1.4.2009 | 11:02
En það er í lagi að myrða, við erum ekki lengur undir lögmáli!
Mér þótti það athyglisvert að Gerald Gallant fékk morð beiðnirnar í kirkju; spurning hvort að einhverjir meðlima þeirra kirkju voru á þessari skoðun að það væri í lagi að myrða fyrst að við erum ekki lengur undir lögmáli.
Þegar umræða meðal kristna kemur að boðorðinu um að halda sjöunda daginn heilagan sem hvíldardag þá koma þessi rök að kristnir þurfa ekki að halda hvíldardaginn af því að við erum undir náð en ekki lögmáli. Svo auðvitað vaknar þá sú spurning, ef það er í lagi að brjóta hvíldardags boðorðið af því að við erum undir náð, er þá ekki líka í lagi að brjóta hin níu?
Svarið ætti að vera "auðvitað ekki". Auðvitað vilja kristnir ekki stela, ekki ljúga, ekki myrða og svo framvegis. Ég trúi að þeir ættu líka vilja að fara eftir boðorðinu sem segir eftirfarandi: Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins - 2. Mósebók 20:8-10
Í gegnum söguna þá hafa sumir "kristnir" komist að þeirri niðurstöðu að það væri í lagi að drepa þá sem predikuðu að halda sjöunda daginn heilagan, sjá:
- http://www.truechristian.org/great_falling_away/12_1600s/12_1600s.htm
- General Distribution of the Sabbath-keeping Churches
- Brief History of Sabbath Keeping in England and America
Þegar við skoðum spádóma í Opinberunarbókinni þá talar hún oft um merki dýrsins og að þeir sem munu neita að taka við því munu verða ofsóttir. Það eina sem einstaklingur þarf að gera til að fá þetta merki ekki á sig er að halda boðorð Guðs. Ég trúi því að atriðið sem valda þessum ágreiningi og láta svo kallaða kristna aftur ofsækja þá sem eiga að vera trú systkini sín vera hvíldardags boðorðið.
Ég trúi því ekki að þeir sem halda sunnudaginn í dag eru með merki dýrsins eru með merki dýrsins; reyna að hafa það alveg á hreinu. Þetta merki er merki sem veraldlegt vald mun setja á fólk og ef fólk hlýðir ekki þá mun það ekki geta selt eða keypt og mun vera jafnvel drepið. Þegar það gerist þá verður þetta að þessu merki. Ef ég skil spádóma Biblíunnar um þetta atriði rétt þá verður hvíldardagurinn það sem þessar ofsóknir munu snúast um.
Leigumorðingi játar 28 morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var ég ekki búinn að banna þér að nota þennan strámann í öðrum bloggfærslum?
Einar Jón, 1.4.2009 kl. 12:27
Spurningin til Mófa og annara trúaðra: Myndirðu drepa ef það væri ekki bannað í boðorðunum 10?
Það er náttúrulega ákveðin sjúkleiki að taka lög úr einhverri +2000 ára gamalli sögu fram yfir td. landslög og náttúrulega mannréttindi annara til að lifa.
Arnar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:50
Einar, ég verð víst að iðrast í sand og ösku, sorry fyrir það :)
Arnar, nei, það myndi brjóta gegn þá samvisku minni. Hvernig síðan sérðu fyrir þér að taka boðorðin tíu fram yfir náttúruleg mannréttindi? Þetta er fyrir kristna, aðrir ættu bara að láta svona umræðu fram hjá sér fara.
Mofi, 1.4.2009 kl. 12:54
Sæll elsku Helgi,
ef svo er að sjöundi dagurinn tilheyrði gamla sáttmálanum eins og fórnarkerfið, hvers vegna er hann þá staðsettur mitt í boðorðunum tíu? Finnst þér ekki órökrétt af Guði að setja eina úreldanlega reglu mitt inn í níu aðrar eilífar óumbreytanlegar reglur?
Halldór birti stutta grein sem hét Opið bréf til Gunnars í Krossinum. Ég beini spurningunum tveim sem þar eru settar fram til þín.
Vinarkveðja,
Jón Hjörleifur.
P.s. ég held þú vitir að Kaþólska kirkjan sjálf staðhæfir að hún hafi breytt helgi hvíldardagsins frá laugardegi til sunnudags, og hefur sjálf í góðum greinum hrakið ,,upprisurökin" fyrir sunnudagshelgi.
Jón Hjörleifur (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:41
Eh.. ég sé það ekki fyrir mér :)
Mér finnst það bara við hæfi í sambandi við þessa umræðu, ef guðinn þinn hefði ekki bannað hitt og þetta (td. þjófnað, morð etc.) með td. boðorðunum tíu, þætti trúuðum þá bara fínt að gera það.
Pointið er að þú td. trúir að siðferði þitt sé komið beint frá guðinum þínum. Hvernig getur þér þá fundist eitthvað siðferðislega rangt sem guðinn þinn hefur ekki bannað?
Well, það kom hvergi fram hjá þér.
Arnar (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 00:00
Sjöundi dagurinn tilheyrir ekki öðrum sáttmála, hann var gerður heilagur löngu fyrir tíma Móse og Móse fékk gyðinga til að halda hvíldardaginn löngu áður en hann fékk boðorðin tíu. Hvar síðan stendur að við höfum núna önnur boðorð en boðorðin tíu? Jakobsbréfið vísar t.d. beint í boðorðin tíu og segja að ef þú brýtur eitt þeirra þá brýtur þú þau öll, svo af hverju ætti einhver sem er kristinn að hafa ekki einu sinni vilja til að halda öll tíu?
Hvíldardagurinn verður síðan haldinn á himni, svo þetta er ekki einkenni gyðinga enda búin til, löngu áður en gyðingar verða til.
Gamli sáttmálinn var með mannlega presta sem störfuðu í helgi dómi Salómons og færðu fórnir þar sem dýr þurftu að deyja og táknuðu Krist. Nýji sáttmálinn er að núna höfum við ekki musteri Salómons heldur er okkar æðsti prestur Kristur sjálfur. En helgidóms þjónustan útskýrði að Kristur þurfti að deyja fyrir brot á boðorðunum tíu. Aðeins einu sinni á ári þá fór æðsti presturinn inn með fórn og setti blóð á náðarsætið sem var fyrir ofan boðorðin tíu sem táknmynd um fórn Krists til að borga fyrir brot á þessum lögum Guðs. Nýji sáttmálinn er með Jesú sem æðsta prest og samkvæmt Hebreabréfinu þá þjónar Hann í himneskum helgidómi sem hinn jarðneski var aðeins eftirmynd af. Það sem hefur ekki breyst eru boðorðin tíu, þau voru í þeim gamla og eru núna í þeim nýja á himnum.
Eða heldur þú að það eru aðrar steintöflur með einhverjum öðrum boðorðum í helgidómnum á himnum?
Það eru já mjög áhugaverð vers í Hebreabréfinu sem fjalla um sabbathshvíld og tala um sjöunda daginn og að við ættum að keppast til að ganga til þeirrar hvíldar svo við föllum ekki vegna óhlýðni.
Taktu eftir að það er verið að tala um hinn sjöunda dag og að við eigum að fara eftir fordæmi Guðs og hvíla okkur hinn sjöunda dag eins og Guð gerði og að gera þetta ekki veldur því að menn óhlýðnast og falla.
Ég er sammála að það er þörf á því að muna að elska trú systkini sín og að vera alveg sammála í öllu er líklegast mjög hæpið. Samt hlýðni við boðorðin tíu ætti ekki að vera eitthvað sem sundrar en ég sé það sundra og menn velja hefðir manna og samfélög manna frekar en hlýðni við boðorðin tíu og það finnst mér sorglegt.
Það sem einkennir þá sem fá ekki merki dýrsins er að þeir halda boðorð Guðs, sjá:
Það er einnig áhugavert að þeir sem fá merki dýrsins þeir fá enga hvíld; kannski af því að þeir eru ekki að halda hvíldardaginn?
Vonandi gaf ég þér eitthvað til að hugsa um. Það á að vera hægt að rökræða þessi mál á málefnalegum og vingjarnlegum nótum ef allir eru með sama markmið í huga sem er að fylgja Guði eins vel og þeir geta.
Kveðja,
Halldór
Mofi, 2.4.2009 kl. 00:48
Arnar, ég held að mitt siðferði og þitt siðferði kemur frá Guði en síðan hafa menn boðorðin tíu og t.d. orð Krists til að leiðbeina sér enn frekar. Þetta voru alveg gildir punktar hjá þér og bara áhugavert innlegg.
Mofi, 2.4.2009 kl. 00:51
Prófaðu að hugsa þann punkt aðeins öðru vísi. Hvíldardags boðorðið mótaði samfélag gyðinga meira en flest annað. Það var miklu meira mótandi á þeirra samfélag en t.d. að keyra á hægri helminga vegarins hefur á okkar samfélag. Ef að alþingi ætlaði að breyta á hvaða vegar helmingi við ættum að keyra, heldur þú að það væri fjallað um það ýtarlega og vel auglýst?
Það er einmitt þögnin um breytingu á hvíldardeginum sem styður það mjög skýrt að þetta boðorð er enn bindandi fyrir kristna. Það var breyting á t.d. umskurn og það fékk mjög ýtarlega umfjöllun þó að umskurn tilheyrir ekki boðorðunum tíu.
En það síðan ekki alveg þögn um það því að Hebreabréfið 4 talar skýrt um sjöunda daginn og að við eigum að halda það til að falla ekki í óhlýðni.
En mundu að Jesú sagði að við ættum að gera lærisveina og kenna þeim allt sem Hann hafði kennt þeim. Ég myndi ætla að boðorðin tíu væru þar á meðal. Þegar við síðan sjáum Pál boða trú þá skipti það hann gífurlega miklu máli að menn færu ekki að tilbiðja þá því að það er brot á boðorðinu, þú skalt aðeins tilbiðja Guð. Ekki heldur þú að postularnir þarna hafi verið að segja að hin níu boðorð skiptu ekki neinu máli fyrir þá sem gerast kristnir?
Endilega kíktu á þessa síðu hérna sem fjallar um viðhorf manna á mismunandi tímum gagnvart hvíldardeginum, sjá: The Sabbath Through History - 1st Century
Taktu líka eftir því að Biblían talar um að við munum halda hvíldardaginn á himnum ( Jesaja 66:22-23 )
Ég á erfitt með að sjá hvernig maður getur ekki gengið til hvíldar og óhlýðnast nema með því að brjóta boðorðið sem segir manni að hvílast. Það er ekki hið sama og að halda að maður réttlætist af því að halda hvíldardaginn, ekki frekar en þú telur þig réttlætast með því að ekki myrða.
Ég get ekki neitað því að ég skil ekki alveg vers átta. En taktu eftir versum 9-11
Það er enn sabbatshvíld fyrir okkur eins og þegar Guð hvíldist frá Hans verkum, bein tilvísun í sjöunda daginn í sköpunarsögunni og síðan beiðni um að keppast til að ganga til þeirrar hvíldar svo við óhlýðnumst ekki. Óhlýðni er að brjóta af sér og eina boðorðið sem talar um hvíld er hvíldardags boðorðið.
Vinar kveðjur,
Halldór
Mofi, 2.4.2009 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.