Er þetta kaldhæðni?

CatholicPriestÞað virkar á mig sem frekar kaldhæðnislegt að maður sem má ekki stunda kynlíf samkvæmt skipun kirkjunnar sinnar er að gefa öðrum ráðleggingar um kynlíf.  Þetta er svona eins og að lesa bók í læknisfræði eftir mann sem hefur aldrei og má ekki stundað læknisfræði.

Sorglegt að Kaþóslka kirkjan skuli setja þessar ómannúðlegu kröfur á sína presta sem orð Guðs gerir ekki. Meira að segja segir Biblían að sá sem vill veita söfnuði Guðs forstöðu skuli vera maður sem er giftur einni konu og hefur stjórn á heimili sínu.

Fyrra Tímóteusarbréf 3
1Það orð er satt. Sækist einhver eftir biskupsstarfi þá girnist hann göfugt hlutverk. 2Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur,bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari, 3ekki drykkfelldur, ekki bofsafenginn, heldur gæfur, ekki deilugjarn, ekki fégjarn. 4Hann á að vera maður sem veitir góða forstöðu heimili sínu og venur börn sín á hlýðni og alla prúðmennsku.
5Hvernig má sá sem ekki hefur vit á að veita heimili sínu forstöðu veita söfnuði Guðs umsjón? 

 


mbl.is Prestur gefur út kynlífshandbók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Kannski þessi prestur hafi brotið öll lög þeirra,og stundað kynlíf utan kirkjutíma,??? alla vega hafði hann ekki samband við mig, en kannski hefur hann fengið lánaða klámmynd,??? Hver veit,varla er þetta honum meðfætt,???hver veit,þvílík rugl,en aðeins smá skemmtun í tilíhugunar lífið eða svoleiðis,en ég get nú ekki annað en verið sammála höfundi Mofa,hvaðan hefur þessi prestur þessa þekkingu sína,??? dæmi hver fyrir sig, ég hef mínar grunsemdir,HA HA HA HE HA. kær kveðja.konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 14.5.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Mofi

Jóhannes, já, ég hef mínar grunsemdir líka :)

Hinricus, ég held að menn geti vel verið skemmtilegir þó þeir kenni börnum sínum hlýðni og kurteisi. 

Mofi, 14.5.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Mofi

Hinricus, það er án efa týpan sem er afskaplega ströng sem er líkleg til að vera afskaplega leiðinleg. En ef þetta er gert í góðum anda þá tel ég að þetta geta verið af hinu góða.

Mofi, 15.5.2009 kl. 11:07

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ég hef líka mínar grunsemdir að þessi prestur hafi leikið lausum hala.

Fáránlegar reglur að prestar í Kaþólskukirkjunni megi ekki kvænast.

Guð skapaði konuna fyrir manninn á sínum tíma og að  þau yrðu eitt. Því miður hafa margir prestar innan Kaþólskukirkjunnar misnotað börn sem er viðurstyggð. Mikið af þessum gjörning myndi nú sennilega ekki hafa gerst ef þessir menn hefðu mátt lifa eðlilegu lífi eins og aðrir. En auðvita vitum við um fullt af fólki sem er gift sem hafa misnotað börn og er það svívirðilegt. 

Myrkrahöfðinginn er allstaðar að vinna. Hann er kominn til að stela, slátra og eyða. Þetta er ein af hans aðferðum til að eyðileggja líf barna þannig að þau eru merkt fyrir lífstíð. Enginn er undanskilinn þegar Satan er annarsvegar, ekki einu sinni blessuð börnin.

Hvernig er með Doctor E. Er hann ekkert að koma hingað inn með sína rispuðu plötu.

Sól og sumaryl hér. Hefur þú komið til Vopnafjarðar? Hvernig væri að Jesúbloggarar kæmu í heimsókn til mín í sumar?

Guð veri með þér Mofi

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.5.2009 kl. 12:09

5 identicon

>>Fáránlegar reglur að prestar í Kaþólskukirkjunni megi ekki kvænast. 

Er það ekki útaf:

Lúkasarguðspjall 20

    34Jesús svaraði þeim: "Börn þessarar aldar kvænast og giftast,

    35en þeir sem verðir þykja að fá hlutdeild í komandi veröld og upprisunni frá dauðum, kvænast hvorki né giftast.

Áki (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 13:34

6 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Rósa :)     mjög sammála þér að það að þessir menn lifa ekki eðlilegu lífi getur verið stór þáttur í þeirri brenglun sem sumir þeirra hafa sýnt.

Dokksi er víst ekki leyfður á mínu bloggi. Var því miður orðinn of þreyttur á plötunni sem hann var sífelt að spila :/    Vonandi tekur hann sig á og maður fer að geta átt í vitrænu spjalli við hann.

Kv,
Mofi 

Áki,  þarna er Jesú aðeins að tala um eftir upprisuna þá munu menn ekki giftast.  Veit hreinlega ekki alveg hvort að Kaþólska kirkjan noti Biblíuna til að útskýra þessa skoðun sína.

Mofi, 15.5.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband