30.4.2009 | 12:04
Þú skalt ekki dæma
Það er oft gripið til frasans "þú skalt ekki dæma" þegar einhverjum finnst það henta sjálfum sér. Lætur stundum eins og hann eða hún er að vísa í orð Krists og fái þannig aukið vægi.
En þegar maður grípur til þessa frasa í dæmum eins og þessum þá birtist vonandi fáránleiki þeirra. Meigum við ekki kveða upp þann dóm að þetta var rangt? Það hljóta allir að sjá að það væri bara ógeðslegt að segja "þú skalt ekki dæma" þegar einhver segir að þetta hafi verið hrottaleg árás.
Kennir kannski Biblían að kristnir eiga ekki að dæma? Að þeir mega ekki segja að eitthvað er rétt eða að eitthvað er rangt?
Fyrra Korintubréf 6
1Hvernig getur nokkur ykkar, sem á sökótt við annan, fengið af sér að fara með málið fyrir dóm ranglátra en ekki heilagra? 2Eða vitið þið ekki að heilagir eiga að dæma heiminn? Og ef þið eigið að dæma heiminn eruð þið þá óverðugir að dæma í hinum minnstu málum? 3Vitið þið eigi að við eigum að dæma engla? Hvað þá heldur hversdagsleg efni!
Hérna kemur skýrt fram að kristnir eiga að dæma; til hvers annars var Guð að gefa þeim t.d. boðorðin tíu?
Á öðrum stað segir:
Jóhannesarguðspjall 7
24Dæmið ekki eftir útliti, dæmið réttlátan dóm.
En segir Kristur ekki að maður á ekki dæma? Skoðum aðeins orð Hans í samhengi til að átta okkur á þessu.
Matteusarguðspjall 7
1Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. 2Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. 3Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? 4Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga þínu. 5Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.
6Gefið ekki hundum það sem heilagt er og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum og þeir snúa sér við og rífa yður í sig7Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. 8Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða
Tökum eftir því að það á samt að fjarlægja flísina í auga bróðursins en aðal vandamálið er bjálkin í auga þess sem er að reyna að fjarlægja flísina. Kristur er hérna ekki að tala um hvort að kristnir mega ekki segja hvað er rétt og hvað er rangt; hvað er í samræmi við Biblíuna og hvað er ekki í samræmi við Biblíuna. Hann er að benda á að ef þú ert að dæma þá mun fólk dæma þig á sama hátt. Ef þú ert sekur þá sér fólk þig sem hræsnara og þá ertu eins og maðar með bjálka í auganu að reyna að hjálpa einhverjum sem er með flís í auganu.
Einn predikari setti þetta í samhengi við sjöunda vers og benti á að Kristur er þarna að benda á betri leið til að nálgast fólk. Í staðinn fyrir að nálgast það með dómi að nálgast það með beiðni. Í staðinn fyrir að segja við maka sinn að hann er svo latur og nennir aldrei að vaska upp, segja þá frekar "viltu vaska upp fyrir mig".
Þessi frasi "þú skalt ekki dæma" er því miður misnotaður. Sumir kristnir nota hann t.d. þegar annar kristinn bendir á hvað Biblían segir um einhver málefni. Hið fyndna er að þegar viðkomandi segir að það er rangt að dæma aðra þá er hann sjálfur að fella dóm svo þetta er augljós rökvilla.
Nei, Biblían er skýr að við eigum að halda á lofti þeim sannleika sem Biblían boðar. Maður á ekki að vera að dæma einstaklinga heldur að dæma kenningar og verk samkvæmt orði Guðs.
Jakobsbréfið 5
19Bræður mínir og systur ef einhver meðal ykkar villist frá sannleikanum og einhver snýr honum aftur, 20þá viti hann að hver sem snýr syndara frá villu vegar hans mun frelsa sálu hans frá dauða og bæta fyrir fjölda synda.
Fjölskyldan er í sjokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka fyrir fróðlega grein :)
Gísli (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:57
Hehe. Ánægður með að þú skyldir velja plötuumslag ...and justice for all til að prýða þessa færslu.
Á þeirri plötu má einmitt finna ansi áhugaverða ádeilu á réttarkerfið í Bandaríkjunum m.a.
En fleiri geta tekið þetta til sín:
Do You See What I See?
Truth Is an Offense
You Silence for Your Confidence
Do You Hear What I Hear?
Doors Are Slamming Shut
Limit Your Imagination, Keep You Where They must
Do You Feel What I Feel?
Bittering Distress
Who Decides What You Express
Do You Take What I Take?
Endurance Is the Word
Moving Back Instead of Forward Seems to Me Absurd
Ekki illa meint...
Drengur (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 15:25
Takk Gísli.
Drengur, ég þekki umslagið vel og hafði gaman af því að láta það fylgja með :)
Mofi, 30.4.2009 kl. 16:00
Mofi - "Nei, Biblían er skýr að við eigum að halda á lofti þeim sannleika sem Biblían boðar. Maður á ekki að vera að dæma einstaklinga heldur að dæma kenningar og verk samkvæmt orði Guðs."
Ég minnist í fljótu bragði einnar kenningar sem tileinkuð er meintum Jesú í Matt. 7. kafla 15-16: Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá.
Þarna er meintur Jesús látinn gefa í skyn að hægt sé að finna út hverjir eru falsspámenn af verkum þeirra, en ekki talað um kenningar þeirra eins og þú vilt meina í pistli þínum. Í framhaldi af því þegar einhver telur sig finna út hver er falsspámaður, er komin af stað atburðarás yfirlýsinga og ofsókna á hendur 'falsspámanninum'.
Hver og einn einasti trúarkjúklingur í hvaða trúarsöfnuði sem er, fellur í þá gildru að dæma þarna einstaklinga og jafnvel heilu söfnuðina sem 'falsspámenn', fyrst og fremst á þessari kenningu sem tileinkuð er hinum heilaga vini mínum Jesú Kristi.
Ertu ekki sammála þessari sýn minni, heilagur Mofi?
Sigurður Rósant, 30.4.2009 kl. 19:18
Nei Rósant, ekki alveg. Að þekkja af ávöxtum er aðeins ein leið af nokkrum en önnur er hvort að þeir tala samkvæmt ritningunni og ef þeir gera það ekki þá er eitthvað mikið að.
Þetta er síðan ekki spurning um að dæma aðra og vera eitthvað betri heldur að halda sig við Biblíuna og ekki elta þá tala í andstöðu við Biblíuna sjálfa. Málið er frekar að leiðrétta þá og vona að þeir finni rétta veginn.
Mofi, 30.4.2009 kl. 21:37
Hvað sem þú vitnar í Mofi sæll, þá er ég innilega sammála þessu síðasta hjá þér.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 1.5.2009 kl. 09:58
Takk Tara :)
Mofi, 3.5.2009 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.