Ræða um Guðs ótta og náð

Þessa ræðu flutti ég fyrir nokkrum hvíldardögum síðan. Hún er í lengri kantinum og frekar þung en mér finnst hún fjalla um mjög mikilvægt efni fyrir kristið fólk og vona að einhverjir njóti góðs af lestrinum.

 

 

Hafnafjarða kirkjan - ungleg kirkja

Þegar við fáum heimsóknir frá erlendum ræðumönnum þá segja þeir oft þegar þeir koma hingað í Hafnarfjörð að þetta er lífleg og ungleg kirkja.  Þeir sjá börn og ungt fólk og þeim finnst það alveg frábært.  Auðvitað höfum við gaman af því að heyra þetta en á bakvið þetta er mjög dapur raunveruleiki sem er sá að í flestum af þeim kirkjum sem þessir menn heimsækja þá er oftar ekkert ungt fólk í þeim.

Í síðustu Aðvent fréttum var grein sem fjallaði einmitt um þetta. Í henni kom fram að í fimmtu hverju Aðventkirkjum í Bandaríkjunum þá er ekki eitt einasta barn eða unglingur og að það væru 50% líkur á því að þeir sem alast upp í kirkjunni væru farnir áður en þeir yrðu 25 ára gamlir.

Þessar staðreyndir segja okkur grimmilega, að kirkjan er að verða mjög gömul, mjög hratt.  Og hve hratt getur hún elst áður en hún deyr algjörlega?

Þessi grein fjallaði líka um leiðir til að reyna að snúa við þessari þróun; alveg eins og flestir af þeim erlendu ræðu mönnum sem koma hingað til okkar reyna að gera.  Þeir koma með hugmyndir um hvernig við getum fjölgað í kirkjunni, hvernig við getum haldið í unga fólkið og svo framvegis.  Oftar en ekki sjáum við flottar Powerpoint glærur sem lista upp nokkur atriði sem við þurfum að gera til að vaxa sem kirkja: atriði eins og „vera vingjarnleg“, „bjóða vinum í kirkju“, „bjóða fólki í mat“, „vera með námskeið“, „banka á dyr“ og sitthvað fleira í þeim dúr.  Ekkert beint að þessum atriðum en það sem mér finnst dáldið eins og þetta eru svona manngerðar aðferðir til að lokka fólk í kirkju.

Það er eins og þegar kemur að boðun og þegar kemur að halda í unga fólkið þá leita allt of margir til sálfræðinga, félagsfræðinga og markaðsfræðinga og alls konar þannig fræða frekar en að ráðfæra sig við Orð Guðs.

Ég er sannfærður um það að lausnina er ekki að finna í klóknum boðunar aðferðum heldur í Biblíunni.

En Biblían er stór bók, hvaða atriði eru þar sem okkur vantar?  Þegar kemur að því að boða til okkar samfélags þá tel ég að við eigum að horfa til þess sem Jesú boðaði, þess sem Pétur boðaði og þess sem Páll boðaði. Læra af þeim og láta þann boðskap sem þeir höfðu fram að færa vera grunninn að öllu okkar boðunar starfi. Og þá alls ekki að sleppa því óþægilega sem þeir sögðu.

En það leysir ekki vandamálið varðandi þá sem alast upp í kirkjunni en fara síðan.

Sá þáttur sem ég held að vanti eða er vanræktur eða er hreinlega afskræmdur er að finna í boðskap fyrsta engilsins.

Boðskapur fyrsta engilsins – óttist Guð

Boðskap fyrsta engilsins er að finna í Opinberunarbókinni 14. kafla en við sem kirkja trúum að það er sá boðskapur sem okkar kirkja á að boða á okkar tímum.

Boðskapurinn hljómar svona: „Og ég sá annan engil fljúga um háhvolf himins. Hann hélt á eilífum fagnaðarboðskap til að boða þeim sem á jörðunni búa og sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð 7og sagði hárri röddu: „Óttist Guð og gefið honum dýrðina. Stundin er komin er hann kveður upp dóm sinn. Tilbiðjið þann sem hefur gert himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna.“

Fyrsta orðið í boðskapnum er ótti.  Það getur verið auðvelt að hlaupa yfir það; því að við höfum öll tilhneigingu til að líta fram hjá því sem okkur finnst óþægilegt eða skiljum ekki alveg en í dag  þá langar mig að skoða þetta atriði nánar.

Hvað er Guðsótti? 

Hvað er Guðs ótti?   Þýðir það að við eigum að óttast Guð?  Getur orðið virkilega þýtt... ótti?  Þýðir það ekki frekar „virðing“ eða „náið samband við Guð“ eða bara eitthvað annað?

En...ef Guð meinti virðing; gat Hann þá ekki sagt eitthvað á þessa leið „virðið Guð og gefið Honum dýrðina“?   Hafði Guð ekki nógu góðan orða forða eða?   þýðir orðið einfaldlega ótti?

Við skulum skoða hvað Biblían hefur um þetta mál að segja; athugum hvað við getum lært af mismunandi versum um ótta Guðs og reynum að skilja sem best hvað hún er að reyna að segja okkur.

Dæmi um guðs ótta

Jesaja 8
12Kallið ekki allt samsæri sem þetta fólk kallar samsæri.
Óttist ekki það sem það óttast, skelfist ekki.
13Drottinn allsherjar sé yður heilagur, hann skuluð þér óttast,
hann skuluð þér skelfast.

Jeremía 32
39 Ég mun gefa þeim eitt hjarta og eina breytni svo að þeir sýni mér lotningu alla tíð, þeim sjálfum til heilla og sonum þeirra eftir þá. 40 Ég geri við þá ævarandi sáttmála um að ég snúi mér ekki frá þeim heldur reynist þeim vel. Ég legg guðsótta í hjarta þeirra svo að þeir víki aldrei frá mér

Orðskviðirnir 8
13 Að óttast Drottin er að hata hið illa,
hroka og dramb, meinfýsi og ósannsögli hata ég.

Orðskviðirnir 14
26 Að óttast Drottin veitir manni öryggi, börn hans munu eiga sér athvarf.
27 Að óttast Drottin er lífslind og forðar frá snörum dauðans.

Orðskviðirnir 16
5 Sérhver hrokagikkur er Drottni andstyggð, vissulega sleppur hann ekki við refsingu. 6 Misgjörðir afplána menn með tryggð og vináttu, að óttast Drottin forðar frá illu.

Jobsbók 28
28 En við manninn sagði hann: „Það er speki að óttast Drottin, viska að forðast illt.“

Opinberunarbókin 15
4Hver skyldi ekki óttast þig, Drottinn, og vegsama nafn þitt?
Því að þú einn ert heilagur, allar þjóðir munu koma og tilbiðja frammi fyrir þér
því að réttlátir dómar þínir eru opinberir orðnir.

Malakí 3
16 Um þetta töluðu þeir hver við annan, sem óttuðust Drottin, og Drottinn hlýddi á með athygli. Frammi fyrir honum var skrifuð bók til að minna á alla sem óttast Drottin og virða nafn hans.
17 Þeir skulu verða mín eign, segir Drottinn hersveitanna, á þeim degi sem ég hefst handa. Ég mun vægja þeim eins og maður vægir syni sínum sem þjónar honum

2. Mósebók 20
20 Og Móse sagði við fólkið: "Óttist ekki, því að Guð er kominn til þess að reyna yður og til þess að hans ótti sé yður fyrir augum, svo að þér syndgið ekki."

Síðara Korintubréf 7
1 Þar eð við því höfum þessi fyrirheit, elskuð börn mín, þá hreinsum okkur af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun okkar í guðsótta.

Við getum séð eftirfarandi úr þessum versum.

  • AðÓtti Guðs er að forðast hið illa og hreilega hata hið illa.
  • Ótti Guðs er oftast tengt dómi Guðs.
  • Þeir sem óttast Guð þeira fá náð á dómsdegi.
  • Að óttast  Guð kemur í veg fyrir að maður syndgar.
  • Að óttast Guð er eins og lífsins lind sem bjargar frá dauða

 

Hvort sem þið verðið sammála mér í minni niðurstöðu í þessu máli þá hljótum við öll að geta verið sammála um það að þetta mál er mjög mikilvægt og verðskuldar okkar athygli. 

Er ótti af hinu vonda?  Reyna ekki foreldrar að láta börn sín óttast ákveða hluti af því að þeir vilja ekki að þau fari sér að voða?  Er ekki betra að útskýra alvarleika þess að gera eitthvað sem er hættulegt eins og leika sér úti á götu, passa sig á rafmagni og láta fíkniefni í friði en að gera lítið úr þessum hlutum svo að barnið óttast ekki að gera eitthvað af þessu og síðan fer sér að voða?

 

Heyrum síðan hvað Jesú sjálfur segir um þetta atriði:

Matteusarguðspjall 10
28 Hræðist ekki þá sem líkamann deyða en fá ekki deytt sálina. Hræðist heldur þann sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti.

Þetta er alveg mögnuð setning. Ímyndið ykkur ef það kæmu hérna inn hópur manna með byssur og byrjuðu að skjóta á okkur.  Mynduð þið vera hrædd? Myndi þið skjálfa á beinunum og nötra af hræðslu?  Ég veit að ég yrði hræddur en Jesús segir hérna að við eigum ekki að óttast þannig menn heldur að óttast Guð sem hefur vald til að tortíma sálunni en það eitthvað sem engir maður hefur vald til að gera.

Ótti barns við föður

Í minni tilraun til að skilja þetta þá vil ég líkja þessu við ótta barns við föður sinn.  Barnið trúir því að faðirinn elski það.  Barnið fær góðar gjafir frá pabba og veit fátt betra en að leika við hann.  Barnið er hreinlega ekki frá því að pabbi þess elski það svo mikið að hann myndi láta lífið til að vernda það.  En jafnframt því að vita allt þá veit barnið líka það að ef það gengi inn í stofuna þar sem pabbi og mamma eru að horfa á sjónvarpið og það myndi skyrpa á mömmu sína, sparka í sjónvarpið svo það dytti um koll og brotnaði og síðan bölva föður sínum þá er barnið nokkuð viss um að pabbi yrði logandi reiður og réttilega svo. Það fengi þvílíkar skammir og yrði hent inn í herbergi og myndi líklegast ekki þora út aftur fyrr en það væri orðið fullorðið.

Svo þótt að barnið viti að pabbi elski það, þá er það hrætt við að brjóta á móti honum því að þá fær það refsingu; refsingu sem barnið veit að er réttlát.

Hebreabréfið orðar þetta svona:

Hebreabréfið 12
8Ef Guð agar ykkur ekki þá eruð þið ekki börn hans heldur þrælborin. 9 Við bjuggum við aga jarðneskra foreldra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum við þá ekki miklu fremur lúta aga himnesks föður okkar og lifa?
...
28 Þar sem við því fáum ríki, sem ekki getur bifast, skulum við þakka það og þjóna Guði, svo sem honum þóknast, með lotningu og ótta. 29 Því að okkar Guð er sem eyðandi eldur.

Að meta náðina, að meta krossinn

Þegar Jesú fór þá fól Hann lærisveinunum að fara og predika til alls heimsins fagnaðarerindið.  Allir þeir sem síðan vilja gerast fylgjendur Krists fá þetta sama hlutverk.  Kjarninn í fagnaðarerindinu er að Guð vill gefa náð sérhverjum einstaklingi sem iðrast og setur traust sitt á Krists; sá einstaklingur öðlast náð Guðs og eilíft líf. Að mínu mati þá tel ég að það má segja að æðsti tilgangur kristins einstaklings að láta náð Guðs vera stórkostlega í augum heimsins. Við könnumst öll við sálminn „amazing grace“ eða „himin djúpa helga náð“ eins og Jón okkar Hjörleyfur útlistaði svo fallega. En hvernig getum við útskýrt fyrir heiminum, fyrir okkar samfélagi hérna í kring að náðin sem Guð hefur gefið okkur og vill gefa þeim er stórkostleg?

Ímyndið ykkur að fara niður í bæ og tala við fólk og segja þeim frá náð Guðs. Guð hefur náðað þig, viltu ekki gerast lærisveinn Krists?  Ég efast um að viðbrögðin yrðu mjög góð enda frekar óskiljanlegur boðskapur. 

En ímyndið ykkur fanga á dauðadeild.  Hann situr dag eftir dag í sínum klefa, vitandi það að hvenær sem er þá mun vörður koma og segja að stundin er runninn upp.  Þegar fanginn gengur upp gálgann þá hamast hjartað í honum á miljón.  Hetta yfir höfuðið og hann fær snöru um hálsinn og hann skjálfar og nötrar.  Skelfingin er óbærilega og innst inni þá óskar hans sér ekkert frekar en að sleppa og fá að lifa.  Þegar hann bíður þarna í ofvæni eftir því að mæta örlögum sínum þá heyrir hann kallað „stöðvið aftökuna, forsetinn er búinn að náða fangann“. 

Haldið þið að þessi fangi kunni að meta náðina?  Ætli hann sé ekki þakklátur forsetanum fyrir að náða hann og gefa honum frelsi?

Ég held að það er engin spurning.  Er möguleiki að þessi lífsreynsla fangans er lífsreynsla sem við ættum að upplifa að einhverju leiti til þess að skilja hversu mikilvæg og dýrmæt náð Guðs er?  Er möguleiki að þeir sem hafa fallið frá vantaði þessa upplifun? Að þeir hafa ekki séð hversu dýru verði þeir voru keyptir og hvaða örlög bíða þeirra ef þeir yfirgefa Guð. 

Líklega líta margir ekki svo á að þeir hafi yfirgefið Guð en kannski höfum við þar einmitt líka brugðist. Við höfum ekki útskýrt nógu vel hvað Biblían segir hvað fylgjandi Krists gerir en hann starfar fyrir Krist, boðar Hans ríki, lifir á Orði Guðs og vanrækir ekki samfélag trúsystkynna sinna.

Minn punktur hérna er að boðskapur um dóminn og viðvörun um glötun á að vera hluti af okkar boðskap því annars mun enginn meta krossinn og þá náð sem Guð er að bjóða.

Barna uppeldi – boðorðin tíu

En aftur að spurningunni, af hverju er kirkjan að eldast svona hratt?  Af hverju er unga fólkið að flýja kirkjuna sem það ólst upp í?  Það er vers í Biblíunni sem ég tel vera eitt veigamesta varðandi þetta atriði og það er að finna í 5. Mósebók 6. Kafla en þau hljóða svona:

5.  Mósebók 6
6 Þessi orð, sem ég boða þér í dag, skulu vera þér hugföst. 7Þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum. Þú skalt hafa þau yfir þegar þú situr heima og þegar þú ert á faraldsfæti, þegar þú leggst til svefns og þegar þú ferð á fætur. 8Þú skalt binda þau sem tákn á hönd þína og hafa þau sem merki milli augna þinna. 9Þú skalt skrifa þau á dyrastafi húss þíns og borgarhlið þín.

Hvaða orð voru það sem við áttum að brýna fyrir börnunum okkar? Hafa þau yfir áður en maður fer að sofa og lesa þau síðan aftur þegar maður fer á fætur?  Þau orð sem þarna er verið að tala um eru boðorðin tíu.

En hvað eigum við að gera ef þau síðan brjóta þessi boðorð?

Vara við dómi og glötun – Hvað gerði Jesú

Vörum við þau við dómi og glötun?  Hvað gerði Jesú?

Í Lúkasarguðspjalli 13. Kafla þá lesum við um samtal Jesú við nokkra menn og þar kemur þetta fram:

Lúkasrguðspjall 13
2 Jesús mælti við þá: "Haldið þér, að þessir Galíleumenn hafi verið meiri syndarar en allir aðrir Galíleumenn, fyrst þeir urðu að þola þetta?
3 Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins.

Flestar dæmisögur Krists fjalla um einhvern sem er trúfastur sem verður hólpinn á dómsdegi og síðan þá sem munu glatast svo það er alveg á hreinu:  Jesú varaði sína hlustendur við glötun.

Ég held að hérna vantar okkur sama hugafar og Guð hefur en það hugarfar sjáum við í þekktu versi sem hljóðar svona „Guð vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar“.  Þessi iðrun er lykillinn að því að öðlast eilíft líf svo iðrun er það sem við erum að leitast eftir og hún er aðeins möguleg með því að vita hvað það var sem maður gerði rangt og alvarleika þess.


Nú, ef einhver hefur áhyggjur af þessu og sýnir iðrun, hvað á maður þá að gera?  Eða með öðrum orðum, ef einhver virðist hafa upplifað Guðs ótta, hvað á maður þá að segja?

Krossinn

Ef það gerist þá fær maður eitthvað sem ég held að segja má sé einn sá æðsti heiður sem við getum öðlast en það er að fá að segja frá Jesú er Hann dó á krossinum.  Útskýra að það var þá sem Hann borgaði gjaldið fyrir okkar afbrot með sínu blóði.  En svona andlegan sannleika getur verið erfitt að skilja og það getur verið gott að fara í fótspor Krists og segja dæmisögu sem hjálpar til að útskýra þetta.

Ein slík saga hjálpaði mér að skilja þetta en hún hljómar svona:

Það var einu sinni einstæð móðir sem átti unga stúlku. Þegar stúlkan var að alast upp þá áttaði hún sig smá saman að hendur móður hennar voru... afskræmdar; hendur móðurinnar voru hreinlega ljótar.  Hún byrjaði líka að taka eftir því að fólk brást illa við þegar það sá hendur móðurinnar; andlits svipur fólksins var eins og þegar fólk sér eitthvað ógeðfellt.  Ein jólin þá datt stúlkunni það snjallræði í hug að gefa mömmu sinni fallega hanska. Mamman þakkaði fyrir gjöfina og eftir þetta þá var stúlkan dugleg við að minna mömmu sína á að vera í hönskunum og ef mamma hennar gleymdi því þá brást hún illa við.

Nokkrum árum seinna þá gerðist það að vinkonur stúlkunnar komu í heimsókn og mamma hennar fór til dyra og hleypti þeim inn en í þetta skiptið gleymdi mamma að vera í hönskunum. Vinkonurnar höfðu aldrei séð hendurnar á móður stúlkunnar og þeim brá og þegar stúlkan áttaði sig á hvað hafði gerst varð hún ösku reið og húð skammaði mömmu sína. Hún sagði henni að hún hefði gefið henni fallega hanska og hún hefði marg oft beðið hana um að vera í þeim. Við þetta fór móðir hennar sorgmædd í burtu.  Það vildi svo til að amma stúlkunnar var í heimsókn og varð vitni að þessu og seinna um kvöldið þá kom hún til stúlkunnar og sagði við hana: „veistu af hverju hendur móður þinnar eru eins og þær eru?“. Nei svaraði stúlkan.  Einu sinni þegar þú varst bara ungbarn þá kviknaði í húsinu þegar mamma þín var ekki heima.  Þegar hún kom að þá var húsið í logum en hún vissi að þú værir inni og reyndi að hlaupa inn til að bjarga þér. Slökkvuliðsmenn voru komnir að reyna að slökkva eldinn og þeir reyndu að koma í veg fyrir að mamma þín hlypi inn en þeir gátu ekki stöðvað hana. Hún fann þig og kom með þig út en hendurnar á henni höfðu brunnið við að bjarga þér úr eldinum.“ 

Þegar stúlkan heyrði þetta þá fór hún að gráta og þegar mamma hennar kom heim þá hljóp hún til hennar, kyssti hendur hennar og sagði „fyrirgefðu, fyrirgefðu“.

Biblían talar um nýjan himinn og nýja jörð. Að þá mun engin sorg, þjáning eða dauði vera til; allt mun vera fallegt og ekkert til að minna á þann heim sem við lifum í dag. Fyrir utan eitt, nagla för í höndum Krists og fyrir þá sem fá að tilheyra ríki Guðs þá mun þær hendur vera eitt það fegusta sem þeir vita um því að þar birtist þeim kærleikur Guðs til þeirra.

Ótti og frelsun

Hvernig tengist þá allt þetta?  Er ég þá að segja að við eigum að lifa okkar ævi í ótta og angist?   Í bréfi Páls til Filippímanna lesum við:

Bréf Páls til Filippímann 2

12Þess vegna, mínir elskuðu, þér sem ætíð hafið verið hlýðnir, vinnið nú að sáluhjálp yðar með ugg og ótta eins og þegar ég var hjá yður, því fremur nú, þegar ég er fjarri.

Svo, ótti er hluti af frelsuninni en í fyrsta Jóhannesarbréfi lesum við

Fyrsta bréf Jóhannesar 4

17 Með því er kærleikurinn orðinn fullkominn hjá oss, að vér höfum djörfung á degi dómsins, því að vér erum í þessum heimi eins og hann er.
18 Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann.

Við þurfum að sjá starf okkar sem mjög mikilvægt starf. Það ætti að vera í okkar huga jafn mikilvægt og þegar slökkvuliðs maður bjargar fólki úr brennandi húsi. Guð hefur látið okkur taka þátt í að bjarga heiminum með fagnaðarerindið að vopni og við ættum að líta á það sem mikinn heiður og mikla blessun að fá að deila því með öðrum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband