15.5.2009 | 13:43
Frábært framtak Ögmundar
Það er auðvitað miklu betra að það sem er hollt og eykur hreysti þjóðarinnar og minnkar kostnað í læknisþjónustu sé ódýrt. Þessu má koma til leiðar með sköttum og ég sé ekkert við rangt við það; nema það fari í eitthvað óhóf. Eins og Ingibjörg Sara segir þarna í fréttinni þá eigum við heimsmet í gosþambi og það er bara eðlilegt að ríkisstjórnin bregðist við því.
Mér fannst athugasemd neytendasamtakanna afskaplega slöpp.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/15/gagnrynir_hugmyndir_um_sykurskatt/
Ástæða er til að minna á að gjöld af þessu tagi (óbeinir skattar) fara beint út í verðlagið og hafa þar með áhrif á verðtryggð lán, hækka höfuðstólinn og auka greiðslubyrði þeirra. Neytendasamtökin lýsa andstöðu sinni við slíkri skattlagningu," segir á heimasíðunni.
Gjöld af þessu tagi hafa miklu frekar þau áhrif að fólk leitar frekar í eitthvað annað en gosdrykki.
Tak samt undir með einum bloggaranum sem benti á að það er dáldið eins og frekar "lítil" mál eru í forgangi hjá ríkisstjórninni og stóru málin látin mæta afgangi en vonandi eru þau að vinna í mikilvægu málefnum þjóðarinnar.
síðan forvitnilegt myndband sem sýnir hve mikið af sykri er í einni dós af kóki.
Must See This!!!! The Amount Of Sugar In Coke - More free videos are here
Sykurskattur fyrir lýðheilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Prófaðu að hella kóki í glas og hella því svo í vaskinn næsta föstudag...
Persónulegt móment hjá mér sem gerði mig afhuga kóki - for life. Þurfti ekki einu sinni að reyna að hætta að drekka það
Mama G, 15.5.2009 kl. 13:51
Hvað er svona 'slappt' við athugasemd Neytendasamtakanna? Það er augljóst að til þess að þetta beri einhvern árangur til minnkunar sykurneyslu þá þarf skatturinn að vera ríflegur (þ.e. hækka vörur með mest sykurinnihald um 50-100%). Þetta hefur áhrif á vísitölu neysluverðs (engin leið framhjá því) og þar með hækka verðtryggð lán allra landsmanna.
Ég velti því svo fyrir mér hvort aumingja foreldrarnir sem hafa núna ekki efni á tannlæknaþjónustu fyrir börnin sín verði betur sett til að kaupa slíka þjónustu þegar marga helstu neysluvörur hækka (það er ekki eins og heilbrigðari vörur muni lækka!) og lánin þeirra fara einnig upp. Ekki líklegt.
Þetta er illa vanhugsuð aðgerð sem hefur fyrst og fremst áhrif á tekjur ríkissjóðs og buddu almennings. Áhrif á tannheilsu barna verða hverfandi ef nokkur.
Kristinn (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 13:53
Mama G, ég þarf að prófa þetta. Ég fæ mér kók oft um helgar og hugsa oft eftir á, ég hefði átt að sleppa þessu. Vantar kannski svona reynslu til að hætta þessu alveg; takk :)
Kristinn, verðtryggingin og hvernig hún er reiknuð er frekar vandamálið hérna frekar en að skattar leiðbeina neyslu fólks í það sem er hollara.
Mofi, 15.5.2009 kl. 15:58
Þess fyrir utan þá er það einfaldlega ekki sykurinn sem er mesti skaðvaldurinn í gosdrykkjum.
Mér finnst tvennt merkilegt við þetta. 1) Á seinustu 20 árum hefur gosdrykkja aukist umtalsvert en á sama tíma hefur tannheilsa líka batnað verulega skv. könnun sem Lýðheilsustofnun hefur gert. Árið 1986 voru 4% 12 ára barna með óskemmdar fullorðinstennur er 2005 var hlutfallið komið upp í 34%.
2) Í stað þess að a) efla forvarnir og reyna að efla meðvitund foreldra eða b) gera aðgengi barna að tannvörnum og lækningum betra þá var fyrsta ráð nýs ráðherra að 'stýra neyslunni' eins og hann orðaði það svo skemmtilega sjálfur.
Þetta finnst mér varhugaverður hugsanaháttur.
Egill Óskarsson, 15.5.2009 kl. 19:22
Bara smá innlegg, mér finnst þetta vera smá slippery slope sem gæti endað illa.
Fyrst hækkum við verðið á sykurvörum, svo á feitum vörum.. svo kannski að banna vörur sem eru óhollar, McDonalds, sígarettur, áfengi, nammi, hvítt brauð, smjör, kók, sumt krydd...
...ég er algjörlega sammála að þetta sé ekki holt fyrir fólk, en á ríkið að reyna að stjórna því hvað við borðum? Það væri hægt að ganga lengra og lengra með sömu rökum- „þetta er óhollt, ríkisstjórnin veit betur og á að hafa vit fyrir þér“. Ég er eiginlega smá hræddur við að fá svar frá þér vegna þess að þú virðist oft svara höstuglega þannig ég vil benda á að þetta er bara það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði þetta, þetta hljómar mjög vel- „bjarga börnunum“ - en skerðir þetta ekki frelsi fólks að hækka vörur sérstaklega til þess að fólk kaupi þær ekki?
Baldur Blöndal, 16.5.2009 kl. 02:03
Fólk hættir oftast ekki að gera það sem vill gera af því að það kostar 5-10% meira. Hefur sambærilegur skattur á tóbak dregið eitthvað úr reykingum að ráði?
Mér finnst líklegra að þetta hafi þau áhrif að fólk neitar sér frekar um „óþarfa“ á borð við tannlæknaferðir. Ég er á móti þessu nema a.m.k. helmingu af innkomunni fari í „forvarnir“ og fría tannlæknaþjónustu fyrir börn.
Einar Jón, 16.5.2009 kl. 04:03
Ég skil alveg sjónarmið margra þeirra sem skrifa hér athugasemdir, en langar engu að síður að koma með pælingu Baldur:
Hvað þá með eiturlyf á borð við kókaín, heróin, metamfetamín o.s.frv.? Ættu þau ekki að vera leyfileg skv. þessum rökum?
Aftur, ég er þér sammála í grunnatriðum, en þetta er samt svona pæling :)
sth (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 12:06
Þetta er enn eitt af þeirri vitleysu sem vinstri fólk á í vanda við. Það þarf að hugsa fyrir ÖLLU.
Tilhvers í FCKNG fjandanum að leggja skatt á gosdrykki? Afþví að ríkisstjórnin er svo fckng eigingjörn og ætlar bara að stjórna öllu? Ég veit ekki! Fólk má gera það sem það sýnist og ef það drepur sig í kjölfarið þá er það bara þeirra vandamál vegna þess að þau völdu það að drepa sig! Eigið þið eitthvað erfitt með að skilja það?
Ef að börn eiga við það vandamál að stríða að drekkja sig í hel af gosdrykkjum afþví að þau hafa fengið vana afþví vegna koffínsins þá er það þeirra vandamál og vandamál foreldrana að leiðbeina börnunum!
hfinity (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 19:31
Hvað þá með eiturlyf á borð við kókaín, heróin, metamfetamín o.s.frv.? Ættu þau ekki að vera leyfileg skv. þessum rökum?
Það hefur sýnt sig bæði í Sviss og Portúgal að lögleiðing (frekar kannski að gera þau ekki ólögleg) slíkra efna dregur stórglega úr vandmálum tegndum heilsu fólks vegna þeirra á undra skömmum tíma
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 11:09
„Hvað þá með eiturlyf á borð við kókaín, heróin, metamfetamín o.s.frv.? Ættu þau ekki að vera leyfileg skv. þessum rökum?“
Mér finnst að hverjum og einum ætti að vera leyft að gera það sem viðkomandi vill, svo fremur sem það skaði ekki aðra. Ef einhver reykir t.d. hass og skaðar engan annan þá sé ég ekkert að því, og það sama finnst mér gildi um mörg önnur eiturlyf. Ég veit ekki mikið um eiturlyf samt, þannig það getur vel verið að heróín eða kókaín skaði annra en notendur (þá er ég ekki endilega að tala um andlegan skaða aðstandana).
Þetta vekur hins vegar upp spurningar hvort það ætti að banna áfengi, vegna þess að það að drekka áfengi getur haft slæm áhrif af einhver keyrir eftir að hafa drukkið.
Baldur Blöndal, 17.5.2009 kl. 22:14
Það er hægt að koma í veg fyrir að þetta auki verðbólguna. Mér finnst virkilega undarlegt að vera eitthvað á móti því að reyna að láta það sem er óhollt vera dýrara en það sem er hollt.
Þegar ríkið borgar brúsan á slæmum venjum sums fólks í heilbrigðiskerfinu þá finnst mér ekkert að því að reyna að láta það sem er gott fyrir samfélagið vera það sem er ódýrt fyrir fólk að kaupa og það sem er slæmt fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan sé dýrara. Að banna eitthvað...hmm :) Það er svo margt bannað hérna á Íslandi en við bara gerum okkur ekki grein fyrir því fyrr en maður sér það í útlöndum og spyr af hverju það er ekki á Íslandi og kemst að því að það er bannað hjá okkur. Ég viðurkenni að þannig forræðishyggja er mér ekki að skapi.
Það væri gaman að sjá einhverjar rannsóknir á því. Ég þekki persónulega reykingarmenn sem tala um að vilja hætta því þeir tíma þessu ekki. Persónulega held ég að ef pakkinn kostaði 5.000 kall þá myndi það pottþétt hafa áhrif en þetta getur verið tvíeggjað; kannski myndi þá bara smygl aukast...
Skaðsemi áfengis er augljós og ef að á markaðinn kæmi inn efni sem við þekktum ekki og hefði jafn skaðleg áhrif þá væri líklegast almenn afstaða að það væri rétt að banna efnið. En vandamálið með áfengi er að fólki líkar það svo mikið að það horfir fram hjá slæmu áhrifum þess. Bara mín fyrsta hugsun þegar ég las þetta hjá þér.
Mofi, 18.5.2009 kl. 11:11
Það er hægt að koma í veg fyrir að þetta auki verðbólguna. Mér finnst virkilega undarlegt að vera eitthvað á móti því að reyna að láta það sem er óhollt vera dýrara en það sem er hollt.
Þér finnst það líklega undarlegt vegna þess að þú hefur ekki mikla þekkingu á hagfræði... það að hækka verð á vöru sem er óholl verður ekki til þess að fólk hættir að neyta hennar... og hollu vörurnar verða áfram dýrari en þær óhollu
Þetta mun því bæði hafa bein áhrif á láglaunafólk þar sem matarkarfan þeirra hækkar í verði og svo munu óbeinu áhrifin sem slík skattahækkun hefur á verðbólgu hafa önnur verri áhrif
Látum þekkingu þína á þróunarkenningunni liggja á milli hluta, en hagfræðin er annað mál og augljóslega eitthvað sem þú hefur ekki mikið kynnt þér.... skattahækkanir á matvöru koma alltaf tvöfaldar til baka á neytendur
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 14:30
Það má líklegast segja það að það sem er ódýrara þyrfti að lækka eitthvað til þess að þetta skilaði einhverjum árangri. Fólk óneitanlega er ekki líklegt til að kaupa það sem er hollara ef það er samt dýrara eða það er jafn dýrt.
Mofi, 18.5.2009 kl. 15:16
Til þess að skila árangri þá þyrfti að gera þetta á þann hátt að hollari vara yrði ódýrari... og að gera það með því að hækka skattinn á því óholla í stað þess að lækka hann á þeirri hollu gerir ekkert nema gera neyð þeirra sem minnst eiga enn meiri
Þessi hugmynd Ögmundar er því arfaslök og stuðningur þinn sömuleiðis
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.