8.4.2009 | 12:55
Jarðfræðingur spáði fyrir um jarðskjálftann
Hérna er hægt að lesa þessa frétt: Scientist who predicted Italy quake sent to police
Í stuttu máli þá var jarðfræðingur að nafni Gioacchino Giuliani að vara fólk við jarðskjálfta og að það ætti að yfirgefa bæinn. Bæjarstjórinn reiddist þessu, vísindasamfélagið sagði ekki vera hægt að spá fyrir um svona hluti og lögreglunni var sigað á Gioacchino Giuliani fyrir að breiða út hræðslu áróður.
Ef maður trúir að einhver er í hættu og varar hann við, er maður þá með einhvern hræðslu áróður eða jafnvel haturs áróður? Er ekki verri glæpur að vara fólk ekki við hættu? Mér er hugsað til trúboðs kristinna í þessu samhengi...
Hvað sem öðru líður þá verður forvitnilegt að sjá fylgjast með þróun mála þarna.
Hvet alla að biðja fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans og styrkja hjálparstarf á þessu svæði, sjá: ALERT] Worst Quake to Hit Italy in Nearly 30 years: ADRA Prepares Response
260 látnir á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er orðlaus...
halkatla, 8.4.2009 kl. 13:10
Halldór, þú sprengir skalann.
Matthías Ásgeirsson, 8.4.2009 kl. 13:15
vísindasamfélagið sagði ekki vera hægt að spá fyrir um svona hluti og lögreglunni var sigað á Gioacchino Giuliani fyrir að breiða út hræðslu áróður.
Halldór.. hafa jarðfræðingar hér á landi ekki verið spá fyrir um jarðskjálfta í mörg ár?
Tilheyra þeir ekki vísindasamfélaginu kannski?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 13:29
Anna og Matthías, væri mjög fróðlegt að heyra ykkar hugsanir um þetta. Þetta sem þið sögðuð... hjálpaði mér lítið til að skilja ykkar afstöðu.
Sigmar, þetta er það sem fréttin sagði að viðbrögðin hefðu verið við viðvörunum þessa manns. Ég veit ekki betur en jarðfræðingar eru oft að reyna að spá fyrir um jarðskjalfta svo þetta kom mér spánkst fyrir sjónir.
Mofi, 8.4.2009 kl. 14:43
Til hvers þarf að vara við svona lögðu. Er þetta ekki Guðs vilji ?
Ég ætla nú að leyfa mér að svara þessu strax. Að sjálfsögðu á að vara við þessu hins vegar eru bæði til rétt og röng leið til þess. Aðferðin sem þessi maður notaði var röng (þó hann hafði rétt fyrir sér). En Vísindasamfélagið mun núna skoða aðferðir hans betur og munu ef til vill nota hans aðferðir í framtíðinni til að spá um svona atburði.
Það eru milljón manns endalaust að vara við hinu og þessu og það þarf því að vera vísindalegur grunnur notaður við svona tilkynningar til að koma í veg fyrir óþarfa hræðslu og slys.
Trúboð er oftast ekkert annað en hræðsluáróður af verstu gerð, þar sem órökréttar ályktanir er otað að grandvaralausu fólki og það haft að féþúfu.
Odie, 8.4.2009 kl. 14:46
Odie, sammála þér varðandi jarðfræðinginn þó ég veit ekki alveg hvaða aðferð hann hefði frekar átt að nota. Einhverjar hugmyndir?
Varðandi trúboð þá inniheldur það trúboð sem kristnir stunda afskaplega litla viðvörun. Ég veit að ég reyni að láta það vera í því sem ég segi en mér finnst það sjaldgæft. Auðvitað er það slæmt þegar það er notað í vondum tilgangi eins og hreinlega að stela af fólki. Minn punktur hérna er samt sá að ef þú trúir að einhver er í hættu þá er það þín skylda að vara við því.
Mofi, 8.4.2009 kl. 14:53
Ég trúi því að einhyrningar sitji fyrir þér í götunni hjá þér, þú ættir að halda þig inni næstu daga.
