22.5.2009 | 11:32
Upphaf er alveg pottþétt en Miklihvellur...
Rökin fyrir því að alheimurinn hafði upphaf eru mjög sterk. Rökin fyrir því að þetta gerðist allt án skapara, að aðeins náttúrulögmál og tilviljanir réðu því hvernig alheimurinn er hér í dag eru mjög veik. Jafnvel ef það væri rétt þá þyrfti að útskýra hver er löggjafinn, hver ákvað að lögmálin sem alheimurinn stjórnast af ættu að vera eins og þau eru? Það er líka mjög sérstakt að þau eru fínstillt þannig að líf er mögulegt, sjá: Alheimurinn fínstilltur svo að þú gætir verið til
Eitt af því sem bendir mjög sterklega til þess að alheimurinn er ekki eilífur er annað lögmál varmafræðinnar sem segir að nýtileg orka í alheiminum er alltaf að minnka, sjá: Second law of thermodynamics Í einangruðu kerfi þá leitar kerfið alltaf í jafnvægi þegar kemur að mismuni í hita og kulda. Það þýðir að ef alheimurinn hefði verið til að eilífu þá væri komið jafnvægi á þetta og engin nýtanleg orka lengur til. Stjarnfræðingurinn Robert Jastrow útskýrði þetta svona:
Robert Jastrow
If a wind-up clock is running down, then someone must have wound it up.
Önnur rök fyrir því að alheimurinn er ekki eilífur er kallað Kalam cosmological argument en kalam er arabíska orðið fyrir eilífur. Það er nokkurn veginn svona:
- Óendanlegar margir dagar hafa engan enda.
- En í dag er enda dagurinn í sögunni ( sagan þá samansafn af öllum dögum )
- Þar af leiðandi geta ekki hafa verið óendanlega margir dagar fyrir daginn í dag.
Ef eitthvað er óendanlegt þá getur maður ekki bætt neinu við það en á morgun munum við bæta einum degi í viðbót við söguna svo þar af leiðandi getur saga daganna ekki verið eilíf.
Það sem þetta þýðir fyrir þann sem er að velta fyrir sér hvort Guð er til þá fyrst að alheimurinn byrjaði að vera til í fortíðinni þá hefur eitthvað orsakað alheiminn. Hvað sem getur orsakað alheiminn til að verða til, á skilið að kallast Guð. Aðeins sá sem hefur persónulegar ástæður til að vilja að Guð sé ekki til mótmælir þessu. Að minnsta kosti þá tilvist Guðs vel rökstudd þó að maður verður samt að trúa; en hérna er ekki um að ræða blinda trú. Miklu frekar er í þessu tilfelli guðleysi sú trú sem gengur á móti gögnunum.
Þegar kemur síðan að náttúrulegar útskýringar á því hvernig heimurinn varð til þá eru þær útskýringar mjög gallaðar. Hérna er fjallað um nokkur af þessum vandamálum, sjá: Big bang
Skyggnst aftur í Miklahvell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Trúmál, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Froða alltaf hreint.
Og svarið við öllum þessum gátum er að finna í um og yfir 2.000 ára gömlum trúarbrögðum frá miðaustrinu.
Hvar er lógíkin í því bulli Mófi minn?
Kristinn Theódórsson, 22.5.2009 kl. 12:06
Enn og aftur Halldór, lífið lagaði sig að náttúrulögmálunum
Ekki öfugt
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 12:18
Það eina sem menn hafa rökstutt svo vit sé í er hugtakið first cause. Restin, að kalla það Guð og ætla því einhvern vilja, er fullkomlega úr lausu lofti gripið.
Kristinn Theódórsson, 22.5.2009 kl. 12:21
Gullmoli. Eins gott að heimurinn byrjaði ekki að vera til í framtíðinni.
Svo, þér finnst þá Big Bang eiga það skilið að vera kallað 'guð'? Fínt hjá þér.
Koddu nú með nokkur vel rökstudd dæmi um tilvist guðs. Ég bað þig fyrir löngu, trekk í trekk, að koma með bara eitt gott dæmi um hönnun en þú komst bara með eitthvað bull um bíla, flugvélar og tölvur. Ef tilvist guðsins þíns er svona vel rökstudd þá geturðu nú varla verið í vandræðum með það.
Hvaða gögn eru það sem 'guðleysis trú' gengur á móti?
PS: Maður þarf ekki að vera trúleysingi til að sjá að allar vísbendingar sem við höfum um tilurð heimsins gefa sterklega í skyn að sköpunarsaga biblíunar er hreinn skáldskapur.
PS2: TRÚ er þegar maður er viss um að eitthvað sé rétt án þess að hafa nokkur gögn til að staðfesta þá vissu. Þegar maður hefur gögn sem staðvesta það sem maður vissi, þá er það ekki TRÚ lengur. Vísindi byggja á gögnum en ekki TRÚ.
Arnar (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 12:39
Oops.. gleymdi:
PS3: Það er hægt að trúa á guðinn þinn án þess að trúa líka á biblíuna.
Arnar (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 12:46
Sko, eitt rétt! Ekki slæmt.
Nú? Afhverju er það og hver eru rökin fyrir því að einhver 'skapari' hafi verið frumorsökin? Og, ef það var ekkert til fyrir upphafið, hvar var þá skaparinn þinn?
Eigum við að koma og ræða pollinn einu sinni enn.. Mófi, veistu að það eru til lífverur sem nærast á arseniki? Lífverur sem þrífast þar sem er ekkert súrefni og ekkert sólarljós?
Greinilega ekki.
Svo segir þú að heimurinn sé 'finstilltur' fyrir líf, það er hægt að taka burt tvo 'mikilvægustu' þættina fyrir algengasta lífformið á jörðinni; súrefni og sólarljós. Og það væru SAMT lífverur á jörðinni.
Ef þú hefur minnsta snefil af ályktunarhæfni þá ætti það nú að hvarfla að þér að kannski mótast líf af umhverfinu í stað þess að umhverfið sé eitthvað sérstaklega hannað eða stillt fyrir lífið.
Arnar (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 13:00
Það er engin forsenda til að eigna einhverju eigindir eða eiginleika ef þeir hafa aldrei opinberast eða komið í ljós. Guð hefur ætíð verið Guð með öllum sínum eiginleikum frá upphafi. Hann er óháður afturför og framför. Þess vegna er hugmyndin um skapara órjúfanleg frá hugmyndinni um sköpun. Skapari getur ekki verið til án sköpunar. Hafi skaparinn alltaf verið til, hefur sköpunin einnig alltaf verið til.
Skemmtilegt samt að sjá þig bregða fyrir þig íslamskri guðfræði Mofi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.5.2009 kl. 13:23
Jæja lesendur þessa bloggs vita flestir að þú skilur ekki þróunarkenninguna og veist lítið um t.d. eðlisfræði, jarðfræði og efnafræði.
Nú kemur í ljós að stærðfræði er ekki meðal þinna sterku hliða heldur.
sth (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 13:41
Hið óendanlega getur verið flókið hugtak fyrir þá sem eru að þræta fyrir að það sé til.
? er táknið fyrir óendanlegt (e. infinity).
Í stærðfræði gildir að:
? + y = ? fyrir allar rauntölur y
? - y = ? fyrir allar rauntölur y
? * y = ? fyrir allar rauntölur y
? / y = ? fyrir allar rauntölur y
Svo augljóslega að ef þú bætir 1 við óendanlegt þá er það áfram óendanlegt..
Væri gaman að vita hvernig mófa gengi með Imagenery Numbers :)
Arnar (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 14:25
Arnar (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 14:30
Oh.. bjána blogdrasl skipti út 8-útáhlið merkinu mínu
Arnar (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 14:33
Já, Mofi, óendanlegt + 1 = óendanlegt.
Hins vegar get ég verið sammála þér í því að ekkert er óendanlegt í raunheimi.
Það er kannski dáldið hallærislegt, en svaraðu mér engu að síður þessu: Af hverju eru meiri líkur til að eilíf vera ákveði skyndilega að skapa heiminn úr engu, eða að heimurinn spretti úr engu fyrir tilviljun.
Svo má halda áfram að vera hallærislegur og spyrja: Hvaða bjálfaskapur er það að skapa alheim með 1000000000000000000000000 stjörnum hið minnsta - en bara einn ótrúlega lélegan og úreltan leiðarvísi?
Brynjólfur Þorvarðsson, 23.5.2009 kl. 14:07
Sköpunartrú eru bara gervivísindi sem hafa ekkert með vísindi að gera yfir höfuð og fólk sem aðhyllist það hefur verið heilaþvegið í sértrúarsöfnuðum á borð við krossinn, Votta jehova, kaþólska kirkjan og allt þetta hittt. Enda er Aðventistakirkjan engin undantekning. Hver segir svo ekki að sértrúarsöfnuðir séu svo ekki skaðlegir.
Gunnar (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 17:10
Lógíkin var augljós að mínu mati. Er núna eins og svo oft áður óvísindalegt að benda á galla í núverandi kenningum?
Það getur verið að menn finna útskýringu sem gengur upp án Guðs en þangað til þá bendir þetta til Guðs að mínu mati og þú vonandi getur sýnt smá umburðarlindi gagnvart þeirri skoðun.
Það er bull Sigmar; mörg af þessum dæmum um fínstillingu eru þannig að það væru engar stjörnur til ef það væri öðru vísi og margt fleira í þeim dúr.
Af hverju hefur þú eitthvað á móti því að Guð hafi fínstillt náttúrulögmálin? Segist þú ekki trúa á Guð? Má Guð ekki hafa gert neitt í þínum huga?
Nei, mjög rökrétt þó að það er alveg rétt að það er ákveðið trúarstökk en rökrétt trúarstökk.
Mofi, 25.5.2009 kl. 11:31
Til dæmis þessu sem ég var að benda á, alheimurinn hafði byrjun svo einhver varð að orsaka tilvist hans. Hver sá sem hefur getu til að orsaka alheiminn á skilið titilinn Guð.
Nei, auðvitað er það ekki hægt. Það er hægt að trúa á einhverskonar guð en Guð Biblíunnar er ákveðin persóna sem hefur opinberað okkur hver Hann er. Menn geta skáldað upp alls konar guði sem þeir móta í sínu eigin höfði en það er mjög líklega ekki Guð Biblíunnar.
Þannig að alheimurinn hefur alltaf verið til að þínu mati? Hefur þú aldrei skapað eitthvað? Var það til, áður en þú skapaðir það?
Islam hefur auðvitað marga sameiginlega fleti með kristni enda samþykkja þeir stóran hluta af Gamla Testamentinu og guðspjöllin, svona sirka veginn.
Til í að færa rök fyrir þessu?
Það er sú afstaða sem mér finnst rökréttust; þeim sem finnst eitthvað annað rökréttara er frjálst að hafa þá skoðun og ég mjög forvitinn að vita af hverju þeir komust að þeirri niðurstöðu.
Þú hefðir örugglega gaman af fyrirlestrinum "Why Does Anything at All Exist?" sem er að finna á http://www.reasonablefaith.org/
Er undir Audio-Visuals.
Mér þykir mjög vænt um leiðarvísirinn, finnst hann alveg meiriháttar. Væri gaman að sjá grein eftir þig þar sem þú útskýrir af hverju þú hefur svona lítið álit á leiðarvísirnum.
Þeir geta hæglega verið það. Guðleysi t.d. segir að okkar rökhugsun var búin til af röð af tilviljunum og náttúruvali; sem þýðir í rauninni að við höfum enga ástæðu til að ætla að við getum hugsað rökrétt. Það er sannarlega sértrú sem hlýtur að hafa skaðleg áhrif enda aðeins í kringum 10% í heiminum sem aðhyllast hana.
Mofi, 25.5.2009 kl. 11:47
Well, vandamálið við það að það eru ekki til nein gögn um 'byrjuninna' eða 'orsökinna' svo þetta eru í besta falli getgátur hjá þér.
Og, akkuru heldurðu að þinn uppskáldaði guð sé eitthvað raunverulegri en allir hinir uppskálduðu guðirnir?
Arnar (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 12:00
Mofi reit:
Á að ræða þessa hluti á þessu plani Mofi?
Heismspekilega og guðfræðilega hefur einginn skapað neitt nema Guð. Allt sem maðurinn gerir enn endurómun af sköpunareiginleika Guðs sem hann hefur sett í kórónu sköpunar sinnar. Maðurinn getur uppgötvað og og hærst innan sköpunarverks Guðs en í raun ekki skapað neitt sjálfur.
Að auki þá stenst það ekki rökfræðilega að skapari geti verið skapari án þess að hafa skapað eitthvað. - Um leið og þú setur Guði þessar takmarkannir að hafa verið til án þess að skapa getur hann í besta falli hafa verið verðandi skapari. Og þá ertu búin að setja takmarkannir á Guðdóminn. Hann verður þá undirseldur lögmáli þess sem var, þess sem er og þess sem verður, sem er mjög andstætt hugmyndum kristinnar um eilífan, alvoldugan Guð semhvorki er háður tíma né rúmi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2009 kl. 12:05
Arnar, vegna vitnisburðar manna sem ég tel trúverðuga.
Svanur, allt í lagi; verðandi skapari. En ef þú segir að sköpunarverkið þarf alltaf að vera til þá ertu að segja að alheimurinn hafi alltaf verið til, eða hvað?
Hvaða takmarkanir er ég að setja á Guð með því að ætla að Hann hafi skapað alheiminn og áður en Guð skapaði alheiminn að þá var alheimurinn ekki til; fyrirgefðu en ég er bara ekki alveg að fatta.
Mofi, 25.5.2009 kl. 13:00
Um leið og þú gerir Guðdóm á einhvern hátt háðan tíma og rúmi ertu að takmarka hann. Tími, það sem var, er og verður, eins og menn skynja hann, tilheyrir aðeins efninu. Guð er óefnislegur og efnið er sköpun hans, er raunvera hans sjálfs er óháð efninu.
Hins vegar er ekki hægt að hugsa sér skapara án sköpunar. Niðurstaðan hlýtur að vera að sköpun sem sköpuð er af eilífum og ótakmörkuðum skapara hefur alltaf verið til eins og hann. Hluti af sköpun Guðs er það sem við köllum "alheim" og hófst eftir því sem við best vitum við stórahvell. Þá varð til sá tími sem við miðum tilveru okkar við. En sköpun hefur ætíð verið til, annað er óhugsandi og algjörlega órökrétt, svo fremi sem við gerum ráð fyrir að Guð sem skapari sé til.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2009 kl. 13:46
en raunvera hans sjálfs er óháð efninu....átti þetta að vera
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2009 kl. 13:47
Útskýr þú fyrir mér Halldór, með þínum eigin orðum, hvernig þú komst að þeirri niðurstöðu að í óendanlega stórum alheimi biljóna stjarna og enn fleiri gasrisa og plánetna hafi skapari þess alheims ákveðið að birtast og skýra vilja sinn og tilgang takmörkuðum hópi bronsaldarmanna fyrir botni Miðjarðarhafs á pínulítilli plánetu einhversstaðar í okkar stjörnuþoku?
Og ekki bara það, heldur séu á sömu plánetu hundruður miljóna manna sem hafa aðrar hugmyndir um sköpun og aðrar hugmyndir um Guð sem hafa nánast ALLIR rangt fyrir sér...
Síðan eru þarna á sömu plánetu aðrar hundruðir miljóna sem aðhyllast nokkurn veginn sömu trú og lesa sömu bókina þarna frá bronsaldarmönnunum, þessa einu sönnu - en meira að segja stór hluti þeirra hefur líka rangt fyrir sér í meginatriðum.
Þannig erum við svo að lokum með lítinn hluta þeirra miljóna sem eru með þetta allt á hreinu, vita hvernig línan liggur og eru búnir að ná þessu nokkurn veginn 100%, vita hver þessi Guð er og hvað hann gerði og hvað hann mun gera í framtíðinni
Og í þessum hópi ert þú Halldór, the man with the plan... maðurinn sem veit hverrar spurningar svarið er 42 og allt það
Efast þú virkilega aldrei um það að það sé mögulegt að þú sért kannski ekki í vinningsliðinu?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 14:36
Ég get hugsað mér það... sé samt alveg rökin að það er erfitt að kalla Guð skapara áður en Hann skapaði og hvað var fyrir þennan alheim veit ég ekki. Ef alheimurinn hefur byrjun, var ekki alltaf til. Hvaða sköpun telur þú hafa verið til áður en þessi heimur varð til?
