Nikola Tesla - magnaður vísindamaður

N.TeslaLangaði að benda á grein um Nikola Tesla sem blogg vinur minn Daystar eða Tryggvi skrifaði um fyrir þó nokkru síðan, sjá:  TESLA ...

Margt fróðlegt sem kemur þarna fram eins og að Tesla á að hafa fundið upp leið til að leiða rafmagn án neinna víra, bjó til rafmagnsbíl sem keyrði á rafmagni í andrúmsloftinu og var ráðinn af Bandaríkjastórn til að búa til einhvers konar dómsdags vopn en hann síðan ákvað að ekkert eitt ríki ætti að eiga slíkt vopn svo hann hætti við verkefnið.  Hvað er satt og hvað er ekki satt í öllu þessu veit ég ekki en áþreifanlegi árangur af vísindavinnu Tesla er mjög mikill sem gefur öllu þessu trúverðugleika. 

Ég vil taka undir með bloggaranum Jóni Finnbogasyni um að við ættum að fella skatt á rafmagnsbílum. Ég myndi ganga enn lengra og vilja sjá ríkisstjórnina stefna markvist að því að aðeins rafmagnsbílar séu hér á landi. Engin spurning að það væri hagkvæmt fyrir þjóðina til lengri tíma litið.

 

Síðan myndband um Tesla sem ég hafði mjög gaman af:

 Langar líka að benda á þessa mynd hérna um Tesla: The missing Secrets of Nikola Tesla


mbl.is Rafmagnsbílar sækja á þrátt fyrir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji, hvað það er gott að vera sammála þér af og til, Mofi. Ég er alveg hjartanlega sammála þér um að fella beri alla skatta af rafmagnsbílum. Það eru samt nokkrir gallar við rafmagnsbíla sem gerir það að verkum að þeir taka sennilega aldrei alveg við venjulegum bílum, EN, metanbílar geta komið í staðinn. Rafmagn myndi ekki ganga fyrir flutningabíla, til dæmis. Rafhlöður eru bara of þungar og of lélegar, og framþróun í geymslu rafmagns hefur alltaf gengið mjög hægt og því miður er lítil ástæða til bjartsýni í þeim efnum. En eins og ég segi, metanið getur tekið við þar sem rafmagnið hentar ekki. Rafmagn er alveg nóg fyrir 95% af fólksflutningum, þ.e. innanbæjarsnatt.

Annar galli við rafmagn er viðkvæmni fyrir miklum hita og miklum kulda, en við Íslendingar erum heppnari en við kannski gerum okkur grein fyrir, því hér er ekki næstum því jafn mikill munur á sumri og vetri eins og annars staðar.

Það er bara eitt við allar sögusagnirnar um Tesla (sem þó var óumdeilanlega snillingur) sem fer pínulítið í taugarnar á mér, og það er hversu auðvelt fólk á með að trúa því að honum hafi raunverulega tekist að framkvæma allar sínar hugmyndir, en verið stöðvaður af einhverjum ytri öflum. Það er sami galli við allar hugmyndir um vísindi sem ekki komast í dagsljósið, að þá verða þau aldrei "peer-reviewed" (veit ekki hvað það er á íslensku), sem þýðir beisiklí að það sé lítið sem ekkert að marka slíkar fullyrðingar. Þær eru bara hugmyndir þar til hægt er að endurgera þær sjálfstætt, og þar sem ekki er hægt að gera slíkt við hugmyndir sem eru drepnar niður af valdhöfum/auðjöfrum. Hugmyndir og tilgátur vísindamanna eru í raun algerlega gagnslausar þar til hægt er að láta reyna á þær sjálfstætt.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Mofi

Helgi, það er rétt að eins og staðan er í dag þá geta rafmagnsbílar ekki orðið flutningsbílar en stór skref eru möguleg. Varðandi að trúa að allt sem sagt er um Tesla þá glími ég við þetta að hans afrek eru mörg og mögnuð og raunveruleg en síðan hitt er svo svakalegt að maður á erfitt með að trúa því en hans afrek gefa því trúverðugleika, þó maður situr alltaf með slatta af vafa þangað til einhver getur endurtekið þetta.  Gaman að í þessu tilfelli erum við sammála :)

Mofi, 27.3.2009 kl. 10:40

3 identicon

Rafmagn gæti kannski tekið við af bensíni sem orkugjafi en þá aðeins að ef bensín skortur kemur upp.  Frá náttúruverndarlegum sjónarmiðum þá mengar rafmagn meira en bensín :)  Bæði eru víðtækari náttúruspjöll við að framleiða rafmagn og svo eru gamlir rafgeymar ekkert sérstaklega nátturuvænir.

Kannski ef hægt væri að útfæra hugmyndir Tesla um 'þráðlaust' rafmagn og að draga rafmagn úr 'heiðhvolfinu' (?) á ætti rafmagnið kannski séns.

Arnar (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:01

4 identicon

Sælir,

Vil benda ykkur á þessa heimasíðu www.2012.is varðandi verkefni sem verið er að hrinda af stað til að rafbílavæða landið. Endilega kíkið á það ykkur til fróðleiks.  Eins er gaman að sjá síðuna fyrir þennan bíl hjá Tesla Motors,  http://www.teslamotors.com/  og þessa www.teslamotors.is .

Það gætir smá misskilnings  hvað varðar þróun á rafhlöðum fyrir rafbíla og eins um sjálfa rafbílana.  Í Bretlandi eru yfir 5.000 sendi og vörubílar sem eru á götunum nú þegar og hægt er að fá  heila línu sendi og vörubíla sem ganga 100% fyrir rafmagni og er það geymt á rafhlöðum.  Í framleiðslu eru allt að  12 tonna bílar sem komast 240km fullhlaðnir. Stefnt er að því að byrja sölu á þessum bílum innan skamms hér á landi. Sendibílar frá þessu sama fyrirtæki eru að fara í framleiðslu í Bandaríkjunum undir merkjum Ford. 

Eins get ég bent ykkur á stórar rútur sem eru í framleiðslu í Bandaríkjunum, rútur sem komast 300 km á fullri hleðslu og tekur aðeins 10 mínútur að hlaða. Slíkar rútur og strætóar verða teknar í notkun á næst 3 árum í mjög mörgum borgum í Kaliforníu.  Svo er að sjá hvernig tekið verður á móti slíkum tækjum hér á landi. Í Kína eru komnar rútur sem komast 300km en þær standast sennilega ekki enn sem komið er evrópska staðla.

Hvað varðar rafhlöðurnar þá eru nú þegar komnar rafhlöður sem hægt er að keyra venjulega bíla allt að 500km og þá erum við ekki að tala um 35 hestafla vélar – heldur allt að 512 hestafla vélar. Þróunin er mjög hröð.  Í júní kemur til Íslands  fyrsti Tesla sportbíllinn sem Tesla afgreiðir til Evrópu. Þessi bíll er auðvitað ekki fjölskyldubíll.

Gaman að segja frá því að þessi bíll sem sýndur er í þessari frétt á mbl.is þ.e Model S frá Tesla var hannaður frá grunni á 8 mánuðum af einungis 12 verkfræðingum og hönnuðum.  Þessi bíll er í raun verkfræðilegt undur og setur klárlega línurnar fyrir önnur fyrirtæki um það hvernig rafbílar verða hannaðir.  Þessir 12 guttar klára bílinn á einungis 8 mánuðum lokaðir af í skemmu og unnu 24/7 þar til verkefnið var búið. Til samanburðar þá notaðist GM við 200 verkfræðinga, 50 hönnuði og síðan aðra 400 starfsmenn á tveggja ára tímabili á meðan á hönnun Chevi Volt stóð. Sá bíll er vissulega flottur en það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að Model S slær honum algerlega út.  

Takið eftir að í bílnum er 17 tommu skjár sem er aðal stjórnborð bílsins, sárafáir takkar einungis snertiskjár, hægt að tengjast internetinu sem gefur mikla möguleika. Hægt er að fá grunnmódelið með 260km drægni og svo verður hægt að leigja aukapakka fyrir lengri leiðir.  260km rafhlaða mun að jafnaði dug meðal Jóni í Reykjavík í  7-8 daga þar sem meðalakstur er 33km á dag. Ef stærsta rafhlaðan er tekinn þ.e. sem gefur 480km drægni þá þarf að hlaða á 14 daga fresti.

Ég get líka upplýst ykkur um það að Tesla fyrirtækið er með í prófun rafhlöður sem þeir segja að verði  „verulega betri“ en þær sem nú þegar eru komnar á markað.  Svo skulum við láta okkur dreyma um hvað  „verulega betri“ er, en viðurkennt er að geymslu- og aflgeta rafhlaðna eykst um 20% á ári.

Obama er að setja gríðarlegar upphæðir í stuðning við fyrirtæki sem eru í rafhlöðu iðnaði og eins fyrir þá bílaframleiðendur sem eru með tvinn eða rafbíla á prjónunum.

Hvað varðar aðra orkugjafa þá verða  að sjálfsögðu nokkrar gerðir í boði og allar eiga eflaust rétt á sér en auðvelt er að komast að því að rafmagn sé skynsamlegasta lausnin fyrir Ísland. Eins er t.d. möguleiki á að framleiða Metan hér á landi fyrir allt að 3 - 4000 bíla og það á skilyrðislaust að gera það. Aðrir orkugjafar henta líklega síður hér á landi enda hægt að dekka flesta þætti með rafmagni.

Sighvatur Lárusson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 14:39

5 Smámynd: Mofi

Sighvatur, takk fyrir mjög fróðlegt innlegg!  Hafði mjög gaman af.

Mofi, 1.4.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband