þér að þú hefur ekki nægilega þekkingu á efninu
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 10:55
Sigmar, svo þú skilur það fullkomlega. Það vantar ekki. Þú samt gast ekki svarað þessum einföldu spurningum. Auðvitað ef þú prentar meira af peningum þá minnkar verðgildi gjaldmiðilsins og hið sama myndi gerast með íslensku krónuna; dollarinn er ekki einhver galdra gjaldmiðill sem þetta gerist bara með og íslenska krónan einhvern veginn öðru vísi.
Ég viðurkenni vel að ég hef ekki nægilega mikla þekkingu á þessu efni en það er nú sem betur þannig í okkar samfélagi að fólk má tjá sig og hafa skoðanir án þess að hafa doktors gráður í viðeigandi fagi. Ef ég væri að segja að íslenska krónan væri gagnslaus og við þurftum að losa okkur við hana; hefði ég þá nægilega mikla þekkingu á þessu máli að þínu mati?
Málið er að gjaldmiðill þjónar þeim tilgangi að auðvelda vöruskipti, hvort sem það er vara eða vinna. Ef það vantar peninga í samfélagið þá stirnar allt þetta upp og kaupmenn sitja uppi með vörur sem þeir geta ekki selt og aðrir sitja heima því að enginn getur látið þá fá peninga fyrir þeirra vinnu.
Með því að stjórna okkar eigin gjaldmiðli getum við haft mikil áhrif á þetta en ef við erum með evrur og það vantar evrur inn í landið þá stífnar allt hagkerfið upp og við sitjum uppi með t.d. mikið atvinnuleysi.
Mofi, 27.6.2009 kl. 16:02
Bandaríkjastjórn eða Seðlabankinn sér um prentun seðla og að slá mynt, en það eru einkareknir bankar sem búa til peninga með sérstakri bókfærslu. Veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því, en bankakerfi nútímans starfar í raun andstætt þeim lögmálum sem koma fram í Biblíunni. Þar er lánastarfsemi litinn hornauga, þar segir til dæmis að enginn ætti að lána peninga með vöxtum (raunar bókstaflega verið að tala um að gyðingur ætti ekki að lána gyðing peninga með vöxtum). Eins og peningar eru búnir til í dag, eru innbyggðir vextir í sjálfum peningunum. Þ.e. þeir eru í raun ekki bara tæki til þess að auðvelda vöruskipti, heldur eru þetta skuldbréf með vöxtum (sbr. nafnið bill á ensku yfir seðla). Allt peningakerfi nútímans og bankakerfi starfar í reynd andstætt þeim lögmálum sem boðuð eru í Biblíunni, hafðir þú tekið eftir því?
Zaraþústra, 27.6.2009 kl. 23:35
Zaraþústra, aðeins eitt af mörgu í okkar samfélagi sem er ekki að fyrirmynd Biblíunnar. Skuldabréf þjóna í rauninni sama tilgangi, þ.e.a.s. að auðvelda viðskipti því að einhver sem vill stunda viðskipti vantar pening til að gera það á meðan einhver annar á pening sem hann þarf ekki til að stunda viðskipti og þá er betra að lána peninginn heldur en að gera ekkert við hann.
Mofi, 28.6.2009 kl. 10:53
dollarinn er ekki einhver galdra gjaldmiðill
Nei, hann er það ekki, hinsvegar geta BNA menn greitt sína erlendu reikninga í dollurum, við hinsvegar þurfum erlendan gjaldeyri til að gera það sama, við borgum ekki í krónum
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 17:19
Mofi, já, taktu eftir að ég sagði skuldabréf með vöxtum. Það er sjálfsagt að lána peninga sem maður hefur enga þörf fyrir í augnablikinu, ég lánaði til að mynda félaga mínum sem 10.000 krónur um daginn og sé enga ástæðu til þess að rukka hann um vexti.
Athugum hver rökin eru fyrir því að heimta vexti. Þau eru tvíþætt; (a) sá sem lánar pening getur ekki notað hann sjálfur og vextirnir eru eins konar sárabætur og (b) hann tekur alltaf þá áhættu að fá ekki peningana til baka og ætti því að fá vexti borgaða vegna þessa.
Mér þykir þessar ástæður í flestum tilfellum einfaldlega ekki eiga við. Þeir sem lána peninga gera það yfirleitt vegna þess að þeir hafa ekkert annað við þá að gera, það er því fráleitt að nota það sem rök að þeir missi af öðrum fjárfestingartækifærum, það var í raun lántakinn sem bauð fjárfestingartækifæri þegar ekkert annað bauðst lánadrottninum. Hvað fær hann fyrir viðvikið? Seinni rökinn eiga við, en þá ættu þetta í raun að vera trggingargjald fremur en vextir af höfuðsstólnum sem miðast við þá áhættu sem tekinn er. Það virðist reyndar ekki vera gríðarlegur munur á þessu tvennu en ef við skoðum vaxtalausa banka, þá sést að raunvextir þeirra lána eru yfirleitt margfalt lægri. Svo er það reyndar staðreynd, sem ekki er metinn til fjár, að lánaveitingar til þeirra sem þurfa fjármagn eru þegar á heildina er litið góðar fyrir samfélagið og sá sem veitir lánið nýtur góðs af því.
Gott dæmi um banka sem veitir vaxtalaus lán er JAK Medlemsbank í Svíðþjóð (jak.se). Þarna er bankakerfi sem þjónar samfélaginu, það hvetur til sparnaðar en slíkan hvata hefur vantað í íslenskt samfélag sérstaklega og veitir lán sem auðvelt er að standa undir. Ég vildi gjarnan að Íslendingar veittu þessari bankastarfsemi athygli, þarna er hver viðskiptamaður bankans hluthafi í sjálfu fyrirtækinu og enginn einn hluthafi er ráðandi, auk þess sem enginn arður er greiddur af hlutabréfunum. Bankinn er því aðeins rekinn í þeim tilgangi að veita þeim lán sem á þurfa að halda og hvetja hina, sem síðar gætu þurft á láni að halda, til þess að spara peninga.
Zaraþústra, 1.7.2009 kl. 00:29
Zaraþústra, mjög forvitnilegt og sammála að þarna er dæmi um banka sem íslendingar ættu að veita athygli og læra eitthvað af. Kannski gætum við haft einn ríkisbanka sem sinnir svona starfi; er til, til þess að bæta samfélagið. Þú ættir að skrifa blogg grein um þennan banka; ég myndi lesa með miklum áhuga.
Mofi, 1.7.2009 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.