Sigmar, þú mátt eiga það að þetta er það góð spurning að ég ætla mér smá tíma til að íhuga svar til þín.
Mofi, 25.5.2009 kl. 15:05
Ég verða að viðurkenna að í því tilliti stend ég mikið til í sömu sporum og þeir sem ekki trúa á tilvist Guðs. Það liggja einfaldlega engar upplýsingar fyrir um hvað var áður en stóri hvellur varð. En af því að ég er fullviss um tilvist Guðs sem frumorsakar og sem ekki á sér sjálfur orsök, upphaf eða endi, álykta ég að eitthvað hafi verið og sé til, handa stóra hvells.
Í mínum trúarbrögðum er talað um alheima Guðs í fleirtölu sem gefur til kynna að sá alheimur sem við skynjum, sé aðeins einn af óendanlega mörgum alheimum sem eru algjörlega aðskildir og koma okkur í sjálfu sér ekkert við nema sem atriði í viðleitni okkar við að skilja eðli Guðs, líkt og við höfum verið að gera hér. Sem sagt fræðilegar pælingar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2009 kl. 15:50
Mofi, það er dagsljóst að þér þykir vænt um biblíuna, leiðarvísi guðs til mannkyns. En mér þykir hún ótrúlega léleg af náunga sem skapaði alheiminn, að hann skuli ekki geta skapað betri bók.
Margir menn hafa skrifað betri bækur en guð, bæði skemmtilegri, dýpri, mannúðlegri, skiljanlegri, trúverðuglegri, gagnlegri. Og lengri. Af hverju ætti ég að taka mark á þessari tilteknu skruddu sem kallast "biblía"?
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.5.2009 kl. 20:04
Svanur, ég er líka í þeim sporum að ég veit ekki hvað var áður en stóri hvellurinn varð. Ég myndi vera sammála þér að pottþétt eitthvað var til áður en stórihvellurinn var en ég tel að það er Guð; virðumst aðalega vera ósammála um hvort að Guð gæti einhvern tíman verið til og ekkert annað, ekkert sköpunarverk; ég held að það sé hægt en þú ekki ef ég skil þig rétt. Voðalega lítið hægt að segja um það, held að við erum báðir bara að gíska í þeim efnum og þú gætir vel haft rétt fyrir þér.
Brynjólfur, ég hefði gaman af því að meta bók sem þú telur betri bók en Biblíuna og af hverju.
Einn af mínum uppáhalds köflum í Biblíunni er 13. kafli í fyrsta Korintubréfi; þú hlýtur að geta viðurkennt að minnsta kosti hann er öflugur og djúpur?
Mofi, 26.5.2009 kl. 18:22
Mofi, þitt mat á Biblíunni er byggt á fyrirframgefinni skoðun um ágæti hennar. Ef við fengjum óháða einstaklinga sem aldrei hefðu séð kristni til að bera Biblíuna saman við ýmis önnur rit þá kæmi hún kannski ofarlega en langt í frá efst.
Það eru góðir kaflar, satt er það. En það eru líka lélegir og ótrúlega langdregnir kaflar. Heimskuleigir kaflar. Ótrúverðugir og ósæmandi kaflar. Allt í allt er þetta samansafn meðalmennsku með einstaka hápunkti.
Að nokkur skuli telja sig finna hinn endanlega sannleika í slíku moði er hreinlega furðulegt.
Brynjólfur Þorvarðsson, 27.5.2009 kl. 09:28
Brynjólfur, dettur þér aldrei til hugar að kannski ertu ekki í aðstöðu til að meta suma parta hennar? Kannski hefur ákveðnir kaflar hennar sem þér þykja heimskulegir, kaflar sem einhverjum öðrum þykja mjög merkilegir?
Ég hef oft lent í því að bækur í Biblíunni sem höfðuðu nær ekkert til mín þegar ég var yngri en höfða mjög mikið til mín í dag. Sumir kaflar voru afskaplega tilgangslausir en síðan las ég heilabók um nokkra þannig kafla sem gerðu þá mjög merkilega.
Ekki spurning um hinn endanlega sannleika en satt, já og allt sem þarf til að finna eilíft líf.
Mofi, 27.5.2009 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.