28.4.2009 | 18:24
Dawkins vs Lennox
Langar að benda á rökræður milli John Lennox og Richard Dawkins sem báðir eru prófessorar við Oxford. Myndband af þessum rökræðum er að finna hérna: http://www.dawkinslennoxdebate.com/
Það sem þeir fara í gegnum eru eftirfarandi atriði sem Richard Dawkins kemur með í bók sinni "The God delusion".
- Hvort að trú er blind og án röksemda og gagna en vísindi byggjast á gögnum og rökum.
- Hvort að vísindi og trú eru á sama sviði; hvort að vísindi glímir við raunveruleikan en trú glímir við allt hitt.
- Hvort að vísindi styðji guðleysi eða hvort að vísindi styðji tilvist Guðs.
- Hönnun er dauð því annars þarftu að útskýra hver hannaði hönnuðinn.
- Trú er hættuleg. Eins og Dawkins segir "Ímyndið ykkur enga talibana að sprengja upp fornar styttur, enga ofsatrúa hópa taka af lífi fólk fyrir guðlast..."
- Enginn þarf á Guði að halda til að hafa gott siðferði.
- Gagnrýni á umfjöllun Dawkins á Biblíunni.
Sérhver kristinn einstaklingur eða guðleysingi ætti að horfa á því það er heilmikið hægt að læra af því að hlusta á þessa fróðu menn rökræða þessa hluti.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Trúmál, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott umræða, þó ég sé nú ekkert sérstaklega hrifinn af Dawkins
En þú gerir þú vonandi grein fyrir því að Lennox er þér mjög ósammála, hann er ekki sköpunarsinni og hefur hann þó líklega skoðað "gögnin" töluvert meira en þú
Veist þú samt betur?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:27
Þá er ég að tala um biblíulega 6000 ára sköpun
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:35
Ég hefði gaman af því að rökræða við Lennox um sköpun. Ég veit ekki hvaða ástæður hann hefur fyrir sinni skoðun svo ég á mjög erfitt með að aðhyllast hans skoðun bara af því að ég held að hann er gáfaður og þá er gáfulegast að aðhyllast hið sama og hann.
Mofi, 29.4.2009 kl. 11:31
Ég veit ekki hvaða ástæður hann hefur fyrir sinni skoðun
Hann hefur einfaldlega skoðað gögnin og komist að þeirri niðurstöðu að 6000 ára sköpun gengur ekki upp, hann tekur því sköpunarsögu biblíunnar ekki bókstaflega heldur sem myndrænni lýsingu.
Vil minna þig á að sú skoðun gerði mig viðbjóðslegan í þínum augum hér á sínum tíma, er Lennox líka viðbjóðslegur?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 13:42
Ég lagaði listann fyrir þig Mofi
- Trú er blind og án röksemda og gagna. Vísindi byggja á gögnum og rökum.
- Vísindi glíma við raunveruleikan en trú glímir við óvissuflóttann.
- Ekkert styður tilvist Guðs.
- Hönnun er dauð.
- Trú er hættuleg. Eins og Dawkins segir "Ímyndið ykkur enga talibana að sprengja upp fornar styttur, enga ofsatrúa hópa taka af lífi fólk fyrir guðlast..."
- Enginn þarf á Guði að halda til að hafa gott siðferði.
- Gagnrýni á umfjöllun Dawkins á Biblíunni - er ágæt, en margir hafa gert enn betur.
mbk,Kristinn Theódórsson, 29.4.2009 kl. 17:13
Sigmar, nei, það var ekki slík skoðun sem mér fannst viðbjóðsleg heldur sú skoðun að maður mætti ekki álykta að Guð hefði komið nálægt neinu í náttúrunni. Einhver sem segist trúa að Guð er til en er síðan á móti því að maður álykti að Guð hafi skapað eitthvað; nema þá kannski upprunalegu skilyrðin og síðan tilviljun og náttúruval tekið við.
Af hverju ertu svona óheiðarlegur eða hvað er málið með þig?
Mofi, 30.4.2009 kl. 12:08
Kristinn, hafðir þú gaman af þessu? Ég tek þinni "leiðréttingu" á listanum sem svo að þú hafir þá horft á rökræðurnar. Hvor fannst þér standa sig betur?
Mofi, 30.4.2009 kl. 12:10
Þetta er lygi Halldór... það sem ég sagði og var nóg til að vera viðbjóðslegur á sínum tíma var það að ég sagðist ekki taka sköpunarsögu biblíunnar bókstaflega heldur sem myndrænni lýsingu... sem er sama skoðun og Lennox virðist hafa
Ég hef þar að auki aldrei haldið því fram að Guð hafi ekki getað skapað neitt, ég vil bara að þegar við skoðum eðli hlutanna á þá höldum við honum utan við það
Er Lennox líka viðbjóðslegur? Hann skv því sem þú hefur sagt hér áður er hér augljóslega að kalla Jesús lygara
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:21
Hvað varðar hvor stóð sig betur þá voru þeir nokkuð jafnir, bera greinilega virðingu hvor fyrir öðrum.. þess ber þó að geta að Lennox er tiltölulega frjálslyndur í sinni trú.
Mér fannst samt orðaleikur Lennox sem varðaði konu Dawkins alveg einstaklega hallærislegur (fékk alvarlegan kjánahroll), líklega var það þó vegna þess að hann hafði ekki mótsvar við því sem Dawkins var að segja
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:26
Sigmar, ég útskýrði það marg oft; aftur og aftur og var að útskýra það enn og aftur núna og þetta er orðið algjörlega óþolandi kjaftæði hjá þér.
Sá sem er á móti vitrænni hönnun er á móti því að Guð hafi átt einhvern þátt í þeirri náttúru sem við sjáum í dag. Hann er á móti því að eitthvað í náttúrunni eða lífinu sjálfu sé betur útskýrt með vitrænu innleggi; hvort sem það er frá Guði eða geimverum eða einhverju enn öðru.
Það sem mér fannst viðbjóðslegt var að kristnir einstaklingar sögðust vera á móti þessu. Að Guð hefði komið nálægt einhverju í sköpun lífsins eða sköpun mannsins. Ég stend enn við þá skoðun að þannig "kristnir" valda mér ógleði!
Varðandi konu Dawkins þá fannst mér Lennox koma með góðan punkt. Dawkins trúir því að kona hans elski hann en það er ekki eitthvað sem hann getur sannað, hann hefur margt sem styður þá trú hans en að sanna slíkt er mjög erfitt.
Mofi, 30.4.2009 kl. 12:38
Ég held að Sigmar aðhyllist vitræna hönnun í þessu víða samhengi sem þú nefnir í síðustu athugasemd þinni Halldór þó hann aðhyllist ekki þessa þröngu skilgreiningar sem þú notast venjulega við. Ég held líka að Lennox sé með svipaðar skoðanir.
Hvorugur þeirra aðhyllast "vithönnunarhugtök" eins og þú nefndir í eldra bloggi á borð við "specified complexity" eða "irreducible complexity" og hvorugur þeirra telja að gvuð hafi bókstaflega hannað flagellum baktería eins og menn hanna bíla, svo eitthvað sé nefnt.
Ekki breyta skilgreiningum þegar þér hentar, það er óheiðarlegt. Þegar Sigmar talar um ID er hann að meina þína notkun á hugtakinu, ekki þennan víða skilning margir fræðimenn geta kvittað við, t.d. John Lennox og Kenneth. R. Miller.
Hverju ertu bættari að geta sagt þetta fólk aðhyllast vitræna hönnun? Finnst þér þeir vera með þér í "liði" ef þú gerir það? Ég spyr því ég vil í alvöru vita hvort þetta sé hugsanlega merki um minnimáttarkennd eða að þú sért farinn að efast um ágæti trúar þinnar.
Ég þori líka að veðja að ef rökræða ætti ágæti þróunarkenningarinnar gegn Biblíulegri sköpun þá sætu Lennox og Dawkins saman.
sth (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:02
Held að sth hafi svarað þessu ágætlega fyrir mig
Svo er sérstakt að sjá þig tala um óheiðarleika þegar þú átt svo augljóslega erfitt með að viðurkenna að sömu skoðunir og gerðu mig viðbjóðslegan virðast vera í lagi þegar kemur að manni eins og Lennox, hvernig ætli standi á því?
Getur kannski verið að þú hafir ekki áttað þig á því almennilega hversu langt lennox er frá þér í trúarskoðunum þegar þú settir þetta hérna inn?
Ég hugsa að ég sé t.d. margfalt nær lennox í minni trú en nokkurn tíma þú.
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:42
Lennox vitnaði bæði í að hann teldi DNA sýna ummerki hönnunar og síðan gagrýndi Dawkins fyrir að segja að allt lífið væri útskýranlegt með þróunarkenningunni. Ég samt þekki hans afstöðu í smá atriðum, þekki hann aðeins af þessum rökræðum við Dawkins.
Ég kannast ekki við að vera að breyta skilgreiningum hérna. Vitræn hönnun segir aðeins að eitthvað í náttúrunni er betur útskýrt með vitrænum hönnuði eða innleggi vitsmuni; hvort sem það er í uppruna lífs, uppruna eðlisfræðilögmála, hönnun jarðarinnar eða dæmum úr náttúrunni.
Þeir sem aðhyllast Vitræna hönnun telja oftar en ekki að langur tími hefur liðið, að allar lífverur eigi sér sameiginlegan forfaðir og margt fleira sem ég er algjörlega ósammála. Mér samt blöskrar ekkert sú afstaða, það sem mér blöskraði var fólk sem sagðist vera kristið en er síðan á móti því að vitrænn hönnuður hafi gert eitthvað eins og átt þátt í því að skapa lífið eða mannkynið.
Ég geti vel trúað því að það er rétt hjá þér og ég hefði gaman af því að mæta þeim því að ég gæti ekki tapað. Ekki af því að ég er svo sannfærður um að vera betri en þeir eða að ég hafi rétt fyrir mér heldur af því að ég vil aðeins trúa í samræmi við það sem er rétt svo ef þeir gætu sýnt mér farm á að ég hafi rangt fyrir mér þá myndi ég fara glaður heim.
Ég veit ekki hvað eiginlega hvetur þig til að segja svona þvælu. Ég veit ekki hve oft ég þarf að útskýra þetta með það sem mér finnst vera ógeðslegt en þú virðist ekki geta skilið það eða ekki vilja skilja það.
Mofi, 3.5.2009 kl. 17:09
Halldór minn, ég reyndi ítrekað að segja þér að ég aðhylltist boðskap jesú krists, að ég tryði því að sá guð sem hann talaði um væri til, en að ég tryði því ekki að sköpunarsaga mósébókar væri bókstafleg lýsing og bæri að taka sem myndrænni lýsingu frekar á þinn bókstaflega hátt
Fyrir það kallaðir þú mig viðbjóðslegan, oftar en einusinni og oftar en tvisvar - og það geta menn hér vafalaust staðfest sem muna eftir þessu
Svo kemur hér maður sem er með afar svipaðar ef ekki bara sömu skoðun og ég en þú virðist líta algjörlega framhjá því og sakar mig um óheiðarleika
Ég ætla ekki að commenta á þetta hjá þér aftur, þú veist það best sjálfur hvernig í þessu liggur
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 17:18
Ef ég man rétt þá sagðir þú að með því að efast um það hversu bókstafleg lýsing biblíunnar væri þá væri ég að kalla Jesús lygara og væri þar með orðinn ógeðslegur
Er Lennox ekki líka skv. sömu rökum að kalla Jesús lygara?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 17:20
Sigmar.... ég veit ekki hve oft ég hef útskýrt þetta... ég vísa mjög mikið til þeirra sem tilheyra "ID" og fæstir þeirra eru sköpunarsinnar. Ég skil vel að menn geti verið kristnir, trúað á Guð og að Hann hafi leiðbeint þróuninn; vitræn hönnun sem sagti. Ég er ósammála en ekkert stórvægilegt.
Það sem mér finnst vera viðbjóðslegt er eitthvað sem ég hef útskýrt marg oft og það er ekki að hafna sköpunarsögunni. Það er að hafna því að það er hægt að sjá hönnun Guðs einhvers staðar í alheiminum, hvort sem það er í fínstillingu alheimsins, hönnun jarðarinnar, í lífinu sjálfu eða mannkyninu. Þeir sem kalla sig kristna og afneita þessu eru ógeðslegt fólk sem ég fyrirlít. Ef það er þú þá þykir mér leitt að hafa svona skoðun á þinni afstöðu.
Mofi, 4.5.2009 kl. 11:26
Helmingurinn af því sem þú kallar sannanir fyrir hönnun er bull sem vísindamenn eru búnir að hrekja margsinnis (Irreducible complexity og fl.), restin er óhóflegur vilji til að sjá Guð í öllu sem við ekki vitum.
Hvorugt er í neinum skilningi sönnun fyrir einu né neinu.
Að kalla það "viðbjóðslegt" að vera ekki haldinn sömu sjálfsblekkingaráráttu hvað þetta snertir og þú sjálfur er náttúrulega alveg kostulegt.
Þessar "sannanir" eru margar hverjar forvitnilegar og geta hæglega vakið upp spurningar hjá fólki um hvort eitthvað sé þarna úti sem velji að hafa hlutina á þennan veg, eða valdi því á einhvern hátt, en að kalla þetta sannanir fyrir hönnun eða einhverju eins og t.d. tilvist Jahve, hinum blóðþyrsta guði GT, er svo fjarri því að vera rökrétt að orð þess sem segir falla um sjálf sig.
Viljirðu lyfta sjálfum þér upp á vitrænt plan, Mofi, skaltu hætt að kalla þetta "sannanir" og notast þess í stað við orð eins og "vísbending".
Þú getur hæglega haldið þínum skoðunum á lofti án þess að koma fyrir eins og heilaþveginn ofsatrúarkjáni með því að gera greinarmun á því sem þú veist og því sem þú trúir.
Ekki svara mér með einhverju Michael Behe bulli eða öðrum Discovery Institute grátstöfum. Þetta fólk er ekki með á nótunum fyrir fimm aura.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 4.5.2009 kl. 12:12
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvernig maður sem telur sig sannkristinn getur kallað fólk sem fylgir boðskap þeim sem sami kristur boðar viðbjóðslegt fyrir að hafa aðra sýn en þeir á hluti sem gerðust eða eiga að hafa gerst löngu fyrir fæðingu krists.
Ég get kannski að hluta til skilið ef slíkt fólk kallar þá sem einfaldega neita tilvist krists ógeðslegt og þar fram eftir götunum, en þegar slíkar skoðanir eru farnar að ná yfir annað kristið fólk þá er eitthvað alvarlegt að viðkomandi
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:20
Það er bull að það er eitthvað búið að hrekja Irreducible complexity. Það er eins og það er engin leið til að komast að því að tilviljanir og náttúruval bjó eitthvað ekki til í ykkar huga; það er bara sannleikur no matter what.
Það sem ég kalla viðbjóðslegt ( í hundraðasta sinn ) er að þykjast vera kristinn og síðan afneita því að það er hægt að sjá hönnun einhvers staðar í alheiminum. Hvað er svona erfitt við að skilja þetta?
Ég get vel tekið það til mín að það er betra orð.
Mofi, 4.5.2009 kl. 12:39
Sigmar, ég kallaði ákveðið viðhorf viðbjóðslegt fyrir þann sem kallar sig kristinn. Þegar ég tala um kristinn þá á ég auðvitað við einstakling sem segist trúa því að Jesú er Guð. Sá sem segist trúa því og síðan neitar að það er hægt að greina hönnun Guðs í alheiminum er viðbjóðsleg afstaða. Ef það er þín afstaða þá finnst mér hún viðbjóður, ef það er ekki þín afstaða þá hvað ertu að angra mig með þessari þvælu?
Mofi, 4.5.2009 kl. 12:43
Mér var bent á að ég hafði sagt að "Þeir sem kalla sig kristna og afneita þessu eru ógeðslegt fólk sem ég fyrirlít." Það voru sannarlega mistök og ég var að reyna að halda mig við að kalla þessa afstöðu viðbjóðslega en ekki það fólk sem hefur fallið í þann fúla pytt að aðhyllast þetta. Biðst innilega afsökunar á þessu.
Mofi, 4.5.2009 kl. 15:15
Maður sem telur Guð upphafsmann veraldarinnar eins og við þekkjum hana og svo stórkostlegan að hann hafi sett þetta allt af stað greinir svo sannarlega hönnun hans á heiminum í kringum sig Halldór
Að vilja hinsvegar kanna þennan heim án þess að smella einhverju "Guð gerði þetta" trademarki á alla skapaða hluti gerir fólk og/eða skoðanir ekki viðbjóðslegar
Sá eini er viðbjóðslegur sem talar svona um samborgara sína
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 22:17
Sigmar, það sem ég sagði var að mér finnst ógeðfellt að segja að það má ekki setja þannig merkimiða ef viðkomandi finnst það vera besta útskýringin. Þetta viðhorf er óheiðarlegt af þeim sem kallir sig Kristinn í þeim skilningi að hann trúir að Kristur er Guð og að Biblían er þá opinberun Guðs.
Mofi, 5.5.2009 kl. 11:43
Kristur getur ekki verið Guð því annars væri hann geðklofi. En Jesús talaði nú ansi oft um og við föður sinn. Kristin trú er eingyðistrú. Alla veganna var hún kennd sem slík í barnaskólanum mínum. Þannig getur Kristur ekki verið guð.
Þú trúir þá sennilega á þrenninguna og þá mætti halda fram að guðirnir séu þrír (já mjög gáfulegt). Síðan má náttúrulega halda áfram og líta á dýrlingana sem hálfguði eins og páfagarður gerir. En ég held að margir geri nú ekki mikinn greinarmun á dýrlingi og guði.
Nú er ævintýrið orðið líkt og önnur fjölgyðistrúarbrögð. Finndu þann sem þér þykir bestur og tilbiddu hann eða hana.
Odie, 5.5.2009 kl. 12:35
Þetta viðhorf er óheiðarlegt af þeim sem kallir sig Kristinn í þeim skilningi að hann trúir að Kristur er Guð og að Biblían er þá opinberun Guðs.
Og gildir þetta þá ekki líka um Lennox? Og er þar af leiðandi ógeðfelldur
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 15:14
Sigmar, Lennox afneitar ekki því að það er hægt að greina hönnun í náttúrunni; að Guð skapaði eitthvað í þessum alheimi. Í þessu myndbandi þá sagði hann beint að það væri hægt að sjá merki um hönnun í DNA en ég þekki ekki hans afstöðu neitt meira en það sem kom þarna fram.
Mofi, 6.5.2009 kl. 10:46
Hann segir samt sem áður að biblían segi ekki rétt frá... ´
Sem þýðir að skv þér er hann að saka Jesús um lygar
Það eru allavega rökin sem þú notaðir á mig hér á sínum tíma, að ef ég efaðist um bókstaflegheit þess sem í biblíunni stendur þá væri ég að saka Jesús um lygar og væri þar með viðbjóðslegur
Ertu semsagt að draga í land með þessa skilgreinginu?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 12:02
Ég er nokkuð viss um að hann les sköpunarsöguna sem myndlíkingu eins og svo margir svo kallaðir kristnir gera. Ég er ósammála því en mér finnst það ekkert ógeðslegur óheiðarleiki.
Mofi, 6.5.2009 kl. 12:16
Skondið.... því það að voga mér að segja að ég liti á sköpunarsögu biblíunnar sem myndræna lýsingu var einmitt það sem gerði mig viðbjóðslegan á sínum tíma
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 12:20
Nei Sigmar, ég hef aldrei kallað það að taka sköpunarsöguna ekki bókstaflega sem eitthvað viðbjóðslegt. Ef þú skildir það þannig þá er um misskilning að ræða og alveg mögulegt að það er mér að kenna fyrir að orða hlutina ekki nógu skýrt.
Mofi, 6.5.2009 kl. 12:59
Svo ég vitni í þig sjálfan
"Ég kalla þá sem kalla sig kristna en snúa sér síðan við og kalla Krist lygara, viðbjóðslegt!"
http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/626436/
Og meira úr sama þræði
Ég hef meiri virðingu fyrir afstöðu Dawkins og DoctorE en þannig viðbjóði.
Í þeim umræðum sem þetta er dregið úr er ekkert annað til umræðu en sú deila okkar um að ef sköpunarsaga biblíunnar er ekki tekin bókstaflega þá sé verið að saka jesús um lygar
Og skv þér gerir það mann ógeðslegan
Ég endurtek því fyrri spurningu... ertu að draga í land með þá fullyrðingu?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 13:30
Það hefur ekkert breyst, mér finnst þetta viðbjóðslegt. Að túlka sköpunarsögu Biblíunnar sem myndræna líkingu tel ég ekki vera að kalla Krist lygara þó mér finnst sú afstaða sorgleg.
Nei, umræðan snérist um vitræna hönnun og fólk sem neitaði að hægt væri að greina hönnun Guðs í alheiminum og síðan vildi láta kalla sig kristið.
Mofi, 6.5.2009 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.