Opið bréf til Gunnars í Krossinum

gunnarikrossinum.jpgÞann 24. mars flutti Gunnar Þorsteinsson í Krossinum ræðu um hvíldardaginn og lögmálið.  Sjá má ræðuna hérna: Ræða Gunnars 24.mars.   Gunnar sagði réttilega að maðurinn réttlætist ekki með því að halda boðorðin heldur fyrirgefur Guð manninum af náð sinni einni.  Lögmálið hreinsar mann ekki af synd heldur segir manni hvort maður hafi syndgað eða ekki. Hérna sé ég ekki betur en ég og Gunnar erum alveg sammála.  

Einni spurningu lætur Gunnar þó ósvarað. Hún er þessi: Þegar Guð hefur fyrirgefið manninum og veitt honum Anda sinn til leiðsagnar í lífinu, mun Andi Guðs leiða manninn til þess að vera í samræmi við boðorð Guðs eða er manninum heimilt að brjóta þau að vild?  

Sagt með öðrum orðum, á hinn kristni maður að leitast við að halda boðorð Guðs í náð hans og krafti Andans, eða má hann brjóta þau að vild sinni? 

Ef svarið er: Hinn kristni maður má brjóta boðorðin tíu að vild, þá hlýtur önnur spurning að vakna. Hún er þessi: Er þetta rökrétt? Ef vinur minn slær mig og ég fyrirgef honum, er ég þá að gefa honum leyfi til þess að slá mig eins og honum þóknast í framtíðinni? Eða í orðum Páls: ,,Eigum við að vera áfram í syndinni til þess að náðin verði því meiri? Fjarri fer því!” Rm 6.1-2. 

Ef svarið er: Hinn kristni maður á að leitast við að halda boðorðin tíu (ekki til þess að hreinsast, heldur vegna þess að hann hefur hreinsast), þá vaknar önnur spurning. Hún er þessi: Af hverju á það aðeins við um níu af boðorðunum tíu en ekki fjórða boðorðið, sem er: ,,Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. ... sjöundin dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns.” 2M 20.8,10. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Léstu Gunnar vita af þessu í tölvupósti?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.4.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Mofi

Nei, góður punktur, best að gera það; takk Hjalti.

Mofi, 1.4.2009 kl. 19:05

3 Smámynd: Mofi

Gunnar Þorsteinsson í Krossinum
þetta er nú klént hjá þér vinur, þú verður að gera betur.
Ég get nú ekki neitað því að þetta svar Gunnars kom mér á óvart. Bjóst nú við meira af honum.  En að brjóta boðorð Guð er ekki málstaður sem ég vildi verja.

Mofi, 2.4.2009 kl. 11:16

4 identicon

Sæll Mofi

Ég rakst á þessa grein þína og sé að Gunnar hefur ekki svarað þér. En ég vil benda þér á eftirfarandi:

1. Helgidagar eru "sáttmálatákn" milli Guðs og okkar mannanna, sbr. Esekíel.

2. Jesús reis upp á sunnudegi

3. á sunnudegi blés hann á lærisveinahópinn og sagði meðtakið heilagan

anda.

4. Á sunnudegi fékk Tómas að setja fingur og hönd í sárin á líkama Jesú.

5. Á sunnudegi fylltust allir heilögum anda og töluðu tungum

6. Á sunnudegi prédikaði Páll í Tróas.

7. Á sunnudegi féll Evtýkus út um gluggann..

8. Á sunnudegi voru samskot tekin í Korintu

9. Á sunnudegi fékk Jóhannes sýnir Opinberunarbókarinnar

10. Í bréfi til Tíberíasar keisara skrifaði Plinius að kristnir halda sunnudaginn heilagan, það mun hafa verið í kringum árið 111 e.kr.

Sunnudagurinn er orðinn mjög áberandi helgidagur meðal kristinna strax á fyrstu árum hennar. Er ekki sáttmálatákn hins Nýja-Testamentis kominn fram?

Segir ekki í Daníelsbók kafla 2 að hann breyti tíma og tíðum og setur konunga til valda...?

Einn gerir sér dagamun en annar metur alla daga jafna, hvorirtveggja hafi örugga sannfæringu í sínu hjarta, segir Páll í Rómverjabréfinu.

kær kveðja

Snorri í Betel

Snorri í Betel (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband