19.5.2009 | 11:52
Afmælisveisla Darwins - svo sorglegt
Ég rakst á þetta myndband þar sem nemendur í Swarthmore skólanum halda upp á 200 afmæli Darwins, sjá: http://www.the-scientist.com/2009/05/1/17/1/#video
Margt forvitnilegt kemur fram þarna eins og að náttúruval er eitthvað sem Darwin fann upp en það er ekki rétt; það var sköpunarsinni að nafni Edward Blythe sem kom með hugmyndina um náttúruval á undan Darwin.
Síðan setja þeir upp Darwin fyrir framan tré lífsins sem er að hruni komið, sjá: Verið að höggva niður tré lífsins sem Darwin skáldaði upp og Mislukkuð spá Darwins - Tré lífsins
Það sem mér finnst undarlegt er að ef Darwin hafði rétt fyrir sér, þá væri það miklu frekar ástæða til að gráta en að fagna. Hvernig er hægt að fagna því að maður er aðeins efnablanda sem er hér í dag og horfinn á morgun. Þeir sem manni þykir vænt um eru annað hvort horfnir að eilífu eða eru á leiðinni til glötunnar.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Trúmál, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ ég fæ bara tár í augun Mofi minn. En kenndu hinum bloggurunum um kaldhæðni mína ÞEIR eru búnir að draga aumingja mig út í annan fighting!
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.5.2009 kl. 11:59
Hvaða mikilmennsku brjálæði er þetta alltaf í ykkur trúarnutterum sem getið bara ekki sætt ykkur við að vera ekki nafli alheimsins?
Svo er nú alveg kominn tími til þess að þú áttir þig á því að Þróunarkenningin er ekki eitthvað sem Darwin skáldaði upp og sagði að 'svona á þetta að vera' heldur er hann að lýsa ferli sem hann 'uppgötvaði' og lýsir því hvernig hlutirnir eru.
Svo er alveg yndislegt þegar þú vísar í þín eigin blogg þar sem allt þetta anti-Darwin og anti-þróunarkenningar bull í þér er hrakið hvað eftir annað og það fatta það allir nema þú.
Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 13:17
Það þarf ekkert að vera.
Hvort Darwin hafði rétt fyrir sér hefur ekkert að gera með fullyrðinguna um tilvist æðra valds og/eða framhaldslífs.
En ef þér er illa við "Þróunarkenningu Darwins", af hverju kallarðu hana þá ekki bara "Aðlögunarkenningu Blythes"? Sami hlutur.
Annars hef ég litlar áhyggjur hvað gerist eftir dauðann. Einbeiti mér í staðinn að lifa góðu lífi í sátt við samfélagið. Þarf engin trúarbrögð til þess.
Ragnar (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 13:20
Hvað ertu alltaf að hamra á þessu með hann Edward Blythe?
Viltu þá ekki tala lika um Alfred Russel Wallace og fleiri sem voru að garfa í þessu á sama tíma? Darwin kom þessu einfaldlega best frá sér og er þekktastur fyrir vikið. -alveg eins og Bell fyrir símann, sem hann var ekkert einn um.
Burt séð frá blaðrinu í þér með að þróun sé á einhverju undanhaldi eða að afsannast, sem er gjörsamlega tilhæfulaus fullyrðinging, þá ertu alltaf að hamra á sama punktinum með að lífið verði að vera sköpun Guðs til að vera ekki hræðilega sorglegt og tilgangslaust.
Ef þú hinsvegar hættir að hugsa um einstaklinginn sem mikilvægustu eininguna, þá er tegundin og lífið sjálft kannski ekki síður skemmtileg eining að hugsa um. Ef við lifum með það að markmiði að mannkynið þróist og verði eitthvað Star-Trek alheimsævintýri væri það kannski dálítið skemmtielgur tilgangur að spá í, og dauði einstaklingsins ekkert til að gráta yfir.
Þá gætum við átt mjög keimlík markmið, ég og þú, að skapa langlíft og þroskað mannkyn til að viðhalda lífi vitsmuna (eftir okkar meiningu) í alheiminum. Ég myndi stefna að slíkri þróun með eilífðina að markmiði, en þú með tímann fram að uppgjöri Guðs, eða hvað?
Burt séð frá því hversu miklu munar á eilífðinni minni og þinni, er þá einhver munur á markmiðum okkar og tilgangi?
mbk,
Kristinn Theódórsson, 19.5.2009 kl. 13:21
Tara, Þú verður að sýna mér hvar er verið að herja á þig; get ekki látið uppáhalds trollið mitt eftir varnarlaust einhversstaðar :)
Arnar, merkilegt hvað margir hafa á móti því að rangfærslur séu leiðréttar og að maður hafi skoðun á undarlegri trúarskoðun annara.
Það hefur mjög mikið að segja um Guð Biblíunnar og sá Guð sem kom hvergi að sköpunarverkinu, er varla þess virði að tilbiðja eða tala um.
Þegar kemur að náttúruvali þá einfaldlega var það hann sem kom með þá hugmynd fyrst og rangt að gefa Darwin heiðurinn af því.
Menn muna alveg eftir Alfred Russel og að hann kom með mjög svipaða hugmynd á svipuðum tíma og full ástæða að gera ekki lítið úr því.
Hverjum er ekki sama um hvað fólk gerir eftir að maður sjálfur deyr? Hvort að mannkynið eftir 500 ár verði að gera eitthvað Star-Trek dæmi skiptir mig engu máli ef ég er horfinn og verð aldrei aftur til.
Mofi, 19.5.2009 kl. 14:18
Talaðu fyrir sjálfan þig. Mér er ekki sama hvað verður um afkomendur mína, mannkynið eða lífið á Jörðinni eftir minn dag.
Þess vegna endurvinn ég :P
sth (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:38
sth, ég get ekki neitað því að ég upplifi sjálfan mig sem dáldið vel sjálfs elskan í því hvernig ég svaraði. Af hverju skiptir það þig einhverju máli ef þú hverfur og verður aldrei aftur til og þeir sem koma á eftir þér; hverfa líka og verða aldrei aftur til. Hvaða máli skiptir þá eitthvað af þessu þá eiginlega?
Mofi, 19.5.2009 kl. 14:41
Ég geri engar athugasemdir við þá leiðréttingu þína að aðrir en Darwin hafi verið komnir með hugmyndina að náttúrulegu vali á undan honum. En í vísindum er það bara þannig að sá sem er fyrstur að birta fær allan heiðurinn.
Ég vildi hinsvegar leiðrétta það að náttúrulegt val hefði verið 'fundið upp', heldur er þetta bara ferli sem menn tóku eftir og lýstu.
Og reyndar sýnir það bara að þótt Darwin hefði ekki sett fram þróunarkenninguna þá hefði bara einhver annar gert það. Hvað segir það ef svona margir voru að uppgötva sama hlutinn á svipuðum tíma? Eigum við að telja hve margir af þeim voru trúaðir.. allir?
Veit að þessu var beint til sth en:
Því þá geturðu hætt að hafa áhyggjur og notið lífsins betur, svínakjöt er td. bara nokkuð gott á grillið..
Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 15:00
Takk fyrir uppáhalds Aðventistinn minn :) Öldurnar eru að lægjast, sérstaklega eftir að ég sagði, sá vægir sem vitið hefur meira, og auðvitað vægði ég! En hugprúði Riddarinn er kominn með spurningar á mitt blogg en ég held mig á mottunni til tilbreytingar he he
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.5.2009 kl. 15:19
Eins og sagt er erfum við ekki Jörðina af foreldrum okkar heldur erum við með hana í láni frá börnunum okkar. Ég hefði viljað að forfeður okkar hefðu hugsað þannig um umhverfið.
Ég nýt lífsins og vil að aðrir geri það sama. Ég vil að aðrir geri það eftir minn dag og ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að svo verði. Það er það rétta að gera skv. samvisku minni og siðferðisvitund ;)
Ég bind líka miklar vonir við mannkyn og mennskt hugvit. Ég tel að ef við fáum nægan tíma og eyðum okkur ekki í einhverjum tilgangslausum átökum eigum við eftir að leysa flestar gátur lífsins og alheims og dreifa okkur og lífinu með okkur um fjarlæg sólkerfi. Til þess að svo megi verða gengur ekki að menn hagi sér eins og við höfum ætíð gert. Þessi hugsunarháttur sem þú orðar svo skýrt og skemmtilega stendur líka í vegi fyrir þessu. Það er þörf á hugarfarsbreytingu.
sth (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 15:27
Blythe birti einhverjar greinar um náttúruval í tímaritum áður en bók Darwins kom út.
Ég gef nú lítið fyrir það og ég myndi fyrst byrja hafa áhyggjur ef ég teldi þína heimsmynd vera hina réttu. Þá væri sannarlega ástæða til að hafa áhyggjur. Ég skal samt viðurkenna að pepparóní í pizzuna er eitthvað sem ég sakna :(
Takk Tara :)
Eins og ég sé þetta þá er samviskan eins og áttaviti og gott að vita að þinn er ennþá í ágætis lagi; þá hef ég enn smá von um að þú finnir leiðina heim :)
Hvernig kemstu að þeirri niðurstöðu að minn hugsunarháttur stendur í vegi fyrir þessu?
Mofi, 19.5.2009 kl. 15:47
Þakka hólið, en vertu ekki of bjartsýnn á þetta síðasta. Ég er margbúinn að ítreka þá skoðun mína við aðra færslu að ég tel minn siðferðisstaðal æðri gvuðs Biblíunnar.
Ég var að tala um þetta hérna:
Ég er búinn að útskýra hvers vegna ég tel þennan hugsunarhátt ekki til eftirbreytni og sé enga þörf á því að endurtaka mig.
sth (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 23:40
Það sem mér finnst athyglisverðast við skrif Mofa hér að ofan er þetta:
Hingað til hefur hann ekki einu sinni viljað hugsa sér að Darwin gæti haft rétt fyrir sér.
Þetta er mun nær því, á mælikvarða Mofa, að viðurkenna að þróunarkenningin sé rétt en nokkru sinni áður.
Hann á samt eftir að halda þessu áfram á þrjóskunni.
Ragnar (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 10:00
Og hvað nákvæmlega er svona skelfilegt við mína heimsmynd? Væri mjög fróðlegt að vita hvað það er sem þú óttast svona svakalega við trúleysi.
Arnar (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 10:15
Hverjum er ekki sama um hvað fólk gerir eftir að maður sjálfur deyr? Hvort að mannkynið eftir 500 ár verði að gera eitthvað Star-Trek dæmi skiptir mig engu máli ef ég er horfinn og verð aldrei aftur til.
Þetta comment sýnir svart á hvítu að trú Halldórs er eingöngu af sjálfselskum hvötum
Hvernig getur maðurinn látið svona út úr sér, voru ekki margir af hans helstu kenningarsmiðum í trúnnin ekki einmitt að vinna sín verk fyrir komandi kynslóðir?
Ef þeir hefðu hugsað svona hefði kristin trú varla náð þeirri fótfestu sem hún hefur í dag.... Fórnaði Jesús sér ekki fyrir okkur sem á eftir komu?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 10:41
Aðeins fleiri efnablöndur sem eru hér í dag og hverfa á morgun. Ég hefði haldið að sá sem á börn myndi einmitt skilja vel hversu dapurleg guðlaus veröld er þar sem þau hverfa í tómið; jafnvel fyrir augum manns.
Lykillinn að eilífu lífi tel ég felast í iðrun og snúa sér til Guðs. Ef þín sýn á Guði Biblíunnar er slæm þá bara þeim sem skapaði þig með þessa frábæru samvisku sem er svona miklu betri en Guð Biblíunnar.
Ef ég hefði þína heimsmynd þá myndi ég hafa áhyggjur því hún inniheldur enga von og engan tilgang. Þú getur búið til tilgang en ert í rauninni að blekkja sjálfan þig í staðinn fyrir að horfast í augu við raunveruleikann að samkvæmt þinni heimsmynd þá endanlega skiptir þetta engu máli.
Alls ekki; þó hún sýni að ég er sjálfs elskur, því get ég ekki neitað en það þýðir ekki að mér þykir ekki vænt um aðra líka.
Jú, til að þeir mættu öðlast líf... ef Jesú hefði fórnað sér og allir héldu áfram að deyja og hverfa inn í eilífðina þá hefði sannarlega sú fórn verið...ja, heimskuleg.
Mofi, 20.5.2009 kl. 11:01
Ég er ekki að búa mér til neina 'von' og ekkert að blekkja sjálfan mig um eitt eða neitt varðandi heimsmynd mina. Það ert þú sem virðist þurfa einhverja von og tilgang í lífinu til að halda þér frá því að sökkva ofan í eitthvað þunglyndi og bölsýni.
Ég er fyllilega sáttur við að líf mitt sem einstaklings þjónar nákvæmlega engum tilgangi í 'the big picture'. Tilgang skapar maður sér hinsvegar sjálfur.
Ég lifi mínu lífi á meðan þú lifir lífi sem einhverjir kallar skálduðu upp fyrir 2000 árum.
Óttastu sjálfstæðar ákvarðanir mófi?
Arnar (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:38
Egill Óskarsson, 20.5.2009 kl. 21:17
Hræðsla við dauðann er ástæðulaus. Við höfum öll verið "dauð" ef svo má segja. Hvernig var vitundin fyrir fæðingu? Við eigum eftir að "upplifa" það sama þegar við deyjum, þ.e. engin vitund, ekkert. Við vitum ekki af okkur, þetta er bara búið. Þannig er það bara hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Að ímynda sér að einhver guð hafi skapað okkur er einhver langsóttasta og barnalegasta útskýring sem til er fyrir tilvist okkar. Ertu svona mikið á móti vísindum vegna þess að þau eru algjörlega búin að afsanna tilvist guðs með raunverulegum sönnunum? Afhverju vitnarðu aðallega í heimildir á kristnum síðum en ekki hjá trúverðugu fólki? Hvaða raunverulegu og marktæku sannanir hefur þú fyrir tilvist guðs aðrar en þær sem þú framkallar sjálfur í hausnum á þér?
Reputo, 20.5.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.