22.6.2009 | 11:53
Hver vill lifa að eilífu?
Þessi hjú fá prik fyrir eldmóð og áhuga en þessi framkvæmd tókst ekkert voðalega vel upp. Þau munu örugglega fá að heyra brandara um þetta atvik það sem eftir er af þeirra lífi.
Þessi frétt lét mig hugsa um atriði sem virðist angra marga sem er að lifa að eilífu. Þeim finnst óhugnanlegt að lifa að eilífu. Rökin eru þannig að eftir miljón ár þá hlýtur maður að vera orðinn mjög leiður á því að gera hið sama aftur og aftur.
Þegar ég hugsa um það sem mér finnst gaman að gera þá dugar þessi stutta æfi engan veginn. Þessi æfi dugar ekki einu sinni til að ferðast almennilega um þessa jörð, hvað þá að fá að skoða eitthvað af alheiminum. Síðan er þetta líf undirokað af sligandi vinnu þar sem tiltuglega lítill tími er til að njóta lífsins og síðan bætist ofan á það að lang flestir geta ekki gert það sem maður dreymir um vegna þess að það er of dýrt.
Prófaðu síðan að hugsa um hvað þig hlakkar til í þessari viku. Er það sem þig hlakkar til eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður? Fyrir utan það þá trúi ég að Guð muni skapa eitthvað nýtt og forvitnilegt að eilífu.
Vinur minn er prestur og hann er oft að heimsækja fólk á elliheimilum, þeir sem eru alveg að fara að yfirgefa þennan heim. Hann sagði að allir sem hann talaði við vildu fá meiri tíma og hvað þá þrótt æskunnar aftur.
Það væri hræðilega sorglegt að einhver hafnaði himnum vegna þess að hann er hræddur um að leiðast einhvern tímann.
Kynlífið endaði með ósköpum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst merkilegt að þú skulir halda að eftir eitt vesælt jarðlíf eigi hinn útvaldi að fá að dandalast í einhverju sem þú lýsir eins og guðlegu Disney-landi um alla eilífð.
Er það ekki dálítið stuttur adragandi að eilífðar-umbun?
Ég þyrfti a trúa á einhvert endurholdgunarferli til að finnast þetta ganga upp. Þó er reyndar eitthvað langt alltaf jafn lítið í hlutfalli við eilífðina...
Nei, þetta gengur ekki upp Mofi, þetta er bara fyndið.
Ég lofa þér því að þú ert ekki að fara neitt annað en ég eftir dauðann - ætli við endum ekki báðir í dásamlega rólegu og afslöppuðu tilvistarleysi.
Kristinn Theódórsson, 22.6.2009 kl. 12:31
Þetta líf dugar til að maður taki ákvörðun; iðrist og velji að fylgja Guði og Hans lögum.
Ef þú hefur rangt fyrir þér þá ertu að tapa öllu eða glata sjálfum sér; ef þú hefur rétt fyrir þér þá tapa ég engu.
Mofi, 22.6.2009 kl. 12:53
Heh, og heldurðu að þau vilji lifa að eilífu með þetta jóke hangandi yfir sér hvert sem þau fara?
Mófi, þú áttar þig væntanlega á því að þú gætir (ef tæknin væri fyrir hendi) heimsótt allar stjörnuþokur, öll sólkerfi, allar plánetur, öll tungl og hvern einasta smá stein í himingeimnum sem hægt er að standa á.. tvisvar og eilífðin þín væri samt eftir.
Hvað ætlarðu að gera þegar þú ert búinn að gera ALLT.. og átt enþá eilífðina eftir.
Það er nú einstaklega barnalegt að halda að ef þú átt von á eilífu lífi að þú getir bara unnið til 67 og farið svo á eilíf eftirlaun?
Arnar, 22.6.2009 kl. 13:04
Það er ekki sjálfgefið að þetta veðmál guðs sé eins og þú lýsir Mofi. Það gæti allt eins verið að guð vilji aðeins fá þá sem hugsa sjálfstætt og lífi lífinu og velji að eyða lífinu í eitthvað annað en tilgangslausa tilbeiðslu á sig. Þannig að þú gætir allt eins verið að tapa öllu með því að trúa.
En Richard Dawkins lýsti þessu ágætlega.
Odie, 22.6.2009 kl. 13:17
Góður punktur :)
En sem betur fer þá fylgir hið slæma í þessu lífi ekki yfir í hið nýja líf.
Fá mér eitthvað gott að borða og skipuleggja næstu frábæru viku. Ég hef spilað fótbolta marg oft en mig samt hlakkar til næsta tækifæri til að spila. Ef ske kynni að ég fæ einhvern tíman leið á því þá er ég viss um að það er einhver önnur íþrótt eða áhugamál sem ég gæti sinnt. Fyrir utan að ég trúi að Guð muni halda áfram að skapa eitthvað nýtt sem mun gera lífið ánægjulegt.
Ég var aðeins að benda á að tíminn til þess að njóta þessa lífs er frekar takmarkaður. Síðan er alveg glatað að geta loksins slappað af og notið lífsins þegar maður er orðinn 67 ára og líkaminn orðinn frekar slappur.
Mofi, 22.6.2009 kl. 13:19
Odie, ég sé ekki hvernig tilbeiðsla á Guði tekur einhvern veginn frá þessu lífi; gefur mínu lífi meiri vídd og ánægju. Það sem er síðan trúverðugast í öllum þessum heimi eru orð Krists og þau toppa hugmyndir Dawkins hvenær sem er.
Mofi, 22.6.2009 kl. 13:22
Þetta eru reyndar mikið eldra og á rætur sínar að rekja til Pascal http://en.wikipedia.org/wiki/Pascal_wager.
Það sem þú missir er náttúrulega sú tímasóun sem þú eyðir í tilbeiðsluna og það sem mannfólkið missir er verra. Mannkynið trúir á nóg af hindurvitnum og guðstrúin er ein af þeim.
Þú ættir þá að taka mark á hinum guðunum en Óðin sagði
Odie, 22.6.2009 kl. 13:38
Odie, ekki alveg því að þarna er ég að benda á að lífið fyrir mig er betra í dag vegna minnar trúar alveg burtséð frá hvort að pascal veðmálið rætist.
Óðinn "sagði" margt forvitnilegt en þetta er einfaldlega rangt hjá honum. Orðstír sannarlega deyr merkilega fljótt. Það eru mjög fáir sem einhverjir muna eftir, aðeins örfá nöfn sem lifa af. Fyrir utan að hverjum er ekki sama þótt að einhverjir muna eftir sér þegar maður er löngu horfinn?
Taktu frekar mark á Kristi
Mofi, 22.6.2009 kl. 13:45
Hefurðu einhvern tíman heyrt 'Too good to be true'? Allt það góða og slæma sem þú upplifir mótar þig sem persónu og gerir þig að því sem þú ert. Fyrir utan það er þetta ótrúlega órökrétt: Mófi vaknar í eilífðinni og er búinn að gleyma því að maður brennir sig á eldi..
Borða hvað, þú ert búinn að smakka ALLT sem er hægt að éta í öllum heiminum.. og næsta frábæra vika fer í að gera það sama og þú gerðir í síðustu viku.. og vikuna þar á undan og allar vikur síðustu 1.000.000.000.0000.000.000.000 árinn.. og eilífðin er enþá öll eftir.
Ok, þetta sleppur. Boltabullur eru einfaldar sálir og geta hlaupið endalaust inn í eilífðina á eftir einum skoppandi bolta.. brjálað stuð.
Mófi: Fyrir utan að ég trúi að Guð muni halda áfram að skapa eitthvað nýtt sem mun gera lífið ánægjulegt.
Já einmitt. Samkvæmt þinni heimsmynd er heimurinn ~6000 ára gamall, það gera ~2.190.000 dagar.. og guðinn þinn notaði heila 6 daga til að skapa eitthvað. Guðinn þinn hefur notað ~0,0000003% af tímanum sem heimsmyndin þín hefur verið til í að skapa eitthvað.. fyrir utan það hefur ekkert til hans spurst í 2.000 ár, ef þú telur ekki með einstaka brennda ristabrauðssneið.
Trúin þín hefur tölfræðina ekki með sér..
Arnar, 22.6.2009 kl. 13:45
Ég veit ekki nákvæmlegu útfærsluna á þessu, eins og hve mikið maður mun muna af þessu lífi. Ekki beint eitthvað til að hafa áhyggjur af. Hver maður er breytist ekki; þó að kannski það sem mótaði mann er ekki lengur til staðar. Ekki frekar en málari þarf að halda áfram að mála mynd til áhrif hans haldist við.
Ef ég þarf að læra aftur að maður brennir sig á eldi þá gékk það vel í þessu lífi og verður örugglega auðvelt að muna það aftur ef það er staðan.
Jebb, hljómar alveg meiriháttar í mínum eyrum :)
Mig hlakkar til næstu helgar en er búinn að plana að grilla. Ég held að mig hlakki enn frekar til þess vegna þess að ég hef borðað grillmat áður og það var frábært en að ég er að fá að smakka mat sem ég hef aldrei smakkað áður.
Enda skapaði Guð allan alheiminn og líklegast óþarfi að skapa meira fyrr en það er komin þörf á því.
Ef þú værir alinn upp í kirkju þá myndir þú hreinlega venjast því að heyra sögur af fólki sem upplifði kraftaverk. Bara síðustu helgi heyrði ég ræðumann segja frá kraftaverki sem gerðist fyrir hann þegar hann var ungur. Bað hann um að senda mér hana á skriflegu formi og vonandi stendur hann við það og ég get haft það sem sér blog grein.
Mofi, 22.6.2009 kl. 13:59
Kann miklu betur við það sem Óðin sagði
Hér er einhver sem virkilega skilur tilganginn með lífinu. En ef einhver skilur ekki hvað stendur hér þá er stutta þýðingin eftirfarandi: Menn eiga að njóta lífsins. Dauðinn kemur að lokum.
En Kristur laug. Það fer eins fyrir öllum hvort sem þeir iðrast eða ekki. Þú deyrð. End of story.
Odie, 22.6.2009 kl. 14:08
Meinar að maður gefist á endanum upp á bullinu og ruglinu í hinu liðinu og hætti að ætlast til þess að fólk geti á einhvern hátt staðfest að meint kraftaverk hafi átt sér stað og að kraftaverkið eigi sér ekki náttúrulegar skýringar?
Arnar, 22.6.2009 kl. 14:08
Odie, gott að þú ert heiðarlegur en ég að minnsta kosti vona að þú munir ekki glatast.
Arnar, nei heldur að þú sérð Guð að verki í lífi margra og að fullyrða að þeir eru allir að ljúga er eitthvað sem hættir að vera góður valmöguleiki. Af hverju líka að halda slíku fram? Aðeins til þess að vernda sína guðleysis trú? Er hún svona mikils virði? Svona dýrmæt að ekkert má skadda hana?
Mofi, 22.6.2009 kl. 15:33
Sorry, ég hef bara aldrei verið fyrir svona hjarðhegðun. Ef einhver heldur einhverju fram sem mér finnst ótrúlegt, td. kraftaverk, þá tek ég hann ekki trúanlegan á orðinu einu saman.
Eitt af boðorðunum þínum banna beinlínis að ljúga, er það þess virði að ljúga til að varðveita trúnna?
Annað er reyndar sennilega algengara að fólk, með rétta hugarfarið og viljan, sér kraftaverk í hverju horni. 'Kraftaverk' sem eru síðan iðulega útskýranleg með vísindalegum hætti.
Arnar, 22.6.2009 kl. 15:53
Arnar, nei, það virkar ekki að ljúga til að vernda trúnna; það væri afskaplega vitlaust. Það er síðan engin hjarðhegðun að heyra vitnisburð fólks af og til og ekki flokka það sem lygara.
Mofi, 22.6.2009 kl. 16:04
Ef þú ert í hjörð (kristnir eru sauðir guðs ekki satt og er Jesú Kr. Jósefsson ekki smalinn) og einhver í hjörðinni segir að eitthvað sé eitthvað og þú samþykkir það bara af því að allir hinir samþykkja það, þá er það hjarðhegðun.
Svo ætlaði ég að finna skemmtilegt brot úr Life of Brian sem lýsir þessu vel.. en wth.. þú getur bara horft á alla myndina.
Arnar, 22.6.2009 kl. 16:23
Arnar, það er engan veginn þannig að allir bara hlusta og trúa blint. Það er miklu frekar að í gegnum tíðina þá hittir maður af og til einhvern með magnaða sögu af kraftaverki. Maður samþykkir ef maður telur að sá sem bar vitni er trúverðugur, ekki af því að allir hinir trúa.
Mofi, 22.6.2009 kl. 16:41
Ok, kannski komið doldið langt út fyrir efni færslunar þinnar um eilíft líf.. svona eins og vanalega, en hvernig dæmirðu um trúverðugleika einhvers án þess að viðkomandi leggi fram snefil af gögnum máli sínu til stuðnings?
Svo trúirðu engu sem viðkemur þróun, alveg sama hvað mikið er til af gögnum sem styðja það
Arnar, 22.6.2009 kl. 17:13
Sævar Finnbogason, 22.6.2009 kl. 17:16
Arnar, það er erfitt að segja; líklegast bara hve sannfærandi viðkomandi var. Ég viðurkenni að ég vildi sjá betri vinnubrögð í kringum svona vitnisburði og helst allt sem hægt er til þess að styðja það. Það er dáldið eins og fólk er vant því að fólk bara trúi því en þurfi aldrei að standa frammi fyrir fólki sem efast.
Varðandi þróun þá er ég alltaf að biðja ykkur um grein sem listar upp þau gögn sem ykkur finnst mest sannfærandi því að það sem ég hef séð hingað til er mjög ósannfærandi. Maður nærri því vorkennir ykkur fyrir hve illa grundvölluð ykkar trú er; fyrir utan að hún lofar aðeins eilífum dauða og engri von :/
Mofi, 22.6.2009 kl. 17:19
Að kvíða, hlakka og kenna til/kallar á nefnifallið.
Annars væri ég alveg til í að lifa í nokkuð hundruð ár, en þá vildi ég líka fá að lifa á jörðinni, með öllu því góða og slæma sem því fylgir. Ég myndi líka vilja fá betri heila undir minningar, þekkingu og reynslu...getur guðinn þinn reddað því snöggvast?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.6.2009 kl. 17:32
Eilífð held ég að sé aðeins of mikið af því góða.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.6.2009 kl. 17:33
http://www.youtube.com/watch?v=4DXl68NF_uI
Lagið í lokin er sérstaklega skemmtilegt
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 17:33
http://www.youtube.com/watch?v=RFO6ZhUW38w
Hérna er bara lagið - afar skemmtilegt
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 17:35
Sævar, segðu! :)
Tinna, ertu viss um að þú viljir ekki losna við hið slæma? Verkir, sjúkdómar, þreyta og þess háttar; heldur að það væri ekki betra að vera án þeirra? Biblían talar síðan um þúsund ár á himnum en síðan að lifa á þessari jörð.
Varðandi eilífðina... Opinberunarbókin talar um lífsins tré sem verður aðgengilegt svo þótt ég viti það ekki þá gæti verið möguleiki að deyja.
Mofi, 22.6.2009 kl. 17:36
Sem þýðir í raun: Hversu mikið langar þig að það sem þér er sagt sé satt.
Sástu Penn & Teller þar sem þeir fóru í flösku vatnið? The truth about bottled water. Elska partinn með vatns-þjónin á veitingastaðnum.
Ef þig virkilega langar að eitthvað sé satt, þá trúirðu freka því sem er jákvætt fyrir þig en því sem er neikvætt. Auðvitað er hægt að heimfæra það upp á þróun, en þar koma heimildir og gögn til sögunar :)
Æji mófi, það hafa margir reynt að leggja fyrir þig hin ýmsu gögn og þér finnst ekkert að því sannfærandi af því að þú einfaldlega hafnar svona flest öllu sem stangast á við biblíulega sköpun.
Svoldið merkilegt að einhver geti sagt þér eitthvað sem er beinlínis í mótsögn við gögnin og þér þykir það trúverðuglegra en gögnin sjálf.
Það er einmitt málið, þróun snýst ekki um trú eða von. En dauðinn spilar reyndar stórann þátt :)
Arnar, 22.6.2009 kl. 17:42
Sigmar, hann er skemmtilegur og lagið merkilega grípandi :) ég á samt alltaf jafn erfitt með að skilja hvernig einhver getur bara sagt "code" án þess að átta sig á því að það þarf vitsmuni til að búa kóða og upplýsingar og hann gæti ekki beðið um betri gögn fyrir tilvist hönnuðar en þau.
Mofi, 22.6.2009 kl. 17:47
Hey, Haldór viltu ekki bara bíða og sjá hvort vísindamenn nái að framleiða ensím sem lengir líf í kannski 150 ár eða meira? Afhverju að bíða eftir dauðanum bara til þess eins að fara eitthvert annað til að lifa öðru lífi? Afhverju ekki bara njóta lífsins eins og þú getur?
Þú gætir til dæmis farið í hóp friðarsinna og hjálpað þeim að ráðast á ríki heims, gefa þeim ástæðu til að ná heimsfriði með valdi :) Og, ef það tekst, þá munt þú og aðrir geta lifað ævinna til fulls :)
Hey, ég verð líka að enda þetta á svari við síðustu skoðun þína = http://en.wikipedia.org/wiki/Watchmaker_analogy
http://www.youtube.com/watch?v=URXuuVmgO0M
http://www.youtube.com/watch?v=tDdn0UPDjmk
hfinity (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 18:15
Gjarnan, ég skil ekki hvernig einhver getur notið lífsins ef hann trúir að þetta líf er það eina sem hann hefur.
Þetta virkar eins og fínt efni í blog grein.
Mofi, 23.6.2009 kl. 10:38
Þetta er bara spurning um að lifa í núinu mófi. Hvernig getur þú lifað lífinu með endalausar áhyggjur af því hvað gerist eftir að þú deyrð?
Arnar, 23.6.2009 kl. 11:08
Arnar, ég einmitt þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað gerist þegar ég dey en þeir sem trúa ekki á Guð ættu að hafa þannig áhyggjur og ættu ekki að sjá neinn tilgang í neinu sem þeir taka sér fyrir hendur.
Mofi, 23.6.2009 kl. 11:14
Akkuru ætti ég að hafa áhyggjur af því hvað gerist þegar ég dey? Ég dey.
Og einu sinni enn: það sem ég tek mér fyrir hendur hefur tilgang fyrir mig.. núna.
Ég er 35 ára, meðal aldur íslenskra karlmanna er rétt tæplega 80 ár. Ég er bara of upptekinn að njóta lífsins meðan ég hef tíma og heilsu til að hafa áhyggjur af því að það sé 'game over' eftir ~45 ár. Lang afi minn varð 99ára og ég á tvær ömmur og einn afa sem eru komin vel yfir 80. Ef eitthvað er þá hef ég meiri áhyggjur af því að enda á því að hanga óþarflega lengi sem elliheimilis matur..
Ef eitthvað er þá hvetur það mig áfram við að gera það sem mig langar núna því ekki geri ég það seinna.
Og án þess að vera sálfræðimenntaður myndi ég halda að manneskja þyrfti að vera alvarlega þunglynd til þess að láta það plaga sig. Það að manneskja haldi að hennar bíð einhver umbun umfram aðra (almennt) í formi eilífs lífs myndi ég flokka sem alvarlega veruleika firringu og mikilmennsku brjálæði.
Arnar, 23.6.2009 kl. 11:36
Og að mínu mati þá ættir þú að hafa áhyggjur af því að deyja því að þá...deyrðu. Ég held að þú ert að blekkja sjálfan þig og ef þú myndir frétta það í dag að þú ættir aðeins nokkra daga eftir þá er ég nokkus viss að þú myndir hafa áhyggjur.
Mofi, 23.6.2009 kl. 11:41
Eh, nei. Þú ert bara að heimfæra þínar áhyggjur yfir á mig. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á eilífu lífi.
Eh, nei. Hvernig nákvæmlega er ég að blekkja mig? Það er nákvæmlega EKKERT sem bendir til þess að það sé líf eftir dauðann, ég er fullkomnlega sáttur við það.. hvar er blekkingin?
Og, svo er stórmunur á því að deyja 35 ára og að lifa að verða ~80ára (að meðal tali). Þetta er bara strámaður sem þú býrð þér til að reyna.. eitthvað.. ég fatta ekki alveg hvað. Stór munur á því að deyja fyrir aldur fram eða á 'eðlilegum' tíma.
Ef ég fengi að vita í dag, verandi 35 ára, að ég myndi deyja á næstu dögum hefði ég náttúrulega 'áhyggjur'. Ef ég fengi að vita, vera orðin ~80 ára gamall, að ég myndi deyja á næstu dögum horfir dæmið allt öðruvísi.
Arnar, 23.6.2009 kl. 12:06
Einhverra hluta vegna minnir þessi umræða mig á ljóð sem ég þurfti að lesa í skólanum í vetur
Það heitir Musee des Beaux Arts og er eftir W.H. Auden. Í því er fjallað um hvernig flestir hræðilegir atburðir fara óséðir framhjá fólki, og þrátt fyrir alla þá dapurlegu atburði sem eiga sér stað daglega, þá heldur lífið samt áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það gerir dauðann frekar lítilsverðan, og ekki alveg þess virði að vera sífellt að velta sér upp úr volæðinu og vera með áhyggjur. Ef maður eyddi deginum í að hugsa um alla þjáninguna sem á sér stað í heiminum, þá gerði maður aldrei neitt annað:
About suffering they were never wrong,
The old Masters: how well they understood
Its human position: how it takes place
While someone else is eating or opening a window or just walking dully along;
How, when the aged are reverently, passionately waiting
For the miraculous birth, there always must be
Children who did not specially want it to happen, skating
On a pond at the edge of the wood:
They never forgot
That even the dreadful martyrdom must run its course
Anyhow in a corner, some untidy spot
Where the dogs go on with their doggy life and the torturer's horse
Scratches its innocent behind on a tree.
In Breughel's Icarus, for instance: how everything turns away
Quite leisurely from the disaster; the ploughman may
Have heard the splash, the forsaken cry,
But for him it was not an important failure; the sun shone
As it had to on the white legs disappearing into the green
Water, and the expensive delicate ship that must have seen
Something amazing, a boy falling out of the sky,
Had somewhere to get to and sailed calmly on.
Landscape with the Fall of Icharus e. Breughel
Ljóðið minnir líka á hversu auðvelt það er að deyja. Þarf ekki meira en að maturinn hrökkvi öfugur ofan í mann, smá misstig niður tröppurnar, óvarkár ökumaður sem tekur ekki eftir þér fara yfir gangbrautina, að vera rangur maður á röngum tíma o.s.frv. Teldu þig bara heppinn ef þú færð a.m.k. nokkurra daga viðvörun fyrirfram!
Auðvitað vill ungt og heilbrigt fólk (oftast) ekki deyja. En við gerum það bara samt að lokum, best að sætta sig við það og ekkert skálda upp sögur um eilíft líf.
Af hverju er Guð að gera þessar minitilraunir með okkur? Ef hann elskar okkur svona gríðarlega, því skapaði hann okkur ekki fullkomin og ódauðleg strax í stað þess að láta okkur hanga hérna í minna en öld og fá okkur til að tilbiðja sig....
Rebekka, 23.6.2009 kl. 12:11
Takk fyrir skemmtilegar pælingar Rebekka.
Mofi, það sem ég get aldrei skilið við þetta endalausa líf áráttu er:
Hvers vegna gat Guð ekki fyrirgefið mannkyninu fyrr en sonur hans var myrtur?
Af hverju gat Guð ekki fyrirgefið mannkyninu og sleppt mannfórninni?
Hvað er það við þessa mannfórn sem gerir það að verkum að hægt er að fyrirgefa syndir mannkyns ? Eða til hvers þurfti Guð á mannfórn að halda til að geta fyrirgefið mannkyninu ?
P.s. það er allavega nokkuð ljóst að hann vissi í hvað stefndi. Og Jesús er guð (skilst mér) þannig að hann er að fórna sjálfum sér (Skrítin pæling). Það er ljóst að það guð þurfti á fórninni að halda því annars hefði hann bara sleppt að koma í heimsókn.
Odie, 23.6.2009 kl. 14:13
Þú myndir hafa áhuga á því að lifa lengur ef þú fengir þær fréttir að þú ættir nokkra daga eftir, ekki satt?
Þú ert að blekkja þig að halda að dauðinn veldur þér ekki áhyggjur en það er svo sem engin leið fyrir mig að sýna fram á það, ég aðeins trúi því.