Jón Ragnarsson, 8.4.2009 kl. 14:59
Já, Mofi. Þessi frétt um jarðfræðinginn kom mér virkilega á óvart. Ég hélt að íslenskir jarðfræðingar væru komnir nokkuð langt í því að spá fyrir um jarðskjálfta. En það er kannski oftúlkun okkar?
Lengi hefur verið spáð fyrir um Suðurlandsskjálfta á Íslandi en aldrei var spáð nákvæmlega hvenær eða hversu miklum skaða hann gæti valdið.
Sá fyrri kom svo 17. júní árið 2000 en sá seinni 29. maí 2008. Ekki minnist ég þess að jarðfræðingar hafi nefnt einhvern sérstakan dag, viku eða ár.
En ég man eftir að maður nokkur spáði fyrir um eldgos í nánd við Bláfjöll og að hraun myndi renna yfir Stórreykjavíkursvæðið. Hann bar út bæklinga þessa efnis en var handtekinn og gert að hætta þessum spádómum. Mig minnir að hann hafi vitnað í eigin drauma og svo spádóma Nostradamusar máli sínu til stuðnings.
Spáði Ellen G. White eitthvað um svona atburði?
Sigurður Rósant, 8.4.2009 kl. 15:00
zzz, takk fyrir viðvörina zzz :)
Rósant, við virðumst hafa mikla trú á okkar jarðfræðingum en ég einmitt man ekki eftir að þeir hafi náð að spá fyrir um þá jarðskjalfta sem þú nefndir. Ég man eftir spádómum um Suðurlandsskjálftan og hve svakalegur hann ætti að verða en menn eru alveg hættir að tala um hann.
Áhugavert þetta með manninn sem spáði fyrir um eldgos. Ég get ekki gagnrýnt hann fyrir að vara fólk við en ég get gagnrýnt hann fyrir að setja traust sitt á drauma og Nostradamus.
Varðandi Ellen White þá spáði hún fyrir um jarðskjálfta í Los Angeles og "civil war" Bandaríkjanna. Hérna nokkur dæmi af því sem hún sá fyrir um ,sjá: http://www.ellenwhite.info/predictions.htm
Þekki ekki til þess að hún hafi gert svona framtíðar spádóma.
Mofi, 8.4.2009 kl. 15:18
Mofi:Odie, sammála þér varðandi jarðfræðinginn þó ég veit ekki alveg hvaða aðferð hann hefði frekar átt að nota. Einhverjar hugmyndir?
Varðandi trúboð þá inniheldur það trúboð sem kristnir stunda afskaplega litla viðvörun. Ég veit að ég reyni að láta það vera í því sem ég segi en mér finnst það sjaldgæft. Auðvitað er það slæmt þegar það er notað í vondum tilgangi eins og hreinlega að stela af fólki. Minn punktur hérna er samt sá að ef þú trúir að einhver er í hættu þá er það þín skylda að vara við því.
Já hann hefði átt að hafa samband við yfirvöld (sem hann kannski gerði) og vísindasamfélagið. Það er síðan þeirra að meta hvort það eigi að tilkynna þetta.
En annars vill ég vara þig við því að ferðast í bíl. Þú gætir lent í slysi !
En eins og þú sérð að þó að það séu allar líkur á því að þú gætir lent í slysi þá hef ég ekki minnstu hugmynd um hvort eða hvenær. Af þessu leiðir að eftirfarandi yfirlýsing er ekkert annað en hræðsluáróður sem ekki neinn fótur er fyrir. Hins vegar eru líkur á því.
Þannig að þó að líkur séu á einhverju þá þurfa fleiri að vera sammála því mati annars er það gagnslaust. Það að halda einhverju fram bara svona af því bara, er tilgangslaust. Líkt og margt annað sem menn trúa.
Odie, 8.4.2009 kl. 15:26
Værir þú sáttur við að fá nei og síðan vita kannski af ættingjum sem eru í hættu og vara þá ekki við bara þó að einhverjir aðrir sem þykjast vita betur en þú telja að þú hafir rangt fyrir þér?
Mofi, 8.4.2009 kl. 15:36
the head of the National Geophysics Institute dismissed Giuliani's predictions.
"Every time there is an earthquake there are people who claim to have predicted it," he said. "As far as I know nobody predicted this earthquake with precision. It is not possible to predict earthquakes."
Ég veit hreinlega ekki hvaða stórfurðulegu ranghugmyndir þú hefur um "vísindasamfélagið" stundum er eins og þú lítir á það sem eina heild í formi einhvers konar eldspúandi dreka sem ekkert nema illska liggi fyrir
Þessi maður sem þarna er vitnaði í nafnlaus er ekki fulltrúi "vísindasamfélagsins"
Og þú sem Íslendingur ættir að vita betur en að grípa svona fíflacomment á lofti... þessi maður er augljóslega bara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér
Það er hinsvegar alveg rétt að það er ekki hægt að spá fyrir um að jarðskjálfti af þessari stærð, verði á þessum stað á þessum tíma
en það eru vissulega hlutir sem hægt er að fylgjast með og geta verið undanfarar jarðskjálfta... eru íslenskir vísindamenn þar að auki líklega fremstir eða mjög framarlega í þeim fræðum í veröldinni
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 17:13
Áhugaverð umræða, þetta minnir mig á bíómynd um Jaws, þegar vísindamaður varar við í ókind einni á ströndum bæjarins en bæjaryfirvöld hunsa hann, aðeins með það að leiðarljósi að ferðamannastraumur fari í hundanna, ætli það hafi ekki líka haft áhrif á þennann spádóm þessa visindamanns, vonandi hafa þessi sömu bæjaryfirvöld haft hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi og þá að skelfing gripi ekki um sig þar á bæ, samt hef ég þá tilfinningu að pólítík hafi allt með þetta að gera, það hefði verið slæmt fyrir ríkjandi bæjarstjórn að taka ákvörðun um að rýma bæinn og svo hefði ekkert skeð! Mannfólkið er því miður svo breiskt, hagsmunir eru hæra metnir öllu öðru
Guðmundur Júlíusson, 8.4.2009 kl. 21:56
Mofi: Værir þú sáttur við að fá nei og síðan vita kannski af ættingjum sem eru í hættu og vara þá ekki við bara þó að einhverjir aðrir sem þykjast vita betur en þú telja að þú hafir rangt fyrir þér?
það er nokkuð mikill munur á því að segja ættingjum eða vina frá áhyggjum þínum eða að standa úti á torgi og hrópa úlfur úlfur.
Odie, 8.4.2009 kl. 23:04
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA
nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn
Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com
Sjóveikur, 8.4.2009 kl. 23:58
Ég er að vísa í fréttina Sigmar...
Hans "fellow" jarðfræðingar voru honum ekki sammála og þeir voru þá líklegast vísindasamfélagið á hans slóðum.
Guðmundur, góður punktur. Menn mega ekki gleyma því að vísindamenn eru bara menn eins og við öll og þar spila pólitík og peningar inn í eins og hjá okkur öllum.
Já, sá partur af hans viðvörun var ekki vænlegur til árangurs.
Mofi, 9.4.2009 kl. 10:33
Hans "fellow" jarðfræðingar voru honum ekki sammála og þeir voru þá líklegast vísindasamfélagið á hans slóðum.
Það er vitnað í einn mann Halldór
Einn mann sem er formaður stofnunar sem greinilega vann ekki vinnuna sína
Þessi eini maður er ekki "vísindasamfélagið"
Og það er líka alveg rétt að þessi maður átti ekki að auglýsa þetta á youtube og keyra um með gjallarhorn, hann átti að fara með þessar upplýsingar til viðeignadi aðila
Þessi bær er á miklu skjálftasvæði og smáskjálftar eru mjög algengir þarna og höfðu verið í gangi allt þetta ár, og eins og maðurinn sagði réttilega þá er ekki hægt að spá fyrir um svona stóra skjálfta af einhverri nákvæmni
Ef hús þarna væru rýmd í einhverja mánuði í hvert skipti sem smáskjálftar finnast þá byggi fólk ekki þarna stóran part ársins
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:39
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2009 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.