Það er mikill munur á lífi og dauða

Life___and_death_by_RedjuiceÞað eru margir sem kenna þetta sem Moo-Hyun sagði í bréfi sínu til fjölskyldu sinnar, að það er enginn munur á lífi og dauða, jafnvel sumar "kristnar" kirkjur kenna þetta.  Hugmyndin er oftast sirka á þessa leið að þegar þú deyrð þá öðlastu meðvitund sem einhvers konar andavera. Þetta er engan veginn Biblíulegt og langar mig að benda á þau vers sem fjalla um ástand manna í dauðanum:

Prédikarinn 9
4Meðan maður er sameinaður þeim sem lifa, svo lengi er von,
því að lifandi hundur er betri en dautt ljón.
5Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar og minning þeirra gleymist. 6Bæði ást þeirra, hatur og öfund, það er fyrir löngu farið og þeir eiga ekki framar hlutdeild í neinu sem við ber undir sólinni

Sálmarnir 146
3Treystið eigi tignarmönnum,
mönnum sem enga hjálp geta veitt.
4Þegar öndin skilur við þá
verða þeir aftur að moldu
og áform þeirra verða að engu. 

Sálmarnir 115
17Hvorki lofa dánir menn Drottin
né þeir sem eru hnignir í dauðaþögn, 

Sálmarnir 88
11Gerir þú furðuverk vegna framliðinna
eða rísa skuggarnir á fætur til að lofa þig? (Sela)
12Er sagt frá miskunn þinni í gröfinni,
frá trúfesti þinni í helju?
13Birtist undramáttur þinn í myrkrinu
og réttlæti þitt í landi gleymskunnar? 

Aftur á aftur þá er dauðanum lýst sem svefni í Biblíunni:

Fyrra Korintubréf 15
17en ef Kristur er ekki upprisinn er trú ykkar fánýt. Syndir ykkar eru þá ekki enn í burtu teknar. 18Þá eru einnig þau glötuð sem sofnuðu í trú á Krist.

Jóhannesarguðspjall 11
11Þetta mælti hann og sagði síðan við þá: „Lasarus, vinur okkar, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann.“
12Þá sögðu lærisveinar hans: „Drottinn, ef hann er sofnaður batnar honum.“ 13En Jesús talaði um dauða hans

Postulasagan 13
36Davíð þjónaði sinni kynslóð að Guðs ráði. Síðan sofnaði hann, safnaðist til feðra sinna og líkami hans rotnaði.

Daníel 12
2Margir þeirra sem hvíla í dufti jarðar
munu upp vakna,
sumir til eilífs lífs,
aðrir til lasts og ævarandi smánar. 


Von hins kristna á að vera fólgin í þeim degi sem Guð afmáir dauðan og hann verður ekki lengur til.

Fyrra Korintubréf 15
54En þegar það gerist og hið forgengilega breytist og verður ódauðlegt, þá rætist það sem ritað er:
Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.
55Dauði, hvar er sigur þinn?
Dauði, hvar er broddur þinn?
56En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar. 57Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist!

Fyrra Þessaloníkubréf 4
16Þegar Guð skipar fyrir, þegar raust erkiengilsins kveður við og básúna Guðs hljómar, mun sjálfur Drottinn stíga niður af himni og þau sem dóu í trú á Krist munu fyrst upp rísa. 17Þá munum við sem eftir lifum verða hrifin burt ásamt þeim í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum við vera með Drottni alla tíma. 18Uppörvið því hvert annað með þessum orðum. 


mbl.is Ekki slys heldur sjálfsvíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver ert þú að segja að það sé enginn munur á lífi eða dauða??

Ef það er hans trú þá er það það, þó svo að þú trúir einhverju öðru.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 11:57

2 identicon

Hvað hafa ekki margir "fræðimenn" farið höndum um "textann" og breytt honum samkvæmt sinni sannfæringu.  Sennilega hefðu margir þeirra aldrei átt að blanda sér í "trúmál".    Ég hef upplifað eitt og annað sem hefur sannfært mig enn frekar um að dauðinn er "upphaf" þess andlega og þá hefur þú lagt frá þér "jarðneska" pakkann.  Ég þarf ekki að útskýra það frekar, mín upplifun nægir mér og ég þarf ekki að troða henni uppá aðra. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 12:09

3 identicon

Hefur þú verið dáinn? geturu staðfest að það sé munur á lífi og dauða? ég get skrifað í einhverja bók að pizzur geri mann samkynhneigðann og svo les einhver þessa bók eftir 10 þúsund ár, og allir trúa mér. Enginn hefur rétt fyrir sér þegar kemur að svona löguðu og það að setja fram eitthvað úr bók eins og biblíunni sem sennilegast var skrifuð af manni sem í dag, hefði verið dæmdur vitlaus og lagður inn er ekki rétt. Hver hefur rétt á sinni trú, það er ekkert til í þessu sem heitir rétt, enda er trú ekkert annað en sannfæring hjá hverjum og einum og yfirleitt leið til að láta sér líða betur.

Óðinn Geir Agnarsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 19:52

4 identicon

Ég hef ekki komi inn á þessa síðu í mjög langan tíma, en magnað hvað sá sem kallar sig Moffi á marga "fylgismenn", sbr. herramennina hér fyrir ofan. Aðra eins "krossferð" hefur maður ekki séð áður

Helgi,

   Þarna ertu kominn í mótsögn við sjálfan þig.

Óðinn,

   Já, þetta er mikil speki sem þú boðar Óðinn minn.

   Ég ætlaði að kommenta á þetta, svo las ég allt svarið þitt, og þá hætti ég við að kommenta á þetta!!, enda er svar þitt ekkert annað en tær snilld, þegar maður pælir í því, þó ekki sú snilld sem þú hélst

Jóhannes (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 21:13

5 identicon

tja, velgengi manns í lífinu snýst um hversu mikið maður trúir á sjálfan sig, ekki hversu mikið maður lætur ljúga í sig að trúa á eitthvað annað. Þessi gæji sem drap sig trúði greinilega meira á einhvern æðri mátt en sig sjálfan og já, svona fór saga sú fyrir hann. En hver má hafa sína trú, þeir sem trúa á guð eða æðri mátt, til þeirra segji ég bara, einföldum er auðveldlega skemmt, og þá er þeim það þegar þessu lífi líkur, okkur trúleysingjunum er skemmt núna í lifandi lífi og það er þá allavega örugg skemmtun, vonum að þessi vonarheimur sem dauði er, sé þá nokkuð góður til að vinna þetta upp :)

Óðinn Geir Agnarsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 22:08

6 Smámynd: Rebekka

Það sem fólk skilur eftir sig lifir áfram eftir dauðann.  Börnin manns og æviverk þá helst.  Hafið þið t.d. ALDREI lesið hávamál?

Deyr fé

Deyja frændur

Deyr sjálfur hið sama.

En orðstír deyr aldregi

Hveim sér góðan getur. 

Nokkur dæmi um fólk sem allir þekkja þótt það hafi verið dáið í áratugi og jafnvel aldir:  *teljið bara upp sjálf*  ... hellingur af uppfinningamönnum, leiðtogum, rithöfundum, og mikilmennum.  Þetta fólk lifir ennþá í því sem það skildi eftir sig.

Þið haldið þó ekki að trúleysi sé það sama og vonleysi?  Lítið frekar á lífið eins og metnaðarfullur íþróttamaður lítur á Ólympíuleikana.  Við fæðumst undirbúin (þar er nú aðalmunurinn á okkur og Ólympíukeppendum) og fáum einn séns til að gera okkar besta.  Arfleifð okkar allra lifir áfram.  Mér finnst það bara hámark sjálfselskunnar að vilja lifa að eilífu.  

Rebekka, 24.5.2009 kl. 20:21

7 Smámynd: Odie

Takk fyrir þetta Rebekka en ég hef lengi ætlað að benda á að það þurfi ekki guð til að hafa gott siðferði.   Enda þótt Hávamálum séu eignuð Óðni þá sést vel að þau eru eingöngu hugsuð sem siðaboðskapur.  Og að hugsa sé að þetta hafi komið frá heiðnum mönnum.

Vesall maður 
og illa skapi 
hlær að hvívetna. 
Hittki hann veit, 
er hann vita þyrfti, 
að hann er-a vamma vanur.

Það mætti halda að þeir hafi spáð fyrir um internetið hér.  

Odie, 24.5.2009 kl. 23:52

8 Smámynd: Mofi

Helgi
Hver ert þú að segja að það sé enginn munur á lífi eða dauða??

Ef það er hans trú þá er það það, þó svo að þú trúir einhverju
öðru.

Já, ég benti á að það væri hans trú og síðan benti á hver væri mín trú og hvað Biblían segir. Er eitthvað að því að ósammála og rökstyðja sitt mál?

Páll
Ég þarf ekki að útskýra það frekar, mín upplifun nægir mér og ég þarf ekki að troða henni uppá aðra

Hvað ef þú hefur rangt fyrir þér og þessi upplifun aðeins heilinn og ímyndunaraflið að stríða þér?

Oðinn
Hefur þú verið dáinn? geturu staðfest að það sé munur á lífi og dauða?

Ég get staðfest muninn á lifandi hundi og dauðu ljóni eins og Salómon talar um. Þegar kemur að Biblíunni þá er um að ræða vitnisburð margra manna sem héldu því fram að Guð hafði opinberað þeim ákveðna vitneskju. Auðvitað tekur maður því í trú eða hafnar því; ég tel þennan vitnisburð vera þann áreiðanlegasta sem við höfum varðandi Guð og líf og dauðann.

Jóhannes, takk fyrir góða punkta :) 

Andrés, akkúrat! 

Mofi, 25.5.2009 kl. 11:18

9 Smámynd: Mofi

Rebekka - Hávamál
En orðstír deyr aldregi
Hveim sér góðan getur.

Það er augljóslega rangt, orðstír deyr merkilega fljótt. Hve margir eru alveg gleymdir sem lifðu fyrir hundrað árum síðan?  Margir í besta falli sem eitthvað nafn í ættskrá en enginn man hvernig viðkomandi var eða hvað hann eða hún gerði.

Rebekka
Þetta fólk lifir ennþá í því sem það skildi eftir sig.

Það hefur enga meðvitund um þetta og eru þetta frekar fáir sem þetta á við. Ef við erum síðan einhverjar prótein blöndur þá skiptir það akkúirat engu þótt við höfum áhrif á aðrar prótein blöndur sem hverfa jafnskjótt og við af sjónarsviðinu.

Rebekka
Mér finnst það bara hámark sjálfselskunnar að vilja lifa að eilífu. 

Af hverju?  Hvað er að því að vilja lifa og hvernig tengist sú löngun sjálfselsku?

Mofi, 25.5.2009 kl. 11:24

10 Smámynd: Rebekka

Milljónir og billjónir eru gleymdir og dánir og grafnir, og líkurnar á því að gera nafn sitt ódauðlegt eru örlitlar.

En eilíft líf hljómar einfaldlega hræðilega í mínum eyrum.  Hvað gerir maður að eilífu?  AÐ EILÍFU!  Prufaðu að telja upp allt það sem þig langar nokkurn tímann að gera, hugsaðu svo um allt það sem þig langar ekki til að gera.  Til hamingju, þú ert líklega búinn að koma þér upp dagskrá fyrir næstu hundrað árin.  Þá er bara EILÍFÐIN eftir, til að gera eitthvað annað.  Ég vona að Drottinn hafi þokkalega langan lofsöngvalista fyrir allt eilífa liðið að kyrja, svo allir hafi eitthvað að gera....  forever and ever and ever and ever.....

Í mörgum sögum er fólki refsað í helvíti með því að þurfa að gera sama hlutinn aftur og aftur, að eilífu.  Hvernig er það öðruvísi frá því að lifa að eilífu?

Bara að lifa í eina öld er mikið meira en nóg.  Ég er ekki að segja að maður eigi að flýta sér að deyja, sjálf vonast ég til að geta lifað lengi og dáið sátt við það sem ég gerði.  Svona "aaaah, þetta var nú stuð, takk fyrir mig og bless." tilfinning.  Mér er alveg sama hvort ég verði fræg eftir dauðdagann eða ekki, ég verð hvort sem er dáin,  svo lengi sem að mínir nánustu voru sáttir við mig.

Það að vilja lifa að eilífu er sama sem að hræðast dauðann og afneita honum sem einhverju eðlilegu.  Svona eins og krakkar sem neita að sleppa dótinu sínu og lána öðrum.  Gefa með sér!  Lífið er ekki einungis fyrir þig eða mig, það eru fleiri sem vilja vera memm. 

Rebekka, 25.5.2009 kl. 14:24

11 Smámynd: Mofi

Rebekka
Eilíft líf hljómar einfaldlega hræðilega í mínum eyrum.  Hvað gerir maður að eilífu?

Er ekki frekar málið að hafa áhyggjur af því þegar að því kemur að vera búin að lifa í paradís í dágóðan tíma og vera að byrja að leiðast?

Ekki hafnar maður paradís af því að kannski mun manni leiðast einhvern tímann?

Rebekka
Ég vona að Drottinn hafi þokkalega langan lofsöngvalista fyrir allt eilífa liðið að kyrja, svo allir hafi eitthvað að gera....  forever and ever and ever and ever.....

Skoðaðu bara þennan alheim sem við búum í... hann er alveg ótrúlega stór svo það er að minnsta kosti nóg að skoða.  Þó síðan að þú haldir áfram að lifa er ekki að koma í veg fyrir að aðrir fái að lifa líka. 

Mofi, 26.5.2009 kl. 18:15

12 identicon

Hver er tilgangurinn við að gleðja lítið barn?  Það mun ekki muna eftir því seinna þegar það stækkar og sennilega skilur það ekki einu sinni hvað er að gerast núna.  Samt sem áður veitir það mér gríðarlega ánægju að horfa á litlu andlitin brosa í einlægni.

Að leita að seinni tíma tilgangi í því sem þú gerir núna er algerlega pointless þar sem ekkert er að eilífu, ekki einu sinni alheimurinn.  Gleðin er núna.

Einar Þór (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband