Ellen White og reykingar

Það er alveg ótrúlegt að svona skuli vera í gangi í dag eins og við sjáum hjá Kínverskum stjórnvöldum.  Er virkilega ekki hægt að styrkja efnahaginn með einhverju öðru en reykingum?  Þetta er eins og að við íslendingar myndum byrja að rækta tóbak og síðan selja öðrum íslendingum það til að styrkja efnahaginn.  Veit ekki betur en að læknis kostnaður við reykingar og brennivín er alveg gífurlegur svo frekar ætti að reyna að bæta efnahaginn með því að berjast á móti þeim.   Hvernig væri frekar að hvetja til þess að borða meira grænmeti og líkamsræktar? Það myndi styrkja efnahaginn og heilsufar þjóðarinnar.

egwEitt af því sem mér finnst merkilegt við Ellen Whiteer að hún var að predika á móti reykingum frá 1864.  Hún kallaði tóbak "slow, insidious, but most malignant poison" á tímum þegar margir svo kallaðir læknar voru að mæla með reykingum.  Reykingar héldu áfram að aukast eftir hennar tíma og jukust sérstaklega í fyrstu heimstyrjöldinni. Það var ekki fyrr en 1957 að American Cancer Society staðfesti að reykingar voru tengdar lungna krabbameini.

Hægt er að lesa meira um Ellen White hérna: Ellen G. White

 



mbl.is Skipað að auka reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Ég er sammála þér Mofi...þetta er frámunaleg heimska...allir vita að reykingar eu mikill skaðvaldur og stjórnvöl ættu síst að hvetja þjóð sína til að auka þær. En hvenær hafa kínversk stjórnvöld hugsað um hag landans?

TARA, 4.5.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Zaraþústra

... og íslensk stórskáld ortu um hugsljóvgandi pípureykingar tveim tugum fyrr. 

Zaraþústra, 4.5.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: Mofi

Tara, eitt sinn þá ákváðu stjórnvöld í Kíina að margir bændur þyrftu að taka þátt í að framleiða járn og stál og það átti þátt í því að miljónir dóu úr hungri, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Three_Years_of_Natural_Disasters

Ég sé ekki betur en miljónir munu deyja fyrr en ella ef þetta uppátæki þeirra nær fram að ganga í einhvern tíma.  Maður bara veit ekki alveg hvað maður á að halda um þetta.

Zaraþústra, að minnsta kosti lykta pípurnar betur þó að viðkomandi er að anda að sér alveg jafn hættulegum reyk.

Mofi, 4.5.2009 kl. 15:03

4 identicon

Þó það hljómi kannski kaldranalega þá þjónar það liklega hagsmunum lands þar sem menn geyma peninga undir koddanum og eru allt of margir að einhver hluti íbúanna eyði sparifénu í að reykja sig í hel

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 09:47

5 Smámynd: Mofi

Hinricus, vonandi lætur þú af þessu sem fyrst. Það er ekkert grín að eyða restinni af lífinu með eitthvað af þeim sjúkdómum sem maður getur fengið vegna þessa. Að stytta lífið frá því að verða 90 í að verða 80 virkar ekki svo mikilvægt en að vera sjúklingur frá kannski 40 ætti að vera augljóslega hræðilegt. Gangi þér vel með þetta.

Mofi, 5.5.2009 kl. 11:15

6 identicon

Nokkuð gott að hún hafi náð einhverju rétt.

Annars grunar mig að ef farið er yfir 'spádómanna' hennar þá komi í ljós að hún hafi fordæmt ALLT sem þótt hefur munaður, íburður, lúxus, ókristilegt og ekki í takt við einhverja hugmynd sem hún hafði um meinlætalíferni.

Arnar (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:03

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, sko kellinguna hana Ellen. Hún hefur áttað sig betur á þessu en hinir margrómuðu frumkvöðlar Islam og Baháítrúar.

Bábinn sem var eins konar "Jóhannes skírari" Bahæjanna, bannaði fylgjendum sínum að reykja. Múslimar áttu þess vegna auðvelt með að finna út hverjir voru múslimar og hverjir ekki. Bahæjar voru veiddir þarna og drepnir á fyrstu árum þessarar trúar.

Báhá'ú'llah sem var svo eins konar "Jesús" Bahæjanna, sneri hins vegar dæminu við og leyfði reykingar, til þess að Bahæjar yrðu ekki eins auðveldlega afhjúpaðir við hópreykingar. Bahæjar sem telja sig vera trúsöfnuð framtíðarinnar hafa þarna lent í hópi forneskjulegra trúarbragða fyrir vikið.

En baráttan gegn reykingum er erfið. Reykingamenn telja þetta vera sitt einkamál sem öðrum komi ekki við.  Snúa út úr í öllum umræðum um skaðsemi reykinga, líkt og trúaðir snúa út úr öllum umræðum um skaðsemi trúarinnrætingar. Þeir bera því jafnvel við að verið sé að skerða mannrétindi þeirra með þessum stöðugu bönnum á reykingum hist og her.

Sigurður Rósant, 5.5.2009 kl. 17:13

8 Smámynd: Mofi

Arnar
Annars grunar mig að ef farið er yfir 'spádómanna' hennar þá komi í ljós að hún hafi fordæmt ALLT sem þótt hefur munaður, íburður, lúxus, ókristilegt og ekki í takt við einhverja hugmynd sem hún hafði um meinlætalíferni.

Já, henni hefði ekki líkað vel við útrásar víkingana, hvort sem það hefði verið fyrir eða eftir hrunið.  Samt ekki eðlileg nútímaleg þægindi heldur að nota peningana sína í íburð og lúxus þegar miklu þarfara starf þarf á þeim peningum að halda.

Mofi, 6.5.2009 kl. 10:39

9 Smámynd: Mofi

Rósant
Bábinn sem var eins konar "Jóhannes skírari" Bahæjanna, bannaði fylgjendum sínum að reykja. Múslimar áttu þess vegna auðvelt með að finna út hverjir voru múslimar og hverjir ekki. Bahæjar voru veiddir þarna og drepnir á fyrstu árum þessarar trúar.

Merkilegt, vissi þetta ekki. Síðan halda þeir tryggð við Islam, við flestar af þeirra hefðum þó að hinir sömu fyrirlíti þá. Það er samt auðvitað ekki eins og að þetta litla atriði sýni að Guð hafi leiðbeint Ellen White, aðeins eitt dæmi af mörgum sem gefur mér góða ástæðu til þess að Guð hafi leiðbeint henni.

Taka síðan ber fram að Ellen White bannaði ekki reykingar, hún sagði að þær væru skaðlegar svo menn ættu að hætta til að passa upp á heilsuna. Ekki þannig að þú ættir að frekar að deyja en að reykja; ekki trúar atriði heldur ráðgjöf til góðrar heilsu. 

Rósant
En baráttan gegn reykingum er erfið. Reykingamenn telja þetta vera sitt einkamál sem öðrum komi ekki við.  Snúa út úr í öllum umræðum um skaðsemi reykinga, líkt og trúaðir snúa út úr öllum umræðum um skaðsemi trúarinnrætingar. Þeir bera því jafnvel við að verið sé að skerða mannrétindi þeirra með þessum stöðugu bönnum á reykingum hist og her.

Þín trú er skaðleg Rósant og ekki reyna að snúa út úr því :)

Mofi, 6.5.2009 kl. 10:43

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "Það er samt auðvitað ekki eins og að þetta litla atriði sýni að Guð hafi leiðbeint Ellen White, aðeins eitt dæmi af mörgum sem gefur mér góða ástæðu til þess að Guð hafi leiðbeint henni."

Hefurðu ekki fundið neitt atriði sem gefur þér ástæðu til að halda að Guð hafi hvergi komið nærri hennar samvisku?

Sigurður Rósant, 6.5.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband