5.6.2009 | 11:36
En ég er í rauninni góð persóna
Duga þau rök frammi fyrir dómara að maður er góður námsmaður? Góður við mömmu sína og traustur vinur? Gefur til líknarmála og vinnur sjálfboðavinnu fyrir heimilislausa? Er það ástæða til að dæma einhvern saklausan af því að misþyrma annarra manneskju kynferðislega?
Margir halda að ef þeir mæti Guði þá muni Guð sjá þá sem nokkuð góða einstaklinga. Það sem þeim vantar er að skoða sjálfan sig í lögmáli Guðs, speglinum sem sýnir okkur öllum hvort við erum raunverulega góð eða ekki. Hefurðu stolið, logið, reiðst eða hatað, drýgt hór, sært einhvern með orðum eða gjörðum, upphafið sjálfan þig eða niðurlægt aðra? Elskar þú náungan eins og sjálfan þig?
Hvort að maður gerði eitthvað gott líka hefur afskaplega lítið að segja frammi fyrir dómara því að spurningin er ekki hvort maður hefur gert eitthvað gott heldur hvort maður er sekur um glæp.
Fyrir þá sem sjá að þeir yrðu sekir frammi fyrir Guði og eiga ekki skilið himnaríki hef ég góðar fréttir.
Jóhannesarguðspjall 3
16Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. 17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn heldur til þess að frelsa hann.
18Sá sem trúir á son Guðs dæmist ekki. Sá sem trúir ekki er þegar dæmdur því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina. 19En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið því að verk þeirra voru vond. 20Hver sem illt gerir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins svo að verk hans verði ekki uppvís.
Það sem Guð biður sérhvern einstakling um er ekki ósanngjarnt en það er að iðrast og treysta á Son Hans sem Hann sendi til að borga gjaldið fyrir glæpi einstaklingins. Um 150.000 manns deyja á hverjum degi og maður veit aldrei hvenær röðin er kominn að manni sjálfum svo ekki bíða með að taka ákvörðun.
Beittu sér yngri pilt kynferðisofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803193
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Miðað við guðinn þinn er ég nú bara mjög góður. Ég man til dæmis ekki eftir því að hafa fyrirskipað útrýmingu heilu þjóðanna.
Er gjaldið ekki eilífur dauðu, "eilíf refsing"? Getur guð ekki bara drepið mig, látið mig vera dauðan í 3 daga og reist mig síðan upp frá dauðum?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.6.2009 kl. 11:54
Hjalti, Guð sem skapari hefur rétt til að dæma en það hefur þú ekki. Við gerum mikinn greinarmun á milli þess að dómari samfélagsins dæmis mann í fangelsi og að þú rænir manni og læsir hann inn í kjallara þó að hann ætti það skilið ekki satt?
Varðandi hina spurninguna þá er Guð að leysa vandamál illskunnar og að reisa upp fólk sem vill ekki iðrast og vill ekki snúa sér frá illsku væri engin lausn á vandamáli illskunnar. Þá væri að eilífu þjáning og illska í heiminum en Guð hefur ákveðið að henni skyldi vera útrýmt og ég skil það vel.
Mig grunar samt að það er eitthvað meira á bakvið þessa spurningu svo endilega útskýrðu nánar ef þú telur þörf á því.
Ef þú ert að hugsa af hverju þurfti Jesú að deyja, af hverju væri ekki nóg að þú myndir deyja og síðan rísa upp frá dauðum þá er vandamálið við það að þú verðskuldar ekki að rísa upp frá dauðum og hefur enga getu til þess sjálfur á meðan bæði verðskuldaði Jesú að rísa upp frá dauðum og hafði getu til þess.
Takk samt fyrir mjög góða spurningu; margt þarna til að hugsa dýpra út í.
Mofi, 5.6.2009 kl. 12:29
Mofi, þú hlýtur að sjá að þessar hugmyndir um Guð og "að standa frammi fyrir Guði" eru í besta falli til að skemmta trúleysingjum. Þú segir að 150.000 manns deyi á dag. En hvað er vinnudagur Guðs margar mínútur? 8 x 60 = 480 mínútur. Heldurðu að það yrði ekki leiðinleg vinna fyrir hann Guð þinn að dæma 150 þúsund manns á dag, annað hvort til vistar í himnaríki eða til eilífrar glötunar? Jafnvel þó að hann hefði Jesú (einkason sinn og um leið skottið á sjálfum sér) sér til aðstoðar?
Þú hlýtur að sjá að þessar guðshugmyndir og dómarahugmyndir ganga ekki upp.
Sigurður Rósant, 5.6.2009 kl. 12:31
Eini "dómurinn" sem ég hef komið með er sá siðferðisdómur minn að ég sé betri en guðinn þinn. Hef ég ekki rétt til þess að finnast þjóðarmorð vera röng?
Ég skil ekki hvernig þessi ræningjapæling þín tengist málinu.
Þú sagðir að Jesús hefði "borgað gjaldið", en gjaldið er samkvæmt þér eilíf refsing, eilífur dauði. Jesús hefur augljóslega ekki borgað þetta gjald með því að vera dauður í nokkrar klukkustundir.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.6.2009 kl. 12:45
Ég tel aðeins heiðarlegt að vara við dómnum. Það aftur á móti er rangt að mínu mati að setja það þannig upp að ef þú tekur ekki á móti elsku Guðs eða Jesú þá mun Guð hefna sín. Málið er að ef maður tekur ekki á móti fyrirgefingu og hafnar þeirri borgun sem Guð hefur útvegað þá fær maður réttlæti eða réttlátan dóm.
Þú virðist halda að ef Guð væri til þá væri Hann svipað fljótur að hugsa og gera og þú... ég held að Guð geti dæmt þessar 150.000 sálir á augnabliki enda dvelur Guð í eilífðinni. Mér finnst miklu frekar það merkilegra að við skulum hafa innbyggt í okkur einhvers konar hugmynd um réttlæti og ákveðið hungur í heim þar sem réttlæti býr. Það fyrir mig bendir til Guðs.
Mofi, 5.6.2009 kl. 13:54
Þarna er dæmi þar sem Guð dæmir þjóð. Ég get vel trúað því að einstaklingar þarna munu öðlast eilíft líf þannig að fyrir það fólk, þá var þetta aðeins stuttur blundur og sem það man ekkert eftir og vaknar upp við nýjan himinn og nýja jörð.
Við eigum það sameiginlegt að finnast þjóðarmorð röng en hérna er um dóm Guðs að ræða en ekki þjóðarmorð að mínu mati.
Ræningja pælingin snýst um hvort að einhver hafi rétt til þess að dæma. Segjum sem svo að ef þú ert sekur um þjófnað og átt skilið að dúsa í fangelsi í eitt ár þá myndir þú sjá mikinn mun á því að lögreglan kemur og setur þig í fangelsi og að einhver maður tekur þig og læsir þig niðri í kjallara. Sá sem læsti þig í kjallaranum er sekur um glæp en lögreglan er ekki sek um glæp þó að báðir aðilarnir gerðu nákvæmlega hið sama.
Gjaldið er að deyja; Jesú gat risið upp frá dauðum en við getum það ekki. Ég samt neita því ekki að hérna er um leyndardóm að ræða sem ég skil ekki til hlýtar en ef Guð ákvað að þessi borgun væri nóg þá líklegast nægir hún. Ég get ekki gagnrýnt Guð fyrir að hafa ekki borgað nóg eða of mikið fyrir mína frelsun.
Mofi, 5.6.2009 kl. 14:06
Nú? Af hverju fær þetta fólk að komast til himna, þrátt fyrir að standast ekki þær brjáluðu kröfur sem guðinn þinn á að gera til þeirra?
Mofi, þarna var "dómur Guðs" þjóðarmorð. Þér finnst þjóðarmorð ekk röng þegar guðinn þinn fyrirskipar þau. Við eigum ekkert sameiginlegt hérna.
Ég sem hélt að þetta væri "eilífur dauði" og "eilíf refsing". En ef refsingin er bara að deyja, þá gæti guð einfaldlega reist fólk eins og mig frá dauðum eftir að ég dey. Þá eru allir kvitt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.6.2009 kl. 16:48
Hjalti, af hverju brjálaðar kröfur? Að iðrast og setja traust sitt á Krists, virka mjög sanngjarnar kröfur að mínu mati.
Varðandi þjóðarmorðið þá var það dauðadómur Guðs; mér finnst Guð hafa rétt til að taka burt lífið sem Hann gaf frá þeim sem misnota það. Já, kannski bara sammála um að vera ósammála varðandi þetta.
Vandamálið sem Guð er að leysa er tilvist illskunnar. Ef einhver neitar að iðrast og neitar að breyta sinni vondu hegðun þá ef Guð myndi reisa það fólk allt upp aftur til að lifa þá væri enginn endir á þjáningum og dauða.
Mofi, 8.6.2009 kl. 14:15
Mofi, kröfurnar sem ég er að tala um eru til dæmis þær að reiðast aldrei, borða svínakjöt og svo framvegis. Það er brjálað að segja að maður eigi skilið að deyja fyrir þetta.
Mofi, þannig að þú ert á þeirri skoðun að refsingin er ekki beint sú að maður verði að vera dauður að eilífu, heldur bara að maður deyi?
Guð gæti haft margar góðar ástæður fyrir því að reisa fólk frá dauðum, til dæmis væri hann að gefa því annað tækifæri til þess að "iðrast". Finnst þér það ekki góð ástæða?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.6.2009 kl. 14:41
Ekki rugla saman afleiðingum þess að endurfæðast og þau bröt á lögum Guðs sem gera það að verkum að menn eiga ekki skilið eilíft líf.
Opinberunarbókin talar um hina seinni upprisu sem endar í því að það fólk reynir að ráðast á fólk Guðs og það er það síðasta sem gerist áður en Guð eyðir því endanlega. Þannig að á þeim tímapunkti þá er enginn vafi lengur að fólkið hafði ekki breyst og mun ekki breytast þó að Guð myndi halda áfram að reisa það upp frá dauðum.
Mofi, 8.6.2009 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.