Það sem Ellen White sagði um kaffi - hvað með kók?

coffeeHef áður fjallað um svipað efni hérna: Afhverju lifa Aðventistar lengur en aðrir?
 

Mér finnst merkilegt að þessi rannsókn staðfestir ákveðinn punkt sem Ellen White sagði um kaffi, sjá:  

Ellen White - The Sanctified Life - Chapter 3
Coffee has a greater tendency to becloud the intellect and benumb the energies

Að kaffi hefur áhrif á andlega getu fólks var mjög framsýnt af henni en þetta var skrifað 1889. 

Ég hef verið svo heppinn að hafa aldrei þótt kaffi gott. Held að það sem bjargaði mér frá því læra að meta kaffi var að vinna í frystihúsi sem bauð upp á mjög lélegt kaffi sem lét mig fá hausverk svo eftir þrjár vikur af kaffi drykkju missti ég alveg áhugan. Það var vondt og lét mér líða illa svo valið var einfalt.

Vonandi verður þessi rannsókn til þess að margir láti af þessum vonda sið. Ég þekki svo marga sem hreinlega ganga fyrir kaffi og það er engin spurning í mínum huga að það er að skaða þeirra heilsu og vellíðan.

Eitt sem ég er forvitinn um að heyra hvað blogg heimi finnst. Ég fæ mér af og til kók; myndi fólk flokka það með kaffi með sömu slæmu áhrif?   Fréttin segir ekki að aðrir drykkir með koffín en mjög margir drykkir innihalda koffín, eru þeir jafn skaðlegir? 

Þeir sem vilja lesa bókina The Sanctified Life geta gert það hérna: The Sanctified Life 


mbl.is Kaffi skaðar heilann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Fyrir mér er kaffi og kók alveg sama shittið og drekk ég hvorugt. Ég hef lesið ógrynni af heilsufarsbókum í gegnum tíðina og man ekki eftir neinni sem mælti með koffein neyslu, það er allt í hina áttina: minnka koffeinið eins mikið og maður mögulega getur.

Ég elska samt Herba-teið mitt og það er með koffeini í, leyfi mér bara að drekka það á milli 10 og 14 á daginn til að trufla örugglega ekki nætursvefninn.

Ein þumalputtaregla sem ég lærði um drykki (man því miður ekki í hvaða bók) var þannig að ef þú getur drukkið viðkomandi drykk þegar hann er orðinn stofuheitur (hvort sem hann þarf fyrst að hitna eða kólna) að þá er líklegt að viðkomandi drykkur sé OK fyrir líkamann  

Ætla samt ekki að selja þetta dýrara en ég keypti það, mér finnst aðal atriðið að vera meðvitaður í neyslunni. Allt er best í hófi eins og segir einhvers staðar...

Mama G, 11.5.2009 kl. 13:35

2 identicon

Ég átta mig ekki á hvers vegna það er svo merkilegt að hún hafi sagt kaffi óhollt. 

Sannar það eitthvað?

sth (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:53

3 Smámynd: Mofi

Mama G
Ein þumalputtaregla sem ég lærði um drykki (man því miður ekki í hvaða bók) var þannig að ef þú getur drukkið viðkomandi drykk þegar hann er orðinn stofuheitur (hvort sem hann þarf fyrst að hitna eða kólna) að þá er líklegt að viðkomandi drykkur sé OK fyrir líkamann

Vá... hmmm... eitthvað til að hugsa um. Mér finnst eins og allt sem ég drekk er annað hvort heitt eða kalt og á erfitt með að muna eftir drykk sem ég hef löngun að drekka við stofu hita...

Mama G
Ætla samt ekki að selja þetta dýrara en ég keypti það, mér finnst aðal atriðið að vera meðvitaður í neyslunni. Allt er best í hófi eins og segir einhvers staðar..

Mikið rétt en stundum þá er hófið að sleppa því algjörlega. Kókaín er örugglega ekki gott í hófi og sömuleiðis reykingar eru líklegast líka best í þannig hófi að maður sleppi þeim alveg :)

Takk fyrir þetta innlegg, mjög forvitnilegt :)

sth
Ég átta mig ekki á hvers vegna það er svo merkilegt að hún hafi sagt kaffi óhollt.

Er vísbending að hún var á undan sínum tíma og gefur ástæðu til að trúa að þær sýnir sem hún fékk hafi raunverulega verið frá Guði. 

Mofi, 11.5.2009 kl. 14:02

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þessar rannsóknir sem fjallað er um í fréttinni eru afskaplega umdeildar.  Daniel G. Amen er þekktur rugludallur eins og Ellen White.

Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 14:10

5 identicon

sth
Ég átta mig ekki á hvers vegna það er svo merkilegt að hún hafi sagt kaffi óhollt.

Mófi: Er vísbending að hún var á undan sínum tíma og gefur ástæðu til að trúa að þær sýnir sem hún fékk hafi raunverulega verið frá Guði.

Hafði guðinn þinn virkilega ekkert mikilvægara að segja???

"ehm.. já.. kaffi.. það er svaka óholt".

Annars hef ég aldrei drukkið kaffi, álít það bölvað ógeðslegt sull.  Er ég þá spámaður guðsins þins?

Tilhvers annars hannaði guðinn þinn kaffi ef það er svona óholt?

Arnar (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 14:45

6 identicon

Er vísbending að hún var á undan sínum tíma og gefur ástæðu til að trúa að þær sýnir sem hún fékk hafi raunverulega verið frá Guði.

Já er það?  Þú gerir ekki miklar kröfur til hennar...  En var hún á undan sinni samtíð?

John Wesley stofnandi Methodista skrifaði margar bækur um hófsemi í mataræði, hreinlæti, hreyfingu og hvatti fylgjendur sína til að forðast reykingar.  Þetta var á miðri 18. öld.

Ellen var alin upp sem Methodisti, ekki ólíklegt að hún hafi kynnst hans hugmyndum um heilbrigt líferni.

Joseph Smith, stofnandi Mormónakirkjunnar sagði fylgjendum sínum að forðast heita drykki, eins og t.d. kaffi, 30 árum á undan Ellen.

Sylvester Graham sagði kaffi eitur í líkamanum árið 1849, einhverjum 10-15 árum á undan vinkonu okkar.

Ellen White þekkti vel til Dr. Lewis, sem lét mikið á sér kveða á miðri 19. öldinni í málum er varða heilbrigt líferni.  Í ævisögu hennar stendur m.a.: 

"The Review and Herald, edited by James White and Uriah Smith, occasionally carried items on rest, fresh air, exercise, et cetera, selected from other journals or from the writings of a Dr. Dio Lewis. Quite often articles and admonitions discouraging the use of tobacco, tea, and coffee were included." (Ellen White, vol. 2, p. 73)

Ég gæti talið upp fleiri sem komu með ráðleggingar um mataræði og hófsemi mjög svipuðum ráðleggingum Ellen White á undan henni, en læt þetta duga fyrir kaffipælingar þínar.

Hvort sem það er óhollt að drekka kaffi eður ei þá er punktur minn sá að hún var ekkert frumleg né á undan sinni samtíð með þessar ráðleggingar heldur er oft hægt að tengja mál hennar við menn sem hún hitti jafnvel persónulega.

Eru þá ekki, skv. þessu, forsendur þínar fyrir því að eigna henni það að hafa fengið vitranir frá gvuði brostnar?

sth (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 15:00

7 Smámynd: Mofi

Matthías
Þessar rannsóknir sem fjallað er um í fréttinni eru afskaplega umdeildar.  Daniel G. Amen er þekktur rugludallur eins og Ellen White.

Af hverju þarftu hérna að byrja að móðga mig?  Áttu eitthvað bágt heima hjá þér?  Mamma þín eitthvað að stríða þér í dag eða hvað er eiginlega málið með þig?

Arnar
Hafði guðinn þinn virkilega ekkert mikilvægara að segja???

Jú, margt annað en hvað er að því að koma með góðar ráleggingar í heilsu?

Arnar
Tilhvers annars hannaði guðinn þinn kaffi ef það er svona óholt?

Guð hannaði baunirnar sem kaffi er unnið úr en ekki hvernig við notum þær til að búa til kaffi.

sth
Já er það?  Þú gerir ekki miklar kröfur til hennar...  En var hún á undan sinni samtíð?

Jú, ég geri miklu meiri kröfur til hennir þó aðalega að hennar boðskapur sé í samræmi við Biblíuna; ef það klikkar þá er hún fals spámaður.

sth
Ég gæti talið upp fleiri sem komu með ráðleggingar um mataræði og hófsemi mjög svipuðum ráðleggingum Ellen White á undan henni, en læt þetta duga fyrir kaffipælingar þínar

Það er alveg rétt að margar af þeim ráðleggingum sem hún kom með höfðu komið frá öðrum en það voru gífurlega margar hugmyndir í gangi, með og á móti reykingum og kaffi og svo mætti lengi telja.  Í því samhengi þá er merkilegt að hún vissi hvaða ráð voru rétt og hver voru röng.

sth
Eru þá ekki, skv. þessu, forsendur þínar fyrir því að eigna henni það að hafa fengið vitranir frá gvuði brostnar?

Nei, þetta er aðeins eitt af þó nokkrum atriðum sem gefur mér ástæðu til að trúa að hún var ekki að ljúga þegar hún sagði að Guð hafði gefið henni sýnir.

Mofi, 12.5.2009 kl. 11:45

8 identicon

Það er alveg rétt að margar af þeim ráðleggingum sem hún kom með höfðu komið frá öðrum en það voru gífurlega margar hugmyndir í gangi, með og á móti reykingum og kaffi og svo mætti lengi telja.  Í því samhengi þá er merkilegt að hún vissi hvaða ráð voru rétt og hver voru röng.

Ertu þá að meina að ekkert af því sem hún sagði var vitlaust?  Ekkert?  Ekki neitt?

Þessi kaffistaðhæfing geta þó varla talist sterk rök, því eins og Matti sagði þá er Amen þekktur skottulæknir.

sth (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 12:12

9 Smámynd: Mofi

sth, það er vel mögulegt að hún hafi sagt eitthvað sem var rangt. Spámenn eru ekki óskeikulir, þeir eru mannlegir.

Mofi, 12.5.2009 kl. 13:12

10 identicon

Þannig að

Í því samhengi þá er merkilegt að hún vissi hvaða ráð voru rétt og hver voru röng.

á ekki við.  Þú hlýtur að sjá hvers vegna mér finnst ekki mikið til hennar koma.

sth (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 14:04

11 identicon

Arnar
Hafði guðinn þinn virkilega ekkert mikilvægara að segja???

Mófi: Jú, margt annað en hvað er að því að koma með góðar ráleggingar í heilsu?

Well, hann hefði nú getað hannað okkur og heiminn betur svo öll þessi heilsuvandamál hefðu aldrei verið vandamál.

Fyrir utan það þá er "kaffi er óholt" ekki ofarlega á 'mikilvæga listanum' hjá mér.

Byggirðu virkilega alla þína trú á einhverjum almennum heilsuboðskap?

Arnar (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 15:14

12 Smámynd: Egill Óskarsson

Af hverju þarftu hérna að byrja að móðga mig?

Segir maðurinn sem ítrekað kallar fólk heimskt og annað álíka fyrir það eitt að vera ósammála sér. Hvernig er Matthías að móðga þig með því að benda á að Þessi Amen er skottulæknir og að hann telji að White sé í sama flokki? Á hvaða hátt telst það persónuleg móðgun við þig?

Egill Óskarsson, 13.5.2009 kl. 11:11

13 Smámynd: Mofi

sth
Þú hlýtur að sjá hvers vegna mér finnst ekki mikið til hennar koma.

Fyrir mig þá er það vegna þess að þú veist ekki betur.

Arnar
Well, hann hefði nú getað hannað okkur og heiminn betur svo öll þessi heilsuvandamál hefðu aldrei verið vandamál.

Heimurinn virðist að mörgu leiti vera hannaður til að leysa baráttuna milli góðs og ills svo hið illa verður að geta komið fram einhvern veginn.

Mín trú er miklu frekar byggður á Biblíunni; ef ég kæmist að því að Ellen White væri falsspámaður þá myndi það ekki hafa mikil áhrif á mína trú.

Mofi, 13.5.2009 kl. 11:22

14 Smámynd: Mofi

Egill
Segir maðurinn sem ítrekað kallar fólk heimskt og annað álíka fyrir það eitt að vera ósammála sér. Hvernig er Matthías að móðga þig með því að benda á að Þessi Amen er skottulæknir og að hann telji að White sé í sama flokki? Á hvaða hátt telst það persónuleg móðgun við þig?

Þegar einhver sýnir heimsku, trekk í trekk eftir að hafa verið leiðréttur þá finnst manni stundum þörf á því að láta viðkomandi vita að núna er hann byrjaður að hegða sér heimskulega í veikri von að hann taki sig á.

Þarna kemur bara einhver inn og byrjar með skítkast í fyrstu setningunni. Ég set Ellen White þarna fram sem einstakling sem ég hef mætur á svo að kasta skít í hana er móðgandi fyrir mig.

Ótrúlega lélegt af þér að verja slíka hegðun. 

Mofi, 13.5.2009 kl. 11:24

15 identicon

Arnar
Well, hann hefði nú getað hannað okkur og heiminn betur svo öll þessi heilsuvandamál hefðu aldrei verið vandamál.

Mófi: Heimurinn virðist að mörgu leiti vera hannaður til að leysa baráttuna milli góðs og ills svo hið illa verður að geta komið fram einhvern veginn.

Ef guðinn þinn hannaði heiminn og ef hann er í góðaliðinu og vill að það vinni þessa baráttu sem þú talar um.  Akkuru hannaði hann ekki heiminn án þessarar illsku.

Og finnst þér heimurinn virkilega vel hannaður ef guðinn þinn hefur síðan ekki gert neitt annað en deila út allskonar heilsuboðskap?  Akkuru hannaði guðinn þinn kaffibaunir, tóbakslauf, svín.. eða bara allt þetta sem hann segir að sé svo hættulegt að neyta.

Eða ef við förum alla leið til hinar meintu byrjunar samkvæmt biblíunni þinni, akkuru hannaði guðinn þinn forboðna ávöxtinn og plantaði honum í miðja Eden en bannaði a&e að neyta hans?  Ber það vott um góða eða bara yfirhöfuð gáfulega hönnun?

Þegar menn hanna eitthvað sem engin annar á að komast í, þá setja þeir það amk. ekki þar sem allir ná í það.

Mófi: Þegar einhver sýnir heimsku, trekk í trekk eftir að hafa verið leiðréttur þá finnst manni stundum þörf á því að láta viðkomandi vita að núna er hann byrjaður að hegða sér heimskulega í veikri von að hann taki sig á.

Þetta er nú það allra skondnasta komment sem þú hefur nokkurn tíman látið út úr þér.

Arnar (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 11:33

16 Smámynd: Egill Óskarsson

Þegar einhver sýnir heimsku, trekk í trekk eftir að hafa verið leiðréttur þá finnst manni stundum þörf á því að láta viðkomandi vita að núna er hann byrjaður að hegða sér heimskulega í veikri von að hann taki sig á.

Þitt vandamál er að þú gerir þetta þegar fólk bendir þér á hluti sem þér líkar illa við, algjörlega óháð því hvort að það sé heimskulegt eða ekki. 

Þarna kemur bara einhver inn og byrjar með skítkast í fyrstu setningunni. Ég set Ellen White þarna fram sem einstakling sem ég hef mætur á svo að kasta skít í hana er móðgandi fyrir mig.

Ég get nú ekki séð neitt móðgandi við fyrstu setninguna frá Matthíasi. Þessar rannsóknir eru einfaldlega mjög umdeildar. Þú tengdir svo White við þessa vitleysu alveg sjálfur án þess að kanna hvað var til í þessari rannsókn.

Ótrúlega lélegt af þér að verja slíka hegðun. 

Góði besti. Þeir sem ítrekað væna aðra um heimsku og lélegheit verða að þola smá mótlæti líka. Hvernig væri að þú rökstyddir það að þessi rannsókn, og umræddur Amen, séu eitthvað annað en ómerkilegt sölutrikk? Eða ertu kannski sammála því?

Egill Óskarsson, 13.5.2009 kl. 11:57

17 Smámynd: Mofi

Egill
Þitt vandamál er að þú gerir þetta þegar fólk bendir þér á hluti sem þér líkar illa við, algjörlega óháð því hvort að það sé heimskulegt eða ekki.

Það getur vel verið að ég þarf að passa mig og ég skal alveg taka það til mín.

Egill
Ég get nú ekki séð neitt móðgandi við fyrstu setninguna frá Matthíasi. Þessar rannsóknir eru einfaldlega mjög umdeildar.

Ef þér finnst ekkert móðgandi að kalla einhvern rugludall þá skulum við bara vera sammála um að vera ósammála um það.

Egill
Góði besti. Þeir sem ítrekað væna aðra um heimsku og lélegheit verða að þola smá mótlæti líka. Hvernig væri að þú rökstyddir það að þessi rannsókn, og umræddur Amen, séu eitthvað annað en ómerkilegt sölutrikk? Eða ertu kannski sammála því?

Var ég að kalla Matthías heimskan rugludall?  Ég missti alveg af því. Eða eru guðleysingjar í rauninni bara ein stór sál og ef ég missi út úr mér við einn þeirra eftir langt rifrildi að mér finnist hann vera sýna heimsku að þá hef ég móðgað þá alla?

Ég sá aðeins þessa frétt og fannst hún áhugaverð; hefði kannski átt að setja varnagla í að kannski er rannsóknin ekki rétt en við fyrstu sýn þá virkaði þetta heiðarlegt og rökrétt.  Hef ekki enn séð neina alvöru gagnrýni á þessar niðurstöður og ég hef ekkert á móti því að þessi rannsókn sé gagnrýnd. 

Mofi, 13.5.2009 kl. 14:02

18 Smámynd: Mofi

Arnar
Ef guðinn þinn hannaði heiminn og ef hann er í góðaliðinu og vill að það vinni þessa baráttu sem þú talar um.  Akkuru hannaði hann ekki heiminn án þessarar illsku.

Það væri að hanna heim fullan af vélmönnum sem hefðu ekkert valfrelsi. Guð greinilega ákvað að slíkt væri ekki eitthvað sem Hann vildi; Hann vildi að einstaklingar eins og ég og þú yrðum til.

Arnar
Og finnst þér heimurinn virkilega vel hannaður ef guðinn þinn hefur síðan ekki gert neitt annað en deila út allskonar heilsuboðskap?  Akkuru hannaði guðinn þinn kaffibaunir, tóbakslauf, svín.. eða bara allt þetta sem hann segir að sé svo hættulegt að neyta.

Margt annað og þar á meðal þetta sem hefur sýnt sig að gefur fólki möguleika á góðu löngu lífi.  Þessir hlutir hafa sinn tilgang, þeir hafa ekki allir þann tilgang að við borðum það eftir að hafa gert helling við það.

Arnar
Eða ef við förum alla leið til hinar meintu byrjunar samkvæmt biblíunni þinni, akkuru hannaði guðinn þinn forboðna ávöxtinn og plantaði honum í miðja Eden en bannaði a&e að neyta hans?  Ber það vott um góða eða bara yfirhöfuð gáfulega hönnun?

Það var aðeins valið sem Guð setti fyrir; viltu hlíða mér eða óhlíðnast.  Ekki að ávöxturinn sjálfur væri eitthvað sérstakur.

Mofi, 13.5.2009 kl. 14:07

19 identicon

Mófi: Það væri að hanna heim fullan af vélmönnum sem hefðu ekkert valfrelsi. Guð greinilega ákvað að slíkt væri ekki eitthvað sem Hann vildi; Hann vildi að einstaklingar eins og ég og þú yrðum til.

Hvaða valfrelsi er fólgið í því að fá að velja milli þeirra valmöguleika sem guðinn þinn setur upp?  Eilíft líf vs.dauði.

Þetta er alveg ótrúlega órökrétt:

  1. guðinn þinn hannaði allt
  2. guðinn þinn vill að allir trúi á sig
  3. guðinn þinn refsar þeim sem trúa ekki á hann og fara ekki eftir hans reglum (þeir fá ekki að koma inn í himnaríkið hans)
  4. guðinn þinn gefur mönnum (og væntanlega dýrum líka) frjálsan vilja svo þeir geti valið hvort þeir trúi á hann eða ekki og hvort þeir fari eftir hans boðum og bönnum.. eða ekki.

Og tilgangurinn?  Velja þá sem vilja koma með honum í eilíft himnaríki.

Í himnaríkinu verða væntanlega bara þeir sem trúa á guðinn og fylgja hans reglum en allir hinir verða dauðir (með einni eða annari útfærslu).  Svo á endanum situr guðinn þinn uppi með 'já' menn sem hann hefði alveg eins getað 'hannað' strax í upphafi og slept öllu þessu veseni á milli.

Arnar (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 14:22

20 Smámynd: Egill Óskarsson

Ef þér finnst ekkert móðgandi að kalla einhvern rugludall þá skulum við bara vera sammála um að vera ósammála um það.

Það getur alveg verið móðgandi fyrir viðkomandi. Þessi fyrsta setning sem þú fullyrtir að væri svona móðgandi snýst bara ekkert um hvort að einhver sé rugludallur.

Var ég að kalla Matthías heimskan rugludall?  Ég missti alveg af því. Eða eru guðleysingjar í rauninni bara ein stór sál og ef ég missi út úr mér við einn þeirra eftir langt rifrildi að mér finnist hann vera sýna heimsku að þá hef ég móðgað þá alla?

UM HVAÐ ERTU AÐ TALA? Það sem ég átti við var að miðað við manneskju sem hikar ekki við að kalla annað fólk heimskt og ógeðslegt þá ertu furðulega hörundssár. 

Ég sá aðeins þessa frétt og fannst hún áhugaverð; hefði kannski átt að setja varnagla í að kannski er rannsóknin ekki rétt en við fyrstu sýn þá virkaði þetta heiðarlegt og rökrétt.  Hef ekki enn séð neina alvöru gagnrýni á þessar niðurstöður og ég hef ekkert á móti því að þessi rannsókn sé gagnrýnd.

Sem sýnir enn einu sinni hvað þú átt erfitt með að meta heimildir á gagnrýna hátt. Fyrstu viðvörunarbjöllurnar hefðu átt að hringja þegar þú last að rannsóknarhöfundur er að reyna að selja einhverja sjálfshjálparbók út á m.a. það sem hann segir að komi fram í rannsóknunum. Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég las þessa frétt var að skoða hvað aðrir höfðu um hana að segja. Nær allir sem um hana hafa fjallað á fræðilegum forsendum gagnrýna hana og segja að hún gangi illa upp. 

Þú aftur á móti greipst tækifærið til að koma áróðri um White fram án þess að athuga hvort þú værir kannski að gera henni óleik. 

Egill Óskarsson, 13.5.2009 kl. 14:30

21 Smámynd: Mofi

Arnar
Hvaða valfrelsi er fólgið í því að fá að velja milli þeirra valmöguleika sem guðinn þinn setur upp?  Eilíft líf vs.dauði.

Þetta er alveg ótrúlega órökrétt:

Af hverju?  Er þetta ekki val?  Að vísu þá fylgir með þessu að maður þarf að velja uppsprettu lífs til að fá lífið og Guð sem er uppsprettan gerir þær kröfur að maður hegði sér.

Arnar
guðinn þinn refsar þeim sem trúa ekki á hann og fara ekki eftir
hans reglum (þeir fá ekki að koma inn í himnaríkið hans)

Þeir sem ljúga, stela, hata, myrða, drýgja hór og fleirar þess háttar munu ekki já, komast til himna. Frekar eðlileg afleiðing af þeirra eigin vali og verkum.

Að trúa ekki er ekki einhvers konar sakfelling heldur að trúa getur falið í sér réttlætingu fyrir náð; þ.e.a.s. Guð að fyrirgefa þeim sem á það ekki skilið.

Arnar
Svo á endanum situr guðinn þinn uppi með 'já' menn sem hann hefði alveg eins getað 'hannað' strax í upphafi og slept öllu þessu veseni á milli.

Ég skal vel viðurkenna að þetta er ágætur punktur og vel þess virði að skrifa eina grein sem fjallar um vangaveltur um þetta efni.

Egill
UM HVAÐ ERTU AÐ TALA? Það sem ég átti við var að miðað við manneskju sem hikar ekki við að kalla annað fólk heimskt og ógeðslegt þá ertu furðulega hörundssár.

Þú hlýtur að sjá muninn á því að rökræða við einhvern sem er vægast sagt ekki kurteis og missa sig og kalla það heimsku sem hann sagði eða að koma til ókunnugs einstaklings sem þú hefur ekkert talað við og bara henda því í andlitið á honum að hann er rugludallur.  

Ég nenni svo sem ekki að rökræða svona mikið meira; sé engan tilgang í því.

Egill
Þú aftur á móti greipst tækifærið til að koma áróðri um White fram án þess að athuga hvort þú værir kannski að gera henni óleik.

Já, ég gæti hafa gert fljótfærnis mistök þar. Ljái mér það hver sem vill að hafa tekið frétt á mbl um rannsókn þannig að það væri eitthvað til í henni.

Mofi, 13.5.2009 kl. 18:12

22 Smámynd: Egill Óskarsson

Já, ég gæti hafa gert fljótfærnis mistök þar. Ljái mér það hver sem vill að hafa tekið frétt á mbl um rannsókn þannig að það væri eitthvað til í henni.
Það er bara almenn regla að taka aldrei neinum fréttum á mbl.is sem fjalla um vísindi og rannsóknir sem réttum. Bæði hafa þeir ítrekað sýnt vankunnáttu á þeim hugtökum sem fjallað er um og svo eru þeir oft að þýða fréttir frá erlendum miðlum sem gera sömu mistök eða verri.

Egill Óskarsson, 13.5.2009 kl. 20:00

23 identicon

Mófi: Af hverju?  Er þetta ekki val?

Eh, nei.  Það gengur ekki upp að segja: "Þú mátt gera allt sem þú vilt, en ef þú gerir ekki það sem ég vill að þú gerir þá refsa ég þér".  Þar af leiðandi máttu ekki gera allt sem þú vilt heldur bara það sem ég vill að þú gerir.

Hljómar svoldið eins og kommúnismi þegar ég hugsa um það :)

Arnar (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband