29.3.2009 | 15:33
Munu heiðingjar brenna að eilífu?
Þetta er alveg frábært framtak hjá heiðingjum í Bretlandi. Þeir eru bæði að vekja fólk til umhugsunar um trúmál og sömuleiðis gagnrýna þá hryllings kenningu Kaþólsku kirkjunnar að heiðingjar og fleiri munu brenna að eilífu í eldi í ólýsanlegum þjáningum. Því miður þá hafa margar kirkjur sem kalla sig kristna ekki losað sig undan þessari kenningu eins og t.d. Krossinn og Betel, sjá: Nú á að leggja niður danska helvítið og Framhaldslíf eða ekkert líf? en á þessari seinni síðu rökræðum við Snorri um helvíti.
Hvergi í Biblíunni erum við vöruð við eilífum þjáningum í eldi; það er ekki eitt vers sem segir það beint út. Aftur og aftur erum við vöruð við glötun og dauða en aldrei eilífum pyntingum. Því miður þá hefur þessi hugmynd verið það sterk að hún hefur læðst inn í Biblíu þýðingar með þessu orði helvíti en í rauninni ætti það orð aldrei að koma fyrir í Biblíunni.
En ég er samt mjög ósammála slagorðum heiðingjanna sem eru á þessa leið: "Guð er trúlega ekki til. Hættu að hafa áhyggjur og njóttu lífsins". Fyrir heiðingja er full ástæða til að hafa áhyggjur og það er vegna þess að dauðinn bíður þeirra og okkar allra. Á dómsdegi munu þeir þurfa að horfast í augu við lögmál Guðs og þeirra eigin samvisku og verða fundnir sekir um lygar, þjófnað, græðgi, öfund, hatur, reiður og sjálfselsku og slíkir munu horfast í augu við hinn annan dauða sem er eilífur.
Góðu fréttirnar eru þær að Guð er til og Hann hefur sigrað dauðan og bíður öllum eilíft líf sem iðrast, snúa við frá öllu illu og setja traust sitt á Jesú Krist.
Ég vona að sem flestir af þeim geri það; langar að hafa þá sem félaga í kirkjunni minni og síðan sjá þá hólpna á himnum þegar að því kemur.
Hef áður skrifað um þetta efni, sjá:
Herferð heiðingja á hjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Löggæsla, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:38 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Njóttu lífsins, komdu vel fram við samferðarmenn þína og sjálfan þig
Ef það er ekki nóg fyrir Guð sé hann til, þá er hann ekki þess virði að trúa á hann
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 15:46
Sigmar, en þegar menn eru sekir um lygar, sjálfselsku, öfund, græðgi, þjófnað og fleira þá er varla hægt að segja að þeir komu vel fram. Guð vill að allir menn iðrist og snúi sér frá vondum vegum og leiti Hans; er það ósanngjarnt? Guð er sá sem getur gefið líf, ef menn vilja ekki leita Hans og þyggja þá gjöf með þeim skilmálum að þeir hegði sér vel þá getur það varla talist ósanngjarnt að Guð hafni þeim.
Mofi, 29.3.2009 kl. 15:56
Jesus calls us to love one another with our full hearts, seeking to fill each day with forgiveness and peace and good will. God gives each of us unique opportunities to do this, and it is only when we turn our backs on the work God has asked us to do that we can say we are in hell. Hell is only the absence of God. This anyhow is how the Jehovah's Witnesses interpret the Bible.
Lissy (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:13
Voðalega ertu alvarlegur í góða veðrinu Mofi minn
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 29.3.2009 kl. 17:17
mikið rosalega verðurðu fyrir miklum vonbrigðum þegar þú deyrð karlinn minn...
Björgvin Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 18:10
Sumir eru svo uppteknir af lífi eftir dauðann að þeir gleyma því að það er líf fyrir dauðann. Himnaríki er hér.
Halli (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 18:50
Ég hef svo sem áður spurt að því hérna en hvernig dettur fólki í hug að leggja eilíf örlög sín í hendur einhvers sem það getur aldrei verið 100% viss um ?
Þú viðurkennir sjálfur að það þurfi trú til að meðtaka guð, í mínum huga er það fáránlegt að ætlast til þess. Það á ekki að þurfa neina trú til, tilvera guðs á að vera 100% augljós, annars er ekki með nokkru lifandis móti hægt að ætlast til þess að fólk leggi sín eilífu örlög í hendur guðs.
Að fólk komist ekki til himna bara af því það trúði ekki Biblíunni er skelfilegur boðskapur, eiginlega djöfullegur. Það er til margt fólk sem trúir ekki á guð en leggur líf sitt í sölurnar til að hjálpa öðrum, ertu að segja mér að guð hleypi því ekki inn bara af því það "trúði" ekki ?
Árni (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:01
Ég veit ekki hverju þú varst að svara Halldór minn... en í því að koma vel fram við sjálfan þig og aðra felst að sjálfsögðu að gerast ekki sekur um lygar, sjálfselsku, öfund, græðgi, þjófnað og fleira
Er það ekki?
Það þarf engan guð með refsivönd fyrir gott og heiðarlegt fólk til að skilja að slík framkoma veldur ekki bara þeim sem fyrir verður slæmri líðan heldur líka þeim sem kemur svona fram
Það þarf enginn að segja mér að ef ég geri eitthvað á hlut annars þá muni ég sem heiðarleg manneskja iðrast þess
Það er alltoft algent viðhorf bókstafstrúarfólks að þeir sem ekki trúa jafn heitt geti ekki verið góðar manneskjur vegna þess að það hræðist ekki refsingu guðs
Staðreyndin er nefnilega sú að upp til hópa er fólk gott og kemur vel fram, alveg óháð þeirra trúarsannfæringu
Ef hinsvegar fólk sem kemur vel fram við sjálfan sig og aðra er ekki guði þínum þóknanlegt vegna þess að það lætur ekki líf sig snúast um hann og ekkert annað þá á hann, verandi til eða ekki - ekki skilið allt þetta vesen í kringum sig
Slíkur guð er einfaldlega ekki góður
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:01
Ég átti fínan dag, fór í sund og hitti vini og lasagnia í kvöldmat; hvað með það þó ég náði 15 mínútum í að vera dáldið alvarlegur :)
Hvernig gæti það gerst? Ef að guðleysingjar hafa rétt fyrir sér þá mun ég aldrei uppgvöta að ég hafði rangt fyrir mér. Ef Biblían aftur á móti hefur rétt fyrir sér þá munu sumir uppgvöta að þeir gerðu stærstu misstök sem hægt er að gera og glötuðu lífinu sjálfu að eilífu.
Sumir hafa von í þessu lífi að það er eitthvað meira og dauðinn er ekki endalokin. Ég myndi ekki vilja missa þá von og sem betur fer er hún vel grundvölluð.
Ég skil ekki hvernig fólk getur lagt eilíf örlög sín í hættu fyrir... ekki neitt?
Það er ekki það sem ég sagði. Enginn verður fundinn sekur frammi fyrir dómnum fyrir að trúa ekki heldur fyrir vond verk og hugsanir.
Ég veit ekki örlög fólks en ég trúi að Guð er réttlátur og dæmi fólk eftir því ljósi sem það fékk. Trúin veitir aðgang að náð Guðs sem er þá óverðskulduð gjöf og Guð veitir öllum þeim sem leita Hans og sækjast eftir þeirri gjöf.
Mofi, 29.3.2009 kl. 21:01
Ég segi það nú Mofi minn manni leyfist nú að vera alvarlegur í korter eða svo! En það eeeerrrrr erfitt fyrir suma
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 29.3.2009 kl. 21:29
En ef múslimar hafa rétt fyrir sér? Datt þér ekki í hug að kannski aðhyllist Björgvin einhverja aðra trú en þú?
Ekki stilla þessu upp eins og það sé bara um tvo möguleika að ræða, það er einfaldlega rangt og bjánalegt að sjá þig reyna það...
sth (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:52
sth (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:56
Mofi: ...lygar, þjófnað, græðgi, öfund, hatur, reiður og sjálfselsku...
Hvað ef ég lýg minna en prestur, er ekki gráðugur, öfunda fólk ekki og er sáttur við mitt, hata engan, reiðist næstum aldrei og þá aðeins þegar ég sé fólk traðka á öðrum og er alls ekki sjálfselskur? En ég trúi ekki á Guð. Ég held þú og þeir sem setja trú ofar öllu öðru séu á villigötum.
Rifja svo upp sögu sem ég heyrði einhvern tíma. Danskur trúboði var á Grænlandi. Hann hafði kennt inúítum allt um Guð, himinn og helvíti. Eskimói spurði þá, en hvað með forfeður mína? Þeir vissu ekkert af Guði. Trúboðinn svaraði, hafi þeir ekki vitað af þessu, er þeim fyrirgefið og þeir komast til himna, hafi þeir verið góðir menn. Nú, sagði eskimóinn, af hverju ertu þá að segja okkur þetta?
Villi Asgeirsson, 30.3.2009 kl. 09:30
sth, þess vegna spurði ég Björgvin hvernig það gæti gerst. Varðandi gjöfina þá finnst mér það stórkostleg gjöf að fá að vera til og þar af leiðandi mikil ábyrgð að fá að halda áfram að vera til í mjög langan tíma; að Guð hafi skilyrði um góða hegðun til þeirra sem fá að erfa jörðina tel ég mjög sanngjarnt, annars væri aðeins verið að búa til nýtt helvíti.
Villi, til að svara eskimóa sögunni þá að minnsta kosti trúi ég því að fagnaðarerindið hefur kraft til að breyta fólki og frelsa til eilífs lífs.
Mofi, 30.3.2009 kl. 09:36
Úfff... sumir skilja ekki kaldhæðni en svar mitt var af því meiði. Ég er góður maður, réttsýnn, er góður við "náungann" og er trúlaus, líður vel með það. Amen.
Björgvin Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 12:27
Þú verður ekki fyrir vonbrigðum ef gvuðleysingjar hafa rétt fyrir sér, en þú verður svo sannarlega fyrir vonbrigðum ef múslimar hafa rétt fyrir sér, ekki satt?
Ég endurtek orð mín sem vor á þá leið að gjöf með skilyrðum er ekki gjöf.
sth (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:01
Björgvin, afsakaðu að ég greindi ekki kaldhæðnina. En ein trúarleg spurning fyrir einhvern sem er trúlaus, hvað ef Guð er til og þú deyrð og verður dæmdur, hvað heldur þú að kæmi út úr því?
Mofi, 30.3.2009 kl. 14:02
Akkuru ertu svona hræddur við að deyja mófi. Akkuru að óttast það óumflýjanlega? Þetta er nákvæmlega það sem herferðin gengur út á.
Ef guðinn þinn er til og ætlar að fara að dæma alla á dómsdegi (shit hvað það verður löng röð..), verða 'heiðingjar' sjálfkrafa fundnir sekir um lygar, þjófnað, græðgi, öfund, hatur, 'reiður' og sjálfselsku?
Og ekki gleyma, guðinn þinn er sjálfselskan uppmáluð og fram úr hófi hégómagjarn, hann fyrirgefur allar syndir nema að trúa ekki að hann sé til.
Nú, er orðið einmannalegt? Djö, á þá eftir að vera einmannalegt í ímyndaða himnaríkinu þínu
Arnar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 14:59
Var að lesa þetta aftur:
Og ég skil ekki þessa málsgrein. Þú fullyrðir fyrst að þetta sé hvergi í biblíunni en segir svo að þetta sé í biblíu þýðingum? Og hvað veist þú um hvað á og hvað á ekki að standa í biblíunni?
Arnar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:24
Margir trúlausir halda, að með trúleysi sínu séu þeir stikkfrí er öllu lýkur í þessu jarðneska lífi . Því miður fyrir þá, þá er ekkert sem bendir til að svo muni verða !
conwoy (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:34
Mofi, mér virðist þú eitthvað hugtakablindur. Þú gerir engan greinarmun á merkingu orðanna; heiðingi - trúleysingi - guðleysingi.
Nýlega las ég um að hundar greina gulan lit, bláan og svo svart og hvítt. Rauður - grænn - og appelsínugulur litur, er einn og sami liturinn í þeirra augum.
Heiðingi er trúaður maður í mínum augum, en trúir á eitt og annað sem kemur fyrir í náttúrunni. Jafnvel á tré, steina, björg, fugla og dýr.
Trúleysingi í mínum augum aðhyllist enga trú, getur verið jafnframt guðleysingi en getur ekki verið heiðingi.
Guðleysingi trúir ekki á tilvist persónulegs guðs eða guða en getur trúað á eins konar alheimsvitund sem allar lífverur séu hluti af, líkt og Búddistar kenna. Guðleysingi getur verið heiðingi en þarf ekki endilega að vera trúleysingi.
Þessi slagorð sem þú nefnir í færslu þinni eru því ekki komin frá heiðingjum en miklu fremur trúleysingjum eða guðleysingjum.
Sigurður Rósant, 30.3.2009 kl. 22:54
Ég held að allir eru hræddir við að deyja. Aðeins þeir sem eru sjúkir og kveljast tel ég að eru til í að deyja en jafnvel þeir vilja flestir heilbrygði og æsku og velgengni frekar en að deyja. Sumir að vísu vilja deyja af einhverjum ástæðum en mig grunar að þeir flestir vildu frekar velgengni í lífinu en dauða.
Að vísu trúi ég að dómurinn er byrjaður og dóms dagur er í rauninni bara sá dagur sem að niðurstaðan er birt.
Nei nei en alltaf gaman að eignast fleirri félaga.
Ég fullyrði að hvergi í Biblíunni er talað um eilífar pyntingar eða þjáningar. Orðið helvíti er aftur á móti í Biblíunni og ég segi að það orð ætti ekki að koma fram. Ég hef rök fyrir því að þetta orð helvíti er villandi og ætti að vera þýtt öðru vísi og vísaði á grein þar sem ég útskýri þá afstöðu, sjá: Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni
Mofi, 31.3.2009 kl. 10:53
Rósant, þetta er aðalega vegna þess að fréttin notar þetta orð. Ég geri alveg greinar mun á milli heiðingja og guðleysingja en takk samt fyrir skýringuna á þessu; það er fínt að þetta kom fram.
Mofi, 31.3.2009 kl. 10:54
Nú verðurðu bara að útskýra þetta betur og koma með nokkur góð dæmi Conwoy. (bait)Hvað 'allt' bentir til þess að ég sem trúleysingi verði ekki 'stikkfrír' þegar mínu jarðneska lífi lýkur?(/bait)
Sigurður Rósant:
Þessi hugtök eru öll eitthvað að vefjast fyrir honum mófa. Honum er ómögulegt að skilja hvað trúleysi er því samkvæmt hans eigin skilgreiningu er engin trúlaus því allir sem trúa einhverju eru trúaðir. Td. ef þú trúir að uppáhálds íþróttaliðið þitt sé það besta í heimi, þá ertu ekki trúlaus.
Arnar (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 10:56
Arnar, ég og Rósant erum búnir að rökræða akkúrat það mál alveg ágætlega. Hann fékk meira að segja nokkvurn veginn mig til að viðurkenna að hann gæti fallist undir það að vera trúlaus. Ég aftur á móti get ekki kallað einhvern trúlausan sem trúir því að Guð er ekki til, að náttúrulegir ferlar sköpuðu lífið og mannkynið sjálft og trúir því að hann viti hvað verður um okkur þegar við deyjum. Þetta eru mjög trúarlegar skoðanir og menn skoðanir á trúarlegum atriðum hljóta þá að hafa ákveðna trú.
Mofi, 31.3.2009 kl. 11:05
Well, það er þitt vandamál. Skilgreiningin á trúleysi er að trúa ekki á, meðal annars, yfirnáttúrulega hluti hvort sem það er guðinn þinn, álfar eða tröll. Að trúa ekki getur ekki verið trú.
Trú, í þessu samheingi, er að trúa á einhverja yfirnáttúrulega orsök eða aðkomu í þessu ferli. Ég trúi hinsvegar ekki á yfirnáttúrulega hluti svo ég útiloka þá sem orsök. Er það þá trú að útiloka hið óáþreifanlega og ómælanlega og taka aðeins afstöðu til þess sem við getur mælt?
Eh, mófi. Farðu með skóflu upp í kirkjugarð. Mannslíkaminn rotnar og grottnar eins og allt annað sem er lífrænt. Það þarf enga trú til að vita það.
Þetta allt saman eru aðeins trúarlegar skoðanir ef þú vilt endalaust vera að troða einhverri óþekktri stærð, guðinum þínum, inn í dæmið. Án yfirnáttúrulegra hluta er ekkert trúarlegt við þetta.
Það þarf ekki Trú til að trúa á eitthvað sem maður getur séð, þreyfað á eða mælt.
Arnar (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 11:53
Ég þekki nokkra sem hafa ákveðið að trúa á ekkert, og hafa líka ákveðið að klára sín 80-99 ( ? ) ár hér á jörðu og svo punktur og basta ! En það er ekki þeirra að ákveða hvað skeður eftir þetta jarðneska líf sem við þekkjum .
conwoy (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 20:40
Þetta er einmitt ekki að "trúa ekki"; þetta er að trúa helling um trúarlegar spurningar.
Allar spurningarnar sem ég taldi upp voru óáþreifanlegar og ómælanlegar svo afstaða til þeirra er trúarleg.
Það er samt trúarleg afstaða að vita hvað verður um manneskju þegar þú deyr. Ég trúi einmitt að vitund mannsins deyr og hættir að vera til, alveg eins og þú. Merkilegt nokk, sumir hafa aðra trú en við í þeim efnum :)
Mér finnst svörin vera alveg jafn trúarleg hvort sem Guð er inn í dæminu eða ekki enda er búddismi trú og enginn Guð í búddisma.
Mofi, 31.3.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.