Ég sé ekki mikinn mun á og miðað við mína þekkingu þá eru þeir sem eru 80 ára langar ekkert að deyja heldur að fá æskuna aftur og fá meiri tíma.
Mofi, 24.6.2009 kl. 10:42
Takk fyrir forvitnilegt ljóð. Sagan sem vottar um að eilíft líf er í rauninni saman safn rita sem votta um það og þar fremst í flokki guðspjöllin um Krist. Ég skáldaði þessi rit ekki og þegar ég les þau þá hafa þau meiri trúverðugleika en allt annað sem ég hef lesið. Hefurðu lesið guðspjöllin og reynt að meta þau eftir bestu getu?
Ég trúi því að okkar líf er hluti af deilunni milli góðs og ills. Guð vill leysa vandamálið með illskuna en áður en Hann getur eytt illskunni þá verður hún að fá að sýna sitt rétta andlit; annars lítur Guð út fyrir að vera óréttlátur fyrir að eyða illskunni og þeim sem henni tilheyra.
Mofi, 24.6.2009 kl. 10:56
Odie, þitt innlegg verðskuldar sér grein, þetta er mjög góð spurning og mig langar að taka hana sérstaklega fyrir.
Mofi, 24.6.2009 kl. 10:57
Eins og ég var að reyna að útskýra, það fer allt eftir því hvenær á æfinni maður fengi þessar fréttir. Og, það breytir ekki því að ég hef engan áhuga á eilífu lífi. Í þessu máli er ég fyllilega sáttur við meðalmennskuna (varðandi líftíma þe.).
Arnar, 24.6.2009 kl. 11:26
Arnar, þú veist að þú værir ekki ánægður að fá þessar fréttir í dag og ert nokkuð viss um að þú værir heldur ekki ánægður ef þú fengir þær í næstu viku. Ég er einfaldlega á því að þú verður það ekki heldur ef þú verður orðinn sjötugur. Að vísu getur heilsan valdið því að maður vill fá hvíld en flestir vilja frekar fá æskuna aftur og meiri tíma heldur en eilífa hvíld.
Mofi, 24.6.2009 kl. 11:36
Þar ertu aftur bara að heimfæra þinn ótta yfir á mig.
Btw, ertu búinn að skoða myndina 2012? Hún ætti að vera eitthvað fyrir þig: Heimsendir, syndaflóð og meira að segja örk ekki ósvipuð örkinni hans Nóa
Arnar, 24.6.2009 kl. 11:41
Ekki skil ég þetta heldur. Hefði ekkert á móti því að lifa lengur. Get ekki séð hvernig hægt er að fá leið á lífinu nema eiga við geðrænan kvilla að etja. Frekar myndi ég lifa og láta mér leiðast í þúsund ár en að liggja bara dauður í jörðinni.
Zaraþústra, 24.6.2009 kl. 14:36
Og þúsund ár er hvað stór hluti af eilífðinni?
1000/x -> 0 þegar x -> óendanlegt..
Arnar, 24.6.2009 kl. 14:54
Arnar, þetta ætti að vera þinn ótti en ekki minn ótti. Þín trú innifelur ástæðu til að óttast, mín trú inniheldur ástæðu til að hlakka til.
Ekki séð myndina 2012 en þetta hljómar eins og eitthvað sem er mjög skemmtilegt :)
Zaraþústra, hjartanlega sammála :)
Mofi, 24.6.2009 kl. 16:14
Óttast hvað? Afhverju ætti ég að eyða tímanum í að óttast eitthvað sem kemur fyrir alla? Og ekki koma einu sinni en með einhvern strámann um að ef ég myndi deyja á morgun þá myndi ég vilja lifa lengur. Já auðvitað, en það þýðir samt ekki að mig langi til að lifa í septillion ár í viðbót.
Well, hún er ekki komin út enþá en grunaði að þetta myndi höfða til þín.
Arnar, 25.6.2009 kl. 10:21
Að vera leiður á lífinu er ekki það sama og sætta sig við að lifa 'bara' í ~80 ár.
Þótt maður sé sáttur við að deyja þegar maður deyr, þýðir það ekki að maður sækist eftir því að deyja áður en það gerist af náttúrulegum ástæðum (td. vegna aldurs).
Arnar, 25.6.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.