Kristileg predikun Gunnars í Krossinum

Ég horfði á predikun Gunnars í Krossinum sem hann hélt í gær og get sagt með gleði að sú ræða var mér blessun.  Þeir sem vilja hlusta á hana geta gert það hérna: Predikun 5.mars 

Margt í predikunni var mjög gott en það sem mér þótti vænst um var að kynna mig fyrir ljóði sem Davíð Stefánsson orti en það er virkilega fallegt og ég get tekið undir með Gunnari að það má segja að þetta ljóð sé innblásið.

DavidStefanssonÉg kveiki á kertum mínum
Davíð Stefánsson

Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.

Í gegnum móðu' og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.

Þín braut er þyrnum þakin,
hver þyrnir falskur koss.
Ég sé þig negldan nakinn
sem níðing upp á kross.
Ég sé þig hæddan hanga
á Hausaskeljastað.-
Þann lausnardaginn langa
var líf þitt fullkomnað.

Að kofa og konungshöllum
þú kemur einn á ferð.
Þú grætur yfir öllum
og allra syndir berð.
Þú veist er veikir kalla
á vin að leiða sig.
Þú sérð og elskar alla,
þó allir svíki þig.

Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Friður sé með yður og anda þínum. Þetta er mjög svo flott ljóð.

ibbets (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 17:21

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta ljóð er tær snilld, og góð færsla Moffi minn! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.4.2009 kl. 18:13

3 Smámynd: Mofi

Gaman að heyra Haukur :)

Mofi, 6.4.2009 kl. 19:38

4 Smámynd: Sverrir Halldórsson

Góð lesning og uppbyggjandi, takk fyrir mig Moffi.

Drottinn leiði og blessi þig.

Sverrir Halldórsson, 7.4.2009 kl. 10:08

5 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Sverrir

Mofi, 7.4.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband